Heimskringla


Heimskringla - 15.04.1953, Qupperneq 3

Heimskringla - 15.04.1953, Qupperneq 3
WINNIPEG, 15. APRÍL 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA DÁN ARFREGN Mrs. Sólveig Jóhannsson, 667 Alverstone St., Winnipeg, dó s.l. miðvikudag á Grace sjúkrahús- inu í þessum bæ. Hún var 89 ára Vestur um haf kom hún um síð- ustu aldcunót, með eftirlifandi manni sínum, Stefáni Jóhanns- syni frá Litla-Ósi í Húnavatns- sýslu, en þau giftust 1897. Sól- veig var fædd í Krysuvík. Voru foreldrar hennar Ólafur Jónsson og Guðný Vilhjálmsdóttir, er þar bjuggu. En alin var hún að mestu leyti upp hjá Guð- mundi Eiríkssyni og Ráðhildi konu hans á Kalmanströnd í Höfnum í Gullbringusýslu. — Fyrstu 16 árin hér vestra, áttu Stefán og Sólveig heima í Glen- boro, Manitoba, en úr því innrit- aðist maður hennar í herinn, og sonur þeirra 17 ára gamall, er Óskar hét. Féll hann í stríðinu' 15. ágúst 1918. Flutti 'Sólveig þá til Winni- Peg og áttu þau hjónin ,eftir að Stefán kom heim úr stríðinu, hér heima úr því. Auk eiginmannsins lifa Sól- veigu ein dóttir, Ráðhildur, gift hérlendum manni Lornfl Lyn- don að nafni og búa í Winnipeg. Sólveig heitin var kona vel- gefin, las mikið og fylgdist vel með því sem gerðist, ekki sízt í átthögum hennar á Islandi. Hún var félagslynd, vinsæl og skemtin í viðræðum um áhuga- mál sín og mat mikils veglyndi og góðvild í fari samferðafólks- ins. Hún var í fylsta skilningi orðsins, göfug og góð kona. Jarðarförin fór fram frá A. S. Bardal, útfararstofu s.l. laugar- dag að fjölmenni viðstöddu. — Séra Valdimar J. Eylands jarð- söng. Líkmenn voru: Tryggvi próf. Olson, Davíð Björnsson, Stefán Einarsson, G. Hólm, Emil John- son og Paul Goodman. Jarðað var í Brookside-graf- reit. Canadian Notebook Þetta er ein þeirra greina, sem sér- staklega er ætluð nýjum Canadamönn um. BANKAMAL 1 Canada eru tíu löggiltir bankar, er hafa til samans yfir þrjti þúsund útibú í borgum, bæjum og þorpurn frá strönd til strandar. Canadísíkir bankar inna af hendi margvíslega *■ þjónustu í þágu viðskiftavina 9inna. Hver, sem vill, gctur opnað spari- sjóðsreikning og hann getur tekið út peninga eftir þvf, sem þörf gerist. Innstæðupeningar gcfa af sér vexti, scm lagðir erti við höfuðstól með- ycglubundnu millibili. Hlaupareikn ingar bera ckki vexti, en eru til þess gerðir að greiða fyrir daglegum við- skiftum og kvitta fyrir seldar vörur. Sameiginleg innstæða kemur sér vel fyrir fleiri en eina persónu, svo sem hjón, er geta ba’ði tekið út peninga úr sama reikningi. Bankar gcta yfirfært pcninga úr einum stað í Canada til annars og cinnig landa á milli mcð litlum til- kostnaði. Þeir gefa cinnig út ferða- mannaávísanir, scm skiíta má í pen- inga í hótelum, járnbarutaskrifstof- um, böknum og stórum búðum svo menn þurfa ekki að hafa á sér mikið af lausum peningum. Einnig leigja bankar öryggishólf fyrir lágt verð til gcymslu skraut- muna og verðbréfa. Forstjórar banka og starfsfólk jrcirra lcggur sig í b’tna um að grciða fyrir fjármálaviðsknt- um yðar og í hinum meiriháttat bygðar'iigum eru bankajtjónar, scm mæla á flest Evrópumál. Uppástungur og athuganir í sam- bandi við framhaldsgreinar verða kærkomnar hjá Calvert House og mun ritstjóri þessa blaðs koma þeint á framfæri. í næsta mánuði — Mentamál Calvcrt DISTILLERS LTD. AMHERSTBURG, ONTARIO Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Meinarðu það virkilega”, sagði Andras mjög undrandi, “að þessi illræmda mylna sé til- búin, og að hann hafi fyllilega ákveðið að starf- rækja hana?” “Já, það er alveg víst, að hann ætlar sér það