Heimskringla - 29.06.1955, Side 3

Heimskringla - 29.06.1955, Side 3
WINNIPEG 29. JÚNÍ 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 1 Deloraine-^Glenwood kjör- daemi hlaut Earl Draper, íhalds sinni 2056 atk., en Robert Moffat liberal 1379. Þar var íhaldsmað- urinn kosinn meö 700 atkvæða meirihluta. Fyrir Draper var- kosningin auðsótt. Kjördæmið kaus sinn heimamann í stað lögfræðings frá Winnipeg. Kenningar lib- erala um að bezt væri fyrri hvert kjördæmi að fá iþingmann utan kjördæmisins, {helzt af annari stjörnu voru ekki teknar alvar- lega. Ráðherrar frá fylkisstjórninni streymdu eins og hersing til Mountain. Var hinn frönskumæl andi Prefontaine þar í broddi fylkingar. Á liberalinn Clark þar þeim sigur sinn að þakka. Hiefði Campbell stjórnin tapað því kjördæmi, eins og við lá, hefði útkoma kosninganna bág- borin orðið frá flestra sjónar- miði fyrir Campbell stjórnina. í báðum kjördæmunum voru íhaldsmönnum greidd 3626 atkv., en stjórnarsinnum 3225. Atkvæða magn stjórnar var því um 400 minna en íhaldsflokksins. Þjóðræknisdeildin Frón þakk ar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur og rit, gefið til bókasafns deildarinnar á s.l. vetri. Hr. Gísla Jónssyni (ritstj.), frú Hólfríði Pétursson, Una Th. Lindal, Þorgerði Sigurðsson, frú Jón Sigurðson, frú Anna Pét- ursson. Bókasafn Fróns er rétta pláss- ið að gefa bækur sínar og rit, því þar geta þeir sem vilja lesa íslenzkar bækur fengið þær lán aðar hvenær sem vera vill, gjörið þeim góðverks og stittið langar einverustundir fyrir þeim sem gaman hafa af að lesa ýmislegt. Fyrir hönd þjóðræknisdeild- arinnar Fróns: /. Johnson bókav. 735 Home St. ★ ★ ★ —KVEÐJA— Winnipeg' 18. júní 1955 Nú þegar eg er að hverfa aftur heim til átthaganna, eftir mán- aðardvöl i Vesturheimi, langar mig til að þakka öllum, sem eg átti kost á að kynnast á ferðum mínum hér, fyrir frábæra gest- risni og velvild í minn garð. Beztu þökk fyrir góða skemmt un 0g góða viðkynningu. Vinsamlegast, Eiías Dagfinnsson, Reykjavík. THIS SPACE CONTRIBUTED B Y Drewms man itoba D I v I S I ON WESTERN canada breweries <■ I M I T E D . Thelma (RAGNAR STEFANSSCM ÞÝDDI) “Nei, það er alls ekki það sem maður gat búist við”, sagði frú Rush-Marvelle, og hóf upp höfuðið, búin til kröftugra mótmæla. “Auðvitað mátti telja það víst að þessi Bruce-Errington hagaði sér eins og fífl—hann erfir það sjálfsagt frá föður sínum. En eg iheld því fram að það var ekki gert ráð fyrir að hann gengi svo langt að svívirða, og misbjóða samkvæmislífi aðals fólksins með þvi að koma með þessa lágættuðu og fáfróðu konu sína til London, og ætlast til þess að við tækjum á móti henni með opnum örm um! Það er stórkostlegt hneyksli! Hann hefir gætt svo mikils velsæmis að halda sig í f jarlægð frá borginni síðan hann giftist—nokkurn hluta af þeim tíma hefir hann verið í útlöndum, og síðan í janúar hefir hann verið í bústað sínum í Warwickshire— og allan þann tíma—taktu nú eftir! hefir ekki nokkurri sál verið boðið til hallarinnar! Það hús sem alltaf var vant að vera fullt af fólki og samkvæmum yfir vetrartímann —auðvitað þorir hann ekki að bjóða neinum þar sem allir myndu hneykslast á framkomu kon- unnar hans. Það er svo sem eins greinilegt eins og dagsljósið! Og nú er hann svo ósvifinn að koma bara hreinlega með hana hingað inn í sam kvæmislífið! Herra mipn trúr! Hann hlýtur að vera brjálaður! Það verður