Heimskringla


Heimskringla - 15.10.1952, Qupperneq 6

Heimskringla - 15.10.1952, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT., 1952 Rangl merki ÞÝZK FRASAGA 1. Kapítuli “Nú eru aðeins fimm mínútur eftir, faðir minn. Ef þú fer ekki þegar upp í vagninn, þá áttu það á hættu, að hornsætið þitt verði tekið frá þér.” Það var beinvaxinn og laglegur maður á tvítugsaldri, sem beindi þessari viðvörun að fjörlegum, lágvöxnum manni í loðkápu. En það var svo að sjá, sem maðurinn tæki ekki eftir henni. Hann laut aftur og aftur ofan að tveimur ofurlitlum ljóshærðum telpum, er auðsæilega voru hræddar við skarkalann og gauraganginn á járnbrautarstöðinni, kyssti þær hvað eftir ann- að, og reyndi að hugga þær. “Eftir fimm eða sex daga kemur»pabbi aft- ur til ykkar. Þið megið ekki vera óþolinmóðar.' Og þið getið reitt ykkur á það, að hann færir ykkur eitthvað fallegt. Elfríður fær bláa silki- sólhríf og Elsa fær stóra brúðu. En þá verðið þið líka að vera duglegar og góðar stúlkur — heyrið þið það. Og þið megið ekki gleyma því, að hugsa um hann pabba ykkar, sem er sVo langt í burtu.” Það var ekki laust við, að ferðamenn þeir, er næstir stóðu, færu að kýma, er þeir sáu þessa dæmalausu viðkvæmni í orðum og atlotum hjá manni, sem sjálfsagt var orðinn fimmtugur að aldri, og töluvert hæruskotinn. Þótt hann hefði ætlað að vera að heiman einhverja óákveðna ára- tölu ,þá hefði hann ekki getað kvatt dætur sínar vandlegar, heldur en hann gerði nú, er hann lagði af stað í þessa fimm eða sex daga ferð. En svo kom lestarstjórinn og áminnti farþeg- anna um að hraða sér, og varð þá sonur gamla mannsins, sá er áður var minnst á, að ýta hon- um með valdi inn í vagnklefann, og svo flugu kveðjurnar út og inn um klefagluggann. “Eg vona, að þú hafir nákvæmt eftirlit með prentsmiðjunni, Friðrík”, mælti gamli maður- inn út um gluggan. “Eg veit, að mér er óhætt að treysta þér, drengur minn. Og að launum mun eg hafa góðar fregnir að færa þér, þegar eg kem, því að nú er eg alveg sannfærður um það, að eg næ takmarkinu. Og eg er viss um, að þessi nýja litprentunaraðferð mín er stórkost- legframför, sem gefur okkur mikið í aðra hönd, bara ef eg get fengið nægilegt fé til að koma henni á laggirilar. Og stórfrændi þinn ber satt að segja lítið skynbragð á það, hvað honum er fyrir beztu, ef hann kinokar sér við að lána mér peninga gegn góðum vöxtum. Móðir þín er reyndar hrædd um, að hann verði slæmur viður- eignar, en eg kvíði því alls ekki. Það er alveg eins og einhver hulin rödd segi mér, að þessi ferð mín muni hafa gagngerða breytingu á lífi okkar í för með sér ,og að við getum nú farið að lifa glöðu og hamingjusömu lífi, eftir öll þessi þungbæru og erfiðu ár, sem við erum búinn að lifa. Og þú skalt líka hafa gott af því, drengur minn. Þegar eg sé fram á það, að eg muni fara að verða efnaður maður, þá mun eg sannarlega ekki aftra þér frá því lengur, að fylgja listafýsn þinni. Enginn myndi fagna því meira en eg, ef þú gætir með tímanum orðið frægur málari.” Þeir kvöddust með innilegu handabandi. Lestarstjórinn gaf burtfararmerkið, og lestin lagði af stað. Ungi maðurinn tók Elsu litlu í fang sér, til þess að hún gæti sem