Heimskringla - 25.05.1955, Síða 3
WINNIPEG, 25. MAf 1955
HEIMSKRINGLA
3. Sf-ÐA
vatni eru eins góð gripalönd og
nokkurstaðar í fylkinu og fram-
fleytir tugum iþúsunda gripa
ennfremur eru á pörtum sæmileg
akuryrkjulönd.
Hvað mikið land liggur und-
ir vatni er mér ekki kunnugt, en
áreiðanlega er það mikið allt.
Kringum vatnið og nú flæðir
langt inn á Portage-sléttur yfir
akra, engi og beitilönd.
Eg minntist í byrjun þessa
máls á skaðafréttir þær sem nær
úaglega heyrast og sjást. Eflaust
fylgir þeim fréttum áætlun um
að miklirskaðar hafi orðið í það
og það skiftið, áætlun sem er
gerð jafnvel áður en óveðrið eða
áflæðinu slakar. Eigi ósjaldan
fylgir með að kröfur verði, eða
séu þegar, gerðar til stjórnarinn
ar að hlaupa undir bagga með
þeim sem f yrir tjóni hafa orðið.
Flestur er í fersku minni stóra
flóðið sem partur af Winnipeg
varð fyrir, fyrir fáum árum og
olli auðvitað stór skaða og skemd
um. Öll blöð voru full af fréttum
og myndum og útvarpið varði
miklu af fréttatíma sínum í lýs_
ingar af flóðinu. Þá stóð ekki á
stjórninni eða alenningi að veita
hjálp og það svo drengilega að
enn er til stór sjóður af þeim
samskotum sem ekki hefur tekist
að koma í lóg. Samt var þar um
tilfelli að ræða sem varaði aðeins
stutta stund og háfði lítil eða
engin áhrif á atvinnuvegi fólks.
Fram að þessu hafa flóðpláss-
in við vatnið aðallega farið fram
á að lækka vatnið og að skorður
séu settar við að þetta komi fyrir
aftur, þær skorður sem eigi að
hjálpa öldum og óbornum frá því
að verða fyrir þeim áföllum sem
nú eiga sér stað. Aðrar skaða-
bótakröfur er mér ekki kunnugt
um að hafi verið gerðar en ein-
staklinga skaði er þegar orðinn
svo hár að ókunnir geta vart gert
sér hugmynd um.
Eg sagði einnig í byrjun að
mjög lítið Iheyrðist um flóðið í
Manitobavatni. Þó mér sé ljóst
að þessi orð hjálpa ekki málum
á neinn hátt, finnst mér ekki fara
illa a að íslendingar í öðrum
byggðum hafi hugmynd um hvað
landar þeirra kringum Manitoba
vatn hafa nú við að stríða og
sendi því þessar línur til beggja
íslenzku blaðanna í þeirri von að
þau ljái þeim rúm.
]. R. Johnson
Wapah, Man. 14. maí, ’55
S. 1. laugardag dó í San Diego,
Mrs. Bertha Laxdal Curry, fyrr-
um í Winnipeg, 80 ára gömul. —
Hún kom 14 ára frá íslandi. Hún
var hálfsystir Þórhalls Daniels-
sonar koupmanns á Höfn í Horna
firði. Hana lifa 3 börn og er eitt
'þeirra Peter D. Curry, bæjar-
ráðsmaður í Winnipeg.
French-Style
SHORTS
Fara vel, eru köld, þægileg. Fín-
brugðin lir vel kemdri bómull.
Sauinarfínir, teygjuband um mitt-
•8- • . tvefalt í fyrir mcð opi . . .
l'Sgja vel að þér . . . Jerseys er
við e'ga. W-19-54
Thelma
(RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI)
“í>ú skilur,” hélt hann áfram, og horfði ang
nrvær á alvarlegt og meðaumkanarfullt andlit
tilvonandi tengdasonar síns — “þó að drengur-
inn væri ekki sonur minn, og vitsmunum hans
svona háttað—þekktum við hann frá fæðingu
og konan mín unni honum og aumkaði hann fyr-
ir líkamlegt og andlegt ástand hans, sem hann
átti enga sök á. Thelma unni ihonum líka,
hann var hennar fyrsti leikbróðir— . Bóndinn
treysti sér ekki til að segja meira, en snéri sér
skyndilega frá þeim og strauk með annari hend
inni um augun, og var þögull langa stund.
