Heimskringla - 20.04.1955, Síða 1

Heimskringla - 20.04.1955, Síða 1
FAGNIÐ SUMRI 1 SAMBANDSKIRKJUNNI A MORGUN - 21. APRÍL FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR UR ÖLLUM ÁTTUM Fyrir skömmu lét Eisenhower forseti svo ummælt, að afnema skyldi allar viðskifta hömlur sem væru á útbreiðsíu ihins nýja lyfs við lömunar veiki, Salklyf- inu svo nefnda. Má samkvæmt því senda það hindrunarlaust til motkunar út á meðal allra þjóða heims, hvar sem eru, og hvort sem innan járntjalds eða utan telja sig búa. Hafa blöð hér vestra mjög einróma lofað þetta, segja það mannúðlega aðhafst og til fyrirmyndar í viðskiftalífi Þjóða. •Ml JVTarilyn Bell heitir 17 ára Stúlka í Toronto. Er hún kunn um alt þetta land og eflaust víð- ar fyrir sundafrek eitt fyrir rúmu ári, á Ontario vatni. Á kom andi sumri hefir hún ákveðið, að freista frekar sundhæfni sinnar, á Ermarsundi. Hefir blaðið Tor- onto Telegram hvatt hana til 'þessa stórræðis og heitið $15,000 að launum fyrir tilraunina, hvernig sem henni lýkur. Sir Anthony Eden, forsætis- ráðherra Breta, hefir ákveðið að DÁN ARFREGN Guðrún Pétursson Á þriðjudaginn hinn 15. marz síðastliðinn lézt að heimili dótt- ur sinnar í Mount Royal Quebec, Mrs. Guðrún Pétursson, 81 árs gömul. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhannes ísleifsson og María Magnúsdóttir. Guðrún var fædd 9. febrúar 1874 á Önd- ólfsstpðum í Aðal-Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu á fslandi, þar sem foreldrar hennar þá Ljuggu. Tíu ára gömul fluttist hún með þeim vestur um haf (1884) og ólst upp hjá þeim á heimilisréttarlandi þeirra nálægt Hallson í Norður-Dakota. Ung að árum giftist hún Birni Péturs syni, sem þá stundaði skóla- kennslu og verzlunarstörf þar syðra. Laust eftir aldamótiri Uuttu þau til Winnipeg og bjuggu þar um margra ara skeið. þau eignuðust þrjú börn tvo sonu (Ludvig Pétur, sem dó í sept. ,1943, og Arthur Eugenc, dáinn í ágúst 1953) og eina dóttr ur, Maríu Filipíu, Mrs. Allan Gilmour, sam gaf móður sinni heimili og annaðist ihana mörg síðustu ár ævinnar. Hana lifa nú, auk dótturinnar ,tvö barnabörn og tveir bræður Jón Jóhannes- son í Elfros, Sask., og Jósef Jóhannesson hjá Woodside, ^an. — Útförin var gerð frá heimili dóttur hennar og tengda sonar í Mount Royal ,sem er e‘tt af hinum mörgu úthverfum Montreal-borgar. kosningar skuli fram fara 26 mai á Englandij Lætur hann ekki dragast að leita álits kjósenda um embættisskipun sina; ma það vel virða. Á flokksfundi i- 'haldsmanna nýlega, var kosn- ingastefnuskráin aðallega talin í þrennu fólgin: Áframhaldandi samnings-tilraunum um frið við Rússa, afvopnun og upprætingu fátækra hverfa. Héðan séð, virð ist ekki mikið nýtt í þessu, en aðeins vera bygt upp pólitískt almenningsálit, sem hvaða flokk ur sem er, getur og mun reyna að tileinka sér. Hitt er meira vert, er að er gáð, að Bretland virðist síðustu fjögur árin hafa ótrúlega mikil áhrif haft á heims málin, borið saman við mann- fjölda og afkomu þess nú. Þau áhrif má sennilega þakka þeim Churchill og Eden flestu öðru fremur. En það er efnið, sem