Heimskringla - 23.03.1955, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. MARZ 1955
P^nnskrriuUd
ttr.rxuð iStS
Cmnui 6' a uverium mlðviKuae^
Eigendur tmt VTKING PRKSS LTl
S53 og 85ö Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
VerO blaðdns er $3.00 argangurinn, borgist íyrirtrann
AlUr borganir eendist . THE VIKING PRESS LTD
öll viOakiftabrél blaðmu aPlútandi sendist.
Tti* Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave.. Wimupeg
Ritatjóri STEPAN EINARSSON
UtanAatólft tll rltstjórans
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg
“Heimakringlo" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue. Winnipeg, Maa„ Canada — Telephone 74-6251
Anthorlied ga Seeond C1cm» Mall—Po«t Oflice Dept„ Ottawq
WINNIPEG, 23. MARZ 1955
En hvaða Islendingur?
Ef til þess kæmi að íslending-
ur hlyti Nobels-verðlaun, hver
mundi það verða? Einu sinni var
Einars H. Kvarans og Sigurðar
Nordals minst í því sambandi
en það er nú alt gleymt. Allra
síðustu árin hafa verðlaun handa
fslendingum aftur komið til
rnála. En í því sambandi hefir
aldrei verið minst nema eins
manns, Halldórs K. Laxness. Af
Morgunblaðinu að dæma frá 20.
febrúar, er eftirtektarverða frétt
að lesa um þetta mál. Eru “Berl-
ingska Tidende” þar fyrir því
borin, að með nýrri sögu “Brim-
hendu”, eftír Gunnar Gunnars-
son, sem komið hefir nýlega út
á dönsku, að sú saga sé svo góð,
að engan þurfi á að furða, að
smiður hennar yrði næsti No-
beils verðlauna höfundur. Það
úr grein “Berlingska Tidende”,
sem í Morgunblaðinu er birt, er
á þessa leið:
IFyrir skömmu birtist í bók-
menntagagnrýni “Berlingska
Tidende” ítarleg grein um Gunn
ar Gunnarsson skáld og hina
nýju skáldsögu hans “Brim-
hendu”, sem í danskri þýðingu
heitir “Sonate ved Havet”. Er
hún gefin út af Gyldendal-ut-
gáfunni. —Fyrirsögn greinar-
innar, sem skrifuð er af Emil
Frederiksen, er “Gunnar Gunn-
arssons nye Mesterværk.” Fer
greinarhöfundur hinum lofsam-
legustu orðum um bókina og
höfund hennar.
í upphafi greinarinnar er gerð
ur nokkur samanburður á þeim
Gunnari Gunnarssyni og Hall-
dóri Laxness og möguleikum
þeirra 'hvors fyrir sig, til að
hljóta bókmenntaverðlaun Nó-
bels. Er gefið í skyn að várt
megi á milli sjá, hvor þeirra
verðskuldi þau fremur. Síðan er
vikið að ýmsum fyrri bókum
Gunnars í sambandi við hina nýj-
ustu: “Brimhendu”: —“Hvort
iheldur sem er í hinu breiða eða
þrönga formi hefir Gunnar
Gunnarsson vald yfir sínum
gamla sköpunarkrafti — til að
skapa myndrænt samhengi milli
hinna f jölmörgu smáatriða,—sem
er sjálfur grundvallareiginleiki
stílsnillinnar. Og það sem er hið
allra snjallasta við hann er þetta,
að fá hin einstöku atriði til að
koma fram með mismunandi og
breytilegum stytkleika, sem
myndi frjálsa hrynjandi innan
'hinnar sterkbyggðu heildar.
Heildaráhrifin af hinni nýju
t>ók Gunnars Gunnarssonar eru,*
að það mætti jafn réttílega kalla
hana myndræna eða tónræna, alt
eftir því hvort er næmara, auga
eða eyra lesandans. Bftir nafni
hennar að dæma, er það hið tón-
ræna í henni, sem hefir sterkust
ítök í sjálfum höfundinum—
enda heyrum við á bak við alla
frásögnina hinn stöðuga gný frá
hafinu.
Efni skáldsögunnar og persón-
um er lýst í stórum dráttum, og
í lok greinarinnar segir m.a.:—
“Hin snilldarlega frásögn er
mörkuð djúpum og voldugum
áhrifum frá náttúrunni. —Fjöll
og flóar, engi og strönd og hafið
með raust sjálfs guðdómsins,
uppruna allra hluta birtist þar
allt, ekki í máluðum línum,
heldur í hljómrænum litum, sem
svífa fyrir auganu og eru í senn
gæddir tónum, sem ná allt in að
merg og beini. Náttúra fslands
er hér opinberuð í slíkum krafti
og dýpt, sem ekki á sinn líka í
nútíma skáldskap.
