Heimskringla - 30.06.1953, Side 1

Heimskringla - 30.06.1953, Side 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality fc Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper L AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper LXVII arga: ígur WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 30. JÚNÍ 1953 NÚMER 40. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Myndir frá landnámshátíðinni á Mountain, Norður Dakota FRÉTTIR AF DAKÓTAHÁ- TÍÐINNI eftir Dr. R. Beck íslendingum í Norður-Dakota var það, að vonum, mikið fagnað arefni, er það varð kunnugt, að ríkisstjórn íslands hefði ákveð- ið að senda sem sérstakan full- trúa sinn á 75 ára landnámshátíð þeirra herra Pétur Eggerz, sendi ráðsfulltrúa í Washington, D. C. og frú Ingibjörg Eggerz yrði í þeirri för með manni sínum. Með útnefningu sérstaks full- trúa af hálfu ríkisstjórnarinnar var minningu íslenzku frum- herjanna í N. Dakota og afkom- endum þeirra mikill sómi sýnd- ur, og kunnu hlutaðeigendur vel að meta þá rausn og góðhug rík- isstjórnar ættjarðarinnar. Eins og oft áður hafði hlý hönd heiman um haf brúað hafið vest- ur yfir álana. Spámannleg orð skáldsins í stórbrotnu kvæði hans til Vestur íslendinga urðu að fögrum veruleika: Seint á mánudagskvöldið kvöddu þau Pétur Eggerz og frú Ingibjörg íslenzku byggð- írnar eftir tvo atburðaríka daga á þeim slóðum. Lá leiðin fyrst til Grand Forks, en þaðan með flugvél heimleiðis til Washing- ton, D. C., á þriðjudaginn 16. júní. Fylgdu þeim hjónum á veg hlýir hugir landa þeirra, er hörmuðu það eitt, að dvöl þeirra gat eigi lengri orðið að þessu sinni. í nafni fslendinga í N. Dakota þakka eg ríkisstjórn ísl'ands hjartanlega fyrir að senda full- trúa á landnámshátíðina, og þeim Pétri Eggerz og frú í sama anda fyrir komuna, sem bæði var mikill ánægjuauki á hátíð- inni og setti á hana stórum ís- lenzkari svip. “Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ”, segir skáldið réttilega. Hver slik heimsókn af ættjörð- inni ber eld að þeim glóðum erfða og minninga og tryggir þeim lengra líf. Sé eg hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu. Af gömlum og góðum persónu- iegum kynnum vissi undirritað- ur það fyrirfram, hversu glæsi- legir og ágætir fulltrúar íslands þau hjónin Eggerz og frú Ingi- björg myndu reynast. Kom það einnig fljótt á daginn. Með prúð mensku sinni og ljúfmennsku heiliuðu þau hugi allra, er kynnt ust þeim. Með framkomu sinni trystu þau hjónin því ættar- og vináttuböndin milli íslendinga yfir hafið. Hið sama má segja um ræður þær, er Pétur Eggerz flutti í íslenzku byggðinni; þær voru gagnorðar, markvissar og innilegar, og slóu á næma strengi hjá tilheyrendum. Hin prýðilega kveðja, er hann flutti, með virðuleika og skör- ungsskap, á sjálfri landnámshá- tíðinni, hefir þegar verið birt í íslenzku vikublöðunum. Sam- kvæmt sérstakri beiðni flutti hann einnig sunnudaginn 14. júní ávarp á íslenzku við hátíð- arguðsþjónustur í kirkjunum að Mountain og Garðar, og á ensku í Vidalínskirkju. Annarsstaðar er hér í blaðinu prentað ávarp hans í Víkurkirkju að Moun- tain, og féllu honum eðlilega svipað orð í hinum kirkjunum. Eigi lét hann þó þar við lenda. Fyrir hádegið á mánudag- inn 15. júní heimsóttu þau hjón- in, Pétur Eggerz og frú elli- heimilið “Borg” að Mountain, og var fagnað þar, sem annars- staðar, af miklum innileika. Fór fram á elliheimilinu stutt skemti skrá, er dr. Richard Beck ræðis- maður stýrði,. en viðstaddir voru allmargir gestir, auk vistfólks á heimilinu. Sungnir voru íslenzk ir ættjarðar- og samkomusöng- var; síðan flutti Pétur Eggerz hið fagra ávarp, sem birt er hér í blaðinu; og