Heimskringla - 22.04.1953, Blaðsíða 2
2. SlÐA
HEIMSKRINGLA
/
Hcimskrin^la
(StofnuO im>
Semui út ð hverjum miðvlkudegl.
Elgendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
Verfl blaOeins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THÉ VIKING PRESS LTD.
öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Rltstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnipeg
Advertising Managen GUNNAR ERLENDSSON
“Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Authorised eu Second Clasa Mall—Post Ofíice Dept., Ottawa
WINNIPEG, 22. APRÍL 1953
SÓL 0G SUMAR
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, dagurinn sem Matthías
kvað eitt sinn þetta um:
Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði!
Kom blessaður í dásemd þinnar prýði!
Kom lífsins engill—nýr og náðar fagur
í nafni drottins—fyrsti sumardagur!
Og í þessum anda er dagsins enn minst meðal fslendinga
beggja megin hafsins.
Og það skal á sama tíma benda á, að slík minning fer fram ann-
að kvöld í Sambandskirkjunni í Winnipeg. Hefir ágætlega verið
efnt til samkomunnar þar. Skemtiskrá er þar valin og þeir sem
þangað koma eiga þar eflaust kost á að hitta marga kunningja sína
—sem ánægjulegt er fyrir þá að geta heilsað og boðið, að gömlum
og góðum íslenzkum sið, gleðilegt sumar.
Vér segjum íslenzkum sið. Ef til vill er tyllidagur þessi óvíða
til nema hjá íslendingum. Samt sáum vér því haldið fram í Les-
bók Morgunblaðsins eitt sinni, að hjá ýmsum Mið-Evrópu þjóð-
um væru stór-útihátíðar haldnar til að fagna komu sumarsins. En
eitthvað var tekið fram um það, að þær væru bundnar öðrum minn-
ingum jafnframt og væru í raun og veru ekki sumardags fyrsta
fagnaður. Það mætti vissulega ætla, að koma sumarsins væri ærið
fagnaðar og tyllidagsefni öllum. En þeir sem hér búa og frá Ev-
rópu eru, telja víst að komu sumarsins hafi ekki verið tileinkaður
neinn sérstakur dagur; og hvorki þeir né aðrir minnist hans hér
vestra. Ef svo er, aetti það að vera okkur sérstök hvöt til að halda
uppi þessum mjög svo viðeigandi og fagra sið.
Þó veturinn væri hér mildur, hefir vorið verið kalt. Fer nú
vonandi upp úr sumardeginum fyrsta, að hlýna fyrir alvöru. Það
kemur að vísu ekki ávalt sumar með sumri eins og við segjum, en
ótrúlegt er samt, hvað forfeður vorir fóru nærri um hvenær veður
breyttust til hlýju á norðurvegum yfileitt, og meira að segja ann-
ars staðar en á fslandi. Val þeirra á sumardaginum fyrsta bendir
glögt, til þessa. Hér í Winnipeg t.d. höfum vér um mörg ár tekið
eftir því, að sumar verðrátta hefst ekki fyr en um sama leyti og
heima eða fyrir alvöru fyr en upp úr sumardeginum fyrsta. Við
höfðum eflaust vænst þess fyr en við fluttum hingað. En hitarnir
koma nú þegar þeir koma hér, eins og um frostin á vetrum má einn-
ig segja, og Káinn lýsir með þessari vísu;
Margt hef eg reynt um mína æfidaga,
margvísleg undur bæði heyrði og sá.
Margt hafa skáldin skýrt með aðstoð Braga,
skilningi flestra sem að ofar lá.
En undarlegast atvik sem eg tel,
að íslendingur skyldi frjósa í hel.
En þrátt fyrir óhófið í veðri hér öðru hvoru, hafa íslendingar átt
unaðsleg sumur og það er með þau í huga, sem Heimskringla bíður
þeim nú “GLEÐILEGT SUMAR”!
AUGUST MAGNÚSSON
Fæddur 25. október 1863
Dáinn 24. íebrúar 1953
“Mun syrgja margur;
Mest hver þekti bezt”
Steingr. Thorsteinsson
•
August Magnússon var fædd-
ur 25. október 1863 að Kot-
hvammi á Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu á íslandi. Foreldrar
hans voru þau hjónin Magnús
Magnússon og Margrét Jóns-
dóttir sem lengi bjuggu að
Bakkabúð við Miðfjörð í sömu j
sýslu; voru því bæði Húnvetn-
ingar.
