Heimskringla - 08.10.1952, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 8. OKT. 1952
ítrcimskringla
(StofauO 18S6)
Cemui 61 6 hverjum miSvilcudegL
Elgendur: THE VTKING PRESS LTD
858 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
VerO oin0vip3 er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram
Aliar borganir sendist: THÉ VIKING PRESS LTD
öll viOskiftabréf blaOinu aOlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritatjóri STEFAN EINARSSON
Utariáskrift til ritstjórans:
EDITOP HETMSKRINGLA 853 Sargent Ave.. Winnipeg
Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSOf}
“Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Autborlxed as Second Class Mail—Po*t Office Dept., Ottawa
----------------------------------------------
WINNIPEG, 8. OKT. 1952
Islenzkur mentafrömuður látinn
Fregn barst vestur um haf s.l. viku um að látist hefði 22. sept.
í Reykjavík hinn þjóðkunni rithöfundur og háskólakennari dr. Á-
gúst H. Bjarnason.
Hann var' 77 ára, fæddur 29. ágúst 1875 á Bíldudal í Barða-
strandasýslu. Var faðir hans, Hákon kupmðaur þar um langt skeið.
.Ágúst hafði látið af kenslustarfi, sakir aldurs.
Með bókum sínum, eins og þeim er hann nefndi “Yfirlit yfit
sögu mannsandans”, “Sálarfræði” sinni og “Rökfræði” brá hann
upp nýju ljósi þekkingar, er íslenzkur akvenningur átti ekki áður
handhægan aðgang að á sinni tungu. Með þeirri fræðslu vanri hann
íslenzkri alþýðu eitt hið þarfasta uppfræðslustarf, er nokkur hefir
unnið henni.
Það munu fáir fslendingar hafa brýnt eins ótvírætt fyrir nem-
endum sínum vísindalegt viðhorf og skoðanalegt sjálfstæði og dr,
Ágúst gerði. Leiddi af þeirri stefnu hans, að hann varð ekki vin-
sæll á meðal klerkalýðs og kreddutrúar manna, þó virðingu sinni
héldi sakir einlægni sinnar hjá þeim sem öðrum. Með láti Ágústs,
er einn úr flokki sterkustu frjálstrúarmanna íslenzkra úr hópnum
horfinn.
Það gefst ekki tækifæri að minnast þessa nýlátna frömuðar
íslenzkra fræðslumála hér. Til þess skortir bækur með upplýsing-
um um hann. Vér huguðum að því hvað um hann væri sagt í bók-
mentasögum þeim, er við eigum skráðar yfir eina eða tvær síðustu
aldirnar. En þar urðum vér fyrir vonbrigðum. Um þennan mikla
bókmentamann er ekki ein lína skrifuð, en iðulega vitnað
í rit hans í greinum neðanmáls, til sönnunar því, er verið er að
segja þar um einn eða annað.
Ágúst verður líklegast mest elskaður og hataður (!) fyrir ein-
urð og sannleiksást í meðferð verkefna sinna, fyrir hve djarft og
einarðlega hann gekk á hólm móti úreltum venjum og hleypi-
dómum og ef því var að skifta úreltum trúarskoðunum og fjarstæð-
um að hans áliti. En þeir eru of fáir sem dáð og dug eiga í nógu rík
um mæli ^il þess að heyja glímuna á þeim vettvangi, þó á fáu geti
verið meiri þörf, ef eitthvað á að ganga í áttina til andlegs þroska
mannkynssins
Ágúst var giftur Sigríði, dóttur Jóns ritstjóra Ólafssonar og
Helgu Eiríksdóttur frá Karlsskála.
50 ÁRA GIFTINGARAFMÆLI
Frh. frá 1. bls.
á) frá íslenzkum vinum þeirra í
Blaine og umhverfinu, sem á að
tákna þeirra alúðar þakklæti fyr
ir góða viðkynningu á liðnum ár-
um.
Fyrir hönd sunnudagaskólans
komu fram tvær litlar stúlkur,
gengu svo einarðlega og léttfætt
ar yfir gólfið til Mrs. Kristjáns-
son og færðu henni, önnur falleg
blóm en hin súkkulaðs kassa og
hvíslaði hálf feminislega: “Þú
átt að hafa það til ferðarinnar”.
Þá bauð veizlustjóri heiðurs-
gestunum orðið, og fluttu þau
bæði einkar velorðað og hug-
Ijúft þakklætis ávarp, fyrir alla
þá virðingu, vinsemd og heiður
sem þeim væri sýnd með þessu
samsæti. Mrs. Kristjánsson tal-
aði fyrst, svo séra Albert. For-
seti auglýsti þá að framhald sam-
sætisins færi fram í samkomusal
kirkjunnar, og að þar gæfist öll-
um kostur á að óska gullbrúð-
hjónunum til heilla.
Var þá gengið í samkomusal-
inn, og gullbrúðhjónin leidd til
sætis, á hápalli fyrir stafni sals-
ins, sem allur var skteyttur blóm
um umhverfis, þar stóð dekkað
borð skreytt blómum og glæsi-
legri brúðarköku. Þar var þeim
vísað til sætis ásamt börnum sín-
um. Að því afstöðnu settust all-
ir undir borð og veitingar fram-
reiddar.
