Heimskringla - 18.03.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.03.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. MARZ 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Trú! Þér treysta mátti, traust er réði festa, álit gott og göfugt, gróðan lífsins bezta. Árin mörg sem ekkja, er með börnum dvaldi, áhugasöm ætíð, atorkuna ei faldi. Börn og vinir blessa, bjarta minning þína, er mun þeirra æfi, eins og stjarna skína. Framnesbyggðin forna, flytur kveðju henni, fyrir alúð alla, árin burt þó renni. Hinir fyrri farnir fagnandi þín minnast, lífs á nýju landi, Ijúf er stund að finnast. Langri leið er lokið, lífs er sigur unninn, æðri æfi sólin UPP þér fögur runnin! B. J. Hornfjörð d— Nr. 6 í upplýsingaflokki Canadidn Notebook Þetta er ein þeirra greina, sem sér- staklega er ætluð nýjum Canadamönn um,- Verkamenn og samtök þeirra Verkamannakaup í Canada, en tala vinnandi fólks nam 5,300,000 fyrstu niu nuinuði ársins 1951, var til jafn- n 31 m*K'H0 il! viku — og hafði hækkað , . aí •'undraði síðan 1950. Með- alvinnutími í verksmiðiuiðnaðinum var 41.4. - 1 fimm fylkjum segja lög fyrir um fjölda vinnustunda. Ontario, Mani- toba (menn aðeins) og Alberta, hafa 48 klukkustunda vinnutíma á viku, um leið og British Columbia og Sask- alchewan og Manitoba (konur aðeins) vl""a klukkustundir á viku. „ * UU c Cundarði * verksmiðjunl °g /0 af hundraði skrifstofufólks, vinna fimm daga í viku og allflestir njóta að minsta kosti vikuorlofs mcð fullu kaupi. Verkamálalöggjöf hefir átt örlaga- ríkan þátt í störfum og ákvörðunum sambandsþings og fylkisþinga. Sér- hvert fylki hefir ákveðna löggjöf, sem heimilar öllum verkamönnum að hafa sín eigin samtök og láta kjörna forustumenn þeirra semja um kjara- bætur. Það er þetta frelsi, ásamt( full- komnum framleiðsluskilyrðum, sem skapað hefir canadiskum verkamönn- um þá aðstöðu, að afkoma þeirra er nú drjúgum betri en viðgengst með öðrunt þjóðum heims. Nálega einn þriðji þeirra yerka- manna, sem fast kaup hafa, að þeim undanskildum, er við landbúnað vinna, telst til einhverra verkalýðssam- taka. Um 80 af hundraði verka- mannasamtakanna teljast annað hvort til Trades og Labour Congress eða Canadian Cngress of Labuor. Megin viðfangsefni verkalýðssam- takanna, er fólgið í samningum um kjarabætur. Engin skylda hvílir ;í neinum verkamanni í Canada um að bindast verkalýðssamtökum. Allar uppástungur varðandi fram- haldi þessara greina eru kærkomnar og verða sendar til Calvert House af ritstjóra þessa blaðs. i næsta mánuði — Bankamál Calvert DISTILLERS ltd. amherstburg, ontario J fvrsta flokks innflutt HOLLENSK SÍLD VEIDD í NORÐURSJÓNUM Beztu og ódýrustu rétt irnir á föstunni, eru kaup á einum kjagga af góðri hollenskri síld. Skrifið eftir ó- keypis matreiðslubók. ri HOLLAND herring FISHERiis ASS0CIATI0N rOOM 711, terminal building — TORONTo ontario Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) . ............ Gamli maðurinn — faðir Andrasar — hafði verið einkennilegur náungi meðal samborgara sinna—leigubændanna þeim megin við Tarna, í ræfilslegu sauðskinnsmussunni sinni og grófu hördúksfötunum, horaða, beinabera andlitið, saman bitnu varirnar, og loðnu augabrýrnar, alt svo gersamlega ólíkt hinu opinskáa frjálslega og glaðlega útliti ungverskra bænda. Það var dálítið hvísl og óljós orðrómur um það, að langt aftur, ef til vill, hundruð ára, hefði þessi Kenemy-fjölskylda átt ættmóður,, sem hefði verið Gyðingur, og það var almennt álitið, að þessi ættarblettur, því óafmáanlegur smánar- blettur var það óneitanlega fyrir hvaða ung- verskan bónda sem var, að hafa dropa af Gyð- ingablóði í æðum sínum, væri ástæðan fyrir því, hve miklu ástfóstri gamli Kenemy hafði tekið við að safna peningum, og einkennilegheit hans á allan hátt, græðgi og húskaskapur, var talin bein afleiðing af þessum bletti á ætterninu. Hvað sem um það hefir verið, var æfi hans á hinu niðurfallna býli, Kisfalu, -sem hann leigði af Bilesky lávarðinum, þekkt að því að vera að ytra útliti hin aumlegasta. Meðan hann var á unga aldri, hélt hann eina vinnuhræðu, sem þvoði af honum og matreiddi fyrir hann hina mjög svo fábrotnu fæðu, því aldrei lifði hann á öðru en garðávaxtarusli, mjólk og rúgbrauði, svaf á berum fjölum, og steig aldrei fæti hvorki í veitingahús eða kirkju, þar sem hann af nauð- syn hefði orðið að láta af hendi örfáa skildinga. Smám saman eftir þvi sem árin liðu, byrjaði hann á akuryrkju, bætti fyrst við akurbletti á jörðinni, og smáfjölgaði þeim með ári hverju, en gripahjörð hans, hross, svín og sauðfé marg- íaldaðist ótrúlega. En Kenemy gamli breytti aldrei lifnaðar- háttum sínum. Hann þurfti þór eftir því sem hann hafði meira undir höndum, að auka mikið minnukraftinn á ökrunum og í víngörðunum, og fyrir það borgaði hann fáeina koparskild- inga eða þau mál af hveiti, sem venjulegt var að gjalda í kaup í þeim landshlutum, hvorki meira né minna. Hann hafði alla umsjón á hendi sjálfur, og vann hvíldarlaust nótt og nýt an dag að kalla mátti. Afgjaldið af býlinu greiddi hann í vörum þeim sem hann framleiddi samkvæmt kröfum Bilesky lávarðar, en á ágóðanum fæddi hann sig hvorki eða klæddi, eins og allir, bæði smá- bændur og aðalsmenn gerðu á Ungverjalands- sléttunni. Hann lagði sér hvorki til munns hveitibrauð eða gott vín, var hvorki í mjúkum línfötum eða hlýjum ullarklæðum. . Alla sína framleiðslu, gripi og garðamat seldi hann Gyðinga pröngurum ár hvert, og það fyrir hátt verð, því landgæðin kringum Kis- falu reyndust meiri en á sjálfu Bilesky setrinu. En hvað hann gerði við peningana sem söfnuð- ust fyrir með hverju ári, það vissi enginn í Ar- sollas eða nálægum þorpum. Hann talaði aldrei við neinn, spjallaði aldrei við nokkra sál seinni hluta sunnudags, eða jafnvel að afloknu dagsverki, eins og þó var landsvenja og siður alls almennilegs fólks. Fólkinu sem að sáningunni vann, hveitiupp- skeru, vínberjauppskeru og vínpressun, var aldrei leyft að koma neitt í nánd við sjálft heim ilið; það kaupgjald sem því bar, var því borgað » peningum eða vörum, það greiddi hinn gamli nirfin skilvíslega, en án þess að gefa nokkrum manni nokkurn tíma hugmynd um, hvaða hugs- anir hreyfðust inni fyrir í hans þunna, en slæg- vitra haus. Og hvað Gyðinginn Rosenstein snerti, sem hafði á hendi allar sölur og við- skifti fyrir hann, og var tíður gestur á bónda- býlinu, þá var auðvitað ógerningur að hafa nokkuð upp úr honum, því þó jafnvel einhver af hjarðeigendunum, og hirðunum hefði lítil- lækkað sig svo mikið að gefa sig á tal við Gyðing þá myndi Rosenstein gamli aldrei hafa talað um eða sagt frá nokkrum þeim viðskiftum, sem hann hafði nokkuð með að gera. Síðla æfinnar varð Kenemy gamli til þess að koma á stað nýj- um slaðurssögum, þegar