Heimskringla - 02.06.1954, Side 3

Heimskringla - 02.06.1954, Side 3
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1954 HEIM SKRINGLA 3. SÍÐA hér stundum kölluð í gamni Hatturinn — til aðgreiningar frá Heklu Loftleiða. Kom vélin til Reykjavíkur í fyrradag og hafði þá hlotið nýtt nafn, Edda. Þótti rétt að breyta nafni henr.- ar um leið og hún yrði að öðru leýti auðkennd Loftleiðum. Vel þótti fara á, að hið nýja nafn væri hvort.tveggja í senn ramm íslenzkt og samnorrænt, svo a'ð báðir gætu vel við unað, eigend ur og leigjendur flugvélarinnar, og va’rð nafnið Edda fyrir val- inu. —Alþbl. 4. apríl MRS. S. K. HALL LAID TO REST AT WINNIPEG / Funeral services were held in the First Lutheran Church, Win nipeg, on May .13 for Mrs. Sig- ríður Anna Hordal Hall, resi- dent of Wynyard, Sask., for the! past 18 years. Sigríður was born in Iceland j July 10, 1881 at Hóli in Hörðu-^ dal. Her father was Jón Hor- dal, and her mother was Hall-j dóra Balvinsdóttir. At an early age she began her j musical education with Rhys Thomas in Winnipeg who was j at that time the leading teacher of voice culture in Winnipeg. In 1899 she went to Minneap- olis where she remained 2 years for advanced studies in voice culture, piano and theory. In j 1904 she married S. K, Hall, who at that time was a member of j the faculty of Gustavus Adolph- j us College in St. Peter, Minn.! In 1905 Mr. and Mrs. Hall re- cieved a call from the First Luthj eran Church in Winnipeg. Mrs. j Hall as soprano soloist, and Mr. í Hall organist and choir master. J They held this position 30, years and resigned in 1936 to j retire and live in Wynyard. During her residence in Win! nipeg she went to New York for advanced ^tudies with Grahanv Reed and ð^erbert Witherspoon. ] She appeared in several song! recitals, and was the soloist in the C.P.R. National mufeic Festi- val held in the Royal Alexandra Hotel a few years ago, and she was also appointed soloist on the ship chartered to take the visitors to the Icelandic Nation- al celebration in 1930. Mrs. Hall had a voice of un- surpassed beauty and quality, and her most artistic interpret- ation of the classics will never be forgotten by those who heard her. JtyjqktPOUO ** * íiiW m - S Sf TH I s SPACE CONTRIBUTED B Y WINNIPEG BREWERY LIMITED Thelma (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) Veggirnir voru, sem sé allir þaktir með skeljum — smáum og stórum skeljum með allskonar iögun og litum; sumar fínar eins og rósalauf, aðrar stórar, grófar og hrufóttar, sumar gljáðu eins og fílabein í öllum regnbogans litum; aðrar hvítar eins og froðan á bylgjum sjávarins. Öllu þessu var komið fyrir á hinn listfengasta hátt, eins og hver reitur hefði. verið reiknaður út með dásamlegri nákvæmni. Þar voru stjörn- ur, hálfmánar, hjörtu, rósir og sóleyjar. Laghnífar og ýmis vopn í kross, skip og stríðs-útbúnaður, öllu raðað niður svo meistara- iega, eins og hver táknmynd hefði sinn sérstaka tilgang. Philip gekk á milli þessara merkilegu listaverka, hrifinn og há-ánægður yfir að finna þennan fágæta stað. “Einhverskonar hof eða forn blótstaður, gæti eg bezt trúað”, hugsaði hann. “Það hljóta að vera margir leynistaðir af því tæi í Noregi. Þessi staður hlýtur þó að vera úr heiðnum sið, því meðal allra þessará táknmynda, sést *ekki eitt einasta krossmark.’ Þar voru engir krossar, en margskonar líkingar af sólinni — sólarlag, sólsetur — sólin í allri sinni geisladýrð — alt myndað með glitrandf þúsundum skelja og kufunga, sumum ekki stærri en títuprjónshaus. “En sú þolinmæði og vinnuáhugi”, tautaói hann. Hver myndi bera þesskonar við nú á dögum? Og handlægnin og listfengið, að koma öllu þessu fyrir í sterkri steinlímshúð, eins og jiað ætti að vara að eilífu. Hann gekk undrandi og hrifinn milli boga- hvelfinganna, og virtist altaf finna ný og ný undur til að dázt að. Rósrauður ljósglampi af einhverju öðru en hans eigin lampa, endur- speglaðist á vegg einnar hvelfingarinnar, og lagði frá þeim hluta þessa undrastaðar, er hann enn hafði ekki tekið eftir. Hann sneri hikandi í áttina sem Ijósbjarm- ann lagði úr. Gat einhver lifandi vera hafst við i fjarlægasta hluta þessa hellis, sem hinn langi gangur auðsýnilega benti til? Einhver sem kærði sig ekkert um ónæði og átroðslu? Ein- hver sérvitur listamaður eða einbúi, er hafði búið um sig í þessum helli? # Eða var þetta ef til vill felustaður smygi- ara? Hann beið fáein augnablik, og hélt svo djarflega áfram, ákveðinn í að fá ráðningu á þessu. Síðasta bogahvelfingin var lægri