Heimskringla - 06.04.1955, Page 1
I
CENTURY MOTORS LTD*
247 MAIN — Phone 92-3311
LXIX, ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN., 6. APRÍL 1955
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN-716 PORTAGE
V ^
NÚMER 27.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
CHURCHILL FER, EDEN
TEKUR VIÐ VÖLDUM
Sir W‘nston Churchill
OR ÖLLUM ATTUM
Það hafa orðið snarpar umræð
Ur á fylkisþingi Manitoba út af
tekjuhalla aðal spítala þessa
bæjar—General Hospital. Þó
fylkisstjórnin hafi fengið ærlega
ofanígjöf fyrir að hlaupa ekki
tafarlaust undir bagga skýrir
það ekki málið eins og vera ber
Á bankareikningi spitalans kvað^
skuldin nema $341,000. Á henni
stendur þannig, að sjúklingarnir j
geta bókstaflega ekki borgað
fyrir sig, og sveitir og bæjir
hlaupa þar undir bagga. En hið
umsamda meðlag sveita eða -bæja
með hverjum sjúkling hrekkur
nú ekki, og það verður að hækka,
ef vel á að fara. Verð og launa-
hækkun vorra tíma olla því.
Skipaði fylki-sstjórnin nefnd
til rannsókna, og er eftir að vita
^vaða ávinningur það verður mál
inu. Hjá því gat stjórnin ekki
komist, því þarna eru um opin-
'bert fé beðið til stofnunar sem
er séreign einstakra. Þess ber að
gæta.
^ylkisstjórnin segir -sjúkra-
nsið eiga nægilega mikið úti-
standandi fé ihjá sjúklingum, til
|nkningar skuld sinni, fé, sem
innheimtast muni með tíð og'
Anthony Eden
Sir Winston Churchill slepti
stjórnartaumunum í gær, 5. apríl
sakir aldurs, en við þeim tekur
Anthony Eden. Ctourohill er átt-
ræður, 'hefir verið stjórnarfor-
maður rúmlega 8V2 ár, en hefir
við stjórnmál átt í 50 ár.
Eden er 57 ára. Er gert ráð fyr-
ir að kosningar fari bráðlegá
fram til að staðfesta skipun hans
í forsæti stjórnarinnar.
Bretar dýrka Churchill og
aðrar þjóðir reyndar einnig. —
Teija hann fremsta mann þess-
ara tíma.
Breta-drotning mælti fyrir
skál hans að stjórnarformensku
lokinni, en það er hlutur, sem
ekki kvað fyr hafa átt sér stað
og engin forsætisráðherra átt fyr
að fagna. Churohill verður þing-
mðaur eftir sem áður.
tíma mikið af. En bankinn*getur
ekki beðið eftir því, segja stjórn
endur -sjúkrahússins. Mr. Camp-
bell stjórnarformaður, hélt því
spítalinn ætti í óinnheimtu te,
sem enginn hætta væri á að ekki
innheimtist um $408,000; og mik
ið af væru sama sem iðgjöld til
Bláa Krossins. Hann sér ekki á-
stæðu fyrir bankann að vera
neitt skelkaðann úr því svo væri.
Manítc>ba fylki mun tekju-
haWa spítalarekstursins greiða
að lokum. Hitt gæti átt sér stað,
að þetta spítala-mál vekti um-
ræður um þjóðeign sjúkrahúsa.
«WI
f febrúarmánuði sendi stjórn
Rússlands Canadastjórn tilboð
um að skiftast á heimsóknum
nokkra þingmanna á komandi
sumri. Lagði Ottawastjórnin
blessun sína yfir þetta s.l. mið-
vikudag. Þingmenn úr öllum
flokkum Ottawaþingsins á að
senda héðan. Þykir sá ljóður á
þessu, að stjórnin, en ekki þin-g-
ið, samþykkir þetta.
Belgía 'hefir ákveðið að reisa
turn, sem á að verða hinn
hæsti í heimi. Ástæðan fyrir því
er sú, að í Brussels verður Al-
heimssyning 1958 og turn þessi
á að verða eitt af aðdráttaröflum
sýningarinnar.
