Heimskringla - 16.09.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.09.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 16. SEPT., 19.53 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA MI N NIN G A R O R Ð MRS. HELGA MARGRÉT HELGASON Mrs. Helga Margrét Helgason F. 1. ágúst 1874—d.18. júlí 1953 Þessi merkiskona hét fullu nafni: Helga Margrét Hallgríms dóttir Backmann Helgason. Hún var fædd 1. ágúst 1874 í Reykja- vík á íslandi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Hallgrímur Guðmundsson Backmann og Þórey Ingmundardóttir kona hans. Hún fluttist til Vesturheims árið 1891 til foreldra sinna, sem áður voru komin þangað og voru sezt að í Duluth. Eftir að hún kom vestur dvaldi öll fjö!- skyldan þar þangað til ,1894. Þá fluttist Helga með foreldrum sínum og systkinum til Selkirk. Þrettánda október 1899 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Eiríki bónda Helgasyni frá Djúpadal í Skagafirði. Hann nam land í hinni svonefndu Vatnabygð og bjuggu þau stó.r- búi að Kandahar um langt skeið. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp tvö börn vandalaus, pilt og stúlku. Piltur- inn var Kristvin sonur Helga Sveinssinar að Lundar og Krist- ínar fyrri konu hans; en stúlkan heitir Helga Eiríka dóttir Jó- hanns Dalmanns og bar hún nöfn beggja fósturforeldra sinna. Auk þessara tveggja fóstur- barna vandalausra, sem þau gengu bæði í góðra foreldrastað, dvaldi Jónína Ágústa, systir Helgu, hjá þeim hjónum frá því þau giftust, eða frá því hún var átta ára, þangað til hún giftist. Þau Eiríkur og Helga námu land við Kandahar árið 1905 og bjuggu þar allan sinn bús'kap með mikilli rausn, eða þangað til árið 1947. Hafði Helga verið heilsuveil um nokkur ár; leitað sér lækninga en engan bata hlot- ið. Veikindin ágerðust svo að j þau hjónin sáu sér ekki annað fært en bregða búi og flytja til Winnipeg, sem þau gerðu árí.ð 1947, til þess að hún gæti notið allrar þeirrar hjálpar, sem unt væri. Þar dó hun 18. julí 1953 eftir langt og erfitt veikinda- stríð. Maður hennar hjúkraði henni og stundaði hana með hinni mestu nákvæmni. Auk yfirgripsmikilla heimilis- starfa tók hún mjög verulegan þátt í félagsmálum bygðarnnar. Sérstaklega lagði hún sig fram fyrir luterska söfnuðinn og kven mélag hans og studdi þá stofnun af einlægni og alúð. Hin látna átti þau systkini á lífi, sem hér eru talin: 1. Jónína Agústa, hún er ekkja og veitir forstöðu Elli- heimilinu Betel að Gimli. 2. Bella Clara Hinrikson, gift kona í Selkirk. 3. Ingimundur, í Reykjavík á íslandi. 4. Skúli Magnússon Back- mann, bókhaldari í Winnipeg. Jarðarförin fór fram í Selkirk og þar var hún jarðsett af séra Sigurði Ólafssyni að fjölmenni viðstöddu. Sig. Júl. Jóhannesson Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) 8 ^_________________ “Allan síðastliðinn vetur borgaði hann móður minni fullt kaup fyrir að hreinsa hveiti, þó hún sé nú hér um bil búin að missa sjónina, og geti ekki greint blómfræ frá sléttukorni.” “Það er auðvelt fyrir þá að gera gott af sér”, sagði Bersi gamli hátíðlega, “sem hafa af nógu að taka”. “Það virðist ekki vera svo aúðvelt fyrir alla”, sagði einn af yngri mönnunum, “herra lávarðinum veitist það að minnsta kosti erfið- ara en Andrasi. Hann gaf mjög lítið fátækurr á síðastliðnum vetri.” “Herra lávarðurinn hefir mjög lítið til þess að gefa. Öll hans uppskera eyðilagðist í eld>n um, við verðum að muna það, og fjöldinn allur af skepnunum fórst.” “Það hefði aldrei orðið neinn eldur, ef að hann hefði ekki komið á stofn þessari Satans mylnu, sem var til þess ætluð að svifta okkur launum og lifibrauði, en djöflinum var ætlað að afkasta verkinu”, sagði Lacci í æstum ásökun- arrómi. Hópnum frá Kisfalu hafði á meðan þessu fór fram, tekist að komast slysalaust í gegnum forina á veginum og þorpsgötunni, og kastaði nú kveðju á vinahópinn fyrir utan kirkjuna, úr nokkurri fjarlægð. Útlit og framkoma fólksins í þessu litla sveitaþorpi, sýndi auðsæa velmegun og lífs- gleði. Karlmennirnir voru myndarlegir sýnum og litu glæsilega út í fínu, fannhvítu hör lér- eftsskyrtunum, víðum buxum, og leður treyjum fagurlega útsaumuðum, með breið belti, öll út- flúruð með málmskrauti, er glansaði á í sólskin- inu, og í sauðskinns kápum (slöpum) er gerðu þá hærri og tignarlegri sýnum. Hraustlegir voru þeir einngi, herðabreiðir og vel á sig komnir. Fótabúnaðurinn var glans- andi leðurstígvel með háum hælum, og