Heimskringla - 19.01.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR
WTNNTPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19 JANÚAR 1955
NÚMER 16.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Um Beaverbrook
blaðakóng
Síðast liðna viku var þess get-
ið til í blöðum þessa bæjar, að
það væri ekki ómögulegt, að
Beaverbrook lávarður, blaða-
kongurinn heimskunni, ætti eft
ir að flytja til Canada og taka
við útgáfu blaðsins Toronto
Globe and Mail.
Vissa er engin fyrir þessu. En
þannig standa sakir, að William
Max Aitkin sem nú ber titilinn
Beaverbrook lávarður, er canad-
ískur að ætt og uppruna. Hann
er fæddur í New Castle í New
Brunswick. Var faðir hans þar
prestur. Hefir hann gert mjög!
niikið fyrir fæðingarstað sinn,
gefib háskólafylkisns fé, og N.
Castle leikhús, bæjarráðshöii,
bókasafn og 129 ekra stóran
skemtigarð. Hann er nú 75 ára.
Hafa einhverjir eftir honum, að
eHi áru® sínum væri hvergi
skemtilegra að eyða, en á æsku-
stöðvum sínum-
Blaðamenska hans á Englandi
er fræg um allan heim. Það er
talið að hafa verið líkara þrumu-
veðri þegar blöð hans fóru a£
stað í einhverju máli sem Beaver
brook var ant um, og Bretland
hefði oft skolfið eins og strá í
vindi í þeim átökum.
Útgefandi Globe and Mail dó
nýlega og blaðið er nú sagt til
sölu.
Þama eru ástæðurnar fyrir
skrafinu um komu Beaverbrooks
hingað. Hvað úr því verður er
nú á huldu. Beavcrfcrook lávarð-
ur hefir verið í ráðuneyti á Eng-
landi og er allra manna mest virt
ur. Lesendur blaðs hans Express
skifta miljónum.
Herútgjöld enn há
Hernaðar útgjöld Bandarikj-
anna nema 67% eða nákvæmlega
tveim þriðju af öllum útgjöldum
á fjárhagsárinu sem fer í hönd.
Friðurinn virðist af því að dæma
ekki eins öruggur og ýmsir
halda.
Af heildar tekjum landsins,
sem nema yfir 60biljón, eru 41
biljón eyrnamýrkuð herkostnaðr.
Við tveggja biljón dala tekju-
halla er búist, en hann er þó
helmingi minni en árið áður.
Öll er skuld Bandaríkjanna nú
$276,000,000,000. Upp úr árinu
1945-1946, er búist við jöfnuði á
tekju og útgjalda-reikningi og
skuldin fari minkandi úr því.
Að þessu marki hefir verið náð
er að nokkru því að þakka að
munnum hefir verið fækkað í irnar
hernum, en vélahernaður auk-
inn.
Kína og Indland
kcppinautar!
^að dylst nú ekki lengur, að
mBli Kína og Indverja er að
^fjast kapphlaup um verzlun
^síu, eða réttara sagt, um hvor
Þeirra verði höfuð-iðnaðar þjóð
^ustur-álfu.
bað er fyrirsjáanlegt að Asía
er vöknuð til meðvitundar um
Þ^ð, að vestrænn iðnaður sé ekki
ens bölvaður og íbúar hennar
hafa stundum haldið, og að al-
tnenningi geti stafað af honum
nokkur heill. Framtíðar-áform
k®ggja þessara þjóða virðast
fólgin í að koma upp hjá sér iðn-
aði og ná með því takmarki sínu.
Kína er ákveðið í að leita hófa
.við Japan, sitt gamla viðskifta-
land með endurtekin viðskifti og
iðnaðarlega hjálp. En Bandarík-
Hkin hafa öll völd og ráð til þess
að það reynist greiðfært.
Indland á aftur auðveldara
með að afla sér ytri aðstoðar við
að koma upp iðnaði heima fyrir
því á Bandaríkjunum stendur
ekki til þess. Er Nehru og farinn
að leggja meiri áherzlu á að bæta
hag þjóðar sinnar á iðnaðarlega
vísu, en- hann hefir áður gert
Og á útfærslu ríkis kínverskra
kommúnista lízt honum hreint
ekki.