Ungu mennirnir voru þögulir líka —sjálfs
morðið, framið svo ákveðið og óvænt fyrir aug-
Um þeirra, hafði lamað hugsun þeirra og gert
þá ogndofa af skelfingu. Þeir gengu hægt aftur
upp að kofanum til þess að láta þar fyrir berast
það sem eftir var næturinnar—þó að um svefn
væri auðvitað ekki að tala, eftir það sem þeir.
höfðu þurft að horfa uppá. Þeir vöktu þess-
vegna, og töluðu í lágum hljóðum um atburðinn,
og hlustuðu á drungaleg sog og andvörp storms
ins í trjágreinunum, sem létu i eyrum Erring-
tons eins og tilbreytingarlaus sorgarljóð. Hann
hugsaði um þegar hann í fyrsta sinni sá þessa
óhamingjusömu veru, sem hafði svo skyndilega
endað æfiskeið sitt—hugsaði um atburðnin í
leyndardómsfulla skeljahellnum—hugsaði um
tryllingslegu orðin sem Sigurd hafði þá hrópað,
hvað hann mundi þau undarlega skýrt nú! —
“Þú hefir komið eins og þjófur í hinu gullna
miðnættis sólskini, og það sem þú leitar eftir
er líf mitt! — Já! Það er satt—andarnir geta
ekki logið! Þú verður að drepa, þú verður að
stela—sjáðu hvernig hjarta mínu blæðir! og
dýrgripurinn sem þú stelur—Já! hvílíkur dýr-
gripur! Þú getur ekki fundið annan slíkan í
Noregi!” Var ekki hin dulda meining þessara
sundurlausu setninga eirihvern veginn skýrari
og skiljanlegri nú? Þó spurningunni um hvern-
ig hin sjúka og ruglingslega ímyndun vesalings
piltsins gat spáð eða getið til svo nákvæmlega
hvernig kynning Erringtons og Thelmu myndi
enda, yrði aldrei svarað. Hann hugsaði einnig
um, með einlægri iðrun, kvöldið, þegar Sigurd
heimsótti hann á skipinu til þess að sárbæna
liann að fara burtu úr Altenfirðinum. S'kildi
það allt nú—skildi þrá þessa einmana pilts,
sem bar ofsafenga ást í brjósti, ea fannst á ein-
hvern óljósan og hryggilegan hátt, hann vera
allrar ástar óverðugur—hann skildi óttann og
öfundina yfir keppinaut, þar sem hann vissi að
hann var bæði líkamlega og andlega óhæfur til
þess að keppa við nokkurn. A llt þetta rann upp
fyrir hugskotssjónum Philips, og fyllti hann af
sárri meðaumkun og samúð með hinum óham-
ingjusama vesaling. Þessar hugleiðingar ollu
honum sárrar hryggðar—hann snéri sér að Lor-
imer, sem lá nálægt honum og hvíslaði lágt: —
“George—mér finnst einlhvern veginn að eg
geta ásakað mig í sambandi við þennan hörmu-
lega atburð! Ef eg hefði aldrei komið hingað
á þessar slóðir væri Sigurd enn hamingjusamur
á sinn hátt.”
Lorimer var þögull. Eftir andartak, hélt
Pihlip áfram í sama lága rómnum. “Vesalings
pilturinn! Veiztu það, að eg get ekki hugsað
mér eðlilegri eða fyllri ástæðu til þess að ganga
af vitnu, heldur en að vera samvistum við konu
eins og Thelmu dag eftir dag—elska hana alltaf
og vita að sú ást er með öllu vonlaus! Auðvitað
var það ríóg til að gera hann ennþá brjálaðri!”
Lorimer hreyfði sig órólega. “Já, það hlýt-
ur að hafa verið örðugt fyrir hann!” svaraði
hann þýðlega, og í dálítið döprum róm. Ef til
vill er það honum fyrir beztu aö öllu er lokið
fyrir honum. Lífið er mörgum okkar meira en
lítil ráðgáta. Nú hefir hann vafalaust öðlast
meiri vísdóm en þú og eg, — hann gæti sagt okk
ur ástæðuna fyrir því, hversvegna ástin er sum-
um mönnum til svo mikillar blessunar, en öðr-
um hið gagnstæða!.
Errington svaraði ekki, og það varð þögn
þögn sem var aðeins rofin með köflum þegar
gamli Guldmar varpaði þungt öndinni og sagði
lágt við sjálfan sig svo sem eins og “aumingja
pilturinn, vesalings drengurinn! Hver myndi
ihafa haldið þetta?”
