Heimskringla - 04.05.1955, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4 MAÍ 1955
1líeimskrim)la
fStoýnvB lttt)
Idn« At á bwjum miMkndegl
Eigendur: THE VHONG PBBSS LTD.
853 og 85b Sargent Avemwe, Winjúpeg, Man. — Takkai 74-6251
Verfl blaMna er 93.60 árgangurinn, borgist lyriríram.
Allar borganlr sendiat: THE VBCING ITIBSS LUD.
, ttH viflakiftabréf blaðinu aWútandi sendist:
Tíw VUdng Press Liaiited, 8S3 Sargent Ave„ Winmipee
HtUtjóri STEFAN EINARSSON
VtanAstaift tll rltstjérans:
EDXTOR HEIMSKRÍNOLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimatainglor" is publisheé by THE VHCWG PRE8S LIMITED
and priatad by VIKEíG PÍENÍTESS
S5J-855 Sargent Avenue, Winnijieg, Man„ Oanada - Telephone 74-625Í
Auttjoriaed q» Seeaad Claga MctH—Post Oittee Dept.. Ottawa
WINNIPEG, 4 MAf 1955
BLÖÐ ÓÞÖRF
PÁLL S. PÁLSSON:
Minningar frá Islandsferðinni 1954
í>a?5 var oft sagt, er útvarp
hófst, að það mundi verða bana-
biti blaða og jafnvel bókaút-
gáfu.
Ofan á þetta bættist svo sjón-
varp, sem ætla mátti að ekki
bætti úr skák blaðanna.
í Englandi hefir prentaraverk
fall staðið yfir. í 26 daga kom
ekkert blað út í höfu'ðborg
Bretaveldis. Tímarni eru ekki á
einn heldur margan hátt skrítn-
ir. Hvernig geðjaðist mönnum
að því að vera blaðlausir?
Hreint ekki vel og undir það síð-
asta var farið að tala um, að
mynda samtök á móti verkfalls
mönnum! Það áleizt engu betra,
að vera án blaðanna en án matar.
Og það er margt fjarstæðara
hugsað en það.
Það er alt útlit fyrir að ekkert
sé enn fundið upp, sem í stað
hins prentaða orðs getur komið.
Sjónvarpið með myndum kom-
andi og farandi, — eða hin
hraðlesna dagskrá útvarpsins,
hverfa oft nærri eins skjótt
úr huganum og þær koma.
Um það, sem er prentað, er alt
öðru máli að gegna. Þar getur
augað og hugurinn leikið á hlut
unum og athugað hann unz les-
arinn hefir fengið fylsta skiln-
ing á því, sem um er að ræða.
Og sé ekki fullur skilningur
fenginn, er fyrirhafnarlaust, að
virða hið prentaða orð á ný fyrir
sér, sem ekki gefst kostur á í
sjónvarpi eða útvarpi. Þú getur
verið því sem skrifað er ósam-
mála og haft alt aðrar skoðanir
en þar koma fram og jafnvel
kastað því frá þér í fússi. En það
er "eitthvað við það sem gerir,
að það virðist lifa sínu eigin lífi
eins fyrir því, sem er meira en
um flest annað, sem maðurinn
hefst að, er hægt að segja.
Það mun ýmsum þykja eitt-
hvað annað hvíla þyngra á huga
sínum nú við komu sumarsins
og útþrána sem henni fylgir, en
það, hvort blöð komi út. En
svona var það á Englandi, að
blöð og bækur eru hverjum
manni raunverulega matur og
drykkur, eitt af þessu, sem ekki
er hægt án að vera.
Þetta hefir ef til vill enga þýð-
ingu fyrir viðhald íslenzkra
blaða. En myndi engum íslend-
ingi bregða í brún, ef blöð þeirra
hér dyttu alt í einu úr sögunni,
og ekki gæfist kostur á, að finna
hér neitt er minti á þann mann-
flokk, er fyrstur ritaði að nor-
rænu máli?
SKILST MÖNNUM ÞAÐ
EKKI ENN?
Stjórnir fylkja landsins hafa
setið á ráðstefnu í Ottawa og
rætt um atvinnuleysið, sem nú
er augljóst orðið í þessu landi.
Tilboð sambandsstjórnar um,
að bæði fylki og sveitir komi
sér saman um hjálpina er með
(þarf, má ef til segja um að sé
góðra gjaldavert, en hreint ekki
nægileg.
Loforð um hjálp, bætir aðeins
um stundarsakir úr atvinnuleys-
is bölinu. En það bætir ekki at-
vinnuleysið sjálft. Það sem
mestu varðar, er að finna upp
störf, handa þeim sem vinnufær-
ir eru.
