Heimskringla - 13.04.1955, Blaðsíða 1
CENTUftV HOIORSITO.
247 MAIN — Phone 92-3311
ÍUfill,
r
i
fö TRú't
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN-716 PORTAGE
LXIX, ÁRGANGUR
WINNIPÍ3G, MIÐVIKUDAGINN, 13 APRÍL 1955
NÚMER 28.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Skatta lækkun
Það er ekki^ stórt af stað farið
með skattlækkuninni á hinum
nýju fjárlögum Ottawastjórnar-
innar. En með ihenni er þó stigið
spor í rétta átt, hið eina, sem
dæmi er af, um langt skeið, af
sam'bandsstjórninni.
Þegar veður fór fyrst af iþví,
að hinn nýi f jármálaráðherra,
Walter Harris, ihefði skattlækk-
un einhverja í sigti, olli það
ýmsum flokksmönnum hans og
stjórn nokkurs uggs. Þetta var
svo nýtt.
Af fjárlögunum að d*ma,
nemur skattlækkunin alls
$207,000,000. Er vcgna hennar
gert ráð fyrir tekju'halla, er nem
ur $160,000,000.
Skoðun fjármálaráðherra er,
að með þessu fé skilið
eftir í vasa almennings
aukist framleiðsla til muna eða
um 6%, sem alls gerir hana
$25,250,000,000 á árinu 1955. —
Komist hún upp í 26 biljónir,
þurki hún tekjuhallan út.
Öll útgjöld ársins nema
$4,362,000,000, en tekjurnar (á-
ætlaðar) $4,202,000,000.
Skattlækkunin er að jafnaði
10% á tekjuskatti. Einstakling-
ur, sem hefir $2,000 í kaup á ári,
græðir um 20 dali á skattlækun-
inni.
Á bílum nemur skattlækkunin
all-miklu, eða um $75 til $80 á
2000 eða 2500 dala bílum. Þeir
sem miklar birgðir bíla hafa á
^endi tapa því eitthvað Hkt
taka skattin^iíl greina
verði bílanna.
En það verður ekki á alt kos-
ið. Með þessari skattlækkun mæl
ir það, að hún eflir ofirrlítið
kaupgetu almennings, sem ávalt
hefir góð áhrif á viðskifti, en
ntest er þó út í það varið, að hún
er °ý stefna hjá liberal-land
stjórninni, sem mest hefir vakað
fyrir, að 'hrúga upp tekjuafgangi
að þarflausu og auðiveldlega til
spillingar, því féð á heima i vasa
þjóðarinnar, en ekki hjá stjórn-
inni, fyr en þörfin kallar fyrir
það.
í blaðinu Winnipeg Tribune
segir húsfreyja er beðin var að
segja álit sitt, um skattlsekkun-
ina, að hún sjái enga hjálp í
henni fyrir sig að öðru leyti en
þessari 10% lækkun á tekju-
skatti manns síns. AnnaÖ í henni
áhræri félög og viðskifti, sem
TOeira snerti aðra en sig.
Hinn nýi ráðherra virðist eigi
að síður byrja vel. En hann verð
ur þð aö halda lengra á þessari
þjóðlegu leið en komið er. Ann
ars er lítil yon fyrir hann að
verða forsætisráðherra.
ar að draga þær og höfðu lokið
við að draga 23 lóðir, þegar þeir
gættu þess, að þeir voru orðnir
innilokaðir í ísnum. Skáru þ6*1-
því á þrjár lóðir, sem eftir voru
og tóku að mjaka sér ú* úr ísn-
um. Tók það þá um hálfa klukku
stund unz þeir komu á auðan sjó.
Við þetta laskaðist báturinn
nokkuð, og varð að fara til fsa-
fjarðar til viðgerðar á skrúf-
unni. Héðan ihefur ekki verið
róið síðan á laugardag.
Hafís virðist vera hér allt í
kring og sést hann greinilega frá
Suðureyri og er um 1 sjómílu
undan landi. Mun ísinn vera
um land fastur við Barðann, en jaka
rekið að landi, bæði við Sauða-
nes og Galtarvita ,einnig er þar
mikið íshröngl. Eru sumir borg-
arjakarnir allstórir.
Fastlega er búizt við því, að
veiðar teppist fyrst um sinn
vegna íssins.
sölu
un, þar sem segir, að samföst ís-
breida sé um 1 sjómílu undan
landi frá Barða og norður fyrii
Galmrvita eða um 7 sjómiluleið
Segir einnig í skeytinu að sam-
kvæmt radarmælingum, virðist ís ar
breiðan ná 7—8 sjómílur á ha:
út.
