Heimskringla


Heimskringla - 30.03.1955, Qupperneq 2

Heimskringla - 30.03.1955, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MARZ 1955 Heimsknn^la ' StotnuO IHtt Eanmi út á hverjum miðvikuúegi. Eigendur TttF VTKING PRESS LTI; 853 og 86ö Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 VerO blaOslns er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram Ailar borganir aendiat: THE VIKING PRESS LTD. öll viOakiftabréí blaðinu aPlútandi sendist: _ The VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., WTrmipeg Ritatjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helnukrlngla" is publisbed by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Wiaaipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorlxed qa Second Clasa Mail—Poat Oflice Dep'L Ottawa WINNIPEG, 30. MARZ 1955 CANADISKI DOLLARINN Peningar eru eitthvað hálf- yfirnáttúrlegt í augum margra. Dollar þessa lands hefir ekki verið þar nein undantekning þrjú síðustu árin. Að hann sé 'blátt áfram vara, sem keypt er og seld, á ákveðnu verði, eftir þörfinni, eða að verð hans geti verið of'hátt eða oflágt mundum við seint trúa. Canadiski dollar- inn er þó þessa stundina eitt bezta dasmið um þetta. Gengi hans hefir heldur en þó jafnt og þétt farið hækkandi frá árinu 1952, unz hann varð Bandaríkja-nafna sínum verð- hærri. í hvert sinn er nábúar vorir að sunnan hafa skift við okkur, hafa þeir orðið að gefa okkur þrjá peninga meira af hverju hundraði eða dollars virði, en við gerum. Þetta hefir kitlað metorðagirnd vora. Ein- stö'ku menn hafa þó litið öðrum augum á þetta. Fyrsta orsök gengishækkunar dollars vors, eru hin ómetanlegu auðæfi þessa lands. Þau hafa freistað Bandaríkjanna jafnt og þétt, en straumur fjársins það- an aldrei meiri en nú. Af því stafar gengishækkunnin en ekki hinu, að við höfum selt Banda- ríkjunum meira af vorum afurð- um en þau oss. Því fer nú miður. Þetta gerir strikið í reikninginn. Við búum að útflutningi öllum þjóðum fremur. Canada er, sann ast að segja, þriðja mesta út- flutnings landið í heiminum. En nú er svo komið, að gengishækk- un dollarsins hefir ollað verð- hækkun hér ofan á það sem fyr- ih var. Vara landsins hefir ekki selzt á erlendum markaði eins vel og vörur annara landa. Gengis- hækkunin hefir kostað það og orðið oss dýrt gaman. Þriggja til fimm centa tap á hverjum doll- ar, nemur miklu á útfluttri vöru, er alt frá 1% hundrað miljón dala nemur á ári til 400 miljón, og á- hrærir mikið bæði seljanda og kaupanda vörunnar. Því er haldið fram að gengis- muninn hefði mátt afmá með meiri kaupum á vöru frá Banda- ríkjunum, ef varan hefði verið sú, er hér var nothæf til iðnaðar, er framleiddur er hér fyrir er- lendan markað. Eins lengi og markaður var til erlendis, getur eitthvað verið í þessu. En með honum horfnum, hefði gengis- hækkunin verið sami mylnu- steinninn um háls bæði seljanda og kaupanda og áður. En er nú dollarinn að lækka? Síðan um miðjan febrúar hefir á þessu talsvert borið. Hvernig stendur á þeirri lækkun? Áhrærir hún rýrnun framleiðslu? Er f járstraumurinn frá Bandaríkjunum að þverra? Það er ekki neitt að finna, er í þessa átt bendir. Þess er getið til að peningar frá Canada hafi horfið út úr land inu, vegna vaxta lækkunnar hér til New York og London. Þetta getur hafa haft eirihver áhrif á gengið. En stjórninni í Ottawa var einn vegur að lækka gengið einhvernveginn. Canada banki lækkaði vexti á lánum til lög- gildra banka landsins úr 2%% í 1%%. Þetta er ekki eingöngu ástæðan fyrir lækkandi gengi, en það hefir átt sinn þátt í henni. Það hefir haft áhrif á stefnu peningamarkaðarins. Árs skýrsla Canadabanka bendir á, að sú stefna sé í fullu samræmi við það, sem er að gerast á sviði fjármála