Heimskringla - 09.04.1952, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.04.1952, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. APRÍL, 1952 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA | aldri. Hann hafði setið í bæar- stjórn óslitið siíðan 1918 og hafði haft heilladrjúg áhrif á öll bæ- armál um 34 ára skeið og kunn- ugri þeim en flestir aðrir. Bæar- stjórn hélt sérstakan fund til þess að minnast hans hinn 21. febrúar. Daginn eftir var svo út- för hans gerð með mikilli við- höfn. j Sigurjón Helgason bóndi að Geldingaholti í Skagafirði, d. 16.; febr. 75 ára. Alexander Valentínusson smið ur frá Ólafsvík, d. 19. febr. átt- ræður. Ingunn Stefánsdóttir, ekkja Einars Jónssonar alþingis- manns að Geldingalæk, d. 20 feb. j María Salome Kjartansd., kona Páls Sigurðssonar trygginga- 't læknis, d. 20 febr. Þórður Ólafsson útgerðarm., í Reykjavík, d. 22. febr. sextug- ur. I ! Veðrátta í byrjjun mánaðarins teptust allir vegir hér sunnanlands vegna snjóa og gekk erfiðlega að opna þá aftur. Mjólkurflutning- ar til Reykjavíkur trufluðust mjög og varð að taka upp skömmtun á mjólk. Hér í bæn- um var færð afar ill fyrstu daga mánaðarins og lentu 50 bílar í árekstum fyrstu vikuna. Hundr- uð mannastóðu í snjómokstri og þyrfti að ryðja snjódyngjum af þökkum margra húsa, vegna þess að mannhætta var af snjóhruni. Hinn 4. febr. féll snjóskriða af þaki Landsbankans niður á út- byggingu, fór þar í gegnum glugga og kom með miklu kasti yfir reiknivél, sem stúlka vann við, en stúlkuna sakaði þó ekki. Margir fleiri snjóskriður féllu af þökum, en ollu þó ekki tjóni. Þessa daga tafðist sorphreinsun mjög í bænum, vegna þess að ekki var hægt að komast að sorp ílátunum. Aðfaranótt 1. febr. gekk hríð og stórviðri yfir norðurland og olli miklu tjóni í Siglufirði. Reif veðrið þök af húsum, þar á með- al hluta af þaki tunnuverksmiðj- unnar. Rafleiðslur og símalínur slitnuðusvo að rafmagnslaust Varð í bænum og símasamband fofnaði. Þessa sömu nótt braut ofviðrið 70 símastaura á 4 km leið í Axarfirði. 3. febr. ætluðu nokkrir starfs- menn Sogsvirkjunar austur yfir Hellisheiði í snjóbíl. Var þá versta veður og bilaði bíllinn á heiðinni svo að senda varð leið- angur frá Reykjavík, fólkinu til hjálpar. Viku af mánuðinum mátti svo heita að vegir væri orðnir slark- færir hér syðra. 6-7. febr. gekk stórviðri yfir austurland og norðurland. Urðu þá talsverðar skemmdir í Aust- fjörðum, reif veðrið þök af hús- um, sleit rafmagnsliínur og gerði ýmsan annan óskunda. f Skaga- firði var svo mikil fannkoma að hesta fenti. I Asahláku og stórrigningu gerði hin 17. víða um land og helzt það veður í 3 daga. Snjór var víðast mikill fyrir og urðu því miklir vatnavextir víða, svo sem í Þykkvabæ, Borgarfirði, Kjósinni, Króksfirði, Svínadal í Húnavatnssýslu, Eyafirði og víðar. Varð af nokkurt tjón. Svo mjög tók upp snjó í þess- um leysingum, að hinn 21. kom- ust langferðabílar frá Reykja- vík til Akureyrar í fyrsta skifti á þessu ári og höfðu ekki verið nema tvo daga á leiðinni. Hellisheiðarvegur hafði verið ófær vegna snjóa síðan 22. des. en hinn 26. var byrjað að ryðja snjónum af honum. Voru skafl- arnir\ þá enn tveggja metra djúp ir sums staðar. Skíðaskálinn í Hveradölum hafði þá verið lok- aður frá áramótum vegna snjó- þyngsla, því að allan þann tíma var bílum ófært þangað. Hellis- heiðarvegurinn var opnaður 28. febrúar. —Lesbók Mbl. Framh. Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA Það bar stundum við, að Brunel læknir sótti hana í léttivagni sínum út í skógarjaðarinn, og með því að hann átti leið þar um þetta kvöld, er hann kom úr sjúklingsvitjun, nam hann stað- ar til þess að vita um, hvort hann gæti ekki feng ið hana með sér til La Santé. Hann vissi ekki, hvers vegna hún tafði svona miklu lengur á Bellaire, heldur en hún var vön, og var því far- inn að undrast um hana. Hann gaf hið venjulega merki, eitt högg á útidyraþröskuldinn, og Lou- isa lauk þegar upp fyrir honum. Hún skýrði honum frá því, hver Adrienne væri, og hvers vegna hún væri í þessu ásigkomu lagi. Brunel læknir til allrar hamingju hafði með sér meðalakassa sinn, og er hann hafði gef ið Adrienne fróunarmeðal, sofnaði^hún vært og fast. Hann bar hana þá út í vagninn sinn, og ók í snatri með þær mæðgur heim til sín, og er þangað kom, var Adrienne þegar komið í rúmið. Hún svaf nú svo fast, að það virtist með öllu ómögulegt að vekja hana, og Brunel læknir var mjög hræddur um hana, jafnvel þótt hann léti ekki á því bera við móður hennar. Nú var allt undir því komið, að hún fengi að hvílast í ró og næði, því að þetta, að hún vaknaði á svona skelfilegan hátt af svefngöngu sinni, hafði steypt, ef ekki lífi hennar, þá þó að minnsta kosti ráði hennar og rænu í bersýnilega hættu. Hann vonaðist nú fastlega eftir því, að Victor du Vernay kæmi bráðlega, því að hann taldi ekki óhugsandi, að það hefði heillavænleg áhrif á hana, ef hann yrði við, þegar hún rakn- aði við úr dvalanum. Þegar Mendon hafði heyrt þetta, sneri hann aftur til Bellair, og var Lecour þá i svip- uðu ásigkomulagi, eins og þegar hann hafði far- ið þaðan siíðast. Presturinn sat við hlið hans, nið ursokkinn í bænalestur, og reyndi á þann hátt að bæla niður hefndarhug þann, er öðru hvoru gerði vart við sig í sálu hans. Þegar hann heyrði fótatak Mendons, kom hann út á ganginn á móti honum, og spurði ákaf ur: “Hafið þér fengið nokkra vitneskju um Adrienne? Eg hefi spurt menn þá, sem voru á verði hér úti fyrir, en þeir hafa haft nóg að gera, að gæta þriggja fanga, er þeir náðu í, og hafa ekki tekið eftir neinu, er skeði í húsinu.” “Eg hefi fundið hana, og það sem meira er, eg hefi líka fundið móður hennar”, svaraði Mendon.“Það var hún, sem bjargaði Adrienne í nótt.” Þessi frétt gerði enga breytingu á svip föð- ur Eustaces. “Nú—þér vitið þá, að þetta sem eg sagði, að eg væri faðir hennar, var ekki annað en mein laust bragð af minni hálfu”, mælti hann einstak- lega rólegur. “Eg hefi ætíð vitað, að Louisa var á lífi. En segið mér, hvernig það atvikaðist, að hún skyldi vera viðstödd einmitt þá, þegar dótt ir hennar lá mest á aðstoð hennar?” Mendon sagði honum í stuttu máli frá því, hvernig á því stóð, og er hann hafði lokið sögu sinni; spurði prestúrinn viðkvæmur: “Sagði hann yður ekki ástæðuna til þess, að Louisa hefir farið huldu höfði? Hafði ekki maður, sem hún elskaði, verið drepinn, áður en hún reyndi að fyrirfara sér?” “Ef eg segi yður það, viljið þér lofa mér því að láta guð einn annast um hefndina?” Faðir Eustace varð náfölur. Hann átti auð- sæilega í stríði við sjálfan sig dálitla stund, en sagði svo: “Eg hefi afhent hann í guðs hendur, og hann hefir látið hann hljóta makleg málagjöld”. “Eg veit það nú, að hann var banamaður bróður yðar”. “Hvar? Hérna í þessu húsi?” “í herbergi einu hérna niðri. Blóðbletturinn er enn þá á gólfinu”. Presturinn, þessi sterki og karlmannlegi maður skalf