Heimskringla - 29.10.1952, Síða 3

Heimskringla - 29.10.1952, Síða 3
WINNIPEG, 29. OKT. 1952 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA að standa óbeðið í skilum við blaðið og spara þar með útgef- endum áhyggjur um skulda van- skil. Það verður fátæklegt í íslenzk um menningarheimi hér vestra þegar ekkert íslenzkt blað er við lýði til að hressa ögn við sál og huga þess fólks, sem enn þá les °g sk;lur tungumálið. Vikublöðin okkar hér vestra hafa gert garðinn frægan og manndómslegan í vel 60 ár. Ef illa hefði farið 22. október 1875—þá hvað? Væri nokkurt íslenzkt blað til hér vestra? Væri nokkurt þjóðræknisfélag til? Hefði séra Jón Bjarnason, hinn göfugi, nokkurn tíma látið sig dreyma um íslenzka móður að kenna barni sínu Faðir vor á íslenzkri tungu hér í henni Norður Ameríku? — Þarf eg að segja meira? Stórt er umtals efn ið, Lifið svo í dýrð íslenzkra holl- vætta. Rangt merki ÞÝZK FRÁSAGA ICEL. CAN. CLUB NEWS The Icelandic Canadian Club held its first meeting of the 1952 -1953 season, October 20th. in the lower auditorium of the First Federated Church. Judge W. J. Lindal was elect- ed President following the re- signation of Jon K. Laxdal, due to the pressure of the duties of his new position. A talk on the hotsprings of Iceland was given by Prof. Finn- bogi Gudmundsson, wdhose ac-: count was both interesting and mformative. Miss Perry Brown and Miss Lois Nichols entertained with piano and vocal solos. Mr. Geo., Nick, Assistant Director of the Manitoba Physical Fitness and a demonstration group of Normal School square dances made theiri contribution to the social hourl following the program, Mr. Nick being Master of ceremonies. W. K. * ★ * íslenzkar hljómplötur fást hjá Björnssons Book Store, 702 Sarg| tnt Ave. Winnipeg. lU I Rl i Sparið peningana! Minkið reykingar kostnað um meir ^ en helming! LATIÐ yðar elgin maskínu BÚA SÍGARETT UR til MEÐ sígarettu vélar búa til S einu 'Jf-fflo&tvi Standard t®* Wet- Proof Sígarettu pappir 200 14^ Sígarettur 1' Sjáið T°baksalann BRONCHIALasthma Hefur þú andarteppu eðacr^. andardrátt, svo þú getur raeð ’egs svefns? Templcron’s RAZMau n*8‘- gera þér létt um andardrátf / .piIll'r viC andþyngsli. Þær losa og hreima^ k ^‘8 sl"n, sem hefir safnact t ^ " a 1 burtu Láttu þér líða vel í svefni 'Íaflilpípurnar- taktu RAZ-MAH / daJ v °*“ °« vinuu- lyfjabúð $1.35. 8' Vcrð cents, ( Hún yppti öxlum. ' “Og ef eg get nú aldrei framar unnið neitt með særðu hendinni?” “Þá komið þér ekki heldur til með að bíða neitt tjón af því í fjárhagslegu tilliti. En eftir því sem eg hefi bezt vit á, þurfið þér ekki að óttast slíkt. Þótt það líti illa út, held eg samt, að beinin séu óskemmd. Hafið þér ennþá miklar kvalir í hendinni?” Stúlkan hristi höfuðið, og hreyfði höndina fjörlega, eins og hún vildi sýna, að hún fyndi ekkert til í henni. En hún beit á vörina af sárs- aukanum og varð föl í framan. “Ef þér bara vilduð leggjast út af”, mælti Hartmann vingjarnlega. “Þér eruð eðlilega hálf- örmagna eftir blóðmissinn”. “Nei, nei”, svaraði hún einbeitt. Þér segið sjálfur, að sárið sé ekki hættulegt. Eg vil ’helzt komazt sem allra fyrst heim til móður minnar”. Hún spratt upp úr sæti sínu, og var þegar komin áleiðis til dyranna, áður en Hartmann gæti komið í veg fyrir það. En hún hefir eflaust ætlað að líða í ómegin, því að hún greip hægri hendinni um enni sér og reikaði, eins og hún hefði allt í einu orðið magnlaus. Hún hefði ef- laust hnigið niður á gólfið, ef Hartmann hefði ekki þegar hlaupið til, og stutt hana aftur að legubekknum. Hún var svo máttlaus, að hún lét hann taka sig í fang sér, án þess að veita nokk- urt viðnám, og hallaðist meira að segja litla stund að brjósti hans. En þegar hann hafði lagt hana á leggubekkinn, sleit hún sig allt í einu af honum og stjakaði honum frá sér með slíkri röggsemi, að hann varð alveg forviða. Hún studdi heilu hendinni á legubekksbakið og dró þungt andann. “Þakka yður fyrir”, stundi hún upp. “En þér eigið ekki að vera að gera yður svona mikið ómak mín vegna. Þetta líður frá aftur.” Hann skildi það, að umkomuleysið og með- vitundin um það, hvað hún var sjálfri sér ónóg, myndi pína hana meira, heldur en sárið á hend- inni, og með því