Heimskringla - 27.04.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.04.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNIPEG, MK)VIEUI>AG®í]N, 27 APRÍL 1955 CENTURY MOTORSITO. 247 MAIN — Phone 92-3311 S.---------------------- CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE S.--------------------- NÚMER 30. FRÉTTAYFIRLIT Ótrúlegt en satt Það varð mörgum að orði, er undra fréttin um lækningu á lömunarveiki varð kunn, að sá, er hana fann þyrfti ekki að bíta gaddinn. Þetta var ekki ólíklegt. Þarna var verk af hendi leyst, er vitað var um, að útbreitt yrði um víð- an heim og færa mundi öllu mannkyni mikla blessun. En hvað skeður svo? f grein í U.S. News, s.l. viku, segir frá því, að dr. Salk, beri ekki mikið úr býtum fyrir upp- götvun sína. Hann fái ekkert af forréttindum (Royalties) iþeim, er þar væri við að búast, svo sem af forskift sinni af bóluefninu, framleiðsluleyfi á því og söiu- leyfi. Skiftir þó notkun þess orðið nokkrum miljónum dala á fáum dögum. Það er félag sem fé hefir lagt fram til rannsóknar á lömunar- veiki, sem styrkti þá dr. Sall: °g aðstoðarmenn 'hans í rann- sókninni, sem allan veg og vanda h^fir af rekstri þessarar uppgötv unar. Heitir það National Foundation of Infantile Paralys- is. Ef dr. Salk hefði í stað þessa undra-bóluefnis, fundið upp betri byssu, sprengju eða ein- 'hverja drápsvél, hefði hann skjótt orðið ríkur. t Að uppgötvun sinni vann dr. Salk í fimm ár. Oft kom fyrir að hann vakti allan sólarhring- inn út við rannsóknina. Laun hans fyHr þetta eru ekki pen- ingar, nú á fertugasta aldursári hans, heldur frægð, er skipar honum mjög framarlega á bekk, með færustu mönnum í lækna- vísindum. En þrátt fyrir þó dr. Salk hafi ekki beinlínis neitt sjálfur fyrir starf sitt, hefir það vakið at- hygli stofnana, er gott kunna að meta. Eitt slíkt félag, sem einn af Mayo-bræðrunum er þess3 stundina formaður fyrir, hefir veitt dr. Salk 10,000 dala verð- laun og gullmedalíu. Eru þetta svo-nefnd Criss-verðlaun. Eins er dr. Salk nokkurn vegin viss með að hljóta Nobels-verðlaun í læknisfræði, þau nema $35,000. Ennfremur má búast við að hon- um standi lækning á ríkum stofn unum til boða, með ærnu kaupi. En hverju ilaunar almenningur honum starf ‘hans. Því fer ver, að þar sýnist það satna í speglinum að líta og áð- Ur> gömlu myndina af þvi, að sem að heill og velferð þjóðfélagsins vinna mest, fát ekki almennilega askafylli fyrir það, en þeir sem vígtennurnar sýna að sið rándýra, sitja að ó- mældum krásum og almennri viðurkenningu í heimi vorrat lofuðu aldarmenningar. Nýtt þjóðafélag7 Það er ekki hægt um það að segja hvernig fundinum sem stendur yfir í Bandung í Indó- nesíu reiðir af, en hann heldur, sem kunnugt er fulltruar 29 Iþjóða frá Asíu og Afríku. Til fundarins leit út fyrir að væri efnt til þess að fleyga eða slíta öllu sambandi við vestlægar þjóðir. Ýmsir heldu fram, að þarna væri nýtt alþjóðafélag i myndun og mun Nehru, stjórn- ari Indlands, hafa átt þá 'hug- mynd. En hvað sem til kemur, virðist lítið ætla úr þessu að verða. Svo margir fulltrúar Suð Ur-Asíu þjóðanna, hafa svo ræki lega mælt á móti, að mynda ný samtök, með kommúnistum öilu _0G UMSAGNIR ráðandi, sem þeir blátt áfram treysta ekki að bæta hag sinn á borð við Bandaríkjamenn. Kváðu þeir B.ríkin ihafa verið bjarg- vætt sinn og mundu verða ótrauð ari verndarar sjálfstæðis þeirra í framtíð, en nokkur önnur sam- tök. Og þeir kváðust ófúsir á að skifta á kínverskum eða komm