Heimskringla - 11.03.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.03.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look £or the Bright Red Wrapper >___ LXVII ÁRGANGUR AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look íor the Bright Red Wrapper WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 11. MARZ 1953 NÚMER 24. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR STALIN DÁINN Fregnin s.l. fimtudag um lát Stalins, stjórnanda ráðstjórnar- ríkjanna, fylti fréttablöð hér sem annarsstaðar þann daginn. En við það virtist sitja. Allra trúustu samverkamenn hans, eða koihmúnista, syrgja að sjálf- sögðu foringja sinn. En dauða einvaldsins virðist alment, eða út um heim, eiginlega hvorki saknað né fagnað, þó við hvoru- tveggju hefði mátt búast. Það, sem fjöldi manna í hinum vestlæga heimi gerir sér ef til vill vonir um, er að nú létti mar- tröðinni sem þjáð hefir heiminn vndanfarinn ár af honum úr því sé frá, er skoðaður er hér á- byrgur fyrir henni. En jafnvel það vonarljós virðist nú slögt með vali eftirmannsins, Georgi Malenkov, er nú þegar hefir lýst það sína fyrstu köllun og skyldu, að efla her Sovét-ríkjanna, og sýna óvinunum að þeir komi ekki að oss tómhentum. Verra gat varla verið af stað farið. Til valda í Rússlandi braust »Stalin að Lenin látnum 1924, með því að ryðja öllum keppi- nautum sínum úr vegi. Nægir í því efni að minna á eltingarleik kans við Leon Trosky, aðal-sam- verkamann Lenins, er af hans völdum var eltur land úr landi ár eftir ár og loks drepinn í Mex- ico 1940. í heimalandinu fór líku fram, en í meiri kyrþey. En ekki var það þó mikið hjá því er tíu miljónir bænda týndu fyrir að þverskallast við að afhenda dátum Stalins jarðir sín ar til þjóðeignareksturs. (“Það 'ar alt saman slaemt og erfitt, en nauðsynlegt”, sagði Stalin við Churchill um það 1942). - Hann hefir og sent miljónir manna í fangaver Síberíu fyrir mótþróa, eða lítilsháttar gagn- rýni á stjórnarfyrirkomulagi Rússlands. Sýna áreiðanlegustu skýrslUr> sem hægt er að fá um þessa fanga, að tala þeirra var 10 miljónir árið 1951. Af Rússum fóru littar sögur út á við aðrar en um kúgun og einræði framan af. Var reynt að afsaka það alt með nauðsyn á aukinni framleiðslu sem ekki var talin fær á annan hátt en með iþjóðeignafyrirkomulagi. En þá veldur hver á heldur. Játa mun mega það, að bæði fram- leiðslu og menningu hefir mikið farið fram í Rússlandi undir nú- verandi stjórn og sýndi sig fylli- lega er fram að árinu 1941 kom og striðinu við Hitler. Þá var Öðru Rússlandi að mæta en í fyrra stríðinu. Stalin hafði gert samning 1939 við Hitler og á thóti vestlægu þjóðunum. En Bitler vissi að samningar við öyltingarmenn þýða ekkert, og Var þar bæði Churchill og Eoosevelt framsýnni á Yalta- fundinum forðum. Stalin gerðist sjálfUr yfirmaður hersins. Her- foringi var hann óbilandi, sem í öllu öðru. Hann kunni ekki að hræðast eða hopa af hólmi. En óvíst er þó að mikið hefði stað- ið uppi af Rússum, ef vestlægu þjóðirnar hefðu ekki með þeim slegist í leikinn. Og í því að fá þær með sér, sýndi Stalin eflaust meiri herkænsku en flestir aðrir hefðu getað gert. Það var það sem barg Rússum. Jafnskjótt og til friðargerðar kom að striðinu loknu, sveik Stalin allar sínar samþyktir á Yalta og þess vegna er sá friður enn ósaminn. Þann frið átti ekki að semja fyr en að Rússar voru orðnir drotnandi