Heimskringla - 31.03.1954, Side 1
/
LXVIII, ÁRGANGUR
WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 31. MARZ 195-1
NÚMER 26.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
DREW HYLTUR
f síðustu Heimskringlu vildi
sú slysni til, þar sem minst var
á kosingu George Hees sem kosn
ingastjóra íhaldsflokksins, að
hann var talinn taka við af Drew
en átti að vera Mr. Knowland,
sem var forstjóri (campaign
manager) flokksins. Þetta leið-
réttist hér með.
Það var talað fyrir fundinn
um, að þar sem George Drew
hafi tapað sem leiðtogi flokks-
ins nú í tvö skifti, ætti að reyna
nýjan foringja. Á ársfundinum
kom þetta ekki hið minsta til
greina og George Drew var hylt-
ur með því að kjósa hann gagn-
sóknarlaust foringja á ný.
George Hees þingmaður, hinn
nýi kosningastjóri, er iðnhöldur
góður í Toronto, 43 ára gamall,
hefir á sér gott orð sem hermað-
ur, hnefaleikamaður, fótbolta-
leikari, pólitískur skipuleggari
og vinsæll og félagslyndur borg-
ari. Á móti honum sótti Gordon
Churchill frá Winnipeg. Er úr-
slit kosninganna voru kunn,
lýsti Churchill kosninguna ein-
róma, þó sáralítill munur at-
kvæða væri.
Bæði þessi dæmi lýsa einhug
flokksmanna. .
Hees gerir ráð fyrir að ferðast
um alt landið, velja góð þing-
mannsefni snemma og gefa með
því þjóðinni tækifæri að kynn-
ast stefnu flokksins.
íhaldsmenn og liberalar eiga
það sameiginlegt, að báðir álíta
tveggja flokkastjórn fyrir beztu.
íhaldsflokkurinn er sagður
hlyntur Socíal Credit-flokkinum
og C. C. F. flokkinum. En hann
á ef til vill ekki meira sameigin-
legt við þá, en liberal flokkinn.'
Flokksrígur hér í landi er
sem betur fer enn ékki á háu
stigi.
GEFUR SKÁLHOLTI $1000
í Morgunblaðinu 17. febrúar,
segir frá því að vestur-íslenzk
kona, hafi gefið Skálholti $1000, j
og sendingin sé nú komin heim. j
Konan er frú Ragnheiður
Erlendsdóttir Pálsson gift Árna
Pálssyni á Lundar, Man. For-
eldrar Ragnheiðar bjuggu um 20 !
ái í Skálholti og þár er hún
einnig fædd. En gjöfin er í minn
ingu foreldra Ragnheiðar, en
þeir hétu Erlendur Eyjólfsson
og Margrét Ingimundardóttir.;
Erlendur andaðist í Skálholti
og hvílir þar. 'j
í
SEGIR BANDARf KJUNUM
TIL SYNDANNA
Leslie B. Pearson utanríkis-
málaráðherra Canada brá sér ný-
lega suður til Washington, í
þeim erindum einum, að virtist,!
að minna Bandaríkjastjórn á að
hún gæti ekki breytt neitt til
um stefnu sína í Evrópu stríðs- j
rnálunum nema að spyrja Sam-
einuðu þjóðirnar að því. En
Dulles lét sér það einhverntíma ^
um munn fara, að Bandaríkin
tækju her sinn heim úr Evrópu
ef Evrópuþjóðirnar sjálfar vildu
ekkert gera.
Mr. Pearson var einn af sterk-
ustu meðmælendum um stofnun'
Atlanzhafssamtakanna. En hann^
hefir oft þurft að segja Banda-j
nkjunum, að stefna þeirra væri
°f svæsin gagnvart kommúnist-
Um. Og 1951 mælti hann heldurj
uieð að leyfa Kína inngöngu í
félag Sameinuðu þjóðanna.
Þykir blöðum syðra Pearson
’áta nokkuð á sér bera og spyrja
hvort búið sé að slá því föstu
að flokki hans, að hann verði eft-
irmaður St. Laurent?
ER MATVÆLASKORT-
UR Á RÚSSLANDI?
f ritinu U.S. News, er haldiðj
fram, að Rússar sem predikað j
hafa um mörg ár og gera enn, að
kreppa sé að gera út af við hinn
frjálsa vestlæga heim, horfir nú
sjálft í augu við skort, í stærri
stíl en nokkru sinni fyr í sög-
unni, heima fyrir.
Saga ritsins er í fáum orðum
þessi:
“Mikil kreppa á sér nú stað í
ríki kommúnista. Fólk í miljóna
tali á við sult og seyru að búa.
