Heimskringla - 22.08.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. ÁGÚST, 1951
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
öllum hafi liðið vel á Gimli og
að hver hverfi nú heim til sín
með ljúfar endurminningar.
Th. Thorvaldsson lagði til og
var það stutt af séra E. J. Melan
að þess sé minst í fundargjörn-
ingi þessa þings, að Mr. Frankl-
in B. Olson, sonur B. B. Olson
og frú hans Guðrúnar Sól-
mundardóttur Olson, sem nú
eru bæði dáin, hafi verið skírð-
ur af Dr. Franklin C. South-
worth er kirkjufélag þetta var
stofnað, þann 16. júní, 1901, að
Gimli. Samþykt.
Tillaga frá séra E. J. Melan
studd af Miss Elin Hall, að rit-
ari fyrir hönd kirkjufélagsins,
votti Mr. Árna Þórðarsyni, sem
nú er 92 ára að aldri, þakklæti
fyrir hans góðu og miklu að-
stoð við söng, bæði í kirkju
Winnipegsafnaðar fyr á árum
og nú síðari árin í kirkju Gimli
safnaðar, og þá ekki síst fyrir
■aðstoð hans við söngin á þessu
kirkjuþingi. Samþykt.
Séra E. J. Melan lagði til og
Hjálmar Þorsteinsson studdi,
að Mr. Stefáni Guttormssyni sé
sent skeyti frá kirkjufélaginu í
tilefni af því að hann var einn
þeirra manna, er var við stofn-
un þess 16. júní, 1901. Samþykt.
Séra E. J. Melan lagði til, og
Miss Hlaðgerður Kristjánsson
studdi, að stjórnarnefndinni sé
falið, að ljúka þeim málum, sem
eftir kunna að vera ókláruð, og
að samþykja þennan síðasta
fundargjörning. Samþykt.
Svo var af þingheimi sungin
sálmurinn 643 í sálmabókinni.
Að þv loknu sagði forseti hinu
29ársþingi hins Sameinaða
Kirkjufélags fslendinga í N.,
Ameríku lokið og þakkaði þing
gestum fyrir greiða afgreiðslu
þeirra mála sem fyrir þingið
komu.
TAKRÆNN ATBURÐUR
f borginni Madison, Wis., er
dagblað, sem nefnist Capital
Times. Frelsisdaginn ,fjórða
júlí þessa árs, tók einn af frétta
riturum þess upp á sig þau ný-1
mæli að leita undirskrifta að
“bænarskrá”, er samanstóð ein-
göngu af smáatriðum úr stjórn-
ar- og frelsiskrá Bandaríkjanna.
Af 112 einstaklingum, sem leit-,
að var til, neituðu 111 að skrifa'
undir. Tuttugu spurðu hand-
hafa hvort hann væri kommún-|
isti. Einn sagði: “Þú fær mig
ekki til að skrifa undir þetta.!
Eg er að sækja um stjórnar-
stöðu og verð að verjast öllu
grunsamlegu athæfi.” Ein kona
las skjalið gaumgæfilega til
enda og sagði: “Þetta kann að
vera hin rússneska frelsisskrá, |
en enginn getur sannfært mig
um að það eigi jiokkuð skylt við
hugsjónir okkar eigin þjóðar.”
Eitt forsjált gamalmenni með
ærna reynzlu að baki sagði “Eg-
sé að þú viðhefur hinn gamla
hrekk kommúnista að bendla
nafn Guðs við róttæka bænar-
skrá.”
í fljótu bragði virðist þetta
vera ótrúlegur viðburður; og
víst er það, að hann er staðbund
inn, og líka dæmi í fremur smá-
um stíl. En eg hygg að útkom-'
an yrði svipuð, hvar sem reynt|
væri í Ameríku. Ekki fyrir það
að fólkið sé yfirleitt á móti
frelsi og friði, heldur vegna
þess að það óttast að einhver fé-
lagsskapur sem það hefur ímug-
ust á, standi þar að baki. Það
veit hvað lítið þarf til, um þess-
ar mundir, að það brennimerk-j
ist til vinstri hliðarinnar, og
hvaða sektum það sætir.
