Heimskringla - 22.07.1953, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.07.1953, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. JÚLÍ, 1953 Hehnskrmgk (StofnuO 18t81 Ismur á* á hverjum miðvikudegl Eigendur: THE VIKING PRESS I.TD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsfmi 74-6251 VfifO biaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirtram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaOinu aOlútandi sendist: TTie Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskxíft tii ritstjórans: EDTTOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Wlnnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG 22. JÚLÍ, 1953 Pólitískir pistlar ÞVf ERU KOSNINGAR SVO SNEMMA? Það hefir verið erfitt að fá svar v;ð því frá liberölum, hví 10. ágúst var valinn kosningadagur. Það er alveg óvanalegt að hafa kosningar á þeim tíma. Það er sagt að Gardiner, akuryrkjumálaráðherra, hafi valið þennan tíma. Hann skaut því að stjórnarformanni, að með septem- ber byrjun færu bændur að spyrja um hvernig gengi með endur nýjun hveiti-samnings við Breta, því þá færi þeim aftur ad bætast kornforði í búið. En það væri óvænlegt í kosningum, að verða að segja þeim, að engir samningar væru til um hveitisöluna til Breta og líkindin væru, að af slíkum samningum yrði ekki. Horfurnar á því bötnuðu ekki við hið þjösnalega svar Mr. Howes, viðvíkjandi því, að fara á fund Breta snemma á þessu sumri og reyna að ljúka samningi við þá. Mr. Howe hélt það víst virðingu sinni ósamborið. Honum fanst betur eiga við, að Bretar kæmu til sín. En fyrir bragðið er nú hveitimarkaðurinn á Englandi tapaður alveg eins og osta, svínakjöts og eggja markaðurinn áður, var til annara landa farinn. Hveitimarkaðurinn þykir líklegast að til Rússlands fari. Á þetta vildi stjórnin ekki þurfa að minnast í þessum kosn- ingum. Hefði það þó vel mátt takast með í reikninginn, sem eitt af frægðarverkum hennar. HANN ÆTLAÐI OFAN HVORT SEM VAR. Um miðjan^þennan mánuð var Louis St. Laurent forsætisráðh. í Regina. Á fundi sínum þar lýsti hann því yfir, að sambands stjórnin gæti engu lofað um að veita fé til vatnsvirkjunar fyr- irtækis, sem þar hefir mikið ver- ið þráð að kæmist á fót. Féð til þess nemur um 125 miljón döl- um. En með því átti bæði að efla orku fylkisins og sjá fyrir að vökva stór svæði af landi, sem vegna ofþurka, eru að verða að eyðimörk! Stjórnarformaður sagði ástæð una fyrir afstöðu sinni þá, að sér þætti fyrirtækið ekki nógu stórt til að vera landsmál. Það bætti ekki hag nógu margra. Það væri ekki með þetta eins og St. Lawrence fljóts dýpkunina, sem væri í þarfir alls landsins. Auknar skipagöngur á St. Lawrence fljóti, eru austur-fylkj unum miklar samgöngubætur og vestur fylkjunum að nokkru, þó Hudsonsflóasjóleiðin væri þeim hagkvæmari, ef meiri rækt værij þar lögð við. En um Vesturfylk-^ m má fara sem vill fyrir St. Laurent stjórninni. Þau eru henni töpuð. Og neitun fjársins er af því sprottin, af pólitískri smámunasemi. Winnipeg-máltól libreala hér blöskraðist mikið út af stórhug og dáðrekki stjórnar formanns, að neita Saskatchewan f járaðstoðar, vitandi að það kost aði liberala mörg atkvæði. En liberalar eiga engu fylgi að fagna í fylkinu og geta þar engu tapað! í stað hugrekkis sýnir framkoma stjórnarformanns, hvílíkur smá-j sálar