Heimskringla - 04.05.1955, Síða 3

Heimskringla - 04.05.1955, Síða 3
WINNIPEG, 4 MAÍ 1955 MEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ■klukkan að ganga ellefu á þriðju dagsmorguninn, var þar stutt viðdvöl og svo lagt á stað til Reykjavíkur. Þegar við fórum fram hjá “Faxaskeri” komu fram í hugann allskonar minn- ingar og viðkvæmar tilfinningar. Þetta var skerið sem séra Hall- dór E. Johnson braut bát sinn á fyrir nokknum árum. Höfðu nokkrir menn af bátnum komist upp á skerið, en skolast út aftur því engin leið var til björgunar vegna aftaka veöurs og brims og og hinum risvöxnu öldum. Var ekkert skýli þar fyrir briminu skipbrotsmanna-skýli reist á skerinu nokkru eftir að þetta cftirminnilega slys vildi til, og mun nú vera bygt fyrir að slíkt endurtakist þar. Til Reykjavíkur var komið um kvöldið kl. 8 eftir góða og skemtilega ferð. Hafði allur við- gjömingur á skipinu verið hinn bezti. Ágætar máltíðir, hreinir og þægilegr svefnklefar, bjartar og skemtlegar stofur, og allt Framh. á 4. bls. MINNINGARORÐ Frh. frá 1. bls. ustu 10 dagana sem að hann lifði var hann, og þau bæði, á heimili frú Önnu dóttur þeirra, og þar sofnaði hann síðasta blundin. Út- 'för hans fór fram 27. september, frá “Wee Kirk of The Heather”, í Forest Lawn Memorial Park í Glendale Calif. Kveðjumál flutti faðir Gerald H. Graves, vicor of Ascension Mission í Tujunga. Hann var jarðsettur sólarmegin í iðgrænni hlíð þar sem að angur blíðir tónar snillinganna óma alla daga. Guðmundsson fjölskyldan sendir hér með innilegar þakkir til vina sinna f jær sem nær fyrir samúð sem að var sýnd á svo margan hátt við andlát og útför- ina. Skúli G. Bjarnason —IN MEMORIAM— irom the Family We do not say a last farewell for we have heard and know— “The house of many mansions There is no death only the passing — The change of the open door whioh leads— The new horizon, new seas to chart, to challenge and explore And for us whose work and time is yet in the flowering — We feel today your presence and command— To take heart in the striving To grow rich in the giving To seek wisdom with a humble heart, To touch in the busy throng the garments hem — To build in these your mon- ument. John Gudmundson • • • the lettera start. Theii from all over the free world come such com- ments as these from readers of THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR, ■n international daily newspaper: "The Monitor is must read- btg for straight-thinking people. ...” "1 retumed to school after a lapse of 18 years. 1 tcill get my degree from the college, but my education comes from the Monitor. . . .” "The Monitor gives me ideas for my tvork. . . ." "I truly enjoy its com- pany. . . .” You, too, will find the Monitor informative, with complete world news. You will discover a construc- tive viewþoint in every news story. Uee the coupon below. The Christian Science Monitor One, Norway Street Boston 15, Mass., U. S. A. Please send me The Christian Science Monitor for one year. I •nclose $15 □ (3 mos. $3.75)’Q (name) (address) (eity) (rone) (stote) PB-12 Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝ9DI) Á meðan stúlkurnar voru ótruflaðar heima á hinu rólega bóndabýli, voru fjallgöngumenn- irnir, með Sigurd í broddi fylkingar, vel á veg komnir upp að hinum mikla Njedegorze-fossi Það hafði verið erfitt og bratt að klifra upp hæðirnar meðfram Alten-ánni—þeir höfðu klifr að yfir illfærar urðir og sleipar klappir og kletta, stundum vaðið upp í hné yfir vatnsföl!, eða numið staðar til að hvíla sig og horfa á lax- ana busla og stökkva í loft upp úr