Heimskringla - 12.12.1951, Síða 3

Heimskringla - 12.12.1951, Síða 3
WINNIPEG, 12. DES. 1951 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA þremur til að ræða nánar um málið, hvort það sé lífvænlegt og hvernig bezt væri að búa það í haginn. Vil og skora á Frón að taka mál þetta til athugunar á þessum grundvelli, og hvern þann, sem áhuga hefur fyrir því, að ljá því sinn stuðning með gagnrýni og tillögun. Þetta er mikilvert mál og verð ur að vera hafið yfir allan ríg eða klíkuskap. Líklega vinnst ekki tími til frekari umræða í kvöld, og vildi eg því biðja Frón að taka það til urmæðu á næsta fundi. Þá hefur mönnum og gefizt tími til að velta því betur fyrir sér. Að lokum bið eg afsökunar á svo löngu máli, og þakka gott hljóð. SÖGULEGT AFMÆLI Frh. frá 1. bls. Meðal annars flutti vikublaðið “Decorah Posten” , (Decorah, lowa), útbreiddasta blað Norð- manna í Vesturheimi, einkar vin samlega ritstjórnargrein um deildina. í sambandi við afmælið efndi háskólabókasafnið til sýningar á úrvali úr bókmenntum Norður- landanna allra, að íslandi með- töldu, og á ritum um Norður- lönd og ísland. Skipaði þar önd- vegi forkunnar fögur skrautút- gáfa af “Heimskringlu” Snorra Sturlussonar norskri þýðingu, er ríkiserfingjahjónin norsku gáfu háskólanum, er þau heim- sóttu hann í vesturför sinni sum arið 1939. Hefir sýning þessi vakið talsverða athygli. Nokkrar afmæliskveðjur til norrænudeildar Ríkisháskólans í N. Dakota. R.vík, 27 nóv. ’51 University of N. Dak., Dept. of Sc. Languages and Lit. ^rand Forksí N. Dak. Kveðjur og árnaðaróskir á sextugsafmæli deildarinnar. Forsætisráðh. R.vík, 27. nóv. ’51 Próf. Richard Beck, University of N. Dak. Grand Forksí N. Dak. Háskóli íslands samfagnar þér á 60 ára afmæli deildar þinnar, er þú hefur veitt forstöðu með mikilli prýði 22 ár. Alexander Jóhannesson, rektor Kaupm.höfn. 28. nóv. ’51 Scandinavian Dept., University, Grand Forks, N. D. Congratulations and thans for excellent work in Icelandic studies. Sigurður Nordal Stokkhólm, 27. nov ’51 Dept. Sc. Languages and Lit. University of N. Dak. Grand Forks, N. Dak. Congratulations and best wish es to your sixty years jubilee. Every Icelander is thankful for your dept.’s work for Icelandic language and literature in past. Helgi P. Briem. Icel. Envoy Winnipeg, 28. nóv. ’51 Dr. Richard Beck University of N. Dak. Grand Forksí N. Dak. Megi það verða fyrsta verk ís- lenzkudeildar Manitobahásskóla að senda norrænudeild Háskól- ans í Norður Daktoa heillaóskir á þessu merka afmæli. Jafnframt sendi eg yður beztu kveðjur mín| ar og vona, að með deildum þess- um megi senn takast samvinna til eflingar norrænni menningu beggja vegna landamæranna. Finnbogi Guðmundsson Dómari: Vitið þér hvað skeður, ef þér sverjið rangan eið? Vitni: Já, þá fer eg til helvít- is. * Dómari: En ef þér segið sann- leikann? Vitnið: Já, þá fer eg beint í| svartholið. Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA “Það eru regluleg konungsgersemi, sem eg hefi undir höndum. Hvað getur jafnast á við gimsteina að fegurð og verðmæti? Þetta er fall legasti og dýrasti steinninn úr hinu fræga háls- bandi drottningarinnar. Hann átti líka þátt í því, að ryðja þér braut að höggstokknum, María Antonetta. Hégómagimi konunnar hefnir sín sjálf! Ha, ha ,ha! Er það máske ekki réttlátt? Þessir steinar eru mér sem blöð úr veraldarsög- unni. Hér er einn, sem glóði á enni Katrínu Rússadrottningar—kaldur og harður, eins og hún var sjálf. Þessi demantshringur var eign hinnar tignarlegu og ólánssömu maddömu Ro- land. Hún var í sannleika drottning allra kvenna —kona, sem hinn mikli höfundur og herra lífs- ins hafði sett innsigli sitt á.” Allt í einu hnyklaði hann brúnirnar reiðu- lega mjög. Hann hafði tekið upp gullhring með rauðum steini, óvenjulega stórum og fallegum. “Hvernig hefir þessi komizt hingað, sam- - an við sögulegu gimsteinana mína?” tautaði hann í reiði “H.D. til L. M.