Að ýmsu leyti—en of langt
yrði að fara út í þann samanburð
hér—minnir þessi bók á Nobel-
verðlaunabók Hemiingways: —
“Gamli maðurinn og hafið” —
ef til vill mest vegna krafts síns
og frumleika. Einnig með tilliti
til bókmenntalegs gildis eru
þessar tvær bækur hliðstæðar .
PÁLL S. PÁLSSON:
Minningar frá Islandsferðinni 1954
Framh.
Daginn eftir, 18. júní, sat eg
heima hjá Ólafi Guðnasyni
frænda roínum, og var að hugsa
um alla dýrðina frá deginum
áður, og var það líkara æfintýri
en raunveruleika. Ólafur hefir
stóra verzlun og vandað íveru-
hús utarlega í borginni, og er
útsýni þaðan hið fegursta. Þessi
frændi minn fékk okkur tvær
stórar og vel uppbúnar stofur,
með síma og vönduðu bókasafni,
til íbúðar þann tíma sem við
dvöldum í Reykjavík. Eg gekk
að skrifstofu glugganum, eins
og eg svo oft hafði gert áður.
Það var eitthvað svo heillandi að
horfa á hina miklu fegurð sem
þarna mætti augum ferðamanns-
ins. Beint á móti var Esjan í
allri sinni dýrð, Akrafjall til
vinstri handar, Hvarf jörður inni
á milli þeirra, og hin dýrðlega
Skarðsheiði í fjarsýn. “Veit
duptsins son nokkra dýrðlegri
sýn” hlómaði í huga mínum, og
hvað var svo hinu megin heiðar-
innar? Hinar fögru uppsveitir
Borgarfjarðar, þar sem eg hafði
slitið barns-skónum og heillast
af óútmálanlegri fegurð fjalla
og jökla.
Við vorum ekki meira en kom-
in í samt lag eftir allar þessar
hugarhræringar og hrifningar,
þegar við 20. júní fórum til dóm-
kirkjunnar til að vera viðstödd
vígslu hins nýkjörna biskups,
Ásmundar Guðmundssonar. —
Aldrei höfðum við áður séð jafn-
marga presta saman komna á
einn stað. Margir tugir þeirra,
hempuklæddir og með tilsvar-!
andi prestakraga, gengu í skrúð-J
göngu frá Alþingishúsinu tilj
kirkjunnar og tóku sér sæti öðru
megin í kirkjunni, en hinu meg-
in sátu frúr þeirra og nokkrir
gestir sem sæti voru tilreidd fyr-
ir. Aðeins lítill hluti þeirra sem
athöfnina sóttu rúmuðust í kirkj
unni, enda líka um þúsundir að
ræða. Var öll þessi athöfn mjög
merkileg og minnistæð þeim sem
sjónar vottar voru að henni.
Að kvöldi þessa merkilega
dags hélt kirkjumálaráðherra,
Steingrímur Steinþórsson, veg-
legt samsæti á Hótel Borg til
heiðurs hinum nývígða biskup.
Var þar samankominn mikill
fjöldi manns, hátt á fjórða
hundrað. Allir prestar landsins,
viöstaddir voru vígslu bisk-
sins og konur þeirra voru í
því boði, einnig fjöldi annara'
embættismanna landsins, ásamt
mörgum gestum innlendum og
útlendum. Áður gengið var til
borðs var sú aðferð notuð, að
dregnir voru miðar með númer-
um sem sýndu hvar í salnum
setið skyldi og hver væri iborð-
nautur þinn, var sú aðferð mjög
vinsæl og virtist hver og einn
una sínum hlut, eg fyrir mitt
leyti var mjög vel ánægður, því
hjá mér sátu tvær prestskonur,
sín til hvorrar handar, voru þær
háðar mjög glæsilegar útlits og
fram úr skarandi aðlaðandi og
skemtilegar í viðræðum. Sessu-
nautar konunnar minnar voru
tveir aldurhnignir, góðlegir og
gáfulegir prestar, og var ekki að
sjá annað en að þar færi vel á.
