Heimskringla - 22.10.1952, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. Okt. 1952
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
tímans hér í heimi,
°g trygga vináttuna.
Ævileið var ætíð,
ýmisleg við störfin,
alt var um svo gengið,
að hver stundar þörfin,
vel þar ætti að vanda,
vitni svo að bæru,
verkin sem að sýndu,
svona unnin væru.
Byggðar bóka safnið,
beztu minning geymir,
umsjá er hún veitti,
ei þeim tíma gleymir.
Yndi fannst að eiga,
aðgang mímis fræða,
og þar efni finna,
um er vildi ræða.
Tryggan ástvin áttir,
er nú fundið hefur,
lífs í nýju landi,
er ljúfan fögnuð gefur.
Kveður kært þig sonur,
konan, ungir bræður,
ættmenn og svo vinir,
andleg forsjón ræður.
Samfögnuð við sýnum,
sigurlífs er fengin,
heims frá hervistinni,
hugglöð burt ert gengin.
í sölum dýrðar sérð nú,
sem þér kærir vóru,
er um árin mörgu,
undan þér er fóru.
B. J. Hornfjörð.
Blaðið Winnipeg Tribune tal-
£r um að fylkisstjórn Manitoba
muni láta kosningar fara fram á
uæsta ári. Er það eflaust í sam-
bandi við kaupin á Winnipeg El-
elctric orkufélaginu sem þeirra
kosninga er þörf, því að öllu eðli
^eSu> þurfa kosningar ekki að
fara fram fyr en 1954.
ÁkafU Campbell-stjórnarinnar
í að koma bænum til að kaupa
Winnipeg Electric félagið út,
var furðulegur. En nú virðist
hún sækja jafnvel ákafara en
það eftir að fylkið kaupi.
How can I best
provide for my
retiremenl?
Rangt merki
ÞÝZK FRÁSAGA
“Þér skuluð ekki óska mér til hamingju,
frú Heinrich”, mælti Werner með svo einkenni-
legri röddu, að nágrannakonan leit forviða á
hann. “En eg vil samt gjarnan fá að líta á barn-
ið.”
Hann lauk hækt upp svefnherbergisdyrun-
um, og fór inn. Þar var dauf ljósbirta inni. Hann
læddist á tánum að rúmi konunnar sinnar. Hann
laut ofan að föla andlitinu hennar, og hvíslaði
einhverju að henni. Hún leit á hann með ástúð-
legu augnaráði, og mælti í hjóði:
“Nú er allt orðið gott. Eg er svo sæl—svo
sæl”. |
Hann sneri sér skyndilega undan, og roðn-
aði út að eyrum. Frú Heinrich benti honum á
vögguna, sem nýfædda barnið svaf í.
“Sko blessaðan litla engilinn”, mælti hún.
“Hún er alveg eins og brúðurnar í leikfanga-
búðinni. Þér komið til að hafa mikla ánægju af
henni, áður en langt um Mður.”
Werner laut ofan að barninu og virti það
fyrir sér með hvössu augnaráði. Svo rétti hann
sig allt í einu upp, og skundaði fram að dyrun-
um.
“Góða nótt Elsie!” mælti hann, og gat
varla komið upp orðunum. Hann ætlaði auðsæi-
lega að segja eitthvað meira, en varð að hætta
við það. Hann stóð litla stund við dyrnar, eins
og hann ætti í áköfu ctríði við sjálfan sig; svo
fór hann út.
Eldra barnið hans svaf í næsta herbergi.
Werner kveikti ljós, og settist á tréstól við
rúmstokkinn. Drengurinn, er var aðeins fimm
ára að aldri, svaf vært og fast, eins og börn gera
venjulega, þegar þau eru heilbrigð. Hiann var
dökkhærður og rjóður f kinnum.
Werner klappaði á litlu, mjúku hendurnar
hans, er lágu ofan á yfirsænginni, en hann gerði
það ofurhægt og varlega, til þess að vekja hann
ekki. Svo hallaði hann sér aftur að stólbakinu,
og tárin hrundu ofan eftir vöngum hans, er
hann tautaði í hálfum hljóðum:
“Veslings drengurinn minn! Veslings kon-
an mín!”