flokkspési hann er. Hann gat þarna sýnt hann, án nokkurs fylgistaps, því það var þarna al veg eins fyrir honum og kerling unni sem datt ofan og sagði. “Eg ætlaði ofan hvort sem var”. Saskatchewan-fylki, eins og hin vestari fylkin, eru liberölum töpuð. Þjóðlega sinnaðir Sask- atchewan-búar, hafa þarna auð- vitað orðið fyrir vonbrigðum. En þeir verða ekki með neinu slíku kúgaðir eða sviftir atkvæða frelsi sínu. ÓVARKÁRNI Það er skiljanlegt, að St. Laur ent vilji gera George Drew hvern þann ógreiða sem hann get ur. En þá mun flestum hafa fund- ist honum klaufalegast hafa tek- ist er hann gat ekki leitt kosn- ingar Bandaríkjanna á s.l. ári hjá sér, og lýsti þeim á þá leið, að Eisenhower forseti hafi unn- ið þær með því að blekkja al- menning með skrafi um lækkaða skatta, sem hann hefði svo svik- ið. Hið sama mundi George Drew henda. Hvað sem um leiðtoga íhalds- flokksins hér er að segja, eða hvernig hann efnir loforð sín, sem enginn getur enn sagt neitt um, er hitt framúrskarandi ó- smekklegt og fávíslegt, að vera að benda á Eisenhower, sem pól itískan loddara eða blekkjara. — Hafi nokkur maður náð kosningu af ástæðum sinna eigin mann- kosta, er það Eisenhower. Hann var orðinn þjóðhetja fyrir kosn- ingarnar og sá maður, sem þekt- astur var út um allan heim, sem líklegastur til að hafa forustu mannkynsins með höndum á hinum óvissu og ógurlegu tím- urti. Kosningu hans sem forseta var fagnað út um allan^heim. Canadaþjóðin þyrfti að láta ná búa þjóð sína vita svart á hvítu um að það séu ekki hennar orð heldur foringja liberalflokks Canada, sem óvirðulegum um- mælum fer um forseta hennar og stjórnarflokkinn. RÓSVIÐIR Höfundur þessarar ljóðabókar er hinn yfirlætislanusi og vel- þekti maður, Davíð Björnsson bóksali í Winnipeg. Hann er maður sem aldrei hef- ir gert neina kröfu til þess að vera kallaður stórskáld af sam- tíð sinni, en þó hefir þessi bók hans að geyma mörg kvæði sem flest skáld væru fullsæmd af að hafa ort. Davíð hefir ræktað þann blett í túni Braga, sem íslenzk alþýða má vera honum þakklát fyrir. Þar eru mörg hljómþýð, falleg og litauðug ljóð, sem draga mann nær höfundinum við lest- urinn. Ósjálfrátt finnum við til þess, að hér er um mann að ræða sem hefir eitthvað gott að segja fram yfir það venjulega og góö, ar og göfugar hugsjónir, sem öllum gerir gott að kynnast. ís- lenzkar bókmentir væru einu blóminu fátækari hefði þessi bók ekki komíð á prent, og hefir höfundurinn því unnið lofsam- legt verk með því að bjarga kvæðum sínum frá eilífri gleymsku og glötun, jafnvel þó hann verði að axla útgáfukostn- aðinn að mestu leyti einn, eins og svo oft hefir brunnið við hjá íslenzkum Ijóðskáldum hér vestra. Höfundi þessara ljóða verður það á, eins og flestum ljóðbræðr- um hans, að setja hið óútreikn- anlega og torskilda afl, ástina, í hásæti, enda mun hún, sem öðru nafni er nefnd kærleikur, vera aflið sem fyrst mætir oss við komuna til þessa heims og síðast kveður oss við burtförina héðan, með öðrum orðum: aflið sem fylgir oss frá vöggunni til graf- arinnar, og út yfir líf og dauða. Bókin byrjar á stuttu kvæði sem höfundurinn nefnir “Til þín”. Fyrsta erindið er: “Mig brestur orð og algengt mál að yrkja ljóð til þín. Þú hefir borið söng í sál og sólskin inn til mín.” ‘‘Vizkutréð” er gjörhugsað og ágætt kvæði. Höfundurinn