Heimskringla - 30.03.1955, Page 1
CENTURY MOTORS LTD.
247 MAIN — Phone 92-3311
LXIX, ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVUaJDAGINN 30. MARZ 1955
----------------------------N
CENTURY M0T0RS LTD.
241 MAIN-716 PORTAGE
\ --------------------
NÚMER 26.
FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR
Borgarstjóri Reykjavíkur
á Gimli í dag
iGunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri Reykjavíkur og frú sem
'hingað komu s.l. fimtudag, eftir
þriggjadaga dvöl í Bandaríkjun-
um, fara Norður að Gimli í dag.
Flytur borgarstjóri þar ræðu í
Parish Hall, kl. 8.30 e.h. á veg-
um þjóðræknisdeildarinnar á
Gimli. Tékur þar íslenzkur bæj-
arstjóri á móti honum, B. Egils-
son, því hið forna höfuðból fs-
lendinga hér er enn xslenzkt um
margt. Mrs. K. Thorsteinssoi*
forseti þjóðræknisdeildarinnar
stjórnar samkomunni.
Eftir tveggja daga ðvöl ^ér,
fóru hjónin norður í bygðir ís-
lendinga og hefir borgarstjórinn
flutt þar erindi að Ashern og
víðar. í baenum flutti hann er-
indi á samkomu norræna félags-
ins, Viking Club, daginn eftir
að hann kom en önnur ræðuhöld
'hans hér hafa orðið að bíða. En
nú er auglýst að hann haldi a&ll-
samkomu sína hér n.k. föstudag
í Fyrstu lút. kirkju. En iboð á
hann hjá stofnunum og einstök-
um mönnum, svo mörg, að tvexm
Ur og þremur nemur á dag þar txl
að hann kveður.
Á heimili Grettis konsúls Jóh-
annssonar var fjölment heimboð
fyrir borgarstjórahjónin s. 1.
laugardag. Gafst þar mönnum
annað tækifæri í þessum bæ að
kynnast þeim. Kemur þeim sam-
an um það, er þar voru og á Vik-
ing Club samkomunni, að skemti
legri gesti en þau hjón sé ekki
hægt að hugsa sér. Þau hafa því
þegar verið 'hylt hér við fyrstu
kynni af Winnipeg íslendingum
eins og fréttirnar herma að átt
hafi sér stað í bygðunum, sem
þau hafa heimsótt.
Koma igóðra gesta er stundum
sögð minna á orð kappans —
eg kom o.s. frv. En oss finst hér
eiga betur við ást við fyrstu sýn
við komu þessara 'hjóna.
Heimskringla hefði viljað láta
myndir hér með fylgja af hjón-
unum, en hún hefir þær ekki við
hendi, sem hún kysi. Þær bíða
því næstu Winnipeg fréttar.
Einnig skal geta þess, að fréttir
af samkomum borgarstjóra út
um sveitir og sem skrifaðar eru
af mönnum þar búsettum, koma
í næsta blaði.
tJR ÖLLUM ÁTTUM
Blaðið C'hicago Tribune birti
frétt um það í gær, að á orði væri
í London, að Malenkov, fyrver-
andi æðstaráð Rússa, hefði verið
sviftur lífi 24. marz.
Er það meðal annars til marks
haft um þetta, að útvarpið í
Moskva mintist ekki á Malenkov
í frétt af skilnaðarsamsæti, sem
Svíum var haldið, er boðið var
til Rússlands, en nöfn f jölda hátt
standandi Rússa voru þar nefnd.
Svíarnir sem nýkomnir eru heim,
sáu Malenkov aldrei á þeim 17
úögum er þeir voru gestir eystra
og skoðuðu þó deild þá, er Mal-
enkov er sagður líta eftir.
•Ml
1. APRÍL
Mánuður þessi er kallaður
blómamánuður á ítalíu, enda
springa þá blóm út. Heiti hans
er °g rakið til orðsins aperio, er
Þýðir að “opna”. Ekki var nafn-
ið á mánuðinum eins skáldlegt
újá Bretum, þeir nefndu hann
páskamánuð, sem að vísu má þó
sannsvegar færa. En það sem
aPfíl er almenningi minnisstæð-
astur fyrir, er það, að á fyrsta
degi hans, hefir komist upp í sið,
að gabba menn eins og mögulegt
er. Mánaðardagar Almanaka eru
ymsu 'helgaðir og þarna er verk-
efni fyrsta apríl.
