Heimskringla - 15.09.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.09.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. SEPT. 1954 WINNIPEG, 15. SEPT. 1954 Kaldastríð Það hefir í heimsfréttunum undan farinn ár oft verið minst á “kaltstríð”. Munu ýmsir hafa álitið að það væri meira í skopi sagt, en alvöru. En þar skjátlast mönnum. Kaldastríðið er glerharður veruleiki og hefir verið það síðan í lok alheimsstríðs 1945. í þessu “kaldastríði”, hafa kommúnistar verið að vinna mikið stór- veldari sigra, en menn hafa gert sér fulla grein fyrir. Eru þar dæm in deginum Ijósari, sem peðríki Rússlands eru. Slíkur stórsigur er jafnvel fágætur í heitu stríði. Það hefir minna kveðið að þessum sigrum hjá kínverskum kommúnistum en rússneskum til þessa. En einnig þeir eru nú farnir vel af stað, sem Indó Kína vitnar um og nokkru áður Tibet, sem varla þótti fréttum skifta,- en sýndi eigi að síður fyllilega yfirgangseðli kommúnista—og í alt annað enn fagurri mynd. Þetta litla en sérkennilega ríki og hið eina í heimi þar sem stjórnarvöldin eru í höndum andlegrar stéttar (Dalia Lama), og sjálfstæði var veitt með eftirliti Kína um 1907, af Rúss um og Bretum, er hvorutveggju fýsti að ná í landið. En það nægði ekki kommúnistum í Kína. Tóku þeir þá landið 1951 og gerðu að einu fylki í Kína. Má það kalla að stökkva af steikarapönnunni í eldinn, að verða Kínum að bráð, eftir lausnina undan Rússum og Bretum. En slíkur er æfiferill smáþjóða (Tibetbúar eru um 3 milj ónir) of oft í okkar góða heimi. En hvað sem um þetta má segja, var í sambandi við það einum af sigrum kommúnista í kalda stríð- inu náð. En svo bágborið sem ástandið í kaldastríðinu má heita í Indo Kína, kastar þó fyrst tólfunum, er til Vestur-Evrópu kemur. Eins og kunnugt er, hafa Rússar hatað öll varnarsamtök Vestur-Evrópu. Þeir hafa séð yfirráðastefnu sinni stórhnekt með þeim. Ein af þeim samtökum, voru hersamningar sex þjóða í Vestur-Evrópu, undir aðal eftirliti Bandaríkjanna og Breta. En nú nýlega höfnuðu Frakkar að vera við þan Evrópu hersamtök riðnir, og neituðu að undirskrifa samning um það á þingi nýlega með ekki miklum meiri hluta, en nægum eða ærnum samt. Með því er talið, að þau hervarn arsamtök geti verið úr sögunni. Frakkar fara að vísu fram á, að fyrirkomulagi hernaðarsamningsins sé beytt. En það er spursmál hvort nokkuð geti í stað hans komið, sem allir aðilar eru Scimmála um. Frakkar höfnuðu samningnum af því að þjóðverjar eru þar með í verki. Þeir vilja ekki sjá þá hervæðast. En Evrópu þjóðirnar| sex og Bretar og Bandaríkjamenn töldu enga hættu á að þeir legðu lið til í sameiningu við aðrar þjóðir. Þýzki herinn gæti ekkert gert út af fyrir sig með því. Ef þjóðverjar aftur á móti efldu her sinn einsamlir, þá væri alt öðru máli að gegna. Og Frakkar, sem voru upphafsmenn þessara hernaðarsamtaka, álitu og ekki neitt athuga vert við, að Þjóðverjar væru þá með í samtökunum, skoðuðu ör- yggið í engri hættu þessvegna fyrir tveim, þrem árum. En svo alt í einu tapa Frakkar trú á þetta. Er ekki vafi á, að Indo Kína húðstrýking kommúnista hefir haft áhrif á þá. Og Bret ar virðast ekki hafa fengið nóg af að hlýða á friðar og sáttaboð kommúnista, þó nærri 10 ár hafi í því staðið, og hvorki rekið né gengið. Ef til vill er það einnig sakir þessarar andsveipni Breta,! sem Frakkar hikuðu ekki við að neita hernaðarsamningnum. Er nú, sú raunin á, að Bretar voru fúsir, að taka til greina breytingar-til- lögur Frakka á hernaðarsamtökunum. Fyrir Frökkum voru þær að allega, að banna hervæðingu Þýzkalands, en jafnframt, að Bretar innrituðust sem félagar sex þjóðanna í hernaðarfélagið. Fyrir Frökkum getur varla annað hafa vakað með því en að taka þar ráð af