Heimskringla - 15.07.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.07.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look £or the Bright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappet LXVII ÁRGA! ÍGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. JÚLÍ 1953 NÚMER 42. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR FORSÆTISRÁÐHERRA CANADA VESTRA Rt. Hon. Louis St. Laurent kom til Winnipeg s.l. miðviku- dag. Hann er í kosningaleið- angri um vestur fylkin. í Winnipeg hélt hann ræðu í Auditorium bæjarins. Var fund ur hans ekki eins vel sóttur og vera hefði átt, segir fregnriti Winnipeg Tribune, þar sem um æðsta valdsmann þjóðarinnar var að ræða, og búast mátti við að menn fýsti að sjá og hyera. Umræðuefni hans hér var held ur þurt. Það var eins og að bíta í torf. Hann reyndi með enda lausum ívitnunum og tölum að sanna áheyrendum, að þetta fylki hefði grætt fé á skattsamn ingum Manitoba-fylkisstjórnar og sambandsstjórnar. Sá gróði nam miljónum, þar sem Sambandstjórn greiddi fylk inu 24 miljónir, en sjálft hefði það ekki getað innheimt nema 17 miljónir. Hvort forsætisráðhr. Rt. Hon. Louis St. Laurent var að reyna að telja Manitoba- búum trú um, að sambandsstjórn in innheimti skatta fyrir fylkið fyrir alls ekki neitt, eða að sam- [ bandstjórnin var svona mikið betri rukkari, en fylkisstjórnin. j fáum við ekki að vita. En hvað fylkisbúar yfirleitt græða á hin- um góða rukkara, er oss dulið. Meini þetta, að sambandsstjórn- in taki féð frá öðrum fylkjum, og dragi til munaðar við Mani- toba, þá er það alls ekki til, að flagga með í kosningum, því það geteur þá ekki annað meintj en að verið sé að fá fé frá öðrum j fylkjum til að halda kjósendum’ í Manitoba við trúna á libeerala.1 Þetta var illa valið umræðuefnl og hefir líklegast gert komu! stjórnarf ormannsins áhrifa minni, en til var ætlast, þrátt fyr ir þó ræðumaður kæmi að öðru leyti vel fyrir og flytti mál sitt með hógværð og stillingu. Með forsætisráðherra er hinn nýbakaði ríkis-ritari Canada. — Hann heitir Jack W. Pickers- gill, er fæddur í Winnipeg, en hefir verið stjórnarþjónn undan- farin ár og var nýlega skipaður í stöðu sína, landritara embættið, af forsætisráðherra Canada. Sætti það miklum deilum, að maður var tekinn úr stjórnar- þjónustu í þetta embætti, þegj- andi og hljóðalaust, og án þess að nokkur viti um hvernig af- stöðu þessi maður hefir hjá al- menningi til stöðunnár. Ritara- embættið er ráðherra staða, og leyfið til þeirra er ætlast til að með samþykki almennings sé veitt. Fyrir þetta- fylki og þessa borg kvað forsætisráðherra mik- ið hafa verið gert af liberal- stjórn, en nefndi fátt af því, vegna þess að menn fóru að skim ast um í allar áttir og uppurn rjáfur hinnar miklu samkomu hallar sem er eitt mesta mann- virki sinnar tegundar í Vestur- Canada. En forsætisráðherra mun þá hafa minst þess, að þessi mikla höll sem hann var að tala í, var reist af stjórnarfor- manni sem Bennett hét, en ekki liberal-stjórnarformanni. Frá sögn sinni lauk hann því áður en varði og fytjaði upp á öðru. Héðan hélt hann áfram vestur í land. NÝJASTA HREINSUNIN í KREMLIN Það hefir margt bent til þess, siðan Stalin kvaddi þennan heim, að látlaus barátta hafi ver- ið háð í Rússlandi um völdin Hugsanlegir eftirmenn hans voru þrír: Malenkov, Beria