Á meðal almennings skortir brýn
ustu nauðsynjar, þó uppáhalds-
goðin fari einskis á mis .
Akuryrkja á um alt Rússland
á við erfiðlieka að stríða. Það er
hallæri í Kína. Til að sjá sír.u
eigin fólki borgið, verður Rúss-
land að rýja peðríki sín. Æsku- j
lýðurinn er nú sendur þúsundum,
saman inn á eyðimerkur og ör-:
æfi til að ryðja ný lönd og sá í
til að reyna að bæta úr skortin-
um á næsta ári. Iðnaður á sömu-
leiðis við erfiðleika að stríða.
Rússland og peðríki þess eru að
verða langt á eftir með að gera
erlendum þjóðum skil í viðskift-
unum við þau.
Fólkið í kommúnstaríkjunum,
er illa haldið, býr við fæðuskort
er lélega klætt og í slæmum hús-
um. í peðríkjunum ríkir hungur
og óeyrðir. Velmegun er hvergi
að finna innan kommúnista
heimsins. Nú reka yfirvöldin á
eftir almenningi með að fram
leiða meira og sjá við kreppunni.
Þessi kreppa á sér stað sam-
tímis því, að predikað er að alt
sé að kollvarpast í kapitalista
heiminum.
í hinum frjálsa heimi, eins og
allir vita fer hagur manna síbatn
andi. Erfiðleikar, sem stundum
eiga sér þar stað, stafa af því að
ofmikið er til, en ekki af
skorti. Velmegun á sér einnig
stað í Rússlandi. En það eru að-
eins fáir útvaldir, sem hennar
njóta.
Það sem aflaga hefir farið í
Rússlandi, er að í of mörg stór-
fyrirtæki hefir verið ráðist sem
í bráð gefa ekkert af sér. Þetta
eru stál-verksmiðjur, hergagr.a-
verksmiðjur, skurðir og vatns-
orkuver. En þetta gerist alt á
kostnað bænda og verkalýðsins.
Og þar er svo langt gengið, að
akrar standa nú óhirtir, upp-
skera rénar, og skortur á fæðu,
klæðnaði og húsum, er að verða
mikill. Sumstaðar má heita hall-
æri (famine) og vanlíðan. Vinnu
lýðurinn býr við skort, en það er
ekkert sem lofar neinu góðu, þó
hann leggi sig fram til að gera
meira en kraftar hans leyfa.
Stjórnendur landsins ætla sér
að greiða fram úr þessu öllu, en
með þeim einkennilega hætti, að
reka meira á eftir við framleiðsl-
una til að auka hana og hegna
þeim, sem ekki vilja vinna eða
ekki hafa skipulagningarvit, til
að skila stjórninni því fram-
leiðslu magni er hún ákveður.
Svo hafa einnig hreingerning-
ar átt sér stað, eins og ekki er
ótítt í Rússlandi. Vanalega ná
þær þó meira til foringja ein-
hverra fyrirtækja eða stofnana.
En þær eru allsstaðar, í Rúss-
landi sjálfu, í Ungverjalandi,
Rúmaníu, Tjekkóslóvakíu, Pól-
landi og Austur-Þýzkalandi.
Einn af þessum var Lavantri
Bieria, einn af þremur mestu
valdamönnum Rússlands, er^var
drepinn fyrir landráð.
Kreppa er ekki neitt nýtt fyr-
irbrigði í Rússlandi, þrátt fyrir
þó kommúnistar kenni að slíkt
geti ekki átt sér stað nema í j
kapitalista löndum. Það var
kreppa í Rússlandi 1921-1922,
þegar verið var að skipuleggja
kommúnisma. Önnur kreppa varð,
1932-1933, þegar verið var aðl
skipuleggja samvinnubúin. Um
6 miljón manna féll þá úr hungri. i
Enn varð kreppa 1937, er stafaði
af “hreinsun” iðnhölda og vél-
fræðinga. Og það stendur enn
yfir í dag og er útbreitt um alt
land.
Fyrstu erfiðleikarnir eru i
sambandi við akuryrkjuna.
Bændaframleiðslan fyllir ekki
þarfir almennings. Því var ný-
lega lýst yfir á fundi kommún-
ista að landsvæði ,sem nú lægi
vanhirt og gæfi ekkert af sér,
eða hefði gert síðan 1940 næmi
þessu: 9y2 miljón ekra af korn-
landi, 17 miljón ekra af fóður-
landi, 3 miljónir ekkra af bók-
hveiti og hrísgrjónalandi, 2 milj-
ón ekrur af baunalandi. Þetta
væri ástæðan fyrir að 100,000
af æskulýð bæjanna yrði sendur
út til að rækta ný landsvæði.