Bandaríkjunum, sem jafn heimskulegt virðist og hitt, að fara fram á, að Rússar efni til nýs varnarfélags, gegn ágangi kommúnista í Vestur-Evrópu, eins og þeir gera og ætlast til að komi í staðinn fyr ir hernaðarsamtök vestlægu þjóðanna, sem þeir nýlega neituðu á þingi að sameinast. Rússar eiga í þeim samtökum að koma í stað. Bandaríkjanna til varnar smáþjóðum Evrópu. Að nokkrum óvitlaus um öðrum en Frökkum geti dottið slikt í hug, er vestlægu þjóðun- um óskilanlegt. En svona eru sigrar kaldastríðsins. Þessi sigur þeirra, með að jafna hervari>ir Evrópu við jörðu, er ef til vill hinn þýðingarmesti sigur þeirra. Hann getur tekið fram sigrinum sem Rússar unnu, er þeir gerðu 10 þjóðlönd austur Evrópu að peðríkjum sínum. Getur þessi síðasti sigur kommúnista með aðstoð Frakka, haft eins mikla þýðingu og peðrikjaránið mikla? Það er einmitt sann- leikurinn. Með hervörnum Vestur Evrópu úr sögunni, er ærið af löndum að hremma þar og meira en í Aust.-Evrópu. Að Rússar ætli sér það ekki, er ekki til neins að predika, vegna þess að það voru þær varnir, Marshall-hjálpin, sem stöðvuðu þá frá því. Auk þess bólar ekki á friði ennþá í Evrópu svo oft sem Rússar bjóða hann. Af hverju? Af því, að Rússar verða þá að hverfa burtu úr þeim löndum, sem þeir hafa rænt. En þeir ætla sér nú eitthvað annað en það. Frakkar segja þjóðverja ekki mega koma upp iðnaði aftur. Þá sé skrattinn vís. Þá smíði þeir flugskip, herskip, hervagna og sprengjur. En alt þetta sé voðalegt. Þeir heimta og af Bretum, að þeir sjái fyrir sér ef á þá sé ráðist af nokkurri Evrópu-þjóð. Eden er nú a ferð um alla Evrópu til að ræða við menn um öryggi Frakka fyrir þjóðverjum. Það sem hann telur að ætti að verða nægilegt til öryggis Frökkum er, að þetta sex þjóða félag sameinist Atlanzhafs-samtökunum. Þau láti þjóðverja ekki draga ráðin úr höndum sér. En hvort að Frakkar eru því samþykkir að þjóðvejar séu þar með, er eftir að vita. En hér virð- ist þó um lækningu vera að ræða. Hitt er og hugsanlegt, að Bandaríkin taki til sinna ráða og reiði sig ekki á Frakkann eða Bretann, sem framyfir þau taki kommúnistana. En slík‘samtök eru ekki vel hugsanleg án að- skilnaðar Breta og Bandaríkj- anna. En ef menning Bandaríkj anna er orðin svo lítilfjörleg og lá, borin saman við menningu Kínverja og Rússa, þá verður auðvitað að skjóta henni aftur fyrir sig, að minsta kosti að leyfa hana ekki í Evrópu. Ef Fakkar yrðu á móti því, að hervarnarfélag sex þjóðanna í Evrópu og Atlanzhafsbandalag- ið sameinist, yrðu þá Bretar með þeim í því? M/eð því væri hægt að gera kommúnistum þann stóra greiða að rífa burtu allar varnir vestlægra þjóða. Þetta getur fal ist í atkvæðagreiðslu þingsins á Frakklandi eða orðið afleiðing hennar, ef Frakkar og Bretar eru samhuga um það. Vegna þessa verður þá senn hægt að tala um algeran sigur kommún- ista í kaldastríðinu. Það er í sambandi við þetta mál haldið fram, að Frakkar muni ekki geta horfst í augu við utanríkisskuldir sínar án að- stoðar frá Bandaríkjunum. En Bandaríkin segjast, og sem er þeim líkt, ekki hætta hjálp sinni við Frakkland þó ofurlítið á- bjáti. Ennfremur er spurt hvað Can ada geri ef ástandið í Evrópu verði til þess að einangra Amer íku eða koma Vesturheimi út úr húsi í Evrópu? Það getur til þess komið, að það þurfi að líta í kringum sig sér til varnar? Ætli það liti þá ekki nær sér eftir að stoð en í Bretlandi eða Frakk- landi ? Maður segir til svona, því það má vissulega fyrir ýmsu ráðgera, er trúðar brezkrar menningar eru farnir að básúna út um allan heim, að eina svölun lífsins sé nú orðin sú, að sækja drykkju- veizlur til Kína og Rússlands; Það er meiri hepnin fyrir Bretj land að finna slíkt Gózen er úrslit kaldastríðsins