Það stendur á sama hvað sagt
er um innflutning eða fjölgun
þjóðarinnar. Ef hún á sér stað
eð nokkru ráði, skapar ihún at-
atvinnuleysi, eins og nú standa
sákir. Það, sem aðallega skortir
hér, er iðnaður af ýmsu tæi. An
aukins iðnaðar, er hér ekki um
aukna atvinnu til muna að ræða.
Fólki hér má því ekki fjölga úr
þessu—svo miklu nemi. Það er
ekki svo að skilja að landið búi
ekki yfir nægum auði til að fæða
tugi miljóna fleiri, en hér eru,
að atvinnuleysi á sér stað. Það
er nokkuð annað sem þar kemur
til mála.
Og hvað er það?
Það er endurskoðun á stefnu
núverandi landstjórnar. Hún hef
ir ávalt verið á móti iðnaði. Það
er þessi dáða liberalstefna, sem
hér er svo dyrkuð af þjóðinni að
dæmalaust má heita, sem vill hér
ekki innflutning eða flóksfjölg-
un, vegna íbúa viss fylkis, er sem
með henni verði hér ofurliði
bornir. Mannfjölgunin verður að
styðjast við það, sem gerist á
eyrinni eins og sagt er í Que-
bec fylki. Ef iðnaður og inn-
flutningur hingað yrði mikill,
kollvörpuðust öll áform liberala.
Það er því stefna þeirra, sem hér
þarf að víkja, og önnur að koma
í staðinn, sem ekki setur sig ens
bersýnilega upp á móti þroska
lands og þjóðar eins og liberalar
gera—í síngjörnum eða pólitísk-
um tilgangi einum en ekki með
hag þjóðiheildarinnar eða fram-
farir landsins fyrir augum.
Jafnvel liberalar sjálfir brosa
að yfirlýstri stefnu Pickersgill,
innflutningsmálaráðherra, um að
hér innfæddir menn séu innflutt
um fremri. En þeir gá ekki að
því, að þetta er einmitt eitt veiga
mesta-atriði í stefnu liberala,
að vera á móti innflutningi og
fólksfjölgun landsins. Stjórnar-
andstæðingar hafa ekki á þessa
hlið málsins minst, sem hálfrar-
aldar stjórnarsaga liberala sýnir
og sannar og bergmálar í hverju
blaði Winnipeg Free Press hér
um vesturlandið.
Umræður um atvinnubætur
hér er til lítils að eyða Jöngum
tíma í að ræða, ef fulltrúárnir á
nefndum fundi taka efeki neitt j
tillit til þess, sem er mergur
málsins, en þaö er alger stefnu-
breyting í stjórnarrekstri lands-
ins frá því sem er í höndum lib-
erala.
JóN MAGNÚSSON ,
á spítala
—ritstj. Geysis, blaðs þjóðrækn
isfélagsins “Vestri”—
Saknar nú “Vestri” vinar í stað
verður því dauft í salnum,
ekkert sem skemtir, ekkert blað,
öllum finst hart á dalnum.
En vonin og trúin vekur þrótt
o^g vorsólin græðir sárin,
þó sjáir þú dapra og dimma nótt,
þá dagar og þorna tárin.
Svo kemur þú aftur eins og fyr
sem ættjarðar merkisberi.
Því andinn þinn situr aldrei kyr
ef íslenzkan berst að skeri.
Landarnir allir unna þér
og ættjarðarstarf þitt heilla
svo allan þann kraft sem bænin
ber
biðjum við guð að fylla
—Þér farsæla framtíð stilla.
H. E. M.
HEIMSÓKN B 0 R G A R-
STJóRAHJóNANNA í
REYKJAVÍK TIL
GRAND FORKS
lEftir rúma hálfrar annarrar
viku dvöl á slóðum fslendinga
í Manitoba komu þau Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri í
Reyikjavík, og frú Vala Thor-
oddsen, með flugvél frá Winni-
peg til rand Forks, N. Dakota,
snemma dags þriðjudaginn 5.
apríl. Á fjugvellinum tóku á
móti hinum kærkomnu gestum
(þeir herra Oscar Lunseth, borgar
stjóri í Grand Forks, dr. George
W. Starcher, forseti ríkisháskól*
ans í N. Dakota (University of
N. Dakota), dr. Richard Beck,
ræðismaður fslands þar í ríkinu,
og frú Bertha Beck. Að móttöku
athöfninni lokinni, var ekið
beint til Dacotah Hotel, þar sem
borgarstjórahjónin höfðu dvalar
stað, meðan þau voru í Grand
Forks. Rak nú hver atburðurinn
annan.
