Heimskringla - 25.02.1953, Page 3

Heimskringla - 25.02.1953, Page 3
WINNIPEG, 25. FEB.M953 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA sem gera þarf. Um fram alt: Það þarf að herða á sókninni á öllum sviðum starfsmála okkar. Með- limatala félagsmanna þarf að aukast að miklum mun. Áhuga- menn okkar deyja árelga, sem aðrir menn, eða hverfa frá störf- um fyrir elli sakir eða hrum- leika. Of fáir gefa sig fram til að fylla skörðin. Mörg hundruð fslendinga á dreifingunni miklu um alla þessa heimsálfu myndu fagna því, að fá Tímarit okkar > hendur, ef einhver benti þeim á að það væri til, og að það er sama sem gefið. Mikill fjöldi ís- lenzkra kvenna eru giftar am- erískum mönnum, og húsettar út um aila Ameríku. Vísast hafa þær, margar hverjar, lítil sam- bönd við þjóðbræður sína. Hvers vegna ekki að reyna að ná sam- bandi við þessar konur, og fá| þær til að gerast áskrifendur að blöðum okkar og Tímariti fé- lagsins? Deildir félagsins, víðs vegar, þurfa að safna kröftum, og sums Staðar þarf blátt áfram að vekja þær aftur til starfs og dáða. I>að Iþarf að hressa upp á bókasöfnin, og gera bókakost þeirra fjöl- breyttari. Það þarf að stuðla að því, að sú eina islenzka bóka- verzlun, sem er til hér vestan 'hafs, geti haldizt við sómasam-| lega. Það þarf að treysta betur^ menningartengslin við fsland með ýmsum ráðum, og efna, ef| unnt er, til mannaskipta í stór-| um stíl. Öll félög, a.m.k. hér í| Winnipeg og nágrenni þurfa að Sera sitt ýtrasta til eflingar. kennarastólnum í íslenzku hér^ við Háskólann, einkum í því að afla honum nemenda, og auka hróður hans á allan hátt. Hér þarf ,á sínum tíma, að rísa sam- komuhús og félagsheimili, sam- boðið sögu okkar og eðli íslend- inga. Það þarf að útvega hæfi- legt húspláss fyrir ýmsa verð- mæta muni félagsins, sem sumir ^ggja undir skemmdum í kjall- ara hú&sins, sem eitt sinn var kent við Jón Bjarnason, en sum- ir eru í vörzlun minni, og ný- lega afhentir mér af fyrirrenn- ara mínum i forsetaembætti, sr. Philip M. Péturssyni.. Við þurfum sjálfir að vakna til meðvitundar um þann regin-j sannleika, að þetta félag getur' því aðeins lifað og unnið að þvíi marki, sem það hefir stefnt að °g starfað fyrir í meira en þrjátíu ár, ef við, meðlimir þess °g velunnarar, gerum okkurj Srein fyrir breyttum aðstæðum frá því sem áður var, og leggjumj fram verulegar fórnir, í fé ogj kröftum, því til framdráttar. Við. toi>£v.m lyft Grettistökum áðurj, Vlð eigum enn nóga dáð og1 drengskap til að gera slíkt hið' sama nú. Vil eg svo leyfa mér að endai þessa raeðu með því að tilfæra hin fögru orð, er hinn látni for- seti Islands, herra Sveinn Björnsson, mælti til okkar á tuttugu og fimm ára afmæli fé-j lagsins. Eg vona að þau séu enn 1 góðu gildi: “Eg sé í huga mínum fjölda á- gætra Vestur fslendinga streyma úr mörgum áttum, suma um lang atl veg til ársþings félagsins. Pað eru hvorki vonir um glys, veraldar auö né eitthvað annað, Sem í askana verður látið sem draga ykkur til þessa fundar. Það er taug sem er miklu dýr- tnætari. Hún er sprottin af sama toga, sem sú hin ramma taug er f*kka dregur, föðurtúna til.” "t>ið hafið gert ísland stærra, j °S verið okkur fslendingum hér heima til heilbrigðrar áminning- ar um skyldu okkar við þjóðleg verðmæti. Þetta hlýjar okkur um hjartarætur.” Göngum þá heil til starfa. — ^egi hjörtun verða hlý, og vilj- lrm stæltur til dáða á þessu þrít- ugasta og fjórða ársþingi Þjóð- r*knisfélags íslendinga í Vest- Urheimi. Séra V. J. Eylands, forseti Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “f Guðs nafni hættu þessum lygum, þú veizt vel að eg trúi þeim ekki; Eg skal greiða tíu þús und mæla