Heimskringla - 26.08.1953, Síða 1

Heimskringla - 26.08.1953, Síða 1
AT ALL LEADING GROCER9 Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappei _____r* '----------------------- AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red W'rapper \-----------------------✓ LXVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 26. ÁGÚST 1953 NÚMER 48. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR VEÐRABRIGÐI SKEMTILEGUR GESTUR FRÁ ENGLANDI Inn á skrifstofu Heimskringlu leit s.l. mánudag stúlka frá Eng- landi, er Miss Eva Johnson heit- ir. Erindi hennar var að kaupa blaðið. Undruðumst vér hvort hún kynni íslenzku og spurðum hana að því. Hún játaði því. En hún slapp nú ekki með það svar og varð að gera grein fyrir hvar hún hefði lært hana. Sagan af því er þessi. Hún byrjaði á skóla í Leeds að læra íslenzku, en varð að hætta því vegna kennaraleysis. Hugs- aði hún þá með sér að hún skyldi í sumarleyfi sínu fara til ís- lands og læra hana þar. Þetta var 1931. Hefir hún fjórum sinn- um í alt verið í sumarleyf á is- landi og talar og les málið undra vel. Fyrst er hún fór heim.dvaldi hún á Höfn í Hornafirði hjá Þórhalli verzlunarstjóra Daníels syni.. Eignaðist hún þá góða fjölskyldu að vinum og hefir Anna dóttir Þórhalls verið með henni í Englandi í heimsókn. Bar hún Hornfirðingum, sem ís- lendingum yfir leitt, mjög vel söguna. Kvað gestrisni og góð- vild þar á háu stigi. Hér er Miss Johnson á ferð með föður sínum, sem er klæða- sali og er hér í viðskifta-erind- um. Nú viljum við og minnast þess að nokkrir nágrannar okkar heimsóttu okkur 6. þ.m. og færðu ckkur góðar gjafir, var þetta sama fólk og með í þessu á- minsta samsæti, meðal þeirra voru: Lárus og Anna Nordal, Mr. og Mrs. H. G. Sigurðsson, Mr. og Mrs. Eric Stefánsson, Mr. og Mrs. Daniel Pétursson, Mr. og Mrs. Sig Guðmundsson, Sigurjón Jóhannsson og dóttir hans Steinunn, Guðm. Jónsson, Gyðríður Anderson og Sæunn Bjarnason. Við þökkum öllu þessu fólki, við þökkum Gimlibúum fyrir margra ára ágæta viðkynningu og vinarhug, og biðjum guð að lýsa friði yfir þessum bæ og í- búum hans. Við kveðjum ykkur með kærum minningum. Mr. og Mrs. Jón Júlíus Johnson DÁNARFREGN Arthur Eugene Pétursson, yngsti sonur Björns sál. Péturs- sonar af fyrra hjónabandi hans, andaðist snögglega aö heimili sínu í Thicket Portage, Manitoba, fimtudags- morguninn s.l. 20. ágúst. Hann rak þar verzlun sem hann stofn- aði eftir að hann kom heim aftur úr þátttöku sjóher bandaríkjanna I á stríðsárunum. Þegar eg sagði henni, að eg hefði verið starfsmaður Þórhalls áður en eg fór vestur, bað hún mig fyrir kveðjur til fjölskyldu Arthur var fæddur 19. marz, 1904, og var yngstur af þremur systkinum. Elzti bróðir hans, Louis dó fyrir 10 árum. Systir hans. Þeir sem heyrðu Miss John- son tala og lesa íslenzku inni á skrifstofunni, undruðust hvað hún kunni hana vel. Mig furSaði ekki svo mikið á þessu þar sem hún lærði hana í Hornafirði. ÞAKKLÆTIS- og SKILNAÐ- ARORÐ Þegar við nú eftir meira en átta ára dvöl hér á Gimli erum að flytja okkur búferlum vestur að hafi, er svo margs að minnast og margt að þakka. Við höfum átt því láni að fagna að kynnast og vera með ágætu fólki, fólki sem á allan hátt hefir gert okkur dvölina hér skemtilega og eftir- minnilega, og verða minningarn-; ar um dvöl okkar hér fagrar ogj heilnæmar hvar sem samastaður okkar verður héreftir. Viljum við nú einnig minnast hins ánægjulega og myndarlega samsætis sem okkur. var haldið þriðjudagskvöldið 18. þ.m. og yfir sextíu manns tóku þátt í, má segja með sanni að þar