sporum sem hringlaði í þegar þeir gengu til. Hvað stúlkurnar snerti, þá hefði verið erf- itt að finna jafn álitlegan hóp í neinu fylki Ung verjalands, eins og þarna var saman kominn. Fótsmáar voru þær, fagureygðar og litfríðar. Ekki hefði heldur verið hægt að finna í nokkru öðru þorpi slíkan sæg af marglitum pilsabún- aði um mitti hverrar meyjar. Sara og Kata til dæmis, og fjöldi annara, voru að minnsta kosti í þrjátíu skrautpilsum (millipilsum) hverju utan yfir, og niður undan öðru, er gerðu þær svo gildar um mjaðmirnar, en grannar um mittið. Hinir nettu fætur þeirra voru að vísu allir for- ugir, því langt var að fara frá Kisfalu í þessari færð, en þær báru allar með sér, með miklum metnaði, ný, rauð stígvél, sem öllum meyjum á Ungverjalandssléttunni þykir svo mikið til koma. Engin stúlka þar, sem komist hefir yiir rauða stígvélaskó, myndi hugsa til þess, að gera þá alla foruga. Þær bera þá með sér til kirkjunnar, ásamt bænabók og spari-vasaklútn- um, og setja þá aðeins á sig fyrir utan kirkjuna, til þess að geta gengið á þeim inn kirkjugólfið og öfundast þá þær vinkonur þeirra yfir því, sem ekki geta veitt sér þennan munað, og verða að bjargast við svarta skó. Út úr hverjum húsdyrum í þorpinu, streymdi hópur fríðra meyja, allar búnar sínum beztu klæðum og fegursta skarti: víðar, rykkt- ar og stífaðar línermar, rauðir, hvítir og grænir borðar blakta í vindinum. Hinn smekklegi höf- uðbúnaður, festur með stórri borðalykkju, fór aðdáanlega vel, og þykkar hárflétturnar féllu niður á bakið. Bolurinn var meistaralega útsaum aður að framan, og reimaður þétt að hinu mjóa mitti, fyrir ofan hinn mikla milli-pilsafjölda, sem taka sig tignarlega út við hið létta göngulag stúlknanna. Stórir eyrnarhringir úr gulli, margþætt perlu-talnabönd, og gljáandi sylgjur upphluts- ins, glampa í sólskininu, ásamt leiftrandi aug- um og mjallahvítum tönnum. Eldri konurnar nota ekki eins sterka liti, en bera hærri höfuðbúnað og marglit sjöl yfir herðunum, og allar bera þær stórar bænabækur, með silfur eða látunsspennum. Við kirkjuna er heilsast, og stúlkurnar tylla sér á pallröðina, og láta á sig hina skrautlegu skó, sem þær hafa borið með sér. Faðir Ambrosíus er ekki kominn ennþá, en frá litlu kirkjuklukkunni berst skær hljómur; þessari einföldu, trúuðu hjörð er boðið að gleðj ast og tilbiðja, þennan fagra páskadagsmorgun. Sumar konurnar hafa farið inn í kirkjuna undir eins, til þess að ná sér í góð sæti, þar sem þær geta séð greifann og fjölskyldu hans í hástúk- unni, því herra greifinn kemUr æfinlega til morgun messunnar í þorpskirkjunni á páska- sunnudaginn, og kemur með páskalamb og egg, til þess að hinn heilagi faðir leggi yfir það blessun sína. Fyrir utan kirkjuna er mikið spjallað, og samtalið um hitt og þetta, daginn og veginn, tíðarfarið og bresti náungans, heldur hvíldar- laust áfram, á meðan kirkjugestir bætast við úr öllum áttum. “Ætli greifinn komi?’ var nýkominn. spyr einhver sem Professional and Business =—=== Directory== — Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 “Hann kom til páskamessunnar í fyrra, en eg veit ekki hvort hann kemur í dag”, sagði ung ur hjarðmaður frá Bilesky-setrinu, “vagninn og hestarnir biðu þegar eg fór fram hjá höllinni, svo að eg er viss um að greifafrúin og dóttirin! koma”. “Hin göfuga Ilonka er mjög fögur”, sagði j falleg stúlka, sem var að láta á sig rauðu skóna I sína. “Ekki nærri því eins fögur í mínum augum, j eins og þú Anna”, hvíslaði ungur piltur í eyra hennar. “Hjálpaðu mér á fætur, Keso, og vertu ekki, með neina vitleysu; eg er viss um að hin aðal-j borna Ilonka líkist mjög myndinni af hinni j heilögu guðsmóður yfir altarinu.” “Og þú líkist engu, og engum, Anna, því að engin hefir eins skær augu og þú”, sagði ungi maðurinn, um leið og hann hjálpaði j sinni útvöldu á fætur, og gat á meðan laumað ! kossi á hinn hvíta og þriflega háls hennar. “Keso, þú veizt að eg hefi bannað þér að | kyssa mig”, sagði hún og hleypti brúnum. “Þessvegna er það nú, að mig langar svo til þess, gulliö mitt, hvaða púður væri í því að j kyssa stúlkurnar, ef þær spornuðu ekki á móti j eitthvað?” “Eg dansa ekki þjóðdansinn við þig, nema j þú lofir mér því, að reyna ekki til að kyssa mig”. “Eg skal ekki gera það svo að móðir þír sjái”, hvíslaði hann, “en hvernig væri með það I á eftir?” “Uss!” sagði hún og roðnaði, “hér kemur' vagn herra greifans, eg verð að flýta mér inn, annars næ eg ekki í gott sæti.” “Og hér kemur Andras Kemeny loksins!” sögðu margir. Mennirnir höfðu getið sér rétt' til um morguninn; Andras hafgði treyst á Sil- lag, að bera sig á hinum illfæru brautum, og Etelka kom einnig, á baki eins hinna fótvissu hesta sonar hennar. Hinum unga stórbónda var fagnað innilega, og margar hendur voru fúsar og reiðubúnar til að hjálpa Etelku af baki. Meðan Andras tjóðraði Sillag og hinn reið- skjótann við tré, var skrautvagninum frá Bil- elsky-setrinu, með fjórum brúnum hestum, með hárauðum látúnsskreyttum aktýgjum, ekið upp að kirkjusvölunum. Sveitafólkið vék með auð- mýkt og virðingu til hliðar, meðan greifafrúin steig út úr vagninum í brakandi stífum silki- kjól, ásamt Ilonku, er klædd var yndislegum mússulíns búningi. Irma greifafrú var mjög föl og þreytuleg. Það voru vissulega miklu fleiri ellimörk á and- liti hennar, sem ennþá var þó frítt, og fleiri hrukkur í kringum hinn harðlega og drembilega munn hennar, en verið hafði fyrir ári síðan. Hún strikaði fram hjá almúgafólkinu og tók virðulegum kveðjum þess, eins og drottning meðal þræla.^ Ilonka var eins björt og glaðleg eins og venjulega, brosti hún til allra eins og glaðsinna barn. Hún hafði auðsjáanlega engar áhyggjur; hversu mikið sem foreldrar hennar höfðu þjáðst síðan hin hræðilega ógæfa steðjaði að þeim fyrir átta mánuðum siðan, þá höfðu þau borið harm sinn í hljóði, án þess að láta hana dreyma um annað en að líf hennar yrði einn heiður og fagur sólskinsdagur. Við kirkjudyrnar stóð Andras, og hélt um handlegg móður sinnar. Þau viku einnig úr vegi, þegar greifafrúin gekk yfir pallinn, og Etelka fann að handlegg- ur sonar hennar fór allt í einu að titra eins og laufblað. Hún horfði á hann, og sá að hann starði á hefðarkonurnar, og í svip hans lýsti sér slík blíðukennd, svo mikil vonlaus þrá, að móð- urhjartað komst við, og hún fylltist samúð og hluttekningu í þessari sorg sonar síns, sem hún sem hún þó tæplega skildi. Irma greifafrú hafði einnig komið auga á Andras, og hafði tekið kveðju hans, en þegar hún komst mjög nálægt honum, nam hún staðar eitt augnablik. Það var eins og hún væri að berjast við sjálfa sig, ein- hverri innri baráttu, og ætti í miklu stríði. Svo var eins og hún tæki skyndilega ákvörðun, og snéri hún sér að hinum unga bónda, og sagði: “Bilesky greifi óskaði eftir að eg skilaði því, að hann myndi veita yður viðtal, ef þér vilduð veita honum þann heiður að neyta páska- máltíðarinnar með honum eftir messu í dag” Ilonka hafði einnig numið staðar við hlið móður sinnar, og horfði nú forvitnislega fögru, bláu augunum sínum á þennan stórglæsilega al- múgamann, er bar svo af öðrum í hinni tilkomu- miklu herðakápu, fagurlega skreyttri og út- saumaðri, með skrautlegar silfurhringjur á belt inu og treyjunni, og tignarlega hegrafjöður, sem prýddi höfuðfatið, sem hann hafði nú hæv- ersklega tekið ofan, þegar hann svaraði boðum greifafrúarinnar. Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson VVINMPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Líd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Iiisurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE , Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 r SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350y2 HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 1 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. .202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingai Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 TELEPHONE 927 025 m H. J. PALMASON Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 9S4 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Bental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netttng 60 Vietoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDSON Halldór Sigurðsson Sc SON LTD. Contractor & BuUder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta fiokks vörur. Kurteisleg og fijót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Eliice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 THOS. JACKSOK & SONS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIE9 COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert ]. Johnson Res. Phone 74-6753 Samband íslenzkra frjálstrúar kvenna í Vesturheimi heldur 27 ársþing sitt laugardaginn og sunnudaginn, 19. og 20. sept. í Sambandskirkjunni á Banning St. Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.