Heimskringla - 20.04.1955, Side 4

Heimskringla - 20.04.1955, Side 4
4. SIÐA HEIHSKRINQLA WINNIPBG, 20. APRfL 1955 FJÆR OG NÆR Messuboð Sumri fagnað iHaldið verður upp á fyrsta sunnudag í sumri n. k. sunnudag. 24. apríl, í Fyrstu Sambands- kirkju í Winnipeg við kvöld guðsþjónustuna. Prestur safnað- arins messar. ★ ★ ★ Giftingar Séra Philip M. Pétursson gifti Jacob Heppner og Mary Wiebe s.l. laugardag í Fyrstu Sam- bandskirkju í Winnipeg, og sama daginn gaf hann saman í hjónaband, William Robert Gair og Eleanor Irene Hampsar að 898 Magnus Ave. ★ ★ ★ GULLNA HLIÐIÐ SÝNTÁNÝ Ákveðið er, að Leikfélag land- ans sýni á ný þætti úr Gullna hliðinu í fyrstu vikunni í maí. Verður ein sýning í Winnipeg og önnur—að öllu forfallalausu —í Geysisbyggð, en fleiri sýn- ingum því miður ekki viðkomið. /Sýningar þessar verða nánara auglýstar í næsta blaði. ★ ★ ★ HÓPFERÐ TIL ÍSLANDS Einhverjar óviðráðanlegar or- sakir hljóta að valda því, að eng- ar endanlegar upplýsingar hafa enn borizt frá íslandi um far- gjöld og annað varðandi hina væntanlegu hópferð. Má vera, að verkfall það, er staðið 'hefur á fslandi að undanförnu, eigi sinn þátt í þessum drætti og lausn ÍROSE theatre —SARGENT & ARLINGTON— j APRIL 21—23 Thur. Fri. Sat. (Geu APACHE (color) I Jcan Peters, Burt Lancaster SHE COULDN’T SAY NO Jean Simmons, Robert Mitchum | APRIL 25-27 Mon Tue Wed (Ad. BLOWING WILD [ Gary Cooper, Barbara Stanwyck TROUBLE IN STORE | Margaret Rutherford * .—«—>—<■—•»—<.—— muni fást í þessu máli jafnskjótt og verkfallið leysist, en um það hafa ekki enn borizt neinar frétt ir. Er því ekki annað að gera en taka á þolinmæðinni og sjá, hverju fram vindur. Vinsamlegast! THOR VIKING 515 Simcoe Street Winnipeg 10. Man. ★ ★ ★ Fellowship Service Verið er að efna til guðsþjón- ustu í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg sem nefnist “Fellow- ship Service”, kl. 11 f.h. sunnu- daginn 1. maí. Verið er að bjóða safnaðarmönnum og vinum úr Sambandskirkjum í næriiggjandi bygðum. Þetta er árlegt fyrir- tæki sem góður rómur hefur ver ið gerður að, og gert er ráð fyr- ir að það verði vel sótt. Veiting- ar verða á eftir guðsþjónust- unni og tækifæri fyrir menn að kynnast. ★ ★ ★ ,Mrs. Helga S. Frederickson, 612 Langside St. Wpg., dó s.l. fimtudag. Hún var 62 ára, fædd i Winnipeg og átti hér heima unz hún flutti til Vancouver 1943, en flutti til bakka á s.l. ári. Hana lifa eiginmaður hennar Joseph, 3 dætur og einn sonur. Hún var jörðuð s.l. laugardag. ★ ★ ★ Dr. Ric'hard Beck flytur fyrir lestur um íslandsferð sína og konu sinnar s.l. sumar, í Geysir Community Hall á laugardags- kvöldið kemur 23. apríl, kl. 9. I Dans á eftir. * ★ ★ The Icelandic Can. Club Several people have expressed interest in t'he projected excur- sion to the Icelandic Centenary clebration in Utah, next June. An offer has been received from the Gryhound Bus Co., to pro- vide a bus, if 37 passengers offer themselves, the round fare to be $55.00, with hotel accommoda- tion and meals en-route included. ★ ★ * Petur Jónsson, maður 84 ára, til heimilis að Riverton, dó 17. apríl. Fer jarðarförin fram i dag (miðvikudag) kl. 2 e.'h. frá kirkju Bræðrasafnaðar. ★ ★ ★ Frétt barst blaðinu, að Byron Johnson, fyrrum forsætisráðhr. British Columbia, hafi veikst snögglega og sé nú í sjúkrahúsi þar vestra. Eftir fréttinni að dæma er hann á bata vegi, en ekki segir hvað að honum sé. ★ ★ ★ iLestrafélagið á Gimli er að hafa sína árs samkomu á föstu- dagskvöldið 22. apríl í Parish Hall, kl. 8.30. Próf Richard Beck flytur ræðu þar. Svo verður upp- lestur og söngur, Tomibóla og raffle. ★ ★ » Messað verður sunnud. 