Heimskringla


Heimskringla - 26.08.1953, Qupperneq 3

Heimskringla - 26.08.1953, Qupperneq 3
WINNIPEG, 26. AGÚST 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA (Málfræði inna frumnorrænu rúnaletrana, íslenzk tunga í forn öld, Samsett orð í íslenzku, Um frumtungu Germana og frum- heimkynni o.fl.) Mikla athygli málfræðinga hvarvetna hafa rannsóknir prófessors Alxeand- ers á uppruna mannlegs máls og kenningar hans þar um vakið. Hefur hann gefið út þrjár bæk- ur um þetta efni á ensku (origin o£ language 1848, Origin of language, four essays, 1949, og Gestural origin of language 1952). Siðan en ekki sízt skal nefna hina miklu orðabók ís- lenzkra orðróta á þýzku (Isl.- etymol. Wörterbuch), sem nú er að koma út í Svisslandi og verða mun um 1200 blaðsíður i stóru broti. Hefur prófessor Alexand- er unnið að riti þessu um 20 ár. Verður germönskum málfræð- ingum mikill fengur i orðabók þessari. Hefur höfundur leyst af hendi þrekvirki mikið með henni og verður hún bæði höfundi og íslandi til sæmdar. Prófessor Alexander er einn hinna ekki mörgu íslendinga, sem getið hef ur sér laþjóðlegt frægðarorð. Flestum mönnum mundi fræða störf prófessor Alexanders hafa orðið nægilegt æfistarf. En því fer fjarri, að honum hafi svo reynzt. Hann fékkst um hríð við togaraútgerð. Hann sinnti flug-, málum um stund og má hann kalla einn fyrsta hérlendan frömuð þeirra mála. Hann var um hríð í útvarpsráði. Rektor há- skólans hefur hann verið frá 1932—1935, 1940—1942, 1948 og síðan, eða samtals á 2. tug. ára. Er það miklu lengri tími en nokkur annar hefur þeim starfa gegnt. f rektorsstarfa sínum hef ur prófessor Alexander verið hinn nytsamasti maður. Að bygg ingu háskólans, stúdentagarð- anna beggja, byggingu atvinnu- deildar háskólans og leikfimis- húss átti hann mjög mikinn og góðan hlut. Má segja, að sum þessi hýsi hefðu ekki, eða að minnsta kosti seinna, verið reist ef ekki hefði notið við dugnað- ar hans og lægni. Þá hefur próf- essor Alexander átt mikinn og góðan þátt í stofnun happdrætt- is háskólans og kvikmyndahúsi. En þessar stofnanir hafa verið fjárhagsleg stoð undir bygginga framkvæmdum háskólans, sem greindar voru og svo eru marg- ar og miklar. Formaður var pr'óf essor Alexander nefndur þeirr- ar, sem stóð fyrir hátíðahöldun- um 17. júní 1944. Loks skal ekki gleyma formennsku prófessor Alexanders í byggingarnefnd þjóðminjasafnsins. Það verk stóð árum saman og starf for- manns í nefnd þessari var mjög tímafrekt og margbrotið. Sér- staklega má orðleggja dugnað hans um útvegun fjár hin síðari árin til áframhalds verksins, sem allharðsótt reyndist. Mun all- vafasamt, að þessu verki væri enn lokið, ef slælegar hefði ver- ið að gengið í því efni. Prófessor Alexander er hinn ljúfasti maður í umgengni og maður vammlaus í hvívetna, — enda mun enginn þeirra fáu manna, sem reynt hafa að bíta hann rógtönnum sínum, hafa dirfzt að bera honum nokkuð ó- sæmilegt eða óheiðarlegt á brýn. Hann er og maður ljúfur í dag- legri umgengni og vinsæll og vinfastur og vill hvers manns vandræði leysa. f kennarastarfa sínum hefur hann verið einkar vel látinn bæði meðal samstarfs- manna sinna og lærisveina. Nú a hálfsjötugsafmæli hans senda þeir honum minningarbók með 16 ritgerðum, sem þeir hafa sam- ið ásamt heillaóskum sínum og ýmissa annarra, til Englands, þar sem hann dvelst á þessu af- mæli sínu með konu sinni. Munu allir vinir og kunningj- ar þeirra ágætu hjóna senda þeim innilegar heillaóskir á þess um afmælisdegi E. A. —Mbl. 15. júlí. Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Eg er kominn hingað, faðir, til þess að fara með þig í kirkjuna, og til hins hræðilega sjónarsviðs, sem eg rétt kom frá, og sem eg ætla aftur til samstundis. En hvað það snertir að tala við þessa fyrirlitíegu níðinga og rag- menni, þá geri eg það alls ekki. Hvorki eg, eða Sillag viljum, eða getum, andað að okkur sama lofti og þeir. Við tveir einir faðir, förum aftur á þær stöðvar, þar sem vesalings, aldur-hníginn maður, kona hans og dóttir, horfast í augu við eldsvoða, sem að öllum líkindum leggur aleigu þeirra í brunarústir; þar sem ærðar og ham- stola skepnur æða um í skelfingu, og farast hjálparlausar á voðalegasta hátt í eldi þeim, sem þessi börn Satans hafa kveikt.” “Komdu, faðir, flýtum okkur héðan; þú get ur komið til baka þegar þú hefir aflokið fyrir bænunum; hvað mig snertir, verði eg ekki nógu hamingjusamur til þess að farast í eldinum, og grafa þannig svívirðingarblett þessa verks í logunum, sem eyðileggja þetta land, sem eg var svo stoltur af, ætla eg á morgun að safna saman búslóð minni, og reika eins og flækingur og farandmaður yfir eyðisléttuna, í leit eftir ein- hverjum bletti, þar sem eg get aftur umgeng- ist ráðvant fólk. Látið föður Ambrosius kom- ast í gegn! Hann bíður við dyrnar!” Aldrei hafði þetta fólk heyrt svo grimmi- leg þungyrði, í tón, sem var skerandi eins og tvíeggjað sverð, og fyrirlitningin svo beisk, svo gegnumsmjúgandi, að jafnvel í myrkrinu fundu þeir að andlit þeirra voru eldrauð af skömm og smán. Hvað gat Andras meint? Hann sem í öllum þeirra raunum og harðrétti hafði ætíð og æfinlega staðið öruggur við hlið þeirra, ávalt reiðubúinn að uppörva, útskýra og miðla málum. Hann, sem æfinlega hafði með hug- hreystandi brosi á vörum, sléttað úr öllum mis- fellum, sem auður hans og áhrif hefði getaö gert að verkum, að komið hefði upp á milli hans og þeirra, fátæku verkamannanna, sem erfiðuðu fyrir vel úti látnu laununum hans. Hann hafði nú aftekið að leyfa þeim að nefna nafn hans, eða snerta hryssuna hans, eins og orð þeirra og snerting væri andstyggilegasta saurgun. Var þá þetta, sem þeir höfðu aðhafst svona hræðilegt? Var það ekki aðeins réttlát hefnd? Glæpur, og ekki réttvísi? Það var reyndar satt að kona og dóttir hr. greifans höfðu ekki átt neina sök á þessum bölv uðu uppfyndingum Satans . . . Já, og svo var nú þetta með blessaðar skepnurnar, þessi yndislegu ungversku hross . . . hrossahjörðin á Bilesky- óðalsetrinu var fræg og alþekkt á allri Ung- verjalandssléttunni . . . og margar af hryssun- um voru með folöldum, og svo voru nú uxarnir, sem ekki gátu hlaupið, og voru svo meinlausir, og auðvelt að hræða . . . þegjandi hafði mann- f jöldinn hliðrað svo til, að faðir. Ambrosius komst í gegn og bjóst til a stiga á bak fyrir aft- an Andras, sem enn hélt hinum sama fyrirlitn- ingarsvip og látbragði sem áður, og leit ekki við hópnum, fremur en hann væri ryk undir fótum hans. Þrátt fyrir það vaktaði hann, án þess að því væri veitt nokkur eftirtekt, hver á- hrif orð hans höfðu á þetta fólk, sem hann, þrátt fyrir þetta fíflskuathæfi þess, unni af alhug, og hafði fyllstu samúð með. Ástæðan fyrir því að hann notaði slíkt lát- bragð og orðalag við það var sú, að engum tima mátti eyða í langorðar stælur og þras, og hann hafði beitt þeirri aðferð, sem hann fastlega trúði að myndi hafa skjótust áhrif á hina stífu og ó- upplýstu, en ekki með öllu illgjörnu skapgerð þessa fólks. Örlög Bilesky-óðalsetursins héngu í lausu lofti, voru vegin á andlegum metaskál- um þessa fáfróða, hjátrúarfulla og æsta fólks, og hikið varaði hér um bil eina mínútu, en þeg- ar Andras var kominn á bak á Sillag, og