Næsta dag var lagt á stað til
Sauðárkróks. Sigurður Hafstað,
stjórnarráðsfulltrúi, og frú hans
Ragnheiður Kvaran, buðu okkur
far með sér norður þangað, og
var tæplega hægt að kjósa sér
betri eða skemtilegri ferðafé-
laga. Farið var í kring um Hval-
fjörð, fram hjá Geirshólma og
Þyrli, vildu sækja að manni
margar myndir fornaldarinnar,
og bar mynd Helgu Jarlsdóttur
'hæðst á sundinu frá Geirshólma
til lands og í klifinu upp hjá
Þyrli. Frægð hennar, umhyggja
og ást, munu ávalt verða bjartir*
kyndlar á vegferð íslenzkra
kvenna, og ekki sízt hjá borg-
firzkum konum.
Áfram var haldið og altaf birt-
ust nýar og nýar myndir, fram
hjá “fjörunum” svo nefndu, á
bak við Vogatungu, um Fiski-
lækjarmela, fram hjá Höfn,
yfir Hafnará, sem eg einusinni
óð upp í mitti á fermingar-aldri,
og inn Hafnarskóg sem kallaður
er, en þar eru nú ekki margar
hríslur sjáanlegar. Á þeirri leið
sá eg rústirnar af beitarhúsun-
um gömlu frá Höfn, þar átti
gamla “Hafnar-Skotta” aðsetur
sitt, og þar áðum við Jóhannes
Sveinsson frá Reykholti sein-
ustu nóttina í Borgarfirði, á leið
til Ameríku. Varð mér ekki mjög
svefnsamt þá nótt, því eg var
afar myrkfælinn, en Jóhannes
sofnaði fljótt, og varð það mítt
hlutskifti að vaka og taka móti
Skottu ef hún tæki það í sig, að
heimsækja okkur um nóttina, en
Skotta kom ekki, svo ekkert var
sögulegt við þessa nótt, nema fá-
einir svitadropar og tauga-
óstyrkur, sem myrkfælninni er
venjulega samfara.
Hvergi var áð þar til við kom-
um að Varmalandi, þar er hús-
mæðraskóli á vetrum, en gistihús
á sumrum. Forstöðukona þess
gistihúss var Steinunn Hafstað,
systir Sigurðar. Móttökur þar
voru hinar ágætustu. Svo var
lagt af stað þaðan norður, fram
hjá gamla sýslumannssetrinu
Arnarholti, og öðrum merkum
stöðum, þar á meðal Forna-
hvamms, sem er seinasti bærinn
áður lagt er á Holtavörðuheiði.
Á Holtavörðuheiði sáum við
fyrstu álfta-hópana, syndandi
og kvakandi á vötnunum sem
við fórum fram hjá. Þær höfðu
ekki breytt um ham eða hljóm.
Seiðandi söngur þeirra steig
okkur til 'höfuðs og hjarta.
Þetta voru gömlu lögin sem fyr-
ir-rennarar þeirrá höfðu sungið
okkur í fyrri daga á kyrrum vor-
kvöldum, þegar vorblíðan og
björtu kvöldin tóku höndum
saman, umvafin íslenzkri fjalla-
dýrð og örmum miðnætur sólar-
geislanna, og varð manni ósjálf-
rátt að minnast vísunnar hans
Þorsteins: “Ekki er nóttin leið
nje laung”. Og þó nú væri há-
dagur, og sól í suðri, þrýsti þessi
hending úr “Lágnætti” sér svo
mjög að hjarta, að henni var ekki
hægt að varpa á bug.
Til Blönduóss lá nú leiðin,
margt bar fyrir sjónir á þeirrij
leið sem hér verður ekki skýrt
frá. Blönduós er mjög vingjarn-
legt og viðkunnanlegt þorp, og
eitt af því sem það hefir sér til
ágætis er, að þar býr Dr. Kolka,
hinn fjölþætti höfðingi, sem er^
velmetinn og dáður af sýslung-
um sínum, og Íslendingum yfir-
leitt, fyrir forystuhæfileika sína,
ritmensku og skáldskapar-gáf-
ur, ekki síður en hin yfirgrips-
miklu og vinsælu læknis-störf.
Því miður 'höfðum við ekki
tíma til þess að kynna okkur
staðinn til hlýtar, því að kvöld-
verði afstöðnum var lagt á stað
til Sauðárkróks. Áð var hjá
minnisvarða St. G. Stephansson,
stendur hann á stað, sem útsýni
er mikið og fagurt yfir Skaga-
fjörðinn. Nú blasti við sjónum
okkar hin söguríka Drangey,
“risin úr hafinu”. Hinn marg-
frægði Tindastóll og hin ein-
kennilega Málmey, sem mest lík-
ist víkingaskipi frá fornöld. Var
það hrífandi sýn að horfa til
hafsins sem nú baðaði sig í bliki
kvöldsólarinnar.
