Heimskringla - 24.06.1953, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.06.1953, Blaðsíða 4
HEIMSERINGLA WINNIPEG, 24. JÚNf, 1953 4. SÍÐA. FJÆR OG NÆR Guðsþjónustur í Winnipeg Síðustu guðsþjónusturnar fyr- ir sumarfríið verða í Sambands- kirkjunni n.k. sunnudag, 28. júní t>á verður ekki messað þangað til í byrjun Septembermánaðar n.k. haust. Við morgunguðsþjónustuna n. k. sunnudag verður staddur Rev. Philip Hewitt, ungur Unitara prestur frá Englandi, útskrifað- ur frá Manchester, College Oxford og sem hefur stundað framhaldsnám við Harvard Div- inity School s. 1. vetur. Hann flytur ræðuna. Einnig tekur þátt í guðsþjónustunni Prentiss All- en Myrick, guðfræðinemi sem gerist “Student minister” meðal Unitara og frjálstrúar safnað- anna í Nýja íslandi í sumar. Sr. Philip M. Pétursson stýrir messugjörðinni. Kvöld guðsþjón ustan fer fram á íslenzku, á venjulegum tíma. W * * * KIRKJUÞING Eins og áður hefur verið aug- lýst fer fram kirkjuþing Wes- tern Unitarian Conference, — (hið fyrv. Sameinaða kirkjufé- lag íslendinga) dagana 27. og 28. júní í Fyrstu Sambands- kirkju í Winnipeg. Þingfundir hefjast laugardagsmorguninn með ávarpi forseta séra Philip M. Péturssonar. Síðan hefjast fundir og mál rædd, sem kirkju- félagið varða, um morguninn og eftir hádegi. Að kvöldinu verður skemtikvöld. (social), en guðsþjónustur á sunnudaginn, eins og annarstaðar er getið um * * * Fulltrúar kosnir frá Fyrsta Sambandssöfnuði á kirkjuþingið sem fer hér fram n.k. laugardag og sunnudag eru: Mr. H. F. Skaptason; Mrs. Lillian Bjarna- son; Mr. W. Kristjansson; Mr. H. J. Pétursson; Mr. J. W. Mc- Isaac. Til vara voru kosnir: Miss Marret Petursson; Mrs. S. Sig- urdson; Miss G. Sigurdson; Miss E. Pétursson; Mrs. B. J Goodman. ★ ★ ★ BÓKASAFN FRÓNS verður lokað frá deginum í dag (24. júní) yfir sumar mánuðina. Er athygli notenda safnsins að þessu dregið. IÍ0SK TIIEATRE —SARGENT <S ARLINGTON— June 25-27—Thur. Fri. Sat General Burt Lancaster—Jody Lawrence “TEN TALL MEN” Gordon MacRae—Eddie Bracken “ABOUT FACE” (Color) June 29-July 1—Mon.-Wed. Adult Jaraes Hayter—Kathleen Harrison “TRIO” Joan Crawford—Dennis Morgan ‘THIS WOMAN IS DANGEROUS? unum. Samtalið stóð yfir nokkr- ar mínútur ,og heyrðist nærri því eins og á mlili heimila í bæn um. ★ ★ ★ Skírnarathöfn við Steep Rock Þriðjud., 16. júní fór fram skírnarathöfn í samkomuhúsi Steep Rock er séra Philip M. Pétursson skírði þrjú börn, — Margaret Dianne og Ola Krist- inn, börn Karl Herbert Olson og Sesselíu Brandsön Olson konu hans; og Beverly Lenore, dóttir Rúnólfs Gíslasonar og Mary Daniel Gislason konu hans. Að athöfninni lokinni fór fram skírnarveizla að heimili Mr. og Mrs. Olson, þar sem að margir vinir og ættmenni barnanna og foreldra þeirra komu saman. ★ ★ ★ VEITIÐ ATHYGLI Eins og áður hefir verið frá skýrt, verður íslandingdagurinn á Hnausum á miðvikudaginn 1. júlí, sem er almennur frídagur. C.P.R. lest fer héðan um morg- uninn kl. 8.35, S. T., 9.35 D.S.T. Lestin kemur til Hnausa k!. 11.15 f. h. S. T., en fer þaðan til Winnipeg kl. 4.45 e.h. S. T. — Þessu eru væntanlegir hátíðar- gestir vinsamlega beðnir að veita athygli. ★ ★ * Skírnarathöfn Föstudagskvöldið 19. júní, skírði séra Philip M. Pétursson William Jón, son Jóns ^Júlíusar Arnason og Lilju Johnson Arna- son, konu hans ,að heimili þerra hjóna 1057 Dominon St., að mörgum vinum og ættmennum viðstöddum. Guðfegðini voru Mrs. Anna Stevens og James Storry. Veglegar voru veitingar bornar fram og tóku allir undir í að óska unga sveininum og for- eldrum hans til hamingju. Laugardaginn 20. júní lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Wpg. Benedikt Jónasson, 73 ára að aldri. Foreldrar hans, Þorlákur Jónasson frá Grænavatni og Kristrún Pétursdóttir frá Reykjahlíð, fluttu