Turninn verður 400 fetum
hærri en Empire State bygging-
in í New York og helmingi hærri
en Effel-turninn. Hæðin er
1,639 fet, en upp af því verður
reist 442 'feia há sjónvarpsstöð,
svo -hæðin er alls 2081 fet.
Þessi Baíbels-turn sem kallað-
ur er af mörgum á að kosta um
10 miljón dali.
•Wl
Kommúnistastjórnirnar á Rúss
landi, Kína, Tjekkóslóvakíu eru
að senda nefndir til Japan í þeim
tilgangi að ná í eitthvað af verzl
un þeirra. Nefndir þessar hafa
fengið leyfi frá Japansstjórn, er
nú er sögð líta á þetta óhýru
auga, því öll kommúnistafélög í
Japan hugsa sér að nota þessar
nefndir til útbreiðslu stefnu
sinni, eða kommúnisma.
RADDIR ALMENNINGS
Glenboro, Man.
31. marz, 1955
Kærri Rtstj. Hkr.
í gærdag, 30. marz, var fyrsti
vel 'hlýr vordagur. Snjór hér um
slóðir er fremur mikill en sjatn-
aði mikið svo færi batnaði að
mun—þann dag.
il2. marz, sá eg 5 hrafna fljúga
yfir býli mitt í Assiniboinárdal
norður af Glenboro bæ. Hrafnarn
ir flugu til suðausturs. Þeir töl-
uðu allmikið þá þeir flugu yfir,
eins og til að sjá um væntanlegt
veður. Máske vont veður?
Hér um slóðir voru fremur
vond veður um tveggja vikna
tíma frá hrafnareisunni.
30. marz, í hlývidrinu (45°
F.ih.) voru hér við byggingarn-
ar um 50 til 100 Red polls, falleg
ir smáfuglar að tína sér í sarpinn.
í dag 31. marz eru þessir smá-
gestir í stórum hóp við sömu
iðju. Redpolls eru fuglar Norð-
ursins. Á vetrum dvelja þeir
sunnar, um norður hluta Banda-
ríkjanna, er mér sagt. Þeir eru
liklega að flytja sig norður til
landsetu og búskapar sem hvað
vera siður þeirra yfir sumartím-
ann.
Máske hefir vor góða Canada-
stjórn lært af þessum og öðrum
fuglum, að Norðrið er vænlegt
ungu fólki einnig. “Go Nort'h
Young Man’.
Fremur gott ráð, þó ráð músa
og manna fari stundum á annann
veg en til var ætlast í fyrstu.
Þessi byggð í Glenboro héraði
er ein bezta nýlenda í Vestur
Canada. Þar settust að margir
dugandi íslendingar um árið
1880 og síðar.
Fólki hér líður fremur vel í
trássi við fremur hervilta stjórn
sem gæti þó verið verri en er.
íHeimilum fslendinga í hérað-
inu hér fer fremur fækkandi.
Flestir hinna fyrstu íslenzku
landnema eru dánir nú. Fyrsta
kynslóðin er nú aldrað fólk, —
sumt flutt í burt eða bara hætt
búskap, en búgarðar þess úr ætt
um gengnir og orðnir eign ann-
ara þjóða fólks. Þó er ennþá eft-
ir hér vænn hópur af fyrstu kyn-
slóð íslendinga, göfugt fólk, upp
frætt í lúterskum lífsreglum,
sem ennþá stundar búskap á
bændabýlunum vingjarnlegu þar
sem hinir dugandi en fremur
fátæku landnemar reistu sínar
Öndvegissúlur í fyrstu í þessari j
nýlendu, Argyle-ibyggð.
Með þessu góða fólki er dálít- j
ið eftir af íslenzkri tungu. Enj
við fall þess fellur íslenzka tung,
an einnig. Þegar bóndinn fellur
er sjálfu ríkinu hætt, en það lög
mál á við alla bændur.
