Heimskringla - 16.04.1952, Blaðsíða 1
r*-----
AT ALL LEADXNG GROCERS
Super-Quality
“BUTTER-NUT”
BREAD
“Tops in Quality Sc Taste”
CANADA BREAD -look for the
Bright Red Wrapper
L
AT ALL LEADING GROCERS
Super-Quality
“BUTTER-NUT”
BREAD
“Tops in Quality & Taste”
CANADA BREAD -look for the
Bright Red Wrapper
—r*
LXVI ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 16. APRÍL 1952
NÚMER 29.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
TAPAÐSPIL
Hugmyndin um að Manitoba-
stjórn taki ein við öllum orku-
lekstri þessa fylkis, beið hinn
mesta ósigur við almenna at-
kvæðagreiðlu er fór fram s. 1.
miðvikudag í Winnipeg um mál-
'ið.
Atkvæðagreiðslan snerist um
svonefnt “plan C”. Þeir sem
með því voru vildu að City
Hydro og Winnipeg Electric
félagið yrðu saméinuð hydro-
kerfi fylkisins. En atkvæði á
móti því urðu 35,404, en með 18,-
927 eða aðeins einn þriðji.
Ónýt atkvæði reyndust 413.
Er það óskiljanlegt, hvernig svo
var hægt að villast á eins ein-
faldri atkvæðagreiðslu og hér
var um að ræða.
Eftir atkvæðagreiðsluna er
því alt eins og áður var, nema
hvað hún kostaði bæ og fylki.
Winnipegbúar eiga sitt Hydro-
kerfi, sem síðast liðin 40 ár hef-
ir verið verndari íbúanna að því
er orkuverð snertir. Og Winni-
peg Electric á sitt félag, eftir
sem áður úr því Winnipegbúar
gleyptu ekki við beitunni að
gréiða 58 miljón dali fyrir það.
Hvað fylkisstjórn og bæjar-
stjórn nú gera eftir að hafa tap-
að spilinu eins og raun er á, er
ekki víst. Sumir talsmenn þeirra
tala um að halda áfram, eins og
ekkert hafi ískorist. í þær sakir
væri þó skynsamlegt að fara var-
lega fyrst um sinn.
Um mál þetta verður hér ekki
fjölyrt. En það er eittf sem ekki
dylst vegna þess hvað mikið
undrunarefni það er. Þetta efni
er hve hraparlega illa bæði nú-
verandi fylkisstjjórn og bæjar-
stjórn fylgjast með vilja og á-
hugaefnum almennings.
DROTNING f HEIM-
SÓKN VESTRA
Undanfarnar tvær vikur hefir
Júlíana Hollandsdrotning ver-
ið á ferð um Bandaríkin og Can
ada. Hún er 42 ára, fjögra barna
móðir og hefir ráðið ríki síðustu
fjögur árin. Sagan hefir gripið
ómilt inn í ríkisrekstur hennar.
í Asíu hefir hún orðið að láta
Indónesingum af hendi Austur-
Indland sitt og hefir tapað þar
öllu nema sambandinu við holl-
enzku krúnuna. f Vestrinu hafa
Kommúnistar haft augun hjá sér
svo hún hefir sér til verndar fyr
ir þeim gengið 1 Norður-Atlanz-
hafssambandið.
í för með drotningunni er
maður hennar Bernhard prins og
annað frítt föruneyti.
Heimsókninn er ein af fleiri,
er Sameinuðu þjóðirnar hafa
fyrirhugað í ríkjum lýðræðis-
þjóða í því skyni, að kynna þær
hver annari.
f Washington tók Truman for-
seti á móti drotningunni og
prinsinum á Washington Nation
al Airport 4. apríl. Hafði hún
orð á, að sér kæmi landið ekki
ókunnuglega fyrir. Hjónin
dvöldu lengst af í Canada lí síð-
asta stríði og brugðu sér þá suð
ur fyrir landamærin. Hún hefir
komið víða fram og hélt meðal
annars ræðu á Oxford-ensku á
Wshington-þinginu nýlega. —
Lagði hún áherzlu á samvinnu
milli lýðræðisþjóðanna i[ ræð-
unni. Hún dvaldi þrjá daga í
“Hvítahúsinu,” heimsótti frú
Franklin D. Roosevelt, en fór
síðan til N. York. Kaus hún þar
£ð vera undan þegin heimboðum
einn dag, því sig langaði til að
sjá páska hattana í N. York, og
að fá sér “milk-shake”, sem sér
þætti ákaflega gott.
