Heimskringla - 17.06.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.06.1953, Blaðsíða 1
 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the , ,i , Bright Red Wrapper l AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops iu Quality & Taste” 6ANADA BREAD —iook for the Bright Red Wrapper LXVII ARGA 'íGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 17. JÚNÍ 1953 NÚMER 38. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR PRÓFS ÚRSLIT Við Manitobaháskóla fór ný- lega fram próf í neðri bekkjum skólans, fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða bekk. Fara hér á eftir nöfn íslenzkra nemenda er próf- m tóku, og verðlaun hlutu, að þessu sinni. (Skýrslur yfir burt- fararpróf hafa áður verið birtar. Andrea K. Sigurjónsson tók fjórðabekkjar próf og hlaut ís- bister verðlaunin $80.00 Arnold B. Björnsson ,tók 3ðja bekkjarpróf í Civil Engineering og fyrstu Isbister-verðlaun $80. (Var hæstur í bekk.) Richard A. Johnson, tók 3ðja bekkjarpróf í Electrical Engin- eering — Engineering Physics; hlaut fyrstu Isbister verðlaun $80.00; var hæstur í bekk. Hann er sonur próf. og Mrs. Skúli Johnson. Erlingur K. Eggertson tók 3ðja bekkjarpróf í lagaskólanum —hlaut fyrstu Isbister verðlaun $80.00 og bækur $20 virði. Hann et sonur Mr. og Mrs. Árna Egg- ertssonar. Var hæstur í bekkn- um. Jón Sigurðson tók próf í öðr- um bekk í Arts and Science með hæstu einkunn. Hlaut hann Marcus Hyman Menorial verð- laun $75.00. Hann hlaut og heið- ursviðurkenningu fyrir náms- framistöðu sína. Hann er sonur Dr. og Mrs. Lárus Sigurðsonar. Allan A. Beck tók próf í öðr- um bekk í Pharmacy og hlaut Isbister verðlaun $60.00. Hann er sonur Mr. og Mrs. J. Th Beck. GRADUATES OF ICELAND- IC EXTRACTION AT U. of S. Bachelor of Arts: Mildred Gudmundson, Mozart. Bachelor of Commerce. Geraldine Janet Steinson, Saskatoon, Sask. Bachelor of Science in Agri- culture. Kenneth Leo Melsted, Wyn- yard, Sask. Master of Science in Agri- culture. Conrad Gíslason, B.S.A., Leslie, (Nov., 1952) í skýrslu Heimskringlu af burtfararprófunum frá Manitoba háskóla, sást yfir nafn eins nem- enda. Það var nafn Leifs Júlíus Kallgrímssonar, er lauk embætt- isprófi í lögurn með fyrstu ágæt- is einkunn. Hann hlaut auk þess verðlaun. Hann er sonur T. L. Hallgrímssonar kaupmanns og frú Elinborgar Hallgrímsson. — Heimskringla óskar hinum nýja lögfræðingi til heilla. SAMBANDSKOSNING- AR 10. ÁGÚST Sambandsstjórn Canada hefir ákveðið, að kosningar til sam- bandsþings fari fram 10 ágúst á þessu sumri. Kosningar lágu nú fyrir dyr- um. En þessi tími þykir einn hinn óhentugasti fyrir þær. Gagnrýna foringjar íhalds- og GCF flokksins mjög tíman, segja kosningarnar eins ótíma- bærar og hægt sé að hugsa sér. Fyrst og fremst sé þetta hvíldar tími verkamanna, sem líklegir séu að vera burtu og geta ekki greitt atkvæði. Að hinu leytinu séu þeir einnig sem heima eru og um verkin sjá ekki í þeim ham, að vera að hugleiða kosninga- uiál; hafi alt annað að gera. — ^essir menn hafa mikið til síns máls. Að kosningarnar hefðu átt að bíða til haustsins, og þess tíma, er almenningur getur bet ur sint þeim, er skoðun flestra, er