hveitis . . .” “Fimmtíu þúsund, lávarður minn . . .” “Tuttugu, segji eg. Sextíu gripi . . .” “Eitt hundrað, lávarður minn . . .” “Áttatíu, og eg vildi óska að fjandinn léti alla gripina drepast úr einhverri pest, undir- eins og þínar skitnu hendur snert^ þá. Fjögur hundruð kindur .... “Fimm hundruð---------” “Eg segi tuttugu þús. mæla af hveiti, átta- tíu gripi, fimm hundruð alifugla, og heldur skal eg fara til vítis með þér og þínum líkum, en að láta meira af hendi við þig”. “Og, göfugi lávarður, eg get fullvissað yð- ur um, að ef viðskifta vinir mínir fá ekki fimm- tíu þúsund mæla hveitis, eitt hundrað gripi, fimm hundruð kindur og átta hundruð alifugla lána þeir alls ekki peningana.” Þetta var áreiðanlega hið herfilegasta öng- þveiti. Bilesky þarfnaðist peninganna ákaflega mikið, og hinn illræmdi Gyðingur var sauðþrár. Það leit sýnilega svo út, að aðalsmaðurinn myndi þurfa að láta undan okraranum. Það var svívirðilegt vissulpga, og fáheyrt með hinum liðnu kynslóðum, þegar þessir ræflar töldu það heiður og hina mestu náð, að fá að lána hinum göfugu aðalsmönnum peninga sína, þegar þeir þurftu þess. “Sjáðu nú til, þorparin þinn”, ákvað Bi- lesky að síðustu. “Eg hefi gefið þér mitt fulln- aðarsvar viðvíkjandi vöxtunum. Taktu nú boði mínu, og farðu í friði. En haldir þú þér við þessar okurrentur, og krefst þeirra vægðarlaust, og þar sem eg verð að fá peningana, þá skal eg greiða þessar prósentur, en þá læt eg þig líka í hendur böðla, sem hýða þig rækilega áður en þú ferð út úr þessu húsi. Taktu nú hvorn kost- inn sem þér líkar; Viltu sætta þig við tuttugu þús. mæla af hveiti, áttatíu gripi, f jögur hundr- uð kindur og fimm hundruð alifugla, eða ekki?” “Eg krefst fimmtíu þús mæla hveitis, yðar hágöfgi”, endurtók Gyðingurinn með hægt, — “eitt hundrað gripi, fimm hundruð fjár og átta hundruð alifugla. . .” “Og hýðinguna þá ?” Gyðinginn setti hljóðan, og hann leit á hinn höfðinglega aðalsmann eitt augnablik. Já, hann var hár og kraftalegur; drambið skein úr augum hans, og hann bar sig vel og frjálslega. Bilesky var persónugervingur þess kynflokks, sem um aldaraðir hafði misþrymt, svívirt og kúgað Gyðingana, neiíað þeim um allan mann- legan tilverurétt, farið ver með þá en nokkurn hund eða flæking. Var hinn fyrirlitni, þjáði kynflokkur að vakna og krefjast mannréttinda, á síðari helm- ingi nítjándu aldarinnar? Myndi hinn kúgaði lýður, vopnaður með auði, þolinmóðlega sam- andregnum, rísa upp á móti hinum sóunarsömu, óhyggnu kúgurum sínum; myndi gullforði Gyðinganna ekki bráðlega ná völdum og yfir- ráðum yfir jafnvel þessum blómlega aldingarði, Ungverjalands sléttunni? Eins og í draum- leiðsiu þreifaðí Gyðingurinn á gatslitnu blett- unum aftan á úlpunni sinni; þeir sýndu ljós- lega, að hann var því ekki óvanur að komast í tæri við stórbrotna, fokreiða aðalsmenn, og böðla þeirra; hann laut höfði með hægð. “Já, með hýðingunni, allra náðugasti lá- varður”. Bilesky hló hjartanlega. öll reiði hans var horfin. Þar sem hann átti von á þeirri skemtun, að sjá Gyðingnum misþrymt, fanst honum hann ekki hafa borgað of hátt verð fyrir þá góðu skemtun. Rosenstein hneppti frá sér hinni slitnu úlpu sinni, og tók tvö stór skjöl upp úr brjóstvasa sínum, fletti þeim í sundur og lagði þau á borðið. “Hver fjandinn sjálfur er þetta?” spurði Bilesky. “Vill yðar hágöfði gera svo vel og skrifa undir þessi skjöl? Það er aðeins viðurkenning fyrir skuldinni, °g trygging fyrir því að vaxta- féð verði greitt”. Bilesky var orðinn svartur í framan af reiði. Samvizkulausi hundurinn þinn, eru ekki drengskapar-loforð ungversks aðalsmanns nægi leg viðurkenning? Hvað geta þessir grútugu