hinu botnsæa, silfurtæra vatni— og þeir gleymdu þreytunni við það að syngja og hlæja og segja ótrúlegustu sögur og æfintýri, og gekk Sigurd bezt fram í því. Þessi fatlaði vesalings drengur var sannar legtL í sérstaklega góðu skapi, og lagði sig fram að vera sem beztur og auðsveipastur—jafnvel við Errington. ; Lorimer, sem af eigin ástæðum hafði haft stöðugar gætur á Sigurd alltaf síðan vinur hans trúlofaðist Thelmu, var bæði undrandi og glað ur yfir þessari breytingu í framkomu dvergs- ins og stuðlaði að því á allan hátt að það gæti haldist, og Errington tók feginsamlega vina- hótum hans og gekk samsíða honum, spjallandi við hann glaðlega mest af leiðinni upp að foss- inum. Það var langt og og ákaflega erfitt ferða- lag—og með köflum mjög hættulegt—en Sig- urd reyndist eins góður leiðsögumaður eins og bóndinn hafði sagt, og var undarlega fundvís á öruggustu og beztu leiðirnar, þangað til að síðustu klukkan sjö að kvöldi, að þeir iheyröu hávaðann og drunurnar í fljótinu er brunaði fram með ólgandi straumþunga í ægilegum gil- þrengslum fyrir neðan fossinn, og eftir erfiði og umbrot annan hálftíma til, sáu þeir hið belj andi vatnsfall, en þó ekki fossinn sjálfan. En jafnvel þetta hrikalega landslag og hamfarir fljótsins var svo mikilfengleg sýn, að allur hóp urinn nam staðar og féll í stafi af undrun og aðdáun. Hávaðinn var svo magnaður—að enginn kostur var að heyra hver til annars, nema hrópa eins hátt og raddfæri þeirra íþoldu—og jafnvel það dugði ekki—fossdrunurnar kæfðu öll Önnur 'hljóð. Sigurd, samt sem áður, sem var þaul- kunnugur þessum stað hljóp léttilega fram á klettasnös, bar báðar hendur upp að munninum og gaf frá sér undarlega skérandi hvellt hljóð, sem heyrðist greinilega gegnum vatnaganginn, og endurtók sig átta sinnum í klettunum og hæðunum í kring. Sigurd hló sigri hrósandi. “Sjáið þið!” hrópaði hann, þegar hann kom til þeirra aftur—og þeir héldu áfram, “þeir þekkja mig allir! Þeir verða að svara þegar eg kalla—iþeir þora ekki að óhlýðnast”, og bláu augun hans skutu tryllingslegum eldingum, sem oftast var undanfari brjálsemiskastanna. lErrington sá það, og sagði hlýlega: “Auð- vitað ekki, Sigurd! Engum myndi koma til hug ar að ólhlýðnast þér! Sjáðu hvernig við fylgjum þér í allan dag—við gerum allir nákvæmlega það sem þú segir okkur.” “Við erum fjárhjörðin, Sigurd”, sagði Lor- fmer, letilega; ::og þú ert hirðirinn”. Sigurd leit af einum þeirra á annan hálf efándi og hálf lymskulega. Hann brosti. “Já”, sagði hann. “Þið ætlið að fylgja mér eftir alla leið upp á hengiflugið fyrir ofan fossinn?” “já, auðvitað!” svaraði Philip glaðlega.— “Hvert sem þú kýst að fara!” Sigurd virtist vera ánægður, og komst bratt í hið rólega og góða skap aftur, sem hann hafði verið í allan daginn, hann for a undan eins og áður, og þeir héldu áfram ferðinm, þegjandi þó að þessu sinni, því nálega ógerlegt var að nokkurt samtal gæti átt sér stað, svo va, hávaðinn mikill. Því nær sem þeir komust foss- inum, er ekki sást ennþá, því hærri urðu drun- urnar—það var eins og þeir væru að nálgast orustuvöll þar sem herfylkingar væru að berjast með skothríðargný og fallbyssuþrumum. Leið- in varð harðsóttari og brattari nálega með hverju spori—og oft sýndust farartálmanirnar svo ægilegar, að engin leið virtir yfir þær—en Sigurd brast aldrei áræði eða vegvísi —hann stökk klett af kletti og snös af snös með svo miklum lipurleik að óskiljanlegt virtist, og fann einu staðina þar sem mögulegt var að ná fót- festu, og sýndi svo hinum nákvæmlega hvar fært var að fara. Að lokum við krappa bugðu í einum þess- ara ægilegu