hafa látið til sín heyra um það. NÝR FYLKISSTJÓRI í Manitoba hefir John S. Mc- Diarmid, verið kjörinn fylkis stjóri í stað Hon. R. F. McWil- liams Q. C., L.L.D. er af starfi lét. Hefir hann verið fylkisstjóri síðan 1. nóv. 1940 og því lengur en nokkur annar fylkisstjóri í Canada; er 79 ára. Hinn nýi fylk isstjóri er 70 ára, var fyrst kos- inn á fylkisþing 1926 og hefir síðan verið á þingi og ráðherra einnar eða annarar deildar frá 1932 til þessa dags. Laun fylkis- stjóra eru $9000; auk ýmislegs embættisverka kostnaður. STJÓRNLEYSINGJAR Stjórnleysingjum eða anark- istum var órótt í Lundunum á krýningardaginn 2. júní. Þeir sögðu krýninguna viðburð, sem enginn skyni borinn, sjálfstæð- ur maður ,gæti horft upp á. — Bjuggu þeir sig því með nesti og nýja skó út í sveit, heldu þar skógargildi, fluttu skammarræð ur um stjórnir af hvaða tæi, sem væru, en mintust Breta drotn- ingar ekkert sérstaklega. Krýn- ingin fór bara í taugar hvers sanns stjórnleysingja. Þeir eru sagðir and-kommúnistar. HUNGUR f KÍNA í Boston blaðinu Christian Science Monitor er — haldið fram, að meira hungur vofi nú yfir í Kína, en gert hafi nokkru sinni síðan kommúnistar tóku við völdum. Fæðuskortur kreppir að 4,000,- 000 bændum. Ríkið hefir oft orð ið að sjá þeim fyrir þörfum sín- um, en nú eykst þörfin vegna mjög rýrrar uppskeru er af ó- hagstæðu veðri stafar. Ofan á þetta bætist, að stjórn- in verður að greiða með korni fyrir vörur frá erlendum þjóð- um fyrir vélar og aðrar nauð- synjar, því annað er ekki til að greiða með fyrir það. Fólk í héruðunum sem fyrir uppskerubresti hafa orðið ,er hvatt til að leggja alla stund á garðrækt og melónurækt, sem betur sprettur en korn, og búa að því. VERÐUR ST. JOHN RÁÐHERRA Dagblöð þessa bæjar nefndu Jack St. John líklegan til að verða valinn ráðh. náttúrufrið- inda fylkisins í stað J. S. McDiar mid. Winnipeg hefir aðeins einn ráðherra. Skoðun margra er að þeir megi ekki vera færri en 2 eða 3. Auðvitað ættu helmingur ráðherra að vera úr bænum. 600 ÁRA HÁTÍÐ Stofnunar svissneska lýðveldis ins, verður minst í höfuðborg- inni Bern í Sviss á þessu ári. Samband svissnesku fylkjanna átti sér stað 1291. En Bern fylk- ið eitt hið stærsta og fólks mesta sameinaðist ekki landinu fyr en 1353. Og nú eru 6 aldir síðan Ástæðan fyrir sameiningu fylkj- anna var yfirgangur þýzku keis- aranna. íbúar Sviss eru 75 p.c. þjóðverjar, hinir Frakkar og ít- alir. Sviss hefir um langt skeið átt við frið og hlutleysi að búa. Land ið er sagt að hafi eina hina frjáls Séra Valdimar J. Eylands Bygðarhátíð að Mountain, N. D. RICHARD A. JOHNSON (Hlaut fyrstu Isbister verðlaun í nýafstöðnum prófum) ustu stjornarskra sem nokkurs viku. Eru þau honum fyrir sina staðar er að finna. í Genf (Gen- hönd og lesenda sinna mjög eva) hafði Þjóðabandalagið sína þakklát. bækistöð, meðan það starfaði. — * * - * í grend við Luzern er marmara- ljón, höggvið af Thorvaldsen til minningar um fallna hermenn í stjórnarbyltingunni í París 1792. KOSNINKARNAR Úrslit kosninganna í Mani- toba eru líkleg til að verða á þá ieið, að liberalar hafi 33 sér fylgjandi, að með töldum tveim ur óháðum þingmönnum, en