Heimskringla - 19.05.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.05.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. MAÍ 1954 Híimskringla (StolnnO lSlt) Kemux 6t 6 hTerjuxn mifivikudegl. Elsendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 Verð bi*8sír« er 53.00 árgangurinn, borgist fyrirlram. Allax borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll við&kíftabréf blaðinu aðlútanai sendist: __ Tfce Viking Press Limited, 853 Saxgent Ave., Winmipeg Rltatjóri STEFAK EINARSSON Utanáskrtft til ritstjórans: EDirOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Helmakringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized qa Second Clctss Mtxíl—Post Ofiice Dept., Ottowo WINNIPEG, 19. MAÍ 1954 Vitnisburður nágrannans (eitir New York Times) Canada er landið sem þekkir okkur bezt. Það eru að vísu landamæri á milli þess og lands vors, en þau eru hvarvetna ósýni- leg. Á sama tíma og aðrar þjóðir telja oss flest til foráttu og að við, að dómi kommúnista hættum ekki fyr en við steypum heim- inum í eitt stríðið enn, segir þjóðin sem þekkir oss bezt kosti og lesti athafna vorra. Ef hana greinir á við oss i skoðunum, segir hún oss það alveg eins hispurlaust og það, sem hún segir lofsamlegast um oss. Þessar tvær þjóðir eru svo likar og skilja hvor aðra svo vel, að það virðist engin þörf vera að minnast á þetta. Enda er það sjald- an gert. En þegar að þessu efni er vikið txýsvar sama daginn, þá er ekki gott að ganga þegjandi fram hjá því. í ræðu sem Vincent Massey, landstjóri Canada hélt í samein- uðu þingi í Washington nýlega, mintist hann á einhug Canada og Bandaríkjanna í utanríkismálum á þessa leið: “Nágrannaríki yðar, Canada, veit það ofur vel, að þegar þið lögðuð þá mikilvægu byrði yður á herðar, sem þið gerðuð í utanrík ismálum, að það varð að gerast 'hvort sem ljúft var eða leitt í þarf- ir frelsisins í heiminum. Og það sem þið hafið í því efni gert, skaT yður ávalt til mikils heiðurs og aðdáunar talið af oss.” Á þessum sama degi heldur Lester B. Pearson utanríkismála- ráðh. Canada ræðu á Genevafundinum. Svaraði hann látlausn þvaðri kommúnista um yfirráðastefnu Bandaríkjanna (imperia!- ism). Orð hans voru þessi: “Sem leiðtogi nefndar á þessum fundi frá einu nágranna landi Bandaríkjanna, landi hinnar voldugustu þjóðar í heiminum, get eg sagt af reynzlu og fullri samfæringu, að þá þjóð er ósæmilegt að kalla árásarþjóð, eða þjóð, sem yfir heimsyfirráðabrölti býr . . .Vér höfum í ýmsum málum ekki verið sammála og höfum aldrei hikað við að segja þeim það. Er það eng- in sönnun í ykkar augum um traust vort til þeirra og um að þau virða sjálfstæði hverrar smáþjóðar sem er. Þau meta og mikils samvinnu og samhjálp þeirra þjóða innbyrðis og út á við, eru fús til að veita þeim þá aðstoð, sem þær vilja þiggja í því skyni og sam- þykkja sín á meðal, en hafa aldrei þröngvað upp á þær neinni að-i stoð fyrir að svifta þær frelsi sínu eins og ofmörg eru nú dæmin af í heimi vorum.” Á þessum tíma, þegar svo mikið er reynt til að vekja misskilning á stefnu vorri, jafnvel á meðal vina vorra, er skemtilegt, að koma á blað þessum vitnisburði næsta nágranna okkar. Vestlægu þjóðirn ar virðurkenna fyllilega að samband vort við þær, sé stofnað á grundvelli sameiginlegrar vináttu og virðingar. Ef til vill mundi samvinnan vera betri, en hún stundum er, ef við viðurkendum oft- ar en við gerum tilgang vorn. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Mannfélagsskipulegið að 600 árum liðnum Einn af þeim nútíðar spámönn um sem mest kveður að, er enski hugvitsmaðurinn og ritsnilling- urinn Aldous Huxley. Hann leikur á sama streng og H. G. Wells heitinn að ímynda sér og draga ritmyndir af mannfélag- inu í heiminum á komandi öld- um, og hverju má búast við, í ijósi nútímans og þess gengna. Ein af bókum hans af mörgum á þessa sveifina nefnir hann Brave New World, lýsing á mannfélaginu og háttum þess að sex öldum hérfrá, en þá eru mörg nútíðarmein yfirunnin, svo sem styrjaldir, flestir sjúk- dómar, fátækt, og kvíði. Allir hafa þá nóg af öllu til viðunan- iegs lífs, og óhikanlega treysta framtíðinni til daganna enda, hvað líkamlegt viðurværi snert- ir. Hver og ein manneskja nýtur fullrar heilsu og fjörs og ung- manns yfirlits allt fram á sjö- unda tuginn, en þá tekur dauð- inn sviplega við, að allra sam- þykkt, svo að hvergi finnst aldr- að eða hrörlegt fólk. Tækni á öllum sviðum hefur farið geysilega fram, en sérstak- lega á lífræðislega vísu. Ánauð þá sem Drottinn lagði á Evu: . . mikla mun eg gera þjáningu þína . . . með sótt skaltu fæða þín börn”, hefur verið afnumin, eins og flest boðorðin. Barns- fæðingar eins og á vorum dög- um þekkjast ekki lengur; hver einstaklingur byrjar með tveim frumsellum í flösku, vex og þroskast á parthenogeniska vísu og kemst “til vits og ára’ ’eins og tuglsungi í hitunarvél, og til sál ar og líkama einmitt eins og til var ætlast, og nákvæmlega eftir því hvaða fæðutegundir honum eru skamtaðar á “meðgöngutím- anum”, fyrstu níu mánuðunum í flöskunni. Þetta svarar til at- hafna þeirra í býflugnabúrinu sem sker úr því hver flugan skal verða drottning, með því að ala hana upp á hinni konung- legu fæðu (royal jelly), en þá verður hún margsinnis stærri en aðrar og langlífari og sú eina sem framleiðir eggin, en er ó- hæf til vinnu eða annara at- hafna. Að sek öldum liðnum eftir vora daga er komin á alheims stjórn, í höndum fárra manna með algjör völd, sjálfkjörnir og ófrávíkjanlegir, með flestum einkennum Kremlin stjórnar- innar. Þessir fáu ráða lofum og lögum um alla thluti um allan heim, segja fyrir um hvað hver og einn má hugsa, læra, heyra og segja> og hegða sér vel í hví- vetna. Óll ættarbönd eru slitin, ]^ar sem hvorki þekkjast mæður eða feður, systur eða bræður, og enginn er nánari einum en öðr- um. Heimilislíf þekkist ekki, og allir hlutir eru í sameign. Allar bækur nema þátíðar hafa verið eyðilagðar og öllum bannaðar, og allur lærdómur, sem er al- mennt af skornum skamti, er meðtekinn í lyfsvefni, og fyrir- hafnarlaust. Óll trú á og hugs- un um framhaldslíf eftir dauð- ann er 'harðbannað. Hvernig má allt þetta verða? Hvað ollir því, að almúginn rís ekki gegn þessari þjálkun og takmörkun á einstaklings frelsi? Þeir fáu sem með völdin fara er það innarihandar að sjá við því að allt horfi í fari því sem þeim þóknast. Allt þetta veltur á því, að einstaklingurinn sem úr flöskunni fæðist sé eins og hann á að vera til að vinna það verk sem hann er framleiddur til að vinna. I fæðingarstofnun- um er allt með ráði gert. Þaðan streyma úr flöskunum mátulega margir með mátulega hæfileika til hvers og