Þeir voru tilbúnir að leggja á stað heim
undireins og dagur sást á lofti—þó að skap
þeirra allra og tilfinningar væri í allt öðru ásig-
komulagi heldur en þegar þeir lögðu upp í
þéssa könnunarferð.
Það var bjart og heiðríkt þennan morgun_
og Njedegorze-fossinn dunaði í gljúfrinu hvít-
grænn og glitrandi. Þeir námu staðar og horfðu
á hann í síðasta sinni áður en þeir hurfu þaðan
—Ihann hafði í hugum þeirra fengið nýja og há-
tíðlega merkingu—hann var gröf hins látna vin
ar þeirra. Bópdinn tók ofan húfuna—og þegj-
andi fylgdu hinir dæmi hans. “Mégi goðin
veita honum góða hvílu!” sagði gamli maðurinn
hátíðlega. “Jafnvel í straumhörðustu vatnsföll-
um er sagt að séu lygnir hyljir—ef til vill hefir
drengurinn fundið einn slíkan stað og er ánægð
ur að sofa þar.” Hann rétti virðulega upp hönd
sína í kveðjuskyni. “Friður sé með honum!”
** Hann snéri sér því næst skyndilega undan
til þess að hylja geðshræringu sína, og hélt á
stað ofan grýttu fjallshlíðina sem þeir höfðu
klifrað upp daginn áður undir hinni snildar-
legu leiðsögn látna piltsins. Macfarlane og Du-
prez fylgdu fast á éftir, og varð Macfarlane oft
íitið til fljótsins.
“Það er bágt að við skyldum ekki finna lík
hans”, sagði hann í lágum hljóðum.
Duprez yppti öxlum. Hið sviplega dauðsfall,
hafði haft mikil og lamandi áhrif á hann, en
hin franska skapgerð hans var of glaðvær og!
létt til þess að vera að fárast yfir því að þeir |
fundu ekki líkið “Það finnst mér alls ekki”,
Professional and Business
===== Directory—
Ofíice Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögírœðingax Bank oí Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St. Sími 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182
sagði hann. “Hvað væri unnið með því? Það
yrði ungfrúnni aðeins meira harmsefni að sjá
líkið—eg segi fyrir mig—mér finnst það bezt
eins og það er.” Þeir héldu áfram, en Errington
og Lorimer hinkruðu við ofurlítið lengur.
“Stórkostlegur legstaður!” sagði Lorimer,
og horfði dreymandi, og á hinar glitrandi bylgj
ur straumfallsins. “Mikilfengilegri en allir
minnisvarðar sem reistir hafa verið! Eg held
vissulega að mi glangaði til að leggjast í svona
gröf! Að öllu samanlögðu, Phil, þá var eitthvað
stórkostlega við það að Sigurd sgyldi velja sér
svona dauðdaga. Allir verða að skilja við þetta
líf einhverntíma —það eitt er víst — en fáir eiga
svona sigrihrósandi endalokum að fagna! ’
Errington leit á hann og brosti dauflega.
J. J. Swanson & Co. Lid.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Slmi 927 538
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Ðirecter
Wholesale Distributors oí
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Otece Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. *Ph. 932 994
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
L I M I T E D
selur líkkistur og annast um
útfarir. Allur úítoúnaður sá bestl.
Lnnfremur selur hann allskonax
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
“En hvernig þú talar, George!” sagði hann,
hálf ásakandi. “Það væri hægt að halda að þú
Öfundaðist eftir endlokum þessa óhamingju-
sama, hálfbrjálaða drengs. Þú hefir enga ástæðu
til að vera þreyttur á lífinu, eg er viss um að
framtíðarbraut þín verður björt og fögur.”
“Verður hún það?” Það var dálitill þung-
lyndissvipur á hinu fríða andliti Lorimers.
“Jæja, eg þori að segja að hún verður það! Við
skulum vona það, að minnsta kosti. Það verður
að gerast í framtíðinni, því i liðinni tíð hefi eg
litið afrekað nema að láta tækifærin ganga úr
greipum mér. Komdu nú, Phil!’ Þeir fóru á
stað og náðu hinum bráðlega. Ferðinni heim til
Altentjarðarins var haldið áfram allan daginn,
og hvildu þeir sig aðeins tvisvar og fengu sér
hressingu. Þeim kom saman um að þegar þeir
nálguðust bóndabýlið, skyldi gamli Gulmar fara
á undan þeim heim, til þess aö ná tali af dóttur
sinni í einrúmi og segja henni fréttirnar um
slysið — svo að þegar þeir um kvöldið klukkán
átta komu — þreyttir eftir ferðalagið — að
skógarbeltinu sem skygði á húsið, námu þeir
allir staðar. .