Margir eflaust álíta að svona
atvik lýsi fáfræði eða skilnings
leysi fólksins. En það þarf ekki
nauðsynlega að vera aðal ástæð-
an. Eg er nærri viss um að því-j
líkt hefði ekki getað átt sér stað
áður en útvarpið kom til sög-!
unnar. Fólk les sízt minna nú en*
fyr á dögum og hugsanafærin
hafa trauðla hrörnað að mun
við menninguna. En áróðurinn
Frh. á 4. bls.
Hvíta vofan
AMERISK FRÁSAGA
“Þér hljótið sannarlega að hafa trú á krafta
verkum, ef þér haldið, að nokkur mannleg hjálp
geti bjargað jafn syndugri sálu og hans,” svar-
aði Mendon háðslega. “En það var einmitt um
hann, sem eg þurfti að tala við yður. Við skul-
um fara ofan að hesthúsinu og láta leggja á hest
og senda hann eftir yður þá getum við, meðan
á því stendur, gengið áleiðis og talað um mál
þetta, án þess að þér tefjist neitt.”
Presturinn féllst á þessa uppástungu, og
þegar þeir höfðu gert nauðsynlegar ráðstafanir
til þess, að hesturinn yrði sendur á eftir þeim,
lögðu þeir af stað gangandi. Mendon gekk lengi
þegjandi, svo að presturinn varð að lokum að
byrja og mælti:
“Jæja, sonur minn, hvað var það þá, sem þér
þurftuð að tala við mig um þetta veslings gam-
almenrii?”
“Ekkert nýtt um hann. En vitið þér það, að
það er nýskeð kominn nýr heimilismaður í
"Óhugðarborg.”
Það var auðséð á svip prestsins, að hann
gat ekki trúað þessu, og hann mælti:
“Það er þó óhugsandi, að Lecour hafi farið
að taka við nokkrum nýjum manni á heimili
sitt? Hver hefir verið svo djarfur, að setjast
að hjá honum?”
“Ung stúlka, og það meira að segja ákaf-
lega falleg stúlka”.
Presturinn staðnæmdist allt í einu, sneri sér
að Mendon og spurði skjálfandi af ákafa:
“Hver er hún? Hvaðan kemur hún, og
hvaða tilkall þykist hún eiga til þess, að setjast
að hjá honum?”
“Hafið þér ekki heyrt það, að dótturdóttir
Lecours kom frá New-Orleans með sama bátn-
um, sem við maddama Crozat komum með? Að
hún þáði ekki, að koma til okkar, en kaus held-
ur, að fara undir eins til Bellair?”
Presturinn var venjulega fölur í andliti, en
nú þegar hann heyrði þetta, varð hann öskugrár.
Hann áttaði sig samt fljótlega og mælti:
“Þessi unga stúlka hlýtur að vera eitthvert
svikakvendi. Dótturdóttir Lecours, eini afkom-
andinn hans, er svo vel geymd í klaustrinu sínu,
að það er engin leið til þess, að hún hafi getað
ráðizt í slíkt ferðalag. Þetta hlýtur að vera eitt-
hvert glæfrakvendi, sem hefir heyrt talað um
auðæfi Lecours, og læzt nú vera erfinginn”.
“Nei, nú held eg að yður skjátlist, faðir
Eustace, því að ungfrú Durand dró enga dul á
það við okkur, að hún hefði strokið úr klaustri
því, er hún átti að vera í. Hún hafði andstyggð
á því, að verða nunna, og með því að hún var ó-
vitandi um grimmd og harðýðgi afa síns, flúði
hún á hans náðir”.
“Hún skal ekki njóta verndar hans til lengd
ar, því að það er skylda mín, að tilkynna biskupn-
um þetta, svo að hægt sé að ná þessari ófyrir-
látsömu persónu sem fyrst aftur í skaut kirkj-
unnar, er hún hefir yfirgefið á svona syndsam-
legan hátt”.
“Hægan, hægan, faðir Eustace, það var alls
ekki um það, sem eg vildi tala við yður. Ungfrú
Durand hefir lýst yfir því, að hún kjósi heldur
að deyja, en hverfa aftur undir ánauð klausturs-
ins, og vissra hugsanlegra orsaka vegna er það
bæði ósk mín og maddömu Crozat, að þessi unga
stúlka verði losuð undan eftirliti kirkjunnar”.