í skyn var gefið, að drotning-
,in mundi fara eitthvað um elztu
hollenzku bygðirnar í Banda-
ríkjunum áður en hún héldi til
baka.
SR. EINAR STURLAUGSSON
Á PATREKSFIRÐI 50 ÁRA
Síra Einar Sturlaugsson pró-
fastur á Patreksfirði er fimmtug
ur í dag.
Síra Einar er fæddur að Þið-
riksvöllum í Staðarsveit í
Stranasýslu, sonur Sturlaugs
bónda Einarssonar í Svartár-
tungu og Guðbjargar Jónsdótt-
ur konu hans.
Síra Einar vígðist til Eyrar-
prestakalls á Patreksfirði árið
1930 og fékk veitingu fyrir því
arið eftir. Þessu prestakalli hef
ir síra Einar gengt æ síðan og
hefir, ekki alls fyrir löngu, ver-
ið skipaður prófastur Barða-
strandarsýslu. Hann er vinsæll
maður og gegn, ljúfmenni í allri
umg e n g n i, en hugsjónamaður
i hina röndina og ótrauður til
iramkvæmda. Síra Einar hefir
látið sig skólamál miklu skipta
og veitti um skeið unglingaskóla
á Patreksfirði forstöðu. En auk
þessa hefir hann haft meiri og
minni afskipti af öðrum héraðs-
og menningarmálum, hefir átt
sæti í stjórn Eyrarsparisjóðs,
skattanefnd og fleiri opinberum
störfum. Þá hefir hann ennfrem
ui skrifað nokkuð'í blöð og tíma
rit og var eitt sinn meðritstjóri
að tímaritinu Lindinni.
En það sem geyma mun nafn
síra Einars um ókomna tíma og
halda því á lofti öðru fremur,
er hin höfðinglega gjöf hans til
hinnar nýstofnuðu íslandsdeild
ar Manitobaháskóla. Færði hann
háskólanum blaðasafn sitt að
gjöf, sem var eitt heilsteyptasta
og bezta blaðasafn í einstaklings
eign, þegar frá er l/alið safn H.
Tryggvasonar sem íslenzka rík-
ið keypti fyrir fáum árum.
Vinir, frændur, samstarfs-
menn og kunningjar munu í dag
minnast hins ágæta prófasts á
Patreksfirði og árna honum
sllra heilla.
—*-Vísir 21. marz
FÆR LAUSN FRÁ
HERSTJÓRN
í Washington var tilkynt s.l.
íöstudag, að Eisenhower hers-
höfðingi hefði beðist lausnar
frá herstjórn í Evrópu með júní
byrjun, og honum hafi verið
veitt hún.
í skeyti til Robert Lovette,
hermálaritara Bandaríkjanna,
sem frétt þessa inniheldur, segir
Eisenhower, að skipulagningu
þeirri í hernaði í Evrópu, sem
hann hafi verið beðin að koma á,
sé nú lokið. Grundvöllur þess
hernaðar sé nú lagður.
En Eisenhower fór ekki dult
með, að ástæðan fyrir beiðni
sinni væri sú, að honum fyndist
sér skylt, að taka sinn þátt í starf
inu að útnefningu sinní með
þeim er í fjarveru hans hefðu
haft það verk einir með höndum.
Leyfið var honum veitt tafar-
laust.
Harma sumar þjóðir Evrópu
og herinn mjög að Eisenhower
er frá þeim að hverfa.
Um eftirmann hans er þegar
farið að ræða, en afráðið er ekk-
KVEÐJA TIL SIGFUSAR
Það springa út blóm í sporum þínum,
Það spretta upp lindir úr orðum þínum,
það vaxa upp stofnar af verkum þínum,
það vorar og birtir af anda þínum
—°g þó er nú hljótt í huga mínum.
Og eigi er kyn þótt hugur sé hljóður:
eg hugsa til okkar særðu móður —
þú varst henni, Sigfús, sonur góður,
sannur og göfugur lífs þíns óður,
og því fer nú kvíði um kalinn gróður
—eg kveð þig í fylgsni vors minsta bróður.
