Heimskringla - 30.03.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. MARZ 1955
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Og kunnugt er, þá eru í henni
nokkrar þagnir. f einni slíkri
“þögn” kom frænka mín ein, sem
var í veizlunni ,til mín, lagði
höndina á öxl mér og sagði:
Leiktu heldur eitthvað sem þú
kannt almennilega, frændi.
★
Gestur í klúbbnum: Eg fæ
ekki skilið hversvegna þér hafið
ekki síma hér í klúbbnum.
Umsjónarmaðurinn: Meirihlut
inn af klúbbfélögunum er kvænt
ur.
★
Kunn leikkona og leikari sem
voru gift skildu, og attu þau
tveggja ára dreng og dæmdist
rétt vera að móðurin skyldi hafa
hann hjá sér.
Nú urðu þessi fyrrverandi
hjón svarnir óvinir, en drengur
inn fékk þó einstaka sinnum að
heimsækja pabba sinn, en aldrei
sá hann foreldra sína saman.
En tíminn leið, sárin gréru og
reiðin rénaði, og ákváðu hin
skildu hjón að fara saman í
ferðalag með drenginn, sem
var orðinn sex ára. Þegar Þau
hittust, horfði drengurinn á þau
á víxl, og sagði undran<^*:
“En mamma—og pahbi
ekki vissi eg að þið þekktust!
CrissXCross
(Patented 1945)
French Shorts
Fara alveg sérstaklega vel, með
teygjubandi um mittið — einka-
leyfð—knept með sjdlfvirku
"Criss X Cross” að framan, er
hið bezta lítur út, búið til úr
efnisgóðri kembdri bómull. Auð-
þvegin —engin strauing — sézt
lítið á við bnikun —Jersey er við
á. W18-54
BLOOD BANK
THIS
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
DREWRYS
MANITOBA
D I V I S I 0 N
WESTERN
CANADA
breweries
L I M I T I D
MD-S5a
—
Thelma
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
15. KAFLI
Þegar Olaf Guldmar og dóttir hans fóru
heim af skemmtiskipinu það kvöld, fylgdi'Er-
rington þeim heim til þeirra.
Þau voru öll mjög þögul—bóndinn mjög
hugsandi og þungbúinn, Thelma feimin, og Er-
rington sjálfur var of sæll til þess geta
nokkuð. Þegar þau nálguðust húsið, sáu þau
Sigurd sem lá undir svölunum, og lék sér eins
cg í leiðslu að því að þreifa á rósunum á vafn-
ingsviðinum, en Þegar hann heyrði fótatak
þeirra, leit hann upp, rak upp villimannslegt
óp, og flúði-
“Hann er að verða verri og verri, vesalings
drengurinn”, sagði Guldmar, alvarlega; “og þó
er par undarlegt sambland af framsýni og vís-
dómi, innan um allt ruglið. Myndirðu trúa þvi,
Thelma, barnið mitt,” og hann snéri sér að dótt-
ir sinni og lagði handlegginn utan um mitti
hennar — “að hann virtist vita hvernig það var
á milli ykkar Philips, þegar mig grunaði ekki
neitt!” Það voru hans fyrstu orð sem lutu að
trúlofun hennar, og hún laut höfði—feimin og
óframfærin. “Nú, nú!, hversvegna að líta und-
an?” hélt gamli maðurinn áfram, hressilega.
“Datt þér í hug að eg myndi neita þér um ham-
ingju þína? Nei! Og aldrei þorði eg að vona
að þú, yndið mitt, öðlaðist slíkan ráðahag, sem
þér væri svo samboðinn!”