þrátt fyrir það þótt alt bændafólkið á landeign- um hans sé óánægt, og þrátt fyrir það þótt fað- ir Ambrosius stofnaði til sérstaks bænafundar, að eldur kæmi af himnum ofan til þess að tor- tíma þessari byggingu hinna illu máttarvalda. Það á, sem sagt, að byrja á verkinu þar á morg un eða næsta dag. Hveitinu hans er öllu stakkað þar, til reiðu að þreskjast með einhverjum yfir- náttúrlegum hætti, og það sem nú þegar er þreskt, verður malað fínna en nokkur dæmi eru til, eftir fyrirskipunum djöfulsins og fydgis- manna hans.” Gyðingurinn hafði sagt þetta í mjög svo kuldalegum og hæðnisfullum rómi, en Andras sem þrátt fyrir menntun sína, gat ekki losað sig við hjátrú almúgafólksins, hlustaði með ótta og efasemdum. “Mér finnst herra lávarðurinn breyta ákrf- lega heimskulega”, sagði hann að lokum; ef það væri til nokkurs minnsta gagns, eða nokkuð við það unnið, að hafa þrjá menn að verki, í stað tuttugu, og eyða í það kaupgjaldi tvö hundruð manna, það gæti eg skilið, En hveitið verður ekkert betur framleitt með því, og hann reitir hvern einasta almúgamann á landeignum sín- um til reiði með þessu; hann er sannarlega bara asni!” “Hann er áreiðanlega þeirrar skoðunar, og hefir þá föstu sannfæringu, að hann verði rík- asti maðurinn hérna megin við Tarna, en með því að reyna að verða svona ríkur, er hann að setja sig sjálfan á höfuðið. En þrátt fyrir það, afhenti eg honum tvö hundruð og fimmtíu þús- und florins, samkvæmt ósk þinni, með eftir- fylgjandi tryggingu og vöxtum . . . .” “Heyrðu mér nú hérna, gamli minn, eg sagð ist ekki vilja lána neina meiri peninga.Eg óska eftir að kaupa land.” Rosenstein hristi höfuðið. “Eg gerði allt sem eg gat. Eg bauð fram allt það fé, sem herra lávarðinum þóknaðist að kref jast. Hann vill ekki selja.” Vonbrigða-svipurinn á andliti hins unga stórbónda lýsti sér mjög grimilega, og hann kreppti hnefann sem hélt pípunni svo fast, að hið granna munnstykki nálega brotnaði. “Hann er asni,’ endurtók hann eftir dálitla þögn, “lánsféð endist ekki í mörg ár, og þó að vextirnir séu lágir, þá getur hann aldrei greitt höfuðstólsféð, sem hann eyðir algerlega í kostn að við að koma sér upp þessum Satans vélum og byggingum. Fyr eða siðar neyðist hann til að láta landeignirnar af hendi. Mig langar til að kaupa landið nú þegar. Eg er auðugur. Eg myndi borga honum allt það fé, sem hann myndi krefjast. Hann er asni!’ “Hinn göfugi lávarður segjist ekki vilja láta eitt fet af landi af höndum til almúgamanns og leiguliða eða gyðings.” “í>á, svo hjálpi mér guð!. . . .” sagði Andras og barði hnefanum í borðið. Örin' sem Gyðingurinn með undrunar- verðum klókskap hafði beint að viðskiftavini sínum hafði hitt prýðilega í mark. Móðgunin, sem átti að hafa verið kastað að leiguliðanum með því að leggja hann að jöfnu við þennan hataða og fordæmda kynflokk, hafði valdið því að hann var orðinn eldrauður í andliti af reiði, en hinn æfilangi, rótgróni vani, að stilla sig, náði þó brátt yfirhöndinni. Frammi fyrir þessum manni, sem var í þjónustu hans, varð hann að vera rólegur, þótt hann þyrfti að beita sjálfan sig valdi til þess, svo hann endur- tók aðeins með hægð: “Hann er asni!” “Heyrðu mér nú”, sagði Gyðingurinn með ákafa, “aðstaða þín batnar með hverju ári. Bil- esky hefir nú veðsett þér allar sínar landeignir, nema óðalsetrið sjálft, byggingarnar, garðinn og nokkur útihús. Þú getur reitt þig á það sem eg segji, að fjárupphæðin sem þú lánaðir hon- um í dag með Sarda að veði endist honum ekki lengur en sex mánuði, eftir því að dæma hvern- ig hann eyðir og sóar nú hverri florin, sem