Og þessi stóri og karlmannlegi maður varð
slyttulegur og svipur hans fjörlaus, eins og
hann væri dauð þreyttur. En hann sofnaði ekki,
og honum datt ekki í hug að fara úr fötunum.
Hann sat hreyfingarlaus hverja klukkustund-
ina eftir aðra á harða tréstólnum, hélt að sér
höndunum, og starði sí og æ á barnið, er svaf í
rúminu.
Kertisstúfurinn brann út, og það varð myrk
ur í herberginu. En Werner sat hreyfingarlaus
í myrkrinu—og þannig sat hann ennþá, morgun
inn eftir, þegar lögregluþjónarnir komu til þess
að hefta hann.
A
Through a
low cost
Mutual Life
Retirement policy.
Wliile jou are working i
safeguards ,|le flltllre Q
your dependents, ,hen
usuaHy a, 60 or 65, i, pay
a regular monthly i„Com
for the rest of your life.
Only life insurance enable
you to save for the days whei
you stop earning and at th
same time provide an estat
‘or your loved ones sho,.h
anyth.ng happen to you.
Vou should discuss this plai
ófdd,yWÍ,haMu,ua|Lif
Oanada representative.
MUTUAL
of CANAD/^"^“
HEAD OFflCt WA.
u/Áöðt •'
EST. 1869
Eru fótleggjavei
hnffi væri stungi
G«ra þeir þér eri
þínar og leggi?
Þósundir mæla
.1 er undir eins i
2. kapítuli
Skrifstofa Friðriks Hartmanns, prentsmiðju
eiganda, var svo fátækleg að öllum húsbúnaði,
sem framast gat verið. Það þurfti ekki annað;
en litast um þar inni, til þess að komast að þeirri
niðurstöðu, að sá, sem hélt þar til, hlyti að meta
annað meira, heldur en þægindin. Auk ýmsra
hluta, sem voru nauðsynlegir við skrifstofu-
störfin, var þar samt gamall og fornfálegur
legubekkur. En hann var gersamlega fullur af
blöðum, og sýnishornum af alls konar prentun,
og var því ómögulegt að nota hann til þess, sem
hann eiginlega var ætlaður. Á veggnum yfir
legubekknum hékk eina herbergisprýðin, sem
sem þar var inni. Það var svart-krítarmynd í fá-
tæklegri, svartri umgerð. Myndin var af manni
á að gizka fimmtusaldri, grannleitum og þreytu
legum, og töluvert gráhærðum. Svipurinn var
góðmannlegur, og augun skír og fjörleg, nærri
því, eins og í barni. Neðst í horninu stóð nafn
þess er dregið hafði upp myndina: “Friðrik
Hartmann”, og neðan við það: “Á jólunum
1827”. Myndin hefir eflaust verið síðasta gjöfin
sem sá, er myndin var af, hefir fengið hjá syni
sínum, því að járnbrautarslysið við Neustadt,
er varð honum að bana, vildi til í janúarmánuði
1873, eða hér um bil nítján árum áður en hér er
komið sögunni.
Við vegginn andspænis legubekknum var
skrifborð Friðriks Hartmanns, fornfálegt
mjög.
Hver sá, er nú hefði séð þennan hávaxna og
tígulega mann við skrifborðið sitt, hefði naum-
ast þekkt hann sem sama unglingsmanninn, er
fylgdi lága, fjörlega manninnum í loðkápunni
á járnbrautarstöðina, sama kvöldið sem járn-
brautarslysið við Neustadt vildi til—ogkvaddi
hann þar með vissri von um endurfundi og betri
og bjartari framtíð. Laglega og glaðlega andlit-
ið hans var orðið alvarlegt, og smáhrukkur milli
augnabrúnanna gerðu það ef til vill ellilegra,
fljótt á að líta, heldur en það var í raun og
veru.