en nokkur þeirra sem hann hafði farið í gegnum áður og hann mátti til að beygja sig. Hann hafði tekið ofan í þrengslunum, og þegar hann rétti sig upp aftur, setti hann ekki upp höfuðfatið, því hann sá skyndilega, að þessi staður vai heilagur. Hann var í návist hinna dánu — ekki hinna lifandi. Herbergið sem hann kom inn í, var ferkant- að, og ennþá fagurlegar skreytt en nokkur annar hluti hellisins, er hann hafði séð, og á móti austri var altari, höggvið út úr klettinum, og alsett dýrustu og yndislegustu glitsteinateg- undum og skelmóðu perlum. Það var þakið táknmyndum úr fornum á trúnaði, en eins og í strangri mótsetningu við hin fornu trúarbrögð, var krossmark úr eboni- viði og útskornu fílabeini, og fyrir framan það logaði Ijós á rauðum lampa. Það var útskýringin á Ijósbjarmanum, er lagði inn í hinn hluta hellisins, en það sem vakti mesta eftirtekt hans, var granít líkkista á miðiu gólfinu, sem sneri í suður og norður. Ofan á henni lá stór sveigur úr svefngras-blómum, ferskur og nýlega tilbúinn, í sterkri mótsetn- ingu við hið .kuldalega blágrýti. Hinn sterk- rauði litur blómanna, glampinn af skeljunum á veggjunum, líkneskið af Kristi, negldum á krossinn innan um allar þessar heiðnu tákn- myndir, — Þessi djúpa þögn, aðeins rofin af stöðugum vatnsleka í dropatali einhverstaðar bak við hellinn, og meira en hin ytri vegsum- merki, það að hann var staddur í návist dauðans, hafði hin dýpstu áhrif á hann. Hann yfirbugaði hræðslutilfinninguna er fyrst hafði gripið hann, gekk að kistunni og athugaði hana. Hún var vel feld aftur og stein- iímd alt í kring, svo að hún hefði getað verið óþolaður blágrýtissteinn með líkkistulögun eft- ir ytra útliti. Hann beygði sig niður til að skoða blómsveiginn, og hrökk við af undrun. Höggvdð djúpt inn í blágrýtið, sá hann í annað sinn þetta einkennilega nafn: Thelma. Það var þá nafn hinnar dánu, ekki hmnar yndislegu lifandi kvenveru, er hann hafði svo nýlega og skyndi- lega mætt í hinu logandi geislaflóði miðnætur- sólarinnar. Þessi hugsun var honum ógeðfeld, — hann gat ekki sett þessa gullhærðu dís í neitt sam- band við dauðann. Hann hafði áreiðanlega kom- ist óvart inn í einhverja forna grafhvelfingu. “Thelma” gæti verið nafn einhverrar drotningar eða þrinsessu í Noregi, sem dáin var fyrir mörg um öldum, en ef svo var, hvernig stóð þá á krossmarkinu, rauða lampanum og blómunum? Hann stóð og leit undrandi í kringum sig, eins og hann byggist við að skeljaskreyttu vegg- irnir hvislirðu ef til vill að honum svarinu við þessari gátu. Þögnin veitti honum þó engin svör. Það var ilmur eins og af muldum, sterkum jurtum í loftinu. Þar sem hann stóð þarna niður- sokkinn í flóknar hugsanir, kom yfir hann þyngsla-tilfinning, eins og af vöntun á hreinu andrúmslofti, — hann svimaði og sortnaði fyrir augum, og flýtti sér út úr þessu lága og loftlitla grafhýsi út í ganginn, þar sem hann hallaði sér um stund upp að aðal-steinstöplinum til þess að ná sér. Svöl vindgola af sjónum blés inn eftir göngum hellisins, og kældi enni hans. Það hresti hann svo, að svimatilfinningin leið frá, og hann byrjaði að feta sig út eftir krókóttu bogagöngunum, og hugsaði með ánægju til þess j hvað hann gæti sagt Lorimer, og hinum félög- unum, frá æfintýraríku ferðalagi, þegar skyndi-' legur glampi lýsti upp göngin, og hann var I stöðvaður með hljóði af villimannslegu j “Halloo”. Ljósið hvarf; það birtist aftur. Það! hvarf aftur — og aftur sást það. Aftur heyrði j hann þetta grimmdarlega “Halloo”, er berg- | málaði gegnum hvelfing og bogagöng þessa j neðanjarðar hofs, og hann beið grafkyr, eftir skýringu á þessu óvænta ópi, er bættist við I undanfarna viðburði þessarar nætur. Hann skorti alls ekki líkamlegt hugrekki, og það, að hann ætti eftir að komast í fleiri æfintýri, gladdi hann, fremur en hitt. Samt gat hann ekki gert að því, að honurn ; varð ilt við, þegar hann fyrst kom auga á hina óheimlegu veru, sem kom fram úr myrkrinu. —j Villimannleg, afmynduð vera kom hlaupandi til hans, með blys hátt á lofti í visinni hendi, blys,' sem neistarnir flugu úr í allar áttir. Þessi í-' skyggilega vera var þó í mannsmynd, og narri j staðar fyrir framan Errington áður en hún tók eftir honum, rak upp skerandi öskur, og veifaði j blysinu. Philip horfði á hann köldum rannsóknar- j augum óhræddur. Hann sá fyrir framan sig j vanskapaðan dverg, ekki alveg f jögra feta háan. j með langa, óliðlega útlimi í algerðu ósamræmi | við höfuðið, sem var mjög lítið. Andlitið var j kvenlegt og fínlegt, og undan loðnum auga brúnum