að lokum flutti dr. Rúnólfur Marteinsson hjarta heita bæn fyrir íslandi og fs- lendingum hvarvetna. Var það mál manna, að samkomustund þessi hefði verið áhrifamikil og minnisstæð, verðugt forspil að sjálfri landnámshátíðinni, er hófst stuttu síðar með hinni til- komumiklu skrúðför, og hélt þvínæst áfram eftir hádegið með fjölþættum söng og ræðuhöld- um, og lauk að kvöldinu með ^ögulegu sýningunni, er brá upp svipmiklum leiftrum úr merki- legri sögu íslenzku byggðanna. AVARP PÉTUR EGGERZ, í VÍKURKIRKJU AÐ MOUN- TAIN, 14. JÚNÍ 1953 Góðir íslendingar: Eg er hingað kominn til að flytja ykkur kveðjur íslenzku þjóðarinnar á þessum merkis degi í sögu Norður Dakota. Það er mér gleðiefni að fá að njóta með ykkur helgrar stundar í guðshúsi. Þetta gúðshús talar máli um- liðinnar sögu. Hér hafa íslenzku landnem- arnir leitað friðar og styrks eft- ir dagsins önn. Hér hafa börn verið skírð, menn og konur tengst tryggða- böndum, og gamlir verið grafn- ir. Til þessarar kirkju hafa fs- lendingar leitað í gleði og sorg. til fyrirbæna og þakkargjörða. Þegar viðburðarík saga leitar þannig í svipleiftri fyrir augu manns, þá fyllist maður virðingu fyrir þeim látnu, sem bjuggu í haginn fyrir þá, sem lifa og njóta, og þakklæti til hans, sem stýrt hefur íslenzku landnemun- um í örugga höfn. Það er von mín, að þessi kirkja megi ávalt vera aflgjafi og sameiningartákn íslending- anna í þessu byggðarlagi. ÁVARP PÉTUR EGGERZ Á ELLIHEIMILINU “BORG” 15. JÚNÍ, 1953 Góðir fslendingar: Eg hef komið hingað til ykkar á 75 ára afmælishátíð fslend- ingabyggðarinnar í Norður Da- kota til þess að flytja ykkur innilegar árnaðaróskir íslenzku þjóðarinnar. Mér þykir sérstaklega vænt um að koma hingað að Borg Pioneer Memorial Home þar sem margir góðir íslendingar hvíla lúnar hendur og þreyttan líkama eftir langan starfsdag. Þegar þið fóruð frá íslandi var ekki bjart yfir íslenzku Fjallkonunni. Þar var þröngt í búi, og öllum mæðrum sárnar á sama hátt þegar þær geta ekki klætt og skætt börin sín eins og þær vilja. En þið reyndust trú því upp- eldi, sem íslenzka Fjallkonan lét ykkur í té, og lögðuð alls- laus af veraldlegum gæðum til atlögu við erfiðleikana á erlend' um vettvangi, og með atorku og Fyrsta myndin — M. F. Björnson, borgarstjóri á Mountain cg formaðurallsherjarnefndar, og séra Egill H. Fáfnis, formaður skemmtiskrárnefndar og samkomustjóri, ræðast við á hátíðinni. Mið myndin — Frú Pétur Eggerz, kona fulltrúa ríkis- stjórnar íslands á hátiðinni, heilsar Guðmundi Grímson hæstaréttar-dómara í Norður Dakota. Þriðja myndin — (frávinstri til hægri, fremri röð) dr. Richard Back; ríkisþingmaður F. M. Einarsson, Mountain, fulltrui ríkisstjórans í Norður Dak.; (aftari röð)Pétur Eggeri, sendiráðsfulltrúi fslands í Washington, D. C., og fulltrúi ríkisstjórnar íslands á hátíðinni; Snorri Thorfinnson, búfræðiráðunautur, Lisbon, N. Dak. guðshjálp hefur ykkur tekist að búa ykkur sjálfum og niðjum ykkar bjarta framtíð í Norður Dakota. Starf ykkar mun alltaf standa sem lýsandi dæmi þess, hve miklu íslendingar geta áorkað þegar þeir leggja sig fram, og fyrir þetta fordæmi þakkar ís- lenzka þjóðin ykkur af heilum hug. Svo óska eg ykkur allrar guðs- blessunar og góðrar líðanar. BLAÐAGREIN UM LAND- NÁMSHÁTÍÐINA í N. D. Sunnudaginn 14. júní birti Grand Forks Herald, annað út- breiddasta dagblaðið í N. Dak., allítarlega grein um íslenzku byggðirnar þar í ríkinu eftir dr. Richard Beck prófessor. Rakti greinarhöfundur aðaltil drög stofnunar landnámsins og sögu byggðanna í nokkrum meg indráttum; lagði áherzlu á menningarframlag byggðanna °g gat í því sambandi margra sona og dætra þeirra, sem