Pólitískt brask Kínverja í S-
Asíu, er loks farið að opna augu
Nehrus fyrir því, að við þá dugi
ekki góðmenska ein og af þeim
stafi Indlandi sama hætta og
Indo-Kína.
Spáir íslöld eftir 10,000 ár
Chicago — Hér er, fyrir
skemmstu, lokið ársfundi ame-
iískra veðurfræðifélagsins, og
var Cesare Emiliani, einn af kenn
urunum við kjarnorkuvísinda-
deild Chicagostofnunarinnar
meðal helztu ræðumanna fundar
ins. Sagði hann ,að eftir svo sem
10,000 ár myndi ný ísöld verða
gengin í garð á jörðunni, og
myndi þá 1000 feta þykkur jök-
ull grúfa sig yfir Chicago, New
York, Berlín, Moskvu og fleiri
borgum. Mætti ráða þetta af því,
að rannsóknir hefðu leitt í Ijós,
að jörðin væri smám saman að
kólna. Til dæmis hefði hitastig
sjávar lækkað um nærri átta stig
síðustu 30 milljón árin. —Mjbl.
Nautilus dregur út á
djúpið
Síðast liðinn mánudag hóf
neðansjávar herskipið Nautilus
fyrstu sjóferð sína í Bandaríkj-
unum. En skip þetta er frægt fyr
ir að vera fyrsta skipið sem knú-
ið er atom-orku. Það er 30Ö fet
á lengd og um 3000 lestir að
stærð. Það getur farið yfir At-
lanzhafið án þess að koma upp á
yfirborð sjávar og siglt í kring
um jörðina á eldneytisforða sín-
um
Skipið var sett á flot fyrir
ári síðan í Groton, Conn. En
þetta er fyrsta sjóferð þess og
var henni heitið til Long Island
tTR ÖLLUM ÁTTUM
Selkirkingar vilja koma upp
gamalmennahæli hjá sér. Á bæj-
arráðsfundi nýlega, var sam-
þykt að hef jast handa í þessu og
vill bærinn fá í lið með sér hrepp
ana sem að honum liggja, St.
Andrews og St. Clements sveit-
Bæjarstjóri Steve Oliver taldi
þörf á hæli fyrir gamalmenni í
bænum. Þau hæli sem kostur
væri á, væru of langt burtu. Bæj
arbúar gætu ekki heimsótt þá
eins oft og æskilegt væri
Gömlu spítalabyggingunni í Sei
kirk mætti breyta í slíkt hæli.
*
Milli Bandaríkjanna og ítalíu
hafa nýlega verið gerðir við-
skiftasamningar, er lúta að þvi,
að Bandaríkin láta ítalíu hafa
kol til þess að framleiða vélaá
höld og selja til vinþjóða Banda
ríkjanna í Asíu og Afríku. Eru
ftalir mjög ánægðir með samn
inginn, telja hann bæta úr tilfinn
andlegu atvinnuleysi. Er á samn-
ing þennan bent, sem sýnishorn
þess, hvemig hægt sé að útvega
markað fyrir offramleiðslu.
★
Þegar þingið í Ottawa kom
saman, gerði þingforseti, Rene
Beaudoin, hina nýju þingmenn
kunna, með því að geta nafna
þeirra, eins og lög stóðu til. En
þegar kom að nafni William
Bryce, þingmanns Sélkirk-kjör-
dæmis, braut hann siðareglurn-
ar og kallaði hann Scotty, auk
nafn sins og bauð hann sem slík-
an velkominn aftur á þing.
★
Það virðist nú minna gert úr
ferð Dag Hanimerskjöld, ritara
Sameinuðu þjóðanna til Kína en
látið var í fyrstu. Þegar ritarinn
hefir frætt Bandaríkjastjórnina
á hvernig fór, og Eisenhower foi
seti biður menn að taka útkom-
unni æsingslaust, því slíkt gæti
haft ilt í för með sér fyrir fang-
ana, er ekki um það að villast
livað gerst hefir. Af umsögnum
blaða er ennfremur líkast fyrir,
að Kínar hafi aðeins notað heim
sókn fulltrúa Sameinuðu þjóð-
anna til að vera enn harðari í
kröfum sínum í sambandi við
Formosa og inngöngu í félag S.