og Molotov. Hinn fyrstnefndi hlaut stöðuna, eða var valinn til henn- ar af Stalin. Næsti maður hon- um að völdum var skipaður Lav- antry P. Beria, yfirmaður leyni- lögreglunnar. Hann áleit Stalin vaskastan til víga í hreinsuninni 1930. Hann var Georgíu-maður, með austurlenzkum eða Asíu hugsunarhætti fram yfir hina tvo, Malenkov og Molotov, sem vestlægari þykja í hugsunar- bætti. Með Stalin kvöddum, virðist Austurlenzki hugsunar- hátturinn hafa dvínað. Um þetta getur reipdráttur hafa átt sér stað milli Malenkov og Beria. Það er þetta, sem Malenkov að minsta kosti notar, á móti höf- uð keppinaut sínum. Hann finn- ur Beria til saka, að hafa ekki kunnað hóf sitt í Austur-Þýzka landi og því hafi uppreist byrj- að þar og breiðst út til flestra stærri leppríkja Rússlands. Þetta getur alt verið hugsanlegt. En þegar farið er að bera Beria á brýn, að hann hafi verið kapit- alisti, gránar gamanið. Manni sem miljónir bænda drap 1930 til að ná í jarðir þeirra og koma undir stjórnina, virðist ekki hafa verið mikið með séreignastefnu einstaklinga. Og að ætla hann vera að brugga banaráð sovétfyr trkomulaginu með aðstoð kapit- alista vestlægra ríkja, getur varla annað verið en hreinasta f jarstæða. Þessi nýjasta hreinsun er lík- legast ekkert annað en áflog um völdin. Hefði Beria farið fram á, að kosning Malenkov væri ó- lýðræðisleg, hefði hann haft eitthvað til síns máls í augum vestlægra þjóða. En hann gerði það ekki, var ofmikið með ein- veldi Rússlands til þess. Blöð Rússa hella sér nú yfir Beria, sem landráðamann og hans bíður sjáanlega ekkert ann að en gálginn. En skyldi nú þar við sitja. Hafi Beria haft þá skoðun, að Malenkov væri ekki hinn rétti stjórnari, skyldi ekk- ert af herliði hans hafa orðið fyrir áhrifum hans í því efni? Ef svo væri, getur þetta verið byrjun “hreinsunar í herbúðun- um”, sem við höfum ekki enn séð fyrir enda á. STJÓRNIN SEM HATAR TOLLA! Maður að nafni P. Beaulieu frá Emerson, brá sér nýlega suð- ur til Hallock, Minn., í bíl. Bil aði “tire” á leiðinni svo hann varð að kaupa sér nýjan syðra. Hann kostaði $13.00. Þegar hann kom norður á landamæri Can- ada var honum sagt, að hann yrði að greiða Sambandsstjórn Canada skatt sem næmi $11.95 (Það var tollur $5.06, söluskatt- ur $2.76. og framleiðsluskattur $4.13.) Frétt þessi stóð í Emreson Journal s.l. viku, ekki í Winni- peg Free Press. ER UPPREIST AÐ HEFJ- AST f RÚSSLANDI Ef alt er satt, sem nú er í frétt ir fært, um Rússland, gengur þar á ýmsu. f leppríkjunum, — Austur-^Þýzkalandi, Póllandi og Tjekkóslóvakíu, þarf sífelt að vera að bæla niður óeirðir. Ofan á það bætist svo bardaginn í flokksmálunum innbyrðis. Béria annar hæsti maður í valdasess- innu, á nú að vera spæjari kapit- alista riíkjanna vestlægu, verður honum eflaust rutt úr vegi, ef ekki er þegar búið, að skjóta hann niður. Og svo er Vassily Stalin, sonur einræðisherrans sæla, er sagður er í varðhaldi geymdur að skipan Malenkovs. Hann hefir tapað stöðu sinni, sem ritari kommúnista-flokks- ins. Hann hefir ávalt þar til nú verið stjórnari flugliðsins við hátíðahöldin 1. maí. Er gizkað á að erfðamál föður hans, en hann var sviftur arfi, séu orsök þess að hann situr nú í fangaverum. Þá er einkaritari Stalins, Maj. Gen A. N. Poskrebysheff, sagð- ur horfinn. Er haldið að hann hafi úr landi stokkið