Heimskringla - 16.09.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.09.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look ior the Bright Red Wrappei r' AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrappei —r> LXVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. SEPT., 1953 NÚMER 51. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR NÝ STJÓRN SKIPUÐ Á ÍSLANDI Ræðismannsskrifstofa fslands í Winnipeg, er beðin að til kynna: Sendiráði íslands í Washing- ton barst 11. september eftirfar- andi símskeyti frá utanríkisráðu rieytinu á íslandi: 4 ríkisráðsfundi í dag var ráðuneyti Steingrims Steinþórs- sonar veitt lausn. Á sama fundi skipaði ráðuneyti Ólafs Thors sem jafnframt er atvinnumála- ráðherra. Aðrir ráðherrar: — Doktor Kristinn Guðmundsson, skatt- stjóri, Akureyri, utanríkismála- ráðherra.; Bjarni Benediktsson, dóms- og menntamálaráðherra; Eysteinn Jónsson, fjármálarð- herra; Steingrímur Steinþórs- son, landbúnaðar- og félagsmála- ráðherra;. Ingólfur. Jónsson, Þingmaður Rangæinga, við- skipta- og iðnaðarmálaráðherra. VINNUVIKAN STYTT Sambandsstjórnin hefir stytt vinnuviku þjóna sinna úr 5Vfc J eða 6 dögum í fimm, en aðeinsj til sinna útvöldu. Hér í borg á- hraerir þetta 1200 þjakaða sam- bandsstjórnar-þjóna. En póst- þjónar sem eru um 750 eru sett- ir hjá. Maður mundi þó halda, að þeir væru að hvíldinni komnir ekki síður en þeir 500 manna sem á atvinnuleysisskrifstofunni þræla hér. BYRJAÐ Á BYGGINGU NÝJA PÓSTHÚSSINS Upp úr miðri s.l. viku var byrjj að að vinna að greftri fyrir kjall ara á hinu mikla fyrirhugaða pósthúsi í Winnipeg. Það er á Garry og Graham strætum. Á- ætlaður kostnaður pósthússins er $15,000,000.00 HVAÐ VILJA ÞEIR UPP Á DEKK? Tveir Rússar frá sendiráðinu rússneska í Ottawa hafa verið í Winnipeg síðan 4. september. | Fóru fregnritar blaða hér á fund þeirra og spurðu að hverju heim^ sókn þeirra lyti. Þeir kváðusú ekki tala við fregnritana, og cr þeir sáu myndavél, sneru þeir sér undan. Yfir helgina heim^ sóttu þeir Workers Benevolent Association í Húsavík 4. mílur norður af Gimli. Fregnritanir sögðu að svar þeirra hefði mint á svör Vish-^ insky á þingum Sameinuðu, þjóðanna að öðru leyti en því,| að Vishinsky segði nyet, sem er nei á rússnesku en þessir segðu það á ensku. GREIÐA KAFFI f GULLI Bretar og Austur-Þýzkaland gerðu verzlunarsamning með séri 2. september. Hafa Rússar lýstl velþóknun sinni á honum. Kaup- sýslan er sú, að Austur- Þýzka- land fái kaffi og kókó frá Bret- um en þetta sé greitt með gulli, sem Austur-þjóðverjar áttu í Banadrikjunum / PRESTAR KOMMÚNISTA í síðustu viku lok, voru frétt- ii birtar um það, að 600 prestar í Bandaríkjunum tilheyrðu kommúnista samtökum og milli 3 Og 4 þúsund annara, væru 1 þjónustu þeirra. Nefndin, sem fyrir rannsókn- um í þessa átt stendur í Banda- ríkjunum, hefir að þessu komist hjá mönnum, sem eitt sinn störf- r.ðu í samtökum kommúnista, en hafa dregið sig út úr öllum félagsskap við þá. Einn slíkra fullyrti, að það I væru blátt áfram kommúnist- j iskar stúkur innan sumra ka- Til Stephans G. Eftir Próf. Watson Kirkconnell þólskra kirkna. “SYNIR FRELSISINS” SAFNA LIÐI f British Columbia eiga rússnesku dúkaborarnir í eilíf- um erjum við fylkisstjórnina. Það kom fyrir um miðja s.l. viku, að stjórnin varð að hneppa 148 af þeim í fangelsi. Ástæður fyrir því voru brennur og skemdarverk er þeir höfðu í frammi út af því að börnum þeirra var sem öðrum börnum gert að skylda að sækja skóla. Eftir að þessir óeirðarseggir voru handteknir, versnaði hóp- urinn um allan helming. Hann hefir orðið alt að þúsund manna til að taka þátt í baráttu þeirra við stjórnina. Tala þessara frelsis postula, eru 2500 í fylkinu. Ef við fáum ekki að sjá um kenslu barna vorra, verðum við upprættir á skömmum tima. 