Heimskringla - 29.04.1953, Síða 3

Heimskringla - 29.04.1953, Síða 3
I WINNIPEG, 29. APRÍL 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA eyðandi sveit og bæ og fiskimið- um, heldur en erlent ok um beygðan háls. Látið oss sitja landið virt í griðum. Lýsið í þjóðarhelgi sérhvern blett. Veitið oss trausta vernd á öllum sviðum. Tengið í sanna eining stétt með stétt, starfandi að því að vernda helg- an rétt. Kvæðabálkurinn er í heild sinni svipmikill með sterkum til þrifum, þrunginn heitum þjóð- ræknisanda; í einu orði sagt, djarfmæltur eggjanaróður til dáða og trúmennsku við ætt og erfðir. Ljóðformið, víxlrímuð kliðhenda, fellur einnig vel að efninu. Má sannarlega hið sama segja um myndskreytingu Hall- dórs Péturssonar listmálara, sem gerð er af mikilli snilld, að öðru leyti er frágangur sérprentunar- innar einnig hinn prýðilegasti. FRÁ ÍSLANDI VESTUR-ÍSL. KENN- ARI AÐ LAUGUM Vestur fslendingurinn Páll Aðalgeir Sigurðsson frá Winni- peg, hefur dvalið á Laugum í Reykjadal á vegum fræðslumála- stjórnarinnar í 3 vikur. Flytur Páll fræðsluerindi um Kanada og kennir ensku. Hefur hann dvalið á Hólum í Hjaltadal sömu erinda og mun ef til vill ferðast til fleiri skóla í þessu skyni. Páll Aðalgeir kom hingað til lands í haust sem leið með konu sinni til þess að læra íslenzka tungu til fullnustu, enda hefur hann mikinn áhuga á landi og þjóð. Foreldrar Páls eru bæði ís- lenzk af þíngeyskum ættum. Föðurætt: Oddur Sigurðsson. Oddssonar Benediktssonar frá Hóki í Kinn. Móðurætt: Pálína Jónsdóttir Þorlákssonar Jóns- sonar frá Stóru-Tjörnum í Ljósa vatnsskarði. Á Páll hér allmargt skyldfólk. Er Guðrún L. Oddsdóttir á Sandi ekkja Guðmundar Friðjýnssonar skálds, föðursystir hans. —Mbl. 27. marz ★ “Landið gleymda’’ heitir nýtt leikrit eftir Davíð Stefánsson, sem enn á að sýna í Þjóðleikhús- inu í Reykjavík. Leikendur eru sem nú á að sýna í Þjóðleikhús- alls 70. Efni leiksins er um Grænland. ♦ Minnisvaröi tilbúinn á nsesta ári Minnismerki Skúla Magnús- sonar, gert af Guðmundi Einars- syni frá Miðdal, er nú fullgert í frummvnd og verður minnisvarð inn steyptur í eir, tilbúinn upp úr næstu áramótum. Sjálfsagt er talið að minnis- rnerkið verði sett upp við Aðal- stræti, en við Aðalstræti stóðu Innréttingarnar, eins og flestum mun kunnugt. —Þjv. SKEMMIST AF ÞURKI Tré eitt sem haldið er að sé með elztu og stærstu trjám Am- eríku ,er að skemmast af þurki. Tréð er hið fræga Kýprus-tré (grátviður) í Santa Maria del Tule í Mexico. Um aldurinn er sagt að hann geti verið alt 3000—5000 ár. Um það mun ekki vissa. Tréð er 165 fet á hæð (svipað °g 15 gólfa bygging) og 160 fet í ummál. Ferðamenn hafa komið langt að til að sjá tréð. En nú er líf þess í hættu vegna þurka. Hafa Bandaríka og Mexicobú- ar ýmsir tekið höndum saman um að safna fé og leggja í vants- virkjun er trénu sér fyrir 10,000 gallónum af vatni á dag. Mun það halda því við. Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) ' -------- Irnaa greifafrú bjóst við einni eða tveimur fjölskyldum þeirra, er næst bjuggu, til mið- dagsveizlu; myndu þær koma í sínum eigin ferðatækjum, báðum megin við Tarna-ána. Bil- esky hafði lagt til keyrslutæki handa þeim af gestunum, er áttu langt að sækja og daginn áð- ur höfðu hestvagnar verið sendir í allar áttir til þeirra staða, er brautir lágu að frá aðalveg- inum, og búist var við gestum frá; en skrautleg- ustu keyrsluvagnarnir, með völdustu