til Canada fyrir 60 árum og bjuggu þau fyrst í Argyle-bygð. Síðari árin var Benedikt til heimilis hjá systkinum sínum að 693 Bann- ing St. hér í borg. Þar áður tók hann heimilisréttarland að Sil- ver Bay, Man. og var þar um nokkur ár. Eftirlifandi eru þessi systkinni: Björn, að Silver Bay, Hólmfríður, Valgerður, Krsitj- án og Jónas í Winnipeg. Benedikt var jarðsettur í graf- reit Silver Bay safnaðar 23. júní * • * Jóhannes Gíslason frá Elfros, Sask., og kona hans komu til bæjarins fyrir helgina. Ferðinni er nú heitið heim til Elfros aft- ur, eftir skemtiför suður til Mountain, N. Dak, þar sem þau voru á 75 ára landnámshátíðinni þar. Hitti Jóhannes marga gamla kunningja og ættmenni, og leizt honum vel á sig þar suðurfrá. ★ ★ ★ Gefið í Blómasjóð Sumarheimil isins á Hnausum í minningu um minn ástkæra eiginmann, Kristján Þorvarðar- son, dáinn 14. nóv. 1941. — Mrs. Steinunn Magnússon, Lundar, Man...................... $5.00 í þakklátri minningu um Mrs. Stoney Stevenson, dán 30. ágúst 1952. — Mr. og Mrs. G. P. Magn- ússon, Lundar, Man........$5.00 Meðtekið með þakklæti, Mrs. P. S. Pálsson, Gimli, Manitoba. ★ ★ ★ Mr. Kristín Josephson, 92 ára, lézt að heimili sínu í Watertown South Dakota. 15. júní. Hún var íædd á íslandi en kom til Min- nedosa um tvítugt. Foreldrar hennar voru Mr. og Mrs. Thor- kell Johnson. Maður hennar dó COPENHAGIN “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK” Mim/sj BETEL í erfðaskrám yðar fyrir nokkrum árum. Hana lifa ein dóttir, Mrs. Walter Nehring, Eau Claire, Wis. og einn sonur, Robert, í Sioux Falls. Ein systir Mrs. Lillian Gilleand, í Kansas. * ★ ★ SAGAN YKKAR ER KOMIN Fjórða bindið af “Saga ísl., í Vesturheimi”, eftir Prof. T. J. Oleson. Bók sem allir íslending- ar eiga að kaupa. Innihald — Argyle nýlendan; Lundarbygðin; Winnipeg ís- lendingar. Bókin er 431 blaðs. að stærð MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sírai 3-4571 Messur: á hverjum sunnudegi. Kl. II f. h., á ensku Kl. 7 e. h., á islenzku Safnaðarnefndim Fundir 1. fimtu- dag hvers raánaðar Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði Kvcnfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveld inu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtu- dagskveld kl. 8.30 Skátaflokkurinn: Hvert miðviku- dagskveld kl. 6.30. Söngæfingar: Islenzki söngflokkur- urinn á hverju föstudagskveldi. Etiski söngflokkttrinn á hverju miðvikudagskveldi. Sumtudagaskólin: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.30 Note New Phone Number ! ^ HAGBORG FllEl^ PHONE 74-3431 og kostar í bandi $5.75; óbund in $4.50. Fæst í Björnsson Book Store, 702, Sargent Ave. Wpg. VERKIN SVNA MERKIN HlEILLAÓSKA ,SKEYTI FRÁ ÍSLANDI Reykjavík, 15. júní ’53 Séra Egill H. Fáfnis, Mountain, N. Dak. Á sjötíu og fimm ára landnáms afmæli sendi eg íslendingum í Dakota beztu samfagnaðar kveðjur og heillaóskir. Ásgeir Ásgeirsson ★ Reykjavík, 15. júní ’53 Séra Egill H. Fáfnis, Mountain, N. Dak. Fjölmenn Þingvallasamkoma til heiðurs heimkomnum Vestur íslendingum sendir Dakota-fs- lendingum hamingjuóskir á 75 ára afmælinu. Þjóðræknisfélagið Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur J. Ófeigsson ★ Reykjavík, 12. júní 1953 Prófessor Richard Beck, Grand Forks, N. Dak. Flyt heillaóskir mínar 75 ára afmæli íslenzku bygðanna. Bið þeim blessunar Guðs og varð- veizlu. Sigurgeir Sigurðsson biskup Islands ★ ★ ★ Síðast liðinn föstudag átti Sigurþór Sigurðsson bygginga- meistari 637 Lipton St., Winni- peg, 65 ára afmæli. Á afmaglis- deginum bárust honum óteljandi heillaóskir. Verður aðeins einn- ar þeirrar hér getið. En hún var símtal frá Reykjavík á íslandi frá Guðmundi Guðjónssyni, systursyni frú Sigurðssonar Hefir hann áður komið vestur og dvalið hjá