Um uppruna þessa siðar, er
ekki vel ljóst. Líklegast þykir
að hann sé leifar af miðaldafagn
aði einhverjum. Og þar er fyrst
gripið til leiks eins er í miðalda
kristni var sýndur, en varð að
skrípaleik, eins og saturnalíu-
hátíðirnar ítölsku. Var leikur
þessi sagður minna á það er
Kristur var sendur á milli þeirra
Kaifasar, Pílatusar og Herodess
ar.
t>etta er ef til vill getgáta, en
hún virðist eitthvað í ætt við
að “hlaupa apríl” og er mun betri
en sú, er af kirkjunnarmönnum
er talin uppruni gabbsins 1 dag
apríl mánaðar. Þeir halda að það
eigi rætur að rekja til gamalla
áraskifta hátíða, eins og þegar
ársbyrjun var flutt frá 25 marz
til 1. janúar. Og vikan frá 25.
marz til 1 apríl var helguð há-
tíðum. En fíflalæti dagsins 1.
apríls, má þó lengra rekja, en til
slíks flutnings ársins.
•
KJARNORKA OG VEÐRIÐ
Það heyrast oft raddir um það,
að kjarnorku-sprengjur hafi á-
hrif á veðrið.
PRússar kenna sprengjum sem
gerðar hafa verið í Bandaríkjun-
um um uppskerubrest sinn. —
Sprengingarnar hefðu eyðilagt
veðrið.
Hefir þetta við nokkur rök að
styðjast?
Vísindamenn í Bandaríkjun-
usi, segja kjarnorkusprengingar
ekki hafa nein á'hrif á veðrið.
Það áhræri hvorki rigningar né
þurka, storma eða fellibylji, hita
eða kulda.
Áhrif sprengjanna á loftið eru
gersamlega horfnar eftir stuttan
tíma. Og það er aðeins fyrst, eft-
ir sprengingu, sem þau eru mæl-
anleg í nokkurri verulegri fjar-
lægð.
Svörin frá þremur kunnum
vísindamönnum eru þessi við á-
hrifum sprenginga á veðurfar.
GAGNKVÆM HóPFERÐ
MILLI REYKJAVÍKUR
OG WINNIPEG
Þrír áhugamenn í Winnipeg,
flugfélagið Loftleiðir og ferða-
skrifstofan Orlof í Reykjavík
hafa síðan fyrir jól verið að at-
huga möguleika á gagnkvæmri
hópferð flugleiðis milli Reykja-
víkur og Winnipeg á sumri kom-
anda. Er nú málið komið á þann
rékspöl, að ákveðið hefur verið
að auglýsa slíka för á vegum
ferðaskrifstofunnar Orlofs bæði
austan hafs og vestan.
Áætlaðar farartími verður sem
hér segir:
Hópur frá íslandi
12 júní, brottför frá Reykjavík.
13. júní, komið til Winnipeg, —
eftir um 19 stunda flug.
Sami hópur flýgur frá Winni-
Peg 2. ágúst, komið til Reykja-
víkur 3. ágúst.
Hópferð Vestur-íslendinga
til íslands
14. júní, brottför frá Winnipeg.
15. júní, komið til Reykjavíkur.
30 júlí, brottför frá R.-vík.
31. júlí, komið til Winnipeg.
Verður hér því nálega um 7
vikna ferð að ræða.
f ráði, er að skipuleggja 3-4
daga ferð (auk annarra ferða, ef
menn kjósa það) um nærsveitir
Reykjavíkur fyrir hóp þann, er
héðan færi til íslands. Yrði sú
för farin rétt eftir komuna þang-
að, en þó örugglega dvalist í
Reykjavík á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní.