“Og þessar orsakir eru?” spurði presturinn
með kuldalegum alvörusvip.
“Ef hún er í raun og veru erfinginn að auð-
æfum Lecours, þá er það tilgangur minn að gera
enda á brösum okkar um auðinn með því, að gift
ast dótturdóttir hans.”
“Eg hélt að dómstólarnir væru þegar búnir
að skera úr deilunni milli ykkar”, svaraði prest-
urinn.
“Já, auðvitað er henni lokið meðan Lecour
er á lífi. En þegar hann er dáinn, mun eg byrja
aftur og gera þá mitt ítrasta til þess, að ná í auð
inn, svo framarlega, sem ekkert verður úr þessu
hjónabandi”.
Faðir Eustace hafði nú haft tíma til þess að
hugsa sig um, oð mælti nú með þýðri röddu og
stúrinn á svipinn:
“Það er skylda mín, að hjálpa yður og yðar
góðu stjúpu til alls þess er samvizkan leyfir
mér, því að eg borða við ykkar borð, og kenni
börnunum yðar að ganga braút trúarinnar og
sannleikans. Fyrst um sinn skal eg ekki gera
neitt til þess að hefta stúlkuna, en ef það skyldi
koma í ljós, að hún sé ekki afkomandi Lecours,
þá mun eg undir eins gera ráðstafanir til þess,
að afhjúpa svikin, og láta hegna henni eftir mak
legleikum.”
Mendon varð fölur og svaraði:
“Jafnvel þótt svo kynni að fara, getur þó
hugsazt, að það yrði hrein og bein skyklda mín,
að verja hana gegn öllum árásum, og giftast
henni”.
“Þér talið undir rós, sonur minn”.
“Já, þetta er gáta, sem tíminn mun ráða,
faðir Eustace. Þegar sá tími kemur, skuluð þér
fá að heyra merkilega ættarsögu. Mér er ekki
enn þá vel ljóst um öll atvik hennar, en eg skal
komast fyrir þau áður en langt um líður, og þá
skal eg segja yður söguna”.
“Eg get beðið, þar til þér hafið hentugleika,
og eg skal vera vægur við stúlkuna á meðan.
Eða er það ekki yðar vilji, að eg sé það fyrst um
sinn?”
“Jú, einmitt — fyrst um sinn. Fari svo að
það komi í ljós, að Adrienne Durand sé ekki
hinn löglegi erfingi, þá getur vel skéð, að eg
lofi yður að senda hana aftur í klaustrið.”
Það vottaði ofurlítið fyrir hæðnisbrosi á
vörum prestsins, er hann svaraði:
“Hvað þér hljótið að elska hana innilega og
af heilum huga, sonur minn. En eg get verið
ánægður með þessa fullyrðing^yðar, því að hún
gefur mér ótakmarkað vald yfir framtíðarhlut-
skifti þessarar áræðnu stúlku”.
“Eg skil yður ekki, faðir Eustace”.
“O, það gerir heldur ekkert til — en mér
dettur það nú í hug, að með því að hjálpa yður
til að ná í erfingjann að auðæfum Lecours, ræni
eg kirkjuna þeim. Stúlkunni var, frá því hún
fæddist, ætlað að ganga í klaustur, og auður
hennar rennur til þess klausturs sem hún er
nunna í”.
“Eg hefi hugsað um þetta, og það er ásetn-
ingur minn, að láta kirkjuna fá þriðjunginn af
eignum hennar — það er miklu meira, heldur en
nirfillinn hann afi hennar lætur kirkjuna nokk-
urn tíma fá, ef hann fær leyfi til að semja arf-
leiðsluskrá”.
Áherzlan, sem Mendon lagði á þessi síð-
ustu orð, var svo einkennileg, að presturinn leit
upp, og hann mælti í hálfum hljóðum, líkast því
sem hann hefði lesið huga Mendons:
“Svona gamall fábjáni, eins og hann, get-
ur naumast verið fær um, að semja neina arf-
leiðsluskrá. En segið mér sonur minn, öll áform
yðar hreinskilnislega. Verði komið í veg fyrir
það, að Lecour semji arfleiðsluskrá, og það
skyldi koma í ljós, að stúlkan sé ekki dóttur-
dóttir hans — hvað ætlið þér þá að gera?”