af geðshræringu. Hann reikaði ofan í herbergið, nam staðar við blóðblettinn og féll á kné. “Guð minn, gef mér styrk til þess, að fyrir- gefa honum. Bægðu burtu frá mér illum hefndar huga ti 1 föður konunnar minnar elskulegu, minnar veslings ólánsömu Estellu. Þín er hefnd in, guð minn, en mitt er að fyrirgefa. Hjálpaðu mér til þess, góði guð. Amen!” Hann lá lengi á bæn; áður en hann fengi þrek til þess, að fara aftur upp til hins deyj- andi syndara. Eg gæti sagt langa sögu um hið óttalega dauðastríð gamla mannsins, um það, hvernig hann, sem hafði orðið svo mörgum að bana um æfina, þráði nú sjálfur að fá að lifa lengur, en það yrði allt of raunaleg saga. Lecour dó um kvöldið, en hafði áður meðtekið sakramenti kirkjunnar af hendi manns þess, er hann hafði fyrirlitið og misboðið á margan hátt. 28. Kapítuli Þegar Victor du Vernay kom til La Santé, tók læknirinn fegins hendi á móti honum, og sagði honum, að Adrienne væri þar á heimilinu. En þegar hann bað um að fá þegar að tala við hana, voru honum sögð þau sorgartíðindi, að hún lægi í fastasvefni, sem óvíst væri, hvern enda hefði; ef til vill yrði hún aldrei jafngóð, hvorki á sál né líkama. Brunel læknir sagði honum með svo fáum orðum, sem honum var auðið, það, sem lesend- unum er þegar kunnugt. Því næst tilkynnti hann Louisu komu Victors. Hún kom þegar og mælti þýðlega: “Eg vaggaði yður oft í örmum mínum, þeg- ar þér voruð lítið barn, kæri Victor minn, og guð hefir verið svo góður og náðugur, að koma yður og Adrienne til þess, að elska hvort annað. Hún hefir orðið að þola mikið—mikið. En eg vona, að hún vakni aftur til nýs lífs og nýrrar hamingju.” Du Vernay for með Louisu inn í herbergi Adriennes. Hún lá svo náföl og hreyfingarlaus að maður hlaut fljótt á að líta að ætla, að hún væri liðið lík. En þegar betur var gætt að mátti *sjá ofurlítinn kipring kringum augun og munn inn, sem boðaði það, að hún myndi nú bráðum fara að vakna. Brunel læknir horfði kvíðafullur á þessa veiku drætti, og tók þegar að hafa allan nauð- synlegan viðbúnað. Louisa lék vel á hljóðfæri, og organ var i næsta herbergi. Læknirinn áleit, að það gæti verið hættulegt, að Adrienne sæi móður sína svona allt í einu, án þess að búið væri að búa hana undir það, og bað því Louisu að setjast við organið og leika eitthvað lag á það í hálfum hljóðum. Hann lét dyrnar vera í hálfa gátt. Victor féll á kné fyrir framan rúmið, og tók með báðum höndum mjúklega um hendur stúlkunnar, og Brunel læknir stóð altilbúinn að hjálpa til sem læknir, ef á því þyrfti að halda. Svo tók Louisa að leika á hljóðfærið, og tónarnir streymdu mjúkir og þýðir inn í her- bergið, eins og boðberar frá fjarlægum heimi. Smám saman fór að færast ofurlítill roði í kinnarnar á Adrienne; hlýlegt bros lék um var- ir hennar og svo heyrðist hún hvísla ofur-lágt: “Er sál mín komin í himnaríki? Er það hljóðfærasláttur englanna, sem hljómar svona unaðsríkur í eyrum mér? Ó, Victor—elskulegi Victor—bara að eg gæti fundið þig hérna.” “Eg er hérna, elskan mín. Ljúktu upp aug- unum, og líttu á mig”. Hún lauk hægt og hægt upp augunum, og horfði stillt og rólgea framan í Victor. “Já, þú ert hérna, Victor minn. En hvernig fórst þú að komast hingað með mér? Eg hefi ekki heyrt Iát þitt, og maður verður þó að deyja fyrst, til þess að komast í bústað hinna sælu framliðnu, eins og þú veizt”. “Eg er í sannleika sæll, Adrienne, vegna þess að þú ert hjá mér, og eg hjá þér. En við erum enn þá