Hann þagnaði augnablik, og horfði blíð-
lega ofan á höfuð hennar, sem hvíldi við brjóst
hans—hélt síðan áfram, og beindi orðum sínum
til Erringtons: “Við eigum sögu frá Norrænu
Ásatrúartímunum, drengur minn, um tvo elsk-
endur sem játuðu hvort öðru ást sína eina nótt
í snjóbyl um miðjan vetur. Þau voru saman í
eyðilegum kofa á fjöllum uppi, og allt í kring-
um þau var óendanleg snjóbreiða og gaddur.—
Þau voru af ætt goðanna, og þess vegna héldu
goðin verndarhendi yfir þeim—og það skéði
eftir að þau höfðu svarið hvort öðru trúnaðar-
eiða, að gaddfreðin hurð kofans opnaðist
skyndilega, og sjá! umhverfið og landslagið
var orðið breytt—hæðirnar voru grænar, og
vafðar í blómgresi. Loftið var heiðblátt og skín
andi, og fuglarnir sungu, allstaðar heyrðist
vatnaniður. Ár og lækir voru leyst úr klaka-
böndum og fossuðu niður klettóttar fjallahlíð-
arnar í blikandi sólskininu. Þetta allt var verk
gyðjunnar Freyju — hún vakti yfir elskendun-
um, og fyrsti ástarkoss þeirra rak veturinn á
flótta úr landinu og seiddi fram vorið í stað-
inn. Þetta er falleg saga, og gerist um allan
heim—kemur fram við alla menn og konur
hver sem trúarbrögð þeirra kunna að vera! Það
hjarta hlýtur sannarlega að vera í klakaböndum
sem ástin getur ekki vermt—og mitt eigið hjarta
þótt gamalt sé, yngist upp við ástarsælu barn-
anna minna.” Hann ýtti dóttur sinni blíðlega
frá sér og til Philips, og sagði með hátíðlegri
alvöru: “Farðu til hans, barnið mitt, og blessun-
aróskir þíns gamla föður fylgja þér! Einnig
fylgja þér þrjár beztu dyggðirnar sem eigin-
konu geta prýtt—sannleiksást, auðmýkt, og
hlýðni. Góða nótt, sonur minn!” hann þrýsti
hönd Erringtons, hrærður. “Það fer lengri tími
í það hjá þér að bjóða Thelmu góða nótt,” og
hann hló, “svo eg ætla að fara inn og lofa þér
að gera það í næði!”
Hann kinkaði kolli góðlátlega, og fór inn
í húsið, og blístraði lag á leiðinni, til þess að
þau skyldu ekki halda að hann væri í þungu
skapi—en elskendurnir gengu hægt aftur og
fram um garðstíginn og skiftust á þessum
fyrstu trúnaðarorðum sem óviðkomandi fólki
finnst úr öllu hófi smásmugleg og marklaus,
þótt þeim sem þau snerta eingöngu finmst þau
yndisleg og töfrandi. Spurningar slíkar sem þess
ar: “Hvenær feldurðu fyrst ástarhug til min?
“Hvað hugsaðirðu þegar eg sagði þetta eða
hitt?” Þessum fávíslegu spurningum hvísla allir
af?” Þessum fávíslega spurningum hvísla allir
elskendur ljúft og þýðlega, og þegar Philip að
síðustu bauð góða nótt, nauðugri en Romeo og
þrýsti kveðjukossinum á ferskar, yndislegar
varir unnustunnar, var ráðgátan sem hann
hafði'svo oft strítt við—leyst og auðskilin—líf-
ið var þess virði að lifa því, virði þess að hlúa
að því og göfga það. Ástæðan til alls þessa virt-
ist honum nú auðskilin—ástin, og ástin ein,
styrkti, stjórnaði, og fullkomnaði alheiminn!
Hann fann að hún var svarið við öllum hans
vafningum og heilabrotum—hjarta hans fyllt-
ist undursamlegri ró—sál hans dýrðlegri sælu-
tilfinningu.
Á meðan vinur hans var í landi, hafði Lor-
imer tekist það á hendur að segja Duprez og
Macfarlane fréttirnar.
Þá ungu herra hafði auðvitað grunað að
eitthvað svipað þessu væri að gerast, en að það
væri komið svo langt, kom þeim á óvart.