Athugusemd Hkr.:
Hin gullfögru kveðjustef sem
her birtast, eru ort af skáldinu
Jóhannesi úr Kötlum við lát Sig
fúsar Sigurhjartarsonar, for-
Jóhannes úr Kötlum
ingja og stofnanda sósíalista-
flokks íslands, er lézt 15. marz.
Er frétt af láti hans birt á öðrum
stað í blaðinu.
ert um það, þegar þetta er skrif-
að.
Efst á blaði eru af mörgum
settir aðalhershöfðingi Eisen-
howers, Alfred M. Gruenther og
Mathew B. Ridgway, yfir hers-
höfðingi Sameinuðu þjóðanna í
Koreu. Hefir hinn síðarnefndi
nú mörgum meiri reynslu í her-
stjórn og hefir álit og traust
Trumans. En Eisenhower ætlar
Gruenther stórt herforingjaefni
og slíkt viðfangsefni pg her-
rekstur V.-Evrópu, sé slíkra.
Montgomery og franskur hers-
liöfðingi Juin að nafni, eru
nefndir, sem ekki ólíklegir. En
það mun þó um Bandaríkjamenn
ina, sem bitist verður mest.
FYLKISSTJÓRAFRÚ LÁTIN
Mrs. Margaret Stovel McWil-
liam kona R. F. McWilliams,
fylkisstjóra Manitoba, lézt s. 1.
sunnudag af hjartaslagi.
Hér er um mjög merka konu
að ræða. Hún var fædd og upp-
alin í Toronto. Kyntist manni
sínum þar er þau stunduðu nám
í sama bekk í Toronto háskóla.
Fræðigrein hefinar var stjórn-
mál, sem fáar konur lögðu þá
fyrir sig. Hún var ræðuskörung-
ur mikill, og er svo sagt, að eng-
in kona í þessu landi hafi fleiri
ræður eða úíðar flutt en hún og
um eins margvísleg efni og hún
gerði.
Að námi loknu skrifaði hún
fréttir í blað í Detroit og Min-
neapclis.
Hún vann mikið að mentamál-
um og var fyrir það starf gerð
að heiðursfélaga af Manitóba-
háskóla. Hún var iðulega full-
trúi Canada á Alheimssamkund-
um í Evrópu og Bandaríkjun-
um.
Hún ferðaðist til Rússlands
1926 og skrifaði bók um landið,
er fékk góða dóma.
í bæjarráði Winnipegborgar
var hún ein 7 ár. Lét hún af því
starfi, er maður hennar var skip
aður fylkisstjóri 1940.
Bækur hennar “Manitoba
Milestones” og “Women of the
Red River Valley” þykja mjög
læsilegar.
Manni sínum giftist hún 1903
í Peterborough, en hann var þar
lögmaður í það mund.
BRÚ YFIR HELLUSUND
Innan skamms jafnvel á
næsta ári verður hafinn undir-
búningur á smíði stórrar brúar
yfir Hellusund—milli Evrópu
og Litlu-Asíu.
Það eru raunar fimmtán ár síð
an fullgerðar voru teikningar
slíkrar brúar og allskonar áætl-
anir í sambandi við smíðina, en
þá var svo komið, að horfur í al-
þjóðamálum voru orðnar ugg-
vænlegar, og var þar af leiðandi
hætt við þessar framkvæmdir.
Nú hefir tyrkneska stjórnin
tekið áætlanirnar fram aftur, og
hefir hún mikinn hug á því, að
hafizt verði handa áður en langt
um líður, til þess að tengja sam
an þessa tvo hluta landsins. Hef
ir hún snúið sér til Kruppsverk
smiðjanna í Essen, sem eru nú
teknar til starfa aftur, og gert
fyrirspurn um teikningar af brú
yfir sundið, sem verksmiðjurn
ar hafa látið gera á eigin spýtur,
til þess að athuga áhuga Tyrkja
tyrir málinu. Vonast stjórn
Kruppverksmiðjanna til þess, að
þeim verði falin smíði brúarinn-
ar að því leyti sem að járnsmíði
lýtur.
En hverjum sem framkvæmd-
m verður falin, þá mun það nokk
urn veginn víst, að brúin verð-
ur byggð fyrr en síðar.
—Vísir 8. marz
PATREKSFJÖRÐUR LÆTUR
KANADA í TÉ RÁÐGJAFA
I
Það má teljast nokkrum tíð-l
inðum sæta, að nú í vetur var|
vélvir^kji af Patreksfirði fenginn
vestur til Halifax í Canada til
þess að setja þar upp fiskimjöls
verksmiðju. — Þessi maður erj
Helgi Árnason, sem hefir verið
stjórnandi fiskimjölsverksmiðj-1
unnar í Patreksfirði um mörg
ár.
