Heimskringla - 29.10.1952, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.10.1952, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality Sc Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappet AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red YVrapper V----------------------- LXVII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 29. OKT. 1952 NÚMER 5. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR KOSNINGA-ÚRSLITN í WINNIPEG, Kapphlaupinu milli þeirra þriggja er sóttu um borgarstjóra stöðuna lauk með því, að Garnet Coulter, núverandi borgarstjóri, var endurkosinn. Hann hlaut eftir aðra talningu atkvæða um 45,000 atkv. en Stephen Juba 33,000. Swailes, sem var þriðji umsækjandinn hlaut við fyrstu talningu aðeins 22,000 atkvæði, er við aðra taln- ingu skiftust milli hinna borgar stjóraefnanna. Juba hélt Coulter um tíma í óvissu um sigur sem stafaði af því, að útlit var fyrir, að meiri hluti atkvæða Swailes færu í hlut Juba. En svo var ekki. Og það bjargaði Coulter. f fyrstu deild hlutu þessir kosningu: í bæjarráð: George Sharpe, J. S. Harvey, Gordon Chown cg David Milligan. í annari deild: Mrs. Hallon- quist, H. B. Scott og Howard McKelvey. Norður bæjar kjördæmið kaus Peter Taraska, Davið Orlikow og Stan Carrick. Þar beið lægra hlut Jacob Penner, eini kom- munistinn, sem eftir var í bæjar ráðinu. Hann hafði verið 16 ár bæjarráðsmaður . Af þessum eru 2 úr CCF, hinir úr borgaraflokki eða honum fylgjandi. í skólaráð voru og tveir kosnir úr hverri deild. Við kosningu þar vann ein maður frægan sig- ur. Það var Peter Curry, er hlaut við fyrstu talningu 17,368 atkv., í Suður-bæjardeildinni. Er hann íslendingur, á íslenzka móðÍL Mrs. Curry, en hún er systir Þór halls fyrrum kaupmanns á Höfn í Hornafirði, kunns manns um alt land. Þetta eru að líkindum fleiri atkvæði en nokkur skóla- ráðsmaður hefir áður fengið í þessum bæ. Aðrir skólaráðsmenn kosnir voru flestir úr borgaraflokki. FLUTNINGAR UM HUDSONSFLÓANN Þar sem flutningar um Huds- ons flóan eru nú að lokast, munu ýmsir spyrja hvernig þeir hafi' gengið á árinu eða vertíðinni, ef til vill, réttara sagt. Það er annars eftirtektarvert hvað Churchill léiðin er lítið notuð til flutninga til og frá ■ Evrópu. Heimskringlu hefir verið send! ur bæklingur yfir starfið á árinu. Skal hér á nokkur atriði bent, sem þar getur um. Á árinu hafa um 8^miljón mæla af hveiti verið flutt um Churchill til Evrópu. Er það fullri miljón mæla meira en á s.l. ári. Samt væri hægt að sjá um miklu meiri flutning, eða um 25 milj., mæla, hina nyrðri sjó- leið. Þrátt fyrir þó geisimikill sparnaður sé á burðargjaldi norður leiðina, virðist ekkert um það hugsað. Á þvi hveiti sem sent hefir verið Norður leiðina hefir burð- argjaldið alt reynst 46 cents á hvern mæli. Suðurleiðina hvort sem er á landi eða eftir stórvötnj unum, er burðargjaldið 60 -72 cents á hvern mæli hveitis. Það| munar um minna en 14 til 26 cent á hverjum mæli sem þarna' er hægt að spara í burðargjaldi. j Tuttugu og sjö skip frá Bret-| landi, ítalíu, Þýzkalandi og Chile fluttu hveiti til heima- hafna sinna frá Churchill. Innflutningur á vörum