Kl. 11 f.'h. hélt Gunnar borgar-
stjóri fyrirlestur í lagaskóla rík-
ishásikólans fyrir fjölmennum
áheyrendahópi háskólakennara
og stúdenta. Skólastjóri laga-
skólans, dr. Olaf H. Thormods-
gard, stýrði samkomunni og
kvaddi ræðismann íslands til að
kynna fyrirlesarann. Flutti
borgarstjóri því næst ítarlegt og
fræðimannlegt erindi um Al-
þingi hið forna; fór þar saman
prýðileg efnismeðferð og sam-
bærilegur flutningur, enda var
fyrirlesarinn örlátlega hylltur í
ræðulok, og þakkaði skólastjóri
honum komuna og hið gagn-
merka erindi hans fögrum orð-
um. Hafa margir háskólakennar-
ar og stúdentar einnig farið
miklum lofs- og þakkarorðum
um fyrirlesturinn í samtali við
höfund þessarar greinar.
Að loknum fyrirlestrinum var
Gunnar borgarstjóri heiðursgest-
ur og ræðumaður í miðdegis-
verði og á vikulegum fundi Rot-
aryklúbbsins í Grand Forks, er
var mjög fjölsóttur, enda hafði
ýmsum utanfélagsmönnum verið
sérstaklega boðið til þess að
hlýða á ræðumann og kynnast
honum. Gat að líta á fundinum
fjölda fremstu og kunnustu
manna Grand Forks borgar á
ýmsum sviðum. Stjórn skemti-
skrár ihafði með höndum Paul
Benson lögfræðingur, fyrrv.
dómsmálaráðherra í N. Dakota.
Lunseth borgarstjóri í Grand
Fotks bauð hinn reykvíska em-
bættisbróður sinn velkominn
með hlýjum orðum og bað hann
síðan fyrir vinsamlegar kveðj-
ur til Reykíkinga og íslendinga
almennt. Þá kynnti dr. Beck
ræðismaður Gunnar borgarstjóra
sem aðalræðumann fundarins.
Hóf hann mál sitt með því að
þakka hinar ágætu viðtökur, en
flutti a ð því búnu snjalla ræðu
um Reykjavík og sýndi kvik-
mynd af henni. Var máli hans að
verðugu framúrskarandi vel tek
ið, og höfðu margir fundarmenn
orð á því við greinarhöfund, að
Reykjavík væri drjúgum stærri
borg og með meiri nútíðar- og
menningarbrag, en þeir hefðu
áður gert sér grein fyrir.
Samtímis því er Gunnar borg-
arstjóri sat fund Rotaryklúbbs-
ins, var frú Vala Thoroddsen
gestur frú Berthu Beck í há
degisverði, ásamt nokkrum öðr-
um konum borgarinnar.
Seinna um daginn var haldin
virðuleg móttaka til heiðurs
íslenzku borgarstjórahjónunum
á hinu fagra heimili dr. Starchers
háskólaforseta og frú Starcher,
er ræðismannshjónin íslenzku í
Grand Forks stóðu einnig að.
Var þar margt manna viðstatt,
sérstaklega úr hópi forustu-
manna ríkisháskólans og forráða
manna Grand Forks borgar, á-
samt frúm þeirra. Meðal iþeirra
var Olger B. Burtness héraðs-
dómari og fyrrum þjóðþingmað-
ur, sem íslendingum er að góðu
kunnur síðan hann kom til ís-
lands sem einn af fulltrúum
Bandaríkjanna á Alþingisfhátíð-
ina 1930. Af íslendingum voru
þar, auk ræðismannshjónanna,
þau Frímann M. Einarson, ríkis
þingmaður frá Mountain, N. D.,
og frú Einarson, og Andrew L.
Freeman verkfræðingur í Grand
Forks og framkvæmdastjóri Raf
væðingar sveita á þeim slóðum,
að nokrir séu taldir.
Á þriðjudagskvöldið voru þau
Gunnar borgarstjóri og frú Vala
heiðurskestir í veizlu á ríkishá-
skólanum, og tóiku þátt í þeim
ánægjulega mannfagnaði margir
háskólakennarar og frúr þeirra
og íslendingar í Grand Forks.
Dr. Starcher háskólaforseti
flutti kveðjur háskólans, og gat
þess sérstaklega, að háskólinn í
N. Dakota hefði brautsíkráð fleiri
stúdenta af íslenzkum ættum en
nokkur annar háskóli í Banda-
ríkjunum; síðan þakkaði forseti
.hinum ágætu gestum komuna og
afhenti þeim fagra gjöf frá há-
skólanum í þakklætis skyni og
til minja um heimsóknina.