hann nær í. Að sex mánuðum liðnum þarfnast hann meiri peninga, meiri og meiri. Þú átt næga peninga, þú getur látið hann hafa allt, sem hann þykist þurfa, en hann á þá ekki eftir eitt ein- asta fet af landi til að veðsetja. Þá geturðu lög- sótt hann með lítilsháttar viðbótar-kostnaði, og þú verður eigandi að öllum löndunum.” “Hann reynir þá að fá peningana til þess að komast úr skuldunum frá einhverjum þeirra, sem hann telur jafningja sína”, sagði Andras þurlega. “Þeir hinir sömu hafa aldrei neina peninga aflögu, þessir göfugu greifar og lávarð- ar á Ungverjalandssléttunni, þeir eyða hverjum skilding sem þeim áskotnast í mat og drykk, veizluhöld og óhóf, til þess að skara fram úr nágrönnum sínum í praktugheitum og óhófs- j lifnaði. Og þar að auki, þar sem þú varst fús til að lána meira út á löndin ,en þau í raun og veru .eru verð, þá myndi enginn vilja taka að sér veð- skuldirnar. Þeir myndu ekki vilja gera það, ef peningarnir hefðu komið frá einum þeirra þjóð- bræðra, þar sem okurvextirnir settu landeigand- ann á höfuðið. Þeir vextir sem eg set eru svo lág ir, að hver og einn getur greitt þá, og hagnast mikið”. “Eg veit það! eg veit það!” sagði Gyðing- urinn dálítið æstur. “Eg er margbúinn að ráð- leggja þér að heimta sanngjarnari vexti”. “Eg get ekki byrjað á neinum okraravið- skiftum. Eg verð að lána út peninga mína, þar j sem eg nú á þá, og mig langar til að kaupa landeignina, en móðir mín og eg myndum aldrei saurga hendur okkar á okri. Hvaða vexti greið- ir lávarðurinn af þessum síðustu tvö hundruð og fimtíu þúsund florins?” “Fimm þúsund mæla af hveiti, fjörutíu gripi og fimmtíu kindur”, sagði Rosenstcin, og rét-ti Andras skjalið. Kvíðafullur gaf hann nán- ar gætur að andliti unga manr.sins, meðan hann las. Professional and Business ===== Directory ---------■ Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C.LINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurcmce pnd Financia! ficents Sími 927 558 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggcrtson Bastin & Stringer Lögfrœðinqar Bank oí Nova Scotia Blds. Portage og Garry St. Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Charterod Accountanta 505 CONFEDERATION LIFE Bldg “Já, það stendur víst nokkurn veginn heima”, bætti hann við, um leið og hann braut skjalið saman og stakk því í vasa sinn. “Eg er nú að geta mér til,” sagði hann, — “hvað mikið þú hagnast á þessu.” “Þú veizt það fullvel, að eg græði ekkert á þessu, nema það sem þú gefur mér af góðsemi þinni.” “Jæja, eg lét þig hafa tvö hundruð florins fyrir þessa vinnu, ertu ánægður með það?” Ó hæzt ánægður. Eg er fátækur maður og— »» 303 AVENUE Bldfi — Winnlpsg CA.\A1H \.\ FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Dtrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 TELF.PHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken “Ef eg nokkurn tíma kemst að því, að þú hafir svikið mig í þessum viðskiftum, skal eg! br jóta hvert einasta bein í þínum vesæla saman- i skorpna skrokki”. “Þú ert að gera að gamni þínu! Hvernig gæti eg svo sem komið því við að svíkja þig, þótt eg vildi, sem eg sver við Abraham, að mér myndi aldrei detta í hug að gera, þú hefir séð skjalið undirskrifað af Bilesky lávarði, þú í- myndar þér þó ekki, að hann myndi skrifa und- ir það, án þess að lesa það yfir fyrst?” “Nei, eg get tæplega gert ráð fyrir því, að hann gæti verið svo mikill asni! Eg þori að segja að hann stingur einhverju smávegis að þér í of- análag, er ekki svo?” “Jæja . . . . já hann bauð mér eitt hundrað florins í morgun, og”, baetti