hlegið að honum hvar sem hann fer!” iHerra Rush Marvelle klóraði sér á horuðu liökunni vandræðalega. “Þetta gerir þér meira en lítið óþægilegt og erfitt fyrir”, laumaði hann fram úr sér, þýðlega. “Óþægilegt! Það er svívirðilegt!” Frú Mar velle reis á fætur og jafnaði hressilega úr hrukk unum á dragsíða silki morgunkjólnum sínum. “Eg verð neydd til að heimsækja þessa—þessa manneskju fyrir siðasakir—að hugsa sér slíkt. Til allrar ógæfu fyrir mig vill svo til að eg er ein af elztu vinum Bruce-Erringtons—annars hefði eg getað smeygt þessu einhvern veginn fram af mér—eins og það er get eg það ekki. Hugsa sér að verða að kynnast luralegri og grófgerðri alþýðukonu, sem eg er alveg viss um að getur ekki talað um annað en fisk og hval- lýsi! Það er í rauninni alveg hræðilegt!” Herra Rush-Marville lét það eftir sér að brosa daujlega. “Við skulum vona að hún reyn- ist nú eitthvað skárri en þú heldur,” sagði hann sefandi— ‘l*n ef hún skyldi nú vera—lítilsigld og ómenntuð—þá geturðu—nú með lagi kom ið þér hjá því—að hafa mikið með hana að gera —með lagi!” En frú Marvelle tók ekki ráðleggingum hans með neinum þökkum. “Þú veizt ekkert um þetta”, sagði hún, dálítið stygglega. Hugs- aðu um þitt eigið starf, Montague, þó að það sé nú ekki veglegt. Láigmannsstarf á við þína sérkennilegu heilategund—en félagslíf heldra fólksins ekkí. t>ú hefðir aldrei komist inn í samkvæmislífið ef það hefið ekki verið fyrir mínar aðgerðir—nú, það veiztu ósköp vel!” “Elskan mín”, sagði herra Marvelle, og horfði með auðmjúkri aðdáun á hinn tignarlega vöxt konu sinnar, “eg veit það vel! Eg met þig allt af að verðUgieikum. Þú ert framúrskarandi kona!” Frú Marvelle brosti, og sefaðist ögn.“Þú skilur hvernig í þessu liggUr’’x íét hún svo lítið að útskýra fyrir honum allt þessu efni við- víkjandi hefir valdið mér svo mikiiia vonbrigða. Eg ætlaði Marcíu Van Clupp Errington og auð hans—það hefði verið svo mikið jafnræði—auð- ur á báðar hliðar. Og Marcia hefði einmitt verið ákjósanleg stúlka til þess að líta eftir höfuð- bólinu í Warwickshire—húsið er að falla í ó- hirðu af vanrækslu eftir því sem eg lít á.” “Ó, já,” samþykkti maður hennar, undir- gefnislega. “Van Clupp er myndar stúlka—mik- myndar stúlka! Mikil drift í henni. Svo að þessi Erringtons-villa þarfnast mikills aðgerða, að líkindum?” Þessari spurningu var beint að írú Marvelle mjög óframfærnislega. Eg veit nú ekkert hvort húsið þarfnast svo bráðra aðgerða ’, svaraði frúin. “Það er fyrir- myndar hús, og landeignin er framúrskarandi fögur. En eitt af beztu herbergjunum í húsinu er einkaíbúð hinnar látnu barónsfrúar—-og þar er fullt af gamaldags rykugum húsgögnum, og Bruce-Errington vill ekki láta snerta við því —hann krefst þess að það sé látið vera eins og móðir hans skildi við það. Það er nú bara heim- skulegt—einhver véiklun! Og það er þag sama með bókhlöðu föður hans—hann vill ag neitt sé snert þar heldur—og loftið^ þyrfti að mála og fyrir gluggana þyrfti ný tjöld — Qg fjölda margt fleira sem þyrfti að breyta og laga Marcia hefði séð um allt þetta með svo miklum myndarskap—ameríkufólk er svo stórvirkt, og drífandi, og Marcia er alveg laus við allt heim- skulegt og úrelt tilfinninganæmi.” ‘fHún hefði jafnvel aflað sér nýmóðins mynda í stað hinna gömlu”, lagði herra Marvelle til, með ofurlitlum snert af kaldhæðni. Kona hans leit sjíöggt t/1 hans, en brosti ofurlítið. — Hún