Heimskringla


Heimskringla - 20.04.1955, Qupperneq 3

Heimskringla - 20.04.1955, Qupperneq 3
WINNIPEG, 20. APRÍL 1955 3. SÍÐA HBIMSKRINGLA og saxntíðis hellisbúunum fornu, enn nafnfrægari. Var hann ef til vill allra mikilfenglegasta dýr- ið af öllum þeim skepnum, sem Ihér hafa í'hugaðar verið. Hæðar vöxtur hans var á ellefta fet, og til eru samstæð horn, sem mælast ellefu fet milli yztu kvísla. Að horfa á þessa risavöxnu hirti á hlaupum fram og aftur um írsku mómýrarnar eða um eikiskóg- ana brezku, hlýtur að hafa verið áhrifamikil og fögur sjón. Menn hafa oftsinnis rekist á beina- grindur af dýrum þessum í mó- lögum írlands og meginlandsins, en hvergi eru minjar þeirra jafn kappnógar sem í stöðuvatnskalk leirnum, sem mýrlendismórinn liggur á. Næst í röð forsögulegs dýra er fjallafressinn. Virðist það hafa verið samtíðis skepnum þeim, er hér hafa verið upptaldar, og að hafa haft sérstök mök við frum- manninn á svo mörgum stöðum. En miklu þýðingarmeira er þó það, að úruxinn eða Norðurálfu vísundurinn, var samtíðis hellis búunum. Skepna þessi er fyrir löngu liðin undir lok á Frakk- landi og Bretlandi, e° samt ber sú eftirtektarverða sannreynd því vitni, að hún lifir enn í frænd kyni hér í Bandaríkjunum— í Vísundinum annalaða. Vitað er nú, að ameríski vísundurinn er miklu eldri tegund en Norður- álfu-úruxinn, sem var samtíðis manninnum, mammútdýrinu og hreininum í forsögulegri tíð. Heimkynni úruxans voru víðáttu mikil. Hafa leifar hans fundist á Skotlandi, Englandi, Frakk- landi, Þýzkalandi, Danmörku, Svíþjób, Póllandi, ítalíu og Rússlandi. Nálega í hverjum helli, sem frummenn bjuggu í, árfarvegum og malarkömbum, hafa fleiri eða færri bein af þess um afarstóru forsögulegu jórtur dýrum komið í ljó. Það virðist sem úruxinn hafi undir lok lið- ið algjörlega af mannavöldum, en ekki af skiftingum loftslags, svo mörgum ísaldardýrum reið að fullu. Ami s. Mýrdal GILLETTS 100% PDBE fgÍSi LYEJif HREINSUN AUÐVELDARI Notkun Lye, er ein áhrifamesta og ódýrasta hreinsunin, sem hægt er að fá. Vikublöndum (2 matskeiðar í gallon af vatni) er ágæt til að hreinsa eldavólar, kæliskápa, ná brunnum fæðu blettum af áhöld um og til að hreinsa með tígluð, múrsteinuð eða sementuð gólf. Undutlítið stráð í salernisskálar, eyðir bæði ger flckkjum og ólykt nieð hreinsuninni. AthygU: Lye upplitar við og má ekki nota á al- uminum áhöld. GILLETT’S “ONE-TWO til- RAUN Uilletfs Lye blanda, hreins ar alla feiti, oifu og önnur 5ilrc;n. mdt auðveldlega Hún hreinsar feiti og óhreinindt úr rifum eða brestum, sem ílt er að komast að TWO. Gillett’s Lye vinnur efna- lega á óhreinindunum, sem hún tekur burtu og myndar með þvf milda sápu blöhdu. Þessi blanda hreinsar miög vel yfir-borðið, sem laust er við óhreininda bletti. Þú færð þannig tvenn not Úr einnx tilraun með Gillctt’s Lye. bilskuragólf “Onc-Two” hreinsun, er mjög á- hrifagóð á gólfið í bílaskúrxim, þar sem inikil feiti-óhreinindi gcta ollað gemdum á rubber tires. Not- ið sterka blöndu af 6 matskeiðum af Gillett’s I.ye f hvert gallon af vatnl. Þvoið með gömlum kústa. GLF-213 Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) Þegar þau hurfu bak við trén, snéri Lovísa sér reiðilega að Ulríku—sem enn grét “Hverskonar fíflska og loddaraskapur er iþetta?” hrópaði hún, og barði stafnum grimmd- arlega ofan í jöðina. “Ertu gengin af vitinu eða ærð af göldrum?” Ulrika leit upp—sviplausa andlitið hennar bólgið og þrútið af gráti. “Ó, Guð, ^auðsýndu mér miskun! Ó, GuS, fyrirgefðu mér!” kvetnaði hún. “Eg vissi það ekki—hvernig átti eg að vita það.” Lovísa varð svo óþolinmóð og æst að hún tók í öxl hennar og