Heimskringla - 04.02.1953, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.02.1953, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. FEBRÚAR 1953 FJÆR OG NÆR Messur í Winrtipeg Sunnudaginn, n.k., 8. febrúar, verður sameiginleg guðsþjónusta í Fyrstu Sambandskirkjunni kl. 3. e.h. í stað hins vanalega. Eng in messa verður sunnudagsmorg uninn eða að kvöldi. Að guðs- þjónustunni lokinni fer fram árs fundur safnaðarins. Skýrslur fé laga verða lesnar og embættis- menn kosnir. Sezt verður við borð um kl. 5, og kvöldverður framreiddur af konum safnaðar ins. Allir verða velkomnir, með- limir og vinir safnaðarins. Sæk- ið messu kl. 3, og sitjið síðan árs- fund safnaðarins. * * * Kvenfélag Sambandssafnaðar heldur spilasamkomu þriðjudag- inn 10. febrúar. Bridge og Can- asta. Door Prize gefin. * * * Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á fimtudagskvöldið 12. feb. að heimili Mrs. P. J. Sívertson, 497 Telfer St. Fundurinn byrjar kl. 8 e.h. ★ * * Þjóðræknisdeildin Frón þakk ar hér með Mrs. N. Ottenson, Winnipeg, fyrir bækur gefnar í bókasafn deildarinnar, allar í góðu ástandi. Innilegt þakklæti fyrir hönd deildarinnar Frón. J. Johnson, bókavörður ★ ★ * Miðsvetrarmót “Fróns” Þar sem nú eru ekki nema tvær vikur þar til efnt verður til hins vinsæla Frónsmóts, sem haldið verður í G. T.-húsinu mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 8 stundvíslega, þykir stjórnar- nefndinni hlýða, að minna fólk á nærveru mótsins. Undanfarnar vikur hefir verið unnið að undirbúningi skemmti skrár fyrir mótið. Því starfi er nú að mestu lokið. Nefndin hef- ftOSE TIIEATRE j —SARGENT & ARLINGTON— j j Feb. 5-6 Thur. Fri. Sat. (General) j ; Judy Holliday, Aldo Rav “THE MARRÝING KIND” | Randolph Scott, David Brian I I “FORT WOKTH” (Technicolor) j i Feb. 9-11 Mon. Tues. Wed. (Adult) j Richard Basehart, Valentina Cortesa HOUSE ON TELEGRAPH HILL j “THE PROMOTER” Alex Guinness ! ir vandað til þessarar skemmti- skrár sem frekast var unnt og mega menn því búast við ánægju legri kvöldstund. Það þykir því full ástæða til að minna fólk á, að takmörk eru fyrir þvi hversu G. T. tiúsið rúmar marga gesti. Fólk ætti því að tryggja sér að- göngumiða sem fyrst. Þeir fást í Bókabúð Daváðs Björnssonar, 702 Sargent Avenue, og kosta dollar stykkið. Dagskrá mótsins verður nánat auglýst í næstu blöðum. Thor Víking, rit. Fróns Til minningar um Ólaf sál. Pétursson, sem dó fyrir einu ári, 7. febrúar, 1952, hafa börn han3 og ekkja látið gera upp herbergi í Fyrstu Sambandskirkjunni sem verður tileinkað stjórnarnefnd safnaðarins. Ólafur heitinn gekk í söfnuðinn 1912 er hann kom til Winnipeg vestanað frá Sask- atchewan og studdi hann á marg- víslegan hátt til dauðadags en þó helzt sem einn stjórnarnfend armanna. Herbergið verður af- hent söfnuðinum sunnudaginn, n. k. 8. febrúar, af fjölskyldu hans og helgað minningu hans, við sameiginlegu guðsþjónust- una sem þá fer fram kl. 3 e. h., í byrjun ársfundar safnaðarins. * * ★ Kosning fulltrúa Icel. Good Templars of Winnipeg, fyrir ár- ið 1953 fer fram á skuldarfundi þann 9. febrúar 1953. Þessir með limir í vali: Beck, J. T.; Bjarnason, Guðm.; Eydal, S.; Einarson, S.; fsfeld, F. ; Jóhannson, Mrs. R.; Magn- ússon, Mrs. V. ; Magnússon, Mrs. A.; Sigurdson, E.; Palsson, Mrs. G. * * • FRÁ ÍSLANDI THIS WEEKS SPECIAL ! ÞRÍTUGASTA OG FJÓRÐA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templara húsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 23., 24. og 25. febrúar 1953 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Skýrslur embættismanna 5. Skýrslur deilda 6. Skýrslur milliþinganefnda 7. Útbreiðslumál 8. Fjármál 9. Fræðslumál 10. Samvinnumál 11. Útgáfumál 12. Kosning embættismanna 13. Ný mál 14. Ólokin störf og þingslit Þing verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 23. febrúar, og verða fundir til kvölds. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðal félagsins. Winnipeg, Man., 21. janúar, 1953. f umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari Verður Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri? Staða útvarpsstjóra hefur ver- :ð auglýst laus til umsóknar, og| er um það sterkur orðrómur í | bænum, að Vilhjálmur Þ. Gísla-I son, skólastjóri Verzlunarskól- ans, sem öllum útvarpshlustend- um er kunnur, eigi að taka við henni, þegar Jónas Þorbergsson fer frá. Menn hafa verið að fleygja því á milli sín hér í bænum, að j það hafi verið athyglisvert 'í þessu sambandi, að svo hafi hitzt á, er tilkynningin um útvarps-j stjórastöðuna var lesin í útvarp- ið, að hann tók til máls strax á eftir og flutti frásögn af tilhög- un á rekstri útvarpsstöðva í Bandaríkjunum, en þar hefur hann dvalið um nokkurt skeið í boði Bandaríkjastjórnar. Note New Phone Number COMBINATION RADIO — only $229.95 ^ jfohnntf. Jfyan liKI 107« DOWNINO ST. PHONE 72 «122 WINNIPEG'S riRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE I MINNISl BETEL í erfðaskrám yðar mynðavélar Rolleitlex, Kine-Exakta, Leica, Balda, Retina og aðrar leiðandi Evrópiskar tegundir — Skrifið eft- ir verðskrá. Lockharts Camera Exchange Toronto - Esjtb’d 1916 - Canada ÆFIMINNIN G Það hefur dregist um skör fram að minnast eins af okkar aldurhnignu landnámsmönnum, Hannesar O. Jónasson sem lézt mánudaginn 11. ágúst 1952. Hannes Ólafur Jónasson var fæddur á íslandi að Hrísum í Helgafelssveit í Snæfelsnes- sýslu. Hann var fæddur 5. jan. 1873, sonur landnámshjónanna Jóns Jónassonar og Kristjönu Ólafs- dóttur. Hann fluttist með for- eldrum sínum til Canada árið 1883, settist að við íslendinga- fljót, nú Riverton. Hannes var á tíunda ári er hann kom til River ton; foreldrar hans lifðu þar eitt ár. Flestum lék mikill hugur á aðj nema land og búa sér heimili það fyrsta að mögulegt var. Jón og Kristjana námu heimil- isrétt á landi tvær og hálfa mílu fyrir norðan Riverton og var landnámið næst Reykhólar. — Hannes lifði með foreldrum sín- um til íullorðins ára, samfleitt. Faðir Hannesar misti heilsuna skömmu eftir landnámið og gat ekki framar veitt heimilinu for- stöðu, hvað líkamlega áreynslu snerti. Og varð þá Hannes á unga aldri að veita forstöðu á heim- i'inu með ungum systkinum sín- um. Það var honum ervitt, því hann var alla æfi fremur veill til heilsu. En hann lét aldrei bug ast þó erviðleikarnir væru mikl- ir, og stundum sýndust óyfir- stiganlegir. Landnáms árin í þá daga voru erfið fyrir þá sem máttu sín meira. Við getum gert okkur í hugarlund, hvað óharnaður ungl ingur hefir haft við mikla ervið- leika að stríða, þar sem að mest af heyskapnum varð að gjöra raeð orfi og ljá, fork og hand- lirífu, á al-íslenzkan máta. Vot- íendið og vegleysurnar voru svo miklar, að öðrum vélum varð ekki viðkomið, þó þær hefðu ver