getið hafa sér mikið orð á ýmsum sviðum og borið hróður fslands og íslendinga víða um álfuna, og jafnvel út fyrir takmörk hennar. “Grand Forks Herald” flutti einnig þriðjudaginn 16. júní ít- arlega frásögn um landnámshá- tíðina eftir einn af fréttaritur- um blaðsins, og birti fjölda mynda frá hátíðinni. Síðar í vikunni kom einnig í vikublaðinu “Cavalier Chron- icle” löng og ágæt frásögn af hátíðinni, ásamt mörgum mynd- um; hennar hefir einnig verið getið í ýmsum öðrum blöðum i Norður Dakota. FRÁ FARFUGLUNUM Frá Vestur-íslenidingunum — sem eru í heimsókn á íslandi, bárust blaðinu fréttir og myndir af öllum hópnum og er hann þá í heimboði hjá Steingrími Stein- þórssyni, forsætisráðherra. í þetta sinn verður ekki komið við að birta neitt frekar um það. f bréfi meðteknu í þessari viku frá Finnboga próf. Guð- mundssyni, með fréttagrein af sr. Einari Sturlagussyni, sem birt er í þessu blaði, segir þessa frétt af heimförunum: “Ferðin hefir gengið vel. Við- tökur með ágætum og fólkið á- nægt. Er nú hópurinn dreifður og varla að við komum saman aftur fyr en rétt áður en lagt verður af stað vestur.” PÓLITfSKIR PISTLAR Sárast vegna Vestur fylkjanna! Við komu George Drew, for- ingja íhaldsflokksins, til Vest- ur Canada, hefir blaðið Winni- peg Free Press farið á stúfana til að vara fylkin við komu hans; hann hafi í fórum sínum boðskap, sem kendur sé við mann, sem Sir John Álexander MacDonald hafi heitið, og stund um hafi verið kallaður “lands- ins föður”, en sem liberalar, þ.e.a. s. Frakkarnir eystra og Wpg. Free Press hér vestra hafa ávalt unnið á móti, vegna hörmung- anna sem af útbreiðslu hans gæti leitt hér. Við hvaða hörmungar er hér átt? Þær að í Vestur-fylkjunum kæmist á legg iðnaður, sem hrá- efni vestur-landsins nýtti, í stað þess að senda það út úr landi. Þetta er stærsti gallinn á íhalds- stefnunni, sem Winnipeg Free Press hefir svarið að vernda V.- fylkin fyrir. Hvað hafa liberalar viljað gera vestur fylkjunum í hag í stað þessa? Vér getum ekki séð að liberal- stefna hér hafi nokkurn tíma þýtt annað en að greiða liberal- um atkvæði og kaupa blaðið Winnipeg Free Press. En svo vel sem þetta kann einu sinni að Hafa gengið, er það nú búið að vera. Vestur-búarnir eru hættir að vera liberalar og hættir að gefa nokkurn gaum því sem Winnipeg Free Press segir. Þrjú fylki Vesturlandsins, eru liberölum töpuð. Winnipeg Free Press talar því ekki máli þeirra í því, sem þar er sagt um Drew. Það er bara gelt að gestinum sem hér ber að garði, sem þar kemur fram, og er ekki fallegur siður. Að slíkt sé af ást til Vest- ur-landsins, sýnir ' það bezt, að blaðið hefir um nokkur undan- farin ár ofsótt og hrakyrt hvern einasta mann í valdastöðum eða sem um einhver mannaforráð hefir séð þar; með öðrum orðum alla, sem íbúarnir hafa valið s jálfir til forustu sinnar. Vestur- fylkin hafa kastað öllum liber- alisma út á klakan, af því að þeir sáu loks, hvað lítið hann meinti til þeirra. Winnipeg Free Press hefir verið að þjóna Quebec- Frökkum með starfi sínu hér, hvort sem blaðið hefir áttað sig á því, eða ekki. Þar er bækistöð liberalismans, en ekki þar, sem eitthvað lifir enn eftir af brezkri menningu. “EKKI MÉR AÐ KENNA” segir St. Laurent í einni kosningaræðu sinni | eystra, hélt St. Laurent því fram að það væri ekki sér að kenna, að nú væri hvergi markaður fyr- ir canadiska framleiðslu. Það væri peningaleysi Englands og annara landa að kenna. Það getur satt verið, að Breta skorti fé til að kaupa vörur frá Vesturheimi. En það skortír ekki möguleika að kaupa vörur á heimsmarkaðinum. Verð vörunnar hér er eins og allir vita uppi í skýjunum og hef ir verið