lengst horft á eftir föður þeirra, er hallaði sér út úr vagnklefaglugganum, og veifaði vasaglútnum sínum. En að nokkrum sekúndum liðnum, hvarf lestin út í myrkrið og sást þá ekki annað, en ljósið í dauða ljóskerinu á aftasta vagninum. Og það dofnaði líka smátt og smátt og hvarf loks með öllu. Ungi maðurinn hélt nú heimleiðis með litlu systurnar sínar, en faðir þeirra ók út í óvissu framtíðarinnar. Litla gasljósið undir loftinu á annars-flokks vagnkleianum skein á magra og fölleita andlitið hans, er margar þungar þrautir og sárar sorgir og vonbrigði höfðu sett merki sitt á og gert ellilegt fyrir tímann. Það þurfti ekki að virða andlit hans lengi fyrir sér, til þess að sjá það, að hann hafði ekki verið óskabarn hamingjunnar. Þungir erfiðisdagar og andvöku- nætur höfðu hjálpast að því, að hæra hann og draga hr-ukkur í andlit honum. En nú var ein- hver gleði og ánægjublær yfir þessu mædda and liti. Hann lifði í voninni, og það var vonin og tilhugsunin um betri og bjartari framtíð, sem breiddi ánægjusvip yfir ásjónu hans. Hann hafði verið að vinnu sinni allan dag- inn, og var nú orðinn þreyttur. Það leið þess vegna ekki á löngu unz hann sofnaði. fmyndun og verulegleiki hurfu smámsaman og viku fyrir yndislegum draumórum, óg það lék bros um varir hans þegar hann var sofnaður. Um miðnættið sást hávaxinn maður í ein- kenniskápu brjótast áfram gegn kólgunni og hríðinni er skollið hafði á seint um kvöldið. Hann kom frá húsi einu í útjaðri bæjarins og hélt áleiðis til stöðvarskálans, er var, spölkorn frá bænum. Þótt hann væri karlmenni að burð- um, átti hann samt fullt í fangi með að brjótast móti rokinu og hríðinni, og þegar hann að lok- um komst inn í húsaskjólið, varð hann að bíða nokkrar sekúndur, áðui en hann mætti mæla: Annar brautarþjónn, er var að fara, kom til hans og mælti: “Nú-nú, Werner, hvernig líður? Má eg óska yður til hamingju?” Maður sá, er ávarpaður var, hristi höfuðið, mjög raunarlegur á svipinn. “Það lítur illa út”, svaraði hann skjálfradd- aður. “Eg hef orðið að sækja Franzius lækni. Og svo verð eg þar að auki að fara burt, til þess að gegna skyldustörfum mínum. Hver veit, hvort konan mín verður lífs eða liðin, þegar eg kem heim aftur! Hingað til hefi eg aldrei kvart- að um stöðu mína, en nú vildi eg miklu heldur vera óbrotinn steinsmiður. Hann er þó að minnsta kosti sjálfum sér ráðandi, og það getur enginn rékið hann út, þegar hann situr við bana beð ástkærrar eiginkonu sinnar.” “Vonandi, að þetta sé ekki svo alvarlegt”, mælti hinn. “Og hér er að eins um tvær klukku- stundir að ræða. Þegar Kölnarnlestin og mann- flutningalestin til Betlínar eru farnar hjá, þá eru þér laus aftur. Jæja, góða nótt, Werner — og eg óska yður auðvitað alls hins bezta.” Hann skundaði burt. En Werner fór inn í skrifstofuna. Hann hengdi höfuðið niður á bringu, og tautaði við sjálfan sig: “Aðeins tvær klukkustundir! Eins og tvær stundir séu ekki nægilegur tími til að deyja!” Stöðvarstjórinn hafði verið orðinn óþoilin- móður að bíða eftir Werner, er átti að taka við af honum því að það var einmitt verið að halda afmælisveizlu í veitingaahúsinu “Gullna ljónið” og hann vildi gjarnan komast þangaö, áóur