Heimskringla - 24.06.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.06.1953, Blaðsíða 1
✓-----------------——\ AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality tc Taste” CANADA BREAD —look for the KSiÍS,®lBright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops is Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper LXVII ÁRGA' ÍGUR WINNIPEG, MIÐYIKUDAGINN, 24. JÚNf, 1953 NÚMER 39. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR til lífláts. En aftöku hefir verið frestað upp aftur og aftur. nett, og aðra vini og kunningja á leiðinni heim frá Montreal. F J A IL 1L K (0) N A HÁL'F BILJÓN SKATT- LÆKKUN! Hon. George Drew Samkvæmt orðum George Drew, foringja íhaldsflokksins í ræðu er hann hélt nýlega eystra telur hann fyrsta atriðið á stefnuskrá sinni og flokks síns, að lækka útgjöld sambandsstjórn ar um hálfa biljón dali á ári. Margir munu spyrja er þessa nokkur kostur? Er þetta ekki kosningaloforð út í bláinn? Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, er þetta áþreifanlegur veruleiki. Þarf ekki nema aðeins að gæta þess, að meira en helmingur þessa fjár var tekjuafgangur á undanförnum árum, að síðasta ári sleptu, vegna þess að sjálf- sögðu, að kosningar fóru í hönd og þá varð að éta upp tekjuaf- ganginn! En svo ægileg eyðsla, sem í þessu lýsir sér, er hún ekki mik- il hjá því, sem á hefir gengið fyr ir sambandsstjórninni um mörg ár. Á friðartímum hefir verið sóað fé í «tríðskostnað, er nemur 2 biljón dölum á ári! — Það þarf enginn að segja, að meðan her er ekki að ráði sendur úr landi, sé nokkur þörf þessa. Hér er um f járeyðslu að ræða, sem að líkindum nemur annari J4 biljón dala, sem spara mætti. Menn muna hvað nefnd stjórnar innar sagði um fjáreyðslu á þessu sviði á s.l. hausti. Þó ekki væri nema tll að rann- Míss Canada á Íslendingadeginum á Iðavelli saka þetta, væri full ástæða til að skifta um stjórn. Eftir nærri 20 ára stjórn er of oft farið að votta fyrir, að liber- alar skoði sig eiga bæði land og þjóð eins og kaþólskir prestar söfnuði sína. Það er farið að sýna sig í því hvað mikið af mál um er afgreitt í ríkisráði, án á- lits þings eða þjóðar. Sértu ekki, kjósandi sæll, ánægður með þetta, er tækifærið að sýna það 10. ágúst. KROPPA AUGUN HVOR ÚR ÖÐRUM í kosningunum sem fara í hönd 10. ágúst, hefir málgagn liberala í Winnipeg verið að benda á ófarir Social Credit- sinna í fylkiskosningum Mani- toba, og telja þess flokks ekki muni mikið gæta í sambands- kosningum landsins. Social Credit sinnar komu hér aðeins tveimur mönnum á þing. Og það er það, sem gefur Winnipeg Free Press góðar vonir um að þeir verði ekki liberölum hættu- legir í sambandskosningunum. Hinu gleymir blaðið alveg, að það fór ekki betur fyrir liberöl- um í British Columbia-fylki, en Social Credit mönnum hér. — Það er sem sé óvíst ennþá, að nokkur liberali nái kosningu þar því af fyrstu talningu að dæma, er enginn liberali kosinn og eng- inn liberal þingmaður á undan í neinu kjördæmi. Liberalar gera því vel, ef þeir kjósa 2 þar, eins og Social Creditmenn gerðu hér. Ef eftir því færi, sem* liberal blaðið segir um þetta, en sem að vísu er lítið að marka, ættu liber- alar ekki að vera neitt vissari um kosningu en Social Credit flokkurinn í Sambandskosning- unum. ALMENNINGS ATKVÆÐIN \ Hvernig skiftust atkvæði al- mennings milli flokkanna í síð- ustu fylkiskosningum Mani- toba? Campbell-stjórnin hlaut 39% þeirra, en andstæðingaflokkar hennar 61%, nærri tvo-þriðju allra atkvæða. Þetta er nærri sami atkvæða- fjöldi fyrir stjórnina og 1949. En þingmenn hennar eru fjórum færri en þá og geta orðið 6 færri því það er ókosið í tveimur kjör- dæmum, Ruperts Land og Ste. Rose. Ihaldsflokkinum voru greidd 22% atkvæða nú, áður 12%. Þeir hafa nú 12 þingmenn í stað 9 áður og eru eini flokkurinn sem bætti við sig almennum atkvæð- um. OCF náðu 17% atkvæða í stað 25% fyrir fjórum árum. Tölu þingmanna