tek- ur þar til meðferðar afar erfitt yrkisefni, en orkar að draga upp svo góða mynd, að hún festir sig í hugsun lesandans. Þetta kvaeði má kallast frumstæður þáttur í framþróunar-sögu mannsandans. Væri flestum holt að lesa það og athuga. Það byrjar svona: “Er vitund mannsins leit hið fyrsta Ijós frá leiftur blikum innri kenda hans var fræi sáð og fjölær vizkurós þar festi rót í jarðveg lífgjaf- Við þessa málsgrein varð mér Ijóst að eg er aðeins búinn að minnast á tvö fyrstu kvæðin í bókinni. Það myndi tæplega geta álitist ritdómur, en frekar j mætti kalla það stutta athuga-1 semd við aukavinnu eins af mín- um greindu og athugulu sam- j ferðamönnum, sem ekki lætur dægurþras og dutlunga hvers-1 dagslífsins vaxa sér svo yfir höf uð að hann ekki bjargi blómum sínum frá því að kafna undir of- vexti annarslegs gróðurs, sem víða má hér finna á vegferðinni. Hleyp eg nú yfir margar blað- sýður, en stansa við kvæðið — “Bækur”. Það er ágætt kvæði og sýnir að höfundurinn metur mikils bókasafn sitt, enda eru bækur “elixir” öllum hugsandi mönnum. Fyrsta erindið er svona: “Þær hafa margskonar fróðleik mér fært og f jölmarga ánægju stund, hjá þeim hef eg mótast, hjá þeim hef eg lært, hjá þeim hef eg vaxtað mitt pund”. Mörg fleiri vel ort kvæði eru í bókinni, og vil eg því ráðleggja þeim íslendingum sem ljóðum unna, að kynna sér þessa bók, hún er þess fyllilega virði, og tíma og aurum vel varið sem til þess þarf. Mér er sagt að höf. eigi margt ágætra kvæða í fórum sínum, sem vonandi koma fram í dags- ljósið síðar. En sorglegt er til þess að hugsa að Davíð Björns- son og fleiri nútíma og forntíma skáld meðal okkar Vestur-íslend inga, skuli þurfa að taka mikið af ljóðum sínum, prentuðum og óprentuðum, í malpoka inn til hins fyrirheitna lands að lokinni göngu. P- S. P- EINSTÆÐ HEIMSÓKN (Morgunblaðið í Reykjavík tók með eftirfarandi grein á móti “Farfuglunum” héðan að vestan. í henni hljóma þær radd- ir, er bergmál finna í brjóstum Vestur-íslendinga og góðu spá- ir um tíðari samfundi íslendinga með heimferðum sem þessari. — Vinarorð sem þessi, éru mörgum útlaganum mikils virði. —Rtstj. Hkr.’) Á síðustu 30 árum höfum við Heima-íslendingar átt þess kost að fá heimsóknir við og við frá löndum okkar vestan hafs. Hefur þessum heimsóknum fjölgað ár frá ári og allar orðið til þess að auka samband, og samúð milli Austur- og Vestur- íslendinga. Allir hafa þessir landar okkar að vestan borið okk ur þá sögu að fjölmargir þeirra sem ala aldur sinn fyrir vestan haf beri þá ósk og von í brjósti að fá tækifæri til þess að heim- sækja ísland. Fyrir frumkvæði Finnboga Guðmundssonar, prófessors við Manitoba-háskóla, hefur slík heimsókn Vestur-íslendinga til ættlandsins nú verið skipulögð á stórfelldari hátt en nokkru sinni áður. Hingað komu í gær fast að því 50 Vestur-íslending- ar með flugvél Lofteliða, Heklu, til nokkurra vikna dvalar. Sjö þeirra eru fæddir vestra, þó meðalaldur þessa fólks sé um það bil 60 ár. Ekki er að efa að þessum gestahóp verði fagnað hvar sem þá ber að garði með allri þeirri alúð og gestrisni sem^ þjóð okkar getur sýnt. Þó að allir séu þessir gestir þjóðinni hjartanlega velkomnir, ungir og gamlir, karlar og kon- ur, verður að geta eins gestanna sérstaklega, sem dvelur hér í boði ríkisstjórnarinnar. Er það Rósa Benediktsson, dóttir