Heimskringla - 20.07.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. JÚLf 1955
árum, sem er iharla merkileg, og
þá um annað fram gróðurhúsa
og ylreita ræktunin. Ingólfur
Davíðsson fer ekki með neinar
ýkjur er hann segir: “Hagnýt-
ing jarðhitans olli straumhvörf-
um í íslenzkri garðyrkju.” Hver
myndi t.d. hafa trúað iþví fyrir
25 árum, að maður ekki fari
lengra aftur í tímann, að á síð-
ustu árum hefir tómata-uppsker
an (úr gróðurhúsum) verið um
og yfir 200 smálestir. Sannarlega
hefir bylting orðið á íslandi í
þeim efnum sem mörgum öðrum.
Að ytra búningi er “Garðyrkju
ritið” nú, sem áður, ágætlega úr
garði gert, prýtt fjölda mynda,
að þessu sinni óvenju mörgum
manna myndum í sambandi við
sögu Garðyrkjuf«lagsins og var
það sjálfsögð viðurkenning, jafn
framt því og þær myndir gera
söguyfirlitið skemmtilegra og
auka því mannfræðilegt gildi.
MINNINGAR P. S. P.
Frh. frá 1. bls.
urri og áhrifaríkari mynd, Snæ-
fellsnesjökull. Var sem hann
hefði flutt sig upp að hafnar-
mynninu á meðan á sýningunni
stóð, en þessi óútmálanlega sýn
hefir sjálfsagt stafað fra faséð-
um hillingum þetta kvöld, en
eins og sagt er á Vestur-ís-
lenzku: “He stole the sihow”, og
áreiðanlega lifa minningarnar
um fegurð hans og ímyndaða
nærveru í hugum okkar löngu
eftir að “Anna” er gleymd.
Þessi jökulsýn fylgdi okkur
alla leið heim um nóttina, og alt-
af virtist jökullinn jafn nálægur
°g jafn fagur ásýndar. Það var
hann og hinir ágætu förunautar
okkar sem gerðu þessa stund
okkur ógleymanlega. Kvöldið
var unaðsfagurt, spegil-sléttur
sjór, heiðríkur himinn og hríf-
andi söngur á báðar hliðar, land
fuglarnir til hægri og sjó-fugl-
arnir til vinstri handar. Getur
maðurinn óskað sér nokkurs,
sem fylli sál hans meiri unaði
og láti hann finna til nærveru
hins mikla “Alföðurs”, heldur
eri einmitt það sem umkringdi
okkur þessa töfrandi, íslenzku
sumarnótt? Framh.
f frétt í blöðum hér af ferð
Eisenhower Bandaríkja forseta
til Geneva, er þess getið að einka
flugfar hans hafi lent á íslandi
s.l. laugardag og átti tveggja
stunda viðdvöl. Var Eisenhower
í boði hjá Ásgeir Ásgeirssyni for
seta íslands.
T H I $
SPACE
CONTRIBUTED
BY
WINNIPEG
BREWERY
UMITií
Thelma
(RAGNAR STEFANSSCM ÞÝDDI)
Borgarbústaður Bruce-Erringtons var
mjög tignarlegt stórhýsi—látlaust og smekk-
lega skreytt að utan, með breiðum inngangi,
djúpu fordyri, og stórum ^luggum—gluggum
sem til allrar hamingju voru ekki skemmdir
með allavega skrípalitum hengjum úr silki eða
satin. Dregla-blæjurnar voru hvítar—og það
sem sást af gluggatjöldunum að utan, gaf í
skyn að þau væru úr þykku flosi og gullnum
rósavefnaði. Viðhafnarsalssvalirnar voru fullar
af marglitum blómum, og skyggðar með austur
lenzkum sóltjöldum, er gaf húsinu heimilisleg-
an og smekklegan svip. Vagni frú Winsleigh
var ekið upp að dyrunum, og Briggs steig ofan
úr honum. “Spurðu hvort barónsfrú Bruce-Err-
mgton sé iheima”, sagði húsmóðir hans. “Og sé
það ekki, þá skildu þessi spjöld eftir.”