tindruðu reikul augu — stór og blá. Þykka, grófa ljósa hárið var sítt og hrokk:ð, og hékk í druslum ofan á vansköpuðu herðarnar. Hann var í hreindýrsfötum, mjög vel sniðnum, skreyttum með perluhnöppum allavega litum, með hárautt ullar beltisband, er var í litlu sam- ra£mi við hið föla útlit hans, og glampann i æðislegu augunum, sem fyltust hatri, er hann mætti augnatilliti Erringtons. Hann hrærðist til meðaumkunar, er hann 'horfði á þennan óá- sjálega og ógæfusamlega vesaling, er hann þótt- ist vita að væri eigandi og íbúi hellisins sem hann hafði verið að rannsaka. Hann var óákveð- inn hvort hann ætti að reyna að segja eitt- hvað, eða þegja, hann færði sig ögn til, og bjósfl til að halda áfram út, en þessi síðhærði dvergur stökk léttilega í veginn fyrir hann og stóð þar fyrir honum, og öskraði einhver orð í hótunar-! rómi, sem Errington skildi ekki nema tvö hin > síðustu: “Niflheim” og “Náströnd”. “Eg held að hann sé að vísa mér í einhverja j norska kvalastaði”,, hugsaði ungi baróninn bros-, andi, og gat ekki annað en haft gaman af ofsa l þessa smávaxna manns. “Eg er hér í algerðu j leyfisleysi þegar alt kemur til alls. Mér er bezt j að reyna að bera fram einhverjar afsakanir. Eg skil ekki hvað þú segir, góði herra,” sagði hann, j og reyndi að velja auðveld ensk orð, og tala eins skýrt og hægt eins og hann gat. “Eg rakst inn hingað af tilviljun, og eg er að fara undir- eins.” Útskýring hans hafði einkennileg áhrif. Dvergurinn kom nær, snerist þrisvar í hring, hélt blysinu.til hliðar, festi augun á Philip, og athugaði vandlega hvern drátt í andliti hans, og rak upp ofsalegan hlátur. “Loksins, loksins!” hrópaði hann á ágætri ensku. “Þú segist vera að fara undir eins? Aldrei, aldrei! Þú ferð aldrei héðan aftur — nei aldrei, án þess að stela einhverju. “Hinir dánu hafa kallað þig hingað. Hold- j lausu fingurnir þeirra hafa dregið þig yfir: djúpið. “Heyrirðu raddir þeirra, kuldalegar og hol góma eins og vetrarvindinn, kallandi á þig —; Komdu, komdu, stolti ræningi, yfir f jarlæg höf; komdu og slíttu upp fegurstu rós hinna norð- 'ægu skóga? Já, já, þú hefir hlýtt þeim dauðu sem látast sofa, en eru þó altaf vakandi — þú hefir komið eins og þjófur meðan miðnætursól- in skein, og erindi þitt er að myrða Sigurd — leita eftir lífi hans. Já, það er satt, andarnir Ijúga ekki. “Þú mátt til að drepa, mátt til að stela. Og gimsteinninn sem þú stelur — já, hvílíkur dýr- gripur! — enginn annar /likur í öllum Noregi!” Ákafinn í rödd hans dvínaði smátt og smátt, þangað til hún varð að veiku hvísli, og hanr. fleygði blysinu niður í örvæntingu. Errington kendi sárt í brjósti um þennar. vesaling er hann skildi að hann var brjálaður, og talaði til hans í huggandi og sefandi málrómi. •>— S I Professional and Business ---- Directory= Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consult.ations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vauphan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg c* L. J. HALLGRIMSSON B.A. LL.B. BARRISTER & SOLISITOR 734 Somerset Bldg.—Wpg. Bus. Ph. 93-7565 Res. Ph. 72-4636 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. >■ Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, lusurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Öpposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 DR. A. V. JOHNSON DENTIST * 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 H. J. PALMASON dHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. .Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útfcúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson 4 SON LTD. Contractor & Builder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér venlutn aðeins með fyrsta flokks vömr. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON. eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flower* Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 e— "S GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390 K. Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. I. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SF.RVE YOU Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. <■'-----------------------------------"S JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTF.R, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 Res Ph. 56-1015 L 206 £onfedcration Ruilding, Wínmpeg, Mi»n. 1 GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart .I.icensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk V

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.