fyllilega auðsætt var að hann myndi ekki eiga fleiri orð við það, eða yirða það viðlits heyrðist óframfærnisleg rödd í hópnum: “Þú ætlar þó ekki í alvöru, að fara frá okkur fyrir fullt og allt, Andras?” “Hver spurði?” sagði hann, og leit hirðu- leysislega um öxl sér, “man nokkur ykkar nokk- urn tíma eftir því, að eg hafi sagt nokkuð sem eg hefi ekki meint og staðið við? Komdu faðir Ambrosius, hefurðu komið þér vel fyrir? Haltu þér fast utan um mig, það verður mikil ferð á Sillag.” “Nei. Andras, þú ert ekki að fara?” “Hvað á að verða um okkur?” “Það getur ekki verið að þú sért að fara al- farinn frá Kisfalu? Þú ætlar að láta okkur far- ast úr hungri og harðrétti!!” heyrðist úr öllum og nú hafði hræðslan við það hvað burtför hans allur hópurinn flykktist utan um eftirlætisgoð- myndi hafa í för með sér, náð hámarki sínu, og ið sitt; enginn þorði þó beinlínis að snerta hryssuna, þar sem hann hafði fyrirboðið þeim það, en fylkingin hamlaði henni að komast á stað með Andras, ef hann ætlaði aldrei að koma aftur. “Við héldum Andras, að þú myndir skilja bágindi okkar, hvað við áttum við að stríða”. sagði hinn aldraði Vas Bersi; hann var ennþá þungur á brún, en með miklu meiri auðmýkt en áður; “þú hefir gengið í lið með óvininum, og lítur nú niður á okkur, fátæka aumingjana”. Andras dróg andann léttara. Þetta var byri unin á samkomulagi; hann hafði komið sínu fram, það sem eftir var, myndi verða mjög auð- velt. “Eg hefi æfinlega tekið þátt í bágindum ykkar, ykkar sorgir hafa verið mínar sorgir”, sagði hann hlýlegar en áður, “en þið hafið hlot- ið að vita, að þegar þið völduð leið glæpa og ill- verka, þá myndu vegir okkar skilja að fullu og öllu. Lofið nú Sillag að komast á stað”. ' “Þú ætlar að koma aftur”, hrópuðu þeir, þegar Sillag reis upp á afturfótunum, því And- ras hafði hvatt hana til ferðar. “Aldrei, nema eg geti átt von á að umgang- ast aftur heiðarlegt fólk, sem bætir fyrir ill- verk sín”. “Andras! okkar eigin Andras! vinur okka- og velgjörðamaður!” hrópuðu þeir aftur, um leið og hryssan fór á þrumandi ferð ofan þorps- götuna. Andras snéri sér að þeim ennþá einu sinni. “Eg kem aftur til ykkar, og þið hjálpið mér nú til þess að varna því að eldurnn nái að eyðileggja byggingarnar á óðalsetrinu”. “Ó, Andras! Andras!’ ’hrópuðu allir, ungir og gamlir. Þeir höfðu gleymt raunum sínum og óánægju, hjátrú og hræðslu, þeir þráðu aðeins að ávinna sér aftur vináttu og vernd leiðtogans, sem þeir unnu af öllu hjarta, og hlupu allir á eft ir hryssunni með hina tvöföldu byrði. En Andras hafði numið staðar fyrri utan litlu kirkjuna með skrítna ferkantaða turninum sem bar við loft, uppljómað af hinu ægilega eldhafi í fjarska. “Guð blessi ykkur öll, börnin mín”, sagði faðir Ambrosius, um leið og hann renndi sér af baki, “við verðum að fara með hina helgudóma með okkur!” “Fljótt þá, faðir, hvert augnablik er dýr- mætt”, sagði Andras hraðmæltur; en hann tók þó ofan með mikilli andakt eins og allir hinir, og faðir Ambrosíus þreifaði eftir lyklum sín- um, opnaði hina þungu hurð, og skildi hana eft- opna, svo að hin villuráfandi og breyzka hjörð hans gæti, eftir æsinginn og hefndarþorstann, séð hina himnesku ró, er hvíldi yfir þessu guðs húsi. Það var nálega aldimmt þar inni, nema þeg ar blaktandi rauðgula birtan frá eldhafinu skein inn um litlu gotnesku gluggana, en gamli prest- urinn rataði vel milli útskornu bekkjanna inn að einfalda altarinu, sem hann hafði staðið fyr- ir framan í nærri hálfa öld og beðið fyrir hjörð sinni. f mesta flýti opnaði hann hið helga skrín, þar sem hinn sanni líkami