Heimskringla - 18.05.1955, Side 1

Heimskringla - 18.05.1955, Side 1
LXIX, ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. MAÍ 1955 NÚMER 33. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Einn fundurinn enn Forsætisráðherrar fjögra stór- þjóða heimsins gera ráð fyrir að hafa fund í Sviss á þessu sumri til stofnunar varanlegum friði. U.S. News telur þetta ómengað- an skrípaleik, að vera að semja við þá ,er friði séu mótfallnir, eins og rétturinn sé þeirra meg- in eins og hinna. Er glæpamaður inn spurður ráða Ihvað gert er við hann? Það væri ekki meiri skrípaleikur, en við getum vænst að sjá á þessum fundi í Sviss og 'höfum 10 ára reynzlu af, sem ætti að nægja til að opna augu vestlægu þjóðanna. Um það hvernig þessi fundur fer, er að vísu hvorttveggja að vaenta. En áform Rússa virðast þó í því efni betri, en oftast áður. Þeir eru til með að linna hinu kalda stríði, ef Bandaríkin kalli her sinn heim úr Þýzka- landi og öllum (öðrum löndum. Ln samfara því er krafa vest- lasgu þjóðanna um, að Rússar gefi Upp Austur-Þýzkaland, og jafnvel peðríkin, sem það hefir í Evrópu hremt og heldur í hrammi sínum, eins og villidýr gera bráð sinni. J>að mega vera meiri sinnaskiftin, hafi Rússum dottið annað eins í hug. Eins er með vopna-afnámið. Rússar vilja ekki enn gangast inn á, að fela það opinbert eftirlits alþjóða- nefnd. Það geta þvi verið minni öfgar en ætla mætti hjá U.S. News, að með þessum fundi sé ekki neinna verulegra úrslita að vænta í friðarmálunum. En Rúss ar hafa nú í ýmsu sýnt meiri al- vöru en áður og jafnvel lempni. Hvað upp úr því er hægt að leggja, skýrist ekki fyr en eftir þennan fund. Austurríki fagnar frelsinu Samningarnir um sjálfstæði Austurríkis voru undirskrifaðir af fulltrúum fjögra stórþjóð- anna s.l. sunnudag. Var þjóðin mjög fegin frelsinu. Um það í leyti dags, er undirskriftinni j var lokið var hringt öllum kirkju j klukkum landsins. Og íbúar Vín arborgar grétu og hlógu í sennj af fögnuði. Hafði þjóðin þá gengið með hlekk á fótum sér í naerri 16 ár. Hitler tók landið !3. marz 1938 og sameinaði þaðj Þýzkalandi. En eftir aö landið, var unnið úr hans höndum, var setulið frá fjórum stónþjóðunum, ^ússum, Bretum, Bandaríkjun- um og Frakklandi þar-, um 70,000 manna lið, er nú er farið að búa sig til brottflutnings og á að vera farið út úr landinu eft- ir 90 daga, samkvæmt samningn- um. Skadabætur þarf Austurríki ekki að borga nema um 150 milj- ón dali til Rússlands, fyrir ger- KENSLUMÁLA FRÖMUÐUR Teriy Angantýr Árnason Terry Angantýr Árnason, M.A. B.Ed., hlaut meistarastig í fræðslumálum (Master of Education) í prófinu við Mani- tobaháskóla 18. maí. Hann hefir verið mjög framarlega í kenslu- málum þessa bæjar og hefir starf að bæði sem kennari og skóla- stjóri (principal) í 26 ár í þess- um bæ. Hann hlaut mentun sína í Winnipeg, en stundaði fram- haldsnám við C'hicago Iháskóla. Hann fékk lausn frá kenslustarfi hér s.l. september til þess að geta búið sig undir að ná kenslu- stigi því, er hann nú gerði. Hann tók nýlega aftur við kenslu og er sem stendur kennari á River Heights Junior High School. Terry Angantýr er sonur Maríu Bjarnadóttur og eigin- manns hennar Sveinbjörns heit- ins Árnasonar. Hann er.giftur og er kona hans Elsie, dóttir Mr. og Mrs. Ólafs Péturssonar í Winnipeg. Hefir Mrs. Árnason um langt skeið verið kennari í þessum bæ. erindi um íslenzk efni, Prófessor A. M. Sturtevant, University of Kansas, um Skýringar nokkurra fornyrða, og Prófessor Paul Schach, University of Nebraska, um stíl Eyrbyggja sögu. Erindi Prófessors Adolph B. Benson, Yale University, um norræna dýrlinga og helgisagn- ir, fjallaði einnig að nokkuru um íslenzk efni, og má því með sanni segja, að íslenzk fræði urðu’ eigi útundan á ársfundin- um. Auk þess sem þeir dr. Richard Beck og dr. Stefán Einarsson eiga sæti í ritstjórn málgagns félagsins, Scandinavian Studies, á Prófessor Jóhann S. Hannes- son, Cornell University, sæti í stjórnarnefnd félagsins. Þetta var 45. ársfundur félags ins, sem