hestunum úr Bilesky hesthúsunum, höfðu verið sendir til Göngys nóttina áður, til þess að taka þar á stöð inni á móti þeim gestum sem komu svo langt að, að þeir þurftu að ferðast með járnbrautar- lest. Myndi það aðallega vera yngra og fínna fólkið, sem hafði komist til Budapest, eða jafn- vel til Vínarborgar, og hafði vanist þessum hræðilegu uppfyndingum Satans, er voru á borð við þreskivélar Bilesky lávarðar, sem sé járn- brautarlestunum. Allt eldra fólkið kaus heldur þá tegund ferðatækja, sem höfðu dugað feðrum þess og öfum—hina þungu, en mjúku og þægilegu keyrsluvagna, með fjórum, skrauttygjuðum og fótfimum hestum fyrir úr þeirra eigin hrossa- hjörð, sem brunuðu ekki með djöfuls flýti eftir járnteinum, sem gátu sannarlega ekki verið bún- ir til annarstaðar, en i verkstæði Satans sjálfs. Húrra! Húrra! Hróp í fjarlægð, þrumandi hófatök, hringl í aktygjum, gefa til kynna komu fyrstu gestanna um klukkan ellefu. “Byrjið móttökumarsinn!”hrópaði Bilesky gegnum loftsglugga, og flokkurinn hóf fjörug- an mars eftir merki stjórnarans. Þarna komu fyrstu gestirnir —Kantassy- fjölskyldan, næstu nágrannarnir, sem aðeins búa í fárra mílna fjarlægð, og fyllti tvo stóra vagna; það er stór fjölskylda, og kemur með nokkra þjóna með sér. Sannir Magyrar, hvað allan útbúning snert- ir, ökumennirnir og hestasveinarnir í þjóðbún- ingnum, víðum, hvítum línbuxum, og hvítar lín- ermar flaksast í vindinum, stuttir skrautsaum- aðir leðurbolir, rauð húfa og glansandi stígvél. Með liprum og æfðum handtökum stýrir öku- maðurinn fimm eldfjörugum hestum gegnum hin opnu, breiðu hlið Bilesky-hallarinnar, og stöðvar þá af mikilli snilld fyrir framan hall- ar dyrnar. Glansandúrauðu aktýgin, með skrautlegum skúfum og fáguðum látúnsbúnaði, glitra og hringla í miðdegishitanum. Þrjár skrautlega klæddar meyjar, tveir ung ir menn, hinn gildvaxni Kantassy greifi, og hin horaða, frekar ólundarlega kona hans, stíga öll út úr stóru vögnunum, og fara masandi, áköf og spennt inn í hina stóru forstofu, og upp stig- ann fram hjá líkneskinu af hinum drembna Húna-stríðsmanni: “Isten hozta!” (Komið heil) handabönd og mikið af kossum, þegar Janko opnar virðulega setusalsdyrnar, þar sem Bil- esky lávarður og kona hans bíða gestanna. “Mariska; en hvað þú ert orðin há! og Sar- olta, eg hefði ekki þekkt þig, og litla Emma er að verða falleg stúlka eftir allt saman!” segir greifafrúin, um leið og ungu stúlkurnar kyssa á hönd hennar og hneigja sig kurteislega. Elzta dóttir Kantassy greifafrúarinnar, og hennar eigin dóttir, Ilonka, voru jafngamlar, og lík- legt, að álitamál yrði ef til vill, hvor þeirra yrði talin fríðari; en Irma greifafrú tók eftir því sér til mikillar gleði, að Mariska hafði tvær ból- ur á enninu, sem sáust mjög greinilega, þrátt fyrir það að móðir hennar hafði látið hana reyna að hylja þær með hárlokk! Stúlkurnar víkja sér til hliðar, hæverskar og rjóðar, meðan foreldrarnir tala saman; mæðurn- ar, eftir að hafa minnst á hina slæmu vegi, eru undireins farnar að tala um væntanleg manns- efni handa dætrum sínum; feðurnir spjalla um ágæta uppskeru-á þessu ári, og hversu allir gætu vænt ríkulegra vínbirgða. • “Eg get bókstaflega ekki lýst því eins og skyldi”, hvíslar Kantassy greifafrú, “hvað Barto Siga dáist mikið að Marisku. Hann væri nú að flestu leyti ákjósanlegt mannsefni, en til allrar óhamingju er hann, eins og þú veist, í utanrík- isþjónustu á Englandi