Heimskringla - 25.02.1953, Síða 2

Heimskringla - 25.02.1953, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. FEB. 1953 ífcímskrinpla (StofnuB 1SI8) lamai út á hverjum miðvikudegi Elsrendur THE VTKING PRESS LTT) 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirlram Allar borganir sendiat: THE VIKING PRESS LTD öll viöskiftabréf blaOinu aPlútandi sendist: rhe Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOP HETMSKRINGLA. 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 25. FEB. 1953 Skattar átumein Arið 1938 námu allir skattar, sem á þjóð þessa lands voru lagð- ir—þ.e. af Sambands-fylkja—og sveitastjórnum—20% af tekj- um íbúanna. Á ný-liðnu fjárhagsári.námu skattarnir orðið 33%. Er Canada þjóðin með því hæst-skattaða þjóðin í öllum heimi. Ástæðan fyrir því, að sumum virðist þetta dulið, er sú, að þeir eru ekki áhorfendur að því, hvernig skattarnir eru af þeim reyttir. Ýmist er aðferðin sú, að vinnuveitandi dregur hann frá kaupinu viku- eða hálfsmánaðarlega. En með því er ekki gott að gera sér hugmynd um hvað skatturinn er mikill á ári. Þá eru aðrir skattar fólgnir í verði vörunnar. Eru þeir einnig illgreinanlegir. Fæstir sígarettu “reykháfar” hugsa út í að þeir greiða sambandsstjórninni 22 cents, af hverjum smápakka (20 vindlingum) og reyki þeir einn pakka á dag af þeim, fara 80 dalir af kaupinu á ári til hinnar góð- gerðasömu liberal stjórnar. Vegna þessara leyndu skatta, eru þeir fáir sem gera sér grein fyrir, hvað mikið af ávexti vinnunnar er frá þeim tekið. Vér höfum oft sagt við menn, að hver maður, kona eða barn í Canada greiði $430 á ári í skatt, eða hver fjölskylda um $1700 (verð nýs bíls), og þeir hafa tekið til að sannfæra oss um, að þeir viti vel að þeir hafi aldrei greitt þennan skatt, það hljóti einhverjir aðrir að gera. Satt er það að sumir greiða meira og aðrir minna, en þetta meðal-tal En þeir eru ótrúlega margir sem skatt greiða. Kaup er hátt, eða frá $2,000 — $5,000 á ári í Canada. Er haldið fram að frá mönnum úr þessum kaupflokki sé mikið af sköttum landsins greitt og að í eina klukkustund af hverjum þremur, vinni þeir því fyrir stjórnirnar. Er mikið lengra hægt að ganga í skatta álagningu? Þetta ofanskráða kemur manni ósjálfrátt í hug, um leið og kunngert er, að nú ætli sambandsstjórnin að fara að létta sköttum á íbúum Canada. Oss er sagt, að á tekjuskattinum einum nemi hún 87 miljón dölum, sem er auðvitað aðal skattlækkunin. En hvað er það af hinum miklu tekjum sem nema vel 4*/» biljón daia? Ógiftur verkamaður með $2,000 kaupi greiddi á síðast liðnu ári $37 í skatt, Nú greiðir hann $36. Hann græðir rúm 2 cent á viku af þessari tekjuskatts-lækkun, ef hún á að gilda fyrir alt fjárhagsárið, en seinni fréttir gefa í skyn, að hún geti orðið alt að því helmingi meiri á síðara helmingi ársins! Liberalar hafa oft gripið til kómiskra láta til að auglýsa hug- arfar sitt til fátækrar alþýðu fyrir kosningar. En það hefir sjaldn- ast báglegar tekist, en með skatt-lækkuninni, sem þeir gerðu á síð- ustu stundu á áætlunar reikningi komandi árs stjórnarinnar. Beri sú skattlækkun nokkuð með sér, er það fremur bending um það, en nokkuð annað, að af liberalstjórn sé engrar skattlækkunar að vænta. 