að hann kenndi í brjósti um hana, fór hann fram að dyrunum, til þess að kalla á stúlku úr prentstofunni, ef ske kynni, að hún vildi fremur þýðast aðstoð starfsystra sinna. Þegar hann lauk upp dyrunum, sá hann einn sendimanninn koma með lækni, er hann þekkti, og varð hann því mjög feginn. Hann talaði í snatri nokkur orð við lækninn, og lét hann því næst fara inn í skrifstofuna, ásamt tveim vinnustúlkum. En hann fór ekki inn sjálf ur. Hann benti Reimers gamla að koma til sín, tók hann með sér á afvikinn stað og mælti: “Hver er þessi unga stúlka, Reimers? Eg get ekki hafa séð hana oft, því að mér finnst eg ekkert kannast við hana. Hún er sjálfsagt ein af þessum verkastúlkum, sem þér tókuð á mánu- daginn var”. “Já, herra Hartmann”, svaraði öldungurinn. “Og eg vildi óska, að eg hefði ekki tekið hana. Hún vill reyndar gera það sem hun getur, en hún er ekki vel fallin til þess starfa, sem eg varð að ætla henni, og það hefði verið hyggi- legra, að eg hefði vísað henni burt, áður en slys ið vildi til, því að það getur orðið æði kostnaðar- samt fyrir yður.” “Fyrir alla muni, gerið yður engar áhyggj- ur út af því. En það liítur satt að segja ekki út fyrir það, að hún hafi vanizt svona vinnu. Vitið þér nokkuð um það, hvernig á henni stendur?” Lítið annað en það, að hún heitir Marta Werner, og er dóttir ekkju einnar, sem býr í urzen-Strasse. Hún hlýtur að vera af betri aettum, heldur en stúlkur þær, sem venjulega koma hingað í prentsmiðjuna. En ábatans vegna getur hún ekki hafa valið þessa stöðu. Starfs- systur hennar álíta hana drambsama og þótta- fuHa, og hún hefir orðið að þola mörg háðuleg orð og marga skapraun fyrir það, að hún hefir ekki viljað taka þátt í klúryrðum þeirra og rusta legu gamni. Jafnvel þótt við hefðum getað haft gagn af henni, þá hefði hún þó sjálfsagt ekki enzt til þess, að verða hér til lengdar.” ^ Hartmann lagði ekki fleiri spurningar fyrir ann. Og með þvf að skrifstofudyrnar voru enn sU)f0lCa^ar’ kann hringferð gegnum prent- jjýs.Ur”ar’ a^Sreiðslustofurnar og önnur starf- r/u ^ess lita fiftir öllu. Á alvarlega hvort hannandlltmU hans var ekki auðið að síá’ i • rr — r pr ?r Cnn ^a huSsa um örlög stúlku þeirrar, er slasazt hafði, en hann varð samt auð- sæilega glaðan r bragði, þegar hann kom aftur og sa stulkuna og lækninn koma út úr skrifstof_ unni. “Þetta var til allrar hamingju ekki eins slæmt og það leit ut fyrir að vera”, maEiti lækn_ irinn. “Henni verður alveg batnað eftir þrjár vikur en auðvitað því aðeins, að hirt verði al- mennilega um höndina, og henni hliíft við allri áreynslu. Þetta máttleysi eftir blóðmissinn ger- ir stúlkunni ekkert til.” Hartmann sendi mann eftir vagni, og bað vinnustúlku eina, að fylgja Mörtu Werner heim til hennar. Hún kom ekki með neinar mótbárur gegn þessu, en lét ekki heldur þakklæti sitt í ljós á neinn hátt. Þegar vagninn kom, kvaddi hún ofur stutt í spuna, og sneri sér svo undan, og það var eins og hún varaðist, að líta á hús- bónda sinn. Hann óskaði henni góðs bata, og þá gat hún ekki almennilega látið vera, að anza honum. En hún var svo fáorð, sem framast gat verið ,og skundaði sem fljótast út og upp í vagn inn, en hún var svo máttfarin, að hún varð auð- sæilega að taka á öllum sínu þreki. Hartmann horfði litla stund hugsandi á eft- ir henni. En svo settist hann aftur við vinnu sína, og vorblærinn, sem streymdi inn til hans gegnum opinn gluggann, gat ekki einu sinni fengið hann til þess að líta upp og hvíla sig eitt augnablik. 3. Kapítuli Á tíunda degi eftir að slysið vildi til í prent smiðjunni, klifraðist Friðrik Hartmann upp ó- þægilegan og hrörlegan stiga í gömlu bakhýsi í Kurzen-Strasse. Við dyrnar hafði honum ver- ið sagt, að frú Werner héldi til á fjórða lofti, og nú sá hann líka á hurð einni brotið postuliíns- nafnspjald með nafni því, er hann leitaði að. — Öldruð kona, lítil vexti og veikluleg, lauk upp fyrir honum, og er hann spurðist fyrir, kvaðst hún vera frú Werner. Þegar hann sagði henni nafn sitt, var því líkast sem hún yði hálffeimin, og talaði hún mikið um, að það væri óvæntur heiður fyrir sig, að fá svo göfugan gest, og svo bauð hún honum mjög kurteisislega að fara inn í daglegu stofuna, er ekki var hægt að komast