og hafi í fórum sínum erfðaskrá Stalins og önnur skjöl viðvíkjandi vali yfirmanna hans. Eru njósnarar um allar jarðir að leita hans, Hefir þeirra orðið vart í Suður- AmerLku eigi siður en annars staðar. FRÉTTAMOLAR niður stjórnrastörf fyrir fuit og alt. • Staðhæfingum Stuart Gar- son’s, dómsmálaráðherra Og ann- ara liberala, að George Drew, for ingi íhaldsflokksins, gæti aldrei fært skatta niður um x/2 biljón dala, svaraði hinn síðarnefndi á þá leið, að liberölum mundi seint takast þetta, ef þeir héldu áfram eins og þeir byrjuðu kosn ingarnar. í þeim sagði Drew þá hafa varið 10 miljón dölum til að auglýsa sig sjálfa með, 50 miljón dölum í kosningaferða- lög og 28 miljónum til að afla sér sérfræðilegra upplýsinga, sem skrifstofuþjónar stjórnarinr. ar gætu veitt stjófninni henni °g þjóðinni að kostnaðarlausu. Með þvi að byrja á að spara þarna, hefði strax nokkuð áunn- ist. • Kosning hefir nú farði fram í tveimur kjördæmum í Manitoba, sem ókosið var í. Fullnaðar-úr- slit eru ekki komin, en liberalar eru á undan og líklegir til að vinna bæði þingsætin. Kjördæm- in voru St. Rose og Ruperts Land. íhaldsmenn lýstu yfir áð4ar: Hon. J. S. McDiarmid tekur við fylkisstjórastöðu í Manitoba I. ágúst. • Mrs. M. J. Coldwell, kona M. J. Coldwells foringja C.C.F. flokksins, dó 26. júní í Ottawa. • Social Credit-sinnar hafa nú 27 þingmenn kosna í British 'Columbia. f tveimur kjördæmum sem enn eru í vafa, eru þeir á undan. Þeir erp því líklegir að hafa 5 framyfir einfaldan meiri- hluta á þingi. CCF flokkurinn hefir 14, liber alar 2, íhaldsmennl og verka- menn 1. • Rússar tóku 46 af þýzku lög- reglumönnunum í Austur-Þýzka landi af lífi í s.l. viku fyrir að ó hlýðnast skipun rússneska hers- ins, að skjóta á landa sína í upp þotinu 17. júní. • Stjórnir Breta og Kína hafa nýlega undirskrifað samning á- hrærandi viðskifti. í fréttinni segir ekki frá hvað miklu við- skiftin nema. • Það var haldið eða vonað i fyrstu, að veiki Winston Church ill, forsætisráðherra Breta, væri ekki alvarleg. En læknar er skipuðu honum að hætta störf um um skeið. hafa sjáanlega lit- ið öðru vísi á málið. Það var þeim ekki dulið, að stjórnarstarf ið með krýningu og fundarhöld um erlendra ráðherra, myndi reyna á þolrif hins aldraða manns, að ekki sé nefnt, að standa á milli tveggja elda, — Rússa og Bandaríkjanna, í al heimsmálum til að koma á sætt- um með þeim, og forða heimin- um frá því, sem allir hafa óttast að yfir mundi dynja, þriðja al- heimsstríðið. Nú er haldið, að Churchill muni verða að leggja ur en kosning fór fram, að þeir sæktu ekki í þessum kjördæm- um. Andstæðingarnir voru CCF og óháðir. • Joseph Laniel heitir hinn nýji stjórnarformaður í Frakklandi. í ráðuneyti hasn eru sex menn er sllir hafa áður verið ráðherrar. Nýji forsætisráðherrann er sagð ur fremur íhaldssamur, en hann þó með því að reyna að kom- ast að, hvað Rússar vilja í frið- armálum. M. J. Coldwell, foringi CCF flokksins heldur í þessum kosn- ingum mjög mikið með þjóð- eignarekstri sjúkrahúsa eða lækninga. Segir hann að Sask- atchewan-fylkið sé orðið kunn- ugt út um allan heim fyrir hina íarsælu stefnu sína í lækninga- málunum .Hann telur skyldu þjóðfélagsins að lækna' þegna pína. Þeir verði þá fyrst nýtir borgarar, að heilbrigðir séu. Að græða á sjúkleika manna svo, að heita megi