Frímann Einarson ríkisþingm.,
frá Mountain, og sonur eins ís-
lenzka landnemanns þar, flutti
borgarstjóralhjónunum kærar
kveðjur og velfarnaðaróskir ís-
lendinga í þeim byggðum, jafn-
framt þvi og hann rakti í nokkr-
um megindráttum sögu íslenzika
landnámsins og benti á merkilegt
framlag þess til þróunar ríkis-
heildarinnar með mörgum hætti.
Þótti honum vel mælast og sann-
gjarnlega.
Aðalræðu kvöldsins flutti
Gunnar borgarstjóri, um Reykja
vík, sögu hennar, öran vöxt og
víðtæka hlutdeild hennar í at-
hafna- og menningarlífi þjóðar-
innar, og sýndi hina fróðlegu og
skemmtilegu kvikmynd af borg-
inni. Var máli hans tekið með
miklum fögnuði, og þau hjónin
bæði ákaft hyllt af samkomu-
gestum.
Var samþykkt einum rómi að
senda forseta íslands og frú, og
íslenzku þjóðinni, símkveðju í
virðingu og þakkar skyni fyrir
komu 'hinna virbulegu gesta.
^Richard Beck ræðismaður
stjórnaði ihófinu og lauk sam-
komuni með því að biðja borgar-
stjórahjónin fyrir kærar kveðj-
ur heim um haf, eigi aðeins frá
þeim ræðismannshjónunum, með
innilegum þökkum fyrir síðast,
heldur einnig í nafni íslendinga
í Norður Dakota og annarra vina
og velunnara íslands þar í rík-
inu.
Dagblaðið í Grand Forks, —
“Grand Forks Herald”, eitt af
allra víðlesnustu blöðum rífeis-
ins, flutti ítarlegar frásagnír um
heimsókn borgarstjórahjónanna,
meðal annars langan útdrátt úr
hinum merkilega háskólafyrir-
lestri Gunnars borgarstjóra um
Alþingi, og tók blaðið sérstak-
lega fram, hvað fyrirlesturinn
hefði verið fluttur á ágætri
ensku. Einnig var heimsóknar
þeirra hjónanna getið í öðrum
blöðum ríkisins og í útvarpi;
ennfremur komu þau fram í sjón
varpi frá Fargo, N. Dakota.
Með glæsilegri og prúðmann-
legri franlkomu sinni heilluðu
þau borgarstjóralhjónin hugi ís-
lendinga og annarra, sem kynnt-
ust þeim í Grand Forks, og þeir
voru margir, og með þeim hætti
öfluðu þau hjónin íslandi einn-
ig nýrra vina á þeim slóðum.
Með ræðum sínum vann Gunnar
borgarstjóri auk þess ágætt land
kynningarstarf. Hafi þau hjónin
því hjartans þakkir fyrir kom-
una og kynninguna. Góðhugur
allra, sem kynntumst þeim á þess
um slóðum, fylgir þeim á veg.
Slíkum fulltrúum íslands er gott
að fagna á eriendri grund.
Richard Beck
TheWomen’s Association of
the First Lutheran Church will
hold the final meeting of the
season in the lower auditorium
on Tuesday, May lOth, starting
with a dessert luncheon at 1:30
p.m.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
þvf gleymd er goldin sknld
Framfa.
Laugardaginn 10. júlí stigum
við um borð á strandferðaskipið
Herðuibreið, eg segi stigum,
vegna þess að Borgfirðingar
hafa bygt allmikinn hafnargarð,
sem grunnskeiðari strandferða-
skipin geta lagst upp að, en
vegna aðgrynninga verða stærri
skipin að leggjast við akkeri utar
á firðijnum. Þarf aillmikið að
lengja hafnargarðinn til þess að
full not verði að honum fyrir
stærri skipin, en ekki eru Borg-
firðingar vonlausir um að sá
“draumgarður” verði að veru-
leika í náinni framtíð.
Þessi morgunn, sem við
kvöddum Borgarfjörðinn, var
einn hinn fegursti sem við upp
að þessum tíma höfðum séð á
íslandi. Glampandi morgunsólin
baðaði hin marglitu f jöll í geisla-
flóði sínu, svo unun var á að
horfa, en þegar út úr firðinum
kom brast á þoka mikil svo
varla sást út fyrir borðstokkinn.
Tók nú fyrir landsýn alla leið
til Vopnafjarðar. Létti þokunni
þó um stund meðan siglt var inn
Vopnafjörðin, var það nokkur
bót í máli því þar er innsigling
heillandi og landsýn fögur.