þjóðanna ,en nokkru sinni fyr.
■k
Yfirdómari Hæstaréttar í
Manitoba, var skpiaður s.l. fimtu
dag John Evans Adamson fyrr-
um dómari í áfrýunarrétti fylkis
ins. Hin háa staða losnaði við frá
fall E. W. MacPherson- Nýi
dómarinn er fæddur í Nelson,
Manitoba (í grend vð Morden)
árið ,1884.
Það var haldið um tíma, að
Hon. S. S. Garson, dómsmálaráð-
herra Canada eða Ivan Schultz,
dóm,smálaráðherra Manitoba,
hlyti stöðuna. En St. Laurent,
forsætisráðherra, sem í stöðuna
valdi, sagðist ekki mega vera án
Garsons. En Mr. Schultz, hefir
tekiö stöðu Adamsons í áfrýunn-
arrétti Manitoba.
★
Fyrir síðustu helgi snjóaði
meira í Manitoba fylki, en
nokkru sinn fyr á vetrinum. Snjó
koman stóð yfir í 36 kl.st. og
breiddi um 7 þykka mjallar-á-
breiðu yfir jörðina. Vegir urðu
tafsamari yfirferðar, en ekki ó-
færir-
★
Stanley Knowles, sambands-
þingmaður frá Winnipeg, hélt
kröftuga ræðu um það á sam-
bandsþinginu, að það mætti ekki
dragast fram yfir þetta þing, að
hækka ellistyrkinn úr $40 upp í
$60. Hann fór og því næst fram
á að lög um heilsu-vátryggingar
yrðu úr garði gerð af þinginu.
Hann kvað hin sí-hækkandi út-
gjöld stjórnarinnar á engan hátt
réttlætanlegri en með því, að
samþykkja þessi löggjafaratriði.
★
Forseti Mulenberg College í
Pa. hafði ráðgert að sýna með
myndum frá Englandi, fjórar
myndir eftir Charle Chaplin. En
hann ihefir orðið að hætta við
þetta og sýnir nú myndirnar að
eins á meðal skólálýðs. Hermenn
Bandaríkjanna fóru fram á að
banna opinbera sýningu á mynd
um Chaplins, vegna andstöðu
hans í garð Bandaríkjanna og
hersins.
★
Þegar Titó forsætisráðherra
heimsótt Indland, kom hann í
bakaleiðinni við í Burma. Var
honum tekið þar með mestu
virktum. Að skilnaði voru hon-
um gefnr tveir fílar, er tákna
eiga kærleik og traust Burma
búa til Títós. Voru 2 menn frá
Burma sendir með fílana til
Júgóslavíu.
Á Indlandi voru Viðtökurnar
hinar beztu. Var í fréttunum að
því vikið, að Nehru og Tito væru
að eigndómi sterkustu bjargráða
öflin í heiminum þessa stund-
ina.
Stefán Þorsteinsson:
BLóMABÆR ÍSLANDS
FRÁ HVERAGERÐI FÁ
REYKVÍKINGAR BLÓM SUM
AR, VETUR, VOR OG HAUST
Hveragerði er blómabær ís-
lands- Þaðan streyma blómin til
höfuðstaðarins, allt árið um
kring, úr yfir 20 garðyrkjustöðv
um, stórum og smáum. Þar er
mesta fyrirmyndar garðyrkju-
stöð landsins, Fagri hvammur,
sem verið hefir mörgum garð-
yrkjumanninum sá skólinn, sem
bezt hefur dugað honum, en með
al Hvergerðinga eru margir af
fremstu garðyrkjumönnum lands
ins.