blaðsneplar þröngvað mér til að gera, ef minn eiginn drengskapur knýr mig ekki til að standa við orð mín?” “Lítið þér nú á, herra lávarður”, sagði Gyð- ingurinn í mjúkum og mildum rómi, til þess a sefa reiði hins, “Það er ekki mín vegna, við- skiftavinir mínur krefjast kvittunar af mér, _ þeir eru ekki vanir viðskiftum við heiðarlega aðalsmenn, eins og yður.” Gyðingurinn sagði þetta í dálitlum kald- *•' hæðnistón, og úr bláu, dauflegu augunum skein j hatur og illgirni, þegar hann festi þau andar j j tak á Bilesky, sem samt sem áður tók hvorki eftir tillitinu eða raddblænum. “Þú skalt verða neyddur til þess að éta svínakjöt fyrir þessa bölvuðu ósvífni”, sagði hann um leið og hann hrifsaði skjölin. Hann lét ekki svo lítið að líta yfir samningana, þar sem slík breytni hefði bent á þékkingu í kaupsýslu og viðskiftum, og hefði því verið gersamlega ósamboðin svo göfugum afkomanda Bilesky- ættarinnar, er átti sinn þátt í því, að Matyas! konungur komst til hásætis og valda. Með stór-l um, og dálítið skjálfhentum skólastráks-skrift-j ardráttum, rispaði hann nafnið sitt undir skjöl-1 in án frekari mótmæla. Hann hafði komið auga á hið úttroðna ó-j hreina peningaveski, er stóð upp úr vasa Gyð- ingsins. “Og nú kemur þú með peningana”, sagði hann og kastaði pennastönginni frá sér, j “og síðan sú ánægja að sjá þjóna mína gefa þér þá mestu flengingu sem þú nokkurn tíma hefir j fengið á allri þinni hundsfæddri æfi.” Gyðingurinn leit yfir bæði skjölin vand- j lega, og þerraði hina knounglegu undirskrift með fínum sandi, því næst braut hann þau sam- an, og stakk þeim í vasa sinn. Bilesky var farinn að sýna á sér óþolin- mæði; hann saug skrautlegu pípuna sína með köflum, og leit löngunarfullum augum til rað- anna af stöfum og svipum, er prýddu einn vegg salsins. Auðsjáanlega fannst honum að ánægjan af að horfa á Gyðinginn kvalinn með einhverju þessara tækja vera þess virði að bíða ögn eftir því, og sagði ekkert um stund meðan Rosen- stein taldi tvö hundruð og fimtíu bankaseðla, þúsund florins í hverjum, með sínum óhreinu! fingrum í lófa hins ættgöfga lávarðar. “Hvenær”, bætti Gyðingurinn við “sem1 yðar hágöfgi þarfnast minnar þjónustu, skal j það veita mér hina mestu ánægju að vera milli-| göngumaður minna ríku viðskiftavina, sem egj efa tæplega, að með meðmælum frá mér, muni ávallt veita yðar hágöfgi fulla aðstoð í þessum efnum, ef þér þurfið með í framtíðinni.” En Bilesky lávarður hafði ekki hlustað á þetta. Hann hafði troðið bankaseðlunum í vasa sinn, opnað hurðina, og hrópaði hátt í Jankó. | “Farðu með þennan bölvaða Gyðing ofan íj eldhús, og láttu hann velja um hvort hann vill j heldur éta svínakjötsbita—eða fá flengingu hjá j einhverjum ykkar. — Bíðið við!” bætti hann^ við, þegar hann sá að Jankó, þreklegur alþýðu- j maður hafði gripið i úlpukraga Gyðingsins, 1 “mig langar til að sjá þennan gleðileik. Komdu I nú karltetur. Þú valdir þennan kost, ef til vill' fær það ekki svo mikið á þig að líða lítilsvirð- ingu og' dálítil óþægindi svo sem í hálf-tíma, þar sem þú hafðir þitt fram hvað þessa auka ok- urvexti snertir. Og ef það fer nú svo, að þeir gera alveg út áf við þig að þessu sinni, þá getur þú og þjóðflokkur þinn skift þessum fimmtíu þúsund mælum hveitis og hinu bannsettu dót- inu á milli ykkar. Jæja þá, Janko, þú getur1 prófað nýju hestasvipuna þína á honum. Nú, á- fram með ykkur, eg hefi nauman tíma!” Rosenstein hafði brugðið litum. Ef til vill hafði hann aldrei trúað því undir niðri, að Bilesky meinti að gera alvöru úr misþyrming-| unni, en nú virtist ekki vera lengur neinn vafi. á því, því Jankó sparkaði hraustlega í hann, og neyddi hann til að fylgja kvalara