Mikla, ljósa alskeggið hans var orðið dálít-
ið hærus'kotið í vöngunum, og hrokkna hárið
hans var töluvert farið að grána. En svipur hans
var svo einarðlegur og rólegur og útlitið svo karl
mannlegt og tígulegt, að það hlaut að vekja
virðingu allra þeirra er sáu hann.
Það var í júnímánuði, og veörið var hlýtt
og gott. Báðir gluggarnir, er sneru út að ofur-
litlum, umgirtum grasbletti með lágum viðar-
runnum, stóðu opnir, og styrkjandi vorgolan
andaði öðru hvoru inn um þá. Maðurinn við
skrifborðið leit í svip upp frá vinnu sinni og
sogaði í sig hreina loftið. En þessar hvíldar-
stundir vöruðu aldrei nema fáar sekúndur, og
svo flaug penninn hans þeim mun hraðara eftir
pappírnum á eftir.
Professional etnd Business
===== Directory-
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
★
506 Soinersct Bldg.
★
Office 927 932 Res. 202 398
Svo var barið hart að dyrum, og góðmann-
legt gamalmenni, hvítt fyrir hærum, kom inn í
skrifstofuna.
“Ef þér hafið tíma til þess, herra Hart-
mann, þá gerið svo vel að koma snöggvast yfir í
prentstofuna. Það hefir því miður viljað til
slys hjá okkur, og við höfum ekki almennilega
vit á því, hvað við eigum að gera?”
Hartmann spratt þegar upp úr sæti sínu.
“Slys? Hvað er það, Reimers? Það ‘hefir þó
vonandi enginn maður slasað sig?”
“Jú, því miður! Eg veit ekki, hvernig það
atvikaðist, en ein stúlkan hefir farið með hönd-
ina milli tannhjóla í hraðpressunni, og hefir, að
því er virðist, meitt sig til muna. Hún er með-
vitundarlaus, og hinar stúlkurnar hafa ekki lag
á að stöðva blóðrásina”.
Friðrik Hartmann lagði engar spurningar
fyrir gamla manninn, en hljóp þegar á undan
honum inn í prentstofuna. Stór hópur af körl-
um og konum hafði safnazt saman úti í horni á
prentstofunni, en vék þegar til hliðar, er hús-
bóndinn kom inn.
Stúlkan, sem slazast hafði, sat þar á tréstól.
Hún hallaðist aftur að stólbakinu og var með
aftur augun. Hún var á að gizka 18 til 19 ára að
aldri. Á svip hennar var auðséð, að hana kenndi
mikið til, jafnvel þótt hún lægi í öngviti, og
það var óvenjulega átakanleg sjón, að sjá kvala
drættina á þessu yndisfagra, föla andliti, er var
með öllu ólíkt andliti venjulegrar verkakonu.
Nokkrar af samverkakonum hennar höfðu
verið að reyna að stöóva blóðrásina úr vinstri
hönd hennar, er var auðsæilega mikiö særð, en
þær höfðu hvorki haft vit né lag á því, er ekki
var heldur við að búast.
“Viljið þér þegar senda þrjá eða fjóra menn
eftir lækni, Reimers”, mælti Friðrik Hartmann.
“Og leggió ríkt á við þá, hvern í sínu lagi, að
þeir megi ekki koma aftur læknislausir. En einn
ykkar verður þegar að fara inn í skrifstofuna,
og taka burt allt það, sem er á legubekknum.”
Skipunum hans var tafarlaust hlýtt. Hart-
mann hugsaði sig um litla stund, en svo tók
hann stúlkuna í fang sér, og bar hana inn í
skrifstofu sína. Hann lagði hana hægt og gæti-
lega á leggubekkinn, og dró borðið að legu-
bekknum, til þess að geta haft hærra undir
vinstri handleggnum á henni. Og þegar hann
því næst hafði látið sækja léreft og vatn, fór
hann að þvo blóðið af særðu hendinni, og fórst
honum það miklu höndulegar, heldur en verka-
stúlkunum.