annars staðar í heim- inum. En það er að “auðvelda lán” og efla með því fram- kvæmdir. Bankar 'hér taka með þessu meiri þátt en áður í f jár- málastefnu heimsins. Það má heita svo, að á síðast liðnu sumri væri fyrst hægt að tala um “peninga markað Canada”. En það skeði, er sú stefna var hafin, að lána frá “degi til dags”, er svo hefir verið nefnt. Þetta hefir leitt til þess að bankar hér hafa lánað í stað þess að sækja varð hvert smálán til New York. Þetta er mikilvægt spor í þá átt, að veita Canadabörikum meiri stjórn í f jármálum og haga henni eins og bezt við á hér. Hafi það lækkandi gengi í för með sér, og dýrð dollarsins minki, er hitt víst, að það ætti að efla hér farm leiðslu og viðskifti inn á við og út á við.—(Across Canada Press) ATHYGLISVERÐAR RIT GERÐIR UM ÍSLENZKAR FORNSÖGUR eftir dr. Richard Beck Nýlega var að verðugu lofsam- lega getið í ritstjórnargrein hér í blaðinu hinnar vönduðu þýð- ingu af “Njáls sögu” á enska tungu, er út kom fyrir stuttu síðan í New York á vegum menningarstofnunarinnar The American-Scandinavian Founda- tion. Bættist þar enn eitt merkis ritið í 'höp hinna mörgu annarra frumsaminna og þýddra ágætis- rita um norræn efni, sem sú gagnmerka stofnun hefir gefið út á þeim rúmum 40 árum, er lið- in eru síðan hún hóf starfsemi sína. Jafnframt hefir hún frá upp- hafi vega staðið að útgáfu víð- lesins rits og prýðilegs, þar sem er málgagn hennar, “The Amer- ican-Scandinavian Review”, sem helgað er sérstaklega norrænum menningarmálum og bókmennt- um, og hefir flutt og flytur enn að jafnaði ritgerðir og ritfregn- ir um íslenzk efni og eigi ósjald- an þýðingar af íslenzkum smá- sögum og ljóðum, að ógleymdu hinu ársf jórðungslega yfirliti um helztu atburði á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Vorhefti þessa árs er þar eng- in undantekning, því að þar er prentuð ítarleg ritgerð og ágæt um hina víðfrægu sögustaði Hlíðarenda og Bergþórshvol — (“Sagasteads of Fire and Ice”), eftir Hedin Bronner,1 ungan norsk-ameriskan menntamann, sem áður kenndi, meðal annars, i North Park College í Chicago, en er nú starfsmaður ameríska sendiráðsins í Reykjavík. Er rit- gerðin prýdd mörgum góðum myndum, sem höfundurinn hefir sjálfur tekið, og auka þær drjúg um á fræðslugildi hennar, en hún ber því vitni, að hann er hæði gæddur glöggri athýglis- Tjáfu og vel lesinn í fornum fræðum vorum. Get eg einnig af ’igin reynd um það borið, hve vel honum hefir tekist lýsingin í þessum sögustöðum, því að við hjónin skoðuðum þá í minning- ;ríkri fslandsför okkar síðast- ILiö sumar, undir leiðsögn hins mikla Njálufræðings, dr. Einars Ól. Sveinssonar prófessors, og eru staðirnir sjálfir, og hinir ör- lagaríku og sögufrægu atburðir tengdir þeim, okkur því í fersku minni. Annað félag amerískit, sam- hliða The American-Scandinav- ian Foundation, er sérstaklega helgar starfsemi sína norrænni .menningu og fræðum vestan hafs, er The Society for the Advancement of Scandinavian Study (Félagið til eflingar nor- rænum fræðum), sem gefur út ársfjórðungsritið “Scandinavian Studies”, undir ritstjórn hins kunna fræðimanns Prófessors A. M. Sturtevant, er nýlega var að verðleikum kjörinn heiðursfé- lagi í Hinu íslenzka Bókmennta- félagi. Með honum eiga sæti í ritstjórninni sæns'kir, norskir, danskir og íslenzkir fræðimenn í Bandaríkjunum. Flytur rit þettd að staðaldri ritgerðir og ritdóma um íslenzk efni. í nýútkomnu febrúarhefti þess fyrir yfirstandandi ár skipar öndvegissess löng og fræði- mannleg ritgerð um það merki- lega stílbragð í íslendingasög- um, að búa undir ókomna atburði með gagnorðum og markvissum lýsingum, eða eins og höfundur nefnir það í heiti ritgerðarinnar: “The Anticipatory Literary Set- ting in the