Svipuð ferð verður og skipu-
lögð um næstu íslendingabyggð-
ir og víðár um Manitoba fyrir
hóp þann, er frá íslandi kæmi,
en lengri ferð t.d. vestur að hafi,
fyrir þá, er þess óskuðu. Allar
þessar ferðir yrðu farnar á veg-
um ferðaskrifstofunnar Orlofs,
er samband hefur við ferðaskrif-
stofur um allan heim.
Beðið er eftir upplýsingum
frá íslandi um flugfargjöldin
milli Reykjavíkur og Winnipeg,
og verða þær birtar jafns'kjótt
og þær berast.
Þessi frásögn er aðeins til að
vekja athygli á ferðinni, svo að
menn geti þegar farið að hugsa
sér til hreyfings.
Eg undirritaður hef tekið aö
mér að afla þátttakenda vestan
hafs, og bið eg menn því að hafa er
beint samband við mig, þeSar
þar að kemur. Þeir Jakob Kristj-
ánsson og Finnbogi Guðmunds-
son hafa unnið að undirbúningi
með mér og munn veita mér að-j PÁLL S. PÁLSSON■
stoð eftir því, sem á reynir.^
Vitað er, að talsverður áhugi
er á íslandi á hópferð vestur og
vonandi, að áhugi á íslandsferð
héðan verði ekki minni. Gagn-
kvæm hópferð er í senn skemmti-
legasta og verklegasta leiðin til
aukinna kynna milli íslendinga
vestan hafs og austan að ó-
gleymdum þeim þægindum og
sparnaði, sem vinnast hlýtur við
slík samtök.
Veitið aíhygli frekari greinar-
gerð í næstu blöðum.
Með kærri kveðju r
Thor Víking
515 Simcoe St„ Winnipeg.
Á mynd þessari sézt hvar verið
að hlaða kössum fullum af
fatnaði, er sendur er frá Winni-
Peg til jarðskjálftahéraða á
Grikklandi. Fatnaðinum var safn
að af Unitörum í Winnipeg og
voru pökkuð í kjallara eldliðs-
stöðvarinnar á Sargent og B,ur-
nell strætum. Lengst til hægri á
myndinni er séra Philpi M. Pét-
ursson, er lítur eftir sendingunni
á fatnaðinum. Kassarnir eru alls
sextíu og fimm og í þeim eru um
þrjár smálestir af fatnaði.
FRÉTTTR FRÁ ISLANDI
Davíð Stefánsson og bók
menntaverðlaun Nobels
Herra ritstj. Alþbl.
í orðsins list einni hafa íslend
ingar komizt til jafns við stór-
snillinga annarra þjóða, og svo
sannarlega, sem orðsns list verð
ur æðst í ljóði, og svo sannarlega
sem Davíð Stefánsson fná Fagra
skógi er skáld af guðs náð og hef
ur lengi verið höfuðskáld þjóð-
arinnar, svo sannarlega er tími
kominn til að fslendingar sam-
einist um þá ósk, að hann verði
fyrstur sæmdur bókmenntaverð-
launum Nóbels.
Þegar “Svartar fjaðrir” komu
út voru enn á lífi þrír íslending-
ar—og tveir í fuHu f jöri — sem
fyrir ljóðagerðina eina hefðu
átt bókmenntaverðlaun Nóbels
skilið, engu síður en þeir, sem
bezt voru að þeim komnir þeirra,
er þau hafa öðlazt. En svo lítið
var sjálfstraust vort, fslendinga,
að um þetta risu engar raddir,
svo að mér sé kunnugt.
Nú ber oss að líta stærra á hlut
vorn, er vér viljum heiðra Davíð
Stefánsson, og það því fremur,
sem það fer saman, að hann er
höfuðskáld vort og hver góður
íslendingur elskar 'hann.
Kópavogi 21. jan. ’55
Sigfús Halldórs frá Höfnum
Alþbl
Minningar frá Islandsferðinni 1954
Framh. i draugalega kvæði: “Hvarf síra
Lögreglan á Akureyri telur i
héraðsbann á áfengi, hafi gert
mikið gagn þar.
★ ★ ★
—Mamma, kom litla systir úr
himninum?
—Já, væni minn.
—Það ætti þá að vera rólegt þar
núna.