Til Sauðárkróks komum við
eftir miðnætti. Vistuðum við
okkur á gistihúsinu ‘Villa Nóva’,
var gestgjafinn þar aðlaðandi,
ungur maður, allur viðgjörning-
ur góður, og útsýni, frá herberg
is-gluggum okkar, hið fegursta.
Þaðan sáum við sólina skína inn
Skagafjörðinn í allri sinni dýrð,
verður okkur sú fegurð sem þar
bar fyrir augun ógleymanleg,
eins og í rauninni fjölda margt
annað frá þessari langþráðu og
eftirminnilegu íslands ferð,
þennan dag, eins og svo marga
aðra, 'höfðum við ferðast í sól-
skíní og sumarblíðu frá 'fnofgni
til kvölds.
Eg átti tvo bréfavini á Sauðár-
króki, sem eg aldrei hafði aug-
um litið, Gísla Ólafsson skáld
og Kristmund Bjarnason rithöf-
und. Býr Gísli í þorpinu en
Kristmundur á fögru bænda
býli. Sjávarborg. Komu báðir
þessir vinir að heimsækja okkur
snemma morguns. Var sú ákvörð
un þá gerð að við færum heim
til Kristmundar til miðdags-
verðar.
Að lokum miðdagsverði var
lagt á stað til Hóla í Hjaltadal.
Haraldur Árnason ráðunautur.i
sem einnig býr á Sjávarborg, var
bílstjórinn. Slóst Gísli vinur
okkar með í förina, og var föru-
neyti okkar svo skemtilegt sem
framast varð kosið.
Veðrið þennan dag var drunga
legt, og var sem himnarnir
hörmuðu afdrif biskupsins
fræga, sem eitt sinn réði lögum
og lofum á stað þeim sem við nú
vorum að heimsækja, Jóns Ara-
sonar, var ekki laust við að tár
féllu við og við þar sem skýin
voru myrkust yfir höfðum okk-
ar.
Þegar inn í kirkjuna kom
mætti manni einhver óútmálan-
lega djúp og heillandi 'helgi-ró,
sem eg aldrei áður hefi orðið
var í neinni kirkju. Hvíslandi
raddir helgidómsins umkringdu
mann á allar hliðar, þetta var
sannarlega “guðs-'hús”. Gat það
verið að trúarhiti gengnra alda
hitaði manni betur um hjarta-
ræturnar heldur en núverandi
predikanir prestanna í musterum
hins nýja tíma, sem nú móta
hugsunarhátt okkar. Þannig
lagaðar hugsanir læstu sig nú
gegnum líf og sál, og fylgdu
manni út úr kirkjunni og alla
leið heim.
Á leiðinni til baka var farið
um Blönduhlíð, þar var fagurt
um að litast og víða girnilegt til
búskapar. Var svo áð um stund
við Glaumbæ, sem er torfbær í
gömlum stíl, þar er safn margs-
konar gamalla muna, og öll »nn-
rétting bæjarhúsa upp á gamla
móðinn, féll mér vel og kunn-
uglega að ganga um moldargolf-
in og strjúka Um torfveggina,
sem eg þekti svo vel frá æsku-
dögum mínum heima. Vakti það
margar endurminningar upp í
huganum frá þeim dögum sem
maður vissi ekki hvað var að búa
við “gólfkulda” eða “veggjasúg”,
og aftur 'hitnaði manni um
hjartaræturnar við það að minn-
ast og hugsa til fornra daga.
Til kvöldverðar fórum við svo
heim með Gísla Ólafssyni, dvöld
um við þar fram yfir miðnætti
í góðu yfirlæti, gnægðir vista og
fjörugar samræður, því Gísli er
hrókur alls fagnaðar, og kona
hans og dætur honum mjög sam
hentar í hvívetna. Framh.
KAFLI ÚR BRÉFI til MBL.
“Þær þjóðir lifa, sem sjálfar
vilja lifa og hafa einhvern
dug í sér til þess”
1. desember
Eg hefi verið að hlusta með
öðru eyranu á ræðurnar í útvarp
inu í dag og þykir mér þjóðvarn
arpólitík þeirra háskólastúd-
entanna heldur grunnfær og
glamurkennd, eins og við er að
búast af óþroskuðum unglingum
sem venjulega gína við þeim á
róðrinum, sem hávaðamestur er.