Síðan kommúnistar tóku við
völdum, hefir þetta komið fyrir
í kvikf járræktinni. Þrátt fyrir þó
þjóðinni hafi fjölgað um 40%
síðan 1916, hefir kvikfjárræktin
minkað um 3%. Nokkur framför
átti sér stað árin frá byltingunni
til 1928 þegar fimm ára áætlunin
hófst. En nú er kvikfjárræktin
minni en 1929. Fimón ára áætlun-
in blessaðist ekki. Kommúnistar
sjálfir kannast við, að Rússar
yfirleitt hafi minna að eta en þeir
höfðu fyrir 26 árum. í ræðum
sínum fyrir síðustu kostningar,
lögðu þeir Melankov og Molo-
tov áherzlu á að auka fram-
leiðslu með því að vinna harðara.
Eyðsla og verkleg óframsýni,
er sögð ástæða fyrir hvernig
komið sé í búnaði og iðnaði
landsins. Til að stjórna einum
dráttvagni (tractor), þarf 2 vél-
stjóra og frá 2 til 4 aðstoðumenn.
Og þar sem fimm dráttvélar
vinna saman, þarf auk þessa 1
yfirmann (Supréintendant) og
aðstoðarmann hans og varð-
mann. Alls þarf 65 manns til að
halda þessu starfi uppi á
sólarhring.
Þjóðverjar sem með Rússum
hafa unnið segja þá böðla á vél-
um. Þær endist afar illa í hönd-
um þeirra.
En úr þessu ætla Rússar nú
öllu að bæta. En hvernig, — er
spursmálið. Peðríkin gerðu það
sum framan af, því þau voru vel
skipulögð. En nú gildir það
sama um þau og Rússland sjálft.
Tökum til dæmis Tjekkósló-
vakíu. Þar var ágætt jafnvægi
á búnaði og iðnaði. Nú er búnað-
ur í hundum og iðnaðurinn ekk-
ert of góður heldur. Þar voru og
orkuver ágæt. Þau eru nú til
vopnaframleiðslu notuð, svo að
íbúar fá ekki að nota ljós, nema
ákveðin skamt á dag. Óánægju
Tjekka við stjórn Rússa, eru ó-
farirnar mest sagðar að kenna.
Ungverjaland, sem eitt sinn
var kallað brauðkarfa Evrópu,
framleiðir nú ekkert á 6 miljón
ekrum af 15 miljónum alls af ak-
uryrkjulandi. Þeir bera svo lítið
úr býtum, að þeir eru hættir bún
aði. Rússar segja þar fyrir hvað
gert er. Þar býr fjöldi manna við
skort.
Pólland fordæmir samvinnu-
búnað.' Þar er 11% minna fram-
leitt en áður. Iðnaður er þar
einnig daufur og í afturför.
Albanía er gjaldþrota. Al-
menningur dregur fram lífið.
Með Rumaníu, Búlgaríu og
Austur-Þýzkaland, er alveg eins.
Af þeim er alt sogið til að sjá
Rússum borgið.
Og svo kemur Kína. Þar ríkir
hungur á meðal 200 miljón
manna. Rússum kemur það nú
ef til vill ekki við, en þó svo væri
hafa Rússar ekkert aflögu
handa þeim. 10% af Kínverjum
lifir við skort, en við allsleysi
eiga önnur 10% að búa. Kín-
verskt blað sagði stjórnina þurfa
að hjálpa 100 miljónum bænda
og 100 miljón bæjarmanna á-
fram, er ekki björguðust á eigin
spítur. Rússar geta heldur ekki
látið Kína hafa iðnaðaráhöld,
sem um var samið. Segja sumir
og, að þeir hafi hætt að láta Kína
hafa vopn í Koreustríðinu af
því, að þeir hafi ekki haft þau.
Innan Rússlands sjálfs, fer
órói vaxandi. En hann er þó
meira áberandi í peðríkjunum.
í s.l. júní varð uppreist í Tjekkó
slóvakíu út af nýjum gjaldeyri,
sem fyrirskipaður var af Rúss-
um. í Austur-Berlín og Austur-
Þýzkalandi vita menn hvernig
hefir gengið. í júlí var bænda-
uppreist í Ungverjalandi. Og
verkfall braust út í fyrsta sinni
í þrælaveri í norðrinu. í Búlg-
áríu er sagt að menn beiti vopn-
um ‘gegn yfirgengi kommúnista
og í Póllandi séu neðanjarðar
samtök til á móti Rússum.