ÍSÞOKA YFIR BREIÐUNNI
Samkvæmt upplýsingum, sen»
'blaðið fékk Ihjá Magnúsi Guð-
brandssyni flugstjóra en hani
flaug Katalínaflugbát Flugfé-
lags íslands til fsafjarðar í gær-
dag, var rekís frá Skálavík og
suður á móts við Barða, en þar
fjarlægðist ísinn landið. í þess-
um rekís voru víða samfellda:
ísspangir og ísinn allur á sigl-
ingaleið, ekki var gott að sjá hve
ísbreiðan var víðáttumikil vegni
ísþoku, en svo virtist sem ís- að visnuðum liljum
breiðan væri samfelld fyrir uta#
eða 10—15 sjómílur undan landi.
17. MARZ
ÍSINN REKUR FRÁ LANDI
j Þær fregnir bárust í gær frá
BÁTAR FÓRU TIL ÍSA- , Súgandafirði, að ísinn hefði
FJARÐAR j fjariægSt að mun. Fréttaritari
Frá Bolungarvík — Um mið-jMbl simaai { gær, rétt áður en
nætti í gær sást til ísspangar; símastöðinni var lokað, að allir
héðan og var hún út með Stiga-
hlíð og rak til lands. Leist for-
Hafís-fréttir
í Morgumblaðinu dagsettu 16.
Og 17. marz, getur hafísfrétta að
heiman, sem 'hér segir:
Súgandafjarðarbátur innilokaður
í isnum
Samfelld hafísbreiða er nú úti
fyrir Súgandafirði og Önundar-
firði og nær hún allt sunnan frá
®arða og norður undir Skálavík
°g í norður fyrir ísaf jarðardjúpi.
N*r landi er ísbreiðan 6—7 sjó-
mílur á breidd, en fjær alveg
samfelld. Mbl. hafði í gær sam-
band við fréttaritara sína fyrir
vestan og fékk eftirfarandi upp-
iýsingar hjá þeim:
rá Suðureyri: — Aðfaranótt
sunnudagsins var m.b. Friðbert
Guðmundsson staddur skammt
héðan fra Suðureyri og hafði
iflgt þar 26 lóðum. Voru bátsverj
mönnum þeirra báta sem héðan
eru gerðir út svo á sem heppi-
legast væri að fara með báta sína
til Isaf jarðar áður en ísinn kæmi
nær landi og lokaði þá inni hér
á höfninni. Lögðu þeir hið bráð-
asta af stað, en komust ekki
nema skammt, því ísinn var þá
kowiinn að landi handan við Ós-
5 mótS VÍð Qg',^,?nn
u bátarriir því aftur v.ó - o
búið.
í morgun kl. 7 lögðu bá>ai i :r
svo af stað aftur. Hafði þá Leytt
um átt og komust bátarnir fram
hjá ísnum til ísafjarðar og eru
þeir þar nú .
LANDFASTUR ÍS
fsspöngin, sem var út með
Stigahlíðinni var í morgun oið-
in landföst og komin upp í fjör
una fyrir utan brimbrjótinn ihér
og náðí um 200 m. út frá landi.
Palsvert er einnig af ísjökum
inni á höfninni. ísinn nær einn-
ig inn á miðja Ósvíkina.
fs þess er brotinn lagnaðarís
og háir jakar innan um, safírblá
ir og sumir furðulegar í lögun
og fagrir.
FRÁ FLATEYRI
Bændur á Ingjaldssandi sáu
allmikla ísspöng skammt út af
Barða í morgun. Virtist hún
liggja í bugðu fyrir Önundar-
fjörð að Sauðanesi. Aðra spong
sáu þeir, sem virtist hverfa norð
ur fyrir Súgandafjörð. En milli
þessara ísspanga var laust is-
hrafl og sumir jakar allstórir.
BÁTURINN SNERI AFTUR
í fyrrinótt fóru tveir bátar
héðan á sjó ,en annar þeirra m.b.
Barði, sneri aftur vegna issins.
Hinn báturinn, mJb. Andvari,
lagði eitthvað af lóðum sínum
út af Arnarfirði og bjóst hann
við að koma að landi um 10 leyti
í kvöld, ef allt gengi að vonum.
M'b. Bardi fór svo aftur á sjó í
dag og ætlaði suður fyrir Bjarg,
ef hann kæmist fyrir Barðann
vegna íss.
Héðan frá Flateyri sjáum við
Lshrafl við Sauðanes, og hefur
það verið hreyfingarlaust síðan
í morgun. Hér er norðaustan
kaldi og snjóél af og til.