•
—Þú átt ekki að bölva svona,
blessað barn.
—Ekki svona—hvernig þá?
Nú rann upp miðvikudagurinn
23. júní. Vorum við allan þenn-
an dag í heimboðum hjá hinum
og öðrum vinum vina okkar.
Meðal þeirra voru þau hjónin
Þorvaldur Guðmundsson kenn-
ari og frú hans. Eru þau hjón ó-
umræðilega skemtileg og aðlað-
andi. Var þetta ein af okkar
mörgu ánægjustundum á íslandi,
§em við dvöldum á heimili
þeirra. Ekki er heldur hægt að
láta sér úr minni líða 'hinar á-
gætu móttö'kur sem við áttum
að fagna hjá börnum Gísla Ólafs-
sonar. Var sem allt þetta fólk
hefði verið vinir okkar frá
barnæsku, og hefði beðið með
óþreyju heimkomu okkar, og
varð mér sem ósjálfrátt hugsað
til biblíusögunnar um Týnda
soninn, þar sem hann eftir fjölda
ára kemur heim úr framandi
landi til föðurhúsanna, og virt-
ist tilsvarandi gleði og ánægju
ríkja í hugum alls þessa fólks,
sem hreyfði sér í hjarta og sinni
föðursins við heim'komu hins
týnda sonar.
Svo að lokum kom skilnaðar-
stundin, því áfram varð að halda
samkvæmt áætlun. Varð ekki
vinátta Gísla Ólafssonar enda-
slepp, frekar venju, því um
kvöldið ókum við með honum og
tengdasyni hans, Inga, til Ak-
ureyrar.
Nú lá Sauðárkrókur að baki,
en minningarnar um 'hinar mörgu
gleðistundir, og hið ágæta fólk
sem þar býr, tókum við með
okkur þaðan, og alla leið til
'heimkynna okkar hér vestra.
Margt bar fyrir sjónir okkar á
hinni löngu leið til Akureyrar:
Stórar fjárbreiður, hópar stóð-
hrossa, víðáttumiklar grundir,
frjósamar engjar og fögur fjöll.
Fram hjá Bólu var farið, litla
býlinu sem einu sinni var, en
átti samt innan veggja sinna
hinn stóra andans mann, Hjálmar
Jónsson skáld, sem orti svo
snjalt að leiftrum brá um alla
sýsluna, já, og allt Norðurland
jafnvel breiddu ljóma sinn um
allt ísland til hinna yztu tanga
og síðar vestur um hið breiða At-
landshaf.
Þegar við fórum fram hjá
Miklabæ sótti að mér myrkfælni
sem eg ekki hafði fundié til síð-
an eg var að alast upp heima á
fslandi. Var þetta virkilega stað-
urinn sem Einar Benediktsson
orti um í sínu hrikalega og
Odds frá Miklabæ”. Gat það ver-
ið að einmitt á þessum bæ hafí
atburðirnir skeð sem skáldið lýs-
ir á þann hátt, að jafnvel hraust-
ustu menn verða myrkfælnir í
glaða sólskini:
“En reymt er þá nótt og menn
dreyma dátt,
djöflast er uppi á þaki,
en Solveig heitin í hverri gátt,
með höfuðið aftur á baki”.
o.s.frv.
Eg hafði lært þetta kvæði þeg-
ar eg var um fermingar aldur,
það hafði legið í huga mínum
hálf sofandi i fjölda mörg ár,
en nú flaug það með leiftur-
hraða í gegnum merg og blóð,
og myndirnar sem það lýsir stóðu
mér sem lifandi fyrir hugskots-
sjónum, alveg eins og í fyrri
daga.
Til Akureyrar komum við
skömmu fyrir miðnætti. Kvödd
um við nú ferðafélaga okkar, og
var, eins og svo oft vill verða,
skilnaðurinn sársauka blandinn,
þó bros léki um varir.
Frú Ásta Jósepsdóttir, ekkja
Hauks Stefánssonar listmálara,
tó'k okkur opnum örmum, og
dvöldum við hjá henni þann
tíma sem við vorum um kyrrt á
Akureyri, er heimili hennar eitt
af þeim fegurstu sem igefur að
líta, undum við þar svo vel hag
okkar sem bezt mátti vera, enda
var ekkert tilsparað að gera okk-
ur dvölina sem ánægjulegasta.