bjó ekki yfir mikilli kímnisgáfu. Professional and Business -------Directory “Heimska Montague! Hún veit hvers virði listaverk eru betur en margir þessir svokölluðu sérfræðingar í slíkum hlutum. Eg vil ekki hafa það að þú gerir grín að henni. Vesalings stúlk- an! Hún hafði hug á að ná í Errington—hann var talsvert stimamjúkur við hana þarna, eins Og þú manst, á dansleiknum sem eg hélt áður en hann þaut til Noregs.” “Honum virtist vissulega ekki geðjast svo illa að henni”, sagði herra Marvelle. “Varð henni mikið um það þegar hún heyrði að hann væri giftur?” “Ekki held eg það,” svaraði frú Marvelle rösklega. “Hún er of skynug til þess. Hún sagði aðeins: ‘Allt í lagi!” Eg verð þá að hanga á Masherville.” Herra Marvelle kinkaði kolli auðmjúklega. “Aðdáanlegt — aðdáanlegt!” tautaði hann, og hló ofurlítið. “Mjög afgerandi stúl'ka! Og í rauninni eru margir verri en Masherville! Nafn bótin er gömul”. “Já, það er nú allt gott og blessað með þess, ar nafnbætur”, svaraði kona hans, hryssingslega —“en þar eru engir peningar — eða mjög litlir”. “Marcia hefir nægilegt til þess að bæta úr því”, lagði herra Marvelle til í auðmjúkum rómi. “Amerískar konur hafa aldrei nóga pen- inga”, hélt frú Marvelle fram, afdráttarlaust. “Þú veizt það eins vel og eg. Og aumingja frú Van Clupp hefir gert sér svo miklar vonir um að dóttir hennar nái í einhvern verulega hátt- settan aðalsmann—og eg hafði hreint og beint *lofaði henni að hún skyldi ná í Bruce-Errington. Það er í raun og veru slæmt að svona fór.” Frú Marvelle gekk um í herberginu, og sópaði mik- ið að henni—hún nam staðar með köflum frammi fyrir speglinum fyrir ofan arinhilluna til þess að dázt að útliti sínu, meðan maður hennar blaðaöi í “Times”. Eftir nokkra stund sagði hún snögglega: “Montague!” Herra Marvelle missti blaðið af hræðslu. “Góða mín!” “Eg ætla að fara til Clöru Winsleigh fyrri- partinn í dag—og vita hvað hún ætlar að gera í þessu máli! Vesalings Clara! Hún hlýtur að hafa fengið viðbjóð og fyrirlitningu á öllu þessu háttalagi!” “Hún hafði frekar dálæti á Errington, var ekki svo?” spurði herra Marvelle, og vafði “Times” vandlega saman, til iþess að taka blaðið með sér og lesa það í næði á leiðinni í réttarsal 1 inn. * “Dálæti? Jæja’’—frú Marvelle skoðaði sig ennþá einu sinni í speglinum, og hagræddi vandlega blúndulagða hálskraganum—“það var nú dálítið meira en dálæti—þó, auðvitað, að hún gæfi aldrei tilfinningum sinum i þá átt lausan tauminn—að minnsta kosti geri eg ráð fyrir að svo hafi verið. Hún bar mikið vinarþel til hans —'þrungið af sálrænum tilfinningum meira en holdlegum, held eg, sem er svo sjaldgæft í þess um syndumspillta heimi.” Frú Marvelle varpaði öndinni þunglega, en hélt brátt áfram með sinni venjulegu drift og hagsýni: “Já, eg ætla að fara þangað í hádegis- verð, og ræða um þessa hluti. Svo ek eg til Van Clupp fjölskyldunnar, og kem með Miarcíu heim með mér til kvöldverðar. Eg geri ráð fyrir að þú hreyfir engum mótmælum?” “Mótmælum!” Herra Marvelle varð ennþá heygulslegri og leit upp undrandi. Eins og hann þyrði að hafa á móti nokkru sem konan hans kom upp með! Hún brosti lítillætislega þegar hannkyssti með mikilli auðmýkt og virðingu á mjúka og þvala kinn hennar áður en hann fór til sins daglega starfs, og þegar hann var farinn, fór hún inn í sitt litla einkaherbergi, þar sem hún dvaldi meira en klukkutíma. Hún var, á