Þegar við gengum á land var
okkur fagnað af hinum velþektu
hjónum Halldóri Ásgrímssyni og
konu hans Önnu Guðmundsdótt-
ur. Buðu þau okkur vist með sér
eins lengi og tími leyfði okkur
að dvelja á iþeim stöðvum. Hall-
dór er iþingmaður og kaupfélags-
stjóri Vopnfirðinga, áhrifamik-
ill og merkur maður, enda á
hann miklum vinsældum að
fagna, og kona hans þá ekki síð-
ur, eru þau að allra sögn hvers
manns hugljúfar. Dvöldum við
hjá þeim í miklu yfirlæti, en því
miður var sú dvöl mjög takmörk
uð vegna skipa-ferða, því næsta
dag áttum vi® að sigla suður
með landi til I^eykjavíkur.
Eitt af því ógleymanlegasta
sem eg sá á Vopnafirði, var göm-
ul og fremur hrörleg bygging,
elsta byggingin í þorpinu, var
hún tvílyft og snéri glugginn á
ofur litlu kvist-lherbergi út að
firðinum. Þetta herbergi var
íbúð Kristjáns Jónssonar skálds,
sem oft var nefndur “Fjalla-
skáld”. Þarna bjó Kristján vet-
urinn 1868-69, til þess er hann
dó snemma í marzmánuði um
vorið.
Kvæðið, sem hann orti nokkr-
um árum áður og hann nefnir
“Vonin”, hefir óefað oft komið
í huga hans þegar hann sat við
litla gluggan sinn og horfði út á
fjörðinn sem lá nokkur fet frá
þessari byggingu, þarna úti risu
og féllu öldurnar og hann fylgdi
þeim með augunum þar til þess
að þær féllu um sjálfar sig og
urðu að engu, en upp risu aðrar
öldur, og svo koll af kolli. Þetta
kvæði hans, eins og margir vita,
endar svona:
“Áfram geisar alda-straumur,
alt er lífið myrkur draumur
sælublöndnum sollinn hörmum,
sjónhverfing og leiðsla hál.
Alt, sem ihefir upphaf, þrýtur,
alt, sem lifir, deyja hlýtur,
vonin lífs er verndar-engill,
von, sem þó er aðeins tál.”
Næsta dag, sem var 11. júlí,
kvöddum við hin gestrisnu og
góðu hjón, Halldór og Önnu, og
stigum um borð á “Esjunni”.
Hafði Halldór tryggt okkur á-
gætis farrými á fyrsta plássi, og
var alt þar til reiðu þegar um
borð var komið. Svo var siglt út
Vopnafjörðinn í allmikilli þoku
hið ytra, en björtu sólskini vin-
áttu, okkur áður óþekkts fólks,*
hið innra. Sólskini sem við al-
staðar urðum aðnjótandi á ferð
okkar um ísland.
Klukkan átta um kvöldið kom-
um við til Seyðisfjarðar. Var
okkur maett þar af Þorsteini
Gíslasyni, símastjóra, og konu
hans Margrétu Friðriksdóttur,
er Margrét systir Jakobs F.
Kristjánssonar í Winnipeg.
Sýndu þau okkur mikinn vin-
skap og gest-beina og fylgdu
okkur að lokum um borð á “Esj-
una”, sem nú var fermd og ferð-
búið.
Var nú siglt snfSiir með lanói
og komið við á flestum fjörðum
um nóttina. Nóttin var björt, en
landsýn ekki góð, því víða vildi
þokan iþrengja sér niður hlíðarn-
ar. Gekk svo alla leið til Djúpa-
vogs. Þaðan sigldi “Esjan” sem
leið lá til Vestmannaeyja. Var
sjór þungur og því nokkur á-
gjöf og dálitlar dýfur, en ein-
mitt það gerði ferðina eftirminni
legri, því um “sjósótt” var ekki
að ræða hjá okkur.
Komum við til Vestmannaeyja
national Barley Contest
PRIZE LIST
REGIONAL COMPETITION
Two Regions in Manitoba
lst $100.00 4th $ 60.00
2nd 80.00 5th 50.00
3rd 70.00 6th 40.00
7th $30.00
PROYINCIAL COMPETITION
Prize Winners in Regions Compete
,lst $200.00 2nd $150.00
3rd $100.00
INTERPROYINCIAL COMPETITION
Priz winners in Manitoba and Alberta compete
lst $500.00 2nd $300.00
ELEVATOR OPERATORS’ COMPETITION
Operator handling First Prize Barley in Manitoba
lst Prize $50.00
This space contributed by:
Manitoba Division
Western Canada Breweries
Limited
MD-358
W .................. -J
DREWKYS