Ungu mennirnir settust allir á lítinn, falleg-
an hól undir háum grenitrjám, til þess að bíða
fjórðung stundar eða svo, meðan bóndinn væri
að undirbúa Thelmu. Á siðustu stundu, beiddi
gamli maðurinn Errington þó að koma með sér
— sem hann fúslega gerði. Þeir komu að garðs-
hliðinu og fóru inn i garðinn — fótatak þeirra
heyrðist greinilega á malborinni götunni — en
ekkert andlit var sjáanlegt til að bjóða þá vel-
komna í gluggum hússins. Aðaldyrnar stóðu
opnar og þar var enga lifandi sál að sjá nema
ketlinginn sem svaf í einu horinu á svölunum,
°g dúfurnar sem kúrðu uppi á þakinu í sól-
skininu. Það var ekki um það að villast að eng-
inn var í húsinu, og Guldmar og Errington litu
hvor á annan undrandi og ekki laust við hræðslu.
“Thelma! Thelma!” hrópaði bóndinn, kvíða-
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and SelUnj« New and
Gcod Used Cars
Ðistributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osborne St. Phone 4-4395
-------------------------------
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Office 92-7130 House 72-4315
V.
BooKkeeping, Income Tax, lnsurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
pianós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 yritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
BALDWINSON’S BAKERY
749 ElUce Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 36-127
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurctnce and Finandal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
r
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Bullder
]
526 ARLINGTON ST.
Sími 72-1272
S------- -------------
—,
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS .
Kensington Building
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 92-2496
-----------------------------^
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vönu:.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 ElUce Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding BouqueU, Cut Flowcr*
Funeral Designs, Corsagcs
Bedding Plants
Mrs. Albert J. (ohnson
Res. Phone 74-6753
fullur. Það var ekkert svar. Hann fór inn í
húsið og opnaði eldhúshurðina. Þar var enginn
eldur — og engin minstu merki um vanale^jsn
undirbúning kvöldmatarins. “Britta!” hrópaði
Guldmar, og enn var ekkert svar.
“Herra minn trúr!” sagði hann og sneri sér
að Philip, “þetta er undarlegt! Hvar geta stúlk-
urnar verið? Eg hefi aldrei vitað til að þær hafi
yfirgefið húsið báðar í einu. Farðu ofan að
ströndinni, drengur minn, og vittu hvort bátur
Thelmu er þar, meðan eg leita í garðinum.”
Errington flýtti sér að reka það erindi sem
hann var beðinn, og snöggur ótti og kvíði hafði
gripið hann, því hann vissi að þaé? var ekki lík-
legt að Thelma hefð farið eitthvað að heiman
sjálfráð, einmtit á þeim tíma sem hún myndi
Ihafa búist við föður sínum og vinum hans heim,
og það, að Britta var einnig fjarverandi, var í
sjálfu sér ákaflega einkennilegt. Hann hraðaði
sér sem mest hann mátti, og sá undir eins að
báturinn var farinn. Hann flýtti sér aftur til
Guldmars, sem kallaði svo hátt á Thelmu og
Brittu, að alt umhverfið ómaði af bergmálinu,
þótt það væri alt árangurslaust, og sagði honum
frá hvarfi bátsins.
“Ef til vill,” sagði hann ráðaleysislega,
“hefir barnið róið yfir fjörðinn — hún er oft
vön því — en hvar er þá Britta?”
Með því líka, þær hljóta að hafa búist við
okkur Iheim — þær myndu hafa útbúið kvöldverð
— þær hefðu beðið eftir okkur. Nei, nei! Þetta
er ekki alt með feldu — hér hefir eitthvað alveg
óvanalegt komið fyrir.”
! GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 f Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - l2.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.
J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in ati its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street Vancouver 9, B. C. V _ i
GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA — J. Roy Gilbart, Licensed Embalmcr PHONE 3271 — Selkirk , r> GUARANTEED WATCH, 8c CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds. Rings, Clocks, Silvenvare, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170
f JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Pþ, 56-1015 206 Confederatioo Building, Winmpeg, Mán. H E R E JOWI ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgt. PHONE 3-7144