Jón Árnason frændi Augústs
og Ögn kona hans að Illugastöð-
um tóku hann í fóstur þegar
hann var á fyrsta ári, og var
hann alinn upp hjá þeim þangað
til hann var 12 ára gamall, en þá
tók Jakob Bjarnason við jörð-j
AUGUST MAGNUSSON
Þeir fækka; okkar fremstu og beztu menn;
í frónska hópinn skarð er höggvið enn.
Og kona og börn hins látna, mæta manns
í minning horfa á auða stólinn hans.
f hljóði góðvinir gráta,
er gæfu til hans hafa sótt.
Að loknum dáðríkum degi
hann dreymir og sefur rótt.
Hann konan og börnin blessa
og bjóða honum “góða nótt”.
Því hann var þeim alt í öllu
um æfinnar löngu braut.
Og því er svo margt að þakka,
er þreyttur hann hvíldar naut.-----
Þau lifa það alt upp aftur:
þar eiga þau líkn í þraut.
Sig Júl. Jóhannesson
August Magnusson
inni af tegndaforeldrum sínum
hann var kvæntur Auðbjörgu
dóttur þeirra. Þá fór August til
Jakobs og var hjá honum tvö ár,
en að þeim liðnum fór hann aft-
ur til fóstra síns.
August hlaut miklu betri upp-
fræðslu en flestir unglingar áttu
að fagna í þá daga, og voru aðal-
lega til þess þrjár ástæður: í
fyrsta lagi var August óvenju-
lega námfús og fróðleiks þyrst-
ur; í öðru lagi lét Jón fóstri hans
sér mjög ant um að gera hann
sem bezt úr garði, andlega ekki
síður en líkamlega og í þriðja
lagi var skynsöm og upplýst
stúlka iengi vinnukona hjá þeim
hjónum, sem Valgerður hét
Bergþórsdóttir; hún lét sér ant
um að fræða August og kenna
honum alt, sem hún gat, og hún
var fróð um margt. Hann lærði
því skrift og reikning, dönsku
og fleira. Hann var því býsna vel
búinn undir lífsbaráttuna. Meðalj
annars lét fóstri hans hann læra
bókband og keypti honum verk-
færi til þess að vinna með að
þeirri iðn, gerði hann það á vetr-
um.
Þegar hann var 21 árs gamall
fór hann suður á Seltjarnarnes
til sjóróðra. Og þegar til Reykja-
víkur kom, lærði hann að synda
og stóðst próf í þeirri þörfu list.
Það skeði oftar á æfi hans en
einu sinni, að hann nálgaðist
eitthvert mikilsvarðandi tak-
mark, sem brást alt í einu og
skapaði honum vonbrigði. En
hann lét þá aldrei hugfallast;
hugsaði málið og sá nýjar leiðir.
Þannig var það þegar hann hafði
ákveðið að hef ja nám við búnað-
arskóla. Hann var ferðbúinn og
vonirnar himin háar. En þá komu
yfir landið afskapleg harðindi,
hafísar og hungur svo að til
vandræða horfði. Varð hann þá
að nota það litla fé sem hann átti
foreldrum sínum til bjargar.
Námshugmyndin varð ómöguleg
og hann sneri tafarlaust við
blaðinu og ákvað að flytja til
Vesturheims með þeirri hug-
mynd að geta bjargað fólki sínu
frá því hallæri sem þá virtist
vofa yfir landi og lýð.
Ferðin hófst 24. ágúst á skip-
inu “Camaence”. Voru þar 700
farþegar (300 íslendingar). Var
lent í Granton og farið þaðan
með járnbrautarlest til Quebec.
Á leiðinni yfir hafið kyntist
August skotskum manni sem T.
C. Rae hét; var hann verzlunar-
stjóri fyrir H. B. félagið. Þessi
maður vildi fá tvo íslendinga til
þess að vipna fyrir félagið. Aug-
ust gaf sig fram ásamt öðrum ís-
lendingi, sem hét Sveinn Berg-
mann Þorbergsson. Þeir réðust
hjá félaginu til árs. Hvernig á
því stóð að Rae vildi sérstaklega
fá íslendinga vissu þeir ekki, en
sjálfsagt hefir það verið vegna
þess að þeir (íslendingarnir)
hafi verið reyndir hjá félaginu
sem góðir og trúir starfsmenn.
Þegar árið var liðið vildi fé-
lagið ráða þá til annars árs. Þor-
bergsson gat ekki verið lengur
vegna þess að honum leiddist, en
August réðist áfram. Bað hann
félagið að lána sér $100.00 og var
það auðfengið. Hann sendi for-
eldrum sínum þessa $100.00.
Seinna hjálpaði hann þeim og
systkinum sínum til þess að
flytja vestur.