Það er vegna þessa anda innan
Rússlands, sem það réðist í að
kaupa vörur fyrir gull nýlega.
Af viðskiftum Rússa við vest-
lægu þjóðirnar er haldið að ekk
ert geti orðið vegna vöruskorts
Rússa.
Fyrir skömmu pöntuðu Rúss-
ar 10 togara af verksmiðju í
Vestur Þýzkalandi. Hann fékk
og pöntun fyrir öðrum 15 síðar.
Nú kemur upp úr kafinu, að Rúss
ar vilja ekki greiða í peningum
fyrir togarana og hafa ekki vör-
ur heldur til að borga þá með.
HELGAR ÍSLANDI
SKEMMTISKRÁ
Skemmtiskrá, sem sérstaklega
var helguð íslandi, fór fram á
allsherjár samkomu kennara og
nemenda háskólans Midland
College, í Fremont, Nebraska,
mánudaginn þann 22. marz.
Flutti prófessor Herman Gim-
mestad, forseti enskudeildar
skólans, erindi um fsland, land-
ið, þjóðina og menningu henn^r,
og sér í lagi um íslenzkar bók-
mentir, en hann er lærdómsmað-
ur mikill og ber hinn hlýjasta
hug til íslands. Á hann ekki
langt að sækja það, því að faðir
hans, er var norskur prestur í
Bandaríkjunum, var mikill ís-
landsvinur.
Inn í erindi sitt fléttaði próf-
essor Gimmestad upplsetur á
völdum köflum úr Njáls sögu
og Laxdælasögu og af kvæðun-
um “Norðurljós” eftir Einar
Benediktsson og “Eg sigli í
haust” eftir Davíð Stefánsson,
sem dr. Richard Beck hafði tal-
að á segulband að sérstakri
beiðni prófessorsins, er jafn-
VINNUR NÁMSVERÐ-
LAUN
Miss Frances Augustine
Magnússon
Miss Frances A. Magnússon.
vann verðlaun The Minnie J. B.
framt las leskaflana og kvæðin > Gampbell O.B.E. of the Prov
í enskri þýðingu.
1 FÁM ORÐUM
Þrjátíu og sex ritstjórar am-
erískra fréttablaða, eru á ferð í
Evrópu. Malenkov forsætisráð-
herra hefir boðið þeim í 3 vikna
heimsókn til Rússlands, sem þeirj Sask. fyrrum að Lundar og Bis-
incial chapter I.O.D.E. fyrir
hæstu einkun í ellefta bekk, í
enskum bókmentum mentamála-
deildarinnar (júní prófunum).
Verðlaun voru $25.00 og gull-
medalía. Hún vann ennfremur
Isbister verðlaun Manitoba-há-
skóla. Hún er dóttir Mr. og Mrs.
Gusti Magnússon, Foam Lake,
hafa þegið. Býst hópurinn við
að leggja af stað í þessari viku
til Moskvu.
★
Klubba er nú farið að tala um
að mynda í Bandaríkjunum, sem
á stefnuskrá sinni hafa skráð
orðin: “Joe verður að fara”, og
eiga við Joseph McCarthy. í
Wisconsin ríki kváðu klubbar nú
hafa verið myndaðir í 43
counties af 71 alls, með 500 fé-
lögum. Hafa þeir sem fundi hafa
haldið aðallega rætt um að
kjósendur kölluðu McCarthy
heim og hann legði niður þing-
starfið. Forustumenn klubbanna
eru aðallega háskólanemendur.
En málið milli McCarthy og
Stevens hershöfðingja er nú ver
ið að rannsaka. Er búist við að
því ljúki þessa viku. Hvernig
sett í Manitoba.
velferðar fiskveiðinni. Skýrslan
sem M. N. Hryhorczuk liberal þ.
m. frá Ethelbert, lagði fyrir
þingið og sem sagt var að rædd
yrði á þessu þingi, höfum vér
ekki séð getið um í þingfréttum
að minst hafi verið á. Bíður
sennilega til næsta þings að gera
það .
FRÁ ÍSLANDI
Það eru
★
talsvert
eftirtekta-
—: ÍSLENZKAR NÝLENDUR VESTAN HAFS
Hans G. Andersen þjóðréttar-
fræðingur skipaður eftirmaður
Gunnlaugs Péturssonar sem aðal
fulltrúi íslands við aðsetur At-
lantshafsbandalagsins í París frá
1. maxz að telja, en Gunnlaugur
hafði óskað lausnar frá starfi
þar fer, skiftir meiru en stúdentaj Þar- ^SL 24. febr.
samtökin enn gera.