34. ÞJÓÐRÆKNISÞING ISL. í VESTURHEIMI Frh. frá 1. bls. fá þessar hljómplötur í stórum stíl hingað vestur. Reynzlan sannar, að þær seljast hér vel Enda þót{ útgáfan á Sögu fs- lendinga í Vesturheimi sé ekki lengur á vegum þjóðræknisfé-j lagsins, þykir ástæða til að geta' þess, í þessu sambandi að það; fyrirtæki er nú í höndum Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins í Reykjavík. Hafa þeir látið prenta fjórða bindi þessa verks, og mun hið fimmta, og væntan- lega það síðasta, nú vera í und- irbúningi. Sem kunnugt er, hefir dr. Tryggvi Oleson, vara-forseti þjóðræknisfélagsins verið ráð- inn til að lúka þessu verki. Þá er enn eitt, sem ber að nefna, en' það eru fréttaþættir þeir, sem íslenzka Ríkisútvarpið sendir vikurlega til blaða okkar hér. Er það íslendingum hér vestra gleði efni að fá þannig stöðugar frétt- ir austan um haf; vottar félagið Ríkisútvarpinu þakkir fyrir að senda þessar fréttir, og sömu- leiðis vikublöðum okkar hér þakkir fyrir að birta þær. Útbreiðslumál-Fræðslumál Meðlimir stjórnarnefndar hafa tinnið að útbreiðslumálum félags ins á þessu tímabili, eftir því sem tími og ástæður þeirra hafa leyft. Hefir félaginu, og nefnd- ínni bæzt óvenjulega athafna- mikill maður á þessu sviði, þar sem prófessor Finnbogi Guð- mundsson er. Hefir hann set nýtt met í ferðalögum og fræðsluerindum sem hann hefir' flutt á þessu tímabili. Hefir hann haldið, eða sótt samkomur á eftirgreindum stöðum: Baldur, Glenboro, Vogar, Gimli (tvisv | ar), Árborg, Geysir, Riverton, i Brown, Mountain, Leslie, Wyn | yard, Blaine, Silver Lake, Wash ! og Hecla. Á fjórum stöðum tal aði hann í tilefni af íslendinga- deginum. Þá kómu þeir prófess- orarnir, Finnbogi of dr. Tryggvi Oleson, ásamt Heimi Thorgríms | syni fram á samkomu á Lundar j og í Árborg; fluttu þeir erindi á þessum stöðum ,og sýndu kvik mynd “The Northern Story” sem Sendiráðsskrifstofan Washington, D. C., lánaði. Va^ mynd þessi einnig sýnd í Van couver, B. C., vegna milligöngu séra Eiríks Brynjólfssonar þar í borg, og sömuleiðis var hún sýnd hér í Winnipeg. Ennfrem- ur átti prófessor Finnbogi til við menn um þjóðræknismál í Saskatoon, Sask., Markerville, Alta, Calgary, Alta., Vancouver, B. C., og Bellingham, Wash. Þá hefir dr. Áskell Löve, prófessor flutt fróðleg erindi og sýnt fall- legar myndir frá íslandi hér í Winnipeg, í Brown, Man., og ef til vill víðar. Þá hefir dr. Richard Beck, prófessor í Grand Forks, og fyrrverandi forseti félagsins ekki setið aðgerðarlaus um um-j breiðzlu og fræðslumál okkar á þessu tímbaili. Dugnaður hans.j áhugi og atorka, er, sem kunn- ugt er, með fádæmum. Mun þetta vera tuttugasta þjóðræknisþing- ið sem hann hefir sótt og setið. Afstöðu sinnar vegna hefir hann getað unnið sín kynningrastörf á víðara vettvangi en okkur hin- um er unnt. Síðan þing var hald- ið síðast hefir hann flutt kveðj-j ur félagsins, meðal annars, á um-j dæmisþingi Sambands norskra bræðralags og þjóðræknisfélaga í Fargo ,N. Dak., og á fjölmennu og allsherjarþingi sama félags-j skapar, (Supreme Lodge, Sons of Norway), í Minneapolis. —1 Hann var einn ræðumanna á lýð- veldishátíðardeginum að Moun-J tain, N. Dak., aðalræðumaður á landnámshátíð Norður Nýja ís-j lands að Hnausum, og flutti minni íslands í ljóoi á íslend- ingadeginum á Gimli. Hann hef- ir einnig, á umræddu tímabili haldið ræður um norræn efni á fjölsóttum samkomum norskra; byggðarlagafélaga í N. Dak., og| Minnesota; ennfremur útvarpaði hann frá útvarpsstöð Ríkishá- skólans í Grand Forks ræðu um Leif Eiríksson, var aðalræðu- maður á 10 ára afmælishátíð Vik ingafélagsins hér í borginni (The Viking Club), flutti fyrirlestur um ísland á fundi menningarfé- lagsins “Fortnightly Club”, í