þeirra fækkaði úr 7 í 5. En svo kom Social Credit með 13% atkvæða, en aðeins með 2 þingmenn. Óháðir hlutu 9% allra atkvæða. Með þessa atkvæðagreiðslu fyrir augum, hefir stjórnarflokk urinn ekki tapað atkvæðum, en hann tapaði þingmönnum. Úrslit Manitoba-kosninganna styrkja því ekki liberala í sambands- kosningunum. AFTAKA ROSENBERGS HíJÓNANNA Hún fór fram s.l. föstudag. — Var þá komið á þriðja ár frá því að þau voru handtekin og fyrir landráðastarf sitt voru þau fund in sek í apríl 1951 og þá dæmd Það var David Greenglass, bróðir Ethel, konu Rosenberg. sem fyrst var handtekinn. Bar hann að hann væri starfsmaður Rosenberg-hjónanan og annara, þar á meðal dr. Klaus Fuchs, at- ómfræðings af þýzkum ættum á Bretlandi í að senda Rússum allar þær upplýsingar, sem hægt væri viðvíkjandi atomfram- leiðslu vestlægu þjóðanna. Sagði Mrs. Rosneberg bróður sinn skrökva þessu, en rannsókn máls ins leiddi alt annað í ljós. Irvin Kaufmann dómari, hafði þau orð um mál Rosenbergshjónanna að það væri glæpur, sem væri verri en morð. ÁBYRGÐARMIKIL STAÐA Siguröur Sigmundson Á nýafstöðnu þingi fólksflutn ingafélaga Canada, Canadian Transit Association, sem haldið var í Montreal, var Sigurður Sigmundson frá Vancouver kjör inn forseti þess félags. Hann er sonur Mr. og Mrs. Jóhanns Sig- mundssonar, og kom við hér í Winnipeg til að heimsækja móð- ur stna og systur, Mrs. G. Ben- Hann hélt heim héðan laugar- dagskvöldið, 20. þ. m. Mr. Sig- mundson er Manager of Trans- portation Operations hjá B. C. Elecrtic Railway Co., og sér um bæði flutning á fólki og vörum í Vancouver og innan hundrað mílna svæðis í grend við Vanc. Á þinginu voru fulltrúar frá öll- um flutningafélögum í stór borg um þjóðarinnar. Mr. Sigmundson hefur búið í Vancouver s.l. ellefu ár. Hann er giftur Önnu Rósu, dóttur Ól- afs sál. og Önnu Pétursson. Þau eiga fimm börn. ÍSLENDINGADAGURINN Á IÐAVELLI 1. JÚLI Þessi þjóðminningardagur ís- lendinga í Norður-Nýja-íslandi, hefur hlotið hér almennar vin- sældir, enda hefir ávalt vel verið séð þar fyrir góðri skemtiskrá. Dagurinn er ef til vill með meiri I íslenzkubrag, en flestir aðrir ^ þjóðhátíðardagar vestra eru. — Þarf ekki langt að leyta að á- stæðu fyrir því. í Norður- Nýja- íslandi munu rætur íslenzkunn- ar vera dýpri en í flestum öðr- um bygðum vestra, að minsta kosti mun tunga ættlands vors hvergi meira tölpð hér á meðal æskunnar ennþá en þar. Þó ekki sé fyrir neitt annað en þetta, er það þess vert fyrir íslendinga að sækja þessa skemtun og sýna, að með því sé þjóðræknisstarf það, sem skemtunin ber, ávalt með sér, sé metin, að verðleikum. V OPNAHLÉÐ OG DR. RHEE Korea, þessi litli fjallaskagi í austanverðri Asíu hefir átt í grimmu og upphaldslausu stríði i hálfa öld við erlenda óvini sína. Kynslóð eftir kynslóð hefir “WHIP-POOR-WILL” Óður berst um opinn glugga inn, úr dimmum nætur skugga, róminn glögt eg þekki þinn það er hann Whip-Poor Willi minn. Þú ert kominn, hæ og hó! himinveg um lönd og sjó. Þér varð ekki í fjarlægð fritt fyrir önn um hreiðrið þitt, þegar brá til vors, að vanda væng þú hófst til norðurlanda fargestur sem flestum getur fuglum hérna sungið betur, múturámum rómi hinir raula allir fuglasynir. Þau voru skærrt hljóðin heima hér, sem fáir landar gleyma. Óður þinn mér áður löngum yndi veitt á morgun göngum þegar sólin hófst í heiði hlóstu glatt á laufgum meiði. Það er bezt eg fari á fætur fyrst þú kominn hingað ert, eg hef á þér mestu mætur marg-velkominn héim þú sért. Þó mér verði fátt til fata fáklæddur eg út mér ryð nú er úti um næturfríð. Eg á fund þinn ferðum hvata. því eg undir opnu heiði ennþá söng þinn heyra kýs, lítill fulg á laufgum meiði leikur bezt er dagur rís. Langur vetur lundu bælir, ‘langt er síðan heyrði eg þig. Verið fremur fátt um mig —. Heimur ei við gamla gælir. þú ert vorsins glaði gestur, gjalla lætur strenginn þinn. Litli Wip-Poor-Willi minn. Fagna eg þér hugarherstur. Bresta