S. Sigurdsons hjón NOKKUR AFREKSVERK PROGRESSIVE CONSERVATIVES fyrir Canada F ylk jasambandið Sameining Vesturlandsins við þjóðheildina Fyrstu innflytjendalögin Riddaralögregla Norðvesturlands- ins Canada Kyrrahafs jámbrautin, Samræmdur og alhliða kosninga- réttur karlmanna Nýtízku bankakerfi Stjórnþjónustunefndin Umráð Canada í utanríkismálum Fyrsta viðurkenning verlt&lýðs- samtaka Þjóðeigna jámbrautirnar Fyrsti verkamaður sem verkamála- ráðherra Gmndvöllur ellistyrkslaga Atkvæðisréttur kvenna Eftirlaun og bætt kjör heimkom- x inna hermanna Fulltrúar með erlendum þjóðum Alþjóðar húsgerðarlög Lög um markaði búnaðarafurða Canadisk ferðamannaskrifstofa Canadiska útvarpsráðið Canadiska hveitiráðið Viðurkenning canadiskra stjómarvalda á ábyrgð gagnvart atvinnuleysingjum Þjóðbankinn canadiski Síðan 1867 hefir Progressive Conserva- tive flokkurinn haft víðtæk áhrif á örlög canadisku þjóðarinnar. “Hugsjón vor er”, sagði Sir John Mac- donald fyrir nálega hundrað árum, “og ætti ávalt að vera sú, að rýmka þannig til, að sérhver persóna, er telja vill sig til Pro- gressive Conservative flokksins og sem vill starfa með oss að því að binda enda á svik- semi í stjórnarfari, fái beitt til hins ýtrasta kröftum sínum í þá átt.. Progressive Conservative flokkurinn hefir aldrei hvikað frá stefnu stofnanda síns og hefir átt frumkvæði að þeim megin- Ýnálum í Canada, sem gert hafa garðinn frægan, svo sem um efnahagslega og félags- málalega þróun og haft forgöngu urn flest þau mál, sem innifela flest hið bezta í can- adiskum lifnaðarháttum. Progressive Conservative flokkurinn finnur réttilega til metnaðar yfir því, að hafa átt frumkvæði að viðurkenningu um samtakarétt verkamanna, skipun fyrsta verkamannsins í verkamálaráðherra em- bætti, stofnun atvinnuleysistrygginga, stjórnaraðstoð til húsabygginga, og aðstoð til fylkja og sveitafélaga varðandi styrk til atvinnulausra. Progressive Conservative flokkurinn hratt í framkvæmd lagningu Canada Kyrra hafs járnbrautarinnar þrátt fyrir illvíga andstöðu og kom seinna á fót þjóðbrauta- kerfinu, en þetta hvorttveggja samræmdi samgöngumál þjóðarinnar í eina volduga heild; þessi flokkur kom einnig á fót can- adiska útvarpsk'erfinu, lagði undirstöðu að Trans-Canada flugvallakerfinu, þjóðbank- anum canadiska og þjóðnýting raforku- vera. Og nú er að renna upp örlagastund í þjóðlífi voru. Hið langt of langa valdatíma- bil núverandi stjórnar, hefir leitt til valda- sýki, kæruleysis og skeytingarleysis varð- andi hagsmunamál hins óbrotna þjóðfélags- þegns og lítilsvirðingu gagnvart fulltrúum þjóðarinnar á þingi; af þessu hefir einnig leitt vandræðalega meðferð fjármála, er einkum hefir sorfið fast að alþýðunni, sem nærri hefir verið sköttuð til ólífs vegna 'caumlausrar bruðlunar stjómarvaldanna. Progressive Conservative flokkurinn sem nú horfist í augu við þenna óvinafagn- að, ítrekar sinn fyrri trúnað við ráðvendni í stjórnarrekstri; hann skuldbindur sig til að endurvekja sjálfsagða virðingu fyrir þjóðþinginu og afnema hina mörgu og ó- þörfu skatta, sem skapað hafa með fjölda manna örbirgð í stað allsnægta. Öllum þeim, sem hafa það á vitund, að ekki sé alt með feldu um stjómarháttu í Jttawa, viljum vér benda á, að Progressive Conservative flokkurinn, sé hinn eini flokk- ur, sem leitt geti þjóðina út úr eyðimörkinni og komið Canada á réttan kjöl eftir það öng þveiti, sem nú ríkir í landinu. Með þá sann- færingu í huga, að skyldur vorrar séu öllum augljósar og að umbætur þoli ekki bið, leit- um vér samúðarríks stuðnings yðar til lausnar þeim vandamálum, sem ráða þarf fram úr. The Progressive Conservative Party of Canada Published by the National Progressive Conservative Election Committee f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.