klettaklasa, sáu þeir risalegt hvítt úðaský eins og reyk upp úr iðrum jarðar, er reis himinhátt, og hvítfyssaði í óteljandi bugðum og bylgjum, eins og tröllaukin risa- hendi hrissti það og sveiflaði því fram og aftur eins og langri bylgjandi slæðu í loftinu. Sigurd nam stað og benti áfram. “Njedegorze!” hrópaði hann. Þeir hertu allir ferðina í æsingi og nokkurri eftirvænt- ingu. Jörðin skalf undir fótum þeirra af straum þunga hins ógurlega vatnsfalls, og öskrandi fossniðurinn buldi í eyrum þeirra eins og drunuhljóð í risabassa dómkirkju-orgels. Þeir klöngruðust áfram við illan leik yfir gjár og klungur hálfblindaðir af vatnsfroðu og úða er skóf í augu þeirra úr fossinum, og heyrnarlaus- ir af hávaða og átökum náttúruaflanna, einníg móðir og dasaðir eftir allt klifrið, og þeir ráku allir upp samtaka gleðióp, þegar þeir að lokum komust upp að litla kofanum, sem reistur hafði verið ferðamönnum til þæginda sem kysu þessa leið til Altenfjarðar ins, og stóðu augliti til auglitis við hinn mikla og ægilega foss—ein- hvert mesta náttúru-undrið í Noregi. Og hví- lík sjón! Tröllsleg hringiðu-breiða sem féll fram af himinháum klettum í hringsogi og froðumistri! Töfrandi regnboga brá á breitt fosshafið, sem hvarf með köflum, en birtist aft- ur í margfaldri litbrigðadýrð, þegar kvöldsólin sló geislum sfnum á fossinn svo að hann ljómaði allur og glitraði eins og bráðið gull. “Njedegorze!” hrópaði Sigurd aftur, og framburður hans á þessu einkennilega nafni var sérstaklega mjúkur og hljómiþýður. “Komið þið dálítið lengra—upp fyrir fossinn!” Olaf Guldmar sinnti samt sem áður ekki þessari uppástungu. Hann var undireins byrj- aður á því að taka til í kofanum og koma far- angrinum fyrir, til þess að þeir gætu átt þar sem notalegastan næturstað, Þó að hann væri hraustur Norðmaður, var hann farinn að eld- ast og þolið að bila, og hin mikla áreynzla við erfiða fjallgöngu allan daginn, hafði þreytt hann meira en hann hafði búist við—og svo var einnig með hina. Macfarlane var sérstaklega úttaugaður. Þó að hann hefði sopið oft á “whisky” pelanum, hafði það ekki hresst hann mikið, eða dregið úr þreytuverkjunum í öllum hans limum, og nú þegar hann var"kominn loks ins í áfangastað, fleygði hann sér niður á torf- bálkinn fyrir utan kofann og stundi þýngsla- lega. Lorimer athugaði hann glettnislega, og stóð yfir honum, eins og sýnishorn af rólegum ungum Breta sem ekkert gæti unnið á. “Uppgefinn, Sandy?” spurði hann. “Uppgefinn!” möglaði MacFarlane. “Held urðu að eg sé Norðmaður eða hoppandi Frans- maður ?” Hann horfði með særSum metnaði á hinn hviklega Duprez, sem, ef hann var þreytt- ur, var of hégómagjarn til þess að kannast við það, því að hann var að stikla um, og láta í ljósi einlæga aðdáun sína á náttúru-undrinu sem blasti við honum. “Eg er aðeins réttur og slétt- ur Skoti,” hélt Macfarlane áfram, “og enginn sérlegur fjallgöngumaður þegar til þess kem- ur! Þó hefi eg komist upp á Goatfell í Arran, og Ben Lomond og Ben Nevis— það eru nú f jöil sem um er vert að tala! En þetta fjalllendi með klettum og klöppum og giljum allstaðar, og gnýpum og þverhníptum strýtum, sem hvorki er helzt hægt að ná fótfestu eða handfestu á— og með hálfbrjálaðan náunga fyrir leiðsögu- mann sem lætur þig hendast áfram eins og f jalla geit—það verð eg að segja að eg er ekki vanur við!” Hann tók pelann upp og fékk sér góðan sopa. Svo bætti hann við allt í einu: “Lítið þið bara á Errington! Hann kemur til með að háls- brjóta sig auðveldlega ef að hann fylgir þessum bandvitlausa pilti eftir mikið lengra.” Við þessi orð snéri Lorimer sér snöggí