en veizlunni væri lokið. Hann var haróur og fátal- aóur, og honum var illa við aila óþarfamælgi. Þess vegna lagói hann ekki heldur neinar spurn ingar fyrir aóstoðarmann sinn, jafnvel þótt hann vissi, nvernig ástatt var heima hjá honum, og hlyti aó sjá a svip hans, aó ekki gengi alt au óskum. Hann tók bara húfuna sína og mælti: — “Mannflutningalestin nr. 31 tilkynnir tíu mínútna töf. Gætiö þess nú, að hún veroi ekki iyrir hraðlestinni frá Ködn, því aö í þessu hunda veóri má búast viö því, aó hún komi ekki held- ur á réttum tíma. Góða nótt!” Werner haföi flogió það djarfræói í hug, aö biöja yfirmann sinn ao gegna starfinu í'yrir sig næstu tvær klukkustunairnar, til þess aó hann gæti farió heim aftur til konunnar sinnar. En nu, er hann sá haróneskjusvipinn á andiiti stóóv arstjórans, féllst honum allt í einu hugur, og hann sagöi ekkert, en svaraði einungis kveðju hans meó hljómlausri röddu. Og þegar hann sat nú þarna, eins og fangi, aleinn í þessu kalda, óvistlega herbergi, var sem óttinn og harmurinn ætluðu alveg að yfirbuga hann. Noróanrokið hvem og hamaðist úti fyrir, svo að hrikti í skálanum, en stöðvarþjónninn varð þess eigi var. Honum virtist ávallt sem hann heyrði stunurnar og hljóðin í konunni sinni, og þegar honum várð litið á gluggann, og hann sá glampann af ljóskerinu úti, fannst honum sem hann sæi nébleikt kvennmannsand- lit, afmyndað af kvölum, er starði á hann hálf- brosnum augunum, eins og það væri að segja við hann: “Hvað hefi eg unnið til þess, að þú yfirgefir mig einmitt nú á þessari stundu?” Hann spratt upp úr sæti sínu við skrifborð- ið og æddi eirðarlaus fram og aftur um gólfið. Svo þreif hann kaskeitið sitt ofan af naglanum, og skundaði út. Stormurinn næddi um hann, sár- bitur og kaldur, og snjórinn fauk og þyrlaðist um andlitið á honum. En taugar hans voru svo æstar og hjartslátturinn svo ákafur að stormur- inn og kuildinn gátu ekki veitt honum þá fróun og svölun, er hann leitaði að. Gegnum ýlfrið og þytinn í storminum ómuðu sí og æ í eyrum hans lágar stunur, átakanlega sárar og ömurlegar, og honum virtist sem hann sæi ætíð nábleika af- myndaða andlitið. “Embættisskyldan — embættisskyldan!” Hvað það var voðalegt, að vera svona bund- inn! Hann skundaði aftur inn í skrifstofuna. Ritsímatólið hringdi, og Werner las símritið. Hann var svo utan við sig, áð hann varð að lesa aftur til þess að skilja það. Mannflutningalestin nr. 31 tilkynnti aftur tíu mínútna töf. Það var því ómögulegt að gizka á, hvenær hún færi fram hrjá járnbrautarstöðinni. Samkvæmt skyldu sinni símritaði ha*hn þessi sömu orð til næstu brautarstöðva, og tók aftur að æða fram og aft- ur um gólfið. Honum fannst tíminn aldrei ætla að líða. Ef hann hefði ekki heyrt til klukkunnar á vegn um, þá hefði hann haldið, að hún hlyti að standa Vásirarnir færðust svo ákaflega hægt og seint. Það var barið að dyrum, og kona einn, fátæklega til fara, kom inn í skrifstofuna. Hún var spreng móð og veðurbarin í framan. “Drottinn minn góður.^herra Werner, þetta er ljóta veðrið! Eg hélt bara, að eg ætlaði ekki að komast hérna út á járnbrautarstöðina. Og ef það hefði ekki verið yðar vegna, þá hefði eg snúið aftur á miðri leið.” Hún þerraði framan úr sér með svuntunni sinni og fleygði sér niður á stól.