hann giftist allt í einu, en þess að láta nokkra sál á margra mílna svæði vita um það fyrirfram. ' Hann hafði altaf, sökum sinna einkenni- legu og svíðingslegu lifnaðarhátta verið álitinn óbetranlegur piparsvenin, og fréttin um það, að hann hefði einn góðan veðurdag farið yfir í hér- aðið hinu megin við Tarna, 0g komið þaðan með brúði, kom þorpsbúunum svo mjög á óvart. að þeir stóðu og göptu af undrun. f fyrstunni hafði hinn forvitni nágranna- lýður beztu vonir um að taka mætti að hafa upp úr hinni nýju brúði eitthvað, sem varpaði ljósi á hina leyndardómsfullu lifnaðarhætti gamla Kenemys, en annaðhvert voru íbúarnir hinu megin við Tarna líka ákaflega leyndar- dómsfullt og aðsjált fólk, eða nýja eiginkonan var strax vanin rækilega við að hlýða herra sín- j um; það eitt var víst, að Etelka Kenemy reynd- J ist eins leyndardómsfull og þögul eins og mað- ! ur hennar. Hún fór að vísu til kirkju á hverjum sunnudegi, en hún stanzaði aldrei á pallinum fyrir utan til þess að taka þátt í samtali fólks eða fréttaslaðri og hún lét aldrei einn einasta koparpening á samskot.adiskinn, og þótt maður hennar hefði á leigu stærstu bújörðina í Heves- fylkinu, var hún aldrei í öðru en baðmullarkjól, og kom æfinlega berfætt til kirkjunnar. Hún \ var fölleit í útliti og mildileg, og margir tóku eftir því, að hún grét mjög oft undir messunni. I Eftir að þau höfðu verið gift í tvö ár, fædd- ist Andras. Var hann efnilegur og-myndarlegur j drengur frá byrjun, og dáður mjög af öllu kven-! fólki, þegar móðir hans kom með hann til kirkj- unnar með sér. Það leiddi af sjálfu sér að allir j kystu hann og kjössuðu þegar hann gekk svo hreykinn við hlið móður sinnar, og bar litla dökka höfuðið svo hátt, og leit með fjörlegu augunum alt í kringum sig. Móðir hans mátti til að stanza fyrir utan kirkjuna á hverjum sunnudegi nú, og hlusta á allar konur þorpsins liæla drengnum. “O, þessi yndislegi litli eng- ill!” “Reglulegur Ungverji!” “Fallegasti dreng- urinn hérna megin við Tarna!” Og það var með erfiðismunum að móðirin komst undan því að svara ýmsum nærgöngulum spurningum, sem fylgdu þessari miklu aðdáun á drengnum hennar. Hvað gamla Kenemy snerti, var ógerlegt að tendra nokkum neista af stolti með því að tala um drenginn við hann. Professional and Business Directory ***** Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment 1 DR. A. V. JOHNSON DENTIST •k 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löcfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025 WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yatd Phone 72-0573 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken “Það er bara annar munnur til að fæða”, var vana viðkvæði hans. “En þú gamli sviðingur og sjálfskvalari, þú átt meira en nóg til þess að ala upp heilt dúzín efnilegra drengja eins og Andras þinn er. Hvaða gagn eða gleði hefurðu af að safna svona og draga allt saman, svelta bókstaflega þig og þína?” Og einn eða tveir gamlir bændur og félagar reyndu að brjótast gegnum þennan múr, sem alltaf varnaði öllum að fá vitneskju um fjárhagslegar ástæður gamla Kenemys. “Já, það er nú helzt að eg hafi meira en nóg,” svaraði gamli maðurinn önuglega, “þar sem eg hefi ekki einn einasta skilding afgangs til þess að kaupa mér skó fyrir. Sá hefir nú sannarlega nægilegt! þegar hver skildingur, — hver hveitistöng, og hvert