Og er það reyndar hálfspaugi-
legt að heyra, að sjálfir halda
þeir sig vera utan við alla stjórn
málaflokka með speki sína, þeg-
ar sannleikurinn er sá, að þeir
dingla aftan í þeim flokknum,
sem ekki lifir á öðru en glóru-
lausu hatri á öðrum þjóðum og
hefir málefni önnur en þessa lít
ilmagnakennd sér til framdrátt-
ar. Leggst þar lítið fyrir verð-
andi menntamenn vora.
Og raun var mér að því að
heyra jafngáfaðan mann og dr.
Jón Helgason taka undir þennan
söng með sinni melódramatisku
tilvitnun til nafna síns Jóns Sig-
urðssonar, að allt sjálfstæði
landsins væri nú að fara í hund-
ana eða væri þegar fokið út í
veður og vind, af því að fáeinar
útlendingshræður dvelja nú á
Suðurnesjum til landvarnar.
Auðvitað er ekki reynt að færa
nein rök að þessu því að þau eru
ekki til, heldur er allt talað í
dýlgjum og hálfkveðnum vísum
eins og þessara kumpána er sið-
ur, því áð hér er um trúaratriði
að ræða, ef þetta er ekki hreinn
skollaleikur.
“Menn segja að Jeppi drekki,
en geta ekki um hvers vegna
hann drekkur”. Þessir heiðurs-
fnenfí fofuðu méð Tfilkrufn fjálg-
leik um það, hvað það væri dæma
laust ljótt af vestrænum þjóðum
að koma sér upp varnarliði, en á
það var ekki minnzt einu orði,
hvers vegna þær sáu sig neyddar
til að snúa á ný inn á þessa braut,
eftir að þær höfðu afvopnazt, en
það var af því að visst stórveldi
hafði innlimað nokkur lönd í
álfunni og sýndi fullan hug á
því að halda þeirri starfsemi á-
fram í samræmi við stefnuskrá
sína. Nenntu vestrænar þjóðir
ALBERTA DISTILLERS
Sales Manager
H. W. SCAMMELL
Appointment of Henrý W. “Hank”
Scammell as Manitoba Sales
Manager of Alberta Distillers,
Limited, is announced by R. I. P.
Crotty, Western Sales Manager.
Mr. Scammell takes over his duties
immediately with headquarters
at 100 Mclntyre Building, Winni-
Ceg. A former Winnipeg man, he
rings to his new post wide
experience in the sales field in
British Columbia where he has
resided in recent years.
ekki að látá gleypa sig fyrirhafn
arlaust og kusu því frekar að
spyrna við fótunum. Þetta mega
þessir kokhraustu þjóðvarnar-
armenn ekki heyra, ekki heldur
orðið “kommúnisti” fremur en
en snöru í hengds manns húsi,
því að það kemur einhvern veg-
inn óþægilega við tilfinningarn
ar. Vestrænar þjóðir mega held-
ur ekki viðhafa þá fúlmennsku,
að hefta starfsemi flugumanna
og njósnara sín á meðal, því að
þá eru þeir jafnófrjálslyndir og
þeir, sem njósnarana senda: —
“Blessaðir haldið þið áfram að
mynda skjöl og senda húsbænd-
um ykkar. — Getum við ekki
greitt eitthvað meira fyrir ykkur
við að svíkja landið?”
Það er álíka háskalegt að hafa
hér landvarnarlið eins og það er
varhugavert að hafa skip til að
gæta landhelginnar. Og undar-
legur grelndarskortur er þaö ao
kunna ekki að gera greinamun
á hernámi og því, að vér íslend-
ingar höfum af öryggisástæðum,
bæði vegna sjálfra vor og ann-
arra, gert um það samning við
vinveittar þjóðir, að hafa hér
nokkurt landvarnarlið um stund
meðan ófriðlega horfir, líkt og
Miklagarðskeisarar höfðu Vær-
ingja í gamla daga til þess konar
starfa. Vér höfum hvorki til þess
fé né liðskost sjálfir að verja
okkur, og er því hér ekki um
BALBRIGGAN
LÉTTU
NÆRFÖT
Halda yður þægilega köldum
með verndar^hlífum fyrir
handar krika og læri.
Penmans léttu bómullar nær-
föt, eyða svitanum—fara vel,
engin bönd þörf, auðveld í
þvotti. í hvaða sniði sem er
fyrir rtnenn og drengi.
Ít
Fræg síðan 1868