Grand Forks, og fyrir nokkrum dögum fyrirlestur um íslenzk blöð og blaðamennsku á allsherj ar samkomu kennara og nem- anda í Blaðamennskudeild Rík- isháskólans í Norður Dakota. Ennfremur hefir dr. Beck á um- ræddu tímabili, birt fjölda af greinum og ritdómum um ís- lenzkar bókmenntir og menning- armál í íslenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins, og ritað um norræn efni í ýms blöð og tímarit í Bandaríkjunum. Forseti hefir talað máli félags- ins og flutt erindi um íslenzk efni á nokkrum stöðum á þessu tímabili. í október í haust átti hann tal við stjórnarnefndir deildanna á Kyrrahafsströnd- inni, í Vancouver, Blaine, og Seattle. í Seattle flutti hann er- indi að tilhlutun deildarinnar þar. Einnig flutti hann erindi á mjög fjölsóttri og glæsilegri samkomu Leifs Eiríkssonar fé- lagsins, og seldi þar nokkur ein- tök af Tímaritinu, með aðstoð Valdimars Björnssonar, ríkisfé- hirðis í Minnesota, sem þá var staddur í heimahögum sínum. Einnig hefir forseti komið fram á nokkrum stöðum öðrum, og á samkomum og samsætum hér heima fyrir í nafni félagsins. Ritari félagsins, frú Ingibjörg Jónsson, hefir unnið mikið og gott starf á árinu, bæði sem skrif ari félagsins, en einkum þó sem ritstjóri hinna vinsælu kvenna- dálka í Lögbergi. í ritgerðum sínum hefir hún komið víða við, og nú nýlega ritaði hún allýtar- lega grein um þjóðræknismál okkar, hin ýmsu félög okkar, samband þeirra sín á milli, og sameiginleg áhugamál og tak- mark. En þótt þeir, sem að ofan greinir, og margir aðrir, hafi unnið vel og dyggilega, hver eft- ir getu sinni og ástæðv.m, að út- breiðslu og fræðslumálum í þágu hins íslenzka málstaðar, liggja mörg störf á þessu sviði óunnin að mestu, og sums staðar eru ónumin lönd, sem yrkja mætti. í fyrravetur kom ungur íslenzkur læknir, Björn Jónsson, þá búsettur á Baldur, Man., með all-nýstárlegar tillögur inná Fróns-fund hér í bænum. Vildi hann láta hefjast handa um ensk ar þýðingar á íslenzkum úrvals- bókmenntum, útgáfu nýs tíma- rits sem helgað væri bókmennta- legum efnum, útáfu íslendinga- sagna hinna fornu í framhalds- myndasögum; einnig taldi hann æskilegt, að ísl. vikublöðin tækju upp þann hátt að prenta úrvals frumlegar skáldsögur ís- len/kar í stað hinna þýddu reyf- ara, sem löngum hafa birzt í dálk um þeirra. Var nefnd skipuð á Frónsfundi'til að athuga tillög- ur læknisins, og leggja fram álit sitt. Nefndin hefir átt tal um þetta mál, og komist að þeirri niðurstöðu, að hér væri um svo yfirgrips mikið mál að ræða ,að heppilegast væri, að það kæmi fyrir þann eina mannfund sem nálgast það að geta heitið alls- herjar þing íslendinga hér vest- an hafs, fremur en fyrir eina deild félagsins. Nefndin vill taka það fram, að hún er fram- sögumanni sammála um, að hér sé um mikilsvarðandi mál að ræða, sem sé þess vert að það sé athugað gaumgæfilega. Um leið skal á það bent, að vísir er nú þegar til að ýmsu af þessu, sem hér er bent á. Allmikið er þegar til af enskum þýðingum á ís- lenzkum ljóðum og sögum, en þetta lesmál er dreift, óaðgengi- legt, og í fárra manna höndum. Ef þjóðræknisfélagið sæi sér fært, mætti ef til vill gefa út einskonar Sýnisbók íslenzkra bókmennta á ensku. The Iceland ic Canadian Club hefir um . ! margra ára skeið gefið út mjög fróðlegt vandað og vinsælt tíma- rit á ensku, sem er helgað íslenzk um málum. Virðist sem tímarit þetta fullnægji þörfinni um tímarit á ensku, eins og sakir standa. Annað íslenzka vikublað ið (Lögberg) er