eins starfs, yfir- gnæfandi fjöldinn ætlaður til stritsvinnu, en fæða þeirra hef- ur séð um að þeir eru svo hugs- anasljófir að þeim dettur ekki í j hug að girnast'eða heimta ann- j að en að vinna, og möglunarlaust meðtaka það sem að þeim er rétt. Þetta er Epsilonminus fólk ið, það neðsta í stiganum, sem nær allt upp í Alpha-plus stigið, þeirra fáu sem öllu ráða. Á milli þessara stétta er tæknisfólkið, nákvæmlegá undirbúið, bæði að innfæddum hæfileikum (sem fer eftir því hvaða fæðu það nýt ur á “meðgöngutímanum”), og tamningu, það er, hverju því er innrætt í lyfsvefni á uppvaxtar- árunum. Öllum stéttum, nema þeirri efstu, er það sameigin- legt, að girnast ekkert utan síns verkahrings eða þrá hærri stöðu í mannfélaginu. Þeim er allt veitt, sem að líkamlegra þæg- inda lítur, því að af nógu er að taka. Fólksfjöldinn er takmark- aður og skorinn við skammt, svo að 'heildartalan hvorki minkar né hækkar, og því er ekki að ræða um of né vant. Jæja, svona verður þá heimur- inn og mannfélagið að sex öld- um liðnum, eftir hugmynd Hux- leys. En allt þetta virðist velta á því, að kommúnistastefnan nái yfirvölduro um gjörvallan heim áður en langt um líður, sem ekki virðist ósennilegt eins og nú horfir við. Lýðræðið hverfur úr sögunni og einræðisvald tekur við. Þetta er aðal skilyrðið, en að því fengnu fellur allt í röð og reglu eins og Huxley ímynd- ar sér það—fjöldinn verður að raddlausri hjörð, en einn af þús- undi segir fyrir um verk, og ræð ur lofum og lögum. — Paradís framtíðarinnar! BRAVE NEW WORLD. L. F. LISTAMAÐURINN í ÞJÓN- USTU MENNINGARINNAR Frh. frá 1. bls. ið þann kostinn að láta listina þjóna sér einum. En hann kaus hekiur að fórna lífinu fyrir menningar framþróun þjóðar sinnar og lagði list sina fram sem verkfæri í þeirri góðu bar- áttu. Því miður gefst ei tími til þess hér að rekja glæsilegan námsferil Sigurðar meðan hann var í Kaupmannahöfn, því meira er um vert að kynnast starfi hans á íslandi og fyrir fsland eftir að hann kom heim aftur ár- ið 1858, eftir nýju ára burtuveru. Þess verður þó að geta að, þrátt fyrir litla þekkingu á listinr.i og mikla fátækt á íslandi fyrir einni öld, studdu landar hans hann eftir beztu getu, en þó eink- um Skagfirðingar. Þetta bætti úr brýnustu þörfum Sigurðar og gaf honum mikla uppörfun. ís- lenzkir menntamenn í Kaup- mannahöfn voru honum mjög vinveittir. Meðal þeirra var Steingrímur Thors t e i n s s o n, skáld sem batt við hann ævi- langa vináttu. Sigurður hafði á unga aldri meitlað mynd af Gísla Konráðssyni í blágrýtis- stein, með gömlum þjalaroddi, og er sú mynd geymd nú í þjóð- minjasafninu. En Konráð próf- essor, sonur Gísla var um þessar mundir í Kaupmannahöfn og reyndist Sigurði góður drengur. Ekki þarf að minnast á hvað Jón Sigurðsson forseti var hon- um hjálplegur, því hann var hin göfuga hjálparhella allra fslend- inga sem nám sóttu í Kaup- mannahöfn í þá daga. Listabrautin blasti nú við Sig- urði. Ágætustu listfræðingar í Kaupmannahöfn dáðu hæfileika hans og höfðu sýnt honum mik- inn sóma. En Sigurður var of ís- lenzkur til þess að vilja slíta skónum erlendis, þó honum væri ljóst að af málarlistinni gæti hann ekki lifað á íslandi. Tveir menn, þeir Helgi Sigurðsson (síðar prestur að Melum) og Þorsteinn Guðmundsson, sem stundað höfðu nám í listaskólan um í Höfn, á