Old Icelandic Family Sagas”. En greinarhöfundur er ungur amerískur fræðimaður af þýzkum ættum, dr. Paul Schach, prófessor í germönskum og nor- rænum fræðum við ríkisháskól- ann í Nebraska (University of Nebraska). Er þessi ritgerð hans skirfuð af mikilli þekkingu og glöggskyggni á íslendingasög- um, enda hefir hann áður um það efni ritað með sama hætti. Má oss íslendingum vera það fagnaðarefni og þakka, er erlend ir fræðimenn sýna þannig í verki ást sína á fræðum vorum og menningarerfðum, og getur pa* jafnframt verið oss áminning um gildi þeirra og áhrifavald. Slíku gulli skyldi ei á glæ kastað. MINNINGAR P. S. P. Frh. frá 1. bls. • Á Hótel “Reykjahlíð” við Mý- vatn borðuðum við miðdagsmat, glænýjan silung úr vatninu, sem breiddi sig eins og nýfægður spegill, (vatnið ekki silungur- inn), eins langt og augað eygði. Svo var haldið áfram inn að Dimmuborgum. Þær voru afar hrikalegar og dökkar undir brún, enda var nú loft orðið skýjað og allmikil súld. Ef nokkur efast um að Dimmuborgir beri rétt nafn, ætti sá hinn sami að heim- sækja þær í súld og dimmviðri. Næst var Dettifoss heimsótt- ur, þessi yfirkonungur allra ís- lenzkra fossa, miðað við magn, en ef til vill ekki fegurð, og þó er fegurð og þrek svo samtvinn- að í útliti hans, líkt og hjá ís- lenzku fornaldar- köppunum. Löngu áður en að fossinum var komið heyrðist seyðandi niður, sem svo smátt og smátt varð hærri og sterkari, unz hann að lokum varð eins og samhang- andi þrumuhljóð. Þegar við stigum út úr bílnum var sem jörðin titraði undir fótum okkar, svo var fall fossins mikið. Og nú birtist þetta fossatröll í öllum sínum mikilleik, og var ekki laust við að geigs kendi í göml- um augum við fyrstu sýn. í námunda við fossinn er ekki mikið um jarðargróða að ræða, enda byrjar Fjallaskáldið okkar, Kristján Jónsson, kvæði sitt — “Dettifoss” á þessa leið: “Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm”, og seinna í sama erindinu segir hann þetta: “undir þér bergið sterka stynur sem strá í nætur-kulda-blæ”. Þessar lýsingar eru svo nákvæm- ar, að betri er ekkt hægt að hugsa sér. Þegar við kvöddum Dettifoss, kom mér til hugar samnefnt l kvæði Einars Benediktssonar, þar sem ihann segir meðal ann- i ars: “Hjer finnst, hjer skilst hve ís- lands auðn er stór. Hver ómur brims, er rís þess fljótasjór. Þig, konúng vorra stoltu, sterku fossa j jeg stilla heyri forsöng í þeim kór. Öll gljúfrahofin hljóma af gulli snauð um hjeruð landsins undir sólar- blossa og færa hæðum hærri, dýrri auð og hreinni fórn en nokkur manns hönd bauð, er byggði turna og reisti kirkju- ikrossa.” Og seinna í sama kvæði brýst út hinn mikli spádóms andi Ein- ars, þar sem hann segir: “Hjer mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyði- mörk við hjartaslög þíns afls í segul- æðum”. Enigum dylst, sem horft hefir á hina mörgu fögru, suma hrika- legu, fossa íslands, að þar á þjóð in ótæmandi varasjóð, sparisjóð, sem aldrei mun þrjóta, en borga ógrynni vaxtarfjár eftir því sem þörfin krefur og tímar líða. Næsti viðkomustaður var Ás- byrgi. Lengi hafði eg þráð að sjá þennan víðrómaða stað, þetta hófs-spor Sleipnis, þar sem hann steig á bergið svo undan honum sökk margar mannhæðir. Ekki gæti eg með góðri sam- vizku sagt, að þessi goðsögn sé á engu byggð, því svo er hófs- sporið rétt myndað, jafnvel hvert bris í hóftungunni, að nánara gætu varla listamenn nútímans mótað það, og er þá mikið sagt, því margir þeirra eru afburða góðir í þeirri list. ^M'ikiU trjágröOur og annara jurta er mjög áberandi í Ásbergi og dregur nokkuð úr hinni hrika legu og 'heillandi sýn þar inni. Varð okkur það að orði að vel mætti sóma hófs-sporinu að eng- in gróður væri þar sjáanlegur, en aðeins að skeifu opinu, en