frá Ev í ópu til Canada um Churchill, nam 13,000 smálestum á þessu ári. Er það nálega helmingi meira en árið áður. Eitt af því sem inn var flutt var sement sem hér er svo mikill skortur á, að húsabyggingar verða að leggjast niður vegna þess. Um Churchill var hægt að fá sement frá Evrópu eins ódýrt og hér er framleitt, en heldur en örfa þann innflutning, leggur Sambandsstjórnin 8 centa toll á sementið og kaupmenn um 7 centa skatt, svo innflutnings- tollurinn nemur 15 cents á hverj um 100 pundum. Sement hefði verið hægt að fá hér eftir þörf- um ef ekki hefði verið fyrir þenn an toll á því. Og, þá hefði bráð- nauðsynlegar húsabyggingar ekki þurft ða stöðva hér. En Canada sement félagið sem hér hefir einkasölu á sementi, krafð- ist þessa tolls, þó það gæti ekki íullnægt þörfinni betur en þetta. Á þessu ári voru einnig fluttir til Canada 24 Lantz Tractors Hudsonsflóa leiðina. Gróði þeirra á burðargjaldinu nam svo miklu að það var hægt að selja þessi áhöld hér $200 minna hvert en áður. Þetta er nú ekki nema lítið eitt af því, er “The Hudsons’ Bay Route Association” bendir á í bæklingi sínum. En það getur engum blandast hugur um, að þar bíður verkefpi sem þess er vert að starfað sé að, — og meira sé sint, en alment er gert. Og það er auðveldast með að gerast félagi og samstarfamaður ofan-nefnds félags. Forráðamenn félagsins halda ársfund sinn í nóVemtoermánuði £ Regina. Ritari félagsins er Frank Elías son, 921 Avenue F. Saskatoon, Sask. fslendinga sem fýsti að frétta nánar um þetta mál, geta eflaust fengið þær, með þvd að skrifa til hans. RÚSSAR SKIPULEGGJA VERKFÖLL í BRETLANDI Eipn af verkamannaforingjum Bretlands, Bob Edwards að nafni og aðal ritari iðnverkamanna— (Chemical Workers Union), brá sér nýlega til Rússlands. Hann hefir ávalt haldið þvi fram, sem aðrir, þó kommúnisti sé ekki, að margt megi af þeim iæra. Hann kom heldur ekki öngul- sár þaðan í þetta sinn. Hann komst nú meðal annars að því, að kommúnistar í Rúss- landi standa að baki hverju ein- asta verkfalli í Bretlandi, sem átt hefir sér stað sáðan 1945. Rússarnir eiga ítarlega skrif- aða sögu hvers einasta verkfalls yfir öll þessi ár. Sögu sína fá þeir frá Kommún istum á Bretlandi, sem þeir eru í nánu samtoandi við og afla þeim upplýsinga af öllu sem gerist. Eftir nána athugun upplýsing anna leggja Rússar þeim ráðin. í*egar óhugur er í verkalýð toæjanna, segja Rússar vinum sínum, að byrja að stofna félag á staðnum með að minsta kosti 500 félögum. Hvað eina sem það -fé- lag hefst að eftir það, er alt eftir forskrift og útreikningi frá kom múnistum í Rússlandi. tító KVÆNTIST í ÞRIÐJA SINN í SUMAR LEYNILEGA Tító, marskálkur, hefir nú kvænzt i þriðja sinn. Gerði hann brullup til unnusut sinnar í juni i. í sumar, en almenningur fékk ekkert um það að vita fyrr en nú í vikunni, er marskálkurinn sendi boðsbréf til ýmiss stór- rnennis í landinu að sitja veizlu með Eden, utanríkisráðherra Breta. Upphafsorð boðsbréfsins voru þessi: Josin Broz Tító, marsk- jálkur og frú Jovanka Broz bjóða . . .” Brúðkaupið fór fram með leynd í Belgrad, en nýjabrums- dogunum eyddu hjónin á bað- ströndinni. Brúðurin er