andstæðingaflokkarnir hafi til samans 22 þingmenn. Kosningu eru þeir víðast að ná sem flest atkvæði höfðu, eftir fyrstu talningu og getið var í síðasta blaði. í Mið Winnipeg eru þessir kosnir: Swailes, Juba, St. John, og Scott. B. C. KOSNINGIN Fullnaðar fréttir af kosning- unum í British Columbia fylki, eru ekki komnar, og þeirra er ekki von fyr en í lok þessa mán- aðar. Eftir fyrstu talningu at- kvæða var þó ljóst að Social Credit flokkurinn mundi vinna með hollum og heilbrigðum meirihluta. í hlut hans voru 4. kosnir en 26 eru á undan. CCF hafa 2 kosna og 13 á undan. Verkamenn eru á undan í einu kjördæmi, liberalar í tveimur. Þingmenn tru alls 48. W. A. C. Bennett leiðtogi Social Credit flokksins er því líklegur að hafa betri aðstöðu á næsta þingi en á þinginu áður. 75 ára minningarhátíð íslenzka Iandnámsins í Norður Dakota, sem fór fram þar í sveit á sunnu- daginn og mánudaginn, 14. og 15. júní, tókst í alla staði ágætlega, og var öllum sem að stóðu til hins mesta sóma. Sérstakar hátíðaguðsþjónust- ur fóru fram í öllum kirkjum byggðarlagsins á sunnudaginn, og var talið að um þúsund manns hafi hlýtt messu þann dag. Ræðumenn í kirkjunum voru, sem hér segir: Á Garðar og í kirkju Vídalínssafnaðar séra Kristinn K. Ólafsson; á Moun- tain og Hallson, dr. Richard Beck; Eyford, Fjallakirkju og Elliheimilinu að Mountain, séra Rúnólfur Marteinsson, D.D.; í Péturskirkju að Svold, séra S. J. Guttotjmsson. Heimapresturinn, séra Egill H. Fáfnis þjónaði fyr- ir altari á Hallson, Mountain og Fáfnis afhenti Mrs. P. blómvönd. Eggerz Til Heimskringlu hafa borizt fréttir af þessu fólki sem sótt hefir landnámshátíðina á Moun-' tain, N. Dakota víðsvegar um'lEyford- Sérstakur kórsönguT landið. | fór fram í aðalkirkjunum. Minn- Mr. og Mrs. Páll Thomason, | ingartafla, sem birti nöfn allra, frá Elfros, Sask.; Mr. og Mrs. ,sem jarðsettir hafa verið í graf- Niklin frá Wynyard, Sask.; Mr. i reitunuín tveimur að Mountain, og Mrs. Mundi Grímson frá Mo- var afhj,úpuð( og ljósahjálmur FJÆR OG NÆR Jóhannes Gíslsaon frá Elfros, Sask., og kona hans komu til bæjarins fyrir helgina. Ferðinni var heitið til Dakota á 75 ára landnáms hátíðina, er þar var haldin s.l. mánudag. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. Grettir L. Jó- hannsson að 76 Middle Gate, Winnipeg, buðu nokkrum íslend ingum heim til sín s.l. föstpdags kvöld, til að finna að máli tvo góða íslenzka gesti, er hjá þeim voru. Það voru hjónin Pe^ir Eggerz og frú Ingibjörg Olafs- dóttir frá Washington. Var þar saman komið alt að 25 manns. Kvöldstundin var hin skemtileg- asta, bæði kynning gestanna og að litast um á hinu nýja og ef til vill fegursta íslenzka heimili, sem hér er að finna. ★ ★ ★ Dr. Valdimar J. Eylands og frú voru stödd á 75 ára bygðar- afmæli Dakota-slendinga s.l. mánudag. Syndi dr. Eylands blöðunum þá vinsemd, að skrifa fyrir þau fréttir af hátíðinni, sem þau hefðu annars ekki get- að gætt lesendum sínum á þessa zart, Sask.; Mr. og Mrs. Sig. Arngrímson frá Blaine Wash.; Mr. Láki Björnsson frá Wyn- yard, Sask.. * * « Jón Samson prentsmiðjustjóri og frú, faðir hans S. J. Samson og föðurbróðir Jón J. Samson, óku í bíl