kjósendur í næstu kosningum missa varla sjónir á, þar sem eins mikið ber á þessu út á við og raun er á. •Ml Nú við byrjun sáningu á þessu vori nema fyrirliggjandi birgðir af hveiti í Canada yfir 600 milj- ón mælum. Mest af verðinu á hveitinu mun nú goldið bænd um, samt sem áður, eða um $1.50 hvern mæli, en aðeins 10 cents af hverjum mæli ógoldið. í ræðu er viðskiftamálaráðherra C. D. Howe hélt nýlega, tagði hana ógoldna skuld á birgðum þess- um verða greidda áður sáning byrjaði, en sem enn er ógoldin. *MI Um 1200 verkamanna við hleðslu kornskipa í Port Arthur gerðu verkfall í síðustu viku- lok, neituðu að starfa er fyrsta skipið kom þangað eftir hveiti.j Kaup þeirra er $1.35 á kl.st. og 40 stunda vinnuvika. En þeir krefjast hækkaðs kaups. Eftir afhleðslu bíða um 3000 vagnar með hveiti hjá CPR og 2500 hjá CNR í hafnborgunum. Fimtán frekari skipa var von til Port Arthur eftir 'hveiti. En þeim kvað hafa verið símað af verkamannasamtökunum að koma ekki meðan á verkfalli stendur. *M» Hn. Ron Robertson, akuryrkju málaráóherra Manitoba, hefir bent sambandsstjórn Canada á, að engin dráttur megi ver a a samningi við verkfallsmenn i Port Arthur, þar sem lifsnauö- syn sé að tapa ekki af marka 1, sem fáanlegur er í Evrópu þc»sa stundina, en aðrar þjóðir munu skjótt færa sér í nyt, ef hveitió er ekki tafarlaust sent þangað. *MI Vestur-Berlin barst fyrir skömmu tilkynning frá Rúss- landi um, að umferðarleyfi á flutningstækjum til Berlínar frá Vestur-Þýzkalandi hafi verið hækkað. Stappar þetta næri þvi, sem var 1945, er umferð frá V,- Þýzkalandi var bönnuð nema í loftinu. í þetta sinni er grikkur þessi gerður vestlægu þjóðunum í mót mælaskyni við hervæðingu Þýzkalands. Eftirlit Berlínar er skift milli stórþjóðanna. í nyrðri hluta borgarinna rer brezkur, banda- rískur og frakkneskur stjórnai- her. í suðurhlutanum rússnesk- ur. Berlin er um ,110 mílur fyrir austan landamæri Vestur Þýzka- lands. Því geta Rússar leikið sér að þessu að banna umferð þang- að yfir sitt land að vestan. Að vísu græðir Austur Berlín eða Rússar ekkert á þessu banni. Vestur Berlín er sem fagur, fjór lundur í eyðimörk, er hefir ávalt nægtir af öllu handa öll- um íbúum borgarinnar. Austur- Þýzkaland fer heldur ekki var hluta af þeim nægtum. Berlín er þarna sem eyja, er Rússar að líkindum taka alla þegar frá líður af vestlægu þjóð unum, ef þannig heldur lengi á- fram. *MI Því er haldið fram að ibúa tala Bandaríkjanna verði um 220 miljónir árið 1975. Fæðing á sér stað á hverri áttundu sekundu. Dauðsföll verða á hverjum 20 sekundum. Fjögur síðustu árin hefir inn- flutningur verið mikill, enda mannfjölgun meiri en nokkru sinni fyr. Árið 1960 verður íbúatalan um 178 miljónir. *MI Júlíus Raab, kanslari Austur- ríkis, kom s.l. laugardag til baka úr ferð sinni til Rússlands, en hún var farin til að semja um lausn Austurríkis undan stjórn stórveldanna, en sem Rússar hafa s.l. 10 ár ávalt verið mót- fallnir. Kanslarinn sagði málinu ekki lokið, en vonaði að skilmál- ar Rússa væru nú loks þeir, er vestlægu þjóðirnar gætu verið ánægðar með. f