Veizlustjóri las bréf og síma-
skeyti, meðal þeirra var bréf frá
Fredrick May Eliot, forseta
American Unitarian Association
símskeyti frá Frank G. Ricker,
Regional Director Pacific Coast
Unitarian Council, og Philip M.
Pétursson, Regional Director
United Conference of Icelandic
Churches. Fjöldi lukkuóska
barst þeim hjónum í' bréfum og
kortum.
Næst talaði Hjálmar Kristjáns
son til foreldra sinna fyrir hönd
systkinanna, og var það mjög
fögur og hjartnæm ræða. Hann
afhenti móður sinni vandað gull-
úr, og föður sínum gullpenna og
blíant. Þá var orðið boðið frítt
fyrir alla. Þeir sem tóku til máls
voru þessir: Margrét Benidikts-
son, Dagbjört Vopnfjörð, las á-
varp frá Ágúst Breiðfjörð, Mrs.
Sigríður Árnason, Winnipeg,
flokkur ungra kvenna söng, séra
G. P. Johnson og Mrs. G. P.
Johnson, Mrs. Ágústa Stark,
Mrs. W. Ögmundson.
Samkvæmið í heild, fór fram
með mestu prýði og leyndi sér
ekki á því sem fram fór í orðum
og athöfnum, að þessi heiðurs-
hjón eiga hlý ítök í hjörtum
manna sem þeim hafa kynnst.
Séra Albert og Anna hafa átt
heima hér í Blaine s.l. 19 ár og
mest af þeim tíma hefur hann
verið þjónandi prestur hér, þar
að auki leiðandi maður í ýmsum
félagsmálum.
Til skemtunar var sungið á
milli ræðanna undir stjórn Elías
ar Breiðfjörðs, einsöngva sungu
Elías Breiðfjörð og Walter
Vopnfjörð. Sigurjón Björnsson
TIL HJÓNANNA, ÓNNU OG SR. ALBERTS
KRISTJÁNSSONAR
Eg vildi feginn fagran óð
færa ykkur vinir;
En þið hafið ort það lista ljóð,
að lengra ei komast hinir.
Eftir hálfrar aldar skeið,
öll er brautin fögur.
Hún verði ávalt hrein og heið,
sem helgar ástasögur.
Um leið og eg kveð ykkur, Albert og Anna,
óskirnar beztu mig langar að hræra,
að hugsjónin ykkar og mætustu manna
megni að rætast, og heiminum færa
frelsi og hamingju; friðar tíð sanna,
og fegurstu dyggðir, sem unt er að læra.
Að þroski svo vaxi, að þjóðirnar kunni
og þoli, að lifa um hagsældar daga;
r að bygð verði menningarborgin frá grunni,
svo brestur ei finnist þar neinn milli laga,
og miðlað úr alþjóða allsnægta brunni,
svo ástæðan hverfi um misrétt að klaga.
Til eflingar þessu þið hafið unnið,
í þjónustu réttlætis, göfgi og friðar
þó dauft hafi löngum á blysum þeim brunnið,
að bæta þau samt í áttina miðar,
svo ávöxt af starfinu eygja þið kunnið
áður en sól ykkar hnígur til viðar.
Lárus B. Nordal
TIL Sr. ALBERTS KRISTJÁNSSONAR OG FRÚAR HANS
á 50 ára giftingaraimæli þeirra
Þetta Nútíma Fljóthefandi
Dry Yeast, þarf
Engrar Kælingar
Það mun vera gamalt að gumi girnist mær,
og gifting væri lögfest að hverrar aldar sið.
En kirkjan hún var siðavönd og kreddur setti þær,
að klerkar væri ógiftir trúarstörf sín við.
Svo hefði ekki hann Luther fæðs^ og fordæmt þessa trú,
í fylsta máta er torsýnt að við værum hér nú.
Þó byltingin hans Luthers léki fsland grátt,
og landið væri hroðið og morgu á afgrunn stýrt,
þá voru margir klerkar, sem báru höfuð hátt,
og hlúðu að gróðri andans þó brauðið væri rýrt.
Og prestablóð í æðum var íslendingum þörf
í andlegri víking við bókvísinda störf.
En eg er nú að villast langt af réttri leið;
mitt loforð var að flytja hér brúðkaupsstef í kvöld.
Að sitja hjúskapsafmæli eftir hálfrar aldar skeið,
kemur huganum að óvörum á vorri tízku öld.
Þeim ætti að verða starsýnt á hin stoltu silfur hár,
sem stóðust ekki hjónabandið nema fáein ár.
Landnámið í Vesturheimi vakti nýja von
hjá víkingunum íslenzku er beindu hingað skeið.
Og síst hér reyndist ættleri hann Albert Kristjánsson,
en óx í nýjum jarðvegi á sinni þroskaleið.'