^Werner kreppti hnefana og hvessti á hana augun. Svo vatt hann sér að henni og þreif báðum höndum í axlirnar á henni, svo að hún varð lafhrædd og hrökk í kút. “Hvað hefir borið við, frú Heinrich? Hvers vegna komið þér hingað? Konan mín er þó ekki -----er þó — ekki----------!” “Nú, nú! Verið þér nú ekki svona æstur, herra Werner. Það er vonandi, að allt fari Vel. Svona var hún systir min, hún var alveg kominn í opinn dauðann, og þó lagaðist það allt saman og húh náði sér alveg aftur. Það tjáir ekki að missa kjarkinn undir eins. Það er ætíð nógu snemmt að örvænta. Læknirinn hélt bara, að það væri betra, að einhver færi hingað og sækti yð- ur, af því að ómögulegt væri að segja með neinni vissu, hvað fyrir kynni að koma.” Werner stundi þungan og greip höndunum fyrir andlitið. “En eg get ekki komið — eg get það ekki. — Eg er bundinn hér — enn þá — við skyldu- störf mín”. “Nú já. En það er þó sjálfsagt hægt að fá einnhvern af öllum þeim sæg, sem vinnur hér við stöðvarnar, til þess, að leysa yður af hólmi. Auðvitað höfum við beztu vonir um að allt fari vel, Werner góður, en hér er að tefla um líf og dauða, og enginn getur sagt með vissu, hver endinn verður”. Werner studdi báðum höndunum á borð- brúnina, og titraði allur, eins og hann væri gagn tekinn af hitasótt. “Eg get ekki farið” ,endurtók hann með hreimlausri röddu. “Stöðvarstjórinn er farinn til bæjarins. Hér er enginn, sem gæti tekið við starfi mínu. Og þótt allir deyi heima hjá mér — þá verð eg samt sem áður að — að gegna embætt issíkyldu minni.” “Drottinn minn sæll og góður, hvílíkt ótta- legt embætti! En þér hljótið að vita það bezt sjálfur, hverjar skyldur yður eru helgastar. Það er bezt, að eg sé ekki að hanga hér lengur, því að eg get eflaust gert meira gagn heima, heldur en hérna.” Hún stóð upp og stundi þungt. En Wrner greip báðar hendurnar á henni og mælti skjálfraddaður: “Guð launi yður það, frú Heinrich .Þér er- uð góð kona. Og fari svo — fari svo, — að það óttalegasta af öllu beri að höndum, áður en eg kem heim, þá segið veslings konunni minni ,að — að eg — hafi ekki getað komið, vegna þess að eg verði að gegna Skyldustörfum — mínum, og enginn sé við, sem geti gengt þeim í staðinn míns. Og segið henni — að eg elski hana heitt — innilega heitt — og að------” Hann gat ekki sagt meira. Gráturinn bar rödd hans ofurliði. Konan kinkaði kolli og sleit sig alt í einu lausa, því hún vildi ekki láta hann sjá það, að tárin streymdu einnig ofan eftir vöngunum á henni. “Komið þér bara svo fljótt, sem þér getið, herra Werner. Vonandi, að þér getið þá sjálfur sagt konunni yðar þetta ailt saman. En ef guð hefir ákveðið það á annan hátt — nú, já, já, þá skal eg lofa yður því að hún skal ekki deyja með neinn slæman hug til yðar, veslingurinn.” Þegar frú Heinrich var farin, hneig Wer- ner niður á stólinn við borðið. Hann studdi oln- bogunum á borðið, fól andlitið í höndum sér og grét eins og barn. Hugurinn var allur hjá kon- unni, er var að berjast við dauðann, og harmur- inn hafði alveg yfirbugað hann. Hann hrökk upp við það, að ritsímatólið hringdi. Hann leit