Helgi Árnason er maður á
miðjum aldri, og er vélvirkja-
meistari og rafvirki. Hann
fékkst um langan tíma við við-
gerðir á vélum á Patreksfirði og
einnig hefir hann haft þar með
höndum rafvirkjastörf. Fyrir
heimsstyjöldina seinni vann
hann að uppietningu véla í fiski
mjöls verksmiðju Vatneyra-
bræðra í Patreksfirði og hefir
síðan verið þar versmiðjustjóri.
Hann var fenginn til þess að
fara til Englands vegna fiski-
mjölsverksmiðjanna í togurun-
um, sem fyrrverandi ríkisstjórn
samdi um smíði á í Bretlandi,
en mun ekki hafa haft þar þá að-
stöðu, er þurfti til þess, að verk-
smiðjurnar yrðu betur úr garði
gerðar en raun varð á, og þegar
togarinn Ólafur Jóhannesson
kom til Patreksfjarðar, var að
ráðum hans tekin úr honum fiski
mjölsverksmiðjan til gagngerðr-
ar endurbóta, sem ekki er lokið
enn.
Það. er nú um mánuður síðan
Helgi fór vestur til Halifax til
þess að vinna að uppsetningu
umræddrar fiskimjölsverk
smiðju, og er gert ráð fyrir, að
hann verði vestra í þrjá eða fjó,ra
mánuði. Er það nýstárlegt og
talandi vottur um álit Helga
Árnasonar, að hann skuli sóttur
til Patreksfjarða: til þessa verks
meðal fjölmennrar þjóðar í ann-
arri he:msalfu.
—Tíminn 25. marz
GIFTING FYRST —
AST SEINNA
Maður frá Indlandi, sem stadd
ur er í Montreal, sagði, að gift-
ingin gerðist fyrst í Indlandi,
en ástin yrði siðar til. En það
furðulega við það, sagði hann, að
væri það, að hjónabandið væri
margfalt farsælla þar en hér, þar
sem giftingar ættu sér s{að
vegna ástar.
Maður þessi heitir C. Dhar-
marj og er ritari Y.M.C.A. í Nag
pur.
í Indlandi sagði hann hina
fornu reglu ríkjandi að foreldr-
ar sæu fyrir giftingu barna sinna.
Með hjónunum sagði hann
varla bregðast, að ástir tækjust
eftir giftingunna, eins og í sög-
um vor íslendinga segir Hiann
sagðist ekki vita til neinna hjóna
skilnaða.
Foreldrar barnanna hafa uppi
a ættum þess er til mægðar mæl-
ist og vita alt um hag hans og
hátterni, áður en gifting er
leyfð. Þarna er miklu minna á
bættu telft, en í Canada og öðr-
um löndum, segir hann.
FRÁ ÍSLANDI
Sigfús Sigurhjartarson látin
í gærkvöldi lézt að heimili
sínu hér í bænum Sigfús Sigur-
hjartarson, bæjarfulltrúi. Bana-
mein hans var hjartaslag.
Sigfús var bæjarfulltrúi fyrir
Sameiningarflokk alþýðu —sós-
ialistaflokkinn, og hefur átt sæti
í bæjarstjórn og bæjarráði síðan
1924. Þingmaður Reykjavíkinga
var hann á árunum 1942 til 1949.
Hann varð stúdent árið 1924 og
lauk guðfræðiprófi 1928 og gerð
ist þá kennari við Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga. Var kennari
þar til ársins 1939.
Um nokkurt skeið var hann
ritstjóri Þjóðviljans. Málefni
góðtemplara lét hann mjög til
sín taka og átti sæti í fram-
kvæmdastjórn Stórstúkunnar í
um 20 ár.
Sigfús var fyrir skömmu kom
inn heim frá Rússlandi, þar sem
bann dvaldi sér til lækninga.
Hann lætur eftir sig konu og 3
börn, tvær dætur, sem eru við
nám erlendis og ungan son, sem
er heima. —Mhl. 16. marz.