við, og sá að vinur hans klifraði í fótspor dvergs ins eftir tæpum og mjóum þrepum upp snar- brattar og ójafnar klettastrýtur, sem lágu að, og mynduðu örmjóan stall er stútti fram af hengi fluginu yfir fossinum þar sem hann var ægilegastur. Hann fylgdi þeim eftir með aug- unum augnablik án þess að fyllast óróa—en mundi svo skyndilega eftir því að Philip hafði lofað Sigurd því að fara með honum fram á fossbrúnina. Lorimer lagði tafarlaust á stað á eftir þeim, knúður áfram af tilfinningu sem hann gaf sér ekki tíma til að útskýra fyrir sjálf um sér—en uppgangan var brött og erfið; þeii voru góðan spöl á undan, og þó að hann hróp- aði af öllum mætti, kæfðu drunurnar í fossinum öll önnur hljóð. Honum tókst þó með miklum erfiðismunum að draga þá uppi, og var kominn mjög nálægt þeim, honum varð meira en lítið hverft við þegar þeir allt í einu hurfu ofan af gljúfrabarminum—hann nam staðar lafmóður af að klifra upp brattann og ráðalaus ihvað gera skyldi. Eftir litla stund sá hann Sigurd skríða varlega fram á mjoan klettastall sem slútti fram yfir ólgandi straumiðuna. “Guð minn góður!” varð honum að orði. “Áreiðanlega fer Phil ekki á eftir honum fram á þennan stað! Hann vaktaði kvíðafullur—og hálfkæft hræðsluóp leið af v örum hans þegar Errington hár, beinvaxinn og óskelkaður, birtist á þessari þröngu og hættulegu stallræmu! •:- Professional and Business —— Directory = ■ Office Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointanent Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Ligfratmgar Bank of Nova Scotia Blde. Portage og Garry St Sfmi 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINMJPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phene 926 441 H. J. PALMASON CHARTEREÐ ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. realtobs Rentol, Insursmce and FÍJMmcial Agentg Sfmi 927 558 308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 »34 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We speeiaJize ln Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISB PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL limited selur llkkistur og annast um útfarir. Allur úttoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motor6 Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Scrvice 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Flnandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. r The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. "S 275 L FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað et. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi r-— k. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót'afgrdðsb. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 1 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverlcy) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDÍTORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _ Res. Ph. 3-7390 '1 V- Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - l2.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER IU ILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Hngs ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street _ Vancouver 9, B. C, r GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmcr PHONE 3271 - Selkirk L GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, Ghina 884 Sargent Ave. Phone S-3170 JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederatioo Building, Winmpeg, Maa. HERE JOWI T oastM aster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager PHONE 3-7144 Sales Mgi.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.