um það munu samt vera skiftar skoð anir, og heimamönnum vel trú- and til þess að sjá hvað bezt sæmir staðnum í því sem öðru. Eftir nokkra dvöl í Ásbyrgi snérum við heimleiðis. Komum við til Húsaví'kur seint um kvöldið, en okkur til mikilla vonbrigða var séra Friðrik suður í Reykjavík, og því ekki um samfundi að ræða. Var nú hald- ið á stað til Akureyrar og komið heim að aflíðandi miðnætti. Þetta sextán klukkutíma ferða- lag mun okkur aldrei úr minni líða. Framh. Munið Laugardagsskólann, laugardags morgna kl. 10.30 í neðri sal Sambandskirkjunnar að Banning St. Þetta Nýja Ger Verkar Fljótt Heldur Ferskleika Þarf Engrar Kælingar Nú getið þér bakað í snatri án fersks gers! Takið aðeins pakka af Fleischman’s skjótvirka þurra geri, úr skápnum yðar og notið alveg eins og köku af fersku geri! Hér er alt sem gera þarf: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri á. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel í. (Vatnið sem notað er í gerið er hluti þess vatns, er forskri^tin segir) Fáið mánaðar forða í dag frá kaupmanninum. 4548—Rev. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Deyfður fiskur iifir vikum saman freðinn Arne Joker heitir danskur fiskifræðingur, sem hefur tekið sér fyrir hendur að frysta fiska og lífga þá aftur. í frystu tilrauninni deyfði hann fiskana með því að sprauta í þá blöndu af efnunum evipan ðg úrethan. Sioan Vorú þeir hrag frystir við 50 stiga frost í ís- klumpum. Fiskarnir voru þíddir eftir frá sex til 29 daga og komu 38 af hundraði lifandi úr ísnum. f annarri tilraun frysti Joker sex rauðsprettur lifandi en í þetta skipti aðeins við 25 stiga frost. Eftir 48 daga voru þær þíddar í sjó og reyndust fimm af sex rauðsprettum lifandi. Alls hefur Joker framkvæmt 50 tilraunir með góðum árangri og hann heldur þeim áfram. ★ Útvarp Vatíkansins hefur tek- ið að útvarpa á sænsku, dönsku og norsku á hverjum miðviku- degi. Úvarpið bendir á, að ástæð an sé aukinn fjöldi kaþólskt trú aðra manna á Norðurlöndum. —Mbl. } íslenzk—ensk og ensk—ís- lenzkar orðabækur G. T. Zoega eru nú komnar í Björnsson Book Store að 702 Sargent Ave, Winnipeg og kostar hver um sig $7.00 eða báðar $14.00. SMÁVEGIS Harpo Marx, gamanleikarinn, sagði kunningja sínum að hann hefði kennt litlum syni sínum hnefaleik, því að þá list þyrfti maður að kunna í þessum vonda heimi. “Já, en mundu það, að sonur þinn stendur kannske ein- hverntíma andspænis stærri og sterkari manni, sem líka kann hnefaleik.” sagði kunninginn. Harpo Marx ypti öxlum og sagði: “Já, eg hef líka kennt hon um að taka til fótanna.” Þegar ameríska tónskáldið Gershwin andaðist samdi einn kunningi hans, sem gjarnan vildi teljast tónskáld, sorgarkantötu í minningu hans. Er hann hafði lokið verkinu fór hann með það til tónlistargagnrýnanda nokkurs að fá álit hans. Er gagnrýnand- inn hafði kynnt sér verkið kvað hann upp svofelldan dóm: Eg hygg það hefði verið betra að þú hefðir dáið, en Gershwin sam ið kantötuna. ★ Fiðlusnillingurinn Mischa E1 man segir stundum þessa sögu: Eg var einu sinni staddur í all fjölmennu boði og var beðinn að leika nú eitthvað. Eg valdi Kreutzersónötu Beethovens, og eg held mér sé óhætt að segja að eg hafi flutt hana sæmilega. Eins J4in Konunglega canadiska lögregla leitast eftir mönnum fyrir lúðrasveit sína í Ottawa, Ontario og Regina, Saskatdiewan. Ungir menn frá 18 til 30 ára gamlir og ókvæntir koma til greina við valið ef þeir geta leikið á eitt eða fleiri af eftirtöldum hljóðfærum: Flauta, Oboe, Básúna, Klarinett, Vald- horn, Lúður, Trompett, Trombon, Bassi, Bassifiol og SlaghJjóðfæri. Allar uppl singar veittar lijá: The Commissioner, R.C.M. POLICE. OTTAWA, ONTARIO.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.