síðan stríðinu lauk. — Vegna hvers? Vegna þess að lib- eral stjórnin tók allar hömlur af vöruverði. Og þegar hún sá, að af þeirri verðbólgu fór að leiða tregðun á sölu á erlendum markaði fór hún að greiða úr vasa hins opinbera meðlag t.d. á mjólk, svínakjöti, eplum, kartöflum, hveiti og f 1., til að halda verðinu sem hæztu. Mönnum reiknast svo til að á síðasta áratug hafi féð numið einni biljón dala, er stjórnin þannig veitti. Sextíu miljónir dala fóru til svínaræktunar manna eð verzlara, 86 miljónir til akuryrkjubænda, fyrir að sá EKKI hveiti o. s. frv. Þetta hafði sín tilætluðu áhrif á verð þessarar vöru. Rt. Hon. J. S. Gardiner sagði nýlega að vegna slæmrar sölu á árinu 1952, hafi stjórnin nú þegar orðið að greiða 100 miljón dala til að halda verði á hveiti, nautakjóti og annari vöru frá að lækka. Þar á meðal eru talin 5 miljón pund af osti, (cheddar) framleiddum í Quebec. Af því að Bretar geta fengið bessar vörur annars staðar ódýr- ari, vilja þeir nú ekki kaupa hana af Canada. Bretar kaupa nautakjöt sitt í London fyrir 16' cents í búðum. í Monrteal er kjöt þessa lands selt á 39 rents. Bretar kaupa svínakjöt í verzlunum á Eng- landi fyrir 31 rents. í Montrea! er það 45 cents. Háverðið á vörum hér hefir kastað þeim út úr samkepninni á alheimsmarkaðinum. Og svo er með fleira hér. — Hveitisala Canada tapast á Eng- landi vegna þess, að hveiti verð- ur að selja háu verði, sem alt ann að. Það er ekki rétt, að bændur séu að -fá hærra verð fyrir hveit- ið en þeim ber. Hveiti yfir 2 dali er réttmætt verð borðið saman við aðra kauphækkun og sízt of mikil. Auk þess er verðið til bænda alt annað en þetta háverð gefur í skyn, því höndlun og burðargjald til Ft. William tekst af bændum, og svo kemur flokk- unin eftir hveiti gæðum, sem einnig er fé úr vasa bóndans og það ekki svo lítið stundum, þeg- ar það er í 3 og 4 flokki talið. Þegar þessa er gætt, er auð- sætt, að markaðstap vöru í Can- ada er verðbólgu að kenna, sem stjórn Canada er beint völd að. Canada væri ekki eitt útundan á heimsmarkaðinum, ef svo væri ekki. EINARI STURLAUGSSYNI PRÓFASTI Á PATREKS- FIRÐI, BOÐIÐ VESUR UM HAF Manitobaháskóli hefur boðið sr. Einari Sturlaugssyni á Pat- reksfirði vestur um haf til þess að vera viðstaddur, þegar hið nýja bókasafn háskólans verður vígt 26. sept. í haust. En Einar gaf háskólanum, svo sem kunn- ugt er, hið mikla blaða og tíma- ritasaln sitt. Einar mun dveljast vestra á vegum háskólans 15. — 30. september, og flytja þá m. a. fyrirlestur við hina nýju ís- lenzkudeild skólans. Sr. Einar mun þó fara vestur fyrr eða í júlílok, því að Vestur- íslendingar hafa borðið honum að dveljast sem gestur þeirra nokkrar vikur. Mun hann þá ferðast eitthvað um byggðir ís- lendinga og flytja erindi, og er þegar ákveðið, að hann verði annar aðalræðumaðurinn á fs- lendingadags hátíðinni að Gimli, 3. ágúst í sumar. SKARAR FRAM ÚR Við umfangsmikið gáfna- og hæfileikapróf, sem 140 stúdent- ar í flugherdeildinni á ríkishá- skólanum í Norður- Dakota tóku nýlega, hlaut Richard Beck Jr. hæstu einkunn. Var hér um að ræða mjög alhliða og margbrot- ið próf, sem stóð yfir í sjö klukkutíma. Richard, sem er sonur þeirra dr. Richards og frú Berthu Beck í Grand Forks, stundar nám í vélaverkfræði á ríkisháskólan- um, og lauk í vor annars árs prófi í þeim greinum með ágæt- um einkunnum. Hann varð ný- lega tvítugur að aldri. Tíu ára drengur óskar eftir sæti í bíl héðan til Leslie, Sasx. Upplýsingar hjá Mrs. Betty Gíslason, English Apts., Notre Dame Ave., eftir klukkan 6 að kvöldi. Eða Mrs. Dóra Hampton, 309 Queen St, Sími 6-5954.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.