fréttunum er nú talaö um nýja ofsókn í Rússlandi á hendur forsprökkum búnaðar- rekstursins. Nikita G. Khrush- ehev hinn nýi ritari kommúnista flokksins, telur óhjákvæmilegt, að hreingerning fari þar fram, svo mikil vanhöld, sem á búnaðar rekstrinum sé. Búast bændur Samtal við Mr. Lyngdal Hér eystra hafa verið stödd í f jóra mánuði Mr. og Mrs. F. O. Lyngdal frá Vancouver. Þau 'hafa verið í heimsókn hjá próf. og Mrs. J. G. Jóhannsson. En dvölin er nú að styttast, og áður en þessi mánuður er hjá liðinn, verða þau horfin heim. Mr. Lyngdal leit, sem oft áður, inn á skrifstofu Hkr. s.l. föstu- dag. Áttum við þá nokkurt sam- tal við hann. Spurði blaðið 'hann spjörunum úr af íslendingum vestra. Skal hér frá nokkru af því sagt. Afkomu íslendinga í Van- couver kvað hann góða. Atvinna þeirra er margbrotin bæði á sjó og landi, og efnalega engu siður stæðir en hér eystra. Ástæðan fyrir því, er kanske eins mikið veðurblíða, eins og nokkuð ann- að, sem náttúran er örlátari á við þá vestra, en Winnipeg-búa. Spurningu Hkr. um 'hvað marg ir íslendingar væru í British Columbia, svaraði hann á þá leið, að þeir teldu þá orðið nokkuð á þriðja þúsund. Og hvað er um íslenzkt félags líf þeirra á meðal að segja? Við höfum þjóðræknisfélag, sem heldur er að eflast. Það hef- ir einn aðalfund og nokkra nefndarfundi á ári. Þar höfum við og annað merkilegt félag, Sólskin, er konur og stúlkur stjórna, styrkir það öll góð is lenzk fyrirtæki. Öflugt lúterskt kvenfélag, með um 30 meðlimi er máttarstólpi lúterska safnað- aðins. Sá söfnuður er að vísu okkar veigamesti íslenzki félags skapur og á eftir að vaxa og blómgvast, er við fáum fyrirhug aða nýja kirkju bygða á þessu sumri. Þá höfum við öflugan “Men’s Club”, er 'heldur fundi býsna oft á árinu. Ungmennafé jafnvel við endurtekningu á(lag er hér einnig fjölment og bænda-aftökunum 1930. Um tugi þúsunda er af eftirlits mönnum Malinkovs-stjórnar í velvakandi. Eitthvað mætti fleira telja, en þetta sem komið er, sýnir að hér er á ströndinni bændamálum, sem eðlilegt er. —Jað vaxa upp og eflast dálítið Eru þeir sagðir flestir sérfróðir J fjölþætt íslenzkt þjóðlíf, eins og í búnaði. En í stöður þeirra þarf í stórborgum þar sem íslending- ALBERT EINSTEIN LÁTINN Albert Einstein, sem 26 ára gamall var orðinn heimsfrægur fyrir afstöðukenningu sína (rela tivity) dó s.l. mánudag á sjúkra húsi í Princeton. Hann var fæddur í Ulm á Þýzkalandi 14. marz 1879, og ólst þar upp, en varð á árum Hitlers að flýja land. Fór hann þá tii Bandaríkjanna og hefir síðan kent þar við Prnceton-háskóla. Einstein var af vísindamönn- um um allan heim viðurkendur fyrir 'heimspekisstarf sitt, ráðn- ingu gátunnar um hvað þessi heimur er. Afstöðukennng hans er sögð í því fólgin, að sýna fram á, að eitt sé sameiningarafl alls og að líkindum upphaf, en það er orka (energy). Með því að innifela tímann i kenningu sinni mun f jórða stærð in fyrst hafa komið til greina. Áður var einungis talað um vídd. breidd og þykt hlutanna. Þó mönnum yfirleitt talað sé kenning Einsteins sem ráðgáta, eiga margar af stefnum og straumum