á jörðinni, elskan mín, og þú ert á óhultum stað. Skilurðu það, elskan mín? Á ó- hultum stað. Og þú átt bráðum að verða konan mín.” Hún reis upp hægt og hægt, leit í kringum sig og þreifaði á handleggjum sér. “Já, eg sé það nú, að eg er ennþá lifandi. En segðu mér, hvernig — ó nú man eg það— þetta hræðilega—hræðilega herbergi — þennan óttalega gamla mann—já—nú man eg það!” Hú^i hneig aftur á bak á koddann, og það kom svo óumræðilegur skelfingarsvipur á and- lit hennar, að læknirinn og Victor urðu mjög kvíðafullir. En Brunel læknir hafði sagt Victor hvað hann ætti að gera, og hann greip nú um hönd hennar og mælti hægt og skírt: “Þú gekkst j svefni inn í myndaherbergið, ogþér var bjargað frá hundinum, án þess að þú yrðir fyrir neinu tjóni. Það var hún móðir þín, sem bjargaði þér. Það er hún, sem hefir búið sig út sem vofu, og leikið hlutvek hvítu vofunnar í húsi því, sem einu sinni var heimili hennar. Þú ert ekki dótturdóttir Lecours, heldur dóttir Henri Durands og Louisu Montreuil. Þú ert eigandi að öllum auðæfum afa þíns, og eg er kominn hingað til Louisiana með leyfi föður míns, til þess að ganga að eiga þig, og taka þig með mér til Frakklands”. Meðan Victor mælti þannig,kom brosið aft ur á ásjónóu stúlkunnar, og hún mælti “Móðir mín. Lifir hún þá í raun og veru ennþá? Hvar er hún? Viltu ekki koma með hana til mín?” “Hún er hérna. En ertu nú viss um, að þú þolir að sjá hana?” “Já, nú þoli eg allt—hvað sem er. Þessi mikla hamingja hefir veitt mér styrk og krafta aftur. Eg er ekkert hrædd lengur, og kvíði nú engu. Eg hefi þegar áður séð andlit móður minn ar, og mun þekkja það, þegar eg sé það aftur. Góði Victor minn, komdu nú með hana”. Vinur hennar, Brunel læknir, er þegar far inn að sækja hana, og hún mun koma undireins. Vertu nú róleg, elskan mín, og legðu nú ekki heilsu þína í hættu aftur”. Professional and Business ===== Directory— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sirai 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnípeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh ctnd Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiscr Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showrooin: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissimi 59 Allur útbúnaður hinn 'fullkomnasti. trtfararstjóri: ALAN COUCH Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe 8c Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sfmi 37 486 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 9 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Logfrœðingctr Bank af Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Sfmi 928 291 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 9t. PHONE 926 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION UFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Daine Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur likkistur og annast um utfarir. Allur úkbúnaður sá hestt. Ennfremur selur hann allskonctr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg I nion Loan & Investmen COMPANY Rental. Insurance and Financia Agents x Sími 925 061. 510 Toronto General Trusts Bld, GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. PHONE 922 496 Winnipe Vér verzlum aðeins mcð fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellicc Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466 THIIS. JACKSOH & S0i\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.