ÍS FRÁ BARÐA AÐ
GALTARVITA
M.s. Litlafell, sem fór í fyrri-
nótt frá f safirði, sendi skeyti til
Veðurstofunnar kl. 8 í gærmorg-
bátar hefðu róið í gærmorgun
en voru ókomnir að landi laust
fyrir kl. 8 í gærkvöldi. Þær
fregnir bárust frá bátunum, að
'þeir hefðu misst talsvert af veið
arfærunum inn undir ísinn, og
að afli væri mjög tregur.
CR ÖLLUM ÁTTUM
Kvæðið mun vera til sölu hér
vestra og ættu menn að eignast
það.
K*
í kvennadálki “Samtíðarinn-
stóð nýlega:
Stútungs kerling skrifar:
Freyja mín. Einhvern tíma las
eg í þáttum þínum bréf frá konu
sem farin var að óttast ellina.
Hún hefir líklega ekki lesið
kvæði Bjarna Thorarensens um
Rannveigu Filipusdóttur, þar
sem skáldið segir:
Óttizt ekki elli,
þér ísalands meyjar,
þó fagra hýðið hvíta
hrokkni og fölni
og brúna logið í lampa
ljósunum daprist
og verði rósir vanga
Dr. P. H. T. Thorlakson var
skipað í forsæti Manitoba Med-
ical Service ráðsins, á ársfundi
iélagsins sem haldinn var s.l.
miðvikudag.
»MI
í byrjun apríl mánaðar voru
vinnulausir í Manitoba 16,888
karlmenn og 6,500 kvenmenn.
«MI
í góðu erindi sem Tryggvi
prófessor Oleson flutti nýlega
um komu fyrstu íslendinga hing
að, dróg hann mikið athygli að
því, að það kastaði engu ljósi
á söguna þó skrifað væri út
bláin um efnið. Um Kensington
steininn sagði hann t.d., að vissa
væri enn engin fyrir hvort það,
sem á hann væri skráð væri eins
gamalt og ætlað væri. Sumir
stafirnir í áletruninni hefðu ekki
átt heima í rúnaletri fyrir 15.
öld. Samt væri ætlast til að því
væri trúað. Skoðun ýmsra er, að
Kensington steinninn og aðrar
minjar, séu falsaðar af eigend-
um staðanna sem þær fundust á.
K*
Willia Randolp'h Hearst yngri,
blaðaútgefandi, hefir skýrt frá
því eftir heimsókn í Moskvu, að
forystumenn Rússa séu of. kænir
tii þess að fara í kjarnorkustríð
við Bandaríkin og sé það bezta
trygging þess, að ekki verði frið
slit.
*WI
Heimkringla meðtók í morgun
sérprentun af kvæði, er Davið
skáld Stefánsson orti á 10 ára1
afmæli lýðveldisins ,1954. Er
kvæðið nefnt “Ávarp Fjallkon-
unnar’’. Ríkisstjórn íslands hefir
birt kvæðið í skrautútgáfu, prýtt
myndum eftir Ásgeir Júlíus.
Kvæðið var lesið af “Fjallkonu”
íslands á svölum Alþingishúss-
ins 17. júní 1954.
Kvæðið er óslitinn þjóðræknis
óður eins og þessi orð skáldsins
sanna:
Nýja kynslóð eggja enn
íslands fyrstu landnámsmenn.
Og snild skáldskaparins sú sama
og menn hafa áður átt að venj-
ast.
Því þá fatið fyrnist
fellur það betur að limum
og lætur skýrar í ljósi
lögun hins innra.
Fögur önd andlit ins gamla
mun eftir sér skapa
og ungdóms sléttleik æðri
á það skrúðrósir grafa.
Eg er alveg sannfærð um, að
ellin endurspeglar það líf, sem
við höfum lifað í bernsku, æsku
og á fullorðinsárunum. Hitt er
svo alveg áreiðanlegt, að enginn
er gamall, sem ekki trúir því
sjálfur. Við erum hér sem endra-
nær okkar eigin æsku smiðir,
eigin gæfu smiðir.
*MI
Það var góð frétt í blöðunum
í gærkvöldi. Hún var um að fund
in væri lækning eða vörn við,
máttleysis-sýkinni polio.
Vörnin er fólgin í bólusetn-
ingu. En bóluefnið fann upp
læknir, Dr. Jonas E. Salk í Pitts
burgh í Bandaríkjunum.
Er bólusetningin talin ugg-
laus vörn við hinni hræðilegu
sýki.