Kletta fjallaskáldsins Stephans G. Stephanssonar. Heimsókn henn- ar til ættlandsins ber upp á það ár, er hundrað ár eru liðin frá fæðingu Stphans, þessa höfuð- skálds íslendinga á siðustu öld, þess manns eins og forsætisráð- herrann, Steingrímur Steinþórs- son, gat um í kvöldhófi, sem hann hélt fyrir vestur-íslenzku gestina í gærkvöldi, væri sá mað ur íslenzkur er langdvölum hefði dvalið utanlands og tekið sér ríkisborgararétt hjá annurri þjóð er minnisstæður verður íslend- ingum um ókomnar aldir, sakir þess hve ljóð hans og andleg afrek munu hafa djúptæk áhrif á hugsanalíf, þroska og menn- ingu íslendinga. í ár mun bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 2. ágúst 1953 — Seattle, Wash. HALDINN AÐ SILYER LAKE S-K-E-M-T-I-S-K-R-Á Byrjar kl. 2 p.m. Forseti: G. P. Johnson Söngstjóri: E. Breidford Accompanist: Mrs. H. M. Eastvold The Star Spangled Banner O Guð vors lands _G. P. Johnson Ávarp Forseta ________________________ Solo __________________________________Júlíus Samuelson Ávarp Fjallkonunnar____________Mrs. Margaret Kristjánson Söngur, Fósturlandsins freyja,______________________Allir Ræða á íslenzku__________________Rev. E. S. Brynjólfsson Solo _____________________:______________Elias Breidford Speech, in English,____________________S. O. Thorlakson Musical Act_____.-.__________________Thorlakson Family (Sig Thorlakson; Hazel, Sigurd, 13 years; Patty Ann 8 years) Community Singing_________________________________ Allir Gestir — Hon. K. F. Frederick, Consul for Iceland; Dr. H. Sigmar. Eldgamla Isafold and My Country ’Tis o£ Thee SPORTS PROGRAM - 3.30 P.M. Events for young and old — Cash Prizes Softball Games for all. DANCE from 6.30 to 9.30 p.m. — Music by Thorlakson family Free Coffee all Day Committee — Jón Magnússon, chairman J. J. Middal S. S. Thordarson Bill Kristjánðon T. E. Samuelson Fred Frederickson G. P. Johnson Arthur Kristjánson Stella J ohnjon Islendin°ada°urinn í GIMLI PARK Mánudaginn 3. Agust 1953 Forseti: J. K. Laxdal Fjallkona, Jörunn V. Thórðarson Hirðmeyjar Donna Mae Einarson Helene Mae Bergman SKEMTISKRÁ HEFST Kl. 2 e.h. D.SíT.-ÍÞRÓTTIR BYRJA Kl. 11 f.h. SKEMTISKRA Heyrðu, hvernig mundi þér lika að láta brenna þig? Ja, sjálfsagt ágætlega, en eg vildi gjarnan deyja fyrst. 1. O Canada (Blandaðikórinn og allir syngja) 2. Ó, Guð vors lands (Allir syngja) 3. Forseti, Jón K. Laxdal, setur hátíðina 4. Ávarp Fjallkonunnar, Jórunn Thorðarson. 5. Blandaðurkór syngur undir stjórn Jóhannesar Pálssonar 6. Ávarp gesta 7. Blandaðikórinn syngur 8. Minni íslands, séra Einar Sturlaugsson, frá íslandi 9. Minni íslands og Stephan G. StepRansson, G. J. Guttormsson 10. Blandaðikórinn syngur 11. Minni St. G. Stephanssonar og Canada, Próf. Watson Kirkconnell 12. Blandaðikórinn syngur 13. God Save the Queen. Skrúðganga að Landnema rninnisvarðanum. Fjallkonan leggur á hann blómsveig. Community söngur byrjar kl. 7, undir stjórn Paul Bardal Dans hyrjar kl. 9 í Gimli Pavilion Aðgöngumiðar að garðinum 50 cents fyrir fullorðna, frítt fyrir börn innan 12 ára Aðgöngumiðar að dansinum fyrir yngri sem eldri 75 cents. 0 íslenzkar myndir sýndar að kvöldinu. íslenzkar hljómplötur að morgninum Gjallarhorn verða góð. — Skreyting garðsins fögur Veitingar seldar í garðinum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.