G. S. Johnson
íslenzk tónlist
í útvarpsþætti
Maður er nefndur Jan Rubes
söngvari góður og stjórnandi
þáttar, er heitir “Songs of my
People” og útvarpað er um allt
Canada frá CBC-stöðinni í Tok-
onto á toverju föstudagskvöldi
kl. 11 — 11:30 eftir Winnipeg-
tíma. Eru í þætti þessum sungin
og leikin lög frá ýmsum löndum.
Hefur Jan Rubes sér til aðstoðar
úrvaldshljómsveit og kór, en fær
jafnframt iðulega gesti til að
syngja, fulltrúa hinna mörgu
þjóðarbrota i Canada.
Síðastliðið föstudagskvöld, L
apríl, var leikið í þætti þessum
lag Sigurðar Þórðarsonar; Sjá
dagar koma, ár og aldir líða, og
þess getið um leið, að fleiri ís-
lenzk lög yrðu ílutt í iþættinum
eitthvert föstudagskveldið á
næstunni.
Um hópferðina til Islands
Enn er beðið eftir endanlegum
upplýsingum frá íslandi, og
skulu mönnum því á meðan
veittar eftirfarandi leiðbeining-
ar um öflun vegabréfa og ann-
arra nauðsynlegra farargagna:
Þeir, sem eiga ekki gilt kana-
diskt vegabréf, verða að sækja
um það til Ottawa. Skulu þeir
fyrst skrifa eftir eyðublaði til
Department of External Affairs,
Passport Office, Ottawa. Er það
hefur verið fyllt út og þeim skil-
yrðum fullnægt, er þar eru sett,
skal það endursent, og fá menn
þá kanadiskt vegabréf.
Næsti áfangi er að fá vega-
bréfsáritun hjá Gretti L. Jó-
hannssyni ræðismann, Icelandic
Consulate, 76 Middlegate, Win-
nipeg. Þarf fyrst að skrifa eftir
eyðublaði til hans, fylla það út
og senda Gretti það ásamt 2 vega-
bréfsmyndum (þ.e. samskonar
myndum og eru í vegabréfinu
sjálfu, og $3.40 áritunargjaldi.
Mun Grettir annast þessa fyr-
irgreiðslu fram til 11 maí, en
um það leyti fer hann af landi
burt, og verða menn úr því að
leita um áritun til Icelandic
Legation, 1906, 23rd. St. N. W.,
Washington 8, D.C.
Væntanlegir farþegar, búsett-
ir í Bandaríkjunum, munu afla
sér vegahréfs eftir þeim leiðum,
GESTTU KVEDJA
Hr. Gunnar Thoroddsen og frú
sem þar eru farnar, og að sjálf-
sögðu sækja um vegabréfsáritun
til íslenzka sendiráðsins í Wash-
ington.
THOR VÍKING
515 Smcoe St.
Wmnipeg 10, Man.
eftirminnilegt
KVÖLD
Síðdegis sunnudaginn þann
27. marz var óvanalega mikil um-
ferð á vegum öllum til Ashern,
Manitoba; þangað dreif fólk úr
byggðum fslendinga austan
Manitobavatns, frá Lundum að
sunnan og Steep Rock að norðan
og öllum byggðum þar á milli.
Þjóðræknisfélag fslendinga í
Vesturheimi hafði efnt til sam-
komu að Ashern þetta kvöld, þar
sem gafst kostur á að kynnast
ágætum gestum frá íslandi, þeim
hr. Gunnari Tihoroddsen, alþing-
ismanni og borgarstjóra í Reykja
vík og konu hans frú Völu Ás-
geirsdóttur Thoroddsen.
Var fyrst gengið til kirkju
lúterska safnaðarins á Ashem og
hlýtt messu. Séra Bragi Friðriks
son prédikaði, umræðuefni hans:
“Kirkjan”. Herra Ólafur Hjart-
arson frá Steep Rock söng ein-
söng: Kvöldbæn, eftir Björgvin
Guðmundsson, fór þar saman
fagurt lag og fögur rödd. —Und-
irspil annaðist hr. Gunnar Er-
'lendsson frá Winnipeg. Frú B.