standa sem hæst. Það er er.fitt að segja nokkuð akveðið eða sem sjálfsagt um afleiðingar síðasta eða yfirstand andi kaldastríðs og ósigur vest- lægu þjóðanna í því. Vestlægu þjóðirnar hafa stundum tekið Notið GILLETFS LVE til að búa til bestu tegund sápu er kostar einungis lc stykkið Hugsið yður peninga hagnaðinn, með notkun sápu, sem kostar einungis 1 cent stykkið. En það er kostnaðurinn við að búa til ágæta fljótfreyðandi sápu með því að nota fituafgang og Gillett’s Lye. Yður mun auðvelt að fylgja forskriftinni, sem er á hverri könnu af Gillett’s. Kaupið Gillett’s Lye í næstu búðar og verzlunarferð, með því sparið þér yður margan dalinn á árinu, á sápureikn- ingnum. ÓKEYPIS BÓK er skýrir fjölda vegi, sem Gillett’s Lye getur sparað yður peninga og vinnu, á heimilinu í borgum og sveitum, Skrifið eftir ókeypis eintaki til Standard Brands Limited, Dominion Square Building, Montreal. Bæði venjuleg stærð og 5 punda könnur til spamaðar. sér ótrúlega fram, þegar á þolrif þeirra hefir reynt. Ef til vill á eitthvað í því átt eftir að sýna sig en, og viðhorfið að breytast fyrir þeim til hins betra. “FACTS ABOUT REYKJ- AVfK” Þetta er nafn á bæklingi, 88 blaðsíðna stórum, sem nýkominn er í bókabúð Davíðs Björnssonar í Winnipeg. í honum eru upp- lýsingar af öllu tæi um höfuð- borg íslands og fjöldi mynda. Bæklingurinn er á ensku. Er hann því mjög hentugur hér fyr ir börn, sem ekki kunna íslenzku, að veita sér fyrirhafnarlaust það, sem þarfast er og skyldast fyrir þau að vita, um ættjörðina. — Bæklingur, sem þessi ætti að vera á hverju íslenzku heimili hér vestra. Innihald hans er gulls í gildi öllum er um höfuðstað fslands vilja eitthvað fræðast. Fyrir nokkrum árum kom út annað kver svipað þessu er hét “Facts About Iceland” Þessar ll I saved money on my life insurance because I bougbt a Mutual Life policy..." "When I took out most of my life insurance, my first thought was ’How big a premium will I have to pay?’ Then a representative of The Mutual Life of Canada said: ’The reaJ cost of life insurance is the premiiuns less the amoimt you'd receive in dividends.' "He showed me the outstanding dividend record of The Mutual Life of Canada. That convinced me. "Over the years, I'm already several hundred dollars to the good because I took out a Mutual Life policy." To get the best protection for your family at lowest net cost, consult The Mutual Life of Canada representative in your community ioday l tSSi MUTUAL IIFE of CANADA HEAD OFFICE WATERLOO, ONTARIO Eitobli<h«d 1869 Your local Mutual Life of Canada representative SKAPTI REYKDAL 700 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. ML-29-54 Phone 92-5547 KENSLA FYRIR NÝKOMNA TUNGU 0G ÞEGNSKAP Kensla af þessu tæi er fáanleg í flestum bygðum Canada. Með því að færa sér hana í nyt, lærist málið skjótar og þekking á Canad- isku þjóðlífi. Það sem þú lærir í þessum kenslustundum býr þig undir framtíð þína í þessu landi. Hún greiðir mikið fyrir, er sótt er um þegnréttindi í landinu. Upplýsinga um þessa kenslu, er að leita til mentamálanefnda í bygðinni, skólaeftirlits manna, sóknarpresta, vinnuveitanda þíns eða forustumanna innan þíns eigin þjóðernis. Ef þú átt hema í bygð sem slíka kenslu er ekki að fá, er hægt að fá endurgjaldslaust ýmislegt, til sjálfmentunar frá Canada Citizenship Branch, Department of Citizen- ship and Immigration, Ottawa, Canada. BIRT AÐ TILHLUTUN: DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION HON. J. W. PICKERSGILL. P.C., M.P., Minister of Citizenship and Immigration LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C., Deputy Minister of Citizenship and Immigration

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.