grasblað gengur til Bilesky lávarðar upp í leiguna af þessari lélegu bújörð”. “Þá ert þú annað hvort lygari eða asni, lagsmaður, því ef þú þarft alla þessa akra til þess að greiða leiguna, þá er það bara asna- og fávitaskapur að slíta sér út við að vinna þá.” — Og það var hlegið hátt og lengi að þessari rök- færslu, sem ekki var gott að hrekja. Þessi stríðni eftirgrennslanir og ásakanir reittu Ken- emy gamla mjög til reiði, og allar ágizkanir um hinn sívaxandi auð hans komu honum æfinlega í hið versta skap. Eftir því sem aldurinn færð- ist yfir hann, varaðist hann því smátt og smátt að hafa nokkuð við nágrannana, eða eiginlega nokkurn að sælda; forðaðist hann þorpið með öllu, og lagði aldrei leið sina út á aðal-þjóðveg- ina. Erfiðismennirnri sem unnu á ökrum hans, héldu því allir fram, að yfir einn heilan upp- skerutíma, hefði enginn séð hann opna sinn munn, eða tala eitt einasta orð. Allir hötuðu hann smám saman, og allir kenndu innilega í brjóst um hina ófrjálsu þol- inmóðu eiginkonu hans, sem aldrei hafði notið nokkurrar gleði eða ánægjustunda, sem aldrei hafði verið leyft að dansa i stóra hlöðuloftinu síðari hluta sunnudags, eða fara í giftingar- og skírnarveizlur, sem haldnar voru /stundum i þorpinu. Og hvað Andras snerti á uppvaxtar- árunum, þá virtist æfi hans sannarlega vera dauf og gleðisnauð. Faðir hans, sem aldrei hafði hlíft sér sjálfum, auðsýndi syninum enga miskun. Hann þekkti ekkert nema þrotlaust strit allt árið um kring, alla sína vaxtartíð. Hann varð umsjónarmaður föður síns, undirlægja hans og þræll, og fékk aldrei einn einasta smáskilding til að eyða í neinn gleðskap með unglingunum, jafnöfdrum sínum í þorpinu, — aldrei skilding til þess a kaupa fyrir silkiborða eða eitthvað smávegis handa stúlku, sem hafði gefið honum undir fótinn við messu á sunnu- dögum. Það var eilíf vinna og strit frá morgni j til kvölds á ökrunum, engjunum eða víngörð- unum, og margt þungt högg fékk hann á herð- arnar af kvistapriki síns stranga föðurs. Birtan og barnsgleðin í augum hans rýmdi smám sam- an fyrir þráa og þrjóskusvip er breiddist yfir hið stolta og fríða andlit hans. Hann hlaut á unga aldri fljótt að verða þess grimmilega var, að faðir hans var hataður og fyrirlitinn af allri samferðasveitinni og jáfnframt því, að til móð- ur hans og hans sjálfs var af flestum litið með lítilsvirðingu og meðaumkvun. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Ðirector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úMrúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann «11«!™..^ minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettln* S0 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDSON Halldór Sigurðsson Se SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnttmst allan umbúnað á smásend- ingum. ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi é------------------------- SAVE i/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CÖ. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins ineð fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsb. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMl 3-3809 TBIIS. JACKSOS & SOSS limited BUILDERS’ supplies COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, C.orsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350% HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.