Hans erfð var gulli dýrari, íslenzkt tungumál,
ást til sannleiksgildis og frjáls og heiðrík sál.
Hann hóf sig bátt til menta; en eins og aðrir menn
hann ást til fríðrar konu í hjarta sínu bar.
Hann gekk í heilagt hjónaband, sú gifting varir enn,
og góður förunautur hún Anna honum var.
Og börn þeirra og vinir votta þeim í kvöld
virðingu og þökk, fyrir starf í hálfa öld.
Þau hræddust ekki andbyr ný afturhaldsins gjóst,
þó oft í seglin slægi, bæði fyr og nú.
En skipuðu sér framarlega í fylkingar brjóst
um frjálsa mannlífsstefnu í þjóðmálum og trú.
Oss ætti ekki að gleymast að þakka þeirra störf,
því það þarf mikið hugrekki, ef framsóknin er djörf.
Gunnbjörn Stefánsson
Þessar ljóðlínur bárust á korti til séra Alberts og Önnu
Kristjánssonar fyrir 50 ára giftingarafmæli þeirra:
Hugheilar óskir til ykkar!
á áfangans helgu stund,
framtíðin rétti ykkur fögnuð
sinn, frjálsri og traustri mund.
Alúðarkveðja.
Sveinn og Marja (Björnsson)
GULLBRÚÐKAUPSVÍSA
til séra Alberts og Önnu Kristjánsson, 20. ágúst 1952
Um hálfa öld þið hafið saman búið,
Með heiðri og sóma fram á þennan dag.
Á alheimsmátt og æðra líf þið trúið,
Og uppbyggjandi dáðríkt mannfélag,
Nú heillaóskir heim til ykkar streyma
Og hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Við felum ykkur Guði til að geyma
Og gefa að lífstíð verði sæl og blíð.
,, V. G. Guttormsson
TIL SÉRA ALBERTS OG ÖNNU
Eg ætla að flytja ykkur sannhelga sögu.
Eg sat einn að hugsa—var í sannleik þyrstur
Eg hóf þá til máls—en hljótt—við allra föður.
Þá hljómaði rödd—eg skildi að það var Kristur.
En hljómurinn talaði um heila röð verka,
og hjónabands dygðina, fimmtíu ára sterka.
Með óskum sem endast.
John S. Laxdal
Hér er þetta undursamlega nýja ger, vinnur eins fljótt og ferskt
ger, samt er það altaf ferskt, heldur fullum krafti í matskápnum.
Þér getið keypt mánaðar-forða í einu.
Engar nýjar forskriftir nauðsynlegar. Notið Fleischmann’s
Fast Rising Dry Yeast alveg eins og ferskt ger. Að leysa upp:
(1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið ai
sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast.
Látið standa 10 miínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er
þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.)
Kaupið mánaðarforða hjá matsölumanni yðar.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast!
stjóri síðan 1942. Sigraði hann
þá John Queen, sem var mjög
vinsæll borgarstjóri og hefir
unnið hverja kosningu síðan.
Hann er lögfræðingur og lét á
sér heyra á þessu sumri, að það
starf sitt þyrfti sín meira með,
en staðan sem hann nú heldur.
Hann hefir þótt góður og gæt-
inn í stöðu sinni, en ekki stór-
srURNINGAR OG SVÖR UM BANKA I CANADA
Hvaða þjónustu
veita löggildir bankar?
Aðalhlutverk hinna tíu löggildu banka í Canada, er
að vera á verði um örygg iþeirra peninga sem yfir
8,000,000 viðskiftavinir trúa þeim fyrir í innstæðufé.
Þessu viðskiftafólki er ljóst, hve áríðandi það er að
eiga fé sitt í banka, þar sem engin hætta er að því
sé stolið, eldur grandi því, eða glötun og týnsla taki
það. Þetta fólk veit, að þegar þör£ gerist, þarf aðeins
að draga út peningan avið hentugleika.
Lánveiting er einnig mikilsverð þjónusta. Bankarnir
lána fé til verkamanna, verzlunarmanna, bænda og
kaupmanna, -til allra ábyggilegra manna og kvenna,
og á þann hátt aðstoða þá á öllum sviðum.
Bankarnir gera þér einnig hægt um hönd að senda
peninga stað úr stað. Ef þér viljið senda peninga til
hvers staðar sem er í Canada, þá notið banka Money
Order. Ef þér viljið senda peninga til annara landa,
þá sjá bankarnir því farborða.
1 öllum þessum tilfellum skuluð þér tala við útibús
forstöðumann yðar, hann mun fúslega gefa yður upp-
lýsingar um það, og aðra þjónustu.
Ein af mörgum auglýsingum
frá BÖNKUM BYGÐAR-
LAGS YÐAR
Bæjarkosningarnar í Win-
nipeg, fara fram 22. október.
Um borgarstjóra stöðuna
sækja þrír: Garnet Coulter, nú-
verandi borgarstjóri, Donovan
Swaile, C.C.F. fánaberi og Steph
en Juba, óháður.
Coulter hefir verið borgar-