Hveragerði er líka einn af sér-
stæðustu kaupstöðum landsins,
þótt ekki hafi hann kaupstaðar-
réttindi. Þar búa milli 500 til
600 íbúar. Þar hefur aldrei þrif-
ist sprúttsali, aldrei góðtempi-
arastúka, aldrei lögregla og alls-
konar straff er þar bannfært.
Þó er þjóðfélagið á þessum stað
til fyrirmyndar um margt. Eiga
ekki sízt blómin sinn mikla þátt
í þessu. A. m. k. verður manni
hugsað til þess, sem aðrar menn-
ingarþjóðar segja: “Með aukinni
menning, aukin blómarækt og
blómanotkun.”
Hveragerði á sínar menning-
arstofnanir öðrum bæjum til
iyrirmyndar. Gamalmennaheim-
ilið “undir hamrinum” er ung en
framúrskarandi stofnun, sem
ótal vonir eru tengdar við. Heim
ili Náttúrulækningafélags ís-
lands er í smíðum. Þá má nefua
kvennaskólann á Hverabökkum,
o. fl. o- fl. í þessu sambandi.
Hveragerði telur marga af
fremstu listamönnum þjóðarinn-
ar meðal íbúa sinna, en margir
eru þeir einmitt tengdir garð-
yrkjustöðvunum og sumir meðal
fremstu “blómafræðinga” þjóð-
arinnar. Svo því má slá föstu að
meðal blóma þrífast listir hvað
bezt, enda segja listamennimir
það sjálfir að það hafi verið
blessuð blómin, sem áttu sinn
mikla þátt í því að laða þá aust-
ur fyrir fjall og gera þeim lífið
sér unaðslegt, því þeim finnst
eins og öllum Hvergerðingum
vænt um bæinn sinn.
Hveragerði á líka sitt félags-
og samkvæmislíf, sem er hvor-
tveggja í senn sérstætt og
skemmtilegt og stendur í mikl-
um blóma. Því til sönnunnar skal
aðeins drepið á síðasta hófið,
árshátíð golfklúbbsins þar. Fyrir
venjulegan aðkomumann varð
það undursamlegt fagnaðarhóf.
Listamennirnir settu að sjálf
sögðu svip sinn á þetta ihóf og
maður minnist lengi söngs og
leiks hinna vinsælu læknishjóna
í Hveragerði. Og ekki gleymir
maður strax Páli Michelsen garð
yrkjumanni, sem af sinni al-
kunnu háttvísi og prúðmensku sá
um að vín glóði á skálum við
hæfi hvers og eins.
Að þessu sinni lögðu garð-
yrkjumennirnir ekki hönd á golf
kylfurnar, þær héngu nú uppi á
vegg En þeir höfðu fyrr um dag
Frh. á 4. bls.
BRÉF TIL RITSTJ. HKR.
viðvíkjandi íslandsferð 1954
Þegar við hjónin komum til
baka s.l. haust eftir að hafa dval-
ið 4 fslandi sumarlangt, færðir
þú í tal við mig, að senda Heims-
kringlu ágrip af ferðasögu okk-
ar, tók eg hvorki af né á, en viö
frekari athugun “kom mér sam-
an við sjálfan mig”, að slíks væri
ekki þörf, þar sem svo margir
færir menn hafa fjallað um það
efni, gæti of mikil framleiðsla
af sömu vörutegund orðið til
þess að vikublöðin íslenzku biðu
viðskiftalegan halla í viðskift-
um sínum við kaupendur sína,
og vildi eg hreint ekki verða
þess valdandi, ekki síst vegna
þess, að smáskamtar á öllum
sviðum eru vinsælli og betur
þegnir hjá fjöldanum, mér ekki
síst, og ef eg sendi þér dagbók
mína um íslands ferðina gæti
innihaldið “runnið upp á marg-
ar síður” í verulegu íslenzku
vikublaði.
Þessvegna hefi eg tekið þann
kostinn að senda þér nú þrjú
kvæði sem okkur hjónunum vorv
flutt viðvíkjandi þessari ferð
okkar. Eru öll þessi kvæði of
góð til þess að liggja gleymd og
grafin í skrifpúlti mínu, ogj
okkur mjög kær. Vil eg aðeins
mælast til þess að kvæðin verði
prentuð í tveggja dálka breidd
svo línur verði ekki brotnar, og
vona eg að þú verðir við þessari
bón minni.