undan Sigurði höfðu orðið að leggja niður list sina. En hann var aldrei að hugsa um fjárhagshliðina og er efamál hvort fátækt hans og skortur hefði orðið meiri en raun varð á, þó hann ‘hefði reynt að draga fram lífið með því að vera listmálari heima á Fróni. E»- einkennileg straumhvörf urðu í lífi Sigurðar og skoðun- um einmitt á síðari námsárum hans í Kaupmannahöfn. Hugur hans fór að snúast að öðrum og æðri viðfangsefnum og síðustu æviár hans er “Sigurður málari” að mestu horfinn frá málaralist- mni nema að þvi leyti sem hann notaði hana í þjónustu íslenzkra menningarmála. Sigurður varð fyrir áhrifum ýmsra menningarfrömuða í Kaupmannahöfn sem beindu huga hans að sögufræðilegum efnum, listskreytingu, silfur- smíði og fleiru, sem átti rót sína að rekja í fornfræði og þjóðleg- an fróðleik. Fór hann nú að lesa fslendingasögurnar á ný og varð altekin af hugsjóninni um “mál- arann í þjónustu menningarsög- unnar”. Varði hann nú öllum frí stundum sínum til að afla sér fróðleiks um daglegt líf fortíð- arinnar, sökkti sér niður í rann- sóknir á húsum, vopnum, hús- búnaði og klæðnaði fortiðarinn- ar, enda varð hann stórfróður um þessi efni. Löngum sat hann yfir handritunum í Árnasafni og gerði vandlegar eftirmyndir af f jölda af hinum merkilegu mynd skreytingum sem þar er að finna. Það er sagt að það sem ein- kenndi Sigurð mest var fjöl- hæfni hans og þrautseigja. En hin næma fegurðartilfinning hans, skapandi ímyndunarafl, og hvass, prófandi skilningur gerðu það að verkum að starf hans alt varð fastmótað og heilsteypt. Aldrei vék hann frá stefnuskrá sinni, sem augljós varð er rit- gerð hans: “Um kvenbúninga á íslandi, að fornu og nýju”, kom út vorið 1857, og Jón Sigurðsson birti í Nýjum Félagsritum. Sig- urður hafði farið til íslands vor- ið 1856 og ferðast víða um Norð- urland, og fegurðartilfinningu hans var ofboðið er hann sá hvernig búningar kvenna voru “ósmekklegir, óþjóðlegir og jafn vel beinlínis afkáralegir”. Teu- ingnum hafði nú verið kastað fyrir Sigurði og varð líf hans allt þrotlaus barátta til að vinna fyrir íslenzka menningu og beita kunnáttu sinni og list til þess að kenna þjóðinni að virða ís- lenzk verðmæti, hið fagra og þjóðlega, í stað þess að aðhyll- ast útlent prjál. o o o Sigurður málari kom heim til íslands árið 1858 og hóf þá sfrax hið margþætta starf sitt. Hann byrjaði að kenna ungling- um dráttlist til þess að ungar stúlkur fengju áhuga fyrir þjóð- legum ísaum og hannyrðum. Feiknin öll af fyrirmynd- um fyrir ísaum dró hann upp sjálfur, en flest af því fórst síðar í bruna. Megnið af fyrir- myndum hans að ísaum fyrir faldbúninginn varðveittist hjá einum nemanda hans. Sökum þess að barátta Sigurð- ar fyrir kvenbúningum er fs- lendingum nokkuð kunn, verður hér frekar greint frá hinu ómet- anlega þrekvirki hans með stofnun forngripasafnsins, og listamennsku hans í þágu leik- listarinnar. Áhuginn fyrir verndun þjóð- legra minja hafði snemma vakn- að hjá honum, eins og að framan getur, en nú komu tveir meun til sögunnar sem urðu málinu að miklu liði. Voru það þeir | Helgi Sigurðsson á Jörfa(síðar prestur á Melum) og Jón Sig- I urðsson, alþingismaður á Gaut- ' löndum í Mývatnssveit. Jón á Gautlöndum sendi Sigurði ýtar- lega skýrslu um fornleifar þær er fundust árið áður (vorið 1860) í fornri dys nálægt