Bóluefnið er nú framleitt í svo
stórum stíl, að öll börn á aldrin-
um sem þeim er hættast við veik
inni 4—6 ára, verður hægt að
ljúka að bólusetja í maí mánuði,
eða fyrir þann tíma, er veikin
byrjar að jafnaði. Heilbrigðis-
ráðið í Ottawa segir nú þegar sé
hægt að bólusetja um 500,000
börn, og í júlí verði.birgðir næg
ar fyrir 1,000,000 barna. Bóluefn
ið er nefnt Salk Vaccine, eftir
uppgötvara þess.
»MI
íslenzka Almanakið
Næstkomandi laugardag eru
sumarmál; þá byrjar 26 vika
vetrar. Sumardagurinn fyrsti er
á fimtudag í næstu viku 21. apríl.
Þá byrjar mánuðurinn Harpa.
DÁNARMINNING
Samson
»MI
Tveir þingmenn Albertastjórn
ar hafa sagt af sér, vegna þess að
þeir voru eigendur byggingar,
sem stjórnin leigði. Kröfðust
stjórnar-andstæðingar, að Mann-
ing stjórnarformaður og
stjórnin legði niður völd.
öll
Flóða er nú að verða vart í ná-
grenni þessa bæjar. í St. Vital
hækkaði í Seine-ánni og var
vatnselgur talsverður kringum
200 hús s.l. mánudag, iþað rénaði
nokkuð í gær.
f Elie var um 30 fermílur af
landi undir vatni. Úr Hutterite
nýlenda þar urðu nokkrir að
flytja burtu.
í Pipestone flæddi yfir 30,000
ekrur af landi.
f Winnipeg hafa kjallarar
flætt í útjörðrum bæjarins dá
lítið, en í ánum hér er enn 12
fetum lægra en í flóðinu mikla
1950. Og í ánum fer heldur læk
andi.
Hinn 19. marz s.l. lézt á
Shaughnessy Military Hospital
hér í borginni einn víðþektasti
og vinsælasti íslendingur þessa
héraðs, Samson Friðjón Samson.
Hann hafði verið rúmfastur að-
eins tvær, þrjár vikur og lítt
þjáður, en leið útaf snögglega,
sennilega af afleiðingurtl hjarta-
bilunar.
Sam, eins og bann var ávalt
nefndur meðal kunningjanna,
var fæddur að Seyðisfirði á fs-
landi 17. apríl 1886. Foreldrar
hans voru Jónas Samson og kona
hans Katrín Ásmundsdóttir, sem
bæði eru fyrir löngu látin.
Þriggja ára gamall fluttist hann
með þeim til Ameríku og fyrsta
heimilið var nálægt Akra í N.
Dakota. Þar dó móðir hans þeg-
ar hann var á tíunda árinu, og
eftir það var hann tekinn til
fósturs af Samson Bjarnasyni og
konu hans Önnu, sem íþá bjuggu
rétt við þorpið Akra. En er
ihann var orðinn 23 ára gamall
fluttist hann, ásamt föður sínum,
til Vatnabygðarinnar í Sask-
atchewan, tók heimilisrétt á bú-
jörð nálægt Wynyard og bjó þar
nokkur ár. Næst varð hann
hveiti-kaupmaður í Kandahar, en
lét af þeim starfa 1915 og innrit-
aðist í Canadisku herdeildina
Nr. 108. Hann var 3 ár í skot-
gröfunum á Frakklandi og særð-
ist þar nokkuð af áhrifum
sprengja og varð einnig fyrir
áverka af völdum eiturgass. Þó
hann virtist komast til sæmi-
legrar heilsu aftur, bar hann af
leiðingar þess það, sem eftir var
æfinnar, og mun hafa hnigið í
valinn fyrir aldur fram af þeim
ástæðum.
Eftir að stríðinu lauk settist
hann aftur að í Kanda'har og rak
verzlun þar um skeið, í félagi
við annan mann. Þeir verzluðu
með bíla og akuryrkju-verkfæri.
því tímabili kyntist hann
Önnu dóttur Jóns og Markusínu
Thorsteinsson og giftist henni
skömmu síðar. Þau settust fyrst
að í Dafoe, þar sem Sam hafði
gerst hveiti-kaupmaður á ný; en
eftir nokkur ár fluttu þau út í
land, og þaðan til White Rock í
British Columbia, 1931. Tíu ár-
um seinna fluttu þau svo hingað
til Vancouver og voru hér æ
síðan.