ríkti j gleði og góðvild, ánægja og ein- lægir vinarhugir. Það kvöld | verður minningaríkt og ógleym- anlegt í hugum okkar, það var, sannur sólskinsblettur í heiði, sem margir hlýir ylgeislar munu stafa frá. Okkur er það íjóst, að “Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm”, því svo margir lögðu þar hönd að verki að gera þetta kveðju- samsæti sem ánægjulegast að rúm leyfir ekki upptalningu. Verður því að sætta sig við að segja að Mrs. Kristin Thor- steinsson hafði samsætisstjórn með höndum, en auk hennar tóku til máls Mrs. H. G. Sigurðs son, Mrs. Tallman, forstöðukona “Betel” og Mrs. Sylvía Kárdal, sem einnig hafði söngstjórn með höndum, þar sem allir sungu saman, og var að því eftirminni- leg skemtan. Einnig flutti Lárus Nordal ágætt kvæði, sem fylgir hérmeð. hans, Mary, Mrs. Allan Gilman, býr í Montreal, og á móðir hans, Guðrún Jóhannesson, fyrri kona Björns, þar heima. Auk þessara systkina átti Arthur f jögur hálf systkinni. Hann ólst hér upp í Winnipeg og gekk hér á skóla. Eftir að hann náði fullorðins aldri, vann hann hjá föður sínum í verzlunn inni á Wellington Ave. og Sim- coe St. Seinna vann hann hjá föður-bræðrum sínum, Union Loan and Investment Co. Um tíma dvaldi hann í California, en kom brátt aftur til Winnipeg. Hann fór norður í Manitoba, komst í kynni við íslendinga þar, og undi sér vel í norðrinu. Er stríðið braust út og byrjað var að gera Alaska highway fór hann þangað og gekk í þjónustu Bandaríkjanna, og seinna innrit aðist hann í sjóherinn, “Con-j struction Battalion”, og var þar til enda ófriðsins. Verzlunin í Thicket Portage; tókst með ágætum og var hann1 í háu áliti þar nyrðra hjá öllum sem komust í kynni við hann, bæði stjórnarmönnum og námu- eigendum og kynblendingum og Indíánum. Hann var vinsæll mjög og virtu allir hann fyrir drenglyndi , samvizkusemi og réttmæti. Enda var fjölmennara við kveðjuathöfn hans en menn mundu eftir að áður hefði verið við slíkar athafnir og komu sum- ir langt að. Arthur giftist Sonja Erikson frá Ashern, 11. júní, 1936. Þau eignuðust eina dóttur. Audrv, sem lifir föður sinn, ásamt móð- ur hennar. Þær búa í Thicket Portage, en Audry hefur, undan farna vetur stundað nám í Win- nipeg. Kveðjuathöfn fór fram laugar- daginn 22. ágúst í Thicket Por- tage og flutti séra Philip M. Pétursson, frændi hins látna — þeir voru bræðra synir, kveðju- orðin. Rev. Caley, biskupa kirkju prestur á staðnum tók einnig Veltur á ýmsu um vorsins gróður veðurbati hausts er ljúfur: þar sem uglur áður flöktu eru á flugi hvítar dúfur. Heiðt er yfir öllum fjöllum, allar bárur hafsins þegja óraleið að yztu miðum upp til lands, og fram til eyja. Sumar 'leið, en haust er hafið, himin blár til endimarka kveldsins fegurð, kvaka svanir kveðið á greinum laufgra bjarka. Ró er dýpst í ríki haustsins, reyndin söm, er fjölgar sporum, þó að halli sól og sumri sindra blis frá liðnum vorum. Víkkar svið og vegir opnast veraldir við sjónum hilla, hugur nemur nýjar leiðir nýjar raddir loftið fylla. Töfrum slær um tind í heiði tíbrá gyllir jökul-húfur: þar sem uglur áður flöktu eru á flugi hvítar dúfur. Jón Jónatansson þátt í athöfninni með lestri ritn ingarkafla og söng. Jarðsett var í grafreit Thicket Portage. TÍMINN LEIÐ EINS OG í FÖGRUM DRAUMI í HÓPI VINA OG ÆTTINGJA Rætt við irú Ingibjörgu von Renesse, eina ai vestur-ísl. gest- um, sem iara í dag Meðal vestur-íslenzku gest- anna, er halda heimleiðis i dag er kona, er hefir dvalið 59 ár vestra. Er það frú Ingibjörg von Renesse, sem eftir öll þessi ár, vitjar gamalla