únistiskum imperialisma fyrir hin vestlæga. Chou En lai, stjórnarformað- ur Kína, sér stefnu sinni ekki- vel borgið, eins og sakir standa. En heldur en að gera ekkert til að vinna henni vinsældir á fund inum, hefir hann nú lýst yfir að hann sé til með að semja við Bandaríkin og vestlægu þjóðirn ar um frið á Formósu. Sjá Banda ríkin, að Kínverjar muni ekki sjá sér margar leiðir aðrar færar. En þeir verða að sýna skýrari rök fyrir, en þeir hafa enn gert, að þetta sé ekki eintómur yfir- drepsskapur hjá þeim, kjósi enn áframhald kaldastríðsins fremur en heitt stríð. Chou En lai birti þetta utan fundar, í Bandung. En þegar fulltrúar á fundinum kröfðust að hann segði skoðun sína á ýms i4jn aðal-atriðum málsins, fekst En lai ekki til að svara. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Síðast liðna viku, voru 7,500 börn í Winnipeg bólusett til varnar lömunarveiki. I Á sambandsþinginu skýrði JHugues Lamont, ráðherra, eftir- litsdeildar heimkominna her- manna, að dvöl eða lækning hvers hermanns á Deer Lodge spítala í Winnipeg kostaði $12.34 á dag. Er það nálægt með- al verði. í Quebec er hann $14.90, en Saskatoon $9.62, og er ódýrast í öllu landinu. Þrátt fyrir sjónvarp og útvarp var útgáfa daglaða í Canada 4% meiri á árinu 1954, en árið áður Frá þessu var skýrt í Toronto s.l. viku á 36 ársfundi dagblaða- félags Canada., »» Kaupstaðinn, sem Simpson- Sears félögin ráðgera að koma upp í Polo Park í Winnipeg, er búist við að fullgerður verði ’57. Kostnaður viðskiftahúsanna er sagður um 15 miljónir dala og tala verzlunarþjóna verður um 2000, sem er góð atvinnubót. M Spárnar um kosningarnar á Englandi, eru á þessa leið: í- haldsflokkurinn 47%% allra at- kvæða, sósíalista flokkurinn 47%. Liberal flokkurinn er sagð ur nærri útdauð skepna. Sanit ‘hefir hann nú 150 þingmenn í vali. Alls eru þingsætin 625. Árið 1951 voru íhaldsmenn taldir vissir um 13% atkvæða fram yfir sósíalistaflokkinn. - Reyndin varð sú, að þeir höfðu færri atkvæði í heild sinni, en verkamanna- flokkurinn, þó fleiri þingmenn hefðu. Ross Thatcher, CCF þing- maður á Sambandsþingi frá Moose Jaw, Sask., sagði sig úr flokki sínum s.l. föstudag. Hann bar við dekri við komm- únista. Þrátt fyrir þetta segir hann þingmensku ekki af sér. ** Sambandsstjórn Canada hefir á prjónunum, að taka yfir sölu á kvikfé bænda, mjög á sömu vísu og hveitisöluna. Er sagt að bændur, sérstaklega í Sask- atchewan og Alberta-fylkjum, séu ekki hrifnir af hugmyndinni og kjósi fremur að sjá sjálfir um söluna. Sambandsstjórnin hefir sent fulltrúa út af örkinni til að ræða málið við bændur. »wr Eitt af flugskipum CPR fé- lagsins flaug s.l. viku á 13 kl.st. 38 mínútum frá Japan til Can- ada, og er það talið met í hraða. Flugfarið var með 6 manna á- höfn og 28 farþegum og er nefnt DC-6B »Wi Walter Dinsdale íhalds þing- maður frá Brandon á sambands- þinginu, fór s.l. viku hörðum orðum um eyðslusemi Ottawa- stjórnar. Eitt dæmi af eyðslusem inni var, að stjórnin hefir keypt forláta flugfar (Viscount Air- liner) fyrir $870,000. Telur stjórnin þetta nauðsynlegt fyrn gæðinga sína ef bæjarleið þurfi að skreppa. Þar sem T.C.A., flugfélag Canada á 22 af þessurn hraðfleygu flugskipum og sem embættismenn stjórnarinnar ferðast ókeypis með, sér Dins- dale ekki neina þörf á kaupi þessa flugfars. Endurkosin fræðslumálastjóri Á fylkisþingi kvennasam bandsins, I.O.D.E., sem haldið var í Winnipeg 4.