Þau hjónin eignuðust 6 börn,
sem hér segir: Brian, ógiftur
heima; Emily Anne, ógift
íeima; Mrs. H. K. O’Brien
Seattle; Raymond, gif tur,
Umboð Heimskringlu á Lang-
ruth hefir Mrs. G. Lena Thor-
leifson góðfúslega tekið að sér.
Eru áskrifendur blaðsins beðnir
að afhenda henni gjöld og yfir
leitt greiða fyrir starfi hennar
eins og hægt er.
Victoria, B. C.; Jöhn, giftur, í
Quesnel, B. C.; Sgt. Lewis (Sam-
son), R.C.A.F., Germany. Barna-
börnin eru 12. Einn bróður og
eina systir átti Sam á lífi, þau:
Kristlaug, bónda við Fairdale,
N. Dak., og Helgu, Mrs. J. O.
Aaser, í McVille, N. Dakota.
Samson var fríðleiksmaður í
sjón og snyrtimenni í allri fram-
komu. Hann var léttur i lund
og gamansamur og þessvegna
aufúsugestur, hvar sem hann
kom. Hann hafði æfinlega
spaugsyrði á takteinum, hvað
sem við horfði og virtist því
ungur í sjón og raun, löngu eftir
að halla fór degi ævinnar. Því,
sem ábjátaði, tók hann ávalt með
jafnaðargeði, og einmitt vegna
þess virtist alt fara vel þegar
á reyndi. Þó stundum hafi máske
virzt tvísýnt um framtíðina á
kreppu-árunum, rættist fram úr
öHu með tímanum, bömin nutu
góðrar mentuntar og ástandið
birtist og batnaði ár frá ári.
Bjartsýni og léttlyndi fylgir
oft þeim, sem miður eru gefnir
í tilliti til gáfnafars. En Sam
hafði það aukreitis að vera vel
gefinn, bæði til höfuðs og handa,
og skapar það fátítt og heilla-
vænlegt jafnvægi. Hann var
bókhneigður í meira lagi, um-
fram það, að eiga þau hyggindi,
sem í hag koma, og var því góður
ráðunautur samfélaga sinna og
félagsmálanna yfirleitt. Hann
tók mikinn og virkan þátt í þjóð
ræknissamtökunum hér á strönd
inni og var boðinn og búinn að
hjálpa hvar sem liðs þurfti við.
Þeir kostir sem eg hef þegar
nefnt, eru ekki öllum gefnir; en
eitt verð eg að minnast á, sem
einkendi Sam fram yfir alla aðra
menn, sem eg hef kynst. Eg var
honum nokkurn veginn samferða
frá unga aldri og vissi aldrei til
að 'hann ætti einn einasta óvild-
armann. í mín eyru talaði hann
aldrei illa um neinn, og enginn
talaði illa um hann. Það er að
minsta kosti fátítt dæmi í sög-
unni, og mikið lengra verður
ekki komist i góðu siðferði.
Einu sinni sagði eg við hann,
að gamni mínu og til prófs, að
einn viss kunningji okkar væri
hálfgerður bjáni; en hann svar-
aði því, að sér fyndist hann hér
um bil mátulegur. Þannig var af-
staða 'hans til allra, og því ekki
að undra hve vel-kyntur og vin-
sæll hann varð á lífs-leiðinni.
Sam naut engrar fræðslu í
æðri skólum landsins á uppvaxt-
arárum sínum, en eigi að síður
varð hann all-vel mentaður á
marga vísu með tíð og tíma, því
meðfæddar gáfur hans vísuðu
honum á leiðirnar til sannleik-
ans, sem svo mörgum af hinum
lærðari aldrei auðnast að finna.
Greind sú var vissulega ættlæg
um fleiri kynslóðir til baka og
lafði sýnilega í engu rýrnað.
Tveir eldri bræður hans, Jón J.
og Kristján, urðu hátt-metnir
lögfræðingar á meðan þeirra
naut við, og Jón, á sinni tíð, á-
litinn einhver snjallasti ræðu-
skörungur íslendinga hér vestan
hafs. Sam átti því ekki langt
að sækja þær eðlisgáfur, sem
hann bjó fyrir. Hans verður sárt
saknað, ekki einungis af ekkj-
unni og börnum þeirra, heldur
og líka af kunningjunum víðs-
vegar um Ameríku frá Norður
Dakota til Vancouver.
Jarðarförin fór fram undir
yfir-umsjón hermáladeildarinn-
ar, en sr. Albert Kristjánsson
jarðsöng; og síðasta hvílan er
nú í heiðurs-reit (Field of
Honor) í Mountain View Cem-
etery hér í borginni. Hann er
genginn en ekki gleymdur.
P. B.