Heimskringla - 15.07.1953, Page 2

Heimskringla - 15.07.1953, Page 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚLf 1953 Ifeimskrtngla (StofnuB 1816) Kamui 6t á hverjum miðvikudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VerO blaOeins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirtram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist: The Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg RltsHéri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargcnt Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized as Second Class Mail—Post Oifice Dept., Ottawa WINNIPEG, 15. JÚLf 1953 The Icelandic Canadian Fjórða hefti ellefta árgangs ofan-skráðs ársfjórðungsrits, er komið út. Er innihald þses margskonar að vanda. Beztu og frum- legustu greinar ritsins í þetta skifti eru “Uppreistin í Norð-vestur- landinu 1885, skrifuð af Wilhelm Kristjánssyni. Er þar eins ræki- lega minst þátttöku íslendinga í því stríði og kostur mun vera á eða heimildir eru fyrir. Önnur eftirteketaverð grein er um Dakota- fslending, Gunnlaug Bjarna Gunnlaugsson, fæddan að Akra, en foreldrar hans voru Eggert Gunnlaugsson frá Baugaseli í Eyia- firði og Rannveig Rögnvaldsdóttir ættuð úr Tungusveit í Skaga- firði. Þau fluttu um 1880 frá Nýja íslandi til Dakota og námu land land við Tongue River. Sonur þeirra hefir nú gefið 200 ekrur af landi í þessari Tongue River bygð (líklegast hið forna óðal foreldranna) Búnaðarskóla Norður Dakota, til eflingar og rann- sókna á lífi nátturunnar. G. B. Gunlogson eins og nafn hans hér er skrifað, stundaði nám á þessum búnaðarskóla, en hefir síðan verið maskínu fræðingur hjá J. I Case félaginu, búnaðarfræðingur og og síðan eigandi að auglýsingafélagi sem heitir Western Advertising Agency. Hann á heima í Illinois-riki. Þessa grein skrifar Hólmfriður Danielson. Walter Líndal dómari og Dr. Richard Beck, próf. Skúli John- son og fleiri eiga greinar í ritinu. Ennfremur er getið fjölda við- burða á meðal Vestur-íslendinga, er mikið af hefir á sínum tíma birst í íslenzku vikublöðunum. Eina frétt flytur ritið í þetta sinn, sem ekki mun verða lesend- um þess neitt fagnaðarefni. Það er kveðju-grein frá frú Hólm- fríði Danielson til lesenda ritsins. Er þar frá því greint, að hún sé að fara frá ritstjórn blaðsins en hún hefir um mörg ár lagt svo mikið til ritstjórnarinnar og frétta ritsins og unnið svo mikla hylli hjá lesendum, að ekki er ólíklegt að hennar verði þegar í stað sakn- að af þeim. Það geta allir nú á þessari miklu upplýsingaöld skrifað. En það eru ekki allir sem vinsældir hljóta fyrir skrif sín. f sann- leika þeir eru fáir, sem vel skrifa fyrir almenning. Oss hefir lengi virst Hólmfríður vera ein hinna fáu, er það verður sagt um. Ritið er nú auglýst á 40 cents, og er vel þess virði. FÖLDU SKATTARNIR Það er ekki nóg með það, að hin beina skattálagning sam- bandsstjórnarinnar sé hærri en hún hefir nokkru sinni áður ver- ið, heldur eru hin óbeina eða földu skattar það einnig. Ef mönnum væri kunnugt um þann sannleika og að það séu þeir földu skattar sem dýrtíðina og háverðið hér skapa á vöru langt fram yfir hækkun vinnulauna, mundu menn ekki standa ráða- lausir yfir, hvernig þeir ættu að greiða atkvæði 10. ágúst, eins og margir virðast í vafa um. Tökum til dæmis bíla verð hér i landi. Það þarf ekki að segja það neinum, að háverðið á bílun um hér er afskaplegt, borið sam- an við verð syðra. Samkvæmt frásögn blaðsins Saturday Night. í Toronto, bera skýrslur bíla-iðn aðarins í Canada fyrir árið 1952 með sér, að vinnulaun verka- manna námu $131,992,273. En á sama tíma innheimti sambands- stjórnin $138,487,863 í sölu- skatti og innanlands framleiðslu skatti (excize tax) af bílaiðnað- inum hér. Það dylst ekki af þessu, að skattur sambandsstjórn rrinnar á þessum iðnaði, á meiri þátt í háverði bíla hér, en nokkru sinni vinnulaun. Þetta á við um verð á vörum yfirleitt í þessu landi, því það eru ekki margar framleiðslu- greinar hér, sem sambandsstjórn in nær ekki til með sölu eða framleiðslusköttum sínum. Allar tekjur sambandsstjórn- ar á árinu 1952 í þessum áminstu sköttum námu 1^4 biljón dala. A sama tíma hermir Winnipeg Tribune, að innköllun á þessu fé hafi numið öðrum 500 milljón dölum á skattgreiðendum, til innheimtumanna sem fá varð, þar sem stjórnarþjónar fundu engan tíma til að taka á móti fénu þegar að þeim var rétt. Skildi nú ekki mega spara skattgreiðendum þarna þessar 500 miljón dali sem