þjóð heimsins. Því merki Stalins mun Malen- kov, eftir maður Stalins nú halda á lofti. Þegar kommúnistar komu til valda í Rússlandi 1917, var ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sagður læs, eða mest 10-20%. — Nú mun ekki marga ólæsa að finna í Rússlandi. Iðnaður landsins hrestist mik- ið við eftir stríðið, en að vísu var það mikið Bandaríkjunum að þakka, er hrúguðu þangað vél um af öllu tæi með vopnunum og vistunum, sem þau létu Rússa hafa, en þeir hafa hvorki aftur- skilað, né endurgoldið með öðru en rógi og lygum. Það getur satt verið, að kalla megi Stalin mikinn mann. En hinn vestlægi heimur skildi hann ekki og hann ekki heiminn utan Rússlands. Á milli hugsjóna hans og verka, og vestlægra manna var óbrúandi haf. Stalin var fæddur í þorpi sem Gori heit ir í Kákasuslöndunum í grend við Tiflis. Faðir hans var þræll, en öðlaðist fullmannréttindi og lærði skósmíði, giftist stúlku, sem var þræll, en nýlega hefir hlotið frelsi; tók sér íbúð og greiddi í húsaleigu 1*4 rúblu— (45 cents) á mánuði. Fyrstu 3 börnin tþeirra dóu. En 21 des- ember 1879, fæddist þeim sonur, er hlaut nafnið Joseph Vissari- onovich Dyugashvili. Hann tók sér síðar annað hetjunafn, sem Rússar hafa tamið sér eins og Lenin—ljónið, Molotov—hamar, og Stalin—stál. Móðir Stalins var trúhneigð kona og nefndi drenginn sinn eftir Josefi, manni Maríu. Hann ætlaði að læra til prests, en hætti við það og tók að predika sósíalisma í þess stað og lagði kenningar Krists á hill- una. Fyrir byltingastarfsemi, sem hann á næstu árum hélt uppi í ræðu og riti, var hann sex sinn- um hneptur í varðhald, en gat oft strokið úr fangelsinu. En fangavist hans lauk rfieð Ker- ensky-byltingunni, er öllum póli tískum föngum í Rússlandi var veitt frelsi. Oft þrengdi svo að Stalin á þessum árum, að hann rænti bæði einstaka menn og banka. Stalin var þrí-giftur. Við fyrstu konu sína skildi hann eft- ir 4 ár. Önnur kona hans var Nadeghda Alliluyeva, forkunn- ar fögur sögð; fæddi hún, honum 2 böm, son Vassili, sem nú er í lofthernum og dóttur, Svetlana, er síðari árin var bústýra Stalins. Varð snögt um aðra konu hans 1932. Skömmu seinna giftist hann í þriðja sinni konu nefndri Kaganovich, en bjó lítið með henni, vann oft að starfi sínu frá klukkan sjö á kvöldin til kl. 4 að morgni. Kom og að því að leiðir þeirra skildust. í aðaldráttunum mun mega segja að Stalin og hinn vestlæga heim hafi greint á um það, að | hann taldi ríkið alt, en einstakl- inginn ekkert, en það er einmitt frelsi einstaklingsins, sem hinar vestlægu þjóðir hafa barist fyrir. Hin einráða ríkisráðsmenska er svo langt á eftir tímanum, að nútíðarmaðurinn skilur hana ekki, hann veit bara að hún er ægileg frelsisskerðing og með henni er verið að vega að því, sem menn hafa öllu öðru fremur gert sér vonir um að yrði mann- kyninu til góðs, jafnréttis og friðar. En stefnur hafa oft áður risið upp og jafnvel sigrað um stundar sakir, er á móti frelsi fjöldans hafa barist. En slík ríki hafa ávalt hrunnið til grunna, vegna þess að þau vinna í öfuga átt við hugsunarhátt allra upp- lýstra þjóða heimsins nú orðið. NÝ-MÓÐINS VESTURFERÐIR Eins og marga mun reka minni til, fluttist fjölskylda héð- an úr Reykjavík búferlum til Kanada 22. febrúar 1952. Var það Geir Jón Helgason lögreglu þjónn, sem tók sig upp, ásamt konu sinni, sjö börnum og tengdasyni, Gretti Björnssyni, og