Johnson frá Vogum spilaði fyr-
ir sálmasöngnum. —Þessi ís-
lenzka guðsþjónusta, eg hygg
hin fyrsta að Ashern, var mjög
hátíðleg, og fagurlega hljómaði
íslenzki sálmasöngurinn. Eftir
messu var haldið til samkomu-
toúss bæjarins og fylgt eftir-
fylgjandi dagskrá:
O, Canada—Eg víl elska mitt
land.
1. Samkoman sett: Séra Bragi
Friðriksson
2. Almennur söngur.
3. (Ávarp: Hr. Björn Jónsson,
oddviti Siglunessveitar frá
Silver Bay.
4. jRæða: Hr. Gunnar Thor-
oddsen, borgarstjóri.
5. Kveðja frá Þjóðræknisfé-
laginu: Ólafur Hallsson.
6. Tvísöngur: Ungfrú Heiða
Jóhannesson og ungfrú
Patricia Kristveig Jóhann-
esson.
7. Framsögn, kvæði: Ungfrú
Oddný Johnson.
8. Ávarp: Próf. Finnbogi Guð-
mundsson.
9. Almennur söngur.
10. Myndasýning. — Eldgamla
fsafold — God Sove The
Queen.
Eg reyni ekki að lýsa, hvernig
tókst með hvert einstakt atriði
dagskrárinnar, læt nægja að
segja, að samkoman var sérstak-
lega ánægjuleg. Séra Braga fórst
stjórnin þannig, að allir voru í
léttu skapi, skemmtu sér auðsjá-
anlega vel og nutu þess nýnæmis
að vera á samkomu sem öll fór
fram á íslenzku.
Ræða Gunnars Thoroddsen,
“Um Reykjavík fyrr og nú”, var
bæði fróðleg og skemmtileg og
ágætlega vel flutt.
IHr. Björn Jónasson færði
heiðursgestunum gjöf frá sam-
komunni, blómker úr silfri með
þessari áletrun:
Til minningar um samkomu að
Ashern, 27. marz 1955
Lítil og ljóshærð þriggja ára
gömul dótturdóttir Björns Jóri-
assonar færði frú Völu skruð-
blóm og ávarpaði frúna á ís-
lenzku.
Þennan vináttuvott þökkuðu
gestirnir með vel völdum orðum,
lýstu gleði sinni yfir viðkynn-
ingunni við þennan fjölmenna
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, hafa borgarstjóra hjónin frá
Reykjavík dvalið á meðal fslend-
inga í Winnipeg um tveggja
vikna skeið. Hafa þau verið
aufúsugestir miklir, en orðið að
búa hér við þau hörðu kjör, er
góðra íslendinga að íheiman bíð-
ur flestra. En það er að þeytast,
af og til, í hvernig veðri sem er,
út í sveitir að halda ræður á með-
al týndra sauða, eins og við
stundum segjum, með það eitt
að launum, að eignast ítök ef
nokkurs virði eru í hugum Vest
ur-íslendinga, þegar bezt lætur.
Og það eitt getum við verið viss
um, að nefnd hjón hafa þau í
fylsta mæli hlotið.
Þjóðræknisfélagið, sem ásamt
háskóla fylkisins mun hafa stað-
ið fyrir iboði hjónanna, hélt þeim
kveðjusamsæti s.l. mánudag á
F°rt Garry hóteli. Héldu hjónin
af stað héðan á þriðjudagsmorg-
un (5. apríl) Heimsækja þau ís-
lendinga í Norður-Dakota, en
munu úr því halda heim.
Skrifaðar hafa verið greinar
um ferðir gestanna úti í
sveitum. Birtast þegar nokkrar
af þeim í þessu blaði. Lýsa þær
mjög vel fögnuði íslendinga af
komu borgarstjóra hjónanna. #
Gunnar Thoroddsen er for-
kunnar góður ræðumaður. Ræða
hans um Reykjavík, sögu hennar
og vöxt, þó stiklað væri á stein-
um, var eitt af snjallari lengri
erindum, er vér höfum hlýtt á.
