Heimskringla - 22.06.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.06.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. JÚLf 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Þótti þeim ei dælt að honum að ráða, og snéru frá og töldu honum bana vísan. Hrólfur á Geitalandi barg Eiríki úr gnýp- unni, og græddi hann á laun.” Einkennilegt þótti mér að sjá fjárbreiðurnar við girðingarnar hjá Kleppum frá Norðlinga fljóti og eins langt norður sem augað eygði. Spurði eg hvað væri því valdandi að féð væri svo sveita sækið um hásumarið, en mér var svarað því, að þetta væri hið nýja fjárkyn sem flutt var þangað frá Vestfjörum eftir “niðurskurðinn” mikla sem fram fór í Borgarfirðinum fyrir fáum árum síðan, og yndi það ekki heiðarlífinu eins vel og hinn upprunalegi fjárstofn Borgfirð- inga. Varð mér nú hugsað til upp- vaxtar-ára minna þegar eg oft og mörgum sinnum varð að leita að hinum fjallsæknu kví-ám, sem gengu með þann ólæknandi sjúk dóm, að geta aldrei gleymt heiðar lífinu þrátt fyrir aldur og aðlað- andi sveita-haga. Ef eg hefi bor- ið þungan hug til þeirra á smala- dögunum mínum, þá fyrirgafst það allt nú vegna þess að nú fann eg svo vel hve andlega mennirnir eru skildir skepnun- um. Sauðféð leitaði til fjallanna, sem það aldrei gat gleymt, og við, mannfólkið, leitum til fjallanna sem við aldrei getum gleymt. Jafnvel þó höf og tor- færur skilji lönd og lýði, þá er samt leitað “heim til fjalla”. Við munum aldrei gleyma þeim stundum sem við dvöldum 1 Kalmanstungu að þessu sinni. Fólkið þar, fegurð nátturunnar Og hinar sólríku stundir, úti og inni, verður okkur altaf fyrir hugskots-sjónum. Dagurinn sem við kvöddum þar var bjartur og hlýr. Okkur varð litið til aust- urs þangað sem Eiríksjökull blasti við, tígulegur og alvarleg- ur, með sína mjallhvítu kórónu á höfði, kórónu, sem öskufall aldanna aldrei hafði getað litað né fölvað. Þarna var hann hljóð- ur, ibjartur og hugsandi, og var sem hann væri að leggja bless- un sína yfir burtför okkar, 0g allar ófarnar ævibrautir. Bless- un hans, og hugheilar farar- ósk- ir Kalmanstungu hjónanna, á- ^samt mörgum endurminningum, var það sem við tókum með okk- ur á leið, sem nú lá til Akraness. Framh. BLOOD BANK Jteely/ueeáM THIS Thelma (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) Dyceworthy prestur lá rúmfastur af “mögn uðu kvefi”— eftir því sem haft var eftir honum, og var þessvegna ófær til þess að gegna sínu uppáhalds hlutverki sem njósnari—svo að þeg- ar einn yndislega bjartan morgun íbúar þorps- ins Bosekop hrukku upp við háan eimpípublást ur skipsins “Eulalie”, sem bergmálaði í hinu klettótta umhverfi, fóru margir þeirra á ról og stóðu á ströndinni, og sumir löbbuðu ofan á bryggjugarminn til þess að vita hvað um væri að vera. Jafnvel hinn langþjáði og veikburða prestur skreið úr bólinu og þrýsti sínu feita og virðulega andliti að gluggarúðunni, þar sem hann hafði ágætt útsýni yfir allan fjörðinn. Mikil var undrun hans og óhugnanleg vonbrigði að sjá hið stórkostlega fagra skip skríða tignar- lega út úr firðinum, með skútu Guldmars í togi, og hinn brezka fána blakta létt við hún, eins og virðurlega kveðju til dökku og drungalegu f jall- anna um leið og það klauf smáöldurnar. Ef að Dyceworthy prestur hefði átt sjónauka hefði hann ef til vill getað komið auga á háa, bjarta og litfríða stúlku, sem stóð á þilfarinu með há- rauða slæðu yfir gullna hárinu, og starði angur blítt og dreymandi á strendur Altenf jarðarins— sem óðum voru að fjarlægjast. “Iðrastu eftir því Thelma?” spurði Erring ton, þýðlega, um leið og hann lagði annan hand- legginn yfir um hana, “að þú trúðir mér fyrir þér og lífshamingju þinni?” Hún lagði litlu höndina með uppgerðar á- sökun á varir hans. “Iðrast! Heimskulegar grill- ur, vinur minn! Eg er glöð og þakklát. En þetta er að kveðja sitt liðna líf—hjartkæra gamla heimilið!