'Börnin halda ekki uppi frelsis- baráttu vorri, ef þau ganga á skóla fylkisins. HERSKYLDAí CANADA Winnipeg prestur, sem titlað- ur er The Very Rev. Dean J. O. Anderson, sem verið hefir í heimsókn í Evrópu, hefir skrif- að grein í tímarit eitt, er að efni til er um það að Canada þurfi herskyldu, ef Atlanzhafs Sam- tökin eigi að vinna það verk, sem þeim er ætlað. KOMIN HEIM ÚR LANGFERÐ Dr. Richard, Bertha Beck og Richard Jr., í Grand Forks, N., Dak., eru nýkomin heim úr þriggja vikna bílferð vestur á Kyrrahafsströnd. Var ferðin sér- staklega farin í heimsókn til tengdasonar þeirra og dóttur, Paul og Margaret Hvidston í Whittier, Californiu, en jafn- framt notuðu þau tækifærið til þess að koma á ýmsa fagra staði og söguríka á leiðinni fram og aftur yfir álfuna hálfa. Meðal annars dvöldu þau á austurleið-’ inni daglangt í elztu byggð ís- lendinga í Norður-Ameríku, í Spanish Fork, Utah, og skoðuðu þar hinn fagra minnisvarða ís- lenzkra landnema. Nutu þau góð frægrar íslenzkrar gestrisni landa sinna á þeim slóðum og flutti dr. Beck erindi um ísland fyrir allfjölmennum hópi þeirra. Hefir hann í huga að skrifa nán-j ar um þá heimsókn og ferðina í heild sinni. BRÉ F FRÁ VANCOUVER Þú sefur:— Grasið grær á leiði þínu, í grend við blettinn, sem þér helgur var, og fjöllin halda vörð í veldi sínu, í værð um eilífð skaltu hvíla þar. Þín ættlands fjöll, þau áttu regin tinda, með ógna kletta—líka rauða glóð — En hér er frjójörð—Eina eldinn kynda hin eilífheita þrá og hjartablóð. Þú sýndist fyrst sem hrjúfur, kaldur klettur, er klæddur þoku bjó við heimsendann. Þá sá ei neinn hve þú varst limaléttur við logann, sem þér stöðugt innra brann. Alt ofbeldi þú hataðir af hjarta; í huga þínum stríð var reginmorð; og harðstjórans þú dæmdir sálu svarta, og svikaranum fanst ei líknarorð. En þessir sömu andans eldar þínir á æðsta stígi þektu kærleikann og trúum vini skópst þú sigursýnir með sól frá himni vermdir náungann. Um þöglar nætur þegar aðrir sváfu í þínum anda stöðugt logi brann, og bræddi hreinan málm—þá góðu gáfu þér gefið hafði örlát tilveran. Hún kendi þér að skapa margar myndir —og myndum þínum enginn dauði nær. Og eftir því sem eld sinn listin kyndir í ódauðleikans ríki búa þær. í fyrsta skifti, fyrir hundrað árum, á Fróni heyrðist ungbarns röddin þín. Um aldir fram hún berst á loftsins bárum með boðskap sinn og megin áhrif sín. Um aldir—Nei, um eilífð fram hún lifir. Ef eyra heyrir Sögulandsins mál, þá héillavötnum andlnn svífur yfir og aldrei gleymir þinni stóru sál. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi FJÆR OG NÆR m, og hef lært mína íslenzku að miklu leyti úr þeim. Oft finn eg til þess að blöðin skuli bæði vera gefin út frá sömu borg. Mér fyndist meiri jöfnuður í því, að annað þeirra ætti hér heima. Ekki ætla eg að fara að skrifa þér fréttir héðan, bezt að ein- hver mér færari geri það vanda- verk. Hér er ágætt tíðarfar, hin mikla Vancouver-borg vex og víkkar daglega og fjöldi fólks frá sléttufylkjunum flytur stöð ugt inn í borgina. Og mikið hef- ir verið um íslenzka gesti hér í borg í sumar, nokkrir sest hér að. Með beztu óskum til Hkr. og þín og þinna. —Þinn einlægur C. H. ísfjörð ÁSTRALÍA Á f STRÍÐI VIÐ STRÚTFUGLA emúfuglarnir eru svo vel fiðrað- ir, að byssukúlurnar staðnæmd- ust áður en þær snertu skrokk- inn. Þar sem alt annað hefur brugð ist, hefur stjórnin ákveðið að reisa um 200 mílna langa girð- ingu til að loka fuglinn inni á sandsléttu fyrir norðna hveiti- ekrurnar. Girðingin mun tengja saman tvær kanínugirðingar, en í Ástralíu eru slíkar girðingar mörg þúsund mílur að lengd. SÍÐUSTU FRÉTTIR Frú Pandit, systir Nehru stjórn anda Indlands, hefir verið kosin forseti Sameinuðu þjóðanna. 