Briggs tók við litlu gljáandi pappaspjöldun
um með tilhlýðilegri virðingu, og hringdi dyra-
bjöllunni sem á stóð “gestir” þunglamalega, og
með svo miklu afli að hringingin endurómaði
hátt um alla forsali hússins. Hurðin var opnuð
samstundis og virðulegur maður stóð í dyrun-
um, maður með grátt hár og alvarlegt og góð-
legt andlit, hann var dökkklæddur, og horfði á
hinn skrautbúna Briggs, og það vottaði aðeins
íyrir-daufu brosi á andliti hans.
Hann var yfirþjónn Erringtons, og hafði
verið í þjónustu fjölskyldunnar í tuttugu og
fimm ár. ‘Barónessan er í ökutúr um skemmti-
garðinn“, sagði hann til svars við spurningu
hins tilgerðarlega Briggs. “Hún fór út hér um
bil fyrir hálftíma síðan”.
Briggs afhenti því spjöldin, og hermdi
frúnni því næst frá erindislokunum.
“Snúðu við inn í garðinn og keyrðu- um
hann þangað til eg gef frekari skipanir”.
Briggs bar hendina þegjandi upp að hatt-
inum, klifraði upp í vagnsætið og vagninn rann
hratt í þá átt er fyrirskipanirnar hljóðuðu um,
en frú Winsleigh skaut hlæjandi að frú Mar-
velle: “Philip er sjálfsagt með þessu gersemi
sínu! Ef við gætum rétt séð hana bera fyrir, sitj
andi og starandi með opinn munninn á allt og
alla þá væri það gaman! Við vissum þá hverju
vaeri við að búast.”
Frú Marvelle sagði ekkert, þó að hún einn-
ig væri forvitin að sjá lágstéttar-viðbótina sem
bið íína félagslíf hefðarfólksins í London ihafði
fengið í hópínn—og þegar þær komu inn í
skemmtigaröinn, hafði bæði hún og frú ^Vins-
ieigh vakandi auga á hvort hinum gráa og silfur
lita ökuvagni Bruce-Erringtons ekki brigði fyr
ir. Þaer vöktuðu umferðina, samt sem áður, á-
rangurslaust—þetta sérstaka ökutæki sem þær
langaði svo mikið til að sjá, var hvergi sjáan-
legt. Bráðlega roðnaði lávarðsfrúin í andliti,
og beiddi ökumann sinn að nema staðar.
“Það er aðeins Lennie”, sagði hún hlæjandi,
sem svar við spurningu frú Marvelle. “Eg m#
til með að tala við hann eitt augnablik!” Hún
gaf tilgerðarlegt merki grönnum, ungum manni
með dökkt yfirvararskegg og frekar laglegt
andlitsfall, sem labbaði í hægðum sínum eftir
gangstígnum, og virtist vera í þungum þönk-
um, þó ekki svo þungum, að hann yrði ekki
Hjótlega var nærveru frúarinnar—ef satt skal
segja, hafði hann séð hana undireins og hún ók
inn í skemmtigarðinn. Hann sá, að því er virtist
allt án þess að horfa á nokkuð sérstakt—hann
hafði letileg augu og sígin augnalok, en þó fór
ekkert sem gerðist framhjá honum. Hann kom
til þeirra sérstaklega hirðuleysislegur í fasi,
lyfti hattinum seinlega, eins og þetta kurteisis-
merki þreytti hann gífurlega.
“Góðan daginn, frú Marvelle!” sagði hann,
letilega, og ávarpaði fyrst eldri konuna, sem
(ók fremur stutt undir við hann—því næst
hallaði hann sér inn yfir vagnhurðina, og horfði
é frú Winsleigh með sofandalegri aðdáun. “Og
hvernig sækir maður að Clöru okkar? Lítur
töfrandi út eins og venjulega! En því gátuð
þið ekki verið komnar hingað tíu mínútum fyr?
Þið hefðuð séð sjón sem þið aldrei hafið séð á
allri ykkar æfi. Eg hélt að allt ætlaði að verða
bandvitlaust 1 troðningi og umferð.,>
‘Hversvegna, hvað kom fyrir?” spurði frú
Winsleigh, og brosti ástúðlega við honum. —
Eitthvað framúrskarandi ?”
Jæja, eg veit ekki hvað þið mynduð kalla
framúrskarandi » herra Francis Lennox geisp-
aði og athugaði handfangið á stafnum sínum
með mestu nákvæmni. «Eg geri ráð fyrir að ef
Helen af Troy k'æmi akandi á fullri ferð hér eft
ir garðbrautunum allt í einu, þá myndi það
vekja athygli!”