hélt á slóð hinna gömlu ís- lenzku landnema, sem leið ligg- ur til “Vesturheims”. Alþýðublaðið hefur spurzt fyrir um það, hvernig Geir Jóni og fjölskyldu hans hafi vegnað, eftir að vestur kom. Mun þar hafa farið eins og svo oft áður um íslenzka landnema í Vestur- heimi, að ekki hafi allar vonir ræzt fyrst í stað. En Geir Jón er maður harðduglegur, og hlut- gengur í flest störf, og hefur nú ræzt vel úr fyrir honum og skylduliði hans. í eigin Bifreiðum yfir þvera Ameríku Margt hefur breyzt síðan fyrstu landnemarnir héðan héldu til Kanada í leit að gæfu og gengi. Er Geir Jón steig á Iand í N. York, sá hann skjótt, að dýrt mundi honum ferðalagið með fjölskyldu og farangur vest ur til Vancouver, ef hann færi með járnbrautarlest. Tók hann þá það ráð, að hann keypti tvær bifreiðir, fólksbifreið og sendi- ferðabifreið; tóku þeir, hann og tengdasonur hans, aksturspróf það, er með þurfti, og óku síðan f eigin bifreiðum með f jölskyldu og farangur yfir þvera Ameríku, frá New York til Vancouver, eða vestur að Kyrrahafi. Skömmu eftir komuna til Vancouver fæddist þeim Geir Jóni og konu hans dóttir. Geir Jón fer til sjós Fyrst í stað fékk Geir Jón vinnu í vörugeymsluhúsi, og var hún sæmilega borguð. Skömmu síðar skall á verkfall í þeirri starfsgrein. Geir Jón hafði skip- stjórapróf héðan og kom það sér nú vel; hann réðist sem stýri- maður á togbát, sem stundaði veiðar á Kyrrahafinu; var kaup- ið allhátt og kunni Geir Jón starfinu vel, að öðru leyti en því, að hann varð að vera fjarvistum við fjölskyldu sína. Hvarf hann því frá starfinu á sjónum og hóf aftur vinnu við verzlunarfyrir- tæki það, er hann réðist fyrst til, og þá fyrir hærri laun en áður. Honum stendur þó enn til boða stýrimannsstaðan, því að íslend- ingar eru í miklu áliti sem sjó- menn vestur þar. Telur hann lífs kjör sín nú sæmileg; hann hefur eignazt hús á góðri lóð og þau hjón eru við góða heilsu. Grettir leikur í útvarp Grettir, tengdasonur Geir Jóns var með kunnustu harmoniku- leikurum hér, og nýtur nú mikils álits þar vestra fyrir þá list sína. Hefur hann leikið í útvarp, en auk þess mun hann leika með hljómsveitum. —Alþbl. 21. febr. • SAMXÖK FISKI- KAUPMANNA? Dr. S. O. Thompson, liberal- þingmaður frá Gimli, hreyfði því á fylkisþingi Manitoba s.l. viku, að hann grunaði um sam- tök af hálfu fiskikaupmanna í Winnipeg til að halda verði á fiski þar sem þeim sýndist. Hann kvað grun sinn byggj- ast á muninum sem væri á fisk- verði og þvi, er fiskveiðimönn- um væri greitt fyrir aflann. Hann krafðist að fylkisstjórn- in skipaði nefnd til rannsóknar í málinu. Mælist þetta mjög vel fyrir í blöðum þessa bæjar. Segir blaðið Winnipeg Tribune, að það hafi sjaldan verið betur tekið í nokk- urt mál á þingi, en þetta, enda hafi það af einlægri samúð með fiskimönnunum verið flutt af þingmanninum. Myndin er hann brá upp af erfiði fiskimannsins, að ekki sé talað um hve oft hann leggur lífið í sölurnar fyrir at- vinnuveg sinn, var glögg í huga hvers manns ,er hann lauk ræðu sinni. tJR ÖLLUM ÁTTUM Innflutnings-^bann á nautgrip- um frá Canada var afnumið í Bandaríkjunum s.l. viku. Hingað var innflutningur sunnan að einnig rýmkaður. Hvernig fór svo? Fyrsta daginn voru um 1000 nautgripir sendir til Can- ada frá Bandaríkjunum. Voru pantaðir frá Winnipeg, Tor- onto og fleiri bæjum af kjötkaup mönnum hér, er gátu fengið þá ódýrari syðra. Til