Og tækifærisræðurnar, óundir-
búnu í samkvæmunum, báru svo
hóp góðra landa (um tvö hundr-
uð) og þakklæti fyrir hlýjar við
tökur.
Óhætt er að segja, að koma
Thoroddsen hjónanna til A&hern
varð samkomugestum og öllum,
sem kynntust þeim, óblandið
gleðiefni, mega þau vel taka
undir með gagnorða Rómverjan-
um, sem sagði: “Eg kom, sá, sigr-
aði”. Þau fönguðu hug allra; þau
eru skemmtileg í viðræðum,
glæsileg útlits, virðuleg, en þó
látlaus og hlýleg í framkomu.
Gestir sem þau vinna þjóðrækn-
isviðleitni okkar ómetanlegt
gagn, treysta bræðrabandið á
milli heimaþjóðarinnar og þjóð-
arbrotsins hér vestra.
Heiður og þökk sé þeim ágætu
hjónum fyrir komuna.
Um samkomuna í heild leyfi
eg mér að segja, að auðfundið
var, að þar ríkti bróðurhugur og
innileg gleði yfir að hafa komið
saman—sem íslendingar á trú-
ræknis- og þjóðernislegum
grundvelli. Gefur þetta góða von
að alrei brást skarpri athugun
ræðumanns gott vitni.
Honum varð ávalt vel til
fanga með söguleg alkunn sýn-
ishorn er við efnið áttu í óundir-
búnu ræðunum og það sannaðist
þarna á borgarstjóranum og al-
þingismanninum, að engin er á-
gætur af engu.
Frú Vala Thoroddsen, er dótt-
ir forseta-hjóna fslands og á
ekki langt að sækja þokka sinn,
er engum er henni hefir nú kynst
hefir yfirsézt. Frægj) föður
hennar barst fyrst hér vestur
að nokkru (vonandi ) með grein-
um er hann skrifaði mn “‘Kver
og kirkju” og birtust í Heims-
kringlu og þóttu skynsemistrúar
mönnum hér sem annars-staðar,
orð í tíma töluð. En fyrir fram-
komu og stjórn Ásgeirs Ásgeirs-
sonar forseta, á þúsund ára hátíð
íslands, varð hann víðkunnur,
ekki aðeins meðal fslendinga,
heldur einnig erlendis. Og svo
kom íorseta kosningin, er kjós-
endur hófu yfir allan flokksaga,
sem fágæft er, en af kosningum
Roosevelts heitins sumum, er
bezt kunnugt um hér. Það var
öll von til að Vestur-íslendingar
vildu dóttur þessa manns sjá að
þessu sinni. Og víst mun margur
hér vestra hafa í 'hljóði óskað að
sjá foreldra frú Völu Tihorodd-
sen á Vínlandsgrund áður en all-
ir sem að heiman komu, verða
moldu orpnir.
Fyrir hina miklu skemtun af
komu hinna ungu borgarstjóra
hjóna hingað verðum við þakk-
lát, meðan minnið heldur heilsu.
um vaxandi áhuga á þessum
málum í framtíðinni. Þökk sé
séra Braga Friðrikssyni og próf.
Finnboga Guðmundssyni, sem
áttu upptökin að þessari scim-
komu og skipulögðu hana; þökk
sé þeim, sem tóku þátt í dag-
skránni; þökk sé hinum ágætu
konum úr ö llum íslenzku byggð-
unum, sem sáu um hinar rausnar
legu veitingar, og litu svo vel eft
ir vellíðan heiðursgestanna, á
meðan þeir dvöldust hér nyrðra.
Ólafur Hallsson
Gjafir til barnaheimilisins á
Hnausum. —t Blómasjóð
Frá ekkjunni Jakóbínu Hall-
son og börnum ...........10.00
í kærri minningu um Eirík Hall-
son, sem andaðist á Lundar, Man.
s.l. sumar.
Frá kvenfélaginu “Eining” á
Lundar, Man.............. 5.00
í minningu um Eirík Hallson.
Meðtekið með þakklæti
Mrs. P. S. Pálsson,
Gimli, Manitoba