mannkynsfrels arans var geymdur. “f guðs bænum, flýttu þér, faðir!” sagði Andras fyrir utan, og í flýti vafði faðir Ambros- ius hinn helga dóm innan í fellingarnar á sloppn um sínum, og fór aftur á bak fyrir aftan unga bóndann. Hópurinn hafði staðið þögull og fullur( lotningar meðan þessi stutta helgi-athöfn fór fram, en þegar Andras lagði aftur á stað á hraðri ferð lagði þessi fylking, tvö, til þrjú hundruð manns, upp á eftir, og fór geyst. Voru þetta nær því allir vinnufærir menn, sem í þorp inu bjuggu og grendinni, sem allir voru óð- fúsir að bæta fyrir það sem á undan var gengið, ákafir að fórna nú öllum sínum kröftum, ef verða mætti að þeir með því gætu bætt fyrir brot sitt, og þegar þeir að lokum komu til Bil- esky-óðalsetursins, heitir og móðir, en óþreytt- ir og altilbúnir til stórræða, skipuðust þeir í raðir, reiðubúnir til að hlýða fyrirskipunum þess manns, sem þeim langaði til, framar öllu öðru, að sanna að þeir væru verðir virðing- ar og samúðar. Bilesky hafði í millitíðinni fylgt ráðum og fyrirmælum Andrasar. Það var enginn vafi á því nú, að úr norðurátt stafaði hinu forna óðal- setri mjög mikil hætta. Á þá hlið lá geysistór maís akur, og stóð nú nokkur hluti hans í ljósum loga, og barst eldurinn óðfluga nær og nær hesthúsunum og öðrum útbyggingum. Hinn ógæfusami eigandi þessara eyðilögðu landeigna hafði safnað um sig hinum fáu mönn- um, sem fáanlegir voru, og viljugir að leggja fram alla sína hjálp, og á meðan, karlmanna liðið meðal gesta hans voru í sínum fáránlega klæðnaði önnum kafnir að verja eitt hornið af hinu víðlenda umhverfi, kom hann með hús- þjónana, og nokkrar hinna hraustlegustu þjón- ustu meyja, til þess að reyna að bjarga á öðrum stöðum. Professional and Business -------Directory— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. 3. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. OfCce Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-S917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-1395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) S06 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Office 927 130 House 724 S15 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 SAVE I/2 ON NEW RUGS CARPET RFWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 1 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350% HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 —--------------------/> J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Tclephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU PA UL S. JOHNSON LAWNS CUT AND CARED FOR MODERN EQUIPMENT 119—5th Ave. GIMLI, MAN. DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðinqai Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 TELEPHONE 927 025 m H. J. PALMASON Chartered Accountanta 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur llkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Unlon Loan & Investment COMPANY Bental, Insurance and Finandcd Agents S(mi 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netttng 60 Victoria St., Winnipeg. Mrrr. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDBON Halldór Sigurðsson te SON LTD. Controctor & BuUder 526 Arlington St. Sími 12-1212 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 thos. imm & soais LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL í Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flower* Funeral Designs, Corsagei Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. V----------------------------------------/

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.