vetrar viðjar allar, vorið þegar kallar! Jón Jónatansson á íslendingadeginum á Iðavelli Mrs. Svava Spring þjóðin sem skagan byggir, barist fyrir frlesi sínu og sjá’fstæði. Oft hefir sú barátta verið grimm og tvísýnt um árangurinn. En þjóðin hefir aldrei horft í kostn aðinn og fúslega lagt lífið í söl- urnar fyrir frelsishugsjón sína. Foringi hreyfingarinnar hefir dr. Syngman Rhee verið, mað- ur 78 ára, mentaður í Bandaríkj- unum, forseti Koreu-lýðveldis- ins, sem stofnað var 1948 af Sam einuðu þjóðunum. Vestlægir stjórnmálamenn hafa ekki ávalt verið dr. Rhee sammála. Þeir hafa kvartað undan að hann haf\ verið þver og einráður. gefinn fyrir að sýna andstæðingum sín- um í tvo heima, en ekki framfara eða umbótamaður eftir þeirra höfði. En það er eitt, sem þeir hafa aldrei neitað honam um. Og það er að nafn hans og lands ins sé í augum yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar óaðskilj anlegt. Saga frelsisbaráttu þjóð- arinnar og dr. Rhee’s, er ein og sama sagan. í sambandi við þá hluti sem voru að gerast s.l. viku í Koreu, mega menn ekki gleyma þessu. Vopnahlés tilraunirnar, sem þar hafa staðið yfir í tvö ár, verður ekki í verk komið án tillits til ofannefndrar sögu Koreu. Það var sjáanlegt síðast liðna viku ,að til samkomulags var að draga milli Sameinuðu þjóðanna og kommúnista um vopnahléð, eða það atriði þess, er áhrærði 46,800 fanga í vörzlu Sameinuðu þjóðanna, er ekki fýsti að fara heim til sín, af því að þeir hata eins og dr. Rhee kommúnisma. Þeir eru Norður-Koreu-búar, og segjast heldur liggja dauðir, en gefa upp baráttu sína fyrir lýð- ræði í Norður-Koreu — í allri Koreu. En nú er svo um þessa vopna- hlés samninga, að dr. Rhee skoð- ar þá óalandi og óferjandi. Kom- munistum er með þeim leyft að reisa hernaðar-bækistöðvar og þeim eru fengnar í hendur eyjar og hafnir, sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa greitt fyrir að ná með mörgum mannslífum, — en sem gefa þeim alstaðar aðgang að landinu og þar með yfirráð þess. Kommúnistar eru með vopnahléssamningum sínum, — segir dr. Rhee, að undirskrifa dauðadóm Koreu, landið sem þeir óðu inn í og ætluðu með valdi að leggja undir sig ,en gátu ekki, er Sameinuðu þjóðirnar sló ust í leikinn. Nú á sama sem að kasta ekki aðeins Norður-Koreu í hendur þeim, heldur öllu land- inu. Það séu ófrávíkjanlegar af- leiðingar af þessu vopnahlé, seg ir dr. Rhee. Um leið og her Sam- einuðu þjóðanna hverfi burtu, muni hann ekki meira skifta sér af hvað þarna fram fari En það leggi smiðshöggið á hálfrar ald- ar sjálfstæðisbaráttu Koreu þjóð arinnar. í síðast liðinni viku lét dr. Rhee lausa alla þessa fanga, sem ekki fýsti að fara heim. Er talið víst, að það fái svo á kommúnista, að af vopnahés samningi verði ekki. Hvernig Sameinuðu þjóð- irnar snúast við þessu er eftir að vita. Það eitt er víst, að þær eru hissa á aðförum dr. Rhee’s. í ritstjórnardálkum dagblaða þessa bæjar, er um mál þetta tal- að, eins og þeim sé saga Koreu með öllu ókunn er það rita. Að dr. Rhee sé sá skálkur, sem þau segja hann vera, þó hann bendi á, að öryggi sjálfrar S.-Koreu sé í veði, ef skilmálarnir sem nú Hggja fyrir, séu samþyktir, virð- ist ekki nein ástæða til fordæm- inga þeirra. Kommúnistar, hvorki rússn- eskir eða Kínverskir, höfðu vald til að vaða inn í Koreu og taka hana. Korea var ekki þeirra land. Þeir eru þar utan að komandi, erlend þjóð, bæði í Norður og Suður hluta landsins. Þetta virðist óflókið mál. Þó eru svo grunnhyggnir menn til og jafnvel íslendingar, sem ó mögulega sjá að það sé saknæmt að kommúnistar vaði með her- námi inn í önnur lönd og gerist þar yfirdrotnarar eða böðlar og kúgarar yfir íbúunum. (Stytt úr N. York Times) Njáll Jónasson kom frá Mon- treal flugleiðis á mánudaginn í þessari viku til að vera viðstadd- ur útför frænda síns, Benedikts Jónassonar. Hann fór til baka í gær.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.