Það var lítil og falleg hönd—miklu líkari
því, að hún heyrði til stúlku af heldra tagi,
heldur en látilíjörlegri verkastúlku, en holdið
var allt tætt í sundur eftir tannhjólin.
Friðrik Hartmann hélt fast, en þó varlega,
um höndina, og var aö reyna aó binda um hana.
Þá kippti stúlkan henní allt í einu að sér, og er
honum varð litió upp, sá hann tvö, módökk
augu, sem horfðu bæói reióulega og hræðslu-
lega á hann.
Stúlkan þurfti ekki nema fáar sekúndur til
þess, að átta sig á því, hvað fyrir hana haföi
komið og hvar hún var stödd. En það var ekki
þakklátsemi við húsbóndann fyrir hjálpsemi
sem nú skein út úr ásjónu hennar. Svipur henn-
ar bar einungis vott um sneypu og bitra þrjózku,
og ekkert annað, en óvild til húsbóndans, gat
komið henni til þess, að spretta eins skyndilega
á fætur og hún gerði nú.
“Eg vil komast heim”, mælti hún kuldalega.
“Hvers vegna hefir ekki undir eins verið feng-
inn vagn, til þess að aka með mig heim?”
“Vegna þess að það hefði verið með öllu ó-
tækt og óafsakanlegt”, mælti Hartmann rólega.
“Læknirinn hlýtur að koma undir eins og eg
bið yður fyrir alla muni, að vera alveg kyr og ró-
leg þangað til hann kemur, svo að þér spillið
ekki sárinu á hendinni að ástæðulausu”.
Hún leit snöggvast á höndina og umbúðirn-
ar, er Hartmann hafði orðið að hætta við hálf-
gerðar, þegar hún raknaði við og kippti allt í
einu að sér hendinni, og það vottaði fyrir ein-
hverjum kirpingi við munnvikin á henni.
“Eg get ekki borgað lækni þeim, sem þér
hafið látið sækja til mín. Stúlka, eins og eg og
mínir líkar, verður að leita á náðir fátækralækn
isins eða sjúkrahússins. Þér hafið að líkindum
ekki hugsað út í það?”
“Nei, þvií að þér verðið auðvitað ekki kraf-
in um borgun til læknisins. Eg ber einn ábyrgð-
ina og afleiðingarnar af slysi, sem yður vill til í
vinnustofu minni. Lögin mæla svo fyrir.”
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 927 558
308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg
THE WATCH SHOP
CARL K. THORLAKSON
Diamond and Wedding Rings
Agent for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE.
>\1NDATT COAL
CO. LIMITED
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office Phone 92-7404
Yaid Phone 72-0573
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Ðirector
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
M. Einarsson Motors Ltd.
Distributors
KAISER AUTOMOBILES
The 1951 Kaiser Car is here
Built to Better the Best on the Road
IMMEDIATE DELIVERY
Showroom: 445 RIVER AVENUE
Phone 44 395 & 43 527
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's)
Office 927 130 House 724 315
Bookkeeping, Income Tax, Insurancc
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Ojjposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
'-------------------------------"
Gimli Funeral Home
PHONE - 59 - PHONE
Day and Night Ambulance Servtce
BRUCE LAXDAL
(Licensed Embalmer)
-------------------------------
Baldvinsson’s Bakery
749 EUice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 74-1181
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögfrœðlngar
Bank of Nova Scotia Ðlde.
Portage og Garry SL
Sfmi 928 291
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountants
*
505 CONFEDERATION LIFE Bldg.
TELEPHONE 927 025
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur lfkkistur og annast um
útfarir. Allur útfcúnaður sá bestl.
Ennfrernur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHE RBROOKE ST
Phone 74-7474 Winnipeg
Lnion Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 928 211
Manager: T. R. THORVALDBON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigrurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
•
542 Waverley St.
Sími 405 774
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 922 496
Vér verzlum aðeins mcð (yrsta
floklts vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Are.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753