Gyðingurinn við með einkennilegu nístandi hljóði milli tann- anna, “hann gaf mér góðan miðdegisverð.” “Nú, jæja þá, það var ágætt gamla hræða! er ekki svo? Þú færð ekki oft góðan miðdegis mat, þú ert of nirfilslegur til þess að fæða sjálf- an þig almennilega. Svo hann gaf þér vel að borða? Það gleður mig. Eg vona að þú hafir þakkað honum vel fyrir?” “Það var ekki mikill tími til að þakka hon- um í dag”, sagði Gyðingurinn, “en þakklæti mitt egtur ibeðið. Eg vona að innan tveggja ára verði eg búinn að greiöa honum að fullu, fyrir þann góða miðdegismat, sem hann gaf mér í dag. He! he! he!” bætti hann við, og nuddaði höndunum ánægjulega saman. “Eg er í mikilli þakkarskuld við hinn göfuga lávarð! en Moritz Rosenstein gleymir aldrei neinu, ef hann fær tveggja ára gjaldfrest, þá borgar hann, honum er sama um vextina, he! he! he! he! he! hann borgar þá líka . . . upp í topp.” Andras var hættur að hlusta á hann; hann hafði tekið upp skjal Bileskys, og las það yfir vandlega. Auðsjáanlega var hann að öllu leyti ánægð- ur með innihald þess, því hann braut það saman og lét það í vasann innan á treyjunni sinni. Hann hélt áfram að reykja í draumkenndri leiðslu, og gaf Rosenstein engan gaum, en starði stöðugt út yfir sléttuna í áttina til hins fjarlæga sólseturs, þar sem landeignirnar voru, sem honum voru svo kærar, landeignirnar, sem hann frá barnæsku hafði hlúð að og ræktað, oft við illa líðan og með beiskum tárum, fyrir harð stjórann sem lá nú í gröf sinni. Löngunin til að eignast þetta land með fullum rétti, var nú draumurinn, sem fyllti hinn ómótaða og hálf- menntaða hug hans. Það var draumur, sem fæðst hafði í sál hans frá því augnabliki sem hann var þess fullviss að hann hafði hald á miklum auðæfum. Að því eina takmarki stefndi hann, með því að erfiða alla daga, og læra á kvöldin. Ekkert verk var of erfitt, ef hægt var að ná þessu takmarki. Honum var vel ljóst fyrirlitningin, sem að- alsfólkið, samkvæmt aldagömlum erfðavenjum, hafði á alþýðunni, og gizkaði á að það yrði ekki auðvelt að þröngva Bilesky lávarði til þess að selja landeignirnar hinum fyrirlitna, ættlága bóndamanni, og leggja þannig grundvöll að jafnrétti milli þeirra, en hann vonaði að með tímanum myndi hann sigra. Hann hafði, nú þeg ar, mjög mikið veðláns—hald á þessum eign- um, sem honum þótti svo vænt um. Hann átti þær nálega, en þó ekki alveg. Rosenstein lofaði því, að hann skyldi brátt eignast þetta land. M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroora: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi • Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CÖ. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 c'--------------------- GRAHAM BAIN & CO. I PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS • ! 350% HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Rcs. Ph. 3-7390 \-----------—---------- J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennlremur selur hann ailskonar minnisvcrrða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sfmi 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netdng 60 Victoria St., Winnlpeg. Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDBON Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sfmi 405 774 F I N K L E M A N OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 ElUce Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 THOS. J!l kSII\ & SOHS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg ' | Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Spccialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.