“Ef hún er ekki sú rétta ungfrú Durand, þá
er hún — nei, eg get ekki sagt yður það nú, það
er ekki fyllilega áreiðanlegt. Eg segi ekki, að
ekki verði lögð fram nfein arfleiðsluskrá. Eg er
þvert á móti þeirrar skoðunar, að til hljóti að
vera arfleiðsluskrá, sem veitir þessari svoköll-
uðu dótturdóttir hans eignarrétt að auðnum,
hvort sem hún er það eða ekki.”
“Það er þá áform yðar, að giftast henni nú
þegar?” spurði presturinn alvarlega.
“Nei, alls ekki. Fyrst verð eg að hæna hana
að mér, og fyrirhöfn mín í þá átt verður komin
undir arfshorfum hennar. Þér skuluð fá það vel
borgað, er þér hjálpið mér, því að Lecour hlýt-
ur að hafa hrúgað saman ógrynni fjár”.
“Þér treystið helzt til mikið liðveizlu
minni, sonur minn”.
Mendon brosti háðslega.
“Eg hefi yðar eigin hagnað fyrir augum,
faðir Eustace. Þér berið bezt úr býtum, ef þér
hjálpið mér til að ná takmarkinu”.
“Og þér setjið það ekkert fyrir yður, að
hrifsa brúður himinsins frá altarinu? Og skilj-
ið þér það ekki, sonur minn, að þér ætlizt til að
eg geri mig sekan um svik og vélræði, eg, sem
er smurður sonur kirkjunnar?” spurði faðir
Eustace með blíðri röddu, en leit um leið svo
alvarlega til Mendons, að Mendon varð blátt
áfram hræddur um, að áform sín myndu öll fara
í hundana.
Og í þessum svifum náði þjónninn í þá
með hestinn handa prestinum, og presturinn
steig á bak, kvaddi Mendon rólega, og reið af
stað án þess að mæla fleira.
9. Kapituli
Þegar Eady gamla kom inn í svefnherbergi
Lecours, morguninn eftir atburði þá, sem lýst
er í næst síðasta kapítula, var Lecour gamli sár-
veikur bæði á sál og líkama. Röddin var lág og
veikluleg og útlitið því iíkast, sem hann væri
með óráði, er hann reis upp og spurði:
"Hver er það? Hvað viljið þér?”
“Það er bara eg, húsbóndi góður, eg er
ætíð vön að koma hingað inn til yðar á hverjum
morgni. Þér eruð ekki vanur að verða hræddur,
þótt þér sjáið mig.”
Lecour hneig aftur ofan á koddann, og það
fór hrollur um hann allan.
“Eady — hvíta vofan heimsótti mig í nótt,
enn þá einu sinni. Hún kom hérna inn í her-
bergið. Hún æpti svo hátt, að hún vakti mig.”
Eady hlustaði á hann með vantrúarglotti.
“Þetta er eintóm ímyndun. Eg hefi verið á
flakki hér í húsinu í alla nótt, og ekki heyrt
eða orðið yör við neitt óvenjulegt. Eg hræði
stundum hann Pierre með því, að eg hafi séð
vofu eða afturgöngu, en eg hefi samt sem áður
aldrei séð neitt, og ímynda mér helzt, að eg
sjái það aldrei”.
“En eg segi þér alveg satt, að eg sá vof-
una með mínum eigin augum. Ó, það var voða-
leg — voðaleg sjón!”
Professional and Business Directory—
— J
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 396
Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR K. J. AUSTMANN SérfræÖingur í augna, eyma, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Löglrœðingar Bank otf Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Porytge Ave. og Smith 3t. PHONE 926 952 WINNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovaízos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL UMITED selur líkkistur og annast um útfanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Simi 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg.
M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Wiíl Be Appreciated
The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halidór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496
PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466
Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Ctfararstjóri: ALAN COUCH THOS. Jil M & SH\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 W’innipeg f
I