hrissti hana grimmdarlega. “Hvað vissirðu ekki?” öskraði hún —“hvað vissirðu ekki? “Að Sigurd er sonur minn!” sagði Ulrika, með hátíðlegri auðmýkt—húm tók höndum um höfuðið, og hrópaði: “Sonur minn, sonur minn! Barnið sem eg hélt að eg hefði myrt! Guð sé vegsamaður fyrir að eg myrti hann ekki!” Lovísa Elsland virtsit agndofa af undrun. “Er þetta satt?” spurði hún loksins, hægt og efandi. “Það er sannleikur!” hrópaði Ulrika, æst. “Sannleikurinn kemur æfinlega í ljós einhvern tíma! Hann er barnið mitt, því máttu trúa! — Þetta ör er eftir mig!” Hún þagnaði, og það fór lirollur um hana, og hún hélt áfram í lægri róm, “eg reyndi að myrða hann með hníf, en þegar eg sá blóðið renna úr sárinu varð mér svo ilt að eg gat ekki haldið áfram! Hann var fæddur fyrir tímann—illur ávöxtur ills verkn- aðar—og eg kastaði honum í sjóinn—eins og eg ságði þér fyrir löngu. Þú hefir notað þér vel játninguna sem eg gerði fyrir þér, Lovísa Els- land; þú ‘hefir notað hana eins og svipu á mig, og haft mig þessvegna á valdi þínu, en nú —” Gamla nornin tók fram í fyrir henni'með lágum, hatursfullum fyrirlitningar hlátri. “Eins og foreldrarnir eru, svo verða börnin!” sagði hún, fyrirlitlega. “Barnsfaðir þinn hefir verið álitlegur maður, ef sonurinn líkist honum!” Ul- rika gaf henni augnatillit fullt af hefnigirni, svo sagði hún þrjózkulega. “Napuryrði þín bíta ekkert á mig, Lovísa Elsland! Þú getur ekki gert mér neitt mein! Sambandinu milli okkar er slitiS! Eg hjálpa þér ekki framar til að vinna Guldmarsfólkinu mein. Hvað sem finna má að því, bjargaði það þó barninu mínu!” “Og er það svo mikil blessun?” spurði Lov- ísa, kaldhæðnislega. “Það gerir það að verkum að hótanir þínar eru gagnslausar”, svaraði Ulrika. “Þú getur ekki núið mér því um nasir lengur að eg sé sek um morð!” “Raggeit og fífl!” orgaði Lovísa. “Var það ásetningur þinn að barnið skyldi lifa? Varstu ekki glöð yfir því að halda að það væri dáið? Og get eg ekk látið söguna um þetta glæpsamlega athæfi þitt berast um öll þorp og byggðir þar sem þú ert þekkt? Er ekki þessi brjálaði dreng- ræfill sjálfur lifandi vitni þess að þú gerðir tilraun til að myrða hann? Vitnar ekki örið á móti þér? Myndi ekki Olaf Guldmar segja sög- una um björgun barnsins öllum sem spyrja hann? Þætti þér geðfelt að allir í Bosekop vissu um ástamök þín við strokufanga og glæpa mann, sem seinna var fangaður og hengdur? Hin siðavanda Ulrika—hin guðhrædda, bænrækna Ulrika!” Gamla nornin skalf af reiði og æsingi. “Ekki lengur á valdi mínu? Eins lengi og líf- tóra bærist í brjósti mínu skal eg kúga þig til hlýðni! Ekki sek um morð, segir þu—” “Nei”, sagði Ulrika mjög hægt og festulega, með leiftrandi augum, eg er ekki en þú ert morðsek!” 15. KAFLI Innan örfárra daga var trúlofun Thelmu °g Philips Bruce Erringtons á hvers manns vör um í nágrenninu. Fréttirnar bárust mjög fljótt út, og var það víst Britta sem þær voru hafðar eftir í fyrstunni; hún var svo glöð og sigri hrós- andi yfir hamingju húsmóður sinnar að hún gat ekki orða bundist. Þær bárust hinum háæru- verðuga presti Dyceworthy til eyrna, sem í fyrstu ætlaði ekki að fást til að trúa þeim, en varð siðan svo reiður að hann missti matarlyst í tuttugu og fjóra klukkutíma. En almennasta skoðunin í nágrenninu, þar sem fáfræði og hleypidómar réðu mestu í hug- um fólksins, var sú, að hinn léttúðugi Englend- ingur myndi iðrast þess dags sem hann gengi að eiga hina “hvítu töfranorn Altenfjarðarins”. Það var litið á Olaf Guldmar með ennþá meiri grunsemi en áður, og talið víst að hann hefð' með einhverjum illum og leyndardómsfullum brögðum stuðlað að þessum fýsilega