ið fáanlegar. Örðugleikarnir fóru versn- andi. Þar sem Winnipeg vatn tók til að flæða svo óskaplega, að alt nýtilegt land lenti undir vatni, og þá allar bjargir bann- aðar af völdum flóða. Þá ákvað öll fjölskyldan að flytja í burtu, þangað sem betri jarðkostir væru fáanlegir. Um vorið 1904 flutti öll fjöl- skyldan til Grunnavatnsbygðar, tvær milur austur af Stony Hill P.O. Hannes náði þar í heimilis- réttarland, ásamt föður sínum, og bræðrum, og alt breyttist til batnaðar eftir að komið var í þessa nýju bygð. Árið 1907 gift- ist Hannes Ólöfu Johannsdótt- ur, ágætis konu, vel gefin, með frcunúrskarandi dómgreid á öll- um sviðum. Hún var manni sín- um stoð og stytta á öllum svið- um í lífs baráttunni. Þau hjón bjuggu í Grunna- vatnsbygð átta ár og farnaðist vel. 1913 brugðu þau búi, seldu jörðína og allar skepnur og bú- slóð, og fluttu vestur til Van- couver, B. C. Þau vildu reyna lukkuna á öðrum sviðum, og víð- tækari tækifærum. Þegar vestur kom leist þeim betur á að setjast að í norður Vancouver, þar var alt greiðfærara og talsvert hag- lendi fyrir skepnur. Hannes fór -á mis við alla skólamentun nema það sem hon- um var kent í heimahúsum af foreldrum sínum, en það fór með hann eins og marga aðra óment- aða menn, það braust út það sem í honum bjó, hann var vel hagur á trésmíði og járn, og leitaði sér talsverðar þekkingar á þeim sviðum, svo það varð engin þröskuldur í vegi hans að bygja yfir sig í Vancouver. Hann reisti sér strax hús og fjós, og keypti sér nokkrar mjólkur kýr af góðu kyni, og setti upp mjólkursölu þar í bæn- um og farnaðist vel. Eftir átta ára mjólkursölu-búskap í North Vancouver, kendi hann svo mik- illar gigtveiki eökum hine raka loftlags, að hann fann sig knúð- an til að hætta mjólkursölunni. Hann varð að komast í þurrari lofslag—og hvert skyldi nú halda. Æskustoðvarnar voru honum svo kærar, að þær drógu huga hans í áttina heim aftur og ekkert annað, en að komast til baka til Nýja íslands. 1921 komu þau hjón til River- ton og setjast þar að, og hafa átt heima þar í tuttugu og níu ár samfleytt, að haustinu 1950. Þá misti Hannes Ólöfu konu sína, og fann ekki fært að lifa þar ein samall sökum lasleika og lífs þrekið að fjara út. Svo hann sá sitt bezta var að fara til systur sinnar, Sigríðar J. Johnson, í grend við Arborg, og var þar tií húsa nærfelt í tvö ár. Hjarta sjúkdómur er hann átti við að stríða undan farin mörg ár, yfirbugaði hann mánudaginn 11 .ágúst 1952. Hann var jarð- sunginn frá Lútersku kirkjunni við Riverton, og grafin í graf- reitnum þar af séra Sigurði Ólafssyni. Þau hjón eignuðust eina dótt- ir, Kristjönu Thóru, gift Jónasi Nelson, búset í Backoo, North Dakota. . Syskini og barnabörn Hannes- ar eru: Sigríður Júlíana John- son, Arborg, Man.; Guðbjörg Stefanson, Winnipeg; Katrín Theodora, Stony Hill, Man.; Flovent Bergman; og Daði Kristens búsett að Stony Hill og búa á gamla landnáminu þar Eins og eg gat um hér að fram an, hefði Hannes farið á mis við skólagöngu og alla mentun, hér ienda sem er ævinlega mikill skaði fyrir hvern sem er. Hann átti mikið bókasafn, og aflaði sér þekkingar á ýmsum sviðum, og þegar hann gat ekki lesið lengur fyrir sjóndepru, þá tók hans góða kona við og las alt sem hönd á festi fyrir mann sinn. Hún var framúrskarandi bókhneigð og þar afleiðandi studdi mann sinn á þeim sviðum, til þess síðasta. Hannes