ekki nema 28 ára og hefir stundað nám við háskól ann í Belgrad. Tító er sextugur. Fyrst gekk hann að eiga 17 ára rússneska stúlku. Þá var hann 27 ára. Það var fyrri heimsstyrj- öldinni í bardögunum á austur- vígstöðvunum, að þau hittust. Tító særðist þá, en sú rússneska faldi hann og hjúkraði honum. Þegar Tító var dærndur í 6 ára fangelsi fyrir kommúnistastarf- semi 1929 fluttist konan til Rússlands, þar sem hún lézt litlu seinna. Þau áltu einn son barna, Zarko að nafni. Zarko barðist í rússneska hern um í seinustu heimsstyrjöld. Hann missti þá annan handlegg- inn, en býr nú d Belgrad. Öðru sinni kvæntist Tító 1939 júgóslavneskri kennslukonu. — Þau skildu 1947, en Tító heim- sækir hana oft, þar sem hún býr í Belgrad. Þeim fæddist sonur 3941. — Mtol. HÁSKÓLA SAMKOMAN Háskólasamkoman ií Auditori- um Winnipegborgar í gærkvöldi var sótt af hart nær 4000 manns. Samkoman var í tvennu fólgin. í fyrsta lagi var hún 75 ára af- mæli haskolans. í öðru lagi voru 14 menn heiðraðir með doktors- gráðu háskólans í lögum. Skal þar fyrst frægan telja Rt. Hon Vincent Massey, landstjóra Can- ada, er A. H. S. Gillson, forseti háskólans gerði kunnan áheyr- endum. Mintist hann meðal ann- ars ágætrar kynningar er land- stjórinn hefði gefið umheimin- um af Canada. Victor Sifton var bæði settur inn sem kanslari Manitoba-háskóla og veitt dokt- orsgráðan í lögum. í hópi hinna mörgu heiðruðu, var Hon. D. L. Campbell, forsætisráðherra Mani toba, A. J. Cuddy, forseti Mani- toba School Trustees Associa- tion, R. F. Argue, fyrrum próf. í ensku. Kynti próf. Skúli John- son hann. Myrtle Rietta Conway, yfirkennari Cliftonskólans í Win nipeg, Dr. P. H. T. Thorlakson, er W. H. McEwen yfirkennari í vísindum kynti. R. M. Fisher, lögfr., Lionel LeMoine, lista- maður, W. R. Leslie eftirlits- maður kenslumála frá Morden, John M. Pritchard, fundar for- seti háskólanefndar, Sullivan Arthur Q. C., Rt. Rev. Monsign- or Ferdinand Vandry, og H. W. Wright, fyrv. sálfræðiskennari háskólans. Þgear þessu var lokið, flutti landstjóri The Rt. Hon. Vincent Massey aðalræðu kvöldsins, en hún laut að sögu háskólans og 75 ára þróunnar hans. Að þeirri ræðu lokinni, voru gerðir kunnugir um 36 gestir og fulltrúar frá öðrum háskól- um í Canada, er þessa virðulegu samkomu sóttu. Það var ásjáleg mynd af þeim öllum uppi á ræðu pallinum ásamt öllum hinum hvít- og skarlet kápuklæddu prófessorum. Mr. Gillson stjórnaði þessari tilkomumiklu samkomu hið bezta. THULEFLUGSTÖÐIN HIN NYRSTA í HEIMI RISA- FRAMKVÆMDIR Á 1% ÁRI Blue Jay-flugvöllurinn í Thule í Norður-Grænlandi, sem I Bandaríkjamenn eru nú að i byggja, er talinn meðal mestu í stórvirkja á sviði hernaðar og : flugtækni, sem nú er unnið að og j talinn hið ævintýralegasta þrek virki. Danskur blaðamaður heim- I j sótti þenna nýja flugvöll nýlega i og fer aðalefni greinar hans hér á eftir. Það er óskiljanlegur “drauga- bær” og ævintýraheimur, sem opnast fyrir sjónum manns, þeg ar skymasterflugvélin heldur inn yfir Thuleskagann nyrst og ; vestast á Grænlandi, eftir heill- ■ andi flugför yfir auðnir, ís og (opið haf norður með ströndum j Grænlands. Og brátt snerta