sinn hátt, mikilvæg persóna. Hún gerði sér það að atvinnu að vita allt og þekkja alla—hún gerði sér far um að skifta sér af heimilishögum annars fólks, og hún slétti sér fram í einkamál allra fjölskyldna sem hún náði til. Ennfremur, og sérstaklega, gaf hún sig við því sem föstu starfi að stofna til hjúskapar—henni lét það sérstaklega vel að taka ungar og ríkar stúlkur undir sinn móðurlega verndarvæng, og kynna þær í réttum félagsskap og á viðeigandi stöðum, °g þegar, eins og oft kom fyrir ,að auðugir Am- eríkumenn sem höfðu ekki mikil áhrif eða máttu sín mikið hjá aðalsfólkinu buðu henni þrjú eða fjögur hundruð sterlingspund fyrir að fylgja dætrum sínum í velsæmisskyni inn í hið enska samkvæmislíf og útvega þeim glæsilegan ráða- hag, þá stakk frú Rush-Marvelle þessum fúlgum með mestu háttprýði í vasann, og var mikill hjálparvættur stúlknanna í þessum efnum. Hún var myndarleg kona sýnum, há, þreklega byggð, og virðuleg, þó að andlit hennar væri alls ekki tilkomumikið, og hið litla óverulega nef hennar væri alls ekki í neinu samræmi við hina tignar- !egU líkamsbyggingu—en bros hennar var mjög töfrandi, og framkoma hennar viðfeldin, en þó röggsamleg, og það var almennt dáðst að henni í þeim sérstaka félagsskap sem hún tilheyrði. Office Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultætions by Appointment Thorvaldson Eggcrtson Bastin fc Stringer Lögtrœðlngaz Bank ol Nova Scotia Blde. Portage og Garry SL Sfmi 928 291 Dr* P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C.LINIC St. Mary'i and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rented. Insurance and Financial Agents Sfmi 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresb and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 Rovatzos Floral Shop 255 Notre Dame Ave. Ph. 952 954 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize ln Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um ötfarir. Allur útfoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-1395 Union Loan & Investment COMPANY Bental. Insurance and Finandal Agents Simi 92-5081 508 Toronto General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing - - ———• - —' ' —-----------—■—--- Halldór Sigurðsson tc SON LTD, Contractor & Bulldex • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 1 — MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. l FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Sei*vice Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað ei. Allur fltuningur ábyrgðstur Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi V. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 '"I BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 -----------------------"S GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 _Res. Ph. 3-7390 V—---------------------w1 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 — 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU ✓— Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. GILBART FUNERAL- HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Chvks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 JACK POWELL, B.A. LL.B, BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederatioo Building, Winnipeg, toan. 1 S., HERE _N O W 1 ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON l Manager Sales Mgi. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.