okur, sé siðferðislega ógeðfeld hugsun. • Frá Vancouver berst frétt um að Tim Buck, kommúnistafor- ingi í Canada, sé að vinna kapp- samlega að útnefningu flokks manna sinna. Hefir hann 18 þing mannaefni í British Columbia, en í öllu landinu 92. • Það er haldið að McCarthy senator komi í koll ummæli sam- verkamanns hans, J. B. Mathews þau er hann hélt fram í blaða- grein nýlega og lutu að því að protestantaprestar væru svæsn- ustu talsmenn kommúnisma í Vesturheimi. Stjórnin rak Math- ews úr rannsóknarnefndinni fyr ir þetta. Og nú fara prestarnir kapólskir sem aðrir á eftir Mc- Carthy fyrir þessi ummæli. Má mikið heita ef þau kosta hann ekki stöðuna líka. með orðum hins bezta íslend- ings, hins mesta drengskapar manns og eins hins snjallasta skálds þjóðar vorrar fyrr og síð ar, Stephans G. Stephanssonar, er hann beindi til íslendinga vestra við stofnun Þjóðræknis- félags Vestur-íslendinga 1919: Sér í fangi fagra sögu framtíð lengi ber, þó að grasið grói yfir götu okkar hér. Stígðu á Þingvöll stórra feðra. Styrkur vex og þor undir fótum vorum vita vera þeirra spor — vera hróðug þeirra spor. —Tíminn ★ Fuglasöngur á hljómplötur Minni íslands, verður einnig helgað «ið einhverjuleyti skáld- inu Stephani G. Stephansson. Fjallkona fslendingadagsins, að þessu sinni er vel valin eins og undanfarin ár. Hún heitir Jór un Vigdís Thorðarson og er kennari á Gimli. Veit eg það muni vera mörgum gleðiefni að hún er valin frá Gimli í ár, og mun engum efa bundið að hún muni sóma sér vel og leysa hlut- verk sitt fagurlega af hendi sem fulltrúi Fjallkonunnar í Austri. Margar fagrar og heillandi svipmyndir bregða fyrir augu og eyra þeirra sem verða á þess- ari merkilegu hátið í sumar. Þar verður blandaður kór frá Nýja fslandi, undir stjórn hins ágæat söngstjóra Jóhannesar Á íslandi dvelur um þessar: Pálssonar. Kór þessi hefur mörg mundir þýzkur maður, Ludwig um góðum röddum á að skipa Qg Koch að nafni, í því skyni aðjer vel æfðurj sérstaklega þegar taka hljóð íslenzkra fugla upp á tekið er tilHt til þesg hversu geysilegum erfiðleikum það er bundið, að sækja margar æfingar um tuttugu mílna veg í misjöfnu jveðri og stundum illfærum veg- hljómplötur. —Vísir ★ Um kosningaúrslitin Blaðið Fylkir í Vestmanna-eyj um (fyrsta blaðið eftir kosning- i um. Kórinn syngur mörg íslenzk arnar hingað komið) segir meðal, lög, gamla og nýja kunningja, annars um nýafstaðnar kosning- Sem heilla munu hvern sannarx fslending. Eg heyrði kórinn syngja á þjóðhátíðinni að Iðavöllum þann fyrsta júlí. Það var yndislegt. Eg er sannfærður um, að enginn verður fyrir vonbrigðum sem heyrir hann að Gimli á hátíðinni í sumar. —Frh. í næsta blaði. “Þessi orrahríð er nú gengin hjá og þjóðin hefir kveðið upp sinn dóm. Sá dómur hljóðaði á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn vann þingsæti frá öllum andstæðinga flokkum sínum. Þrátt fyrir allar tilraunir að veikja sjálfstæðis- flokkinn, er hann öflugri eftir þessa kosningu en nokkru sinni fyr. LÚÐRARNIR KALLA — KOMIÐ! f síðasta blaði endaði eg frá- sögn mína á að kynna ykkur próf. Watson Kirkconnell. En nú ætla eg að kynna annan góð- an gest. Ræðumanninn sem flytur Minni íslands, hafið þið aldrei séð áður, og því síður kynnst honum persónulega. En þið haf- INNGANGSORÐ Jóns Pálssonar forseta tslend- ingadagsins á