Bald- ursheimi í M.vatnssveit og lét Sigurður birta hana í “Þjóðólfi” (10. apríl 1862). En viku síðar kom hin merka grein hans. “Hugvekja til íslendinga”, þar sem hann skorar á þá að hefjast handa um stofnun forngripa- safns. Nokkru síðar gefur Helgi Sigurðsson landinu 15 merka forngripi sem hann hafði safn- að, með því skilyrði að stiftyfir- völdin veiti gjöfinni viðtöku. Einnig birtist eftir hann löng grein um málið í “íslendingi” 8. janúar 1863. Margir aðrir studdu málið drengilega, svo sem Jón Sigurðsson, forseti, Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóð- ólfs, og Jón Árnason, bókavörð- ur, og var hann settur umsjón- armaður safnsins er yfirvöldin veittu því formlega móttöku ár- ið 1863. En Sigurður Guðmunds- son varð aðstoðarmaður hans við safnið. Því var komið fyrir í dómkirkjuloftinu þar sem stift- bókasafnið átti inni. En ekki gekk starfið greið- lega þar sem “hann (Sigurður) var einn að safna en margat þúsundir að týna”. Alla van- rækslu samtíðarmanna á þessu sviði varð hann einn og fátækur að reyna að bæta upp með “þrot- lausri vinnu og ódrepandi áhuga og þrautseigju”. Sigurður barðist baki brotnu fyrir þessu máli tH æviloka, en það var fjárskorturinn sem var allra sárastur, því fjárveitinga- valdið var í höndum Dana, sem ekkert kærðu sig um að styrkja forngripasafn í Reykjavik þar sem þeir voru í óða önn að safna íslenzkum munum til danskra safna. Ekki heimtaði Sigurður fé fyrir sjálfan sig, og þó hann iðulega ætti ekkert til næsta máls gaf hann sjálfur safninu hvað eftir annað merka gripi sem hann óefað hefir þurft að gjalda peninga fyrir. f hálfrar aldar minningargrein um þjóð- minjasafnið, 1912, segir Matth- ías Þórðarson, þjóðminjavörður; “Undirstaðan var nú til orðin undir þá stofnun sem síðan hef- ir á umliðnum árum þróast í skjóli þjóðrækni íslendinga, og á komandi öldum mun verða þeirra dýrmætasta þjóðareign. Sigurður Guðmundsson málari, var í rauninni hinn eini og eig- inlegir forstöðumaður safnsins unz hann dó . . . Hann lagði grundvöllinn, hann viðaði að efni ,og með skýrslum sínum um safnið og lýsingum sínum á grip um þess gerði hann garðinn frægan innan lands og utan.” “Þeim sem nú njóta ávaxtanna af starfi hans verður aldrei skilj anlegt hvað þessi barátta kost- aði hann”, segir Jón Auðuns, í ritgerð sinni um Sigurð. “Ár eft- ir ár sat hann í klefanum á dómkirkjuloftinu, beygður yfir forngripina, kaldur og klæðlít- ill og oft svangur, en brennantíi í andanum . . . Fyrir allt þetta stendur þjóðin í meiri þakklæt- isskuld við hann en fyrir allt annað sem hann vann og var það þó margt og merkilegt. Ómögu- legt er að segja hve miklu af ó- metanlegum þjóðlegum fjársjóð ! um varð bjargað, einmitt vegna I þess að hann hófst handa þegar ! hann gerði.” * Sigurður stofnaði félag sem fyrst var nefnt Leikiélag And- J ans, en síðar Kvöldfélagið, og | var hugmynd hans að byrja á fjársöfnun um land allt til þess að byggja safninu veglegt hús. En það var ekki fyrr en 70 árum síðar, í sambandi við lýðveldis- hátíðina, að þessi hugmynd hans varð að virkileika. En hugsjóna- maðurinn, Sigurður málari, sá svo mikið lengra en aðrir menn að ýmsar umbótatilraunir hans urðu að bíða betri tíma. Það má segja að Sigurður kom allstaðar við sögu þar sem um menningarframtök var að ræða. í í plöggum hans í gamla