Gerö hagrænna landabréfa
í gær var lögð fram á Alþingi
verðar fréttir, sem farið er að tillaga til þingsályktunar um
birta um samkepnina milli kvik-1 gerð hagrænna landabréfa í þágu
myndahúsa og sjónvarpsins.j atvinnuveganna. Flutningsmað-
Hollywood er að verða hrætt um ur hennar er Sigurður Bjarna-
sig. Það bólaði á þessum óttajson.
strax árið 1952, er sjónvarpíðj í greinargerð segir á þessa
byrjaði. Og á ekki lengri tíma leið:
en er síðan, er sagt að aðsókn á “Hagræn landabréf eru bezta
kvikmyndahús hafi mínkað um og gleggsta heimild um náttúru-
30—50%. Og síðan 1946 hefir.hagi landsins, atvinnuvegi og
kvikmyndahúsum í Bandaríkjun1 afkomu þjóðarinnar, sem hægt
um fækkað um 6000. er a ðfá. Af þeim má sjá landslag
Hollywood dísirnar hálaunuðu og nýtilegt land, byggðarlög og'
hrópa að myndsýningar sjón- J samgöngur, yfirlit um landbún-
varpsins séu ósambærilegar við að, útgerð og iðnað, fjárhagslega
hreifimyndarsýningar. En það afkomu, aldursskiptingu og
er nú samt svona, að það vegur J breytingar á fólksfjölda eftir
talsvert á móti því að þurfa ekki
út af heimilinu til að sjá þær.
Ennfremur hitt, að heima eru
menn ekki eins bundnir og geta
gætt vinum sínum á kaffi og tal-
að við þá, á sama tíma og fylgst
er með sjónvarpinu.
★
Nýlega hefur Péutr Ottesen lagt fram í þinginu frumvarp um end-
urheimt Grænlands. í eftirfarandi vísum, sem blaðinu hafa borizt,
lætur höfundurinn í Ijós óánægju sína yfir því að þingmaðurinn
skuli hafa vanrækt að heimta um leið i hendur íslendingum hina
fornu nýlendu þeirra, Norður-Ameríku.
Æ, finnst þér, Pétur Ottesen, ei úreltur sá vani
að eltast sýknt og heilagt við jafn litla þjóð sem Dani?
Þú krefst af þeim, að Grænland sé afhent oss til baka,
svo fsland þurfi síður að skorta snjó og klaka.
En hvernig stendur á því, að þú gazt verið svo gleyminn
að gera ekki kröfu um allan Vesturheiminn?
Því íslendingar slógu sér þó á hann fyrstir þjóða.
Já, út af hverju sleppirðu þá Vínlandinu góða?
—Úr Dagbók Morgunblaðsins 24. febrúar
byggðarlögum á síðustu áratug-
um.
Menningarþjóðir, eins og t.d.
Norðurlandaþjóðirríar, Bretar og
Bandaríkjamenn, hafa látið gera
fjölda slíkra korta til hagsbóta
fyrir atvinnuvegina. Hér á landi
er einnig þörf fyrir hagræna
Fylkisþingi Manitoba var slit- landabréfagerð, því að með þeim
ið s.l. fimtudag eða 25. marz og skapast mjög aukin yfirsýn yfir
hafði þá staðið yfir í átta vikur. j þarfir og hagi sveita og bæjar.
Hefir á helztu málin, eins og —Mbl. 16. febrúar
fjármálin, verið minst. Mestan; •
hávaða vakti málið um breytingu Sumir bændur á Langanesi hafa
á vínsölu, nýrri kjördæmaskip-J ekki hýst fé sitt
un og um fiskiveiði á Winnipeg-, Einstaka bændur hér um slóð-
vatni. Voru milliþinganefndir ir hafa ekki hýst fé sitt enn á
settar í vínsölu og kjördæma-' þessum vetri ,en tóku þó lömb
málin, en skýrsla í fiskveiðimál-' fyrir nokkru. Hafa góðviðrin
inu frá milli-þinganefnd í fyrra, verið með eindæmum.
kom ekki fyrir þing fyr en dag-! Björn Aðalsteinsson í Hvammi
inn áður en þingi var slitið. En heimti 17. þ.m. af fjalli tvær ær
hún var geisilöng og gat að og eitt lamb. Voru allar þessar
minsta kosti 40 atriða, sem at- J kindur í haustholdum.
huga þyrfti og öll miðuðu tilj—Tíminn 19. febrúar
l