“Herra trúr!” sagði Clara Winsleigh, firtn-
islega. “Þú talar rósamál í dag. Hvað í ósköpun
um áttu eiginlega við?”
Herra Francis lét svo lítið að brosa. “Vertu
nú ekki svona viðkvæm, Clara!” sagði hann —
eg meina það sem eg hefi sagt, ný Helen birt-
HElM SKRINGLA
3. SÍÐA
ist hér í dag, og þó að hún væri ekki eins og
Dante Rosetti kemst að orði, þá varð mann-
fjöldinn hér æstur áf hrifningu. Karlmenn á
hestbaki hleyptu á stökki skemmtigarðinn á
cnda til þess að sjá henni rétt bregða fyrir áður
en vagn hennar fór á fullri ferð til Richmond
eftir að hafa farið aðeins fjórar hringferðir hér
um garðinn. Hún er alveg framúrskarandi!”
“Hver er hún?” Þrátt fyrir sjálfstjórn henn
ar hvarf bros frú Winsleigh og varir hennar
titruðu.
“Barónessa Bruce-Errington”, sagði Franc-
is, greiðlega. “Yndislegasta og fegursta konan
í heiminum, myndi eg segja! Phil var við hlið j
hennar—hann lítur prýðilega út—og þessi hóg- ;
væri gamli einkaritari—Neville—heitir hann 1
það ekki? Hvað sem um það er, þau sýndust öll
í ágætu skapi—og hvað þessa konu snertir, þá
gerir hún alla svo skotna í sér að þeir ganga af
vitinu áður en samkvæmistímabilið er hálfnað.” j
“En hún er aðeins alþýðuættar!” sagði frú
Marvelle, kuldalega. “Algerlega óugplýst—
alveg á lægsta stigi mannfélagsins!”
“Já, svo er víst!” herra Francis geispaði í
mestu' rólegheitum. “Jæja, eg veit ekkert um
það. Hún var ákaflega vel og smekklega búin,
og bar sig eins og drotning; Og hvað hár henn-
ar snertir—þá hefi eg aldrei séð svo undursam-
legt hár—það hefir öll bíæbrigði gullsins.”
“Litað!” sagði frú Winsleigh, með köldum
hæðnishlátri. “Hún hefir verið í París. Það er
svo sem auðvitað að hársnyrtingar-meistarar
þar hafa lagt sig fram að fegra hár hennar af
mestu snilld!”
Að þessu sinni var bros herra Francis reglu
lega kímnislegt. “Enginn getur komist til jafns
við konu í öfundsýki!” sagði hann kæruleysis-
lega. “En eg reyni ekki til að halda því fram,
Clara, að þú hafir ekki rétt fyrir þér! Jæja, sæl (
ar á meðan! Eg sæki þig í kvöld—þú manst að j
við ákváðum að fara saman í leikhúsið. Far vel,1
frú Marvelle! Þú lítur unglegar út en nokkru
sinni fyr!” Herra Francis Lennox gekk frá
þeim í mestu rólegheitum, og frúrnar héldu
áfram skemmtiakstrinum í garðinum. Frú Wins
leigh reið og gröm—frú Marvelle undrunarfull.
“Geturðu hugsað?” spurði hin síðarnefnda,
“að hún sé í rauninni svona yndislega fögur?”
“Nei, alls ekki!” svaraði Clara, geðvonsku-
lega. “Eg er sannfærð um að hún er gild og
bústin, rauð í andliti—karlmönnum falla feitar
konur með dökkrauðan litarhátt vel í geð—þeir
halda að það beri vott um heilsuhreysti. Helen
af Troy —þó —þó! Lennie hlýtur að vera geng
in af vitinu.”
Þær héldu áfram þegjandi þáð sem eftir
var ferðalagsins—báðar sokknar ofan í sínar
eigin hugsanir. Þegar þasr komu til Van Clupps,
var þar enginn heima—ekki jafnvel Marcia—svo
irú Winsleigh ók sinni “kæru Mimsey” heim að
hennar eigin húsi i Kensington, og skildi þar
við hana með mikilli bliðu—Og fór svo heim til j
þess að fara í ilmvatnsbað og smyrja hold sitt'
með allskonar fegurðar og snyrtingar meðölum
—með það fyrir augum að töfra, og ná hylli hr.