WINNIPEG, 22. APRÍL 1953
i
% OKKAR Á MILLI %
Eftir Guðnýju gömlu
Eg flyt þeim innilegar þakkir, sem skrifað hafa mér eftir mína
fyrstu grein. Eg rétti út hönd mína til hinna nýju Canadamanna, þar
á meðal til yðar, er eignast hafið nýtt fósturland - og það er ekki langt
síðan að hin litla fjölskylda okkar fyrst stgig á canadíska grund. Fyrir
tilstiili þessara dálka geri eg mér vonir um að geta á ýmsan hátt greitt
gotu yðar í mu nýja heimkynni yðar. Eg man glögt. hvað eg var feiminn,
er eg fyrst kom í búð hér til að verzla—en nú er slíkt löngu um garð
gengið og nú skemti eg mér við slíkt. Á hverju kvöldi sagði eg manni
mínum frá æfintýrunum og hvernig eg lærði alt af ný og ný orð. Og
fór eg að hlakka til verzlunarferðanna.
Eitt með því fyrsta, sem við urðum að gera
var það, að athuga um peninga okkar, þó ekki
væru þeir miklir! Þeir voru þó eina tryggingin,
sem við áttum. Eg fór hálf smeyk inn á skrifstofu
IMPERIAL BANKANS, og fékk strax hughreyst-
ingu hjá hinum prúðu bankaþjónum, er skýrðu
fyrir mér hvernig stofna mætti sparisjóðsreiikn-
ing og hvaða vextir greiddir af innstæðu, farið
var vanalega með okkar litla innlagsfé í Imperial _ - -
bankann og lagði reglulegan við höfuðstól. Nú er eg upp með
því að Imperial bankinn er okkar banki!
Hugsið yður annað eins? Það var liðinn mánuður þegar eg vissi að
til væru vefjarklútar. Og þegar eg korn heim með fyrsta pakkan af
Face Elle, kvaddi eg saman alla fjölskylduna til. að sýna henni-furðu-
verkið. Síðan höfum við sannfærst um Face Elle er til margra hluta
nytsamlegt—bæði þriggjaraða klútarnir í gula kassanum og tveggja í
þeim grænu, eiga ekki sína lfka; engir vasaklútar, sem þarf að þvo og
heldur ekki að straua! Fáið yður pakka af Face Elle næst er bér farið
í búð. 1
Það er auðsætt, að í nýju landi er margt, sem maður þarf að kynn-
ast. Og margir hlutir varða einkum húsmæður.
Mig dreymdi aldrei lieima um eldavél, sem líkt-
ist Gurney. Eg hefi ekki trúað því að eldavél
hefði jafn marga sérkosti. Þegar eg þarf að fara
út læt eg matinn í ofninn og sjálfvirkt áhald
heldur svo jafnri og nákvæmri suðu, að þegar
eg kem heim er máltíðin reiðubúin. Gurney vél-
in sparar mér meiri tíma en mig óraði fyrir. Eg
vona að,. reynsla yðar verði hliðstæð minni
reynslu.
mér af
Árið 1891 keypti August helm-
ingin af þvottahúsi: “Brandon
Laundry” og gekk í félag við
Jón Jónsson, sem var klæðskeri
og átti þvottahúsið. Féll þeim
vel saman og gekk vel. En þá
komu svo mikil leiðindi yfir
j móður August að hann varð að
yfirgefa Brandon og flytja út á
land með foreldra sína. — “Því
hvers virði er góð staða og pen-
ingar ef ánægju brestur”, sagði
hann sjálfur. Hann hafði nú þeg
ar fyrst fórnað glæsilegu náms-
skeiði og í öðru lagi arðvænlegu
verzlunar fyrirtæki og sýnir það
hversu góður og skyldurækinn
sonur hann var.
Hann flutti frá Brandon til
ísafoldar-bygðar 1894, en árið
1896 flæddi yfir þá bygð, svo
flestir flýðu þaðan til Grunna-
vatnsbygðar.
Um þetta leyti trúlofaðist
August Ragnheiði Jóhannsdótt-
ur Straumfjörð og flutti til
Engeyjar. 5. febrúar 1898 voru
I þau gift í Engey af séra O. V.
Gíslasyni. “Og var það”, segir
August sjálfur, “byrjun á nýjum
framsóknarhvötum, nýrri ánægju
og kærleiksríku lífi, ásamt full-
kominni lífs alvöru, samfara
hinni unaðsríku ástarsælu.”
Árið 1899 varð hann vitavörð-
ur í Mikley og gegndi því starfi
í 5 ár. Nýgiftu hjónin voru sæl
og hamingjusöm, ekki einungis
þessi fyrstu ár sambúðarinnar,
heldur alla þá hálfu öld sem
hamingjan leyfði þeim samvistir.