þess að Canada losni við eitthvað af kjötbirgðum sínum til útflutnings, verður hér að lækka verðið svo líkt verð því, sem er á kjöti syðra. Canada hefir um eina miljón nautgripa til útflutnings. Bretland kaupir nú kjöt frá Argentinu eða Nýja-Sjálandi á 19 cents pundið, sem stendur hér til boða á 46 cents hvert pund. Og svo syngur liberalstjórnin og aðal-málgagn hennar í þessum bæ, eilíflega sönginn um frjálsa verzlun fyrir þetta land, sem erfitt mun að benda á eina ein- ustu framleiðslugrein hjá, er það geti kept með á erlendum mark- aði. ★ Tveir hershöfðingar sem féllu í hendur Kínverjum í Koreu stríðinu, hafa verið yfirheyrðir viðvíkjandi því, hvort Bandarík- in hafi ekki rekið sýklahernað i Koreustríðinu. Neituðu þeir því afdráttarlaust við fyrstu yfir heyrsluna, en hafa nú verið pynt aðir til að meðganga þetta. Er nu í öllum blöðum í Kína og Rúss- landi fregnin flutt um að þar sem Bandaríkjamenn sjálfir við- urkenni þetta, sé til lítils að vera að bera á móti þessu. Fréttin af fyrstu yfirheyrslunni barst út og er af henni auðráðið, að her- foringjunum hefir verið hótað til að meðganga sökina. * Ungbarn á flotií vöggu sinni í flóðunum í Englandi fannst átta vikna gamalt meybarn, Linda Foster, á lífi í vöggu sinni eftir að hafa verið á reki í heilt dægur. Foreldrar Lindu fundust látin daginn eftir. Ljóst þykir að þau hafi með naumindum haft tóm til að koma Lindu fyrir í vöggunni áður en straumurinn reif þau með sér og færði þau í kaf. —Þjóðv. 11. feb. * Hon. Earl Rowe, íhaldsþing- maður frá Ontario, hélt fram á þinginu í Ottawa s.l. föstudag, að hann væri hræddur um að kosningar til sambandsþings yrðu ekki á þessu ári. Hann hélt ástæðuna þá, að skattalækkun stjórnarinnar hefði ekki verið nægilega mikil til að heilla kjós- endur. Stjórnin byggist við að talla hvernær sem kosning yrði Með því að fresta þeim, gæti hún hangið eitt ár lengur við völd. c I/RR OG NÆR COLOURED MOVIES FROM ICELAND Don’t miss the coloured movies to be shown Friday, March 13, at 8.15 p.m. in the First Fed- erated Church, Banning St. by Njáll Thoroddsson. Those who have been privileged to see ths movies, consider them excellent. The subject matter is such that instead of showing Iceland as being nothing but rocks and bare boulders, as we have so often seen in Icelandic movies here, it shows the lush growth of the country, both natural and cult- ivated. It also gives an amazing view of some of the industries which have been modernized to the full. Seeing these pictures will be a real treat for those who are at all interested in Iceland, and Ice- landic doings. H. D. * * * We wish to extend our heart felt thanks and appreciation for the acts og kindness, messages of sympathy and beautiful floral offerings recieved from our kind friends and neighbors during our recent bereavement in the loss of our beloved Husband and Father. We especially thank the Rev. Sigurdur Olafsson, the pall bearers and the Arborg Ladies Aid. Mrs. Jón M. Borgfjord and family * * * At the executive meeting held last Saturday, S. R. Rodvick was re-elected president of the Vik- ing Club. Jon K. Laxdal was elected vice-president, and re- elected were H. A. Brodahl as secretary and A. J. Bjornson as treasurer. Carlyle Allison, editor-in- chief, Winnipeg Tribune, will be the guest speaker at the lOth annual Viking Banquet and Balt in