bernskustöðva. Átti fréttamaður Tímans viðtal við frú Ingibjörgu í gær. Frú Ingibjörg er fædd á Hvoli í Borgarfirði eystra, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Ameríku árið 1894. Faðir hennar, Sveinn Guð- mundsson Borgfjörð, settist að í Lundi í Manitobafylki. Þá var ekki eins kostnaðarsamt að gera Borgf jörð, faðir Ingibjargar tók sér 160 ekrur lands og var orðinn eigandi að nýbýlinu eftír 3 ár. Var það kallað að taka sér heimilisréttarland. Ingibjörg er elzt af systkinum sínum, en þau eru alls fjögur. Eftir fermingju byrjaði hún að vinna utan heimilisins, og fékkst við ýmis störf, og létti þannig undir með foreldrum sínum eftir: því sem kraftar leyfðu, en vann samt alltaf jafnhliða á heimil- inu eftir því sem tími vannst til. Frú Ingibjörg giftist tvisvar. Fyrri maður hennar var Bjarni Eyjólfsson, ættaður úr Mjóa- firði. Með honum eignaðist Ingibjörg einn son, Bjarna, sem nú er búsettur í Winnipeg. j Mann sinn missti Ingibjörg árið 1924. Voru þau hjónin búsett í Árborg í Manitoba fylki. 1926 giftist Ingibjörg í annað sinn, 1 þýzkum manni, Hermanni von i Renesse, sem var forstjóri fyrir smjörgerðinni Norðurstjarnan í sér nýbýli þar eins og síðar hef- ^ Árborg, er stofnuð var 1907 af ir orðið. Þá þurfti aðeins að litlu stofnfé, en óx og blómgvað biðja um landið og vinna á því ist undir hinni góðu stjórn von og uppfylla viss skilyrði. Sveinn Renesse og nú orðið að stórfyi - NÝR DAGUR (eitir David Deans) Er ársól lýsir lönd og sæinn landið mitt fær nýjan þrótt Eg þakka Guði, er gefur daginn, og gleymi kaldri og dimmri nótt. o o o Nú alt birtist umhverfið mér með angandi blómum og klið. Mig undrar ef enginn sér í alheimi samræmið. Eg fornvini finn hjá mér, það fegurst eg veit og skil; þann ávöxt við eigum hér: og engum eg gleyma vil. Eg hugsa um hatur og stríð um hörmung, sorgir og böl. Hvað þýðir sú þrautatíð? því skapar lífið kvöl? Því blandast blóð við tár, hins blinda og þjáða manns? Því ógnar ótti og fár eignum og lífi hans? Nú yfir Pathmos sjónarsvið sjáandans myndar eg nýt. og komandi dag með kyrrð og frið í kjölfari stormsins lft. >S. E. Björnson irtæki. Seinni mann sinn missti frú Ingibjörg síðastliðinn vetur. Með seinni manni sínum eignað- ist frú Ingibjörg eina dóttur, er búsett er í Gimli, en þar er fiú Ingibjörg einnig búsett. Frú Ingibjörg hefir tekið mik inn þátt í félagslífi. Hún til- heyrir frjálslynda kirkjufélags- skapnum og hefir sérstaklega starfað fyrir Samband íslenzkra frjálstrúarkvenna í Ameríku. Hefir félag þetta byggt og starf rækt sumarheimili íslenzkra barna þar, og er starfsemi heim- ilisins sérstaklega miðuð við þaö að kenna börnum íslenzk fræði og láta þau finna að þau séu af íslenzku bergi brotin. “Mér fannst varla, að það gæti verið veruleiki, að eg væri komin heim aftur,” sagði frú Ingibjörg, sem meðal flestra vina sinna er þekkt undir nafn- inu Emma. “Eg er búin að fara austur í Borgarfjörð og heilsa upp á bernskustöðvar mínar, eg man eftir öllu þar, alveg eins og það var. Yfirleitt er eg svo hrif- in af öllu hér heima, að eg á varla orð til að lýsa því, fólkinu sjálfu, gestrisninni, en hún er Islendingum meðfædd þótt hún nái hámarki sínu aðeins hér heima. Smekkvísi og kunnátta hús- mæðra hér er eftirtektarverð. Eg hefi aldrei efast um að íslenzkar húsmæður kynnu að matbúa, en eg hefi aldrei notið þess eins vel og nú. Hvergi hefi eg séð jafn fallega og vel gerða handa- vinnu og hér, en þó get eg einna mest dáðst að blómarækt- inni, sem er svo að segja um- hverfis hvert einasta hús hér í Reykjavík. Eg vil