-6. apríl, var frú Hólmfríður Danielson end- kosin, gagnsóknarlaust, sem fræðsumálastjóri félagsins i Manitoba. Fjörutíu og fimm I.O.D.E. deildir tilheyra Manitobaheild- inni og var f járveiting þeirra til fræðslumála í fylkinu $12,000 s.l. ár. Voru þar á. meðal 44. námsverðlaun og námsstyrkir fyrir ungmenni í miðskólum; einn námsstyrkur sem nemur $1,600 til náms í Manitobahá- skólanum og tvö námsverðlaun sem nema $2,000 hver, til fram- haldsnáms í brezkum háskólum. Frú Hólmfríður hefir s.l. tvö ár, heimsótt 17 deildir félagsins víðsvegar um fylkið og í borg- inni, flutt erindi um fræðslumál félagsins og menntamálaráðsins, og leiðbeint meðlimum í fræðslu málastarfinu. RADDIR ALMENNINGS Það líður nú óðum að þeim tíma að farið verður að hugsa íil undirbúnings fyrir íslendinga- dagin 17. júní. Frá gamallri tíð hefur—þó mikilli furðu gegni— verið allmikill ágreiningur um þann dag hér vestanhafs sem þjóðminningardag; þó farið sé nú eftir tízkunni að kólna blóð- ið þar sem enginn virðist nú þora við annars kaun að koma eða á annars tá að stiga; þó frið- ur sé ifyrir öllu þá samt má hanií of dýrt kaupa. Þó virðist ágreiningurinn alveg sá sami og áður sem er aug- 1 jós í verkunum þar sem skemti- samkomur eru nú haldnar hve- nær sem henta þykir á sumrinu, og svo kallaðar “þjóðminningar- dagur” eða “fslendingadagur" hið upphaflega ágreiningsefni, var milli 17. júní og 2. ágúst, eða með öðrum orðum: þeir sem héldu fram 2. ágúst, sem þjóð- minningardegi virtu meira stjórnarbótaskjalið (sem kóng- ur færði þeim 1874) til virðu- legra endurminninga fyrir fram- tíðina, heldur en æfistarf Jóns Sigurðssonar. Þeir sem héldu fram 17. júní fóru eftir æfistarfi Jóns sem þeir álitu, sem mátti meira virði til endurminningar. Nú langar mig að tilfæra hér til skýringar nokkur atriði úr smáriti eftir Ólaf Ólafsson prest í Guttormshaga, prentað í Reykj avík 1892, þar segir: Með stað- festu sinni vann Jón það á, að frumvörp stjórnarinnar fóru jafnan batnandi; 1873 var svo komið málum að Jóni mun eigi lengur ihafa þótt eftir betru að bíða. Það sumar var þjóðfundur haldinn á Þingvöllum; ræddu fundarmenn málið með ákafa miklum. Á Alþingi sama sumar var sú vara-uppástunga sam- þykkt með vilja Jóns, að biðja konung að veita landinu næsta ár stjórnarskrá og voru þau atr- iði sérstaklega tekin fram, sem mest þótti umvert. Árángurinn af varauppástungunni varð sá aö konungur staðfesti stjórnarskrá íslands 5. jan. 1874. Ennfremur frá sama riti: Jón Sigurðsson hafði flesta þá kosti til að bera sem höfðingja- sæmir og var hann öllum öðrum hæfari til að vera fyrirliði landa sinna í frelsisbaráttu þeirra Hann var allra manna fróðastur í sögu íslands, elskaði ættjörð sína af hjarta og var sannur freis ari og framfaramaður, hann var einarður maður og kjarnmikiil en þó stiltur vel, ágætlega máli farinn, rómurinn sterkur og á- hrifamikill, ritmái hans lipurt, f jörmikið og kjarnyrt, svipur hans og viðmót var höfðinglegt og á þá leið að það hlaut að vekja virðingu og traust allra er litu hann. Auk þess var hann í allri við- kynningu ljúfur og göfuglyndur, var honum því mjög auðvelt að laða að sér hugi manna. Hann var sjálfur fyrirmynd annara að iðni og þolgæði, staðfestu og ó- sérplægni, dugnaði og dreng- skap. Islandi helgaði hann líf sitt og Islendingar voru börn hans. Hann hefur verið kallaður “óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur”, og er það heppilega að orði komist. Svo mikið frá riti Ó. ólafsson- ar. Þá lögð eru til meta verk Jóns Sigurðssonar