hjól [ flugvélarinnar flugbrautina á nyrsta flugvelli hins vestræna heims. Það er sólskin og nokk- urra stiga frost, og ævintýra- legri birtu slær yfir hið stór- j fengilega unihverfi. Þarna ráða rikjum Humphrey ofursti í bandaríska hernum og hinn danski “sambandsliðsfor- ingi” Stærmose, og þeir sýna fréttamönnum ríki sitt, aka með þeim um undraborgina, sem ris- ið hefir þarna á hálfu öðru ári. Þessi víðáttumikla braggaborg j hefir toreiðar götur og stræti, og þar stjórnar lögreglan umferð- inni þegar hún er mest á horni j Piktufiknstrætis og C-götu. — Okkur er vísað til húsa í 14. götu nr. 108. Braggarnir eru úr gljáfægðu aluminum og eru kassalaga. Veggklæðningin er íika úr alúmíniíumplötum yfir 10 sm. þykku einangrunarlagi. Þar er heitt bað í hverjum bragga og blásturshitun undir gluggunum. Og þetta er á sömu slóðum og Knud Rasmussen hafði við í snjókofum forðum £ hinu hvíta helvíti. Þarna við rætur meginjökuls- ins hafa Bandaríkjamenn reist aðra hæstu byggingu heims, loftskeyta- og útvarpsturn, semi er aðeins 15 metrum lægri en í Empire State í New York. Turn: inn er rúmlega 300 metra hár ogi lyfta gengur upp á efstu hæð. Og hér í miðri eyðimörk norðurs Lns eru þrjár asfalt-verksmiðj- ur og miklar járnsmiðjur, sem gera brýr yfir árfarvegi. Voldug um nökkvum til bryggjugerðar hefir verið fleytt hingað sunn- an frá Panama, og við þessar bryggjur hefir verið skipað upp 500 þús. lestum af þunga vöru gíðasta árið. Þaðan leggja hundr- uð flutningabifreiðar af stað eft ir frosnum vegum og vegalengd- irnar eru ótrúlega miklar, a.m.k. 50 km. milli endimarka flug- brauta og framkvæmdasvæða, en grátt vegrykið þyrlast að baki þeim. Tröllvaxin björg mol- ast í risavöxnum kvörnum og verða efni í vegi og flugbrautir á hinni frostköldu jörð Thule. Það þarf líka að steypa góðar festingar undir allar byggingar, svo að þær standist æði storms- ins, sem stundum æðir hér með 200' km. hraða á klukkustund. Þessar stórhríðar og fárviðri koma mjög snögglega og geisa með slíkum ósköpum, að orð fá vart lýst. Ofurstinn segir að þeg ar fárviðri geisi á norðurhjarn- um, sé öllum bannað að fara út úr 'thúsi, og verður þá hver að kúra, þar sem hann er kominn dögu'm saman, og í hverju húsi er komið fyrir dálitlu birgða- búri til nokkurra daga, svo að Mynd þessi er af utanríkisráð herra Canada Mr. Lester B. Pear- son, þar sem hann heldur á ís- lenzkum fundarhamri í hend- inni. Hamar þessi er gerður af Ásmundi Sveinssyni, mynd- höggvara, og var gefinn af ís- lenzku ríkisstjórninni til þess að notast af forseta Allsherjarþings ins. Sendiherra Thor Thors af- henti Pearson, skömmu eftir kosninguna, hamarinn í viðurvist Trygve Lie, og setti Pearson fyrsta fundinn, sem hann stjórn aði með því að berja rössklega í borðið með hinum islenzka hamri. íslenzka sendinefndin á Alls- herjarþinginu er fáliðuð. Eins og i fyrra eru aðeins tveir, Kristján Albertson, rithöfundur, og Thor Thors, sendiherra, — mættir fyrir íslands hönd. Mr. Thor Thors, sendiherra, var 22. október s.l., kosinn fram- sögumaður pólitísku nefndar þingsins, samkvæmt tillögu Madama Pandit, aðalfulltrúa Indlands. Þetta er í