—Nú, það var vel viðeigandi gjöf frá honum til hennar, því að steinninn er líkastur krystölluðu blóði”. Hundurinn tók nú aftur að ýlfra, og það svo hátt, að Lecour veitti því eftirtekt. Hann sneri sér skyndilega við, og kom þá auga á hvít- klæddu stúlkuna, er nú var komin inn á mitt gólf. Svipur hennar var bæði óumræðilega raunalegur og hræðslulegur. Lecour varð svo mjög um þessa sjón, að askjan féll úr höndunum á honum, svo að skraut gripirnir hrukku út um allt gólf. Hann þóttist vita, að þetta væri hvíta vofan, og var nærri því hniginn niður á gólfið. En þá lyfti Adrienne handleggnum og benti hægt og rólega á myndirnar á veggjunum. “Sko, sko! Svipimir koma fram úr umgerð unum, — sumir þeirra halda á höfðinu af sér undir hendinni — þeir svífa fram og aftur, og benda á þig, gamli maður”, mælti hún lágt og hræðslulega. “Þeir bæra náfölu varirnar sínar og muldra: “Þú — þú ert valdur að dauðadómi okkar!” — Eg heyri til þeirra, eg sé þá, jafnvel þótt þeir séu andar, ósýnilegir þínum blinduðu augum.” Þegar Lecour heyrði rödd hennar, náði hann sér aftur. Honum datt fyrst í hug, að ráð- ast þegar að henni, og hegna henni fyrir kom- una, en hann sá brátt að hún var sofandi, og að bezt myndi vera-, að koma henni burt, áður en hún vaknaði. Hann lagði af stað til hennar, en staðnæmd- ist svo litla stund, og virti fyri sér náföla and- litið stúlkunnar. “Það er lifandi eftirmyndin hennar”, taut- aði hann. “Það er eitt ólánið til, ofan á allt ann- að, að mitt eigið hold og blóð skuli hafa hennar andlit og hennar svip. Eg verð að losa mig við hana. Eg þoli ekki návist hennar mikið lengur. O, ef eg bara gæti vakið hanna hérna, þá skyldi dómur henar vera undirritaður. Þá skyldi hún ekki fara lifandi út um þessar dyr”. “Stúlkan virtist skynja hugsanir hans, því að hún sneri sér að honum, og mælti hátíðlega: “Þú dirfist ekki að snerta mig hérna, því að svipir þeirra, er þú hefir orðið að bana, eru á milli okkar, og þú getur ekki komizt fram hjá þeim — lofið mér að fara, því að í þessu hræði- lega herbergi ætlar loftið að kæfa mig.” Adrienne leið aftur hægt og hljóðlega út um dyrnar, engu líkari, en vofu, og skundaði svo upp stigann upp að herberginu sínu. Lecour veitti henni eftirför, þar til er hún hafði lokað dyrunum eftir sér. Þá sneri hann aftur, og fór að tína gimsteinana upp af gólfinu. Hundurinn lá enn þá í hnipri á gólfinu, og volaði eins og af sársauka eða hræðslu. Lecour kallaðitil hans byrstur: “Stattu upp Serberus gamli, og láttu ekki eins og nýgotinn hvolpur. Ertu svo hræddur við þessa sofandi stúlku, að þú þurfir að vola, eins og þú hefðir verið barinn? Hann reif í hlekkjafestina, sem hundur- inn var tjóðraður með, og ætlaði að draga hann á sinn venjulega stað, en þá var eins og hund- urinn vaknaði allt í einu af enhvers konar dvala Hann spratt allt í einu upp, og rauk í húsbónda sinn. Hann reif grimmdarlega í sloppinn hans, og kom um leið ofurlítið við hægri hendina á honum með tönnunum. Hundurinn var auðsæilega bandóður, og Lecour var alveg á hans valdi, jafnvel þótt hann hefði allt til þess haldið, að hundurinn væri fullkomlega á sínu valdi. Það var ekki nema um eitt úrræði að gera, til þess að forða lífinu: — hann |>reif tígilhníf sinn, og rak hann í hjarta hundsins. Hundurinn féll þegar niður við fætur hans, og blóðið spýttist upp um hann allan. Lecour skeytti ekkert um rispuna á hendinni á sér. — Hann settist hugsandi á stólinn, og horfði á dauðateygjurnar í hundinum. Ósjálfrátt tautaði hann hálfhátt fyrir munni sér: “Eg hélt, að hundurinn væri. þræll minn, hélt að hann hefði matarást á mér, og nú liggur hann þarna dauður — nú hefi eg orðið að drepa hann til þess að verja líf mitt. Það eru sann- arlega einhver álög á mér — það er eins og eg sé dæmdur til að tortíma öllu, drepa allt, sem eg næ hendi minni til — allt, allt, eða hefi eg máske ekki gert það allan minn aldur? Það var hún, þessi unga stúlka, sem var völd að þessu. Hvernig gat návist hennar hér á þessum for- boðna stað komið veslings trygga verðinum mínum til þess að ráðast á mig? Er það vegna þess, að hún hafi fjandsamlegan huga til mín? Ha! Gæti hún sín, ef svo er, því að hversu mjög sem hún fullyrðir það, að hún sé dótturdóttir mín, þá ræð eg hana af dögum, ef eg hefi ástæðu til að ætla, að hún sé njósnari eða ótrú mér á einhvern hátt.” Hann sþarkaði hundsskrokknum til hliðar, og hélt áfram að leita að gimsteinunum. En hring þann, er hann hafði haldið á í hendinni, þegar hann sá Adrienne, gat hann hvergi fund- ið. Hann mundi eftir því, að hann hafði bandað að henni hendini, og ef til vill hafði hringurinn hrokkið úr hendinni á honúm, og flækst í hári stúlkunnar, sem hékk laust ofan um axlirnar. En ef svo hafði nú atvikast, hvernig átti Adrienne þá að geta gert sér grein fyrir því, að