upp með flóttalegu augna- ráði og strauk hendinni um enni sér, eins oc hann væri að reyna að átta sig á því, hvar hann væri og hvað þessi hringing ætti að merkja. “Nú-já — Kölnar-hraðlestin!” tautaði hann og stóð hægt upp úr sæti sínu. “Að eins fimm mínútur eftir — guði sé lof!” Honum fannst sem hann ætti einhverrar sérstakrar skyldu að gæta. Hann reyndi að brjóta heilann um það, hvað það gæti verið, en hann mundi ekki eftir neinu. Honum var svo rot illt, og hann var svo utan við sig af harmi, að hann gat ekkert hugsað. Honum hvarflaði snögg vast í hug mannflutningalestin nr. 31, sem átti að koma úr gangstæðri átt. En það gat ekki ver- ið hún, þvf að eftir áætluninni hlaut hún að vera farin fram hjá fyrir löngu. Hann fór út á vagn- stöðvarpallinn, til þess að gefa lest þeirri, er var að koma, innakstursmerki. Brautarþjónn einn kom til hans og spurði hann að einhverju. En stormurinn feykti orðunum burt, svo að Wer- ner heyrði þau ekki. Hann kinkaði hugsunar- laust kollinum, til þess að játa því, er hann var spurður um. Honum var svo sama, svo hjartan- lega sama um allt, að honum fannst það koma í sama stað niður, hvort hann segði já, eða nei. Það snjóaði enn þá í ákafa, svo að Werner sá ekki nema spölkorn frá sér. Næsta merkis- ljósker sást aðeins í þoku. Werner hafði gefið hraðlestinni innakstursmerkið, og beið hann nú, eins og hann var vanur, og einblíndi í áttina þangað, er von var á lestinni. Lestin átti ekkert að staldra við; hún átti að aka með fullum hraða fram hjá brautarstöðvunum, og Werner hafði ótal sinnum séð hana koma eins og einhverja ó- freskju fram úr myrkrinu, og hverfa aftur að nokkrum sekúndum liðnum. Samkvæmt skyldu sinni hafði hann gengið úr skugga um það, að brautamótin væru eins og þau áttu að vera, því að lestin átti að fara hér yfir á aðra braut. Hann hafði því ekki vanrækt neitt af því, sem hann átti að gera — ekki neitt, og samt sem áður fannst honum endilega, sem hann hefði gleyrnt einhverju áríðandi, einhverju, sem hann gat ómögulega munað, hvernig sem hann braut heil- ann um það. Þrátt fyrir ys og gný ofviðrisins heyrði Werner dunurnar og stappið í eimreiðinni, er nú nálgaðist óðum, og nú gægðust ljósker þess eins og glóandi augu fram úr myrkrinu. Þá------hvað var þetta? Margraddað, níst- andi ángistaróp, sem smaug gegnum merg og bein — því næst gjallandi pípuhljóð frá hrað- lestinni, líkast voðalegu neyðarópi — og svo — \yerner fannst sem blóðið í honum væri að frjósa — — svo glumdi við sama, hræðilega, gjallandi pípuhljóðið úr gagnstæðri átt. Wer- ner sneri andlitinu ósjálfrátt í þá áttina, og starði nú, svo augun ætluðu út úr höfðinu, á það ógurlega, hryllj^aga, sem kom eins og skelfileg ófreskja fram úr myrkrinu. Og nú flaug veslings brautarþjóninum alt í einu í hug: “Mannflutningalestin nr. 31! Hún er ófarin framhjá enn þá, því að hún hafði tafizt! Og hún ekur að brautamótunum eftir sömu brautinni og hraðlestin! Þær hljóta að rekast á! Enginn jarð neskur kraftur getur héðan af komið í veg fyrir það!” Honum fannst sem hann væri rekinn í gegn. Hann rak upp óttalegt óp, hélt krepptum hnef- unum að eyrum sér, og hljóp eins og óður mað- ur eitthvað út í