Drew fer fram á, en Winnipeg Free Press, Garson og St. Laurent rembast nú eins og rjúpa við staur, að telja kjósendum trú um að hvergi sé hægt að spara? Ef hinir huldu skattar stjórn- arinnar væru til einskis annars en að afla henni rekstursfé, væri ekkert við þá að athuga. En þegar áhrif þeirra eru sjáan- lega þau, að skapa dýrtíð, að fella gjaldmiðil þjóðarinnar til þess að ná honum úr höndum al- mennings ,þá versnar sagan. Þá stefnir að hruni, sem fáir hefðu spáð, að þetta auðuga og stóra I&nd gæti hent og ekkert afstýr ir, nema að kjósendur viti hvað til þeirra friðar heyrir 10. ágúst. FJALLKONU-ÁVARP flutt af frú Svöfu Spring, að lðavöllum, á Hnausum 1. júlí 1953 Niðjar mínir í Vesturheimi! Eg er hamingjusöm í dag og fögnuður minn er mikill. Þennan dag hef eg lengi þráð og nú hef- ir mín heitasta ósk rætzt, að líta yður, börnin mín, sem rutt hafa sér glæsilega braut í framandi iandi og með því aukið á hróður minn. Fögnuður minn er mikill, er eg hugsa til þess, hve þið, af- komendur mínir í Vesturheimi. hafið lagt órofa rækt við Fjall konuna í norðri, hina tignu tungu hennar, bókmentir og ann- an dýrmætan feðra- og mæðraarf. Hvergi er að finna fegurri vott um rækt yðar við mig, en í hín- um heitu ástarljóðum, er skáld yðar hafa ort til mín, eins og þetta eftir Einar Pál Jónsson: Landið helga, heiðra morgna, hjartað geymir svipinn þinn. Þar mun æskan endurborna eiga lengsta drauminn sinn. Þó að bregðist mörgum minni, margir kjósi aðrar dyr, ítaksvon í eilífðinni eg af hendi seldi fyr. Þó eg sé hingað komin um langan veg, hef eg það á vitund, að í samfélagi við yður, börnin mín í vestri, sé eg heima hjá mér. Mér er það óumræðileg á- nægja hve mörg af yðar hópi hafa heimsótt mig á undnaförn- um árum, og nú síðast í fjöl mennri fylkingu í sumar, því slíkar heimsóknir hafa mikið menningargildi og styrkja bræðraböndin. Eg lýk orðum mínum með því að lesa vísu eftir Guttorm J. Guttormsson, sem í rauninni er táknræn fyrirbæn um órofa samband milli mín og yðar: Bakka sína bjarkir þessar prýði, Bol þeirra’ enginn telgi í nýja smíði, Enginn særi rót né raski grunni, Renni að þeim vatn úr lífsins brunni! Andi þeirra ylmi loftið blandi, Áfram renni fljót, en bakkar standi, Sterkar greinar haldist fast í hendur, Handabandi saman tengi strend- ur! Guð blessi yður öll FJÆR OG NÆR Heiðraður B. N. Arnason, aðstoðarráðhr. í Samvinnudeild Saskatchewan fvlkisstjórnarinnar, hefir verið sæmdur doctor’s nafnbót í lög- um af St. Francis Xavier Uni- versity, Antigonis, N. S. fyrir ings fræðslu (adult education). hans ágæta starf í þágu almenn- Þetta gerðist á 25 ára afmæli há- ✓ 1 V( n SELKIRK C0NSTITUENCY — on AUGUST lOth >TE w 1)011,11, J. X lEþar2JHJHra/3JHraiHJEraiHJEJEíHJHJHíHjarajErarajaíEíRra/EJHrerara/HjarajEJH/aiHí2iHJHfHJZJ2i2rarareiHiajarajfarEíaraj2jaiEJHJHiHrajHjajrajaíHrajHíararerafiri s 1 Ekki VERKIN [ 1 draumur eða loforð SYNA 1 heldur MERKIN! STAÐREYNDIR cTÍ-h'!77* i S leiosogn Liberala 1 tölur allar ÍHALDSSTJÓRN LIBERALSTJÓRN § Í TstjörnarR 1930-1935 1936-40 1941-44 1945-48 1949-53 S S skvrslum MEÐALTAL 1 MILJÓNUM DOLLARA § S Heildar framleiðsla landsms 4,301 5,574 10,548 13,314 19,787 | | Þjóðatekjur 3,131 4,241 8,442 10,802 15,752 1 jjj Útflutt 652 988 2,627 2,882 3,625 | | Heildar viðskifti 1,224 1,779 4,274 5,065 7,137 | i Hreinar tekjur bænda 197 374 930 1,250 1,8 1 3 1 8 YÐUR vegnar betur undir stjórn Liberala! I | MEÖALTAL ára SÝNT hér | 1 Meðal vinnuvika í kl.st. 49 40 49 42 9 | g (í íonaoi) 1 Vinnulaun (1939—100) 90 9 9g 126t8. i66.6 231 9 1 5 (10 aoal íongreinar) * 1 3 | Tek7Í93^rm SkUnÍngÍ 91.5 112.6 169.5 199.9 222.5 | cj íbúðarhús fullgerð 33,700 44,800 41,300 62,800 8 2 57DÖ jjj jjj Sala nýrra bíla 55,733 98,831 26,017 96,782 2 73j740 |a | Velferðar og þjóðfclags tryggingar m 225 221 839 1 noe § cj borganir (í miljonum) 1 jUíf te 5 | .... Skýrsla um vöxt og viðgang frá þrálátri S § kreppu til margvíslegrar velmegunar! Framkvæmdir S S liðins tíma benda til áframhaldandi framfara undir S | leiðsögn Liberala! § § GREIÐIÐ ATKVÆÐI 10. ÁGÚST S 1 Endurkjósið Góða V O T E j stjórn LIBERAL S Published by authority of Man. Liberal Progressive Association g Cj HraJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHIHJHJHJHJHJEJHJHJHJHJHJHJHraHJEJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJEJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHJHjtiíjS

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.