ráðahag fyrir dóttur sína. Yfir höfuð var fréttunum tekið með megnustu andúð og fyrirlitningu, og allt fært á hinn versta veg. Ónauðsynlegt er að geta þess að palladómar og fáryrði þorps-búanna hafði ekki hin minnsta áhrif á gleði og hamingju þeirra sem urðu fyrir öllu baktalinu, og það hefði verið erfitt að finna glaðari hóp en þann sem safnaðist saman fyrir framan hús Guldmars einn fagran morgun, allir voru þeir vel útbúnir að öllu leyti í óvenjulega langsótta og erfiða fjallaferð. Allir mennirnir höfðu langa og sterka göngustafi, ferðaflöskur nestistöskur og teppi—allir voru þeir sérstak- lega vígamannlegir. Sigurd hélt sig í dálítilli fjarlægð frá hinum, hallaðist fram á staf sinn og starði á Thelmu, einkennilega þunglyndis- legur og einmanna. Hún var á því augnabliki að hagræða baktösku Erringtons, og fagra and- litið ljómaði af ást og umhyggjusemi. “Mér er næst skapi að fara ekkert”, hvíslaði hann að henni. “Eg ætla að snúa aftur og vera hjá þér í allan dag.” “Hvílík heimska, vinur minn”, svaraði hún, glaðlega. “Heldurðu að þú vildir missa af því að sjá tignarlega og fagra fossinn—og sitja hjá mér og horfa á mig spinna—þú yrðir bara syfj- aður af því! Ef að eg væri karlmaður skyldi eg fara með ykkur.” “Mér þykir ákaflega vænt um að þú ert ekki karlmaður!” sagði Errington, og þrýsti litlu höndina sem spennti töskuólina. “Eg vildi þó óska að þú værir með okkur. En, Thelma, yndið mitt, heldurðu að þú verðir ekki einmana?” Professional and Business -------= Directory— Ofíioe Phoae 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löglrœðingcn Bank of Nova Scotia Bldc. Portage og Garry SL Sírai 928 291 Dr* P. H. T. Thorlakson WLNNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insnrance and Finandal Agents Slmi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg I- Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave, Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize ln Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandíc Spoken Hún hló glaðlega. “Einmana? Eg! Hvers- vegna, Britta verður hjá mér—svo er eg aldrei einmana nú.” Hún sagði seinasta orðið lágt og blíðlega, og leit upp feimnislega. “Eg hefi svo mikið að hugsa um —” Hún þagnaði og losaði höndina. “Nú veit eg það”, sagði hún með glettn islegu brosi. “Þú ætlast til að eg játi að mér muni sárleiðast allan tímann sem þú ert í burtu! Ef það verður, þá skal eg ekki segja þér það!” “Thelma, barnið mitt!” kallaði Olaf Guld- mar í því. “Hafðu hliðin lokuð og allar dyr meðan við erum í burtu. Mundu það, að þið Britta verðið aleinar hér í nótt—við getum ekki búist við að koma til baka fyr en seint annað kvöld. Leyfðu engum inngöngu í garðinn, og gefðu þig ekki á tal við neinn sem kynni að koma hér, hver sem það er. Heyrirðu það? “Já, pabbi,” sagði hún, undirgefnrslega. “Og láttu Brittu gefa því góðar gætur að hin ærða norn, amma hennar, komi ekki hingað til að ónáða eða hræða þig með ofstækisrausi sínu og íormælingum—því nú hefirðu jafnvel ekki Sigurd þér til hjálpar!” “Ekki jafnvel Sigurd!” sagði dvergurinn, með angurvaeru brosi. “Nei, ekki jafnvel vesa- lings Sigurd!” “Einhver okkar ætti að verða hér eftir”, lagði Lorimer til, og leit til vinar síns. “Ó, nei, nei!” hrópaði Thelma áköf. “Eg aftek það með öllu! Við Britta höfum oft verið einar hér áður. Okkur er alveg óhætt, er ekki svo, pabbi?” “Eg geri ráð fyrir að ykkur sé nokkuð ó- ihætt!” sagði gamli maðurinn, og hló. “Eg veit ekki af neinum nema gömlu Lovísu Elsland sem hefði hugrekki til að gera þér árás, barn! Þó gerir það ekki til að láta járnslárnar fyrir hús- dyrnar, og læsa vel ytra 'hliðinu þegar við erum farnir. Ef það er gert, óttast eg ekkert um ykk- ur. Jæja, drengir það er tími til að við legðum á stað! Sigurd, drengur minn, farðu á undan og veldu veginn!” “Bíðið við!” hrópaði Sigurd, og hljóp til Thelmu. “Eg má til að kveðja!” Hann greip hönd hennar og kyssti hana—greip rós, og lét hana á milli fingra hennar. “Hún á að minna þig á Sigurd! Hugsaðu einu sinni til hans í dag!