“Eg get sagt ykkur það, drengir”, sagði
Lorimer, kæruleysislega, þar sem hann sat! ?*
reýkjandi hjá þeim uppi á þilfarinu, “að ykkur j |
er betra að fara varlega! Ef þið starið of mikið )
á ungfrú Guldmar hér eftir mun Philip ekki
falla það svo vel!”
“Jæja!” hrópaði hinn glaðlegi Duprez, —
“svo að okkar ágæti vinur Philip er þá ástfang-
inn?”
“Ofurlítið meira en það,” sagði Lorimer,
og horfði tómlætislega á vindlinginn sem hann
hélt á milli fingranna. “Hann er nú trúlofaður
maður.”
“Trúlofaður!” hrópaði Macfarlane, æstur.
“Eg verð að segja það að hann er bráðheppinn!
Hann hefir hvorki meira né minna en fest sér
fegurstu og mikilhæfustu stúlkuna sem til er í
þessum syndum spilta heimi!”
“Já, það hefir hann gert!” sagði Duprez,!
alvarlega, og kinkaði kolli til samþykkis.
“Philip er vitur náungi! Hann er heppinn!
Eg er alls ekki með giftingum—nei! Ekki hvað
mig sjálfan snertir—það er að binda hendur
sínar, það er að verða fangi—og það myndi
ekki henta mér; en ef það ætti að liggja fyrir
mér þesskonar fangavist, þá langaði mig til að
ungfrú Guldmar hefði orðið fangavörðurinn
minn. Hún er fögur, mon Dieu! svo það er ekk-
ert til samanburðar!” Lorimer var þögull, það
var Macfarlane líka. Eftir dálitla þögn, hélt
Duprez áfam. “Og veiztu, minn kæri Lorimer,
hvenær Philip okkar ætlar að gifta sig?”
“Eg hefi ekki minnstu hugmynd um það,”
svaraði Lorimer. “Eg veit að hann er heitbund
inn, það er allt sem eg veit.”
Skyndilega fór Macfarlane að hlæja. “Eg
var að hugsa um það, Lorimer”, sagði hann, og
glettnin glampaði í litlu, gráu augunum hans,
‘ að það væri gaman a ðsjá framan í gamla Dyce-
worthy þegar hann heyrir þessar fréttir. Eg er
viss um að hann blótar og formælir ekki síður
en mín guðhrædda frænka í Glasgow, eða eins
og gamla nornin sem formælti ungfrú Thelmu j
Professional and Business
====== Directory—
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultaíions by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögfrœðingax
Bank oí Nova Scotia Bldc.
Portage og Garry St
Sími 928 291
Dr* P. H. T. Thorlakson
WINMPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CH.4RTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025
Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rentol. Insurcrnce and Finamcia)
Agents
Slmi 927 538
308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 954
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We speciallze in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
A. S. BARDAL
LIMITED
selur likkistur og annast um
útfarir. Allur úhbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann nii«iwmtBr
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
í gær!”
“Já, það var nú hræðiíega óskemmtileg
kerling!” sagði Lorimer, hugsandi. “Eg skil
ekki hvað hún gat meint með slíkri framkomu!”
“Hún meinti það, minn góði vinur”, sagði
Duprez, spekingslega, “að hún veit að hún
sjálf er gömul, ljót, og full af trúarofstæki, þar
sem ungfrúin er ung og yndisleg—það er nægi-
leg ástæða til þess að kvenfólk láti sér slíkar
formælingar um munn fara!”
“Hér kemur Errington”, sagði Macfarlane
og benti á bátinn sem bar fljótt yfir í áttina til
skipsins. “Lorimer, eigum við að óska honum
til hamingju ?”
“Ef ykkur sýnist!” svaraði Lorimer. “Eg1
þori að segja að hann tekur því vel.”
Svo eins fljótt og Errington steig á skips-
fjöl, hópuðust vinir hans utan um hann, og
kepptust við að óska honum til hamingju með
mörgum fögrum orðum.