nútímans við hana að styðjast. Glegst merki þess hvað náinn hann er nútíðinni, er atom sprengjan, sem hann er höfund- ur að, eða þekking hans á orku efnisins leiddi fram á sjónarsvið ið. Mentun sína fekk Einstein í Zurich háskóla í Sviss. Þegar hann gaf út heildar bók sina um Afstöðukenninguna 1916 á hann að hafa sagt kýmandi: “Ef kenn ing mín reynist rétt, þá munu þjóðverjar kalla mig góðan Þjóðverja og Frakkar munu kalla mig alsheimsborgara. En ef hún reynist röng, munu Frakkar kalla mig Þjóðverja, en Þjóð- verjar segja mig Gyðing.” Um þjóðernislega afstöðu hans urðu margar skrítlur til, eftir að hann varð frægur. Friðarpostuli var Einstein mikill, þrátt fyrir bréfið 1939, sem hann skrifaði Roosevelt for seta um, að vissara væri að verða á undan Þjóðverjum með að fram leiða atomsprengjur . og þvi fylgdi upphaf atom-aldarinnar. Hann var bæði blíður og nærgæt inn við börn og þau leituðu með reikningsdæmi sín óspart til Ein steins. Snerist hann ávalt hið bezta við óskum þeirra. Einstein var tví-giftur. Með fyrri konu sinni, sem hann gift- ist 1901, Melva Marec átti hann tvo syni, Albert og Edward. Þau skildu' 1916. Elsa Einstein, frænka hans, varð seinni kona hans. Hún dó 1936. Bækur skrifaði Einstein marg ar um hugðarefni sín, vísinda- lega, en sem jafnframt lýsa mannúðarskoðunum hans. Hann trúði á lýðræði, frelsi og frið og umburðarlyndi. Að frumleik í vísindastarfi er bent á þá Newton og Darwin sem svipaða Einstein. En hitt er vafamál hvort nokkur hefiv tekið honum þar fram. PÁLL S. PÁLSSON: að koma gæðingum Khrush- chevs. Útlitið er að uppskerubrestui- inn í Rússlandi eigi að bitna á flerum, en Malenkov. Nokkrir eru bornir þeim sök- um, að hafa unnið eyðileggingar- starf á áhöldum og eru þegar i geymslu stjórnarinnar! *MI Clemens Attlee, foringi verka- manna á Bretlandi, kom nýverið til Canada. Ætlaði hann að halda fyrirlestra víða um land, en hef- ir orðið að hætta því, vegna kosn inganna á Bretlandi. Flýgur hann á morgun frá Vancouver heim. Hann 'hafði auglýst fund í Winnipeg 21. apríl, en af því eetur ekki orðið. *MI Ólíkt höfumst við að, má segja [ um yfirlýsingu L. B. Pearson utanríkismálaráðherra Canada um það, að Ottawa stjórnin veiti ekki Bandaríkjunum hern- aðaraðstoð, þó þau fari í stríð út af kínverskum eyjum og svari Bandaríkjanna um, að það geri þeim minst til; þau taki ekkert aftur af loforði sínu um að lið- sinna Canada við varnir þess. Minningar frá Islandsferðinni 1954 'Fyrir helgina var sagt frá i Winnipeg Free Press, að Jón Sigurdson í Kenora, maður mið- aldra væri dáinn. Upplýsingar hefir blaðið ekki frekar getað fengið um hann. ar setjast að. En ef þessi fjölgun eða flutn- ingur til Strandarinnar heldur áfram, eigi þið þá ekki von á að fleiri ný íslenzk fyrirtæki verði stofnuð? Jú. Við höfum oft talað um þá yfirsjón ykkar blaðaútgef- enda, að sitja í Winnipeg hlið við hlið, með tvö blöð, vitandi að þið náið aldrei í fullnaðar fréttir af þjóðlífi okkar öllu með því. Eitt blað hér og annað vestra, væri eðlilegra og mundi lengja lífdaga, beggja blaðanna. Með því móti fengjum