suður að Mountain, N., Dakota síðast liðin mánudag til að vera á 75 ára bygðar-afmæli Dakota-íslendinga. * * * Til vina okkar á Lundar og í ná- grenninu: , Hjartans þökk til hinna mörgu vina sem sýndu okkur svo sér staklega hluttekningu og hjálp- semi við fráfall eiginmanns og föður. Mrs. Fjóla Johnson og Margrét, Paul, Donald og Cyril W * • Á laugardaginn þann 13. þ.m., voru gefin saman í hjónaband, í kirkjunni á Gimli, ungfrú Sylvia Florence Holm og Dr. David Frame Simpson. Brúðguminn er nýútskrifaður úr læknadeild Manitobaháskólans og er sonur séra A. B. Simpson, United- kirkju prests í Edmonton, Alta., og konu hans. Brúðurin cr afar vinsæl á Gimli þar sem hún hef- ir lagt mikinn skerf til menning- ar bæjarins á hljómlistarsviðinu með píanóleik sínum og kennslu. Hún er dóttir Adolf Holm á Gimli, sem er sonur Sigurðar og Sigríðar (Danielson) Holm, að Lundar, Man. Auður, kona Ad- olfs er systir séra Benjamíns Kristjánssonar, þjóðkirkjuprsets í Eyjafirði, sem þjónaði Sam- bahdssöfnuði hpr í borg árin 1928—32. Við hjónavígsluna þjónuðu séra H. S. Sigmar, sóknarprest- ur á Gimli og bróðir brúðgum- ans, séra Allan B. Simpson, sem er prestur í Westworth United kirkju í Winnipeg. Brúðarmeyj- ar voru ungfrúrnar Herdís Eli- asson, Gimli, og Carolyn Simp- son, systir brúðgumans. Blóma- mey var lítil frænka Sylvíu, Sandra Sigurdson frá Lundar. Aðstoðarmaður brúðgumans var Dr. Brian Pepper, bekkjarbróðir hans við læknaskólann. Til sæt- is leiddu Murray Smith og Böðvar Bjarki Jakobson, frá Ar- borg, sem er skólabróðir brúð- gumans. Að afstaðinni hjónavígzlunni sátu um hundrað og tuttugu nyrðra ? var hátíðlega vígður í kirkjunni að Eyford. Hinn virðulegi fulltrúi ríkis- stjórnar fslands, Pétur Eggerz, skrifstofustjóri íslenzka sendi- ráðsins í Washington, D.C., á- varpaði kirkjugesti á íslenzku við guðsþjónusturnar að Moun- tain og Garðar, og í Vídalíns kirkju á ensku. Aðalhátíðin fór fram að Moun tain og hófst með skrúðgöngu þar í bænum kl. 11 f.h. á mánu- daginn. Talið er að um 3000 Skemmtiskrá hátíð a r i n n a r hófst kl. 2 e.h. undir röggsam- legri stjórn séra Egils H. Fáfnis °g stóð yfir í tæpa tvo tíma. — Borgarstjóri flutti stutt inn- gangsávarp. Aðalræðumenn voru þeir dr. Richard Beck, próf. frá ríkisháskólanum í Grand Forks, °g Snorri Thorfinnsson, bú- fræðiráðunautur frá Lisbon N., D. Kveðjur fluttu þeir Freeman Einarson frá ríkisstjórn N. Dak. ríkis; Pétur Eggerz sendiráðs- fulltrúi, frá ríkisstjórn fslands; séra Valdimar J. Eylands, frá lút. kirkjufélaginu og Þjóðrækn isfélagi íslendinga í Vestur- heimi. Persónulegar kveðjur fluttu þeir dr. Guðmundur Grímsson, hæstaréttardómari frá Bismark, N. D.; dr. Rúnólfur Marteinsson frá Winnipeg, og séra K. K. Ólafsson frá Sharon, Wisc. Fjöldi heillaóskaskeyta var lesið, þar á meðal frá herra Sigurgeir Sigurðssyni, biskupi islands; herra Ásgeir Ásgeirs- syni, forseta íslands; og frá Dr. og Mrs. Sigmar í Blaine, Wash. Sameiginlegur 45 radda söng- kór, undir stjórn Theod. Thor- leifson’s frá Garðar, skemmti með ágætum og vel æfðum söng; einsöngvari flokksins er Mrs. Mundi Goodman frá Milton. Auk þess sungu einsöngva við