24. apríl á þessum stöðum: Lundar, kl. 11 f.h.—family ser- vice. —Vogar kl. 2 e.h., á ensku; Silver Bay, kl. 4 e.h., á ensku; Steep Rock kl. 8 e.h. á ensku. Séra Bragi Fridriksson Nýstárleg og einkennileg hugmynd Stuttur útdráttur úr ritgerð í Macleans’ vikuhlaði, eftir Nor- man J. Berrill, próf. af Zoology McGill University með fyrir- sögn: Erum vér eina mannkynið í alheiminum? Eftir að hafa athugað skilyrði fyrir lífi á öðrum jarðstjörnum í' voru sólkerfi, fullyrðir hann að lífverur í líkingu við það sem er hér á jörð sé algjörlega útilok- að. En er þá, spyr hann, nokkur möguleiki fyrir að líf geti átt sér stað annarstaðar í alheimin- um? Þetta segir hann sé mjög mik- ilvæg spurning og undir svarinu sé að nokkru leyti komið hvað tilgangurinn með einstaklings lífið og markmiðið með alheim- inn sé. Þá rekur hann í stórum drátt- um sögu lífsins á jörðunni. Hann telur að fyrstu lífverur hafi myndast fyrir meir en tvö þús- und milljónum ára, en steinrunn ar lífverur í jarðlögunum segja framþróunnar sögu lífsins um fimm hundrað milljón ára bil. Síðan varpar hann fram þeirri spurningu hvort fleiri sólkerfi en vort sé í alheiminum, og kemst að þeirri miðurstöðu að ótölulegur grúi, og í hverju sól- kerfi mun vera ein, jafnvel tvær jarðstjörnur sem hafi líffram- leiðslu skilyrði. Og nú spyr hann: Geta slíkar jarðstjörnur framleitt mannkyn? Áður en vér getum gefið á- kveðið svar, segir hann, þurfum vér að athuga vora jörð, vort eigið sólkerfi, vora sól. Og vér mættum spyrja hvort það finnist nokkrir tveir einstaklingur, maður á þessari jörð sem eru algjörlega eins, ekki aðeins að ytra eðli? Og svarið er: Algjört og ákveðið nei! Líkindi til að tveir einstaklingar finnist alveg ens er með öllu útilokað*. Sam- kvæmt þeim mælikvarða geta verið milljónir sólna þó engin LÆGSTU fargjöld til ÍSLANDS Douglas Skymasters-flugstjórar og Bandaríkja-lærðir Skandinaviskir flugmenn, sem er trygging fyrir þægindum öryggi og vinalegu við- móti. Bókið hjá Agent félagsins C.A.B. ábyrgist. Reglulegar flug- ferðir frá New York til ISLANDS, NOREGS SVÍÞJÓÐ, DANMERKUR og ÞÝZKALANDS. Beinar samgöngur við alla Evrópu. n /-] n ICELANDIÚ mIRLINES ulAauu 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 VELJIÐ 1 ÖRYGGI HJA TIP TOP TAILORS Gamlir og nýjir viðskiftavinir njóta hinnar sömu kjörkaupa, hinnar sömu persónulegu afgreiðslu hjá elztu og frægustu fatagerðar verzlun f Canada eftir máli, jafnt fyrir konur sem karla. Búðir og umboðsmenn f hverri borg frá strönd til strandar. BEZTU FÖT í CANADA SEM FAANLEG ERU — Avalt Tip Top búð í nágrenninu — T 3t Tip Top tailors Enter Barley Contest To be eligible to compete in the Manitoba Barley Contest, the barley grower must enter the Contest before July 15th, 1955. Secure your entry form from your Agricultural Represen- ative or your elevator operator, send form to the Soils and Crops