sínum niður af loftinu. Professional end Susiness [ —= Directory=— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg WINDATT COAL CO. LIMITED Efetabiished 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yaid Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road ÍMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Oífice 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winniptg. Man. Hávært samtal og hlátrasköll heyrðust út úr eldhúsinu, þar sem fjöldi þjónustufólks ogj ” matreiðslumanna með hvítar húfur og svuntur, voru önnum kafnir að matreiða kjöt, allskonar j brauð og kökutegundir, og óteljandi aðra rétti, til undirbúnings fyrir veizluna. Allt datt þó í þögn og dúnalogn, þegar lávarðurinn kom inn, j og á eftir honum hinn sterklegi Janko, er rak hinn rýra, skjálfandi Gyðing á undan sér. COURTESY TRANSFER & Messengrer Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kæliskápa önnumst allan innbiínað ,i sraásend- ingtnn, cf óskað er. Allur lltuningur ibyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) “Svona nú”, sagði hinn göfugi lávarður.— “Anna! Mariska! Susie! Komið þið hér allar, og komið með borð og stól hingað, því eg hefi fært ykkur gest, heiðursgest, sem þið verðið að sýna alla virðingu. Þið verðið að gefa honum ljúffengasta bitann af svíninu, sem við slátruð- um í gær. Þetta er alveg dásamlegt!” og hann leit hlægjandi á Rosenstein, sem gat enga björg sér veitt, og skalf í greipum Janko, en leit heiftj^- arlega allt í kringum sig eins og refur, sem fast- ur fyefir orðið í dýraboga, en hatursfyllsta augr.a ráðið fékk hinn hávirðulegi lávarður. Hinar fjörugu bændastúlkur voru reiðubúnar að taka þátt í þessum gleðileik, og njóta hans sem bezt. Anna, Susie og Mariska, hinar fagureygðu þorpsmeyjar, höfðu undir eins farið til verks að undirbúa hið stóra borð í miðju eldhúsinu. ^ Höfðu þær breitt á það hvítan dúk, lagt á það» disk og hnífapör, og fært þangað stól. Með há- værum hlátri og miklum gleðiópum, lyptu tveir sterkir sveitapiltar Gyðingnum upp og báru hann bröltandi að borðinu. Settu þeir hann niður á stólinn með valdi, og bundu hann rammbyggilega við sætið. Iialdvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmi pöniun Sími 74-1181 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St- Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útfarir. Allur ötifoúnaOur sá bestl. Ennlremur selur hann allskonór minnisvarðci og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Ne-tf'.np 60 Victoria St., Winnipeg. Mca Phone 928 211 Your Patronage Wil] Be Appreciated Manager: T. R. TH0RVALD60N Halldór Sigurðsson lc SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS , and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCER PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnip. TALSÍMI 3-3809 THÖS. JACKSON & SII.\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING new rugs made from your OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 "S Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital I NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowerí Funeral Designs, Corsagcs Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Rcs. Phone 74-6753 *N GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350y2 HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 S.- Gagntekinn af verk? F.ruð þér gagntekinn af verk? Eða er yðu erfitt að lúta eða beygja yður? Fái skjótan bata með því að nota Templ. on's r-R C's eru til þess gerðai, að lækn hjartslátt, vöðvagigt hverskonar, taug; verk og bakverk. 65/., $1.35 i lyfjabúí um. _ T-84

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.