6 þuml. þykkur ís á Pollinum
f gær var póstbáturinn Drang
ur að reyna að brjótast út úr ísn
um á Pollinum, og gekk seint,
enda ísinn orðinn 6 þuml. þykk-
ur. Er allur Pollurinn lagður og
auk þess f jörðurinn út að Breiða
bóli að austan og út á Hörgár-
grunn að vestan, og eru þetta ó-
venjumikil ísalög nú á seinni ár
um. ísinn er þynnri utar, um U/2
þuml. við Oddeyrartanga, að því
er talið er, en samt svo þykkur
að hvassviðri og ólga í sjó í gær
vann ekki á honum. ísinn mynd
aðist á sunnudaginn aðallega,
var þá logn og 8—10 stiga frost.
Sjókuldi er og mikill. Þykkur ís
á Pollinum getur skapað ýmsa
erfiðleika í sambandi við sigl-
ingar og samgöngur.
—Dagur 5. marz
★
Sjö hross fennir í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði
f síðustu storhríðinni fyrir
hlákuna á dögunum fennti hóp
hrossa í Sæmundarhlíð í Skaga-
firði í gili sunnan við bæinn
Fjall. Munu þetta hafa verið úti
gönguhross.
Hrossin, sem fennti, voru sjö
talsins, og hafa tvö þeirra fund
izt lifandi, þrjú dauð, en tvö eru
ófundin. Halldór Benediktsson,
bóndi á Fjalli átti bæði hrossin,
sem fundust lifandi, og tvö af
hinum, tvö átti Pálína Konráðs-
dóttir á Skarðsá og eitt Skarp-
héðinn Eiríksson í Vatnshlíð.
Það er fátítt, að hross fenni
þannig í byggð. —Tíminn 23. feb
Tyrkja-Gudda, Brúðuheim-
ilið og dönsk heimsókn.
Tyrkja-Gudda, leikrit séra
Jakobs Jónssonar, verður frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu um miðj-
an apríl.
Aðalhlutverkin leika frú Reg
ínaÞórðardó.ttir og Gestur Páls-
son.er leikur Hallgrím Péturs-
son.
Leikritið er í 7 sýningum.
Hallgrímur Pétursson kemur
ekki fram fyrr en í 5. sýningu.
Fyrsti þáttur leiksins gerist i
helli í Vestmannaeyjum á dög-
um Tyrkjaránsins 1627.
Lárus Pálsson verður leikstj.
Þegar æfingum linnir á leik-
riti Kambands verður strax
byrjað að undirbúa sýningar á
Brúðuheimili Ibsens. Annast
Haraldur Björnsson þann undir-
búning, unz frú Thora Segelcke
tekur við leikstjórninni.
—Mbl. 19. marz
Hrólfur S. Sigurdson kaupm.,
að Gimli og Árnesi, dó s.l. sunnu
dag á Johnson Memorial hospit-
al á Gimli,
Hrólfur var fæddur og uppal-
inn í Árnesi í Nýja-íslandi.
Hann stundaði fiskveiði og
fiskikaup um skeið, en fór svo
af stað með verzlun í Árnesi og
íénaðist hið bezta, enda reyndist
hann duglegur og framsýnn í
þeirri grein. Síðustu 10 árin rak
hann einnig verzlun á Gimli og
bjó þar eftir það.
Hrólf lifa kona hans Elín,
fjórar dætur og einn sonur. Eru
börnin: Mrs. Michael Dzydz,
Mrs. Oscar Otter, Mrs. Oscar
Björklund, Mrs. William iCarr
og Stefán L. Sigurdson.
Útförinfer fram frá lútersku
kirkjunni á Gimli n.k. fimtudag.
Flytja kveðjumál dr. Rúnólfur
Marteinsson og séra H. S. Sigm-
ar.
Hrólfur var stórhuga athafna-
maður og drengur hinn bezti og
mikilsmetinn af samtíð sinni.
Hann var 66 ára.
• * *
Gefið í Blómasjóð Sum-
arheimilisins “Hnausa”
Frá Mrs. Margréti Sigfússon,
Lundar ................... $5.00
í minningu um hjartkæra vin-
konu, Önnu Maríu Nelson, dáin
18. marz 1952.
Með kæru þakklæti,
Oddný Ásgeirson,
657 Lipton St. Wpg.
* * •
Á elliheimilinu Betel á Gimli,
dó 14. apríl Mrs. Guðfinna Berg
son, frá Árborg, 85 ára að aldri.
/