Frú Ásta á afar mikið af fögrum
og hrífandi myndum, sem hinn
látni eiginmaður hennar lét eftir
sig. Hjá mér komst hrifningin á
einna hæzt stig við að horfa á
mynd sem hann hafði málað af
Snorra Sturlusyni. Situr Snorri
þar við skrifborð sitt, og í gegn
um glugga við hlið hans sjást
hin fögru f jöll og jöklar til aust-
urs, og er það dýrðleg sýn og
stórkostlega vel máluð mynd.
Þessi mynd ætti að prýða hina
veglegu sali skólans í Reykholti
ekki síður heldur en hin stór-
skorna standmynd af Snorra
prýðir hið ytra umhverfi. Ann
ars er hver myndin annari feg-
urri og heillandi í þessu mikla
safni sem hinn ungi og f jölhæfi
listmálari lét eftir sig, en mynd
m, þar sem Egill Skallagrímsson
stumrar yfir sjódauðum syni sín
um, ‘hefir verið fyrir hugskots
sjónum mínum sí og æ síðan eg
sá 'hana, og mun hún, að mínum
spádómi, verða álitin eitt af
fremstu listaverkum íslenzkra
listmálara.
Auk Ástu Jósepsdóttur voru
tveir menn á Akureyri sem
hvorki spöruðu tíma né peninga
til þess að gera okkur dvölina
sem ánægjulegasta, þessir menn
voru: Árni Bjarnarson, bókaút-
gefandi, og Bjarni Jónsson, úr-
smiður. Árna hafði eg kynnst lít
illega hér vestra, og gegnum
bréfa viðskifti, en Bjarna hafði
eg aldrei áður séð, eða haft nein
kynni af honum.
Laugardaginn, 26. júní, var
okkur hjónunum boðið í land-
kynningarferð. Lagt var á stað
eldsnemma um morguninn, og
ferðinni heitið hvert sem bíllinn
bæri okkur. Farið var yfir Vaðla
heiði, og var fagurt að horfa af
þeirri heiðarbrún yfir héraðið og
út fjörðinn, að Akureyri ó-
gleymdri. Fórum við um hinn
fagra Vaglaskóg og heimsóttum
gróðrarstöðina þar. Þar má sjá
margar fagrar jurtir og vel vax-
in tré, sum þeirra jafnvel stór-
vaxin, svo prýði þætti í öðrum
löndum. Hefir sjáanlega fyrir-
hyggja og samtök gert þennan
stað fagran og frægan, og mörg
handtök hefir þurt til þess að
prýða hann á þann hátt sem
raun ber nú vitni um.
Áfram var ferðinni haldið, en
stanzað stundarkorn hjá barna-
heimilinu við Litlu Tjarnir, þar
voru 28 börn sumargestir, og
voru þau mjög vingjarnleg og
prúð í framgöngu. Næst var áð
við Goðafoss, sem er mjög hug-
ljúfur heim að sækja, en ekki að
sama skapi hrikalegur, virðist
hann hafa einhverskonar dreym-
andi áhrif á þann sem hjá 'hon-
um dvelur, og gott væri þeim,
sem harðar hendur hversdags-
lífsins hafa klappað óþýtt á
vanga, að leita þangað til þess
að milda skap sitt og kyrra öldu-
gang uppreisnar-gjarnrar sálar.
Framh. á 2 síðu
SAMKOMAN FÖSTU-
DAGSKYÖLDIÐ 1. APRÍL
Múnið samkomuna föstudags-
kvöldið 1. apríl kl. 8 í Fyrstu
lútersku kirkju.
Dr. Valdimar Eylands verður
samkomustjóri, frú Elma Gísla-
son syngur nokkur lög eftir vest
ur íslenzk tónskáld, Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri flytur
erindi um Reykjavík fyrr og nú,
og sýnir myndir þaðan og víðar
af íslandi. —Aðgangur 50 cents
við dyrnar.