og stjórnarskráin þá vil eg biðja þig lesari góður að líta á vogina og sjá hvert þýngra verður, það er aðeins einn íslendingadagur á árinu sem er 17. júnr. Allir látumst vér íslendingar vera. J. Vopni Fara til tæknináms vestra Þrír íslendingar leggja af stað héðan til Bandaríkjanna á morgun til þess að vera þar á sex vikna námskeiðum í með- ferð öryggistækja. Menn þessir eru: Sófus J. Nielsen, Bogi G. Hallgrímsson og Lárus N. Eggertsson. í dag koma þrír hópar íslend- inga heim eftir námsdvöl vesrta. Þessir menn hafa þar lagt stund á logsuðu: Alexander Krist- mannsson, Gísli Kristjánsson, Guðmundur E. Guðmundsson, Jón S. Jónssori og Kristján Jóh- annsson. Þessir menn hafa kynnt sér olíukyndingartæki, meðferð þeirra og viðhald: Þórarinn Helgason og Eyjólfur Thorodd- sen. Loks hafa þessir menn kynnt sér byggingarvélar og verkstjórn: Hans W. Vilhjálms son, Sverir Vilhjálmsson, Diðrik H. Stefánsson, Ingvar A. Jóhann son, Ólafur Þorsteinsson, Gísli H Hansen, Oddgeir K. Herm- aníusson, Þorkell S. Ingimars- son og Svarar Júlíusson. —Vísir 5. marz Mr. og Mrs. Björn Stefánsson frá Piney, Man., hafa verið um viku tíma í bænum. Mr. Stefáns- son er að leita sér lækninga. PÁLL S. PÁLSSON: Minningar frá Islandsferðinni 1954 Framh. Nokkur rigning hafði verið um daginn, en þegar upp á há skarðið kom snérist hún í snjó- hríð. Varð nú ferðin all torsótt niður fjallið, og lá “Jeppinn” á kviði með köflum. En öllum til góðs, og eins og fyrir fram ákvarðað, höfðum við hitt tvo menn á skarðinu sem voru að fara í sömu átt og við. Varð það nú að samningum að þessir tveir “Jeppar” ferðuðust saman nið- ur f jallið, svo hver gæti rétt öðr- um hjálparhönd, ef á þyrfti að halda. Þessir menn voru, Björn Andrésson frá Njarðvík og Sveinbjörn Bjömsson frá Borg- arfirði, báðir afburða-menn að kröftum og geðprýði. Þvi til sönnunar minnist eg þess, að fyrsta sinni sem “Jeppi” okkar lá á kviði og þurfti hjálpar með. bauðst eg til að fara út úr bíln- um svo léttara væri að lyfta hon- um upp úr díkinu, sagði Svein- björn: Uss, sittu bara kyr og vertu ekki að væta þig í fætum- ar, það munar ekkert á þýngsl- unum. Eftir þetta bauðst eg aldrei til að fara út þó “Jepp- inn” lægi á kviði, og vigtaði eg þó nær 200 pund. Þetta voru fyrstu kynni mín af Austfirðing- um, og varð eg hrifinn af þeim þegar í stað, og þeim til hróss, verð eg að segja, að álit mitt á þeim breyttist ekki þó dagarnir liðu hjá, og fleiri og fleiri þess- ara hraustu, lífsglöðu manna yrðu á leið minni. Lengi hafði eg kviðið fyrir að fara um svo nefndar “Njarðvík- urskriður”. Þær höfðu verið ó- færar öllum nema fótvissustu mönnum og sérstökum, vel til þess völdum hestum, sem aldrei skeikaði fótur. Þjóðsögur segja, að fyrir ofan stiginn, sem var örmjór, hafi verð tröll og illþýði, sem velti hnullungum og skriðu- grjóti að hverjum þeim sem um skriðurnar færu, og í hafinu fyr- ir neðan biðu sjóskrímsli með opnum skoltum að taka á móti þeim sem niður hröpuðu, jafnvel hefði stór kross verið reistur þar sem flestum hafði hlekkst á. Gékk eg úr skugga um að eitt- hvað af þessum munnmæla-sög- um væri sannar því krossinn sá eg með mínum eigin augum, og því gat þá ekki líka hitt verið sannleikur ? Jæja, þetta voru þá hinar ill- ræmdu “Njarðvíkur-skriður”, sem við nú vorum að fara yfir. Ekkert fanst mér þar nú orðið “ihræðilegt”, vegurinn eggslétt- ur og breiður, eins og best getur að líta á bílveginum gegn um Klettaf jöllin. Virtist mér því sem