þriðja sinn að hann er kosinn í þessa stöðu og er það einsdæmi. Það er ráðgert, að þetta þing standi a.m.k. til jóla. menn líði ekki skort meðan ó- kvæmdum. Heimskautsnóttin sköpin ganga yfir. j leggst yfir, og þá getur frostið Hvergi í heiminum er hægt aðj°rðlð yflr 40 stlg‘ sjá neina líkingu þess, semí 1 hinum miklu efnisflutning- Bandaríkjamenn hafa gert og, þarna norður hafa tekið þátt byggt þarna inn á milli græn-|Um 100 /kiP f SUmar’ og aldrei lensku fjallanna, og það er vafa hv°rkl ne Slðar hefir SV° laust mesta þrekvirki á sviði j mik‘^klpalest flutt önnur ems flughernaðar og flugmála, sem!°skÖp af ÞunSavöru norður nú þekkist, og það sýnir ljósast.j aflð’ Tlminn hvlílíkt regindjúp er staðfest milli tækninnar nu og var á ár- um seinustu heimsstyrjaldar.— Þessir flugvellir og allt, sem þeim fylgir mun kosta um 4 millj arða króna fullgert, ef það nær svo langt. Unnið er í 10 stunda vökum yfir sumarmánuðina. As- faltverksmiðjurnar í 'fjallahlíð- unum framleiða nóg efni í vegi FRÓÐLEIKSMOLAR Hvað stórt var Agassiz-vatn sem svo oft er nefnt, þegar sag; Manitoba, Norður Dakota oj Minnesota ber á góma? í alfræðibokum er haldið fran sem . ........ ...............að það hafi verið um 110,000 fe: svarar gatnagerð fyrir 150 mí4ur að stærð. Lengd þess ve 700 mílur og breiddin að jafnað 250 mílur. Svæðið sem það náð yfir, var Manitoba, Norðaustu hluti Norður Dakota og norð vesturhluti Minnesota. Winni peg-vatn, Manitoba vatn og Wii nipegosis, eru pollar sem em eru sjáanlegir af þessu mikl Agissiz-vatni. Vatnaklasinn í Mennesota e þús. manna borg, en þó vantar mikið á, að svo margir búi í Thuleborginni nýju. Það var þegar árið 1927, sem Knud Rasmussen benti heimin- um á, að þarna í Thule, væri til- valinn staður fyrir stóran flug- völl, bæði vegna staðviðra og landshátta. Sérfræðingar í þess- um málum gleymdu ekki þeim, , . orðum ,og oft hefir hugur þeirra f3 einniS- ísinn sem orsök var snúið á þessar slóðir. 1942 var PCSSa Vatns’ bráðnaðl °g vatni farin könnunarleiðangur þangað i rann norður í Hudson fló í«Jratalínuflugbát. Árið 1946 var £reiðara heldur en sá hlutinn t gerð þarna fyrsta flugbrautin11 SUÖUr hlaut að renna frá Minn við dansk-amerísku veðurstöð- S°ta’ ina. En síðan var allt kyrrt til 1950. Um þennan flugvöll mun Ber því enn meira á vatnsaga Minnesóta frá þessum tímum e leiðin liggja í framtíðinni milli hér nyrðra;. Nafnið var. stöð' Evrópu og San Francisco og þaðj VatmnU geflð Um 1879 1 mim styttir leiðina um 2100 km. og á! mgU um hinn svÍMnesk-amerísl leiðinni til Tokíó styttist leiðin!prÓf€SSOr Agassiz’ ' um 2800 km i manna Itoðastur var um ísali irnar og steingervinga frá þei Nú hefir verið byggt þarna raforkuver 10 þús kw. En nú líð ur að hausti, og þá hægist um í þessari risavöxnu býkúpu. Síð- asta skipið kom um 20. septem- ber. Veturinn er kominn, og þá er lítið hægt að vinna að fram- tímum. Með rannsóknum sínu í sambandi við ísaldir, kollvar aði hann kenningu íslendini um Grettistök og sagði flutnii þeirra steina starf ísaldarinm íslendingar voru þá sem f meiri skáld en vísindamenn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.