við fullkomn- ara samband milli allra íslend- inga á ströndinni, sem bráðnauð synlegt er, ef viðhald þjóðemis vors á að eiga 'hér lan'ga tilveru. Hvernig fellur íslendingum við Social Credit stjórnina í B. C.? Ef stefna flokksins er sú, að hún þrífst í einu fylki, þá ætti hún að geta þrifist í öðru. Og hvaða fylki býr betur en Al- berta, þar sem einmitt þessi| sama stefna ríkir? Mr. Lyngdal mátti nú ekki lengur halda áfram vegna anna og ferðahugs, og vonar um að sjá bráðlega ströndina fögru og blómlegu aftur. Hann sagði þar mörg verkefni bíða íslendinga, ef þeir næðu réttri aðstöðu til skipulagningar og framkvæmda á þeim. Framh. Skömmu eftir að við kvöddum séra Benjamín og frú hans, kom frændi konunnar minnar, Þórar- inn Guðmundsson, til Egilsstaða og flutti okkur heim til sín að Fljótsbakka. Kona hans er Jó- hanna Mattía Einarsdóttir Long. Hafa þau búið á þessari jörð yfir 40 ár. Er þar bú mikið, túnið afarstórt og grasgefið, og mun gefa af sér hartnær 1000 hesta af heyi. Buðu þau okkur vist með sér eins lengi og við dveldum á þeim stöðvum. Seinna um daginn kom Gissur Erlingsson stöðvarstjóri á Eið- um og tók okkur 'heim til sín. Kona hans og börn sýndu okkur einlægan vinskap. Dvöldum við þar í góðu yfirlæti til kvölds. Um kvöldið heimsóttum við Ár- mann Halldórsson kennara á Eiðaskóla og frú hans. Var okk- ur tekið þar opnum örmum af þeim hjónunum, og fengum við þá óvæntu ánægju að sjá allar kenslustofur skólans og fá út- skýringu á daglegum kenzlustörf um, ásamt öðru sem skólann varðaði. Það var bæði fræðandi og skemtilegt. Árla næsta morgun kom Giss- ur, velgjörðamaður okkar, heim að Fljótsbakka og bauð okkur í bílferð um Héraðið. Var það Það duldist ekki, eftir hið skemtilega, en of stutta viðtal, að Lyngdal er íslendingur af huga og sál. þakksamlega þegið. Enn varð eg að fara yfir löngu og mjóu brúna á Lagarfljóti, en allt var tilvinn- andi til þess að sjá þetta fagra Hérað. Miðdagsmat höfðum við á Skriðuklaustri. Varð okkur starsýnt á þennan einkennilega bæ sem Gunnar Gunarsson rit- ihöfundur hafði látið reisa eftir sinni fyrirsögn og uppdrætti. Til að sjá er bærinn mjög ólíkur þeim sveitabæjum sem eg áður hafði séð. Hvanngrænt torfþak- ið var svo heillandi og áferðar- fagurt að það minnti mig helzt á flosklæði á fögrum kvenlík- ama. Var allur frágangur eftir því snyrtilegur og aðlaðandi. Maður heillast af hinni jrtri feg- urð. Að innréttingu virðist bærinn vera hið mesta völundar-hús og ókunnugum villugjarnt þar inni jafnvel þó þeir hefði með sér kompás, en heilland var að ganga um stofurnar sem rithöfundurinn vinsæli, Gunnar Gunnarsson, hafði sjálfur gengið um og hugs- að og skrifað margt af sínum ágætu ritsmíðum. Svo var haldið áfram inn Hér- aðið til Valþjófsstaða, þar er kirkjustaður og virtist mér kirkjan, utan að sjá, bera “mjög lítið brúðarskraut”, en ekki eru allar ástir í andliti fólgnar. Það- an fórum við svo til baka hinu- megin Lagarfljóts til Hallorms- staða, er vegurinn ekki góður þar til nær dregur skóginum, en Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.