nú þegar tek- ið að prenta góða íslenzka skáld- sögu, sem tekur mjög fram að efni og orðfæri þýddum neðan- málssögum, og munu margir lesendur blaðsins þakklátir fyr- ir þessa nýbreytni. Þá er eftir hugmyndin um frekari þýðingar á islenzkum bókmenntum, og framhaldsmyndasögurnar. Til hvors tveggja þarf verulega lista menn, fyrir hið fyrra listamenn máls og stíls á tveimur tungu- málum, og fyrir hið síðara hug- sjónaauðugan og handlipran fagmann, sem er til þess fær að túlka anda og efni hinna fornu hetjusagna þannig að þær verði aðgengilegar fyrir listasmekk lesandans. Þegar svo þessir fag- menn eru fundnir og fengnir, þarf fjárráð eilítil til að kosta þessi fyrirtæki. Ef til vill væri viturlegt, að þetta þing kysi nefnd til að athuga þetta mál.j frá öllum hliðum. Til fræðslumála má telja margt sem unnið hefir verið, og unnið er í þessu félagi. Þar til-j heyrir kennarastóllinn í íslenzku við fylkis-háskólann hér, þessi glæsilegi draumur, sem nú er orðinn að veruleika, sem æ meiri vonir standa þó til. Þá má einnig nefna lestrarflokka þ.a.m. í íslenzku, sem prófessor Finn- bogi skipulagði og veitir for- stöðu, bæði í sambandi við kvöld námsskeið Háskólans, og nokkru síðar á Gimli. Eru þessir lestrar- flokkar vel sóttir á báðum stöð- unum og veita fólki mikla á- nægju og fræðslu. Þá má heldur ekki gleyma íslenzku kennslu barna, sem um margra ára skeið var veitt í svo nefndum Laugar- dagsskóla. Á síðari árum varð það ljóst, að því fyrirkomulagi varð að breyta, því að þrátt fyrir góða kennslukrafta fór aðsóknin sífellt þverrandi. Nú í vetur hef- ir það tekist, fyrir framtakssemi prófessor Finnboga, að koma þessu starfi í nýtt og betra horf. Er nú kennsla veitt í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, á milli kl. 11 og 12 á sunnudögum. Að- sókn að þessum barnaskóla hefir verið langt um vonir fram, ná- lægt 50 börn hafa komið suma dagana. Búist er við að svipuð starfsemi hefjist í kirkju Sam- bandssafnaðar innan skamms.; Góðir Kennslukraftar hafa feng- izt, og má nú segja, að þetta mál sé vel á veg komið. Nokkur skort ur mun þó enn vera á kennslu-J tækjum, svo sem stafrofskver-, um og léttum lesbókum. Ein-’ hverntíma koma væntanlega — “linguephone” plöturnar á ís-! lenzku, sem prófessor Stefán Einarsson er nú að semja tekst-j ana að. Verða þær kærkomnarj öllum þeim ungu, sem læra vilja íslenzka tungu. Útgáiumál Útgáfumál félagsins snúast nú einkum um Tímaritið og út- breiðslu þess. Þetta mál var mik- ið rætt a síðasta þingi, og loks samþykkt tillaga þess efnis, að meðlimagjald félagsmanna skuli hækkað úr einum dollar í tvo, að meðtöldu Tímaritinu. Enn- fremur var samþykkt að 50 cent af þessum $2.00 skuli ganga til deilda, þannig fá menn Tímarit- ið og félagsréttindi í þjóðrækn- isfélaginu fyrir $1.50 á ári. Er auðsætt, að tekjur félagsins af slíku útgáfufyrirtæki eru alls engar. Hins vegar myndi með öllu ókleift að gefa ritið út, ef því væri ekki fleytt með auglýs- ingum, sem í sjálfu sér eru bein gjöf. Þetta er vandræða búskap- ur og er félaginu með þessu bundinn fjötur um fót. Er til- gangslítið að gera samþykktir á þingum um fjárfrekar fram- kvæmdir, ef um leið er alltaf sunginn sálmurinn um það hvað við séum fáir, fátækir og smáir, með undirspili galtómrar fjár- hirzlu. Var iyrr í þessari skýrslu vik- ið að útbreiðslu Tímaritsins á íslandi. Hún hefir ávallt verið nokkur, en á síðari árum hefir hún farið minkandi, vegna ó- reiðu, sem virðist hafa