Ef þú enn ert á þeirri skoðun
að birta ferðasögu mína frá þess
ari, mér ógleymanlegu för, skal
eg hana af hendi láta, en hún
verður ef til vill lengri heldur en
við eigum að venjast, en eg vil
ekki að þú gangir að því gruíl-
andi hvert ok þú ert á þig að
taka.
Gleðilegt Nýtt ár. —
Kærar kveðjur,
Páll S■ PáJsson
BJART ER YFIR ÍSLANDSFERÐ
LÍNU OG PÁLS PÁLSSONAR, f JúNí 1954
Undravald í manni og moldu
Málminn skýra eldi slær,
Töframyndir Fróns og foldu
Fylling sinni komast nær,
Margra nátta f jötrar falla,
Þó fyrnist yfir gengin spor
Er heim til íslands fögru f jalla
Ferðist þið í sól og vor.
Bjart er yfir leiti og lundi,
Lóan kveður, spóinn hlær,
Dísir allar bregða blundi,
Blómin anga nær og fjær,
Sveitin ljómar, svanir kvaka,
Sveipast töfrum hulins máls,
Allir syngja, allir vaka,
Allir fagna komu Páls.
Muna sterngir mildum ómi
Minningarnar hjala við,
Ljúft í hugans helgidómi
Heilög opnast bernsku svið.
Tengjast samhljóm söngfuglanna
Og sævar guðsins hörpuslátt,
Lýsa myndir lífsvonanna,
Liðins tíma í friði og sátt.
Berið kveðju lýð og landi,
Ljúfri byggð í grænum kjól,
Fjallarósum, fjörð og sandi,
Fífilbrekkum, dal og ihól,
Fossum, lækjum, dís í dölum,
Dverg í steini, huldumey,
Fjólugrundum, blómabölum,
Beztu óskir, glejrm-mér-ei.
Davíö Björnsson
KVEÐJA VIÐ BURTFÖR PÁLS S., OG
ÓLÍNU PÁLSSON 19. SEPT. 1954
Lækka sönginn Lóa og þrestir,
litar fjöllin snær,
er þið sælu sumargestir
svífið okkur fjær.
Ykkar heimsókn alla gladdi,
alt er skammvinnt hér.
Hjónin góðu kært eg kvaddi
kvöld í september.
Minninganna morgunroði
myrkrið gjörir bjart.
Nýrra funda fyrirboði
fær oss brugðist vart.
Heimalandsins þjóðin þakkar
Þessa stuttu töf,
veg þó skilji skýja-bakkar
skjótt, og fjarlæg höf.
Kærar byggðir Borgarfjarðar
blessa vininn sinn.
Æskuminning veginn varðar,
vökva tárin kinn-
fslenzk gleði góðra kynna
göfga hjarta og sál.
Allir vilja aftur finna
Ólínu og Pál.
Komið aftur, lifið lengi
leidd af drottins hönd,
ykkur styðji auðnu-gengi
útlegðar á strönd.
Forlaganna fellibylur
flestu getur eytt,
en, okkar vinskap aldrei skilur
Atlandshafið breitt.
Gísli Ólafsson
frá Eiríksstöðum
TIL MR. OG MRS P. S. PÁLSSON
við heimkomu þeirra til Gimli í sept. 1954
Það, að fara að heiman heim
hlýtur að vera gaman.
Hratt að líða lofts um geim,
lifa og njóta í álfum tveim,
vini hitta, og vera stundu saman.
Og líta aftur háls og hlíð,
hnjúka, ár og grundir,
þar sem eytt var æsku-tíð.
Eins og hreyfimynd svo fríð,
líða um hugann ljúfar bernsku-stundir.
Velkomin að heiman, heim
hjónin veri bæði.
Feginn vildi eg fegri hreim
flétta í stefið handa þeim,
því það sjá allir, þetta er ekkert kvæði.
L. B. Nordal