rauða koffortinu fundust ögrynni af efni sem honum hafði ekki enn tekist að nota: minnisgreinar, teikningar og drög að ýmislegu úr fornfræðinni, þar á meðal um útbúnað segls'kipa; sögu ís- lenzkra húsakynna fá upphafi; um klausturbúninga, og stórt safn um kvenbúninga. Þekking hans á fornbúningum, vopnum og þessháttar kom að góðum notum í sambandi við leiklistar- starf 'hans. Rannsóknir hans um Þingvelli voru stórmerkar, og þó hann viðurkenndi að þetta væri ófullkomið og aðeins braut- <r~ Númer 20. Cahert Canadiska vasabókin Þetta er ein þeirra greina, sem sérstaklega eru ætlaðar nýjum Canadamönnum. ATVINNUSKILYRÐI Lifnaðarhættir Canadamanna eru næsta frábrugðnir því, sem við- gengst i hinum gamla heimi, menn tala öðruvísi og viðhafa aðrar starts- aðferðir. En sé um atvinnuleit að ræða gilda að mestu sömu reglur beggja vegna Atlanzhafs.Þótt vinna sé að jatnaði auðfengnari í Canada. Eins og í flestum hinna gömlu landa starfrækir stjórn þessa lands vistráðningarskrifstofur í meiriháttar bæjum og bygðum, og þangað sæk ja menn og konur í atvinnuleit. Sé um nýja innflytjendur til Canada að ræða, greiðir innflutningsmálaráðuneytið götu þeirra á margan liátt, bæði með útvegun jarðnæðis og ýmsu öðru. Þeir sem hafa í hyggju að leggja fyrir sig landbúnað, verða að gera sér það ljóst, hve búnaðarhættir eru ólíkir þeim, sem þeir vöndust í heima iandi sínu. Það hefir komið mörgum manninum vel, að stunda vinnu mensku á búgörðum fyrstu árin hér og búa sig með því undir að sitja sína eigin bújarðir. Kaupgjald vinnumanna er frcmur lágt til að byrja með þetta lan $55.00 á mánuði, en vænta má $5.00 hækkun með vissu milli bili, þcssu til viðbótar fyigir ókeypis fæði og húsnæði. Konur eiga jafnaðarlegast hægra með að fá atvinnu f borgunum, svo sem í vistuin, við sjúkrahús og á matsölustöðum. Þetta gildir einnig aö nokkru um æft skriístofufólk, standi tungumálið ekki i vegi. Hjúkrunar- konur, þó útlærðar séu í Evrópu, verða oftast nær að vinna með innlend- um hjúkrunarkonum þeim til aðstoðar, áður en þær verða skrásettar sem fullveðja hjúkrunarkonur ( Canada. Nýjir Canadamenn, eru sérþekkingar haía, svo sem læknar, tannlæknar, verkfræðingar og endurskoðcndur, ciga lengi vel við örðugleika að etja unz þeir verða samkepnisfærk við sér- fræðnga sem hér hafa mentast. Menn sem þannig er ástatt með verða að fullna'gja ákveðnum skilyrðum áður en þeir geta ag fullu stundað scr grein sina. Á þessum tíma árs má svo segja að allstaðar sé þörf fyrir faglærða tnenn, og hæfa verkamenn, þó eftirspurn venjulega aukist eftir því sein lengra líður á sumarið, kaup er oftast nær mótað við klukkutímann og er 70 cents til $2.35. 1 iðnaðinuvn eru atvinnuhorfur tíðum bundnar við árstíðir og verður þá oft og einatt nokkuð um atvinnuleysi, iðnaðarfram leiðslan nær venjulega hámarki í ágúst og september. Hér er íhyglisverð bending, sem vert er að festa i minni. Þér skuluð ekki rasa um ráð fram að því er breyttri atvinnu viðkemur, hollast er að halda sér að sama starfi, læra alt, sem að því lýtur til hlítar, því með þeim hætti metur vinnuveitandinn æ betur og betur slörf yðar. Dæguv- flugum í starfi vinnst sjaldan mikið á. í næsta mánuði “Kaup á notuðum bílum” Calverí t DISTILLERS LIMITED AMHERSTBURG, ONTARIO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.