Hann þakkaði þeim álúðlega og blátt áfram
—laus við alla uppgerðar feimni, sem sumir
ungir menn virðast halda að eigi við undir svip-
uðum kringumstæðum. “Sannast að segja’, sagði
hann einlægnislega, “finnst mér að eg hafi orð-
ið miklu meiri hamingju aðnjótandi, heldur en
eg á skilið!”
“Eg er að hugsa um hvílíkt öldurót hún
vekur í samkvæmislífinu í London, Phil!” sagði
Lorimer allt í einu. “Hamingjan góða! Greifa-
frú Winsleigh grætur af eintómri öfund og
reiði!” ......
“Eg vona að svo verði ekki”, sagði Philip,
hlæjandi. “Eg myndi halda að það þyrfti meira
en lítið til þess að koma tárum fram í hin köldu
og tindrandi augu frúarinnar.”
“Hún var ákaflega 'hrifin af þér, Philip”,
sagði Lorimer. “Þú varst í meira en litlu uppá-
haldi hjá henni.”
“Allir karlmenn eru í uppáhaldi hjá henni
nema eiginmaðurinn hennar”, sagði Errington,
glaðlega. “Komið þið ofan, við verðum að fá
okkur kampavín í minningu um þennan ham-
ingjudag. Við skulum mæla fyrir skálum! Mér,
fyrir mitt leyti, finnst full ástæða til að gleðj-
ast í kvöld.” Þeir fóru allir ofan í skipssalinn,
og settust að rausnarlegri drykkju—sungu mik
ið og sögðu skemtilegar sögur.
Lorimer var kátastur og fjörugastur allra
í hópnum það kvöld. Það var komið langt fram
yfir miðnætti þegar þeir gengu til hvílu án þess
að veita—ef til vill því undursamlegasta og
dýrðlegasta útsýni á öllu þeirra ferðalagi—
nokkra eftirtekt. Thelma horfði á það af svölum
hússins þar sem hún stóð, og faðir 'hennar sem
stóð hjá henni. — Sigurd horfði á hina mikil-
fenglegu litbrigðadýrð loftsins^hann hafði
komið út úr skógarþykkni, þar sem hann hafði
falið sig, og sat nú auðmjúkur við fætur
Thelmu. Öll þrjú voru þögul, og horfðu í helgri
lotningu á ljóma loftsins. Einu sinni ávarpaði
Guldmar Thelmu með þýðri rödd:
“Þú ert hamingjusöm barnið mitt?”
“Thelma brosti—andlit hennar ljómaði af
gleði. ‘ósegjanlega sæl og hamingjusöm, faðlr
minn!”
Við hljóðið af málrómi hennar, leit Sigurd
upp. Stóru bláu augun voru full af tárum, hann
tók hönd hennar og hélt henni milli sinna mögru
og visnu handa.
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osborne St. Phone 4-4395
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance aiul Finandal
Agenta
Sfmi 92-5001
508 Toronto General Trusts Bldg.
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Office 92-7130 House 72-4315
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
Mimeographing, Addressing. Typing
1
t'—
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Bullder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 72-1272
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
FINKLEM AN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Building
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 92-2496
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Aliur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
1
Vér verzlum aðeins með fyrsta
ílokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALStMI 3-3809
-------*-------------——~^
BAJLDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funer.il Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
r/'~
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390
S.,
fj—
Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Sperialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 — 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
1
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Reai Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Hafið HÖFN í Hugt
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street _
Vancouver 9, B. C.
r
GILBART FUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmei
PHONE 3271 - Selkirk
r.
GUARANTEED WATCH, fe CLOCK
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clocks
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-317
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOLICITOR,
NOTARY PUBLIC
Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015
206 Confcderation Building,
Winnipeg, taan.
HERE .NOWI
ToastMaster
MIGHTY FINE BREADI
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTOf
Manager Sales Mgr.
PHONE 3-7144