— og einu sinni þegar miðnætursólin ljómar. Far vel! Það er það sem hinir dánu segja! Far vel!” Hann hljóp til hópsins sem hafði beðið eftir honum, og lagði af stað í broddi fylkingar, og hrópaði glaðlega: “Fylgið mér! Sigurd þekkir leiðina! Sigurd er vinur allra hinna trylltu fossa!” Harm fór að syngja fjöruga fjallavísu. Macfarlane horfði á hann efablandinn. — “Ertu viss um að drengurinn viti hvert hann er að fara? Að hann leiði okkur ekki út í einhverj- ar ógöngur og skilji okkur þar eftir, í stað þess að sýna okkur fossinn?” Guldmar hló hjartanlega. “Kvíðið þið engu! Sigurd er sá bezti leiðsögumaður, þrátt fyrir það sem honum er áfátt—sem þið gætuð mögu lega fengið, Hann þekkir allar auðveldustu og öruggustu leiðirnar; og Njedegorge er staður sem enginn hægðarleikur er að komast að, það get eg sagt ykkur með sanni! “Fyrirgefðu! Hvað er hann kallaður?” spurði Duprez, ákafur. “Njedegorge”. Franski maðurinn yppti öxlum. “Eg gefst upp”, sagði hann brosleitur. “Ungfrú Guldmar, ef eitthvað verður að mér hjá þessum fossi með nafni sem ógerlegt er að bera fram, þú ætlar þá aftur að vera læknirinn minn, er ekki svo?” Thelma hló um leið og hún kvaddi hann með handabandi. “Það kemur ekkert þessháttar fyrir” ,sagði hún; “nema að þú fáir kvef af því að sofa í fjallakofa alla nóttina. Pabbi, þú verð ur að sjá um að þeir fái ekki kvef!” CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Ofíice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL LIMITED selur Ukkistur og annast um útíarir. Allur úttbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nllnlmnay minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg — M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Sclling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kxliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, e£ óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 / -v GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 . . J J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Union Loan & Investmcnt COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto Generai Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson *e SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 l FINKLEM AN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg —-----r* PHONE 92-2496 Vér venlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og Ojót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 Olf. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 OfficePh. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT ■Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - i2.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. c'~' GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Liccnsed Embalmcr PHONE 3271 - Selkirk Hafið HÖFN í Hnga ~ICELANDIC OLD~FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street _ Vancouver 9, B. C, —~———-------------------—Á GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confedcration Building, Winmpeg, Mii. S, — L HERE _NOW! T oastMaster MIGHTY FINE BREADl At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Mgr. Manager PHONE Sales 37144

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.