á sér því að baki langa sögu og merka til eflingar nor- rænum fræðum í Vesturheimi. tJR ÖLLUM ÁTTUM LÝKUR PRÓFI 1 LYFJAFRÆÐI Andrea Kathleen Sigurjónson hlaut medalíu við háskólaprófin. semar, er Þjóðverjar stálu af þeim, en Rússar af Þjóðverjum. Ennfremur krefjast Rússar að landið verði óháð, það er að segJa> geri ebki samning við neina þjóð um vernd, fyrir árás annarar þjóðar, sem kyndugt er, þar sem vitað er, að sjálft fer það ekki í landvinningastríð. Og hvernig lifa kommúnistar sjálf- ir eftir þessu boðorði í Rússlandi og Kína? En það má nú eflaust gott kalla, að járntjaldið skuli vera fært úr stað og austur fyrir landið, svo það á nú vonandi við frið að búa um skeið, sem landið við hlið þess liggur, Sviss. Ársfundur Félagsins til eflingar norrænum fræðum Ársfundur Félagsins til efling ar norrænum fræðum (Society for the Advancement'of Scand- inavian Study) var haldinn í College of William and Mary, Williamsburg, Virginia, föstud., og laugardagnn 6. og 7. maí síð- astliðinn. Prófessor Jess H. Jackson, forseti enskudeildar skólans, sem kunnur er fyrir á- huga sinn á íslenzkum fræðum, hafði annast undirbúning fund- arins, en hann sóttu allmargir iháskólakennarar í norrænum fræðum úr Mið-Vestur og Aust- urríkjum Bandaríkjanna. Átta erindi um norræn efni voru flutt á fundinum. Dr. Richard Beck, fyrrv. for- seti, fiutti erindi um Davíð Stefánsson sextugan, en dr. Stefán Einarsson hélt fyrirlest- ur, með myndum, um Goðaborg- ii á Austurlandi. Tveir amerískir háskólakennarar fluttu einnig Til fylkisþings Manitoba fer fram kosning í tveimur kjör- dæmum 27. júní; eru kjördæmin Mountain og Delóraine. Umsækj endum er búist við fjórum í hvoru kjördæmi, einum úr hverj- um flokki. •Ml Sagt er að Vestur-Þýzkaland muni senda nokkra nemendur til Canada á flugskóla á þessu ári. Eru hér að jafnaði 1200 til 1400 nemendur frá Evrópu, einkum frá þjóðum innan Atlanzhafs- samtakanna. »WI Prince Charles, sonur konungs hjónanna á Rretlandi, sem nú er að verða 6 ára, kvað eiga að ganga í skóla með öðrum börn- um, en það er gagnstætt venj- unni. Slíkum börnum hefir á- valt verið kent í heimahúsum af kennurum. Æskja konungshjón- in nú þessa. Jafnframt biðja þau blöð, að flytja ekki fréttir af skólanámi konungsefnisins neitt fram yfir það sem gerist með önnur skólasystkini hans. Þau vilja að hann hagi sér og leiki sér sem önnur skólabörn. Fara blöð lofsamlegum orðum um þessa nýbreytni. Það hefir komið til mála, að fjögra stórvelda fundurinn, sem nú er fyrirhugaður, í ágúst eða september, verði haldinn í Stokk hólmi í Svíþjóð. Allan Beck ,B.S. in Pharmacy Við nýafstaðin Vorpróf við Manitobaháskólann útskrifaðist Allan A. Beck í lyfjafræði með fyrstu einkunn; er hann um alt hinn efnilegasti maður; hann er sonur þeirra J. Th. Beck for- stjóra og frú Svanhvítar Beck, er komið hafa öllum börnum sín- um f jórum til æðri menta. Nú hefir hækkað svo í Assini- boine ánni, að óttast er, að einar 50 fjölskyldur í Brandon verði að flýja heimili sín. f ánni er vatnið 6 þuiwl. Ihærra en í flóð- unum 1948. •Wl Verkfall gerðu 1400 verka- menn í Canadian Car and Foundry verkstæðunum í Fort William síðast liðinn mánu- dag. Hefir Winnipeg stræt isvagnafélagið pantað um 75 diesel vagna frá þessu félagi, sem komnir áttu að vera hingað 1. október. Er nú óttast að þetta geti dregist. Fyrir strætisvagna- félaginu vakir hér, að leggja al- gerlega niður sporvagnarekstur. Maður frá sambandstjórn Can ada var um 'helgina í Fort Wil- liam að reyna að semja við verka menn; en úr samningum varð ekki. James J. Cotter heitir maður og er ritari Automotive Safety Commission í Boston. Hann held ur fram, að bílaslýs séu aðallega gerð bíla nú að kenna. Hann tel- ur sætin of aftarlega í þeim til þess að bílstjórinn sjái vel hvað hann er að gera. Sætin séu einn- ig sem mýkstu sófar og svæfi menn. En sjónin sé þó það versta. Öll dýr segir hann hafa augu í framanverðu höfði. En þetta dýr, bíllinn, ihefir hana aftur á miðjum skrokk. Hvernig ætti hestur með augu