framkvæmdir íslendinga í vegagerðinni vísuðu tröllum á bug og sjóskrímslum til hafs, svo ekkert tjón gæti lengur af þeim stafað. Seint um kvöldið komum við að Snotru Nesi. Þar búa hjónin Andrés Bjömsson og Valgerður Jónsdóttir. Var okkur þar tekið opnum örmum og boðin vist með þeim eins lengi og dvöl okkar entist á Borgarfirði. Einnig gistu ferðafélagar okkar þar um nóttina, því ekki þótti álitlegt að leggja á fjallveginn undir nótt og tví-sýnu veðri. Næsta dag hurfu þeir til baka, var þá veður gott og gékk ferðin þeim hið ákjósanlegasta. Næstu dagana dvöldum við í miklu yfirlæti á Snotru Nesi, milli þess sem við heimsóttum þorps-búa, sem allir sýndu okkur hina mestu risnu og alúð. Var margt þetta fólk fornvinir konu minnar, jafnvel frá þeim tíma sem hún var að alast upp hjá foreldrum sínum á Bakka. Mér virtist að hvar sem eg kom í þessu litla þorpi væri mér fagn- að eins og eg væri einn af fjöl- skyldunni, og ætti í raurýnni heima á hverju heimili, það er heilbrigð tlfinning sem þannig viðmót færir manni. Fagur þótti mér fjallahringur- inn umhverfis þorpið. Virtist mér þó sem Dyrf jöllin bæru höf- uð og herðar yfir systkini sin, sem þó eru mörg bæði litskrúð- ug og tignarleg. Minntist eg nú hins mikla lofs sem á þau hefir verið borið af mörgum snillingi fslandsð þar á meðal Einari H. Kvaran í ræðum sínum vesthn hafs, þar sem hann hiklaust tel- ur þau einkennilegustu og feg- urstu fjöll íslands. Einnig hefir skáldið þjóðkunna Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, rómað dýrð þeirra í eftirminnilegu og frábærlega hrífandi kvæði, og siðast, en ekki síst, listmálarinn Jóihannes S. Kjarval, sem málað hefir óviðjafnanlega fagra mynd af þeim, sem seint mun úr minni líða. En mest hafði eg hlakkað til að sjá og stíga fæti mínum á “Álfaborg”, bæði vegna þess að nafnið hafði heillað mig um fjölda margra ára tíma, og ekki síður fyrir þá ástæðu að þessi staður hafði verið leikvöllur konu minnar í uppvextinum, og henni því ógleymanlegur og “helgur” staður. Og nú stóðum við hlið við hlið á þessum ein- kennilega og fagra stað, berandi virðingu fyrir álfasögunum sem við höfum heyrt og lært í æsku, og sem orðið höfðu einn merk- asti þátturinn í skoðana lífi okkar frá barnæsku. lEins og víða annars staðar fanst mér dvöl okkar í þessu vingjarnelga og aðlaðandi þorpi of stutt, en nú kom óhjákvæmi- lega að skilnaðarstundinni. Varð því ekki hjá því komist að kveðja alit þetta góða og okkur ógleymanlega fólk í síðasta sinni og halda ferðinni áfram. Eg hafði séð Borgarfjörðinn í mismunandi búningi, hafði séð fjöllin þar í mismunandi og margbreyttu litskrúði. Hafði séð glampandi sólskin, svörtustu þoku, iðjagrænar hlíðar með mjallhvítum höfuðbúningi mið- sumars-snjóhríðar, sem morgun- sólin strauk í burtu með sínum rósfögru fingrum. Hafði séð hafið úfið og hrottalegt og slétt og vinlegt, með öðrum orðum: Eg hafði séð Borgarf jörðinn með öllum einkennum íslenzkst veðurfars sem ættjörð mín á yfir að ráða um hásumar tímann. Kæra þökk Borgarfjörður, og Borgfirðingar, móttökur ykkar voru dásamlegar, og kveðjan glampandi sólskin. —Framh. — EIN YÍSA — — úr kvæði um myndlistarmenn, er birtist nýlega í Speglinum. — Og hérna eru séní og myndlistamenn þótt myndlist þeirra Drottinn ei lært hafi enn því málirðu andlit með munn og nef milli tveggja augna eg lítið þér gef en málirðu þrjú augu á annari hlið og eyra í stað nefs ,ertu séniið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.