mikla hrifningu áheyrenda þau Larry Thomasson frá Drayton, N. D., og ungfrú Emily Sigurðs son frá Garðar, N. D., og séra S. T. Guttormsson frá Cavlaier, N. manns hafi verið viðstaddir. —1 D’ Allstór hljómsveit frá Wal- Skrúðgangan var fjölbrevtt, vel, Edinburg jók mjög á undirbúin og fór hið bezta fram. Borgarstjóri Mountain, Mr. M. F. Björnsson, krýndi ungfrú Margréti Thorlakson sem drottn ingu dagsins, en Mrs. E. H. manns veglega veizlu í samkomu húsi Gimli-bæjar. Voru þar á meðal um fjörutíu gestir, skyldu lið og nánustu vinir brúðhjón- anna, frá Winnipeg, Lundar, Riverton og víðar að. Séra H. S. Sigmar hafði veizlu stjórn með höndum og mælti fyrir skál brúðarinnar. Einnig las hann heillaóska skeyti þar á meðal skeyti frá séra Benjamín Kristjánssyni, og frá foreldrum og systkinum Auðar á íslandi. Guttormur J. Guttormsson flutti frumort kvæði tileinkað brúðurinni. Miss Evelyn Thor- valdson og Mrs. T. R. Thorvald- son skemtu með tvísöng, en Evelyn söng við giftingarat- höfnina. Gunnar Erlendson var við hljóðfærið. Ungu hjónin fóru brúðkaups* ferð til Ontario. Framtíðarheim iii þeirra verður í Qu’Appelle, Sask., þar sem Dr. Simpson byrj ar læknisstarf sitt. H. D. athafnarinnar Vísir Frá Akureyri, segir þessa frétt 15. apríl. í gær var sólbráð og fegursta veður hér í bæ og hin mikla fannkyngi, sem verið hefur á Akureyri að undanförnu, hefur sjatnað til muna. fs hefur legið á Akureyrar- polli um nokkurt skeið og hafa bæjarbúar höggvið á hann vakir og dorgað þar að undanförnu með góðum árangri. Halda vök- unum síðan opnum frá degi til dags. Hafa margir fengið á þann hátt góða veiði af rígaþorski og má telja þetta til nýmæla þar I hátíðleik allrar með list sinni. Að lokinni skemmtiskrá fór fram viðhafnarmikil skrúðganga frá samkomustaðnum inn í kirkjugarð bæjarins; voru þar lagðir blómasveigar á minnis- varða landnemanna, og legstað séra Páls Thorlákssonar “byggð arföðurs eins og hann er oft réttilega nefndur. Lagði frú Lovísa Gíslason frá Brown sveig inn á leiði frænda síns. Lauk svo þessum aðalþætti hátíðahalds- ins með bæn, sem sóknarprest- urinn flutti. Kvenfélög sveitarinnar stóðu í miklu annríki allan daginn við veitingar. Var þar ekkert til sparað og föng öll hin ljúffeng- ustu. Um kvöldið fór svo fram loka- þáttur hátíðahaldsins, en það var söguleg sýning (pageant), sem ungfrú Lauga Geir stjórnaði. Voru þar sýndir þættir úr lífi frumherjanna, er snertu marg- háttaða bará^tu þeirra, venjur og trúarlíf, og svo framþróun byggðarinnar fram á þennan dag. Samfara þessari sýningu, sem var bæði fögur og lærdóms- rík ,var mikill og góður söngur. Byggðin skartaði sínu bezta þessa daga. Veðrið var ákjósan- legt, og samvinna fólksins aug- sýnilega mjög góð. Alt virtist bera þess glögg merki ,að þessi gamla höfuð- fcyggð íslendinga í Norður Dak ota er á blómaskeiði. Hinir fjöl- gestir, sem komu víðs- vegar að, munu hafa horfið það- an með myndir af glæsilegri og blómlegri byggð, og góðu fólki, og margir munu vafalaust hafa nugsað, um leið og þeir riðu úr hlaði: — “Drjúpi hana blessun Drottins á, um daga heimins alla.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.