—og vesalings Sigurd!” Rödd hennar titraði, og tár runnu ofan kinnar hennar. “Sigurd er ánægður”, sagði Errington, alvar lega, og kyssti höndina sem gældi við hann. “Trúðu mér ástin mín—ef hann hefði lifað, hefði einhver sorgleg ógæfa orðið hlutskifti hans—það er betra eins og komið er!” Thelma svaraði ekki undireins—svo sagði hún allt í einu: “Philip, manstu hvar eg sá þig fyrst?” “Alveg upp á hár!” svaraði hann, og horfði ástúðlega á fagra andlitið hennar. “Það var fyr- ir Utan undraverðan helli, sem eg seinna rann- sakaði.” Hún hrökk við og virtist verða undrandi. Þú fórst inn í Ihann—þú sást —■”? “Allt! Og Philip sagði henni frá æfintýr- inu þessa nótt og fyrsta samtalinu við Sigurd. Hún hlustað með mikilli eftirtekt—og hvíslaði síðan blíðlega: “Móðir mín hvílir þar, þú veizt það—í gær fór eg með blóm til hennar í síðasta sinn. Pabbi fór með mér—við báðum um blessun hennar. Eg held að hún leggi blessun sína yfir okkur—hún hlýtur að vita hvað þú ert góður og hvað hamingjusöm eg er.” Hann strauk silkimjúka hárið hennar og var þögull. “Eulalie” var komin út úr mynni Altenfjarðarins—og Bosekop stöðin var að iiverfa. Olaf Guldmar og hinir komu upp á þilj- ur til að horfa inn í fjörðinn í síðasta sinn. ‘Eg sé nú gömlu stöðvarnar aftur löngu áður en þú, Thelma, barnið mitt”, sagði virðu- legi gamli bóndinn, og horfði klökkur á hið hverfandi landslag. “Þó þegar þið einu sinni eruð örugglega gift í Christianiu, förum við Valdemar Svensen í góðan og langan siglingar- túr á “Valkyrjunni”—og eg mun yngjast upp aftur í stormunum og haflöðrinu! Já—sjóferða- volk á við mig! og mér er ekki óljúft að reyna það einu sinni enn. Það kemst ekkert í sam- jöfnuð við hið víða rjúkandi haf!” Hann lyfti húfunni og stóð teinréttur eins og Víkingur búinn til orustu. Hinir hlustuðu, hrifnir af gömlu sjóhetjunni—og brátt hvarf Alten-fjörð- urinn með öllu, og “Eulalie” var komin út í úf- inn útsjó. Ferðinni var heitið til Christiaíu, þar sem ákveðiö var að gifting Thelmu færi fram tafarlaust—eftir hjónavígsluna var afráðið að Philip fengi vinum sínum skipið í hendur, og að þer færu á því til Englands. Hann sjálfur ætlaði að sigla beint til Þýzkalands með brúði sína, og átti Britta að fylgja þeim í það ferða- sem einkaþerna Thelmu. Olaf Guldmar, eins og hann hafði Þegar lýst yfir> bjóst við að fara langa sjóferð á “Valkyrjunni”, eins fljótt og hann gæti fengið skipshöfn og réttan út- búnað, sem hann ætlaði að fá í Christianíu. Slík var ráðagerð þeirra og um borð í “Eualalie voru” þau glöð og frjálsleg. Errington hafði eftirlát- ið sinni fögru unnustu skipsklefa sinn, og hélt hin litla þerna hennar einnig þar til—himinlif- andi yfir þessari æfintýralegu breytingu og yfir því að vera sloppin undan harðstjórn ömmu sinnar. Og áfram var siglt—framhjá fögru Lof- oden-eyjunum og allri hinni miklu landslags- dýrð til Christiansunds, meðan íbúarnir i Bose- kop biðu árangurslaust eftir því að þau kæmu til baka til Altenfjarðarins. Hið stutta sumar þar var nálega liðið—sumir fuglarnir voru flogn ir í burtu til heitari landa—hin tilbreytingar- lausa tilvera og fábrotnir lifnaðarhættir fólks- ins gekk sinn vanagang, jafnvel ennþá daufara þó síðan “nornin” fór sem hafði verið stöðugt umræðuefni þessa hjátrúarfulla þorpalýðs—og með tímanum kom fastapresturinn í Bosekop aftur heim til starfs síns og losnaði þá hinn virðulegi Dyceworthy og fór undireins heim til síns hugumkæra safnaðar í Yorkshire. Það var erfitt að segja hvort gamla Lovísa var ánægð eða reið yfir burtför Guldmarsfólks- ins, og dótturdóttur sinnar Brittu—hún hélt sig að mestu inni í kofa sínum í Talvig, og lét eng- an sjá sig nema Ulri'ku, sem virtist verða siða- vandari og grandvari í líferni sínu með degi hverjum, og var vel látin og mikilsvirt í hinum lúterska söfnuði, sem hún styrkti á allan hátt. Smám saman minkaði umtalið og bollalegging- arnar um burtför “hvítu nornarinnar og föður hennar—smám saman var hætt að leiða getur að því hvort hinn ríki Englendingur, barón Fhilip Errington, meinti í rauninni að giftast henni, sem fjöldinn taldi þó ekki líklegt—fjar- vera þessara iflræmdu nágranna var yfirleitt fagnað, þar sem orðasveimurinn viðvíkjandi hvarfi hins brjálaða dvergs, var auðvitað talin sönnun um nýjan glæp, sem gamli “heiðinginn” hefði framið, því hann var ásakaður um að hafa átt einhvern þátt í dauða þessa aumingja pilts. Og gamla bóndabýlið uppi á grenivöxnu hæð- . inni var lökað og þögult—dyr þess og gluggar með sterkum og öruggum umbúnaði, gegn vindi og regni—aðeins dúfurnar, sem skildar voru eftir til þess að sjá fyrir sér sjálfar, kurr- uðu uppi á þakinu allan daginn, eins og þær væru að undrast yfir fjarveru fögru verunnar, sem hafði lýst upp þetta heimili eins og bjartur sólargeisli. Þorpsbúarnir forðuðust þennan stað eins og þar væri reimt—blómin fölnuðu og dóu af vanhirðu og smátt og smátt varð gamla •heimilið eins og ofurlítið fornt málverk, með sínar auðu svalir og sölnuðu blóm. En meðan þessu fór fram, ríkti hrollkennd ur spenningur undrunar, efasemda, vonbrigða, gremju