og Frakklandi, hefir hann einhvern veginn fengið þá hungmynd að stúlkur ættu að gefa sig að öðrum hlutum, og ekki einungis því, að líta fallega út. Eg held að þessar útlendu stúlkur séu hræðilega framar sumar þeirra lesa skáldsögur, og fara allra sinna ferða út einar. Hamingjunni sé lof! að Mariska hagar sér alls ekki þannig; hún er eins hæversk og saklaus, eins og jafnvel eg get óskað eftir”. “Hún er sannarlega lagleg stúlka”, sagði húsmóðirin, með eftirtektarverðri vöntun á sann færingu í röddinni, “og Barto Siga myndi vera ágætt mannsefni handa henni. Auðvitað er þér kunnugt um, að við höfum hafnað honum II- onku til handa”. “Þú gerir mig hissa, vina mín”, svaraði greifafrúin dálítið kaldranalega. “Eg myndi hafa haldið að Ilonka væri alls ekki við hans hæfi. Það er ekki langt síðan að hann sagði að sér þætti hún fölleit. Finnst þér það ekki sjálfri? Nei? Ja, jæja! Ef til vill verðið þið svo heppin að finna mann, sem dáist að fölleitum litarhætti; eg hefi komist að því, að það er mik- ið dáðst að hinum rjóðu kinnum Marisku.” “Ilonka hefir, að þessu, ekkert skort aðdá- endur”, svaraði húsmóðirin, mjúk á manninn; “það fer sannarlega að verða vandasöm aðstaða fyrir okkur að hafna bónorðunum, hún fær svo mikið af þeim.” “O, jæja, það er nú svona góða mín”, hreyti Kantassy greifafrú fram úr sér, eins og síðustu kveðju-áréttingu, að hún er einbirni og biðlarnir vita að hún er erfingi að óðalsetr- inu og Kisfalu, og fær Sarda í heiman mund . . . En hvar er hún annars blessunin?” bætir hún við, finnst ef til vill að samtalið sé farið að verða dálítið óveðfeldið. “Mariska mín, eg er al- veg viss um, að Irma greifafrú gefur þér leyfi til að fara til Ilonku, sem hlýtur að vera búin að klæða sig; ykkur mun þykja gaman að sjást”. “Já, mamma!” “Sarolta og Emma mega fara líka”. “Já, mamma”.. Og ungu meyjarnar þrjár, sem uru glaðar af því, að losna úr návist eldra fólksins, ætluðu að fara. “Bíddu augna blik, Mariska! Þið megið all- ar taka af ykkur hattana og hanskana, og laga á ykkur hárið, áður en þið komið niður aftur”. “Já, mamma!’ Og eins og littlir ungar, sem sleppt er úr búri, fóru stúlkurnar út úr herberginu, og kvöddu með gamaldags hneigingum. “Þær eru yndislegar!” segir húsmóðirin, með grunsamlega mikilli ljúfmensku. “Eg held að þær séu mjög vel uppaldar,” svarar móðirin með metnaði. “Góði vinur”, tekur hin háværa rödd Kant- assys greifa fram í, “þú mátt trúa því að þessi vitfirringsháttur þinn með þessar fráleitu vélar, nær engri átt. Sáði ekki faðir þinn og afi, og faðir minn og afi, einhverjum hinum beztu korntegundum, og uppskáru þeir ekki einhvert hið ágætasta hveiti, sem til var í heiminum, og möluðu þeir ekki kornið án allrar aðstoðar þess ara útlendu uppfyndinga? Hvað vonastu eftir að hafa upp úr þeim nema það að komast í klærnar á Gyðingunum, því þessir hlutir kosta peninga, sem að þessu, lof sé guði, enginn okk- ar hefir haft neina þörf fyrir”. “En heilla karlinn, á Englandi .... byrj- aði Bilesky með spekingssvip. “Já, segðu mér ekkert um það bölvaða land. Hvað veit eg um það nema að það er einhvers- staðar nálægt hafinu, að korn þeirra er gróf- ara en það sem við gefum svínunum okkar og að þar er búið til vín úr stöngulberjum? Mér er spurn hvað þekkja þeir til hveitis eða vínberja? Því í fjandanum framleiða þeir það ekki með þessum Satans uppfyndingum sínum? “En hugsaðu þér allan vinnukraftinn, og alt