aftur á miðju baki, að sjá hvað hann væri að fara? spyr Mr. Cotter. Og svo eru gluggarnir að framan. Þeir eru nú svo á ská, að þeir eru nokkurs konar þak- gluggar, sem aðeins sézt úr upp í himininn. Þeir leiða birtu inn í bílinn, og þú sérð vel inn um þá en hreint ekki út, að minnsta kosti ekki það sem á veginum er, nema þú beglir þig og skegli alla vega. * Aðrir segja mér að það sé mönnunum sem bílunum stjórna einkum að kenna hvernig fer. En jafnvel þótt satt væri, er þá nokkurt vit í að halda áfram ann ari eins framleiðslu á drápsvélum og bílar eru. Mennirnir geta bætt sig í þessum efnum. Eg hefi ekki á móti því. En flutnings- tæki þessi þurfa vissulega að breytast og verða hættuminni en þau eru. Saskatchewanstjórnin fór s.l. mánudag fram á það við St. Laurent forsætisráðherra, að hann veitti 11 miljón dollara til að bæta úr áföllum, sem orðið hefðu af völdum áflæðis í fylk- inu, svo sem skemd akra, vega og bygginga. DANMERKUR FÖR Grettir L. Jóhannsson Mr. og Mrs. H 60 ÁRA GIFTINGARAF- MÆLI / 'Fyrir mánuði síðan birtist fregn í Heimskringu af 60 ára giftingarafmæli Mr. og Mrs. H. J. Halldórsson (Halldóri og Sesselju) i South Burnaby, B. C. Fregn þeirri fylgdi ekki mynd af hjónunum. Nú hefir dóttir /. Halldórsson þeirra, Mrs. B. M. Bjarnason, sent blaðinu mynd sem tekin var í minningarsamsæti er þeim var haldið. Er sjálfsagt að birta hana til minningar um svo merk- an viðburð, sem demants gifting- arafmæli er, þó hún gæti ekki með fréttinni komið. Mr. og Mrs. H. J. Halldórsson búa að 2542 Burlington Ave., South Burnaby, B. C. HÁSKóLAPRóFIN Frá Manitobaháskóla útskrif- uðust 896 nemendur í ýmsum greinum 18. maí. Við þessa ís- lendinga höfum vér orðið varir í nafnaskrá dagblaðanna: Master of Education Terry Ángantýr Árnason, B.A. M.A. Bachelor of Arts (Gen. Course) Lilja María Eylands, dóttir Rev. og Mrs. V. J. Eylands. Alvin Kristján Sigurdson. Wallace Martin Bergman, for eldrar Mr. og Mrs. G. F. IBergman, Wpg., fyrrum á Gimli, Manitoba. Jón Frederick Page Sigurdson Sveinn Albert Thorvaldson,— foreldrar; Mr. og Mrs. Thor- valdur Thorvaldson, Wpg. Bachelor of Science Árni Thórður Laxdal, foreldr- ar: Mr. og Mrs. Th. Laxdal, Arcola, Sask. Leonard Guðni Sigurdson. Doctor of Medicine Norman Murray Helgason, for eldrar; Mr. og Mrs. Helga- son, D’Arcy, Sask. Harold Alfred Swanson Bachelor of Commerce Kenneth Thor Clark foreldrar Mr. og Mrs. Clark, móðir ís- lenzk, hét Tóta, dóttir Sig. Thordarssonar, Gimli; fær gullmedalíu. . Bachelor of Education Jóhanna Guðrún Wilson, B. Sc., (H. Ec.) dóttir Mr. og Mrs. J. B. Skaptason. Bachelor of Science Joseph Marvin, Richard Davið Vopni Bachelor of Pedagogy Andrea Kathleen Sigurjónsson vann gullmedalíu (Plecher) foreldrar: Mr. og Mrs. Eddy Sigurjðcsson. Guðm. Kristján Breckman, Dorothy M\erla Kristjanson,— foreldrar Mr. og Mrs. W. Kristjánsson, Winnipeg Olafur Olson Mechanical Engineering Irwin Hjalmar Olafson, for eldrar Mr. og Mrs. Oddur Mrs. G. L. Jóhannsson Grettir L. Jóhannsson, ræðis- aður íslands og Danmerkur, og frú, lögðu af stað í gær í ferð austur um haf, til Danmerkur, ís lands og fleiri landa Evrópu. Þau gera ráð fyrir að vera burtu í þrjá mánuði. Þau lögðu af stað héðan í bíl áleiðis til New York, en staldra við á leiðinni. Frá New York verður flogið til fslands fyrst, þó ferðinni sé að- allega heitið til Danmerkur í embættiserindúm. Eftir það verður haldið suður til Frakk- lands og fleiri landa í suð-vestur Evrópu. Heimskringla óskar ágætrar ferðar. K. Olafson, Riverton. Bachelor of Science (Civil. Eng. Richard David Vopni. I Diplomas in Agriculture. Jóhann Sigurjón Johnson, — Gimli, dóttursonur Sigurj. á Sóleyjarlandi. Diploma in Dairying Sigurður Vídal Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- leifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yfir- ieitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. Kenneth Thor Clark hlaut gullmedalíu við háskóla- prófin. .

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.