var prúðmenni í fram- göngu og lét sig lítið skifta um annara framferði; en hjálpsamur var hann á sama máta og kona hans, er mögulegt var að hjálpa. Var það gert með góðvild og drengskap. Hannes var listfeng- ur maður og hafði mikin smekk fyrir prýði og fallegt útlit á öllu sem hann gerði. Heimili hans við Riverton ber vott um smekkvfísi á háu stigi þegar tekin er til greina fallegi garðurin í kring- um húsið sem er hreinasta snild, og mörg trén, sem voru ævinlega svo vel “trimmuð” af góðri þekkingu á þeim sviðum. Við samferðafélagar hans í þessum efnisheimi þökkum hon- um fyrir góða samfylgd og hafi MESSUR og FITNDIK 1 kirkju Sambandssaínaðcj Winnipeg Prestur, sr. Philip M. Pétursson Ph.B., B.D. 681 Banning 8t. Sími 34 571 Messur: á hverjum sunxr’iclegi Kl. 11 f. h. á ensku Ki. 7 e. h. á íslenzku. Saí nuóarnetndin: Fundir 1. fimtudag hvers rnánaðar. Kjulparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveid í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu Ungmennafélagið: — Hvert fimtudagskveld ki. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mlð vikudagskveld kl. 6.30 Söngœíingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu dagskveldL Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldl, Sunnudagaskólinn: A hverjutn sunnudegi, kl. 12.30. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU hann heiður fyrir alt sitt starf í þágu mannfélagsins sem hann lifði í, við virðum minningu hans sem ljóðelskandi manns, með mikinn fegurðarsmekk á blómum og öllum gróðri, trjám og landslagi náttúrunnar. Blessuð sé minning hans: 1 nafni Krists vér kveðjum þig, tneð kærleik, von og trú. Frá góðs manns starfi (grátum ei!) f Guði sefur þú. (Matth. Jochumsson) S. S. J. Þetta Nýja Ger Verkar Eíns Fljðtt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Þarf engrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmanrís Fast Rising Dry Yeast heldui sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðarforða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri 1 °bum forskriftum. Vinnur tafarlaust, er fljóthefandi- Að leysa upp. (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp ýel eina teskeið al sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldnð í það dry yeast. Látið standa 10 miínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeii" lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmanrís Fast Rising Dry Yeast. °1 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast Sendið engin meðöl til Evrópu þangað til þér hafið fenglð vora nýju verðskrá. Þegar þjáningar gera vart við sig. Við fyrstu (ilkenningar g i g t a r- verkja notið Templeton’s TRC’s. — Yfir ein miljón TRC’s notaðar á hverjum mánuði, til skjótrar linun- ar þjáninga, er orsakast af gigt, liðagigtar, bakverkja og annara gigta-þjáninga. — Því að þjást ónauðsynlega? Hafið TRC’s ávalt við hendina, og notið meðalið skjótlega, er þörf gerist. Verð ein- ungis 65 cent, í lyfjabúðum $1.35. T-842 Skrifið eítlr lilnni nýju 1953 voröskrá. sem nú cr » laktelnuin. Verð hjá oss er mlkhi ÍieKra en annars staðar í Cnniuln. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c<grammið Scnt írá Kvi-ópu mn víða vcröld. jafnvel atistnn Júrntjaldslns. — PóstRjald innlfalið. STARKMAN CHEMISTS 403 DT.OOR ST. WKST TORONTO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.