erfiðið sem þetta sparar!” “Hvaða vinnukraft og hvers erfiði?” “Þessa lata, óábyggilega og ómögulega vinnulýðs. Ef honum eru gefnar fleiri frýstund ir og fleiri tækifæri til að auðgast, þá eignast hann meira land en við, og hrekur okkur aðals- mennina af jörðum okkar og heimilum, á sama hátt og þessir bölvaðir Gyðingar eru byrjaðir á. Meðan bænda og vinnulýðnum er þröngvað til að vinna yfir okkur, og hann fyrir lítil eða engin laun, en er barinn duglega, á meðan virðir hann okkur og óttast. En sé honum gefinn tími og tækifæri til að auðgast, eignast stór lönd, þá sannarlega fer hann að halda að hann sé ökkar jafningi, og ætlast til þess að fá að krjúpa við hlið okkar í stúkunni okkar í kirkjunni, og meira að segja að halda að synir lýðsins, — al- múgans, séu réttbornir til að giftast dætrum okkar.” “Það eru engir erfiðleikar á því að halda þessum leiguliðum og vinnulýð frá sér í hinni réttu og hæfilegu fjarlægð, jafnvel ekki hinum ríku. Tökum til dæmis Andras Kemeny, sem hef ir Kisfalu—landeignina mína á leigu. Það er sagt að sá maður eigi víst fjórar eða fimm milj- ónir, sem hinn gamli svíðingslegi faðir hans lét eftir sig í vínámum, og þó er hann hæðst ánægð ur með að leigja Kisfalu af mér, og eg er viss um það, að í hvert skifti sem hann mætir mér, tekur hann kurteislega ofan fyrir mér, eins og land- eiganda og lánardrottni sínum.” “Og þér er alvara að segja mér það, að það búi leiguliði á landeign þinni, sem eigi miljón- ir? Það hafa einhverjir fyllt þig af tröllasög- um, kunningi.” “Það eru engar tröllasögur, þó að upphæðin sé ef til vill eitthvað orðum aukin; hann hefir sannarlega mikið af peningum, og græðir mikið á að selja skepnur og vín”. “Jæia þá, eg kalla það bara svívirðilega móð gandi af leiguliða að vera svo ríkur. Það eru bara mestu undur, að hann hefir ekki boðið að kaupa eitthvað af landeignum þínum!” Professional and Business — Directory- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroora: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi "S Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) S.. BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe 8c Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Writc For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 — GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350y2 HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 1 S.„ DR. A. V. JOHNSON DENTIST * 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St. Simi 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Darac Ave. Ph. 932 9M Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season Iize in Wedding and Concert Bouq uets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMIT ED selur líkkistur og annast um útfarir. Aliur útfjúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minmsvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Wi'nnipeg Lnion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettlne 60 Virtoria St„ Winnipeq. Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDBON Halldór Sigurðsson *c SON LTD. Contractor & Builder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave PHONE 922 496 Winnipeg Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 THOS. JACKSOK & SIIVS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 —•> J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. 'N

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.