Francis Lennox það kvöld. Hún neytti kvöld-
verðar ein, og var uppklædd og tilbúin þegar
aðdáandi hennar vitjaði hennar í sínuiþ eigin
skrautvagni, og ók henni í leikhúsið, þar sem
mörgum varð starsýnt á hana. Meðan því fór
fram, þrýsti eiginmaður hennar, Winsleigh
lávarður, kossi á heitt enni sonar síns, sem rót-
aðist um í litla rúminu sínu fullur af æstri
gleði, og gat auðsjáanlega ekki gleymt trúða-
sýningunni þá um daginn.
“Pabbi, gætir þú staðið á höfði og tekið í
hönd manns með fótunum?” vildi þessi ungi
ærslabelgur fá að vita, og stóð frammi fyrir föð-
ur sinum hlæjandi—með úfna lokka og kafrjóð
ar kinnar.
Winsleigh lávarður hló. “í sannleika sagt,
Ernest, held eg ekki að eg gæti það!” svaraði
hann góðlátlega. “Ertu nú ekki búinn að tala
nóg um sýninguna í þetta sinn? Eg hélt að
þú ætlaðir að fara að sofa, annars hefði eg ekki
komið upp til að bjóða þér góða nótt”.
Ernest virti hið þolinmóða og góðlega and-
lit föður síns fyrir sér, og fór með iðrunarsvip
upp í rúmið sitt, og lagaði koddann, ákveðinn,
undir unga lokkaprúða höfðinu. “Nú get eg
farið að sofa”, sagði hann, með hæversku spé-
koppa-brosi. Svo bætti hann við með þýðlegum
glampl í bláu fjörlegu augunum, “Góða nótt,
elsku pabbi! Guð blessi þig!”
Hinir alvarlegu og þreytulegu andlitsdrætt
ir Winsleigh lávarðar urðu mýkri þegar hann
beygði sig ennþá einu sinni yfr rúmið og þrýsti
kossi á ferska kinn drengsins. “Guð blessi þig,
litli maður!” sagði hann blíðlega, og það var
titringur í rólegu röddinni. Að því búnu
slökkti ihann ljósið, fór út úr herberginu, og lét
hægt aftur hurðina. Á leiðinni ofan breiða stig-
ann, breyttust andlitsdrættir hans aftur og urðu
strangir, þolinmæðislegir og kaldir, sem var auð
sjáanlega hið venjulega útlit hans. Hann ávarp
aði Briggs, sem var að slæpast þar yfir engu í
forsalnum.
• ■ . . “Lávarðsfrúin er úti?”
"Já, herra lávarður! Farin í leikhúsið með
herra Francis Lennox.”
Professional and Business
——= Directory—
Ofíice Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consult.ations by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
LögfrœSingai
Bank oí Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sírni 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025 Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 927 538
308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
canadian FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors ol
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
útfarlr. Allur úhbúnaður sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
1
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FftAZER ROT OTILLER
and Parts Service
99 Osborne St. Phonc 4-4395
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
?------- ----------------------%
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Ofíice 927130 House 72-4315
Bookkeeping, lncome Tax, Iusurance
Mimeographing, Addressing, Typing
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 72-1272
MALLON OPTICAL
405 C.RAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TF.LEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
r
FINKLEMAN
OPT OMETRISTS
and
OPTICIANS
1
Kensington Building
275
Portage Ave.
PHONE 92-2496
Winnipeg
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
pianós og kæliskápa
Onnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HM.LSON, eigandi
714 EUice Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur '
gerðar sarakvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut F'Iowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J^Johnson
Res. Phone 74-6753
\ d—
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELI.ICE AVE.
Bus. Ph. 74-4558 _ Res. Ph. 3-7390
l
MANITOBA AUTO SPRING
WORKS
CAR and TRUCK SPRINGS
MANUFACTURED and RF.PAI11F.TS
Shock Absorbers and Coil Springs
175 FORT STREET Winnipeg
- PHONE 93-7487 -
—r*
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU .
Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
1
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
\ •
GILBARTFUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer
PHONE 3271 — Selkirk
GUARANTEED WATCH, & CLOC.K
RF.PAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, CloJts,
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-3170
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOLICITOR,
NOTARY PUBLIC
Ofí. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015
206 Confederation Building,
Winmpeg, Mún.
l.
HERE _N O W !
ToastMaster
MIGHTY FINE BREAD!
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTON
Manager Sales Mgr.
PHONE 3-7144
—^