verið á útsending ritsins til kaupenda og á innköllun gjalda. Nú vildi svo vel til, að Gísli Jónsson, rit- stjóri Tímaritsins, brá sér til fslands í fyrra sumar, og kom hann þá nýrri og góðri skipan á þessi mál, með aðstoð nokkurra áhugamanna í Þjóðræknisfélagi fslendinga í Reykjavík. Tók Sigurður Sigurgeirsson banka- ritari, sonur Sigurgeirs biskups, að sér afgreiðslu ritsins á ís- landi. Er það mál þannig komið í góðs manns hendur. Á Gísli þakkir t.kilið fyrir framtakssemi sína, og heppilegar ráðstafanir sem hann gerði, félagsins vegna, í hpRRn máli Afmæli skáldanna Stephans G. Stephansonar og Gests Pálssonar Á síðasta þingi var samþykkt áskorun til stjórnarnefndar fé- lagsins um að beita sér fyrir þvi að aldarafmælis Stephans G. Stephansonar skyldi minnst með sem víðtækustum og virðuleg- ustum hætti. Nefndin hefir fjall að um þetta mál, og mun það nú aftur koma fyrir þetta þing. Þess má geta, að ungmennafélag nokkur á íslandi, eru að beita sér fyrir því að skáldinu verði reistur minnisvarði í fæðingar- sveit sinni í Skagafirði; og er hugmyndin að minnisvarðanum verði komið upp á þessu ári. f þessu skyni hafa verið mótuð minnismerki úr silfri sem hafa verið seld víðsvegar á íslandi, og einnig hér, þessu máli til stuðnings. Hefir dr. Richard Beck ritað um málið, og haft umsjón með minnismerkjum þessum. Munu þessi merki nú til sölu hjá Davíð Björnssyni bók- sala hér í bænum, og ef til vill fleirum. Aldarafmælis Gests Pálssori- ar, skálds, verður minnzt með samkomu, sem sérstaklega er helguð honum og áætlað er, að fari fram í lok þessa þings. Nýtt félag Eins og þegar er kunnugt, er nú myndað nýtt félag með æsku- lýð af ísl. ættum hér í borginni. Kennir félagið sig við Leif Eir- íksson, og er skipað stórum hóp hins efnilegasta fólks. Var þessi hreifing hafin undir forustu Walters J. Lindal dómara, sem nú er forseti Icelandic Canadian Club, og einnig heiðursforseti þessa nýja félags. Enda þótt þetta nýja félag sé formlega ó- háð hinum eldri félögum meðal íslendinga, stendur það þó á sama grunni og þau, og hefir hliðstæð áhugamál og stefnu- skrá. Þjóðræknisfílagið óskar hinu nýja félagi velfarnaðar, og hyggur gott til samvinnu við það í framtíðinni. Onnur mál Önnur mál, auk þeirra sem hér hefir verið vikið að, koma vafa- laust til umræðu á þessu þingi. Það er svo margt, ef að er gáð, HREINSAR MESTU FITU OG ÓHREININDI MEÐ ÁHRIFAMIKILLI GILLETT'S LYE lR jlflilÍlíiUJlílii brögðum! HID ÓDÝRASTA, áhrifamesta hreinsunarefni, sem framleitr hefir verið, til að vinna á fitu- óhreininum. Hvar sem er um mikla hreingerningu að ræða á heimiJuni og bújörð- um, niun reynslan sýna yður að Gillett’s Lye fljóta “Eins-tveggja” hreinsun léttir verkið. Si£* FYRSTA Gillett’s Lye drekkur í sig alla fitu og hreinsar burtu úr rifum og sprungum . . . alt, sem þvegið er, verður hreint og heilnæmt. Já, Gillett’s Lye vinnur fyrir yðttr og cyðir öllum fitutegundum. ANNAÐ Fitan, scm þér hreinsið, tekur efnabreytingu í blöndun vjð Gillett’s Lye og myndar sápuefni! Gíllett’s Lye hreinsar ekki einungis fitu en gerir alt hreint með mjúkri freyðandi sápu! Þvf meiri fitu, sem þér þvoið, þess meiri sápu framleiðir Gillett’s Lye fyrir yður! Notfærið yður Gillett’s miklu Eins’tveggja aðferð. Notið Gillett’s Lye til hreinsunar á öllu ósléttu viðarverki, steinum, tígul- steinum (ekki aluminum). Ódýrasta og bezta fituhreinsunarcfni. sem er fáanlegt.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.