Getur August þess í dagbók
sinni hversu oft og stundum
lengi, Ragnheiður hafi verið ein
við búskapsbaslið”, þegar hann
varð að vera í burtu. Og svo seg-
ir hann þetta: “En alt var það
borið án möglunar, og altaf var
heimkomu minni fagnað með
hinu sama ylríka, einlæga við-
móti og blíðu.” í einingu var
notið ár.ægjunnar og í einingu
voru bornar þrautirnar. Þannig
lýsir August sambúð þeirra
hjóna, og þannig var hún. Aug-
ust var prýðilega hagmæltur, þó
hann færi dult með það. Hafði
hann það fyrir reglu að yrkja
kvæði eða vísu til konu sinnar á
afmælisdaginn hennar, en það
var einnig giftingardagur þeirra
hjóna.
Þegar Coldwells-sveit var
stofnuð var August kjörin skrif-
ari og féhirðir og hélt hann því
starfi í aldarfjórðung með mestu
nákvæmni, ráðvendni og hag-
sýni.
August Magnússon var djúp-
vitur maður og mæta vel gefinn.
Hann fylgdist vel með öllum
málum, erlendum jafnt sem inn-
lendum, rígbatt sig aldrei nein-
um flokki, en var stefnutryggur;
enda var trygðin eitt aðal ein-
kenni hans.
Þau hjónin eignuðust alls
fimm börn, tvær dætur, sem báð-
ar dóu kornungar og þrjá syni,
sem allir eru á lífi: Agnar Rae,
kennari við miðskóla í Winni-
peg, Jóhann Magnús bifreiða-
smiður í Winnipeg og Kristberg
Margeir, vinnur við kornverzlun
í Winnipeg, allir kvæntir. Þau
áttu einnig þrjár fósturdætur,
voru þær allar systurbörn Aug-
usts. Systir hans dó frá þeim
ungum, en faðir þeirra var dáinn
áður; stúlkurnar voru því mun-
aðarlausar, hann gerði sér hægt
um hönd, fór með þær allar heim
til sín og ól þær upp. Fóru þau
hjón með þær eins og þær væru
þeirra eigin dætur. Enda hafa
þær reynst fósturforeldrum sín-
um eins og beztu dætur.
August Magnússon var merki-
REGISTERED
AND CERTIFIED
SEEd
GOOD SEED INCREASES
PRODUCTION
See our Agent for priccs ond particulars
on cereol ond forage seed ^
See your FEDERAL AGENT for free germination service.
FEDERAL GRAIN
L I M I T E D
S E R V I N G PRODUCERS ACROSS THE CANADIAN WEST
I
Öll beztu einkenni stórra bíla—með allan sparnað
léttari bíla og auðveld í meðförum!
Skoðið hinn nýja Hillman Minx bíl —
hann er raunverulega nýr. Hvorki meira né
minna en 33 nýir sérkostir í gerð og undir-
stöðu! Auðvelt að koma í bílastæði (engrar
orkustjórnar þörf). Líður áfram yndis-
lega . . . afar stöðug á veginum líkt og
húð af málningu (jafnvægi er aðalástæð-
an!). Og þér njótið alls þess sparnaðar,
sem Minx bílar eru frægir fyrir — alt að
35 mílur á gollónu . . . og ágætt skiptiverð.
Og hugfestið — sjö verksmiðjuútibú og
yfir 700 umboðsmenn í Norður-Ameríku,
tryggja ábyggilega afgreiðslu og varahluti
til aksturs.
Hyggið á ferð yfir hafið? Finnið bílasal-
ann og spyrjist fyrir hjá honum um hina
hagkvæmilegu afgreiðslu þessara bíla
handan hafs.
FLEIRI BÍLAMÍLUR
Fyrir dollar!
*Fleiri bílar hlutfallslega fyrir
dollar, er þér festið kaup.
*Fleiri mílur fyrir dollar á
ökuferðinni
The
NewJl
ANNIVERSARY
HILLMAN TTLLrtx
A PRODUCT OF THE ROOTES GROUP
ROOTES MOTORS (CANADA) IIMITED
Concessionoires for the ROOTES GROUP and ROVER PRODUCTS
VANCOUVER • TORONTO • MONTREAL • HALIFAX
GUiHJafajajajEjaiajaiEiajHjatiHfajajajajajajajajHiHiaiHjafBjrHJHjaiHJHfHiajarajHJHÆiaiaajajHJHjajajaizrzraraiHJBJajajI
KIEU/