hringurinn var kominn í hennar fórur, án þess að minnast alls þess, er við hafði borið? Hann hafði oft lesið um það, að menn, sem gengju í svefni, myndu venjulega ekkert eftir því, hvar þeir hefðu verið eða hvað borið hefði fyrir augu þeirra á svefngöngu þeirra. Og það var ein- ungis sú trú hans, sem bjargaði Adrienne frá því, að hann færi þegar upp til hennar, til þess að leita að hringnum. Þegar hann hafði lokað skápnum, og hengt mynd þá, er huldi hann, aftur á sinn snaga, slökkti Lecour öll ljósin nema eitt, og sparkaði hundsskrokknum út fyrir dyrnar, er hann lok- aði vandlega eftir sér. Því næst skundaði hann upp í herbergið sitt. --------Þegar Adrienne vaknaði morgun- inn eftir, fannst henni sem eitthvað ógeðfelt hefði borið við um nóttina, en hún mundi mjög óglöggt eftir því, hvað það var. Þegar hún tók kjólinn sinn af stólnum, þar sem hún hafði lagt hann um kvöldið, datt gullhringur, er auðsæi- lega hafði tollað einhvers staðar í broti eða fell- ing í kjólnum. Hún varð auðvitað æði forviða. í hringnum var stór, rauður steinn, og á hann grafin tvö fangamörk, sem hún kannaðist ekki við, jafnvel þótt hún þættist geta gizkað á, að síðustu stafirnir væru fangamark frúarinnar sálugu. Hvernig hafði þessi hringur komizt inn í herbergið hennar? Hún var einmitt að brjóta heilann um það, þegar Eady gamla kom inn til hennar, skjálfandi af ótta. Adrienne varð hverft við að sjá Eady svona hræðslulega, og spurði: “Hvað gengur á, Eady? Er afi minn veik- ur?” “Eg þori ekki að fara inn til hans að spyrja um það”, svaraði Eady. “Eg varð nærri því tryllt af hræðslu við sjón þá, er eg sá hérna fyr- irneðan stigann.” “Hvað var það?” spurði Adrienne, og varð nærri því eins hrædd og Eady. “Víghundurinn, sem var í myndaherberg- inu, liggur þar dauður, löSjrandi í blóði og með stórt sár á síðuni”. Adrienne spratt upp og mælti: “Hver getur hafa gert það? Máske hefir afa mínum borið eitthvert ólán að höndum? — Sjálfur myndi hann aldrei hafa drepið þennan trygga vörð sinn. Við skulum þegar fara, Eady, og gæta að því, hvort hann er í nokkurri hættu staddur”. Henni hafði orðið svo mikið um þetta, að hún gleymdi hringnum, og féll hann nú á gólf- ið. Eady greip hann upp, og varð auðsæilega ennþá hræddari en áður. Hún ætlaði ekki að geta komið upp nokkru orði, en svo spurði hún loks stamandi: “H-v-a-r — hvar hafið þér náð í þennan hring, stúlka?” * “Það er mér sjálfri forvitni á að vita. Hann datt úr kjólnum mínum áðan, þegar eg var að klæða mig, en hvernig hann hefir komist hing- að, veit eg ekki.” “Hvar voruð þér í nótt?” spurði Eady laf- hrædd. “Þessi hringur var í myndaherberginu niðri, og sá sem hefir komið honum í yðar hend ur, hlýtur að hafa gert það af níðingsskap, — gert það til þess, að ná tökum á yður. Ó, barn, barn! Eg nötra af ótta yðar vegna.” Adrienne studdi hendinni hægt að enni sér, og mælti seint og hægt: “Það er eins og eg hálf-minni að eg væri í einhverju myndaherbergi. En það hlýtur að hafa verið draumur, því að eg vaknaði eins og vant er í rúminu mínu.” Professional and Business ——— Directory— Qffice Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Finandal Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Weftding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton'si Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. PRINCESS MESSENGER SERVICE VIS flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúöum og húsmuni af óllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. l Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe &: Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 37 486 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St WINNIPEG PHONE 926 952 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur llkkistur og annast um uitfarir. Allur úijjúnaður sá besti. Ennfremur selur hann fillalrT'n>Tr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY RentaL Insurance and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St„ Winnipeg, Mim Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sig'urðsson & SON LTD. Contractor & Builder 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipe PHONE 922 496 Vér venlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466 THOS. Ji(KSI)\ & S0\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES ' COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.