að lokum, mælti frú Ingibjörg, þakka öllum, sem eg hefi notið gestrisni hjá og þeim, sem hafa glatt mig og eg hefi kynnst í þessari ferð. Það er mér alveg ógleymanlegt ævin- týri að hafa dvalið þessar vikur heima á gamla landinu mínu, sem eg hefi ekki séð í nær 60 ár. —Mbl. Föstudaginn, 14. ágúst gifti séra Philip M. Pétursson í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, Don ald Thomas Robertshaw og Marie Pearl Jones, bæði til heim ilis í Winnipeg. Þau voru að- stoðuð af Mr. og Mrs. B. Ben- son. FRÁ ÍSLANDI Reiðurbúinn að greiða 400 pund iyrir miðnætursólarflug Gunnfaxi, ein af flugvélum Flugfélags fslands fór í fyrra- dag í miðnætursólarflug með 26 manns úr ferðamannahópnum, sem hér er með M.s. Heklu á veg um Ferðaskrifstofu ríkissins. — Lagt var af stað kl. 11 um kvöld ið og komið aftur kl. 2 um nótt- ina. Var veðrið svo gott, að ekki varð á betra kosið og hrifning farþeganna geysileg, jafnvel slík að einn skozkur farþegi sagðist ekki mundu hafa séð að greiða 400 sterlingspund fyrri slíka för! —Alþbl. 11. júlí » Ný íisktegund veiðist “við ísland Nýlega veiddist sérkennilegur legur fiskur í þorskanet á 20 faðma dýpi út af Hólsá í Þykkva bæ. Það var ms. Reynir frá Vest mannaeyjum sem veiddi fiskinn. Fiskur þessi reyndist vera Blákarpi, en hann telzt til sæ- karpa-ættarinnar og hefur ekki fundizt áður hér við land. Fisk MINNINGARORÐ Jóhann Bjarnason Er fartíðar félaga vora Felum þér svalbrjóstuð jörð Finst oss úr fölnuðum krönsum Sé framtíðarbraut okkar gjörð Við stödd vera á auðninni aftur Alt landnámið skjaldaskörð. —St. G. St. Sunnudaginn 12. júlí lézt að heimili sínu í H^kla skólahéraðí 5 mílur suð-vestur frá Marker- ville heiðurs bóndinn Jóhami Bjarnason, 83 ára að aldri. Jóhann sál. var fæddur í Bisk- upstungum í Árnessýslu á ís- landi 17. des. 1869. Kom til Can- ada árið 1900, og til Alberta sama ár. Vann algenga erviðis- vinnu á ýmsum stöðum í tvö ár, en tók heimilisréttarland 1902, og bjó þar ætíð síðan. Seinna var þar myndað skólahérað og nefnt Hekla, og mun hann hafa ráðið nafninu, því heimili hans á is- landi var skamt frá Heklu. Jóhann misti konu sína, Vil- borgu Aronsdóttur, 1946 og hef- ur búið á heimilisréttarlandi sínu með börnum sínum síðan. Þeim hjónum varð 13 barna auðið, sex synir og sjö dætur, öll á lífi. Þau eru: Ingvar, heima á íslandi; Guðmundur, í Cal- gary, Alta.; Bjarni, Albert og Ellent, Markerville; og George í Calgary; Ágústa, Reykjavik, íslandi; Guðfinna Mrs. Elmer Olesen, Markerville; Ingveldur, Calgary; Svanborg, Mrs. Camp- bell, Glen Lake, B. C.; Margrét, í Calgary; Lára, Mrs. C. Christen sen, Coronation, Alta.; og Violeí Mrs. D. McLellan, Sidney, B. C. Jóhann sál. var verkmaður góður, og þó lítil væru efnin ól hann upp stóran barnahóp, og braust gegn erfiðleikum með ráðdeild og dugnaði. Hann var sannur fslendingur og unni öllu sem íslenzkt var, og var víst oft- ast í anda heima á ættjörðinni; og sannast þar hið fornkveðna— að Röm er sú taug, er rekka dregur fósturtúna til”. Jarðarförinn fór fram frá kirkjunni í Markerville 16. júií að viðstöddu fjölmenni. Hann var jarðsunginn í Tindastól graf reit af dönskum presti, séra Las- sen. Blessuð sé minning hans, A. J. C. ur þessi er frekar langvaxinn og getur orðið alt að 2 m. á lengd. Hann er ávalur um bolinn, kvið- flatur og allur þakkinn nokk- uð grófgerður hreistri. Fiskur þessi lifir helzt á grunnsævi og finnst einkum í Miðjarðarhafinu og hefur oft fundist í norðanverðu Atlants- hafi— Alþbl 4. júlí

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.