5790 Sherbrooke St. Kæri vinur Stefán: Kærar þakkir fyrir þitt góða blað og sömuleiðis fyrir allt gott og gamalt, ágæta samvinnu, fyr á árum o.s.frv. Legg eg hér með $3.00 fyrir Heimskringlu, og fyrir næst- komandi ár. Að vísu mun eg ekki þurfa að borga fyr en um áramót, en eg er hálf hræddur við að bíða til skuldadaga, því líklegt er að þitt ágæta blað verði þá hækkað í verði. Eg kaupi og borga bæði blöð- Um horfurnar á að friður verði saminn í Koreu er ekkert gott að segja þessa stundina. Kommún- istar vildu í gær, á öðrum fund- Emúfuglinn er skyldur Afríku arclegi, að Sameinuðu þjóðirnar strútnum, og getur heldur ekki befðu annan fund til að velja flogið. Hann verður gríðarstór, íulltrúa—og leyfðu einum fimm alt að sex feta hár og um 50 kg. Asíu þjóðum hlutlausum í Koréu að þyngd. Hann er mjög háfætt- stríðinu að vera með 1 Þvi vali— ur og því fljótur á fæti og hefur Þar a meðal Indlandi, Pakistan það bagað mjög veiðimönnum °S fleiri þjóðum. Bandaríkin sem reynt hafa að ráða niður- segJa vali fulltrúa lokið og taka lögum hans. | Þetta ekki tii greina. Bændur hafa reynt ýms ráð^ Sá orðrómur flaug um í gær, gegn honum: lagt gildrur, eitr- ýmsir álitu nú tímabært að að fyrir hann, og reynt að eyða. biðja Bandaríkin að gera Can- honum með skotvopnum. En ár- a(ja að 49 fylki þeirra. Svipað angurinn hefur verið lítill, m.a. vegna þess hve hann tímgast ört. þessu hefir oft flogið fyrir áður en ekki farið lengra. Stríðshorf- Hann verpir milli 7 og 18 eggj-^urnar nú munu vekja þetta upp um sem ungast út á 2-3 mánuð- ag nýju. um. ---------------- Nýlega var herflokkur, búinn ATHUGASEMD nýtízku skotvopnum sendur út^ Vegna misskilnings hefur orð- af örkinni til að útrýma um 1000 |ið að gera breytingu á skemti- fuglum, sem lagðir voru af stað skrá kvennasambandsins frá sið í leit að æti. Hermennirnir skutuj Ustu viku, og verður hún nú eíns á fuglana með vélbyssum á um 0g auglýst er á öðrum stað i 100 metra færi, en bönuðu um 10 þeirra. Ástæðan var sú að þessu blaði. Hjlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Magnús G. Árnason, málari, maður 69 ára gamall, til heimil- is að 700 Home St. Winnipeg, lézt á Grace sjúkrahúsinu s.l. laugardag. Magnús var fæddur í Reykja- vík 16. júní 1884. Foreldrar hans voru Árni Magnússon og Elin Sighvatsdóttir frá Kalmans- tjörn. Til Canada kom hann 1911. Átti hann fyrstu 15 árin heima í Riverton, en því næst á Gimli, unz hann flutti til Win- nipeg 1939. Atvinna hans var húsamálning. Árið 1911 giftist hann Guð- rúnu Bergþórsdóttur Þorðarson- ar. Var Bergþór faðir hennar bæjarstjóri á Gimli í 4 ár. Móðir hennar hét Kristjana og var syst ir Stefáns og Jóhannesar, hinna kunnu kaupmanna í Nýja-ís- landi. Börn Magnúsar og Guð- rúnar eru 6: Kristján Ellert í B. C.; Magnús Stefán á Gimli; Bára (Mrs. Thor Thorsteinsson, Winnipeg); Lára (Mrs. R. Sto- kell) Winnipeg; Eileen (Mrs. D. Wilbur) Winnipeg; og Marg rét (Mrs. V. Eldjarðnsson), í Morris. Man, Þrír bræður hins látna eru á íslandi: Sighvatur, Kristinn, og Ellert. Magnús misti móður sína á unga aldri. Var hann þá tekinn í fóstur af Þorbjörgu systur Benedikts Sveinssonar. Átti hann um skeið heima hjá Ben- edikt, en síðar hjá Einari Ben- ediktssyni. Varð mikill vinskap- ur milli hans og Einars. Dáðist Magnús mjög að skáldskap hans. Hann fór með Einari til Dan- merkur og dvaldi hjá þeim hjón- um þar. Magnús var greindur og gamansamur og kunni kynstur af sögum og smellum andsvör- um Einars er fuku í hópi vina hans og ofgott var til þess, að færi fram hjá Magnúsi. Hann var skemtilegur heim að sækja og átti marga kunningja. Hann var og góður heimili&faðir og unni börnum sínum mjög og vildi alt fyrir þau og fjölskyld- una gera. Jarðarförin fer fram kl. 4 e.h. í dag frá útfararstofu A. S. Bar- aals. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. ★ * * * Laugardaginn þann 19. sept- ember verður ársþing Sambands íslenzkra frjálstrúar kvennfél- aga haldið í efri sal kirkjunnar á Banning og Sargent. Þingið byrjar kl. 9 fyrir hádegi, og verða skýrslur lesnar, og önnur mál rædd. Klukkan 2 e.h. verð- ur ræða haldinn af Mrs. Parker, sem er yfirkona frá Children's Aid Society í Winnipeg. Þar næst verður ávarp frá forseta Jóns Sigurðssonar félagsins í sambandi við afhendingu fánans sem félagið .gefur Sambandinu Að kvöldinu fer fram ágæt skemtisamkoma —áður auglýst i Heimskringlu—samskot verða tekinn. Sunnudaginn kl. 2 e.h. hefst fundur og verða ólokinn og ný mál rædd. Kosið og sett í embætti. * * ★ Hér eru nöfn íslenzkra kenn- ara er á barnaskólum þessa bæj- ar eru ráðnir til kenslu á kom- andi vetri: Miss B. Erickson á Clifton skóla; A. R. Magnusson í Faraday skóla; Miss I. E. Helgason á George V. skóla; Miss I. M. Guttormson á Glad- stone skóla; Miss I. Bjarnason, Miss S. Eyford og Miss E. Pét- ursson allar á King EMward skóla; Miss M. Sigvaldason á JÓHANNES SVEINSSON frá Reykholti 19. des. 1875 — 19. ág. 1953 Enn hefur gamla tímans tönn tuggið hlekk úr festi. Nú er fallinn eftir önn einn minn vinur bezti. Eitt eg get þó glatt mig við: grandaði aldrei festi vináttu okkar vamm né rið, vinurinn minn bezti. Æskudaga áttum leik oft á fögrum grundum. Aldrei hver þar annan sveik á þeim glímufundum. Fangbrögð reyndum römm og ströng, réðum mörgum brögðum. Hlumdi og glumdi Hrungnis- spöng. hver við annan “lögðum”. Hver þó annars beygði bak braki- í þessu stíma, þá var aldrei “þrælatak”. það var “íslenzk glíma”. Hælst var ei um annars fall, —öllu í hóf við stilltum — ungdóms-blóð í æðum svall, endaði í “bræðra-byltum”. Svo leið æskan. Island hvarf okkur báðum saman. Tókum þaðan eitt í arf: okkar smala-gaman. Hér stóðst þú í hálfa öld hverju afli snúning. Samtíðin þér greiðir gjöld: göfugmensku-búning. Þegar lífs þíns saga er sögð sést í öllum greinum það: að aldrei “þrælabrögð” þú hér sýndir neinum. Beittir þú, er barist var, brögðum “íslands-glímu”. Eitt er víst: þitt andlit bar aldrei falska grímu. Lífs þíns bók er lokuð hér, leiðin þín á enda. Vertu sæll! Enn vil eg þér vinar-kveðju senda. P. S. Pálsson Lord Nelson skóla; Miss M. Baldwin á Lord Selkirk skóla; V. Lárusson og Miss G. Sigurd- son, bæði á Lord Selkirk skóla; Dr. I. G. Árnason, skólastjóri á Mulvey skóla. T. A. Árnason, skólastjóri, J. H. Oddstead og J. H. M. Rafnkelson, allir á Principal Sparling skóla; E. Hjartarson á River Heighst skóla; Miss S. Goodman á Riv- erview skóla; Mrs. F. Jónason á Robertson skóla; Mrs. E. Árna son á Rockwood skóla; Miss V. Eyjólfson á Sargent Park skóla; Mrs. B. Sigurdson á Wellington skóla; Miss S. Bardal á Weston skóla; Mr. E. Laxdal á St. James Collegiate. * * * Guðmundur Thorsteinsson til heimilis að 7 Ellismere Apts, dó s.l. miðvikudag, 9. sept. Hann var 87 ára, fæddur á íslandi en kom fyrir 73 árum til Manitoba og hefir ávalt búið hér. Hann var um 20 ár eftirlitsmaður við járn- brauta-viðgerð (Section forman) hjá C.N.R. félaginu, áður en hann kom til Winnipeg fyrir 23 árum síðan. Hann lifa 4 dætur, Mrs. H. W. Anderson, Mrs. R. Whillan, Guðlaug og Guðný og sonur Stefán. Útför fór fram frá A. S. Bardal útfarar stofnun- inni s.l. laugardag. Séra V. J. Eylands jarðsöng.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.