myrlcrið. Gamli gráhærði eimreiðarstjórinn á hrað- lestar eimreiðinni hafði séð hættuna, er ekki varð afstýrt. En hann vék ekki frá starfi sínu. Hiann studdi hendinni á lyftistöng þá, sem hrað inn er tempraður með, og horfði hvössum aug- um fram á brautina. Hann hafði ekki nema brot úr sekúndu til þess að hugsa sig um, og ákveða hvað gera skyldi. En hugprýði hans og kjarkur voru óbilandi, og þess vegna hafði hann líka snarræði til þess, að velja það eina rétta. Hann gerði enga tilraun til þess að stöðva eimreiðina, þótt honum dytti það fyrst ósjálf- rátt í hug, heldur jók hann einmitt hraðann svo mjög sem auðið var, því að eina hugsanlega von- in um björgun var byggð á því, að honum tækist að ná brautamótunum og komast yfir á hina brautina, áður en mannflutningalestin rækist á hann. Það var veik og vesöl von, en það var eina hugsanlega vonin. Og það, sem veslings óttaslegnu áhorfend- unum virtist ómögulegt, lánaðist — lánaðist að minsta kosti að nokkru leyti. Eimreiðin og kolavagninn komust klaklaust yfir á hina braut- ina, fram hjá mannflutningalestinni, er hamlaði svo sem auðið var, til þess að draga úr hraðan- um. Og fjórir farþegavagnar komust einnig yf- ir brautamótin—en fimmti vagninn slapp ekki. Nú heyrðust óttalegir brestir og brak, brothljóð marr og glamur, svo átakanjega stórkoltlegt, að þeir, sem einu sinni hafa verið vitni að slíku, geta aldrei gleymt því — fáránleg, gjallandi pípuhljóð, og hvæsandi blístur, og gegnum all- an þennan hryllilega hávaða heyrðust angistar- óp og kvalastunnur manna þeirra, er voru að farast. Ótal hjálpsamar hendur höfði þegar borið þá, er særzt höfðu og farizt, inn í biðsalinn á brautarstöðinni, þvi að það var næsta húsið. Það voru aðeins fáir af þeim, sem þurftu liknar við, því hér um bil allir, er voru í vagni þeim sem eimreiðinn ,rakst á, voru dánir. Flestir þeirra voru hræðilega útleiknir, allir marðir og tættir sundur. Aðeins einn þeirra líkt.ist miklu fremur sofandi manni, heldur en liðnu láki. Það var maður á fimmtugsaldri, ofurlítið gráhræður í vöngunum, magur og þreytulegur — maður sem auðsæillega hafði orðið að reyna margt mót- drægt. En það var bros á vörum hans — bros, sem jafnvel dauðinn hafði ekki getað afmáð. Þunglamalegt fótatak heyrðist í stiganum, líkast því sem dauðveikur maður væri að skreið- ast upp á loftið. Dyrum var lokið upp, og lagði þá skæra ljósbirtu fram að stigagatinu. Kven- maður kom fram í dyrnar og spurði með lágri en glaðlegri röddu: “Eru það þér, herra Werner? Nú, það var gott, að þér komuð loksin*. En farið þér hægt, því að konan yðar þarfnast hvíldar, meðan hún er ofurlítið að ná sér. Það gekk miklu betur, heldur en við höfðum búizt við. Franzius lækn- ir er nýfarinn, og hann var mjög ánægður. En guð í himnum hjálpi mér — eg var rétt búin að gleyma aðal-atriðinu. Eg óska yður til ham- ingju með litlu dótturina, herra Werner. Nú hafið þér þá eignazt óskabörnin”. Meðan konan lét dæluna ganga, hafði braut- arþjónninn farið úr yfirhöfn sinni. Hann fór nú inn í herbergið, og setti hönd fyrir augað eins og hann fengi ofbirtu í augun af ljósinu í her- berginu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.