inn í, nema gegnum eldhúsið. Jafnvel þótt Hart- mann varaðist með vilja, að líta forvitnislega kringum sig, duldist honum það samt ekki, að alstaðar var hreinlegt og vel umgengið, þótt1 fátæklegt væri. Og þegar hann kom inn í stof- una, er var með tveim gluggum, sem sólin skein inn um, sá hann þar mjög ymdislega og fagra sjón. Við blómaborð, riðið úr tágum, er stóð úti við gluggana með hvítu gluggatjöldunum, sat Marta Werner, miklu fallegri og tignarlegri heldur en hún var, þegar hann sá hana tíu dög- um áður. Stúlkan bar enn þá reifuðu höndina í fetli, en hún var nú miklu rjóðari í kinnum, heldur en dag þann, sem slysið vildi til, og sársaukadrætt- irnir voru horfnir úr andliti hennar. Hún var niður sokkin í bók, er lá á saumaborðinu fyrir faman hana, og hafði að líkindum ekki tekið eftir því, er hringt var að dyrum, því að hún leit ekki upp frá bókinni, fyr en Hartmann heilsaði henni. Þegar hún sá hann, breyttist svipur henn ar allt í einu, eins og hún yrði bæði hrygg og reið. “Eg kem til þess að spyrjast fyrir um líðan yðar kæra ungfrú”, mælti Hartmann vingjarn- lega, og lét svo sem hann hefði ekki tekið eftir svipbreytingunni á andliti hennar. “Eg vona, að spá læknisins um fljótan bata hafi rætzt?” “Já,” svaraði hún, ef ekki beinlínis þústin, þá samt með hræðilegri og feimnislegri röddu, sem ef til vill var enn þá meira móðgandi fyrir hann. “Mér iíður mjög vel, og það er sannarlega óþarfi fyrir yður að vera að ómaka yður hingað sjláfur vegna þessa lítilræðis.” ^ “Það er ekki annað en skylda mín”, svaraöi Hartmann rólega. “Auk þess átti eg annað er- indi hingað. Þér senduð mér aftur peningana, sem eg sendi yður á laugardagskvöldið. Má eg spyrja, hvers vegna þér gerðuð það?” “Hvernig átti eg að geta tekið við launum, þegar eg hafði ekki unnið neitt fyrir þeim? Eg hafði engan rétt til peninganna hr. Hartmann.” “Jú, fullan rétt. Eg hefi þegar sagt yður það einu sinni áður, að eg fer aðeins eftir fyrir- mælum laganna”. “En upphæð sú, sem þér senduð mér, var meiri, heldur en hið umsamda vikukaup. Þér hafið ætlað að gera okkur vel til, og hafið auð- vitað gert það í góðu skyni. En við þiggjum ekki ölmusur”. “Mér þykir það leiðinlegt, ungfrú Werner, að þér skuluð taka þetta á þennan hátt”, svar- aði hann. “Það var alls ekki tilgangur minn að móðga yður, þótt eg áliti mér skylt að greiða yður lítils háttar skaðábætur fyrir tjón það og þjáningar, sem vinna yðar hjá mér hefir bakað yður.” j Marta leit hálf-reiðulega til hans og mælti: “Auðæfi yðar og tekjurnar af prentsmiðj- unni myndu ekki hrökkva, ef þér ætluðuð að gera yður það að reglu, að borga slíkar skaða- bætur. Og samt sem áður myndi eg þvtí aðeins geta tekið við peningunum, að hér væri um reglu að ræða, en ekki um undantekningu. Meðan eng ir af ríka fólkinu kæra sig um verkinn í hand- leggnum, sem er ekki síður sár og kveljandi, þótt ekki blæði og þótt ekki sjáist neitt sár, er vakið geti meðaumkum—meðan menn láta okk- ur stríða, líða og farast, án þess að hreyfa legg eða lið—meðan svo er, tek eg ekki við gjpfum, öðrum eins og yðar, sem að mánu áliti er smán- arleg ölmusa, er eg myndi reiðast og gera afturl reka, jafnvel þótt eg væri að því kominn að sál- ast úr hungri”. Professional and Business -= Directory Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financlal Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 X Yaid Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. i. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing I MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winniptg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fituningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Blds. Portage og Garry St. Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útfarir. Allur úkbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg TTnion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Lrd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipei PHONE 922 496 1 Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) \----------------------------y Vér verxlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellicc Ave. Winnipcg TALSIMI 3 3809

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.