Hnausum 1. júlí 1953 Heilir og sælir! niðjar fslands og allir aðrir hér viðstaddir. Fyrir hönd nefndar þeirrar sem stendur fyrir þjóðminning- arhátíð þessari, býð eg ykkur öll hjartanlgea velkomin hér á Iða- velli. Það er okkur áreiðanlega öll- um ljóst að íslenzkar samkomur og íslenzk gleðimót, þar sem ið heyrt haná mikið getið upp á J “ástkæra ylhýra málið” er notað síðkastið. Þessi maður er, séra j í ræðum, ljóðum og söng, fara Einar Sturlaugsson frá Patreks- fækkandi ár frá ári í bæjum og firði á íslandi, hann sem gaf há- skólanum í Manitoba hið mikla og vandaða blaða- og tímarita- safn, sem skrifað hefur verið sveitum. Fjöldi fólks er þó enn hér á meðal íslendinga í hinum ís- lenzku bygðum sem unna svo ís- svo oft um í íslenzku blöðunum lenzkri menningu og íslenzkri hér. Séra Einari Sturlaugsson er boðið hingað af háskóla Mani tungu að það reynir af fremsta megni að halda hvorutveggja við toba fylkis. Hans er von hingað í lengstu lög; óttast það eflaust með íslenzka “hópnum" sem fór að deyi hin íslenzka tunea á vör- héðan til íslands og kemur til baka í endanum á júlí. Séra Ein ar verður gestur okkar um skeið deyi hxn islenzka tunga á vör- um okkar og barnanna okkar, — fari íslenzk menning hér sömu leið, og við sem íslendingar FBÉTTIR FRÁ ÚSLANDl og flytur Minni íslands á hátíð- j verðum andlegum dauða dæmd inni að Gimli, og fléttar inn i það minningar um skáldið St. G. Stephansson í sambandi við ísland. Það er alltaf ánægjulegt og gaman, að heyra, sjá og kynnast góðum gestum hvaðan sem þeir koma og ekki síst þegar þeir koma frá íslandi. Og eg er sann- færður um, að sú kynning sem við höfum af séra Einari, verð- ur góð og ber ávaxtaríkan gróð- ur í félagsreit okkar íslendinga vestan hafs, sem ætti að geta bor ið ríkan ávöxt, ef vel er að gróðrinum hlúð Sagan og Framtíðin í ræðu er dr. Þorkell Jóhannes son flutti á þingvöllum í hópi Vestur-íslendinganna sem eru í heimsókn heima, rakti hann sögu staðarins í stórum drátt- um og þjóðarinnar. Hann mælti og góð orð til gestanna að vest- an og lauk ræðu sinni með þess- um orðum: “Máli mínu vil eg svo ljúka ír. Með þessu íslendingadagshá tíðahaldi hér í dag gefur nefnd- in sem fyrir því stendur öllum sem sótt hafa daginn tækifæri til þess að heilsa uppá gamla og nýja vini, hlusta á íslenzkar ræð ur, íslenzk frumsamin ljóð og ís- lenzkan heilnæman og hressandi söng og tækifæri til að sjá og heyra lifandi tákn mynd okkar ágæta lands Canada á þessum þjóðminningardegi þess. Og síðast en ekki síst enn á ný, að gefa okkur tækifæri að sjá og heyra lifandi táknmynd ís- Við svona tækifæri, er hátið-. iands, fjallkonu dagsins, sem in ekki fullkomin nema við fá- fiytUr ykkur kveðju frá ættland um að heyra frumsamið kvæði. Að þessu sinni verður þó aðeins flutt eitt kvæði, og sá sem flytur það er skáldið Guttormur J. Guttormsson frá Víðivöllum við Riverton. Eg þarf ekki að kynna ykkur Guttorm, allir þekkja hann og vita að hann hef inu norður við heimskaut. “Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi f jalla, og svana hljómi silúngs á og sælu blómi valla og bröttum fossi björtum sjá og breiðum jökul skalla ur alltaf eitthvað gott að seðja drjúpi’ hana blessun Drottins á okkur með. Kvæði hans fyrir'um daga heimsins alla.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.