Branch, Department of Agriculture, Legislative Building, Winnipeg 1, Manitoba. This space contributed by: Winnipeg Brewery Limited M.D. 354 alveg eins og vor sól. Það geta verið milljónir af jarðstjömum í líkingu við vora jörð, en engin þó 'hafa sömu aðstöðu til sinnar eigin sólar sem vor jörð, engin mun snúast um sinn eigin mönd- ul og kringum sína sól með sömu hlutföllum og vor jörð, engin vera af sömu stærð né hafa algjörlega sömu efnasamsetning. Svo mikill er breytileiki heims- ins að óhugsandi sé að tveir ein- staklingar finnist sömu tegund- ar. Sérihver lífberandi jarðstjarna í alheiminum hlýtur að vera al- gjörlega sérstæð þrátt fyrir hvað góða afstöðu sem hún hefur til sinnar sólar, hún mun vera stærri eða minni en jörðin, hafa öðru- vísi veðurfar, ef til vill meira land að tiltölu við hafið eða máske hreint ekkert land. Allar kringumstæður í smáu sem stóru svo bráðnauðsynlegar fyrir tilveru og framþróun vits- manna vera, munu vera að ein- hverju leyti öðruvísi. Mannlegar verur voru mynd- gangandi á tveimur fótum, með alla vorra sérstæðu kosti og ó- kosti munu vera til aðeins á þess ari jörð, og hvergi annarstaðar í alheimi. Aðrar jarðstjörnur í geimnum hafa áreiðanlega sínar eigin vitsmuna verur, að útliti sem oss er ómögulegt að gjöra oss hug- mynd um. Jarðstjörnur hagstæð- lega settar framleiða líf, og líf fyrr eða seinna þróast í vitsmuna verur. Og verur gæddar vísdómi, fegurð og mætti, ef til vill langt framyfir það sem þekkist á vorri jörð, áreiðanlega byggja ótölu- legan grúa jarðstjarna víðsvegar um geiminn. Hvað um gildir: Vér erum áreiðanlega ekki ein í alheiminum. * Saman ber: Engin tvö lauf- blöð, engir tveir snjókristallar finnast algjörlega eins byggðir. Halld. Gíslason þýddi FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI 120 umsóknr frá bændum um þýzkt verkafólk Búnaðarfélag íslands hefur spurzt fyrir um það hjá bændum Ihvort þeir óski að ráða þýzkt verkafólk til landbúnaðarstarfa í sumar, og eins kynnt sér mögu leika fyrir því í Þýzkalandi að fá hingað fólk. Samkvæmt upplýsingum -er Vísi fékk hjá skrifstofu Búnað- arfélagsins í morgun, er ekki að fullu ráðið ennþá hvort af því verður að fá hingað þýzkt fólk. Hinsvegar hefur það komið fram að töluverður áhugi er fyrir því meðal bænda, að fá þýzkt fólk til landbúnaðarstarfa, og hafa um 120 umsóknir borizt. Skipast þær nálega að jöfnu á konur og karla. —Vísir 8. marz ★ Fór með freðfisk, kemur með appelsínur M.s. Vatnajökull, sem væntan- lega kemur hingað um miðjan næsta mánuð (apríl) mun þá hafa meðferðis um 800 lestir af appel sínum. Héðan fór skipið rétt fyrir mánaðamót til Ceuta í Norður- Afríku og tók þar olíu. Þaðan fór skipið í gærkvöldi áleiðis til Haifa í Israel, en þangað er 7—8 daga sigling frá Ceuta. — Skipið hefur meðferðis 700—800 lestir, eða fullfermi af freðfiski til Israels. Innflytjendasambandið mun eiga ávextina, sem Vatnajökull kemur með frá Israel. Vísir 10. marz ★ Forsetinn heimsækir Noreg Eins og kunnugt er ætluðu forseti íslands og frú hans að heimsækja Noreg, ásamt hinum Norðurlöndunum á síðastliðnu ári, en sökum hins sviplega frá- falls Mörthu krónsprinsessu, varð ekki af hinni opinberu heimsókn þá. Hefur nú verið ákveðið, að forsetahjónin komi í opinbera