og fyrirlitningar, meðal aðalsfólksins í London. Astæðan fyrir þessum mikla æsingi var mjög einföld. Hún var aðeins tilkynning í “Times”—undir fyrirsögninni “Giftingar”— og hljóðaði svo: “Gefin saman í hjónaband í brezku ræðis- manns skrifstofunni í Christianiu, baron Philip Bruce Errington og Thelma, einkadóttir Olafs Guldmars, bónda í Altenfjord, Noregi. Engin tilkynningaspjöld send.” SÍÐARI HLUTI LAND ÞOKU OG MISSÝNINGA Fyrsti KAFLI “Mér finnst”, sagði frú Rush-Marvelle, og lagði “The Morning Post” hjá kaffibollanum sínum ‘,mér finnst hegðun hans bókstaflega sví- virðileg!” Herra Rush-Marvelle, grannur þunnleitur og hreinrakaður, með meinleysislegan, nærri því hræðslulegan svip, leit upp skyndilega. “Um hvern ertu að tala, góða mín?” spurði hann “Auðvitað um þennan vesalings unga mann, Bruce Errington! Hann ætti að fyrirverða sig!” Frú Marvelle lagaði gleraugun sín og virti eig- inmann sinn fyrir sér nærri því ásakandi. — “Farðu ekki að segja mér það, Montague, að þú sért búinn að gleyma hneykslinu sem hann vakti! Hann fór héðan i fyrra þegar samkvæm- íslífið stóð sem hæzt, til Noregs á skemti- skipinu sínu með þremur gjálífustu náungun- um sem hann gat fundið meðal kunningja sinna —reglulegum slörkurum hefir mér verið sagt —og eftir að hafa lifað einhverju hræðilegu lausungarlífi þar úti, daðrað við allar almúga- stúlkur hvar sem hann fór, giftist hann reyndar einni þeirra—réttri og sléttri bóndadóttur. Manstu það ekki? Við sáum tilkynninguna um giftingu hans í Times.” “Ó, já, já!” Herra Rush-Marvelle brosti angistarlega, sem ætlast var til að sefaði eitt- hvað hinar auðsjáanlega æstu tilfinningar frú- arinnar sem honum stóð sífeldur ótti af alla tíð. ‘Auðvitað, auðvitað! Mjög sorglegt. Já, já! Vesalings maðurinn! — og eru nokkrar nýjar fréttir af honum?” “Lestu þetta”—frúin rétti honum blaðið vfir borðið, og benti með fingrinum á smágrein ma, sem valdið hafði geðbrigðum hennar. Hr. Marvelle las greinina sérstaklega vandlega—þó að hún væri hvorki löng eða þungskilin. —Bar- cn Philip og barónessa Bruce-Errington eru komin í hús sitt í Prince’s Gate frá Errington Manor. —“Jæja, góða mín?” spurði hann, og leit til konu sinnar með óframfærnislegum og þvíðvænlegum svip. “Eg geri ráð fyrir að—að— að—að—það sé aðeins það sem mátti búast við”? Professional and Business -■ Directory— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rentol. Insurance and Flnancial Agenta Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresb and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Rea. Ph. 72-3917 "S M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 (----------------------------- The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing J MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposiie Medical Aru Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Avc., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 c'--- GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 \------------------------ J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögirœðingca Bank of Nova Scotia Bldc. Portage og Garry St. Sími 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. f’hone 92-7025 Home 6-8182 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We spectalize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Flnandal Agents Sfmi 92-5061 508 Toronto General Trusw Bldg. r-— Halldór Sigurðsson tc SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 275 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 —---------------- -----c* l Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurtelsleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 ElUce Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity . Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 1 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Speciaiist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 — 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. __^ GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - • J. Roy Gilbart, Licensed Embalmci PHONE 3271 - Selkirk ) ---------------------------1 GUARANTRED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, CloAs, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phoue 3-3170 r1— \ ✓— JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederatioo Building, Winmpeg, Mtó. ■w> V H E R E _NOWI ToastMaster MIGHTY FINE BREADl At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.