the Marlborough Hotel on Thursday, March 26th, at 6.30 p.m. and His Worship Mayor Coulter and Mrs. Coulter will be guests of honor. FRETTIR FRÁ ÍSLANDl Góð tið Veðrátta hefir mátt heita ein- muna góð það sem af er vetri. Beitarjórð fyrir sauðfé hefir lengst af verið ágæt. Þó hafa smáblotar nú undanfarið spillt henni nokkuð, og áfrerar hafa komið. í síðustu viku fóru þeir Jón Bjartmar Sigurðsson og Helgi V. Helgason í eftirleit austur á Mývatnsöræfi og fundu þrjú lömb. Voru þau öll í haust- holdum. —Tím. 11. feb. í enn um hópferðina TIL ÍSLANDS Fresturinn til að tilkynna þátt- töku framlengdur Flugfélagið Loftleiðir hefur tilkynnt mér nýlega, að það sé reiðubúið að framlengja ákvörð- unarfrest okkar til 10. apríl (í stað 30. marz áður). Er því enn tæpur mánuður til stefnu; en þó er nauðsynlegt, að menn hafi til- kynnt þátttöku sína til mín eigi síður en 1. apríl. Verður þá staða málsins auglýst og enn tekið á móti þátttökutilkynningum fá- eina daga, ef herzlumun vantar. Þá hef eg fengið nokkrar frek- ari skýringar á tilboði Loftleiða, °g er ljóst af þeim eins og hinu upphaflega skeyti, að tilboðið er miðað við heildarleigu (20,000 dali) án tillits til farþegafjölda að öðru leyti en því, að hann fari ekki fram úr 50. Fáist sú tala og samningur verði þar afleiðandi gerður um förina, höfum við skuldbundið okkur til að standa skil á leigugjaldinu. En fari svo að einhverjir verði að hætta við förina, t. d. sökum veikinda, hljótum við að gera allt sem við getum til að fylla auðu sætin. Hefur og flugfélagið Loftleiðir boðizt til að hlaupa undir bagga að einhverju leyti, ef svo tækist til, að einhverjir yrðu að hætta við förina af óviðráðanlegum orsökum og ókleift reyndist að útvega farþega í þeirra stað. Bréf um kostnað á íslandi er nú á leiðinni til mín, en hefuv því miður ekki borizt mér í tæka tíð fyrir þetta blað. Get ég þó til bráðabirgða sagt um það atriði bæði af eigin raun og samtali við fólk, er fór til íslands í fyrra sumar, að 250—300 dalir (ca 4250 —5100 krónur) muni verða næg- ur eyðslueyrir þeim, er kosta yrði sig að öllu leyti á íslandi. En hinn, sem ætti þar einhverja að, eyddi að sjálfsögðu mun minna. Vestur-fslendingar! Nú ríður á, að þessi för blessist, og það mun hún gera, ef allir þeir, sem frekast hafa ástæðu til, taka nú þegar á sig rögg og fylla flokk- inn. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Finnbogi Guðmundsson 30 Cavell Apts., 449 Kennedy Street, Winnipeg, Manitoba. Vitjað um netin á bílum Netjaveiði undir ís er nú haf- in í Mývatni og ber það nú til nýlundu, að menn fara til þess- ara veiða á bílum, en ekki gang- andi eða á skautum, eins og venja hefir verið um aldir. Suma daga má sjá marga bíla úti á vatni á þeim stöðum, er net hafa verið lögð. Það er svo þægilegt að skjótast á bíl að vitja um net- in, og vatnið er töluvert stórt. * Eignir bænda f síðasta hefti Árbókar land- búnaðarins er fróðleg skýrsla um efnahag bænda um allt land eft- ir ritstjórann, Arnór Sigurjóns- son. Er skýrslan byggð á síðustu skattframtölum. — Samkvæmt henni er meðaleign bóndans um- fram skuldir rúml. 40 þús. krón- ur.' Efnaðastir eru húnvetnskir bændur með 51578 króna meðal- eign en næst Borgfirðingar með 48695 krónur. Efnaminnstir eru Snæfellingar og Strandamenn með tæplega 30 þús. króna með- aleign.—ísl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.