heimsókn til Noregskonungs 25. maí n.k. Ráðgert er, að M,s. Gullfoss flytji forseta og frú hans til Osló, en að lokinni hinni opin- beru heimsókn þar 27. maí, munu forsetahjónin ferðast um Noreg í boði norsku ríkisstjórn- arinnar. —Vísir 12. marz MINNINGAR P. S. P. MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar Frh. frá 1. bls. er Iþó slarkfær íslenzkum bíl- stjórum, einkum ef farartækið er “JePP^”. sem er léttur, sterkur og hár undir kvið, herliðsvagn, knúinn vél sem virðist hafa óút- reiknanlegt afl, enda eru allar vegleysur á íslandi kallaðar “Jeppa-vegir”, og virðist þessum farar-tækjum með hjálp hraustra manna sem nóg er til af á Islandi, allir vegir færir . Nú vorum við komin í Hall- ormsstaða-skóg. Margt var þar gíæsilegra og gildra trjáa alls- konar tegunda. Vaxtarlag þeirra og útlit minntu mann á fjölda fólks, karla og kvenna, sumt langt og mjótt, sumt stutt og digurt, an allt aðlaðandi og vin- gjarnlegt, og í rjóðrum skógar- ins vermireitir og uppvaxtarstað ir hinna ungu trjáa, sem voru ámismunandi vaxtarstigi, en öll þeim skilyrðum búin, að vaxa og verða eins stór og fyrirrennar arþeirra, fyrir tækni og aðhlynn- ing skógræktarmannanna, sem si og æ vöktu yfir velferð þeirra og þroska. “Op niðr að Leginum þarna — þarna, þar fann eg lund, sem mér geðj- ast að. Sit því og sé, hvernig sólin sindrar, sit hér í skóginum við Hallorms- stað”. Svo kvað Matthías forðum i einni af sínum hrifningum. Þess- ar hendingar komu mér í hug pegar vio aoum nja Atiavnt, sem er mikið og fagurt rjóður við “Löginn”. Eru þar samkomuhús mikil og haglega smíðuð, og margar ihéraðs-samkomur og mót haldin þar. Minnti þessi staður mig svo mjög á Seleyri, sem í eina tíð var verzlunarstaður Borgfirðinga í Hafnarskógi önd- vert Borgarnesi. Batt eg þar sem drengur fyrstu bagga mína, upp á fimm hesta lest, hjálparlaust og fyrirsagnarlaust. Eftir nokkra dvöl við Atlavík VINNIÐ AÐ SIGRI 1 NAFNI FRELSISINS -a“gl- JEHOVA Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu aðferðir. Engin tegju bðnd eða viðjar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234 Preston Ont COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK” ókum við heim til Hallormsstaðs, var okkur vel tekið af forstöðu- konu skólans, Ásdís Sveinsdótt- ur, og þáðum hjá henni vel fram- reiddar veitingar. Eftir ánægju- legt samtal og margskonar upp- lýsingar héldum við ferðinni áfram heim til Fljótsbakka, vor- um við þar um nóttina, sem var okkar síðasta í þessu fagra og eftirminnilega sveitahéraði. nræsta aag, sem var xaugatUag- urinn þriðji júlí, var lagt á stað til Borgarfjarðar. Var það vinur okkar Gissur Erlingsson, sem ók okkur þangað í bíl sínum. Slóst nú Þórarinn frá Fljótsbakka með í förina, hafði hann ekki til Borgarfjarðar komið um fjölda mörg ár. Farið var á stað frá Eiðum kl. 6 e.'h. Gekk nú ferðin hið ákjósanlegasta upp á svo kallað Vatnsskarð, enda vegur þangað hinn ákjósanlegasti. Framh. BALBRIGGAN LÉTTU NÆRFÖT Halda yður þægilega köldum með verndar-hlífum fyrir handar krika og læri. Penmans léttu bómullar nær- föt, eyða svitanum—fara vel, engin bönd þörf, auðveld í þvotti. í hvaða sniði sem er fyrir menn og drengi. ★ Fræg síðan 1868

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.